Lögberg


Lögberg - 04.07.1946, Qupperneq 5

Lögberg - 04.07.1946, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. JÚLÍ, 1946 5 ÁHUGAA4/£l UVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON LEYFIR ÞÚ ÖÐRUM AÐ HUGSA FYRIR ÞIG? Til þess að tryggja framtíðar velferð barna sinna og þjóðfé- lagsins í heild sinni, er nauðsyn- legt að foreldrar geri sér far um að venja börn sín þannig, að þau verði sem fyrst sjálfstæð í hugs- un og gjörðum. Eiginlega er þetta eitt aðal takmark uppeldis- ins. Þetta vita hinar svokölluðu skynlausu skepnur, af eðlisavís- an. Fuglarnir bera mikla um- hyggju fyrir afkvæmum sínum meðan þau er ósjálfbjarga, afla þeim fæðis og hlúa að þeim sem bezt. En strax og ungarnir ná nægilegum þroska ýtir móðir þeirra þeim út úr hreiðrinu og knýr þá þannig til að reyna styrkleik sinna eigin vængja, hvort sem þeim er það geðfelt eða ekki. Þeir eru ofurlítið ó- styrkir fyrst í stað, en eftir fárra daga æfingar, eru þeir orðnir fullfleygir og sjólfbjarga. Gleði þeirra yfir því, að hafa fundið kraftinn í sjálfum sér. lýsir sér í hverri hreyfingu þeirra. Mörgum foreldrum væri holt að taka sér þessa uppeldisaðferð fugla loftsins til fyrirmyndar. Það er hættulegt fyrir framtíðar- velferð barnanna að venja þau á það, að krefjast, fram á full- orðins ár, alls, sem þau þurfa til lífsviðurværis, þæginda, skemt- ana og mentunar, án þess að þau finni til nokkurrar ábyrgðar sjálf til þess að afla sér þessara hluta. Foreldrarnir elska börn- in sín og vilja því alt á sig leggja til þess að greiða götu þeirra og gera þeim lífið sem á- nægjulegast, en ef þau hafa með ofmikilli eftirlátssemi og dálæti, kæft ábyrgðartilfinningu ungl- ingsins og vanraékt að venja hann á að hefja sig til flugs á sínum eigin vængjum, að hugsa fyrir sjálfan sig og bera ábyrgð- ina af sínum eigin gjörðum, er hætt við því að hann finni aldrei til fulls kraftinn í sjálfum sér og verði ávalt sem vængstífður fugl. Við þekkjum fólk, sem komið er yfir tvítugs aldur, sem enn hangir svo að segja í pilsfaldi móður sinnar. Þó það sé búið að ná fullum líklamlegum þroska er það enn á andlegu barnsskeiði. Það getur fátt gert, nema það leiti ráða einhvers annars, hvað það eigi að borða, hvernig það eigi að klœða sig, hvernig það eigi að skemta sér — einhver annar verður að ákveða gjörðir þess fyrir það. Það er eins og börn, sem verða að leita ráða og hlýta boðum móður sinnar í þessum efnum. Við þekkjum miðaldra fólk, sem þrátt fyrir aldur sinn er enn á andlegu gelgjuskéiði. Það leyf- ir öðrum að hugsa fyrir sig, að mynda skoðanir sínar, að ákveða afstöðu sína gagnvart mönnum og málefnum. Það er algerlega ósjálfstætt í hugsun og reynir ekki að gagnrýna þær kenningar, sem að því er haldið. Slyngir áróðursmenn og auglýsingamenn geta leikið með þetta fólk eftir vild sinni og talið því trú um ó- líklegustu hluti. Þeir geta dregið það saman í dilka, klíkur og flokka, sem geta orðið þjóðfé- laginu til hins mesta meins. Dæmin um þetta eru deginum ljósari. Hitler og fylgifiskum hans tókst með áróðri sínum að blinda múginn og draga hann í flokk sinn eins og kindur í dilk. Þetta tókst þeim vegna þess að fjöldi fólks reynir ekki að gagn- ^ýna það sem það les eða það sem því er sagt. Það beitir ekki dómgreind sinni; það reynir ekki að mynda sér sína eigin skoðun um menn og málefni og það verður því skrílæsingar- manninum að bráð.» Slíkt gæti ekki hent okkur, segjum við. En því ekki það? Þjóðverjar eru yfirleitt ekki ver gefnir en aðrar þjóðir og slyng- um áróðursmönnum tókst að draga þá á eyrunum niður í hyl- dýpi spillingar og eymdar. Með sjálfsprófi getum við kom- ist að raun um hve sterk v.ið er- um á svellinu, hve sjálfstæð við erum í hugsun, hvort við leyf- um öðrum að mynda skoðanir okkar. Kaupir þú alt af vissan svala- drykk vist tóbak, vissa sápu, o. s. frv. vegna þess að auglýsend- ur eru búnir að troða því inn í hugsun þína, e. t. v. þér óafvit- andi, að þessir hlutir séu beztir? Ef þú reynir fleiri tegundir af þessum vörum muntu sennilega komast að raun um að þær eru jafnar eða fremri að gæðum. Þú hefir höfuðverk eða ein- hverja aðra pínu og heyrir aug- lýsingu yfir útvarpið um lyf, sem á að lækna alls konar mein. Hleypur þú þá út í lyfjabúðina til þess að kaupa það? Ef þú hugsaðir þig um, þá mundir þú vita að auglýsandinn veit ekkert um þinn krankleika, hefir aldrei skoðað þig og getur því alls ekki ráðlagt þér að taka nokkurt lyf. Hvaða kirkju tilheyrir þú? Er það vegna þess að foreldrar þín- ir tilheyrðu henni. Ferð þú þangað af gömlum vana eða bara til þess að vera í hóp kunnmgja þinna? Eða hefir þú í raun og veru hugsað um trú þína sjálfur og sannfærst um gildi hennar? Hvaða stjórnmálaskoðanir hefir þú? Ertu Conservative af því að faðir þinn og öll þín ætt var Conservative, eða Liberal vegna þess að þú varst hrifinn af mælsku frambjóðanda flokksins, eða Kommúnisti vegna þess að einhver hefir kent þér slagorð þess flokks og þau láta þér vel í eyrum? Eða hefir þú í raun og veru gagnrýnt stefnur stjóm- málaflokkanna og fylgir þeim flokki, sem þér finst sjálfum að muni afreka mestu fyrir heill þjóðfélagsins? Ef við beitum þannig gagnrýni á okkar eigin hugsanahátt, mun- um við sennilega komast að raun um að við erum á mörgum svið- um ósjálfstæð í hugsun, að við leyfum öðrum að mynda skoð- anir okkar, ákveða gjörðir okkar —að hugsa fyrir okkur. —Framh. UM LEIKFÖNG BARNA “Látið börnin ekki hafa of mörg leikföng í einu. Ef of mikið af gjöfum berast barninu, þá geymið þær handa því þangað til seinna eða látið fátæk börn njóta þeirra. Sjáið til þess, að þau hafi fullt gagn og skemmtun af leik- föngum sínum, áður en þau fá önnur ný. Fækkið leikföngun- um, ef börnin fara ekki vel með þau og láta þau ekki á sinn stað á kvöldin. Veljið leikföngin við hæfi barnsins á hverju aldursskeiði, og reynið að komast að, hvaða leikföng henta því bezt. Börn eru mjög misjafnlega handlagin. Mörg börn á fyrsta ári hafa sérstaklega gaman af litlum öskjum, sem þau opna og loka. Þeim þykir líka gaman að tusku- brúðum og tuskudýrum. Störf þau, sem börn sjá fyrir sér á heimilinu, hafa þegar mikil áhrif Frú Björg Einarsdóttir DÁN ARMINNING I dag verður til moldar borin ein af merkustu konum þessa lands, frú Björg Einarsdóttir frá Undirfelli. Hún andaðist há- öldruð á heimili dóttur sinnar hér í Reykjavík þann 16. dag marz mánaðar. Frú Björg var fædd 13. septemberdag 1851. Fað- ir hennar var stórbóndi að Mæli- fellsá í Skagafirði. Foreldrar hennar voru hinar ágætustu manneskjur og víða rómuð fyrir dugnað og mannkosti. Frú Björg giftist Hjörleifi pró- fasti Einarssyni á Undirfelli 23. apríldag 1885. Þay hjónin bjuggu rausnarbúi að Undirfelli til ársins 1907, að þau fluttu til Reykjavíkur. Þá var Hjörleifur prófastur þrotinn að kröftum og dó nokkru seinna árið 1910. Ekki ætla eg mér að lýsa hér afreksmanninum Hjörleifi próf- asti eða rausnarheimili þeirra hjóna á Undirfelli. Það var þjóðkunnugt á sínum tíma, en allir vissu að frú Björg stóð þannig í stöðu sinni, við hlið manns síns, að ekki varð framar á kosið um rausn hennar og mildi. Þau prófasthjónin að Undir- felli eignuðust fimm b|rn. —Þrjú þeirra mistu þau ung, en tvö komust til fullorðinsára, þau Guðlaug kona Sigurðar Krisins- sonar forstjóra Sís í Reykjavík og síra Tryggvi Kvaran prestur á Mælifelli. — Frú Björg flutt- ist til sonar síns að Mælifelli skömmu eftir að hann varð prest- ur þar 1919 og dvaldi hjá honum meðan hann lifði. Hann dó 1940. Þá fluttist hún til dóttur sinnar og tengdasonar og var hjá þeim það sem hún átti eftir ólifað. Allir sem kynni höfðu af frú Björgu, virtu hana og viður- kendu sem eina hina fremstu og mestu sæmdar- og merkiskonu og á allri sinni löngu æfi naut hún því ástríkis og virðingar samferðafólksins á æfiskeiðinu. Þetta var mikil gæfa og mikil gleði, en hin bjarta, örugga og fagra trú hennar á framhaldstil- veru og vöxt í vizku og náð, var þó hennar mesta gæfa. Trúin á sigur kærleikans var henni sann- færing “og fyrir geislum hennar hurfu hjartans mein.” Fyrir þessari fögru, sterku trú varð sjálf sorgin að lúta og taka á sig gullinn hjúp glæstra vona. Sorgir og mótlæti mættu frú Björgu á hennar löngu æfi. — Ástvinamissir og andstreymi varð hún að reyna. En allar bylgjur mæðu og meins brotnuðu á bjargi trúarinnar. — Á gamals- aldri misti hún sinn gáfaða son, síra Tryggva Kvaran, en 'hún vissi að: “Það er bygð á bak við heljar-> strauma og blómi á lífsins trénu sífelt nýr.” Svo að eg tilfæri þær ljóðlínur, er hún sjálf unni svo mikið. Trúin létti henni sorgir og ástvinamissi, er hún varð á bak að sjá einkasyni sínum og konu hans frú Önnu Kvaran, er hún unni svo mj|g, eins og allir er hana þektu, en þeir mest sem stóðu henni næst. Ekki kyntist eg frú Björgu á leiki þeirra á fyrsta æfiárinu (og auðvitað seinna), þau setja svip á leiki og leikfangaval barnsins, sem og uppeldið og fé- lagar þess. + Veljið einungis vönduð leik- föng handa börnum vðar. Þér getið ekki haft áhrif á, hvers konar leikföng þeim eru gefin, en þér getið ráðið því, hvaða leikföngum þau fá að leika sér að. Nú er kostur margra ágætra leikfanga, t. d. trékubba og málmstykkja alls konar til að byggja úr. Ef allir keyptu ein- ungis vönduð leikföng, myndu leikfangaverksmiðjurnar kapp- kosta að bæta framleiðslu sína.” —(Dagur). fyr en hún fluttist að Mælifelli, háöldruð kona. Hennar mikla dagsverki var þá að mestu lok- ið og líkamskraftar farnir að þverra, en andleg tign og ró ein- kendu hana og skipuðu henni í sveit þeirra kvenna er beztar eru og göfugastar. Frú Björg tók mörg fóstur- börn og reyndist þeim öllum sem bezta móðir. Átti hún áreiðan- lesga sinn þátt í því, hve vel þau komust til manns. — Heimili hennar var alt af til fyrirmyndar um gestrisni og alla rausn. Hún var vorsál, sem treysti sigri hins góða. Treysti því, að öll él birta upp um síðir. Frú Björg mátti ekkert aumt sjá svo að hún teldi ekki skyldu sína að bæta úr eftir því, sem fremstu kraftar leyfðu. Hún taldi það reyndar meira en skyldu sína að bæta úr ann- ara böli, hún taldi það sjálfsagð- an hlut og með móðurlegri ást- úð leit hún á sóknarbörn sonar síns. Þau voru hennar börn. Lengra verður ekki komizt í umhyggju og kærleika.—Fremst af öllu var henni þó ant um þá, sem umkomulitlir voru, veikir og varmegnugir. Reyndi hún að hlúa að þeim af ástúð sinni, því að af henni var hún rík, en oft var það framar en veraldleg efni hennar sýndust leyfa. Nú fylgja frú Björgu þakkir allra vina hennar og allra þeirra er nutu ástríkis hennar og um- hyggju. Sókanarbörn Mælifells- prestakalls eru í þeim hóp. Þetta verður föruneyti hennar til nýja heimilisins á sólskinslandinu þar sem hún vissi og trúði að hún findi aftur vini sína. sem á und- an henni voru farnir og þar sem hún trúði og vonaði að kærleik- urinn væri meira ráðandi en hér. Sigurður Þórðarson. —Morgunbl., 29. mars 1946. Aths.—Minning þessi er hér birt að tilmælum vina og frænda hinnar látnu, sem búa vestan hafs. — Ritstj. ÁSTAND OG HORFUR í NOREGI í DAG (Frh. a/ bls. 4) við að óreyndu. Sem stendur er ekkert atvinnuleysi að heitið geti. Hækkun framfærsluvísitölunn- ar varð 58% frá því 1938 þangað til í maí 1945. Vinnulaunin héld- ust því nær óbreytt á þessu tímabili, nema við sveitavinnu og hergagnaframleiðslu. Eftir frelsun landsins hefir tímakaup- ið hækkað um 50 aura. Með nú- verandi framfærslukostnaði verð ur útkoman sú, að verkalaunin eru að kaupmætti 90% á við það sem þau voru á árunum fyrir styrjöldina. Stjómin vill ekki láta dýrtíðina aukast. Fjármálin eiga að komast í jafnvægi, eins og fjármálaráðuneytið hefir á- kveðið að halda gengisskráning óbreyttri á erlendum gjaldeyri. Meðan Þjóðverjar voru í Noregi á styrjaldarárunum notuðu þeir þar samtals 11,1 miljarð króna. Til þess að lagfæra þær misfellur, er af þessu hlutust, greip stjórn- in til eftirfarandi ráðstafana í september síðast liðnum: Gerð var skýrsla um alla seðlaeignina og miklar fjárfúlgur bundnar á ríkisinnstæðureikningi, samfara því, sem skrásettar voru banka- innstæður, hlutabréf og önnur verðbréf. Sennilega varður lagð- ur skattur á eignaaukningu manna á styrjaldarárunum. Skipastóllinn. Eftir opinberum skýrslum mistu Norðmenn 2,4 miljónir brúttótonna af skipastóli sínum í hernaðinum, eða um það bil helminginn af verzlunarflotan- um og 70 % af hvalveiðiflotanum. Lokið er nú við að byggja skipa- stól, er nemur 310 þús. tonna, og eru þau skip þegar tekin í not- kun. En fyrir árslok 1948 verður nýr skipastóll tilbúinn, er nem- ur að minsta kosti 800 þús. tonn- um. Byggingarkostnað þessara skipa greiða Norðmenn sum- part með erlendum inneignum sínum, sumpart með lánum. Líða munu mörg ár, unz Norð- menn hafa komið sér upp jafn- miklum skipastól og þeir áttu áður. Norðmenn eru þó ekki verr staddir á þessu sviði en flestar aðrar hernaðarþjóðirhar. Skipin nægja ekki ein, til þess að koma upp góðum verzlunar- flota. Skipshafnirnar eru eins nauðsynlegar, og er engin á- stæða til að ætla, að norsk sjó- mannastétt verði lakari í fram- tíðinni en á árunum áður, þegar hún var með þeim fremstu í heimi. ■ Miklir erfiðleikar eru fram- undan fyrir verzlunarflota Norð- manna, sem annara smáþjóða, vegna þess, að hver þjóð fyrir sig vill annast sjálf útflutning sinn og innflutning. Rekstur norska verzlunar flotans bygg- ist á flutningum fyrir erlendar þjóðir. Það er óráðin gáta fram- tíðarinnar hvort norski fáninn mun blakta um öll höf og í öll- um heimsihöfum, sem áður var. U tanríkisverzlunin. En erfiðara er, að sömu vand- ræðin mæta ýmsum iðngreinum, er byggja á útflutningi, svo sem rekstri járnnáma, framleiðslu brennisteinskíss, járnblendinga, alúminium. Sem stendur er þó eftirspurnin svo mikil eftir þess- um vörum, að lítið ber á sölu- tregðu. Fiskveiðarnar munu í mörg ár bera sig vel, og eins trjá- vöruframleiðslan. Gjaldeyrisinnstæður Norð- manna erlendis fullnægja ekki hinni miklu þörf fyrir innflutn- ing Einkum eru dollarainnstæð- urnar af skornum skamti. Þær námu í stríðslokin 250 miljón- um dollara og nægja ekki fyrir nauðsynlegustu vörum. Sterlings punda innstæðurnar eru sæmi- legar, en lönd þau, sem sterlings greiðslurnar ná til, eru ekki að sama skapi aflögufær. Erfiðleik- ar Norðmanna í utanríkisverzl- un stafa af því, að sterlingspunda innstæður, sem safnast fyrir, vegna hagstæðs greiðslu jafnað- ar fást trauðla flúttar yfir í ann- an gjaldeyri. Hin andlegu verðmæti aðalatriðið. Vandamál þessara ára eftir stidðið virðast vera á hinu efna- komalega sviði. En heiminum mun koma það í koll ennþá einu sinni, og ef til vill altof bráð- lega og ennþá hroðalegar en í þetta sinn, ef það gleymist, að líf og velferð mannkynsins er undir öðru komið en efnalegri velferð. Framfarirnar í efnis- heiminum halda áfram með risa- skrefum. En hinu andlega lífi, sem er aðalatriðið, hnignar. Það er tilfinningalíf einstaklinganna, hið sjálfráða sem hið ósjálfráða, er gefur lífi manna gildi. Á þess- um tímum múgæsinganna mega einstaldlngarnir ekki verða út- undan, gleymast, svo þeir láta reka á reiðanum. Þeir verða að leggja rækt við lífsverðmæti sín, svo að þeir með því fái meira þol og þrótt, er á móti blæs í líf- inu. Eins er það nauðsyn hverri þjóð að hafa ákveðna stefnu í menningarmálum sínum. Hvernig var menningarmál- um Noregs komið fyrir stríð? Og hvaða stefnu mun menningar- þróun þjóðarinnar taka? Sveig- ist hún í þá átt, er stefnir að eyð- ing þjóðmenningarinnar, eða rís hún til þeirra hæða, er tryggir þjóðarandanum eilíft líf? Þannig er ihægt að spyrja. En hver vogar að svara? Hvert var álit manna á norskri menningu fyrir styrjöldina? Er þá rétt að víkja að hinni andlegu menn- ingu, því að nú þegar hafa verið skrifuð mörg hundruð orð um þá efnalegu. Það er ekki réttmætt að mikl- ast af andlegri menningu Norð- manna á árunum fyrir styrjöld- ina. Hún var ekki svo mikil- fengleg. Hún var of efnisbund- in. Hún opnaði ekki augu ein- stakra Norðmanna, svo að þeir sæu hið mikla ljós frá hinum innra eldi sálarlífsins. Hún hafði ekki styrk til þess að efla andans verðmæti ungu kynslóðarinnar, eða verma kalnar sálir. Norsku skólarnir voru góðir. En kennur- um þeirra voru ekki boðin þau kjör, sem þeir þurftu, til þess að gefa hinum einstöku kennurum fullnægjandi ráðrúm til að leiða nemendum sínum fyrir sjónir, að hin sönnu lífsverðmæti eru annað og meira en matur og drykkur. Verkamönnunum var gefið frí og frjálsræði, en engar leiðbeiningar til þess að notfæra sér það á réttan hátt. Þetta hafa ábyrgir menn séð. í skelfing bentu þeir á, ^ð and- leg verðmæti þjóðarinnar væru að fara forgörðum, og andlegar gáfur að fara sömu leið. Ríkis- stjórnin hefir svarað þessum mönnum. Hún hefir tekið upp virka stefnu í menningarmálum. Er mjög merkilegt að kynna sér, hvaða ráðum skuli beita til þess að bæta það, sem aflaga hefir farið. Lögð er megináherzla á að styrkja sjálfsvitund manna, svo að þeir geti notið sem rík- astra áhrifa af því, er fyrir þá ber, og þannig lifað sjálfstapðu innra lífi, er eykur lífsfögnuð manna hvert augnablik sem þeim auðnast að lifa hér á jörð. Þetta er skrifað í trúnaðar- trausti á norsku þjóðina. Ef svo væri ekki, mundi eg hafa þagað. En með tilliti til þess, sem þjóð mín afrekaði á styrjaldarárun- um, og með það fyrir augum, sem hún hefir í dag fengið áork- að, eftir að friður komst á, ber eg óbilandi traust til hennar. Menn geta öruggir sýnt heimin- um, hvernig Norðmenn standa að vígi í dag. Ekki vegna hetju- dáða hernaðaráranna, heldur ekki vegna þess, að við höfum mönnum á að skipa, sem heim- urinn lítur upp til og kýs til þess að stjórna vinsamlegri sam- vinnu þjóðanna. Eg lít til þjóð- ar minnar í dag með gleði og eftirvæntingu. Lesbók Morgunbls. 7. apríl 1946. Following a series of advertisements devoted to Veterans’ Out-of-Work Allowances. this space will be used for the next few weeks to detail Veterans’ Insurance, prepared in co-operation with Department of Veterans’ Affairs. No. 13 —VETERANS' INSURANCE (Continued) Some objections to a lump sum settlement are that it can be borrowed by relatives. Also, through the sudden necessity of making an important business decision, a lump sum settlement can cause great anxiety and distress to the beneficiary. Another objection is that it can be invested unwisely through well-meaning advisers or put into securitiés which may depre- ciate and result ultimately in loss. It may also be used up too soon leaving nothing for later years of need. Ex-service personnel are well advised to purchase Veterans Insurance to protect a mortgage. By effecting a policy on his life for the amount of the mort- gage, the veteran can ensure that his family will eventually inherit his property free of all obligation. The policy should be made payable to the dependent with the $1,000 payable at death earmarked as an immediate cash payment with the balance pay- able on an annuity basis. This space contributed by THE DREWRYS LIMITED MD164

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.