Lögberg - 04.07.1946, Síða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. JÚLÍ, 1946
Margrét Werner
“Það er eitthvað ævintýralegt við
sögu hans.” Greifa frúin veitti því eftir-
tektt að Ethel fölnaði í anlitinu og þagði.
“Hefurðu nokkurntíma séð hann?”
spurði greifa frúin. “Þekkirðu hann?”
“Já,” svaraði EJthel; foreldrar hans og
foreldrar mínir, hafa verið trygðavinir í
fjölda mörgar- Ég vissi að hann var með
konunni sinni einhverstaðar í Italíu.”
“Nei virkilega,” sagði greifa frúin,
“þá líklega veistu eitthvað um gifting-
una hans? Hver var Mrs. Werner? Lenti
hann í misgætt við föður sinn? Ó, segðu
okkur allt um það, Miss Newton.”
“Nei,” sagði Ethel, ef Ralph Cuming,
sem hann þá hét, hefur nokkurt levnd-
armálarmál, þá verð eg ekki til að opin-
bera það. Eg verð að segja móður
minni að þau búi hér í borginni. Við
verðum að heimsækja þau.”
“Eg var einu sinni vingjarnleg við
Mrs. Cuming, en eg fann út að hún var
eitthvað einkennileg,” sagði greifafrú-
in.
“Það hlýtur að vera eitthvað heiðar-
legt og elskulegt við hana,” svaraði E)th-
el snöggt, “annars hefði Mr. Cuming
ekki gifst henni.” Furstinn brosti að
því sem Ethel sagði.
“Finst þér mikið til um þetta mál-
verk mitt, Miss Newton?” spurði hann-
“Já, og ekki sízt vegna þess, að gam-
all vinur minn hefur málað það,” sagði
Ethel, og aftur dáðist furstinn að henn
ar hreinskilna og heiðarlega svari.
Hann hugsaði með sér, að flestar aðr
ar stújkur hefðu roðnað og reynt að
komast hjá að viðurkenna kunningskap
sinn við hann. Hve indæl og hrífandi
var hún ekki!”
Frá þeirri stundu ákvað furstinn að
reyna að vinna Ethel fyrir sig.
Lafði Newton var bæði glöð og hrygg
yfir ^ð heyra að Ralph Cuming væri í
Frorence. Engum þótti meira en henni
fyrir þessari fljótfærnis giftingu hans.
Henni fanst að lávarður Cuming væri
allt of harður við son sinn. Hún vor
kendi Ralph. en að endurnýja kunning-
skap við hann var henni alls ekki ljúft.
Þegar Ethel bað hana morguninn eftir
að koma með sér út til litla'hússins við
Arno-fljótið, aftók hún það fyrst.
“Það eru nokkur ár síðan'eg lofaði
Ralph Cuming að vera vinur hans,”
sagði Ethel rólega, “og lofaðu mér nú,
móðir mín, að fá leyfi til að halda það
loforð mitt. Við verðum að heimsækja
konuna hans, og sýna henni einhverja
hugulsemi. Elf við gerum það ekki, þá
hefur hann fulla ástæðu til að efast
um einlægni mína, og það þoli eg ekki.”
“Kæra ISthel mín, eg skal ekki standa
í vegi fyrir því,” svaraði lafði Newton;
móðir hans er mín elskulegasta vin-
kona, og hennar vegna skulum við vera
vingjarnlegar við hann.”
♦ ♦ ♦
Það ver einn þennan dýrðlega ítalska
morgun, er öll náttúran er umvafin sínu
rósfagra skrúði. Fiiglarnir sungu hver
sem bezt gat; Arno-fljótið leið fram
svo hægt og slétt; olíu-viðurinn og myrt-
us trén stóðu í fullum blóma.
Það var fyrri hluta dags, að lafði New-
ton og dóttir hennar komu á heimili
Ralphs. Áður en þær voru komnar al-
veg heim að húsinu, sá Ethel fríða, en
fölleita konu, með stór dökk augu. Gat
þetta verið hin fríða, broshýra Margrét?
Jú, hún hafði hið fagra, mjúka, dökka
hár, en hvar var hið hrífandi bros, sem
Ralph hafði talað um? Það var enginn
gleðiblær á andlitinu. Það var ama-
semd og sorg í hverjum andlitsdrætti
hennar.
Þeim var sagt að Mr. Werner væri í
vinnustofunni sinni, og að hann vildi
taka á móti þeim þar. Þær höfðu ekki
sent inn til hans nafnspjaldið sitt, svo
hann hélt að það væru einhverjar kon
ur sem vwru komnar til að láta hann
mála myndir af sér. Þegar hann sá
iafði Newton og EJthel koma inn, varð
hann alveg forviða af undrun. Hann
heilsaði þeim þó á sæmilega viðeigandi
hátt, og lafði Newton flýtti sér að segja
honum hvað hefði valdið því að maður
inn sinn, Sir Newton, hefði farið til
Florence-
EJthel virti Ralph lengi, og af miklum
áhuga, fyrir sér. Þennan eina mann
sem hún hafði nokkurntíma fundið til
að hún hafði hlýtt og móttækilegt
hjarta fyrir. Hvað hann var umbreytt-
ur! Þetta glaðlega og fríða andlit var
þunt og magurt og bar merki stríðs og
vonbrigða; það var einhver óróleika
blær á andliti hans. Hann leit ekki út
fyrir að hafa neina ró. Lafði Newton
sagði honum frá síðustu komu sinni
til EJlmwood; og að móðir hans þráði
hann svo mikið, en að faðir hans nefndi
hann ekki á nafn.
“Eg hef séð málverkið þitt,” sagði
hún. “Hve vel þú mundir eftir andliti
Ethel, dóttur minnar!”
“Það er ekki svo auðvelt að gleyma
því,” svaraði hann, svo varð stundar
þögn.
“Hvar er Mrs. Cuming?” spurði Ethel.
“Heimsókn okkar er engu síður til
hennar. Lofaðu mömmu að fá að sjá
hana; eg þekki hana af lýsingu.
“Konan mín er úti í garðinum,” sagði
Ralph, “eigum við ekki að fara þangað
til hennar?” Svo þær fylgdu honum útí
hinn fagra, sólskinsljómaða garð, þang-
að sem Ethel hafði séð hið bleika og
sorgbitna andlit.
“Konan mín er svo feimin og ófram-
færin,” sagði hann; “hún er eitthvað
svo taugaveikluð, er hún mætir ókunn-
ugum.” Þau komu þangað sem Margrét
sat, undir stóru kasaníu tré, með hend-
urnar í skauti sér, og starandi á hæð-
irnar sem voru í fjarska. Það var eitt-
hvað í útliti þessarar konu, sem lá eins
og farg á sál hennar, og greip tilfinn-
ingar lafði Newton- Hún sagði ekkert,
cn faðmaði Margréti að sér og kysti
hana, eins og hún væri móðir hennar.
“Þú verður að reyna að láta þér þykja
vænt um okkur,” sagði Ethel; “við er-
um beztu vinir mannsins þíns.”
Vesalings Margrét gat ekki svarað
þeim með viðeigandi þakklætis orðum,
þó hún fyndi til djúprar þakklætis kend-
ar í hjarta sínu, fyrir þessi vingjarnlegu
orð, sem voru töluð til hennar; en hún
vissi ekki hvernig hún ætti að haga
þakklætis orðum sínum. Ralph leit á
hana, og hún sá þjáningar blæinn á and-
liti hans. ,
“Nú verður hann víst óánægður,
hugsaði Margrét. Hún hafði hugsað
sér að segja eitthvað fallegt og viðeig-
andi, þegar hún mætti þeim, en hún
fann að orðin mundu verða svo óþjál og
óviðeigandi, að Ralph mundi grípa
framí fyrir sér. Það var sett borð uti i
garðinum og ávextir og vín framreitt,
svo var talað saman af fjöri um ýmis-
jegt — um Elmwood og hina góðu gömlu
vini þar; um dansleikinn hjá Borgias
fursta, og margt annað, sem Margrét
fann að hún gat ekki tekið þátt í.
Hugur hennar var bundinn við allt
annað. “Hver var þessi fríða unga
stúlka? Var það kannské hið sama
andlit, sem hún hafði séð Ralph mála
í stóru myndinni, sem allir dáðust að?
Já, hún var óvanalega fríð. og svo indæl
í framkomu. Já, hún kunni að tala! Það
var sem orðin kæmu af sjálfu sér útaf
hennar fallegu vörum, svo undur hljóm-
fögur. Hvar hafði Ralph kynnst henni?
Hví hafði hann aldrei sagt henni eitt
einasta orð um Miss Newton? Æ! bara
að eg væri lík henni!” hugsaði hún. Hún
undraðist yfir því, að Ralph skyldi ekki
hafa gifst henni, svo fríðri og gáfaðn
og elskulegri.
Það leið ekki svo eitt einasta augna-
blik, að hin göfuga Ethel sýndi Mar-
gréti ekki vináttu og alla huglátssemi.
Hún reyndi til að fá hana til að taka
þátt í samtalinu, en Margrét fékkst bara
til að segja fáein orð, og þau svo sund-
urlaus, að það var ekki hægt að halda
uppi samræðu; svo Miss Newton hélt
að það væri bezt að þvinga hana ekki
til þess, þar sem hún hvorki gat tekið
þátt í samræðunni, né sýndist kæra sig
um það.
Þau sátu þar í hinum indæla blóma-
garði í tvo tíma, og lafði Newton vildi
ekki fara þaðan, fyr en Ralph hafði lof-
ast til að koma með konuna sína, og
vera heilan dag hjá sér.
“Eg á ekki gott með að lofa því vegna
Margrétar,” sagði hann,” hún vill ekki
fara neitt að heiman.”
“Eln Mr. Cuming neitar mér ekki um
það,” sagði Ethel, með ómótstæðilegu
brosi. “Hún vill koma með þér, og við
skulum öll njóta sem bezt samveru-
stundarinnar. Við skulum sjá um að
henni líði vel hjá okkur.” Svo var til-
tekinn dagurinn sem þau áttu að heim-
sækja lafði Newton, og að því loknu
fóru þær burtu, og Ralph horfði á eftir
vagninum eins lengi og hann sá til hans.
Þegar þær voru komnar það frá þeim,
að ekki heyrðist til þeirra, sagði lafði
Newton; “Ellsku barnið mitt, hvað get-
ur það hafa verið, sem gerði Ralph Cum-
ing svo ástfanginn í þessari stúlku?
Hvað gat hann séð í þessari ístöðulausu
manneskju, sem var þess virði að gefa
upp hennar vegna allt sem honum átti
að hlotnast, og flýja með hana burt úr
landi? Hún er einusinni ekki fríð.”
“Hún er fjarskalega breytt, mamma,”
sagði Ethel.
“Breytt!” endurtók lafðin. “Já, eg
býst við því, og þessvegna líður henni
svona illa, og vill helzt ekkert tala, svo
kann hún enga háttsemi; það verður
maður strax var við; það er og auðséð
að hún hefur sjaldan eða aldrei verið
í samfélagi siðaðs fólks. Hann hefur
orðið töfraður af henni.”
“Eg er alveg viss um að hann elskaði
hana,” sagði Ethel með ákafal “og hann
elskar hana enn.”
“Þar í er leyndarmálið fólgið,” sagði
lafði Newton; gáfaður, vel gefinn ung-
ur maður, eins og hann, vanur fínni og
fágaðri umgengni, sem hefur séð hinar
fegurstu ungar stúlkur af hinum beztu
fjölskyldum, skuli hafa tekið dóttir dyra-
varðarins fram yfir þær allar; það er
mér óráðanleg gáta.”
“Reyndu ekki að geta þeirrar gátu.”
sagði Ethel ofur rólega. “Hún er víst
mjög tilfinningasöm, og taugaveikluð-
Eg er einlægur vinur Ralphs, mamma,
og eg skal gera allt sem eg get til að
bæta úr því sem kann að standa í vegi
milli þeirra.”
Vesalings Margrét- Hún hafði sínar
hugsanir, en enginn vildi reyna að skilja
hana. Það var náttúran og hugsunin
um fegurð og dýrð náttúrunnar, sem
hafði sett mark sitt á hana; hún skildi
ekki hið minsta í list og listaverkum,
en hún skildi fegurð og dýrð náttúrunn-
ar. Þegar vagninn var horfinn þeim
sjónum, sagði Ralph, við Margrét.i: “Þú
verður að reyna að meta og virða lafði
Newton og dóttir hennar, þær vilja vera
svo góðar við þig. Það væri mér hin
mesta gleði ef þið yrðuð allar góðir
vinir.”
“Eg skal reyna það,” svaraði hún
glaðlega. “Hve fögur og fríð hún er,
Ralph. EJr hún stúlkan, sem þú hefur
sýnt sem drottningu í málverkinu þínu?
Segðu mér eitthvað um hana. Þú hefur
munað alveg aðdáanlega vel eftir and-
lits útliti hennar; en mundir þú geta
munað andlits útlit mitt eins vel?”
“Miklu betur,” svaraði hann brosandi.
svo leit hann undrandi á hana, sem
hjúfraði sig grátandi upp að honum.
“Ó, Ralph,” sagði hún, “Þinna vegna
vildi eg óska, að eg væri lík henni. Verð-
irðu nokurntíma leiður á mér, eða að
þú vildir óska, að þú hefðir ekki gifst
mér?”
Ralph gerði allt sem hann gat til að
gera hana rólega, svo hann fór ekki í
málverka stofuna sína meira þann dag-
inn; hann var heima hjá Margréti, og
sagði henni, hversu göfug og góð Ethel
Newton væri.
12- Kafli
Það er sjaldgæft að göfugur maður
lætur verða á að gera nokkuð sem er
ljótt. Ralph hefði, og það með réttu,
álitið sig móðgaðan, ef einhver hefði
sagt honum, að hann hefði komið ó-
drengilega fram við nokkum mann, eða
hefði átt að breyta öðmvísi en hann
gerði. Hann hélt og trúði því, að Mar-
gréti liði betur að vera heima en sækja
samkvæmi félags lífsins; og sem afleið-
ing af því lét hann hana oft vera eina
heima. Slíkt varð að vana, og að síðustu
fann hann ekkert til þess. Þegar Mar-
grét, stöku sinnum fór með honum, var
hann kvíða fullur fyrir því hvernig hún
mundi haga sér m'eðal hins fína sam-
kvæmis fólks; hún, á hinn bóginn, var á
nálum af ótta fyrir því, að sér kynni að
verða eitthvað á sem ætti ekki við í sam-
kvæmi fína fólksins, og kveið fyrir því
að Ralph mundi taka það nærri sér-
Honum, að minsta kosti þótti vænt
um heimboðið, sem lafði Newton gerði
þeim; þau fóru þangað og voru þar heil-
an dag, sem honum fanst liða svo fljótt
en Margréti fanst að dagurinn ætlaði
aldrei að líða. Henni var alveg ómögu-
legt að finna sig sem heima hjá þessum
fínu konum, og það þrátt fyrir það að
lafði Newton og Ethel, voru svo elsku-
legar við hana, eins og hún væri systir
þeirra. Ethel tók hana með sér út í lauf-
skálann í sínum prívat lystigarði, til
þess að geta talað heimulega við hana.
Hún vildi reyna hvort ekki væri mögu-
legt að vinna traust hennar. En það
var eins og Margrét lokaði hjarta sínu
fyrir þessari fríðu og glæsilegu stúlku,
sem þekti maniíinn hennar svo vel, og
alla vini hans; það þrengdi sér inn í vit-
und hennar logandi afbrýði. Hún hélt að
Ralph talaði við Miss Newton á alt ann-
an hátt en sig, og um það sem hún
hvorki þekti né skildi vitund í; þau virt-
ust að hugsa eins, og hafa hinar sömu
skoðanir, en hún, vegna fáfræði sinnar
varð að sitja hjá og þegja. Hún veitti
nákvæma eftirtekt þeirri undrun og að-
dáun sem Ralph lét í ljósi, þegar Miss
Newton spilaði á hljóðfærið og söng, og
henni fanst það alveg skera sig í hjart-
að. Hún hafði aldrei áður vitað hvað
afbrýði var- Þegar Gonzales greifafrú
hló og talaði við Ralph, og hrósaði hon-
um, þá vakti það enga afbrýði hjá henni;
en hvert bros á andliti Ethel kvaldi hana,
án þess að hún vissi af hverju.
Þegar Miss Newton tók Margréti
með sér til að sýna henni sín fögru
blómstur, og reyndi á allan hátt að vinna
vináttu hennár, þá var sem þrengdi að
hjarta hennar, og henni varð erfitt um
mál. Hún svaraði Ethel ekki nema með
eins atkvæðis orðum og leit aldrei á
hana, þó hún sýndi henni alla góðvild,
og reyndi á allan hátt að vinna traust
hennar og vináttu.
Þegar Ralph og Margrét voru farin,
sátu lafði Newton og Ethel um stund
þegjandi. “Vesalings Ralph og Mar-
grét,” sagði lafði Newton loksins. “Hér
sjáum við óhamingjusamt hjónaband.
Hver verður endirinn á því?”
Ethel, sem sat þannig að kvölsólar-
geislarnir féllu skáhalt á hennar fallega
höfuð, hafði hið sama spursmál í huga:
“Hver verður endirinn á því?”
Elf einhver hefði sagt Margréti, að
hún væri afbrýðissöm vegna Ethel,
mundi hún hafa reiðst og neitað því, og
þó var Miss Newton stöðugt í huga
hennar.
Lafði Newton, sem skildi vel að
efnahagur Ralphs var ekki sem beztur,
mæltist til við hann, til að bæta úr fjár-
þröng hans, að hann málaði stóra mynd
af dóttur sinni, sem hún tæki heim með
sér til Pine Hall. Hann tók þessari
beiðni með stærstu ánægju, og byrjaði
strax á að mála myndina. Lafði Newton
kom með dóttur sinni, og var einn eða
tvo tíma, meðan Ethel sat fyrir hjá mál-
aranum, hjá Margréti, og reyndi alt
sem hún gat að vinna traust og vináttu
hennar.
Ralph miðaði vel áfram með að mála
hið aðdáanlega gríska andlit, og þegar
hann fór að heiman, fór Margrét inn í
málarastofu hans, settist fyrir framan
myndina og gleymdi sér við að horfa
á hana; hún varð hálf töfruð af mynd-
inni. Hún virti nákvæmlega, fyrir sér
hvern drátt í andlitinu, og þó varirnar
hefðu opnast og brosað bróðernislega
til hennar, hefði hún ekki orðið hissa.
Fyrir augum hennar var þetta lifandi
vera, fremur en mynd. Hún gekk oft inn
í vinnustofu Ralphs, og sat þar og horfði
með mestu athygli og eftirtekt á hann
mála; þegar hann leit upp og sá hana
stara svo kynlega á sig, vildi hann koma
henni til að skilja hve vel sér gengi
verkið. Honum datt aldrei í hug að
Margrét gengi með afbrýði í huga sér,
og að það særði hana þegar hann með
listamanns-hrifningu, talaði um þessa
fögru mynd-
Smátt og smátt varð Margrét dauf-
ari og þegjandalegri; það var engin
snögg breyting. Hún lærði að dylja
hugsanir sínar og sorgir með sjálfri sér,
og hugsa um þær á einverustundum sín-
um. Nú datt henni eki framar í hug að
fleyja sér í faðm Ralphs og gráta þar
út sorgir sínar.
Hann veitti ekki þessari breytingu
konunnar sinnar neina eftirtekt; honum
fanst fara að heimilið sitt væri svo leið-
inlegt. Það var honum.svo mikill léttir
að fara að heiman, eyða tímanum í hin-
um skrautlegu samkvæmissölum hjá
lafði Newton; þar gat hann tekið þátt í
uppörfandi samræðum og no+ið skemti-
legs félagsskapar.
Það voru margir, sem litu hýru auga
til Ethel; það vissu allir. að furstinn af
Borgía vildi með ánægju leggja nafn sitt
og auðæfi að fótum hennar, en hún leit
ekki við því. Ralph veitti því oft eftir-
tekt, er aðalsmenn og tignir herrar hóp-
uðust um hana, til að vinna ást hennar.
Hún brosti ljúfmannlega til þeirra og
talaði glaðlega við þá, en hann sá aldrei
það yfirbragð á andliti hennar, sem
hann hafði einu sinni séð á Elmwood,
og sem honum var svo minnistætt. Lafði
Newton þótti miður að Ethel tók ekki
einhverjum þessara herramanna, sem
henni buðust; hún færði það í tal við
Ralph, hvað sér þætti leiðinlegt að dótt-
ir sín neitaði einum eftir annan þess-
ara hennar, sem bæðu hennar.