Lögberg - 11.07.1946, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. JúLÍ, 1946.
Grafhýsi Lenins
Lýðvald --
Auðvald
Þýtt úr
“Manitoba Commonwealth'”
a/ Jónbirni Gíslasyni
“Lýðveldisstefnan hefir brugð-
ist skyldu sinni í Evrópu,” sagði
Dr. Charles R. Ray, framkvæmd-
arstjóri Unitarian Service Com-
mittee í marz 1946. “Af því hún
hefir brugðist, er fólkið þar kalt,
hungrað og sjúkt. Það er árang-
urslaust að reyna að kenna
mönnum að trúa og trsysta á hið
fjórfalda frelsi vort, þegar þeir
eru að svelta til bana. Vér erum
ekki að skapa lýðræðiSmenn í
Evrópu í dag; vér sköpum grúa
liðinna líka, og skoðana and-
stæðinga úr þeim sem eftir lifa.
í>ér munið, að vér lofuðum
þessu fólki þúsund ára allsnægta
ríki, ef það veiti oss aðstoð. sína
við afnám og upprætingu nazism-
ans. Það hjálpaði oss drengilega
og hlaut að launum harðari kjör
en nokkru sinni fyr.
Fólkið, sem bauð oss velkomna
sem frelsara, er nú hugsjúkt og
vonlaust. 1 nærsýn uppgötvar
það, að átrúnaðargoð þéss
stendur á leirfótum
Lýðræðishugsjónin h e f i(r
brugðist þessum mönnurn, kem
nú verða að búa við harðari kjör
en nazistar. Þúsundir koma heim
úr skæruhernaði í öðrum ríkj-
um og firina ýmsa minni háttar
nazista tryggilega gróðursetta í
sínum eigin heimilum og at-
vinnu, í allsnægtum og allskon-
ar fríðindum, en þeir sjálfir van-
ræktir og gleymdir. Sú hugsjón,
sem gleymir að viðurkenna sína
eigin vini og velgjörðamenn hef-
ir vissulega brugðist skyldu sinni
og köllun.”
Aldrei hafa sannari orð verið
töluð en þessi, að undanteknu
einu atriði: Sökin liggur ekki
hjá hinni sönnu lýðræðishugsjón.
Það er ekki hennar sök að endur-
sköpun Evrópu er ekki fram-
kvæmd; það er ekki hennar sök
að atvinnuleysi fer hraðvaxandi í
Canada og Bandaríkjunum; það
er ekki hennar sök að allar lífs-
nauðsynjar hækka í verði og
húsnæðismálin eru vanrækt.
Að vér höfum stjórn með lýð-
ræðislegu sniði, en ekki algjört
einræði, á ekkert skylt við hin-
ar þjóðfélagslegu meinsemdir
kapitalismans, frekar en komm-
únistar eru ábyrgðarfullir fyrir
verkföllum og hækkandi vinnu-
launum.
Kapítalisminn er ætíð sama
eðlis, hvort sem stjórnin er lýð-
ræðisleg eða öðruvísi. örbyrgð,
hungur og atvinnuleysi eru
nauðsynlegir máttarviðir í sparn-
aðar pólitík hans, annars væri
hann ekki sannur og ófalsaður.
Dr. Roy meinar efalaust það
sem hann segir um mistök lýð-
ræðisstefnunnar, en slíkur hálf-
ur sannleikur er hættulegur ei
að síður og veldur skoðanarugl-
ingi. Þannig kornst Hitler til
valda.
Látum oss gjöra þetta ljóst:
Lýðræði er ákveðið stjórnarfyr-
irkomulag, og verkfæri sem kjós-
endur geta notið ef þeir vilja, til
að endurbæta ágallað þjóðfélags-
skipulag eða víkja því úr vegi
fyrir nýju stjórnarformi á sam-
vinnu grundvelli.
Ef menn neita að hagnýta slík
tækifæri þegar þau gefast, verð-
ur þeirra hlutur hinn sami og fyr.
Ef vér krefjumst framhald-
andi einstaklings auðvalds, verð-
um vér að sætta oss við allar þess
þjóðfélagslegu meinsemdir.
1 hamingjunnar nafni, látum
oss ekki varpa sökinni af ágöll-
um kapítalismans yfir á herðar
vors lýðræðislega forms að velja
stjórnarvöld. Það er röng skil-
greining og hún er ætíð hættu-
leg.
ENDIR.
Prófessor Alexej Stjudev segir
hér frá því, er hann gerði teikn-
ingar að graf hýsi Lenins
á einni nóttu
Sömu nóttina, sem lík Lenins
var flutt til Moskva var eg
kvaddur á fund stjórnarnefndar
þeirrar, sem átti að sjá um út-
förina og fékk svolátandi skip-
un:
—þér eigið að sjá um bygg-
ingu á grafhýsi fyrir Lenin á
Rauðatorgi. Hagið því þannig,
að þar sé aðgangur fyrir almenn-
ing!
— Hvenær á það að verða til-
búið? spurði eg forviða.
— Við verðum að fá teikning-
una í fyrramálið. Og grafhýsið
verður að fullgerast á þrem
dögum. Hvað þurfið þér til
þessa?
— Að hugsa, svaraði eg.
Það var ekki fyrr en eg hafði
lokað mig inni í vinnustofu
minni, og fékk að vera í ein-
rúmi, að mér varð ljóst hve erfitt
hlutverk eg hafði tekist á hend-
ur. Eg var að vísu æfður húsa-
meistari . . . en þetta?
Rauða torgið! Eg sá fyrir
mér hina tignarlegu turna og
múra í Kreml. Eg sá hina stór-
fenglegu kirkju Basiliusar helga,
einstaka í sinni röð. Innan um
tilkomumestu stórbyggingar
hinnar gamalrússnesku húsa-
gerðalistar átti eg nú að byggja
grafhýsi, sem væri samboðið
Lenin leiðtoga og þjóðarforingja
hins unga sovjetríkis. Á einni
nóttu átti eg að teikna eftirtekt-
arverða byggingu, sem væri ein-
föld að gerð en þó verðug hin-
um mikla manni, sýna hinn dym-
aniska kraft tímaskeiðs hans, en
um leið vera í samræmi við hinn
sérkennilega stíl bygginganna
við Rauðatorg og ekki hverfa í
skugga þeirra.
Jú, þetta var verkefni, sem
gerði mér erfitt fyrir að hugsa.
Mínúturnar æddu áfram, tímarn-
ir liðu, og blýanturinn rissaði
nokkrar óbrúklegar línur. Eg
hafði ekkert viðþol og reif sund-
ur blaðið. Fyrst og fremst varð
eg að reyna að hugsa rólega. Eg
beitti öllu viljaþreki mínu og
fékk nú vald yfir sjálfum mér
og hugsunum mínum. í endur-
minningunni fór eg að rifja upp
ýmislegt úr sögu byggingarlist-
arinnar, sem eg þóttist vera sæmi
lega vel heima á. Eg kafaði í
djúp aldanna og minntist meira
að segja hauganna, sem frum-
þjóðirnár höfðu hlaðið á stepp-
unum, til minningar um leið-
toga sína. Svo rakti eg mig
smám saman upp þrep menn-
ingarinnar. Eg lét hugann
nema staðar við pýramída
Egyptanna. Rifjaði upp í hug-
anum miðaldargrafhýsin, bæði
múhameðssinna í austurlöndum
og konungagrafhýsi í Evrópu. t
stuttu máli alla sögu bygginga-
listarinnar. En ekki gat eg feng-
ið hugmynd sem dugði úr öllu
þessu.
Þá sló eins og elding niður í
mér hugsuninni um Zeifsaltarið,
sem einu sinni stóð við múra
Tróju. Eg fór að hugsa um
hversvegna þessi hlutfallslega
litla smíð hefði sem hún stóð
við hina miklu virkisreynst
svona eftirtektarverð, þarna við
múra Tróju. Hver var lausnin
á þeirri gátu? Allt í einu varð
mér þetta Ijóst: hinir íhugulu
altarissmiðir höfðu haft lag á að
setja altarið svo framarlega að
frá sjónum áhorfendanna komu
virkisgarðarnir í baksýn og
altarið sýndist mun stærra en
jað var og mannvirkin á bak við
gleyptu það ekki.
Eg hafði fundið fyrstu óþekktu
stræðina í líkingunni — stærð
grafhýsisins og stöðu þess í per-
spektívinu. Og nú varð undir-
eins auðveldara að vinna. Nú
var næst að finna lögun grafhýs-
isins. Eg gekk út frá jafnhliða
þríhyrningum sem grundvelli,
það hafði maður þúsundum
skifta gert í byggingalistinni.
Nú gat eg án mikilla örðugleika
fundið í huganum hvernig hæfi-
legasta væri að hafa stallana á
grafhýsinu einfalda, stranga og
skýra. Eg óttaðist að eitthvað
kæmi með, sem væri ofaukið og
leitaðist á allan hátt við að forð-
ast þessa hættu, sem er sú mesta
í allri byggingalist.
Frumdrættirnir voru tilbúnir
um morguninn og voru þegar
samþyktir. Grafhýsið var byggt
úr timbri. Þetta hús var aðeins
ætlað til bráðabirgða, því að við
vissum ekki hvort læknar vorir
og efnafræðingar gætu látið sér
lánast að finna ráð til að geyma
líkið til langframa. En eins og
kunnugt er tókst þeim þetta á
hinn ákjósanlegasta hátt.
Timburgrafhýsið, sem byggt
var úr besta viði, sem völ var á í
öllu landinu, stóð til 1930, en þá
ákvað stjórnin að reist skyldi
varanlegri bygging úr steini.
Mér var einnig falin þessi end-
urbygging. 1 stað viðartegund-
anna kom nú slípað granít, por-
fýr, gabbró og labrador, en hvað
lögun grafhúsisins snerti var í
engu vikið frá hinu fyrra. Til
bygingarinnar voru notaðir slíp-
aðir steinar, sem vógu frá einni
til fimmtíu smálestir. Fimmtíu
smálestir vegur t. d. steinninn,
sem er yfir inngöngudyrunum
og ber áritunina LENIN, í pur-
purarauðum porfýr. Veggi graf-
hýsisins lét eg klæða svörtu
gabbró, rauðu graníti og rauðum
porfýr. Svart og rautt saman er
mikið notað sem sorgarlitir í
Sovjet-Rússlandi. Þriðji liturinn
— stálgrátt — var notað sem
baklitur hinna tveggja, og enn
var slípað labrador.
Grunnur grafhýsisins er nokk-
uð upphækkaður yfir flöt torgs-
ins. Á báðar hliðar grafhýsisins
eru svalir, sem ganga úit af
Kreml-múrnum. En aðalsvalirn-
ar, sem ætlaðar eru stjórninni,
eru á sjálfu grafhýsinu og er
gott útsýni þaðan yfir hersýn-
ingar og skrúðgöngur, sem fara
framhjá.
Göngum svo inn í grafhýsið
gegnum aðaldyrnar, sem snúa út
að torginu. Um brelSar tröppur
er gengið niður í sal, sem er
10x10 metrar að grunnfleti og
10 metra hár. I miðjum salnum,
undir mildu ljósi, frá ósýnileg-
um lömpum, stendur líkkistan á
svörtum steini, sem vegur tutt-
ugu smálestir. Þar hvílir lík
Lenins. Glerhliðar líkkistunnar
eru svo gagnsæjar að þær sjást
varla, svo að lokið, úr svörtum
jaspís, virðist svífa í lausu lofti.
Veggir grafhýsisins eru klædd-
ir svörtum, rauðum og gráum
slípuðum steini. Hárauðar brota-
línur úr glermósik eru felldar
inn í veggina. Þessar línur eiga
að tákna eldingu byltingarinnar,
sem Lenin og andi hans áttu
upptökin að.
—(Fálkinn).
Eggjahvítu er auðveldara að
þeyta, ef ofurlítið af salti er sett
í hvítuna.
4
Kristalglösin gljáa betur, ef
svolítið valt er sett í uppþvotta-
vatnið.
4
Málningarbletti úr kjól er bezt
að ná með rýju vættri í terpen-
tínu.
4
Silfurmuni er ágætt að þvo úr
kartöfluvatni. Þeir gljá vel af
því. Eftir á er skolað af þeim í
hreinu, heitu vatni.
Minningarorð
um Eggert Sigurðsson og
systur hans, Guðrúnu
Sigurðardóttur.
•
Til að verða við bón góðrar
konu, Mrs. Sigríðar Schumaker,
og líka til að bregðast ekki al-
gjörlega því trausti sem hún og
hennar þrjú systkmi (nú lát-
in) ætíð virtust bera til mín,
alveg óverðskuldað, vil eg leitast
við að rita fáein minningarorð
um bróður hennar, Eggert Sig-
urðson, sem andaðist á heimili
sínu skammt vestur af Akra. N.
Dakota, 14. nóvember 1942, og
lika um systur þeirra, Guðrúnu
Sigurðardóttur, sem andaðist á
heimili sínu að Akra, 20. júlí
1945.
Eggert var fæddur á Bæ við
Steingrímsfjörð í Strandarsýslu,
9. apríl 1859. Guðrún var fædd
á sama bæ, 25. desember 1866.
Foreldrar þeirra voru Sigurð-
ur Gíslason og kona hans Guð-
rúin Jónsdóttir, og með þeim
fluttust þau systkini til Amer-
íku árið 1883. Eggert, eða faðir
hans, nam land (160 ekrur)
skamt fyrir vestan Akra í Pem-
bina County; seinna keypti Egg-
ert 160 ekrur d viðbót, þar sem
hann og tvær systur hanns, Mar-
grét (dáin 7. maí 1942) og Guð-
rún, með dugnaði og ástundun-
arsemi reistu laglegt heimili og
og komust í góð efni. Á þessu
heimili dóu þau Eggert og Mar-
grét, en Guðrún átti heima d
Akra þorpinu síðustu tvö árin.
Yngsta systirin, Mrs. Sigríður
Schumaker, dvaldi í mörg ár
vestur við haf, en þau hjónin
áttu heima í Canton, Ohio í síð-
astliðin 30 ár.
Nú, þegar mér hefur verið fal-
ið á hendur að rita fáein orð um
þessi systkini kemur mér í hug
að þegar eg tek til greina hvað
eg er óvanur að rita á íslenzku
máli, að auðveldast og bezt sé
fyrir mig að lýsa með fáum orð-
um hvenær og hvernig eg fyrst
kyntist Eggert og systrum hans,
og líka vegna þess að eg hef
æfinlega álitið að eins og þau
reyndust dálitlum hóp af ung-
lingum, svoleiðis munu þau líka
hafa reynzt vinum og nágrönn-
um, 1 gégn um öll árin.
Það mun hafa verið fyrir 55
árum að eg og nokkrir aðrir ung-
lingar úr Svoldar byggð gengum
(oft þurftum við að labba) til
spurninga, sem kallað var, til
undirbúnings undir fermingu.
Við þurftum að fara 8 mílur til
Vídalíns kirkju. Svoleiðis vildi
til að skemmst var að leggja
leið okkar nálægt húsi Eggerts
og systra hans.
Ekki höfðum við oft farið þar
fram hjá, þegar Guðrún kom út
og sagði okkur að við mættum
til að lofast til að koma inn til
að fá hvíld og hressingu, að
minnsta kosti einu sinni á hverj-
um spurnimgadegi.
Ekki þurfti að segja okkur
þetta nema einu sinni, og oft
nutum við þar hvíldar og gest-
risni þetta vor, og aldrei hef eg
gleyrnt því.
Það er ekki of sagt um þau
Guðrúnu og Eggert, að þau voru
hæglát, yðjusöm, gestrisin og
ráðvönd.
Þau tilheyrðu Vídalíns söfn-
uði, og á grafreit þess safnaðar
voru þau lögð til hvíldar.
Eggert mun hafa verið jarð-
aður 18. nóvember 1942. Dr. Sig-
mar jarðsöng. Guðrún var jarð-
sett 24. júlí 1945. Rev. C. M.
Mohr jarðsðng.
Blessuð sé minning þeirra.
B. E.
Mrs. Steinunn Stefánson
Ekkja Stefáns J. Stefánsonar
skipstjóra, andaðist á almenna
sjúkrahúsinu í Winnipeg, 2. júlí
árdegis, eftir miklar þjáningar
og nokkurra ára heilsubrest.
Hún var fædd í Snæfellsnes-
sýslu á íslandi, 14. júlí 1882. For-
eldrar hennar voru Árni Jóns-
son, og Valdís Þorgeirsdóttir.
Með foreldrum sínum kom hún
til Canada þriggja ára að aldri,
árið 1885. Þau settust að í Mikl-
ey. Þar' ólst hún upp bernsku
og ungþroska ár sín. en fór ung
að vinna fyrir sér, og vann lengi
í Winnipeg. Þann 20. marz
1906 giftist hún Stefáni skip-
stjóra Stefánssyni, af merkum
Skagfirskum ættum, dreng-
lunduðum og vel hæfum manni.
bjuggu þar alla sína samveru-
tíð, áratugum saman, að 272
Dufferin Ave. Maður hennar
andaðist 5. marz 1944. — Eftir
lát hans, fluttist hún til Winni-
peg ásamt Helenu, yngstu dóttur
sinni; en dvaldi um s. 1. vetur
hjá Mrs. V. C. Anderson dóttur
sinni í Vancouver, B. C. í Win-
nipeg átti hún lengst af heima
hjá Mrs. H. R. Garnett, dóttur
sinni.
Börn Stefánsóns hjónanna eru:
Ronald, Selkirk, kv. Olgu Mof-
fatt; Lillian, Mrs. V. C. Ander-
son, Vancouver, B. C.; Jóhann,
Selkirk, kv. Lenu Walterson;
Violet, Mrs. H. R. Garnett, Win-
nipeg; Stefán, Selkirk, kv. Olive
Epps; Helen, er dvaldi heima,
hjá móður sinni.
Fjögur barnabörn eru á lífi. —
Systkini hinnar látnu eru:
Mrs. J. S. Borgfjörð, Selkirk,
Man., og Mrs. J. B. Johnson,
Prince Rupert, B. C. Steinunn
var merk kona, umhyggjusöm
og góð móðir; hún innti af hendi
mikla þjónustu í þágu Selkirk
safnaðar, bæði í kvenfélagi og
trúboðsfélagi safnaðarins, og
vann þar af heilum og glöðum
hug. Útförin fór fram þann 4.
júlí, frá Langrill’s útfararstofu,
og lútersku kirkjunni, að við-
stöddu fjölmenni.
GUÐSÞAKKA BÚÐIN
í litla bænum, Wallar í Texas,
er ein af þeim einkennilegustu
sölubúðum sem til er í veröld-
inni. Allar hugsanlegar vörur
eru til sölu í búð þessari, en þar
er enginn verzlunarþjónn. Vöru-
tegundirnar allar eru markaðar
með innkaUpsverði eigandans,
og þeir sem koma og verzla í
búðinni, mæla sér sjálfir, það
sem þeir kaupa, og búa um það.
Þegar þeir eru tilbúnir að fara.
rétta þeir eigandanum borgun-
ina, og ef þeir hafa ekki rétta
upphæð, spyr eigandinn hvað
mikið að hann eigi að gefa kaup-
anda til baka í býttum, og upp-
hæðin sem kaupandinn til tekur
er- orðalaust afhent.
%Verzlun þessi, sem heitir
“God’s Mercy Store,” hefir nú
staðið í 23 ár. Maðurinn sem á
og stjómar verzlun þessari heitir
A. D. Pervis, og það er saga sem
knýtt er við Mr. Pervis og verzl-
un þessa, sem er all merkileg.
Áður en Pervis gjörðist verzl-
unarstjóri var hann bóndi, og
rann mjög til rifja ástand ná-
granna sinna, sem allir voru fá-
tækir, sem urðu að vinna fyrir
sér með því að vinna hjá stór-
eigna þjarðmönnum í nágrenni
þeirra, einkum að klippa fé
þeirra fyrir svo litla borgun að
hjarðmennirnir héldu þeim í
skuldum ár frá ári. Þetta ástand
nágrannanna fékk mjög á Pervis
og hann braut lengi heilann Um
hvernig að hægt væri að bæta
úr því. Nótt eina dreymdi hann
að Guð kæmi til sín og segði við
sig: “Þú skalt selja landið þetta,
fara svo ásamt fjölskyldu þinni
til næsta bæjar og byrja þar
verzlun og muna eftir að selja
vöruna fyrir sanngjarnt verð.”
Þetta gerði Pervis og hann valdi
verzlaninni nafnið “God’s Mercy
Store.”1 Eina verzlunin í víðri
veröld þar sem kaupandinn ræð-
ur ógóða verzlunar eigandans
og staðist hefir í meir en tutt-
ugu ár.
S. Ólafsson.
J. J. B.
Innköllunarmenn LÖG6ERGS
Amaranth, Man B. G- Kjartanson
Akra, N. Dak B. S. Thorvarðson
Árborg, Man K. N. S. Fridfinnson
Árnes, Man M. Einarsson
Baldur, Man O. Anderson
Bellingham, Wash. Árni Símonarson
Blaine, Wash Árni Símonarson
Cavalier, N. Dak B. S. Thorvarðson
Cypress River, Man. O. Anderson
Churchbridge, Sask S. S. Christopherson
Edinburg, N. Dak Páll B. Olafson
Elfros, Sask. Mrs. J. H. Goodmundson
Garðar, N. Dak. Páll B. Olafson
Gerald, Sask. C. Paulson
Geysir, Man K. N. S. Friðfinnson
Gimli. Man. O. N. Kárdal
Glenboro, Man O. Anderson
Hállson, N. Dak Páll B. Olafson
Hnausa, Man. K. N. S. Fridfinnson
Husavick, Man O. N. Kárdal
Langruth, Man John Valdimarson
Leslie, Sask. Jón Ólafsson
Lundar, Man Dan. Lindal
Mountain, N. Dak. Páll B. Olafson
Point Roberts, Wash. S. J. Mýrdal
Riverton, Man. K. N. S. Friðfinnson
Seattle, Wash. J. J. Middal
Selkirk, Man. Mrs. V. Johnson
Tantallon, Sask. J. Kr. Johnson
Vancouver. B.C. F. O. Lyngdal
Víðir, Man K. N. S. Friðfinnson
Westbourne, Man. Jón Valdimarson
Winnipeg Beach, Man O. N. Kárdal