Lögberg - 11.07.1946, Blaðsíða 4

Lögberg - 11.07.1946, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. JÚLÍ, 1946. --------ÍLogticrg-------------------- GefiS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 í‘.argent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG 595 Sargent Ave., Winnipeg, Man. R/tstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Averue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Poát Office Dept., Ottawa. PHONE 21 804 “Móðir og minningaland” Eg er naumast búinn að átta mig á því enn, að við hjónin séum rétt að því komin að leggja af stað til íslands; þó hefir ferðalaginu nú verið að fullu ráð- stafað; við fljúgum frá New York á laugardaginn þann 20. þ. m., og verðum ef alt skeikar að sköpuðu, komin til* Reykjavíkur daginn eftir, þar sem: “Náttklædd Esjan ofanlút er að lesa bænir.” Óneitanlega líkist þetta fyrirhugaða ferðalag enn sem komið er, fremur draumi en virkri staðreynd; en við nán- ari íhugun opnast augun fyrir veruleik- anum og þeim órofa bróðurhug, sem til grundvallar liggur fyrir heimboðinu af. hálfu Þjóðræknisfélags íslendinga og íslenzku ríkisstjórnarinnar; sá bróður- hugur varðar eigi einungis okkur boðs- gestina; hann umlykur alt vestur-ís- lenzka mannfélagið í heild. Heimboð ritstjóranna ber miklu fremur að skoða sem viðurkenningu íslenzku þjóðarinn- ar á starfi blaðanna í því nær sextíu ár en þeim einstaklingum, sem á þessum tíma um ritstjórnina annast, þótt vita- skuld verði eigi að, fullu greint þar á milli; heimboðið er bróðurlegs og þjóð- ræknislegs eðlis, sem vonandi styrkir að einhverju þá brú, er vér Vestmenn þráum að óbrotgjörn standi “í starf- semd andans” í sem allra lengstu lög. “Móðir og minningaland.” Þannig stendur ísland jafnan fyrir hugskots- sjónum mínum, og vafaláust flestra annara, sem fæddir voru og uppaldir heima. En ísland er líka drauma- og ævintýraland f jölmargra úr hópi hinnar ungu kynslóðar í þessari álfu, sem hér eru bornir og barnfæddir; það sánna mér hinar mörgu vinakveðjur til íslands úr þeirri átt. Á væntanlegri ferð minni um ísland, mun eg gera mér far um að kynnast landi og þjóð svo' sem framast má verða, með það eigi sízt fyrir augum, að miðla í greinaformi lesendum Lögbergs þeg- ar vestur kemur, athugunum mínum um það, sem mér finst markverðast í and- iegri og efnahagslegri þróun stofnþjóð- ar minnar; eg veit að vísu, að dvalar- tíminn heima verður naumur, en reyna mun eg að nytfæra mér hann svo sem föng standa bezt til; eg hefi einsett mér að halda dagbók á ferðalaginu með það fyrir augum, að vinna úr henni seinna eftir því sem ástæður frekast leyfa; eg ætla ekki að ferðast í svefni. Eg held naumast að til sé sú íslenzk bygð í þessari álfu. sem ekki hafi á ein- hvern hátt sýnt okkur hjónunum ítrek- aðan vinábtuvott í tilefni af heimboðinu og heimförinni, og margir hafa minst okkar með ógleymanlegum heimsókn- um og árnað okkur farartíeilla á heimili okkar; þennan góðhug viljum við að einhverju leyti ávaxta og geyma sem helgan dóm. Eg þakka fjölda vina á íslandi bréf og kvæði, sem mér hafa borist vegna væntanlegrar heimkomu; heit fagnaðar bylgja fer um sál mína yfir tilhugsuninni um það, að eiga þess nú kost, eftir frek- lega þrjátíu ára fjarvistir, að heilsa á ný móðurinni í austri, sem fyrir nokkru verður þá búin að “sauma sér sumar- klæðin grænu.” Eg lýk þessum línum með vísu úr dálitlu kvæði, sem nýlega varð til í huga mínum varðandi hina andlegu afstöðu mína til fæðingarstöðva minna: Mín trú er ei byggð á bókum né bjargi, sem enginn leit; hún á sína rót frá æsku í íslenzkri heiðarsveit, og styrktist við ljóðhátt linda í laufguðum víðireit. Að svo mæltu bið eg íslenzka mann- félaginu austan hafs og vestan blessun- ar Guðs, Djarflega mælt í vikublaðinu Fálkinn, sem gefið er út í Reykjavík og Skúli Skúlason er rit- stjóri að, birtast venjulega stuttar, en kjarnyrtar forustugreinar, er ganga undir nafninu “Skraddaraþankar.” Er þar ekki ávalt tekið mjúkum móður- höndum á hinum ýmsu meinsemdum þjóðfélagsins, né heldur á ókostum þeirra manna, er á allar lundir trana sér fram og þykjast bezt vera til manna- forráða kjörnir; hliðstæðra veilna við þær, er Skúli ritstjóri gerir að umtals- efni í grein þeirri, sem hér fer á eftir, gætir æði oft í hérlendu þjóðlífi, bæði hjá oss ísledingum og öðrum þjóðflokka- brotum, og með það fyrir augum verður greinin hér birt “öðrum til viðvörunar” eins og Kristján skáld Júlíus komst svo hnyttilega að orði: “Menn furða sig oft á því, að mikið hafi orðið úr þessum manninum en lítið úr hinum, þó að hann virtist betur “af Guði gerður” sem kallað er. En vitið og líkamlegt atgerfi ræður ekki öllu. Viljinn verður þyngri á metunum, og það er alkunna, að l>að eru oft litlir vitmenn, sem komast lengst áfram til efnalegrar velmegunar og þá um leið í álit, því að enn er almenningi ótrúlega tamt að leggja krónumæli á mannvirðingarnar. Snemma beygist krókurinn til þess, sem verða vill. Meðal strák-patta verða jafnan einhverjir til að taka að sér forustuna og láta hina safnast um sig. Ehigin ráð þykja að gagni nema þeirra. Það er ekki altaf, sem þeir eign- ast mannaforráð síðar, en það er oft. Og það er alls ekki fyrir vitsmuni, sem þeir eignast þessi völd og forráð. Oftar er það fyrir frekju eða lævísi. Því að fjöldanum er nú svo varið, að hann vill. láta blekkjast. Undirstaða allrar til- verunnar, sannleikurinn, er alls ekki eins gjaldgeng vara eins og lygin. Því að með henni er hægt að láta ljótt verða fallegt og sorann sýnast dýran málm. Það þykir kostur að vera hlédræg- ur og láta lítið yfir sér. En það er vafa- samur kostur. Hans vegna er það, sem lítilmennin verða svo ráðamikil í þjóð- félaginu. Borgaraleg skylda einstakl- ingsins er meðal annars sú, að hamla viðgangi misjöfnu mannanna, en styðja það sem bezt er. Það verður að reyta illgresið, ef nytjajurtirnar eiga að geta vaxið. Ehi í akri opinberra mála fær ill- gresið að vaxa, og engin er sú þjóð til, sem gæti stært sig af því; að halda því niðri. Þessvegna hefir veröldin orðið bölheimur, þessvegna geisar styrjöld eftr styrjöld og grimmdin og villidýrs- æðið keyrir svo úr hófi, að hýenan er móðguð með því að jafna eðli sumra manna til hennar. Og þetta er, þó merkilegt megi heita, afleiðing sinnuleysisins hjá f jöldanum, • sem vanrækir að gera sén grein fyrir tilgangi lífsins og horfir afskiftalaus á angurgapana og illmennin verða for- ustumenn heilla stórvelda.” RÓSTUSAMT í hafnarborginni Trieste við Adria- hafið, hefir verið næsta róstusamt þess- ar síðustu vikurnar; götubardagar hafa verið alltíðir og hreint ekki svo fáir af borgurunum látið lífið; uppþotin hafa stafað frá því, að Júgóslavar krefjast eignarhalds á borginni, en ítalir á hinn bóginn, og þeir eru fjölmennari, þykj- ast frá sögulegu og menningarlegu sjón- armiði séð, eiga fult tilkall til þess, að ráða framvegis yfir borginni. Utanríkisráðherra fundurinn í París, vill að sérstök nefnd úr hópi sameinuðu þjóðanna, ráði yfir Trieste næstkom- andi tíu árin. Júgóslavar mótmæla þessari uppástungu stranglega og hafa í alvarlegum hótunum um það, að senda til borgarinnar slíkan herafia, að engin aðskotadýr sjái sér fært að ráðast þangað inn. Viturlegasta lausnin í þessu ágrein- ingsmáli væri vitanlega sú, að láta borgarbúa skera úr því við almenna at- kvæðagreiðslu hvort heldur þeir vildu lúta ítölskum eða júgóslavneskum stjórnarvöldum. TRISTAN DA CUNHA Það er oft sagt, og eflaust með sanni, að þjóðskipulag og samskifti menningarþjððanna hafi þann ókost í för með sér, að fólkið komi ekki til dyranna eins og það er klætt, heldur geri sér far um að sýnast annað en það er. Og ýmsir gagnrýn- endur nútímamenningarinnar reyna að minna á kenningar Russeaus um að “hverfa aftur til náttúrúnnar” þar sem fólk geti “fundið öryggi í að sjá gegn- um hvað annað. Því smærra sem þjóðfélagið er, því mögu- legra er þetta. Skurnið á ein- staklingnum þykknar eftir því, sem þjóðfélagið, er hann telst til, stækkar. Og hjá afskekktum eyjabúum má stundum finna félagslegt ástand, er í ýmsu svipar til þess, sem Rousseau óskaði. Til dæmis á Tristan da Cunha. Þessi eyja, langt suður í At- lantshafi, fékk nafn sitt af portúgölskum landkönnuði, er hét Tristan da Cunha. 'Árin 1937-”8 var norskur rannsókn- arleiðangur þar syðra og einn af þátttakendum var ungur, norskur félagsmálafræðingur, Peter A. Munch. Hann kynnti sér félagslíf og menningu eyja- skeggja og hefir nú skrifað eink- ar eftirtektar^erða og skemmti- lega bók um þetta efni, Sociology of Tristan da Cunha. Þó að lýs- ing hans sé byggð á vísindarann- sóknum er hún samt einkar skemmtilega rituð, og hefir hon- um tekist að mála mynd sína með svo aðlaðandi litum, að mað- ur les bókina með sama áhuga og beztu ferðalýsingar. I lýs- ingum hans á eyjaskeggjum kemur fram að heita má á hverri blaðsíðu ýmislegt, sem Evrópu- menn styrjaldargnýsins hafa gott af að kynna sér og læra af. —- — Tristan da Cunha er eitt afskekktasta byggt ból á hnett- inum. Næsti granni eyjarinnar — eða eyjaklasans, því að nokkr- ar óbyggðar klettaeyjur eru kringum aðaleyjima, er St. Hel- ena, en tæplega er þó hægt að kalla hina gömlu útlegðareyju Napoleons granna, því að vega- lengdin á milli er 2400 kílómetr- ar. Næsti staður á meginlandi, Góðravonarhöfði í Suður Afr- iku, er 2900 km. í burtu, og næsti höfði í Suður Ameríku, Kap Frio, 3200 kílómetra. En það eru ekki aðeins fjarlægðirn- ar, sem einangruninni valda. Þó að eyjan sé langt úti í rúmsjó þá ’er hún fjarri öllum siglinga- leiðum. Engin föst skipaleið liggur nálægt Tristan da Cunha. Þrjú til fjögur skip koma til eyjarinnar á ári, í hæsta lagi, og má nærri geta að uppi verður fótur og fit, þegar eyjaskeggjar sjá skip koma að landi. Fyrr meir,, á seglskipaöldinni, var einangrunin ekki eins mikil og nú, því að þá komu skip þangað til að fá vatn; en nútímaskipin þurfa síður á því að halda. Og fram á miðja öldina sem leið, var talsvert af hval í hafinu í kring, svo að hvalveiðaskip höfðu þar bækistöð sína. En nú er hvalurinn horfinn og eyjan hefir enga fjárhagsþýðingu fyrir breska heimsveldið. Verða eyja- skeggjar að fá flestar nauðsynjar sínar að. Einu sinni á ári kem- ur enskt herskip með nauðsynj- ar handa eyjaskeggjum, en þeir greiða vörur sínar aðallega með smá handavinnu, svo sem ínni- skóm, handtöskum o. fl., sem eiginlega er lítils virði en fer þó fyrir hátt verð, sem minjagripir, vegna þess að það er frá þessum stað. En raunverulega eru eyja- skeggjar tæplega matvinnungar. Oft er þröngt í búi hjá eyja- skeggjum á vetrum, þá vantar sykur, mjöl og mjólk svo til- finnanlega, að þetta er ekki not- að nema við hátíðleg tækifæri. En samt vilja þeir ekki flytj- ast buirt fyrir nokkurn mun, og þrátt fyrir harðréttið fjölgar þeim. 1906 vöru 72 sálir á Trist- an da Cunho, 140 árið 1926 og 188 árið 1938. En þá fimm ald- ar fjórðunga, sem eyjan hefir verið byggð, hefir fólksfjöldinn verið miklum breytingum háður. Það er ævintýr og hversdags- leiki í senn hvernig stóð á því, að fólk settist þarna að. Mætti segja með nokkrum sanni að það sé Napóleon að kenna eða þakka að eyjan byggðist. Þegar hann var fluttur í útlegð til St. Hel- ena óttuðust Bretar, að vinir hans gætu notað Tristan da Cun- ha sem bækistöð til að reyna að ná honum úr haldi. Þess vegna sló enska stjórnin eign sinni á þennan “hjara veraldar” árið 1816 og setti þar nokkurra mann setulið. En bráðlega varð ljóst að Bretar þurftu ekki að óttast neina Napoleonsvini og setulið var leyst upp. En þrír menn úr liðinu höfðu kunnað svo vel við sig þarna, að þeir báðu um leyfi til að fá að vera eftir. Einn þeirra, skozkur mað- ur, sem hét William Glass, hefir síðan verið talinn hinn fyrsti landnámsmaður Tristan da Cun- ha. Þetta ver greindur maður og góðviljaður, gerði sér mikið far um að “elska réttinn en hata ranglætið.” Hann var játandi anglikönsku kirkjunnar og mjög trúhneigður. Þessi sömu ein- kenni hafa síðan haldist við hjá öllum þorra eyjaskeggja. Mann- fræðileg einkenni sín hafa eyja- skeggjar einnig fengið frá Glass. Hann var sem sé sá eini af þre- menningunum, sem var giftur, og átti tvö börn. En kona hans var (kynblendingur frá Höfðaborg, blökkumaður í aðra ætt. Þetta “dökka blóð” hefir síðan varð- veist meðal eyjaskeggja. Hinir tveir félagar Glass hurfu von bráðar frá Tristan da Cunha, en þá komu aðrir í staðinn, ekki síst skipbrotsmenn, sem skolaði á land þarna á.eyjunni, eins og Fransmaður við Meðallandssand. Það voru því aðallega karlmenn, sem þarna lentu. Árið 1826 voru t. d. 6 uppkomnir karlmenn á eynni, og svo kona Glass og sjö börn þeirra, eða 14 sálir alls. En það er ekki gott að maður- inn sé einsamall, og sömdu því karlmennirnir þarna við skip- stjóra, sem oft sigldi milli Trist- an da Cunha og St. Helena, að hann kæmi með fimm stúlkur þaðan. Skipstjórinn efndi þenn- an samning og árið eftir kom hann með stúlkurnar. Þó að þarna yrði ekki um að ræða “ást við fyrstu sýn,” þá fór gift- ingin fram þegar í stað, og reynd- ust öll hjónaböndin farsæl. Þessar konur voru allar kyn- blendingar, eins og frú Glass, og tvær þeirra höfðu verið gift- ar áður og höfðu með sér börn sín úr fyrra hjónabandi. Þess- vegna má með sanni segja, að eyjaskeggjar séu kynblending- ar en með Evrópumenningu; nánar tiltekið, menningu frá fyrri hluta átjándu aldar. Ekki hefir verið hægt að sjá, að kyn- blöndunin hafi orðið til ills, og ekki heldur að fólkið hafi úr- kynjast vegna þess að skyld- menni hafi gengið í hjónaband, en hjá því varð vitanlega ekki komist í jafn smáu og einangr- uðu “þjóðfélagi.” íbúar Tristan da Cunha eru í öllum aðalatriðum jafn blátt áfram og siðferðilega hástæðir og hinir upprunalegu landnem- ar, og hafa varðveitt tengslin við náttúruna svo vel, að Rouss- eau mundi vafalaust verða glað- ur ef hann fengi að sjá þá og vera hjá þeim um stund. Og þetta litla þjóðfélag verður líka að teljast lifa í anda Rousseaus að því leyti, að það hefir gert með sér einskonar samning um hvernig sambúðinni skuli hag- að. Það var litlum vandkvæðum bundið að koma þessum samningi á, því að aðilarnir í þjóðfélag- inu voru ekkf nema sex — þrír karlmenn, ein kona og tvö börn. Sérstaklega athyglisverð eru 'grundvallaratriðin í þessum samningi: að þjóðfélagið bygg- ist á fullkominni samvinnu ein- staklinganna og að allir séu þar fyllilega jafnir, ekki aðeins hvað fjárhagsmál snertir heldur og í öllu, sem veit að stjórn nýlend- unnar. Enginn einstaklingur má beita nokkru stjórnarfars- legu valdi yfir öðrum — og er þetta atriði enn í fullu gildi á Tristan da Cunha. Hinsvegar hefir sameignar- boðorðið, sem upprunalega var sett af landsmönnum, eigi getað haldizt við lýði, þó að hinsvegar sé eignarréttur einstaklingsins mjög takmarkaður og að þar séu engir ríkir menn. Ástæðan til þessa er bæði sú, að eyjan er fátæk og erfitt að safna auði þar, en þó enn frekar hitt, að gagnkvæm hjálpsemi er þar svo mikil að furðu gegnir, fólk vinn- ur saman að daglegum störfum og nægjusemin er takmarkar- laus, svo að samkeppni er þar engin, sízt með þeim hætti að einn vilji ríða annan niður. Fólkið vill halda sig saman, bæði við vinnuna og v frístund- unum. Eins og í flestum sam- félögum í þessari mynd er það ekki einstaklingurinn heldur fjölskyldan, sem er miðdepillinn, og þá helzt sú fjölskyldan sem stærst er. • í upprunalega samn- ingnum fékk Glass ekki meiri rétt en félagar hans, þó að hann ætti bæði konu og börn. Það var aðeins maðurinn, sem taldist að- ili að þessu samfélagi, enda var það byggt á trúarbragðagrund- velli. Og þetta fyrirkomulag hefir haldist. Þó fara þeir vel með konurnar sínar á Tristan da Cunha og óbeinlínis hafa þær mikil völd og geta komið sínu fram þegar þær vilja. En þegar ráða skal fram úr einhverju sameiginlegu málefni þá eru jað “bændurnir,” sem til þess eru kallaðir, en ekki “þjóðin.” Þegar messugerð er lokið í kirkj- urlni, safnast bændurnir saman ♦í einu horninu til að ræða um stjórnmálastarfið, en konurnar fara heim til að hugsa um mat- inn. Hver uppkominn karlmað- ur hefir rétt til að taka þátt í stjórnmálaskrafinu og segja skoðun sína. Fundarstjóri eða forseti er enginn á þessum sam- komum. Auðvitað er það svo, að misjafnlega mikið tillit er tekið til þeirra, sem leggja orð í belg, persónulegir verðleikar eða það, hvort maðurinn er niðji landnemans Glass, hefir ávalt nokkra þýðingu. En form- lega er enginn framkvæmda- stjóri kosinn til neins. Þegar vinna skal eitthvert verk fyrir alla, t. d. að smíða bát, verður það sá, sem bezt kann til þess, sem hefir forustuna. í þessu ó- brotna þjóðfélagi, þar sefn all- ir þekkja hver annan út og inn og geta með hægu móti séð hver við öðrum, getur enginn gerst annars ofjarl með því að mæla fagurt og hyggja flátt eða þykjast meiri maður en hann er. Reyni einhver þetta á hann það víst að hann bakar sér ís- kalda fyrirlitningu allra hinna. Maður, sem af einhverjum á- stáeðum missir stjórn á sjálf- um sér, fyrirgerir um leið áliti jví, sem hann naut áður. Glens og gaman er í hávegum haft, og oft kíta menn um eitt eða annað og þykir sá þá hafa beðið lægra hlút, sem seinni verður til svars eða segir eitthvað, sem flónslegt | lykir. Þarna er það almennings- álitið, sem heldur einstaklingn- um innan siðsamlegra takmarka og verkar sem hemill á einstakl- inginn. Þjófur fær ekki refs- ingu samkvæmt neinum hegn- ingarlögum, því að þau eru ekki til, en glósurnar, sem hann fær að heyra hvar sem hann fer, eru honum þyngri refising en nokk- urra vikna tukthússvist. Þagar um baldinn einstakling eða vandræðamann er að ræða, (Frh. á hls. 5)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.