Lögberg - 11.07.1946, Blaðsíða 6

Lögberg - 11.07.1946, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. JÚLÍ, 1946. I Margrét Werner Ralph var ekki hégómagjarn. Hann vissi vel hvers virði hann var, þrátt fyr- ir að hann lét aldrei á því bera, en hann gat aldrei gleymt því sem móðir hans hafði sagt við hann, að Ethel elskaði hann, en gat það virkilega hafa verið satt? Hafði það virkilega verið tilfell- ið að þessi tigna stúlka, sem neitaði öllum biðlum, hefði nokkurntíma elsk- að sig? Var það mögulegt, að slíkur gimsteinn, sem aðrir sóttu svo eftir, en árangurslaust, hefði verið til reiðu fyrir sig, án þess að þurfa að rétta út hendina til að eignast hann? En hugur hans dvaldi ekki svo mjög við þessar hugsanir, þó honum flýgi þær stöku sinnum í hug. Það leið sjaldan svo dagur að hann heimsækti ekki lafði Newtons skraut- lega heimili, þv( hann vissi að hann var æfinlega velkominn þangað. Hún vorkendi honum. Stundum fór hún til að heimsækja konuna hans; en það var fremur kurteisis vegna, en til skemt- unar. Það fór að bera á lasleika í Margréti; hún 'fór að verða f^jörlaus og máttfarin —stundum viðkvæm og vanstilt — svo ólík hinni broshýru stúlku, sem Ralph hafði séð í blómagarðinum í Elmwood. Hann skrifaði móður sinni. að það liti út fyrir að bráðlega mundi koma nýr erfingi að gamla herragarðinum. Hann var afar umhyggjusamur og nærgætinn við kotiuna sína, fór nú ekki í samkvæmi félagslífsins, en var nú öllum stundum heima hjá henni. En það var eitt sem hann gat aldrei skilið, því Margrét horf- ði stundum með svo ransakandi og efa- blöndnu augnaráði á sig. Lafði Newton hafði ákveðið. dag er hún ætlaði að bjóða nokkrum vinum sínum með sér til að skoða leyfar nokkra foruna listaverka sem Ethel ætlaði að gera uppdrátt af Ralph var boðið til að vera með í þessari ferð og hann hafði í nokkra daga hlakkað til þess að fá tæki- færi til að hressa sig upp og njóta glað- værðar í hópi góðra vina. En er dagur- inn kom leit Margrét út svo föl og mátt- farin. Hún bað hann ekki um að vera heima en það var augljóst að hún óskaði þess. “Ég skal vera heima, Margrét,” sagði hann, “Ég skal vera hjerna hjá þjer. Ég skal senda afsökunarbréf til lafði New- ton, og vera hjerna hjá þjer í allan dag.” ‘‘Verður Miss Newton með í förinni?” spurði hún nólega. “Já, og margt annað fólk,” svaraði hann. “Þá máttu ekki kæra þig um mig,” sagði hún; “þú skalt ekki missa af skemtuninni min vegna.” Ralph hefði átt að geta getið sér til, að það væri eitthvað til fyrirstöðu, það var svo auðheyrt á málróm hennar; en hann gat ekki hugsa sér neitt skíkt. “Margrét, þú veist vel að ég vil með glöðu geði fara á mis allra skemtana, þin vegna,” sagði hann. Hann laut ofan að henni og kysti hen- nar kitla föla andlit. Það var sá tími, að hjarta hennar héfði hoppað upp af fögnuði og friði við að heyra þessi orð; en nú var sá tími liðin; nú var hún orðin köld og hörð. “Já, það var sá tími,” hugsaði hún með sér, “áður en hann kynntist þess- ari stássmey, sem tældi hann frá mér.” Hversu mikillar vansældar og eymd- ar hefði ekki mátt koma í veg fyrir, ef hún hefði sagt honum frá tortryggni sinni og ótta! Hann hafði aldrei neinn grun um hvað hún hugsaði. Þegar hann kom heim glaður í bragði, var hún vön að spurja hann, hvort hann hefði séð Miss Newton í dag, og' þar sem honum þótti vænt um að hún léti sig skifta um vini sína, sagði hann henni að hann hefði komið til Newtons, og hlustað á indæla músik, og að Miss Newton beiddi kærlega að heilsa henni, Þannig fékk Margrét nýja átillu til afbrýðissemi. Eftir nokkra mánuði gat Ralph skrif- að móður sinni, að hann væri orðin faðir að tveimur litlum stúlkum; að kon- an sín hefði eignast tvíbura; hann sagð- ist hafa óskað að það yrði erfingi að Elmwood, en þessar litlu stúlkur væru svo indælar og elskulegar að hann gæti helst ekki litið af þeim. Lafði Newton var sérstaklega góð og vingjarnleg við Margréti, — svo góð og umhyggjusöm að það hefði verið ó- hugsandi annað en Margréti þætti vænt um hana, ef hún hefði ekki borið sama nafn sem Miss Newton, sem abrýðis- söm ímyndun hennar kom henni til að hata. Það var þó eins og skin frá liðn- um dögum, að sjá gleði og fögnuð föð- ursins yfir litlu stúlkunum. Einn fagran morgun, er Margrét sat inni í herbergi þar sem tvíburarnir láu sofandi í vöggunni sinni, kom lafði New- ton og dóttir hennar. Ralph kom og inn í herbergið, og þar hófst langt samtal um hvað litlu stúlkurnar ættu að heita. “Þið verðið að hafa augun á framtíð- inni,” sagði Ethel brosandi. ‘‘Þessar litlu stúlkur koma til síðar meir að verða hátt settár. Það væri til viðeigandi virðing- ar fyrir lafði Cuming, að léta aðra heita Edith, í höfuðið á henni.” “Eg er þegar búin að ákveða hvað þær eiga að heita,” sagði Margrét, í fullum róm. “Sú minni með fallega hár- ið, skal heita Lillian, en hin Beatrice.” Það brá ofurlitlum roða í andlit henn- ar, er hún sagði þetta. Hún vildi ekki að neinn hlutaðist til um hvað hún léti börnin sín heita. Hún hugsaði sem svo, að þessi brosandi fríða, Miss Newton, ætti ekkert með, og skyldi ekki fá leyfi til að hlutast til um hvað hún léti börn- in sín heita. Henni kom það ekkert við. ‘‘Eg dáist að nöfnunum sem þú hefur valið,” sagði lafði Newton; “þau eru bæði falleg.” Þegar Ethel laut ofan að vöggunni til að kyssa litlu stúlkurnar, áður en hún fór, sagði Margrét: “Eg haga mér sam- kvæmt mínum vilja, með börnin, og Mr. Cuming lætur mig sjálfráða um það.” Ethel fanst þessi orð bitur og undar- leg; hún skildi ekki hvað þau eiginlega meintu. Hún gat ekki hugsað sér, að Mrs. Cuming væri með afbrýði í hugan- um gegn sér. Hún svaraði þessu eins og í spaugi, og fór. Nú fann Margrét ekki til þess að vera ein heima, því umhugsunin um börnin krafðist nú allra þeirra stunda, sem hún hafði áður setið einsömul heima. En Það versta var, að Ralph fór nú að vera minna heima en áður. Þetta fallega litla hús sem þau bjuggu í var lítið, svo það var engin sérstök stofa fyrir börnin, svo börnin urðu að vera í stofunni, sem þau bjuggu í; og þó Margréti væri það hennar mesta yndi að vera hjá börnunum sinum og horfa á þau, þá þoldi Ralph ekki brek þeirra og keypa, og leiddist að heyra þær skæla; Margrét sagði að honum þætti ekki vænt um þær, og af slíkum misskilningi fóru þau, smátt og smátt að fjarlægjast hvort annað. Börnunum fór vel fram, og Beatrice litla leit út fyrir að verða afburða fríð. Faðir hennar sagði að hún líktist í Cum- ings ættina. Lilian var svo blíð ag ást- úðlegt barn, að móðir hennar hélt að hún væri of góð til þess að fá að lifa. Hvorug litlu stúlknanna líktust móður sinni, og stundum var sem henni þætti vænt um það. Ef til vill var þetta hið hamingju- snauðasta ár á allri hinni amasömu æfi Ralphs. “Það er ómögulegt að mála Jiér inni,” sagði hann, “Þegar maður er stöðugt truflaður af smábarna gráti.” Svo hann var mest alla daga úti. Hann heimsótti Ethel á hverjum degi, og gaf sér aldrei tíma til að hugsa um, vegna livers hann sæktist svo eftir að vera með henni. Sú huggun og ánægja sem hann naut, að vera með henni, var í algjörðri mótsetningu við þann tómleika og óþægindi sem hann átti við að búa heima hjá sér. Þegar Ethel keyrði út, var hann leiðsögumaður hennar, og honum var það ánægja að mæta henni í hinum fínu samkvæmum, og á dans- leikjum. Honum hefði fundist það skuggalegur og leiðinlegur dagur, ef hann hefði ekki séð hana. Þegar fyrsti afmælisdagur litlu stúlkn anna kom, keypti Ethel alslags leikföng handa þeim, og keyrði með það heim til þeirra, án þess að gera boð á undan sér. Það var ekki neitt sérlega ánægju- leg sjón, sem mætti augum hennar þar. Ralph sat við að skrifa; Margrét, rauð og þreytuleg, var að reyna að hugga annað barnið, sem var að gráta, en hitt barnið hékk í kjólnum hennar og var að heimta eitthvað. Ethel fann sárt til um, að sjá þjáningar svipinn á and- liti hennar. Hún lagði böglana, sem hún kom með á borðið í stofunni, og heils- aði Ralph með handarbandi; hann virt- ist ekki finna neitt til ástandsins sem var þar inni. Svo sneri hún sér að Mar- gréti, og tók barnið sem hún var að reyna að hugga í faðm sér- Beatrice litla leit undrandi á hana, og hætti að skæla. “Þú ert ekki nógu sterk, Margrét, að halda á svona þungu barni,” sagði Miss Newton; “því reynirðu ekki til að fá stúlku til að hjálpa þér með börnin?” “Við höfum ekki efni til þess,” svar- aði Ralph þunglyndislega. “Við borgum of mikið fyrir hanska og hesta,” greip Margrét framí, með sárs- auka, en hún hafði ekki slept orðinu fyr en hún sá svo eftir því, sem hún sagði, að hún hefði viljað gefa allt til, að hafa ekki sagt það. Ralph lét sem hann heyrði það ekki, og Ethel, sem umfram allt vildi koma í veg fyrir að það sem hún sagði yrði ekki til óánægju, fór að opna böglana sem leikföngin voru í. Eftir að Ethel var farin, lenti þeim, R.alph og Margréti, í fyrsta sinn í deilu sín á milli — langri og sárri deilu. Það var hart fyrir hann að þola þær ásakan- ir sem hún bar á hann, og það jafnvel í áheyrn Ethel. Nú hafði hún í fyrsta sinni sýnt honum hvernig ósiðfáguð og illa uppalin manneskja getur slept sér, án þess að taka tillit til annara, né gæta velsæmis síns. Þetta var deila, sem aldrei gat gleymst, því Ralph sagði í bræði sinni, að hann vildi óska að hann hefði aldrei séð Margréti, og hún sagði það sama um hann — hún óskaði að hún hefði aldrei maétt honum. Slík bitur þræta milli hjóna, drepur ástina. Þau geta að vísu jafnað sak- irnar sín á milli, en aldrei framar orð- ið hvort til annars það, se mþau voru áður. Sú taug sem áður batt hjarta við hjarta, er slitin, og verður aldrei að fullu grædd saman aftur. 13. Kafli Þau særandi ógætnisorð sem Ralph sagði við Margréti, og ef til vill þau fyrstu bituryrði er hann hafði nokkurn- tíma sagt á æfi sinni, hurfu brátt úr minni hans, en þau skáru hjarta Mar- grétar sem eggjárn. Hún héJt að hann hefði í allri alvöru meint það sem hann hafði sagt. Ralph yðraðist brátt hinna bitru orða er hann hafði sagt, og kall- aði sig varmenni fyrir að hafa sært svo tilfinningar Margrétar. Hann fór til hennar og hallaði höfði hennar að brjósti sér. “Elsku konan mín,” sagði hann blíð- lega, “okkur hefur báðum hörmulega yfirsést. Mér þykir fjarskalega fyrir því — við skulum vera vinir.” Það var ekki laust við að í eðli Margrétar væri dálítið sérlyndi, sem nú kom fram í fullum mæli. “Það er ekki þess vert að fást um það,” sagði hún kuldalega; “eg er lengi búin að vita, að þú verst orðinn leiður á mér.” Ralph ansaði þessu ekki; hann var hræddur um að það mundi leiða til ann- arar deilu; en hann fann til þess með sjálfum sér, að það sem hún sagði, væri ekki svo fjærri því sanna. Eftir þetta fjarlægðust þau hvort annað meir og meir. S(ðar sá Margrét hve mikið hún hafði að ásaka sig sjálfa um. Hún komst þá til skilnings um hennar bitru og ósanngjörnu ásakanir hefðu helsært göfugan og heiðarlegan mann. Hún skildi það ekki þá, en að- eins hugsaði um að gleyma í hjarta sínu, öllum þeim órétti og móðgun, sem hún áleit að hún hefði orðið fyrir, og sérstaklega þá afbrýði er hún hafði gegn Miss Ethel Newton. Eftir þennan atburð, sem sagt hefir verið frá, veitti Ethel Newfon því eft- irtekt, að þunglyndis svipur lagðist yfir andlit Ralphs. Hann varð daufari og óþýðari í viðmóti, sljóari í hugsun en áður, svo hún hugsaði sér að taka á- kveðna ákvörðun. Hún var sönn vin- kona hans, og hún vildi reyna að koma friði og'einingu á, milli hjónanna. Hún beið með áform sitt nokkra daga, því í húsi móður sinnar hafði hún ekkert tækifæri til að tala einslega við hann. Hún hafði sterka trú á því, að ef hún fengi tækifæri til að tala einslega við hann, minna hann á fyrstu ást hans á Margréti, um hispursleysi hennar, og marga aðra kosti, og að hún gæti enn gefið honum hamingjusamt og fyiðsælt heimili. Hún hélt að sökin væri hjá Ralph. Hann hafði af frjálsum vilja tekið á sig skyldurnar gagnvart sinni ungu konu, og það var skylda hans að uppfylla þær. Hann mundi ekki reið- ast því sem hún ætlaði að segja, það var hún alveg viss um, því hann hafði fyrir fleiri árum síðan, beðið hana að hjálpa sér. Þannig beið Ethel dag eftir dag, eftir því, að geta sagt honum þau fáu orð sem hún gerði sér svo miklar vonir um, að mundu græða sárin og sameina Ralph og Margréti aftur; en þar eð ekkert tækifæri gæfist, ætlaði hún sjálf að búa sér til tækifæri. Elftir stundar yfirvegun, settist hún niíþir og skrifaði: “Kæri Mr. Cuming! Eg óska eftir að fá að tala heimulega við þig. Eg skal vera nálægt bústað þínum í fyrramálið kl. 10. Þú mætir mér þar. Þín einlæg vinkona, Ethel Newton.” Þó allir hefðu lesið þetta stutta bréf, var ekki líklegt, að það hefði getað vakið neinn misgrun hjá neinum, eða neinn getað fundið neitt hneigslanlegt við það; það var skrifað í bezta tilgangi og af einlægum góðvilja; en það varð orsök ömurlegra eftirkasta. Þegar Ralph, einn daginn fór frá lafði Newton, rétti Ethel honum bréfið, svo allir viðstaddir sáu. “Þetta er í fyrsta sinn sem eg hef skrifað þér,” sagði hún brosandi. “Þú mátt ekki neita mér um það sem eg bið þig um.” Hún hugsaði með sér: “Á morgún skal eg geta látið hann fara heim til sín í léttara og rólegra skapi; hann er svo móttækilegur fyrir góðum áhrifum. Hann verður að gleyma allri óánægju, við litlu, fallegu konuna sína, þau virð- ast bæði vera svo vansæl.” Ralph opnaði ekki bréfið fyr en hann kom heim. Hann grunaði strax er hann hafði lesið það, hvað hún mundi vilja sér. “Hún er göfug kona,” hugsaði hann. “Orð hennar hafa óður verið mér stylk- ing og aflgjafi, og svo mun enn verða.” Eftir að hann hafði lesið bréfið, lagði hann það, samanbrotið á borð í vinnu- stofunni sinni. Margrét fór þangað inn til að leita að einhverju, sem hún hafði gleymt þar, og fann bréfið. Hún las það með mestu gaumgæfni. Hún fölnaði upp við lesturinn, og nú brauzt afbrýðissemin fram í huga hennar með endurnýjuðum ofsa. Nú fanst henni að hún hefði fulla ástæðu til að gruna hann um ótrygð við sig; nú var hún ekki lengur í neinum vafa. Hvernig vogaði þessi stássmey að tæla hann frá sér?” Hvaða rétb hafði hún til að sækjast eftir ást hans? Þegar Ralph kom aftur inn í stofuna, varð hann alveg hissa að sjá andlit konunnar sinnar. Hann hafði verið of- ur litla stund hjá börnunum, og gleymt bæði Ethel og bréfinu hennar. Hann stóð undrandi og ráðalaus, er hann sá hennar krít-hvíta og æðislega andlit og h.amslausa augnaráð stara á sig. “Hvað hefur komið fyrir, Margrét?” spurði hann; “ertu veik, eða hefurðu orðið hrædd við eitthvað? Þú lítur út eins og vofa.” Hún ansaði honum ekki, og Ralph hélt að það væri bara hennar dutlungar. Vesalings afbrýðissama Margrét — hún lagði sig ekki niður til að hvíla sig. Hún hafði fast ákvðið, að vera á verði morgúninn eftir, kl. 10, og koma óvör- um að manninum sínum og konunni sem var að tæla hann út á glapstigu. Hún ætlaði að hlusta á allt sem þau töluðu, og koma svo flatt uppá þau. Hún áleit að það væri ekkert óheiðarlegt við það. Vesalingurinn, hún áleit þessa ó heiðarlegu aðferð réttmæta, og sem sigur gegn óvini sínum. Hún vissi hvar þau mundu mætast. Miss Newton kall- aði það listiskálann sinn; það var þéttur trjá runnur, og í skugga trjánna voru tveir garð stólar. Hún hugsaði sér að leynast á bakvið trén; þá gæti hún heyrt allt sem þau segðu, án þess áð vera séð. Margrét var farin út fyrir morgun- verðar tíma, í þessa njósnar ferð sína. Hún skreið inn á milli trjánna og beið þar. Það var eitthvað svo sundurkram- ið í hennar náföla andliti, svo þjáð af angist, að það var erfitt að ákveða hvort heldur hún verðskuldaði sam- hygð og hluttekningu, eð fyrirlitningu. Sólargeislarnir skinu á hana í gegnum lim trjánna, fuglarnir sungu uppi í lauf- krónum trjánna, og angan blómanna fylti loftið í kring um hana — en hún í sorginni, naut einskis af þessu. Loksins sá hún þau koma; — Ethel í hvítum morgunkjól; á andliti hennar var strangur alvörublær, en Ralph, sem hafði einhverja óljósa von um hug- hreysting og hjálp, var með gleðiblæ.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.