Lögberg - 11.07.1946, Blaðsíða 7

Lögberg - 11.07.1946, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGIWN 11. JÚLÍ, 1946. 7 Afátaða Canadiskra þegna til nýju þegnréttinda laganna (ÞRIÐJA GREIN) 1 fyrstu greininni var gefið stutt yfirlit yfir þróun borgara- legra réttinda í Canada, bæði að því er það átti við Canada sem ríki, og til innbyggjaranna sem borgara innan ríkisins. 1 annari 'greininni var gerð skýring á á- kvæðum borgaralaganna, sem sýnir hver er innfæddur Can- ada borgari, hver verður Can- adiskur borgari þegar lögin ganga í gildi og verða auglýst, og hver getur, með beiðni um borgarabréf, og er hæfur sam- ikvæmt lögunum, orðið Canada borgari. Þetta fólk verður dálítið meir en Canadiskir borgarar. Það verður líka breskir þegnar. 26. grein laganna hljóðar þannig: , “Canadiskur borgari er bresk- ur þegn.” Þetta er stytzta greinin í lög- unum, en frá einu sjónarmiði, sem verður nánar rætt í síðustu greininni, er sú þýðingarmesta. Það opnar nýja leið: Canada er eini meðlimurinn í brezka ríkja sambandinu, sem hefur myndað tvöfaldan borgararétt. Þegar borgaralögfn verða birt, verðum við bæði Canadiskir borgarar og brezkir þegnar. Þessi fyrirmæli laganna eru ekki gerð í óyfirveguðu flaustri, þeirra er sömdu þau, né Canada þingsins sem samþykti þau, heldur er það niðurstaða sem komizt var að, eftir mjög nákvæma og á- kveðna yfirvegun. Það innibind- ur í sér undirstöðu þeirrar stöð- ugu þróunar sem hefur verið samfara þjóðernis og borgara- legri afstöðu. Það eru tvær ástæður fyrir því að þessi grein var innibund- in í lögunum. Önnur, að miklu leyti löggjafarlegt form og venj- ur, sem eru svo flóknar og sam- anofnar allri Canadiskri lög- gjöf, svo að frá því er næstum óvíkjanlegt. Hin ástæðan er meir grundvallarlegs eðlis: greinin er sett í lögin af því, að það er hið ytra tákn þess sem vér erum, og vér flestir viljum vera. Það hefur þegar verið bent á, að frá hinum fyrstu nýlendu s.tofnunum, að brezkir þegnar sem settust að í þeim héldu á- fram að vera brezkir þegnar. Sökum hinnar undirlægjulegu afstöðu nýlendanna, var ekki hægt, hvaðan sem þeir voru, að gefa þeim ákveðin borgara rétt- indi. Hin óhjákvæmilega afleið- ing varð sú, að í öllum nýlend- 'Unum þar sem löggjöf um stöðu innbyggjanna voru samin, og réttindi og skyldur teknar fram, var sú, að innbyggjarnir urðu að vera brezkir þegnar. Hinni sömu reglu var fylgt ef.tir fylkin í norður Ameríku voru mynduð, og var haldið á- fram eftir fylkjasambandið (Con- federation). Afleiðingin af þvi, í gegnum allt vort löggjafar fyr- irkomulag, skilyrðin fyrir því að njóta réttinda, svo sem kosninga réttar, og embætta, eru næstum undantekningarlaust þau, að vera brezkur þegn. Til dæmis, undir sambands kosninga lög- unum, getur hver sem er haft at- kvæðisrétt, sem er “innfæddur brezkur þegn, eða hafa verið veitt borgararéttindi,” og er fu'llra tuttugu og eins árs að aldri, og hefur átt heima í Can- ada í tólf mánuði. Samkvæmt Manitoba kosningarlögunum verður kjósandinn að vera inn- fæddur þegn Hans H&tignar (His Majesty), eða hafa fengið 'ixxrgararéttindi” (borgarabréf). Enginn getur ætlað á hve oft slík orð koma fyrir í sambands °g fylkja lögunum, eða jafnvel aukalögum sveitanna. Einungis hið formlega við- fangsefni að gera þá breytingu, að strika út orðin, brezkur þegn, og setja Canadiskur borgari í staðinn, mundi verða ærið erf- itt. En hér er einnig annað sem þarf að taka til greina. Sum fylkin gætu ge^rt það að tilfinn- ingamáli, og þó ekki væri fyrir aðra óstæðu, neitað að kasta burt orðunum, brezkur þegn. Önnur ástæðan fyrir -26. grein- inni i lögunum er sú, að Canada er eitt af fleiri löndum í samein- ingu brezka þjóðasambandsins, (The'British Commonwealth of Nations). Lögin tala um þau sem lönd brezka ríkjasambands- ins, og þessi eru tilgreind: The United Kingdom, the Comon- wealth of Australia, The Dominion of New Zealand, The Union of South Africa, Ireland and Newfoundland. Mikill meiri hluti Canad- isku þjóðarinnar vill halda þessu fyrirkomulagi áfram. Þegar til- finninga spursmálið er lagt til síðu (sem ekki er hægt að ganga framhjá, þar eð það má sín mik- ils, meðal mikils hluta þjóðar- innar), finst mörgum að hagn- aðurinn sé meiri en óhagnaður- inn. Hin óhjákvæmilega afleið- ing þess er hin tvöfalda afstaða, sem rætt verður um í síðustu greininni. Réttindi brezkra þegna í Canada. Þar eð Canadiska þjóðin hefur kosið sér þetta tvöfalda fyrir- komulag, og gefið því samþykki sitt, þessi ákvörðun þeirra end- urspeglar sig í 26. grein laganna; það er gott að gera sér ljósa grein fyrir því hver að sé mis- munurinn milli Canadisks borg- ara og bresks þegns, búandi í Canada. Vér skulum einnig yfir- vega hvaða hagnaður verður í því, að vera, sem einstaklingur, Canadiskur borgari og brezkur þegn. Brezkur 'þegn, frá hvaða landi brezka ríkjasambandsins sem er, og á lögheimili í Canada, hefur atkvæðisrétt eftir eins árs veru í Canada. Hann öðlast ekki þenn- an rétt með borgaralögunum, heldur eins og vikið hefur verið að áður, með ýmsum Canadisk- úm kosningalögum. Ef lögin leyfa að brezkum þegn sé veitt sérstakt embætti. og réttinc^i til að halda því, án tillits til hversu lengi hann hefur verið í Ganada, getur brezkur þegn frá hinum löndunum, verið veitt embætti, undir eins og hann, löglega, stíg- ur hér fæti á land. Það sem hér hefur verið sagt, á ekki við um borgara Eire (Suður írlands). Forseti Suður írlands, de Valera, hefur lýst því yfir að Eirie sé lýðveldi, og að borgarar þess séu ekki lýð- skyldir Hans Hátign konungin- um, og séu ekki brezkir þegnar. Þar af leiðandi* hefur innflytj- andi frá Suðúr írlándi engin þau réttindi sem brezkur þegn hefur í Canada, og kemur undir sömu reglugjörð eins og aðrir útlendingar, ef hann óskar að gerast Canadiskur borgari. Réttindi Canadiskra borgara innan brezka ríkja- sambandsins. Sú viðurkenning sem brezkum þegnum er gefin í Canada, er ekki einhliða fyrirkomulag. Borgarar Canada, verandi brezk- ir þegnar, njóta brezkra þegn- réttinda í öðrum löndum brezka þjóðasambandsins, auðvitað sam- kvæmt gildandi lögum í þeim löndum, um landvistarleyfi, bú- setur, borgaraleg skilyrði, burt vikning og þvíumlíkt. Samkvæmt samningum milli brezka konungsríkisins og ann- ara landa, njóta brezkir þegnar vissra réttinda, og Canadiskir borgarar njóta þeirra sem brezk- ir þegnar. Ef við hættum að vera brezkir þegnar, yrði Canada að endursemja þessa samninga. Sum lönd, ef til vill, neituðu að semja, ef ekki yrði hægt að kom- ast að eins hagstæðum samning- um. Það er og annar hagnaður; úr því Canada hefur ekki stjómar- erindisre'ka í sumum löndum, geta Canadamenn í þeim löndum, sem brezikir þegnar, leitað til brezkra embættismanna sér til aðstoðar. Konsúls embætti, sam- kvæmt meiningu borgara lag- anna, er ekki einungis Canada Konsúls eða fulltrúa embætti, heldur og samslags embætti í löndum brezka samveldisins. Þar' eð skilningurinn er gagn- skiftilegur og sú von sameigin- leg að systur ríkin muni og viiji fylgja því fyrir dæmi sem Can- ada hefur sett, og semja og lög- leiða lík borgaralög. Aðal mismunurinn. Aðal mismunurinn milli stöðu Canadiskra borgara og Brezkra þegna, búsettra í Canada, kem- ur til greina þegar þeir fara úr Canada. Brezkum þegn, sem slíkum, er ekki veitt nein réttindi í borg- aralögunum. Þessi réttindi eru bara staðarleg; þau hefjast strax með löglegri landvist í Canada, og á sama hátt eru úr gildi undir eins eftir burtför úr' Canada. Innflutningalögin tilgreina þær kringumstæður sem geta valdið því að Canadiskur borgari geti -mist sinn Canadiska lögheimilis- rétt. Þetta á sérstaklega við um þá sem hafa verið veitt borgara réttindi (by naturalization) og brezkra þegna, sem ekki eru fæddir í Canada, en eiga lög- heimili í Canada. 1 báðum til- fellunum er lögheimilisréttur- inn tapaður, ef maðurinn er ár utan Canada. En lögin taka það ennfremur fram, með fáum smá- vægilegum undantekningum, að allir sem sækja um inngöngu í Canada, sem ekki eiga lögheim- ili í Canada, verða að koma inn, sem innflytjendur samkvæmt innflutninga lögunum. Þannig, ef Englendingur, sem hefur afl- að sér Canadiskra heimilis rétt- inda, fer úr Canada og er ár í burtu, getur hann einungis kom- ið aftur sem innflytjandi frá Englandi, föðurlandi sínu. En Canadiskur borgari tekur þenn- an borgararétt með sér. Hann getur samt sem áður mist borg- ararétt sinn undir kringumstæð- um sem teknar eru fram í borg- aralögunum; en það er honum sjálfum að kenna, eða afleiðing afv athöfnum hans. Með einni undantekningu getum vér í sannleika sagt: Sá sem einu- sinni er Canadiskur borgari, er altaf Canadiskur borgari; hann getur farið úr Canada hvenær sem hann vill, og komið aftur þegar hann vill. En jafnvel mismunurinn milli Canadisks borgara og brezks þegns sem á heima í Canada, sé að mestu staðarlegt auka atriði (extra-territorial) sem kemur til greina er þeir fara úr Can- ada, er það samt þýðingar mik- ið. Ást til föðurlandsins getur dregið úr áhuga fyrir þroskun Canada. Nú, þar eð stríðinu er lokið, verða samgöngur greiðari og víðtæ'kari. Það er þess vegna gert ráð fyrir, að brezkir þegnar ÚRDRÁTTUR ÚR RÆÐU sem próf. T. J. Oleson hélt á íslendingadaginn í Van- couver, 16. júní 1946. % JÓN SIGURÐSSON, 1811-1879 Eg var beðinn að tala hér nokk- ur orð um Jón Sigurðsson. Það er nú að bera í bakkafullan læk- inn að biðja mig að tala um hann, svo margt og svo gott sem hefur verið ritað um þann mann. En það gerir manni ef til vill gott að rifja upp einstökusinn- um minningu góðra manna. Og það er alt sem eg vil gera í dag, minna ykkur einusinni enn á Jón Sigurðsson og þá hluti sem hann stóð fyrir. Gamalt mál- tæki islenzkt segir: “Minning feðranna er framhvöt niðjanna,” og mun mikill sannleikur í því fólginn. Nú vill svo til, að það er ef til vill enginn feðranna, hvers minning ætti frekar að hvetja menn til dáða, en Jón Sigurðsson, “Óskabarn íslands, sómi þess, sverð og skjöldur.’ Því er 17. júní afmæli, svo að segja, Íslands, af því hann er fæðingardagur "Jóns Sigurðs- sonar, og því ætti fæðingardagur hans að vera þjóðhátíðardagur íslands, af því að Jón Sigurðsson var mesti og og ef til vill bezti sonur íslands á seinni tíð. Eng- inn annar Islendingur hefur verið eins dáður, bæði af sinni eigin þjóð, og af erlendum þjóð- um líka. Danir gjörðu útför hans veglega og Gladstone stjórnar- formaður Englands um mörg ár, á að hafa sagt að Jón Sigurdsson væri mesti stjórnmála maður 19. aldarinnar (The greatest statesman of the 19th century). 1 minni J. S. á aldarafmæli hans 17. júní 1911 ikvað Þorsteinn Erlingsson: “Af álfunnar stórmennum einn verður hann I og ættlands síns fríðustu son- um, það stendur svo skínandi mergð um þann mann í Canada muni vilja verða Can- adisikir borgarar. í sambandi við hin gagnskiftilegu réttindi brezk- ra þegna í brezka ríkjasamband- inu, áleit Canadiska þingið að reglan fyrir að veita brezkum þegnum Canadisk borgararétt- indi, ætti að vera sem einföldn- ust, en þó með hæfilegri trygg- ingu. Undir nýju lögunum verð- ur brezkur þegn að fullnægja kröfu laganna, eins og aðrir inn- flytjendur, nema hann þarf ekki að leggja fram yfirlýsingu um, að hann ætli að verða Canad- iskur borgari, og hann þarf ekki að ikoma fyrir dómara. Jafnvel þarf hann ekki að leggja fram formlega beiðni. Hann gerir yfirlýsingu fyrir ríkisritaranum að hann óski eftir vottofði um að sér séu veitt Canadisk borg- araréttindi. Beiðninni verða að fylgja sannanir, sem ríkisritarinn gerir sig ánægðan með, að hann hafi öll þau skilyrði sem krafist er af útlending. Eftir að hann hefur fengið vottorðið, skipar hann sér meðal Canadiskra borg- ara, sem eru í senn, Canadiskir borgarar og brezkir þegnar. af minningum okkar og vonum. Svo fékk hann þann kraft og þá foringja lund, að fræknlegri höfum vér orðið um stund og stækkað við hliðina á hon- um.” Þetta er alt satt. Jón er eitt af álfunnar stórmennum, hann er efalaust fríðasti sonur þjóðar sinnar og þar er ekki átt að- eins við líkamlegan ifríð(leika, þó hann væri fríður maður, heldur við alla kosti sem prýtt geta menn. Og honum gleymir ísland aldrei. Hann átti kraft og foringjalund og hann átti þeirri gæfu að fagna að íslend- ingar fylktu sér undir merki hans. Harm var foringinn í raun og veru og íslendingar urðu stærri við hliðina á honum. Þetta ættum við öll að muna, ís- lendingar sérstaklega, því iþeir eru svo miklir einstaklingar, og svo miklir, ef eg má segja það, sérvitringar, að þeir vilja oft ekki þýðast þá menn sem gætu verið leiðtogar þeirra. og þess vegna vlerðuir flokkaskiftingutr svo mikill meðal þeirra. Þorstein sá vel hvað foringi eins og Jón Sigurðsson var mikils virði. Hann segir: Það reis upp sú manndáð í þjóð- inni um þig sem þóttist of rík til að sníkja oss hnykti þá við er hún vopn- aði sig og varð ekki keypt til að svikja. Og því er það ástfólgnust há- tíðin hér er hundraðasta afmælið skin yfir þér og flokknum sem vildi ekki víkja. Já, “aldrei að víkja” var slag- orð sem átti að einkenna bar- áttu Jóns. En það getur gefið ranga hugmynd um manninn. Jón er fylginn sér og hélt fast við það sem hann vissi að var satt og rétt, en hann var enginn ofstækismaður, hann átti þá lund sem gat staðið og ekki vik- ið þegar þess þurfti við, en átti líka þá lund sem gat miðlað málum, sem gat unnað mótstöðu- mönnunum réttlætis en haldið fram skoðun sinni með lipurð og sanngirni. Svo heldur Þorsteinn áfram: Það brann þeim úr augum, svo okkur varð heitt hjá öfunum feigum og hárum, þeir sögðu oss af fundinum fimtíu og eitt og fóru með orðin með tárum. Og fornaldartign yfir foringj- ann brá og fagurt var ísland og vonirn- ar þá, og blessað það nafn sem við bárum. Þetta mun ekki of sagt. Eg man það þegar eg strákurinn heyrði fyrst af fundinum 1851, þegar Danir ætluðu enn einu- sinni að kúga Islendinga, en Jón Sigurðsson stóð upp og sagðist mótmæla þessari aðferð í nafni konungs og þjóðarinnar og á- skilja þinginu rétt til klaga til konungs yfir lögleysu þessari.. “sem hér væri höfð í frammi.” Risu þá upp fundarmenn og sögðu því nær í einu hljóði, “Vér mótmælum allir.” Eg man hvað eg var hrifinn af þessu, hvað mér fanst það þá, eins og Þorsteinn segir, blessað það nafn sem eg bar, blessað að vera íslendingur, að tilheyira sama jjóðflokki og þessi maður, því xað var sannarlega fomaldar tign yfir Jóni á þesari stundu. Þessu gleyma Islendingar aldr- ei. Þetta er það sem Jón hefur gjört fyrir þjóð sína, gjört hana ekki einnsinni ánægða með að vera íslenzk, en komið því til leiðar að henni finst það bless- un að vera íslendingar. Þessu megum við aldrei gleyma. Eg minnist í þessu sambandi erindis úr öðru kvæði Þorsteins: “Sú móð)r sem frægst hefur feðurna geymt, mun framvegis nöfnin sín skrifa, en komi sá dagur sem getur því gleymt, er gamanið tvísýnt að lifa. Hjá úrkynjun barnanna og erf- ingjans hefnd er ættinni hamingja að vera ekki nefnd.” Sá dagur má aldrei koma fyr- ir okkur jslendinga í Ameríku, það sem kom fyrir landa okkar á Grænlandi, úrkynjun, glötun trúar og tungu, glötun menn- ingar og sæmdar. Hann kemur ekki ef við gerum það að skyldu okkar að minnast oft feðra vorra. ágætismanna þjóðar vorrar, með Jón Sigurðsson, Óskabarn Is- lands, sóma þess, sverð og skjöld, í broddi þeirrar fylkingar. SÖNGLEIKUR DAUÐANS Á dögum Napoleon III var söngleikurinn Charles VI sung- inn með ótta og skelfing. Hinn nafnfrægi söngmaður Frakka, Eugéne Massol, song aðal hlut- verkið, en þau einkennilegu fyrirbrigði urðu, að við endalok tilkomumesta einsöngs Massol, sem endar á orðunum: “Ó, Guð, dreptu hann,” féll maður dauð- ur í leikhúsinu í þrjú kveld hvert eftir annað. Sá síðasti var Habenich söngleiksstjórinn. Eft- ir það neitaði Massol að taka þátt í leiknum og var hann ekki sýndur á leiksviði eftir það í níu ár. I byrjun ársins 1858 gaf Na- poleon út skipun um að leikur- inn skyldi aftur sýndur, og að Massol skyldi syngja aðal ein- söngvana á ný. Kveldið sem leika átti, var hvert sæti í leik- húsinu skipað og fólkið beið þess með óþreyju að Napoleon og Keisarína Eugéne kæmi og tæki sæti sín í leikhúsinu. En þau komu ekki. Á leiðinni í leik- húsið réðist ítalinn Orsini að vagninum sem Napoleon og Eugéne óku í og henti sprengju sem að hann ætlaði að bana keisarahjónunum með. Þau kom- ust skaðlaus úr voðanum, en margir af áhorfendunum sem við veginn stóðu mistu lífið. Síðan hefir þessi söngleikur ekki verið sýndur á leiksviði og enginn heldur reynt til að sanna ofurmagn hjátrúarinnar sem stendur enn í sambandi við hann. J. J. B. Vér höfðum vænst þess að hafa getað fullnægt öllum kröfum um nýja síma á þessum tíma. En vegna ófyrirsjáanlegrar þurðar á efni hefir þetta ekki reynst kleift. Oss þykir fyrir að þér urðuð að bíða. En vér getum fullvissað yður um það, að úr þessu verður bætt eins fljótt og framast má verða.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.