Lögberg - 25.07.1946, Síða 4

Lögberg - 25.07.1946, Síða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. JÚLl, 1946. --------Hosberg--------------------- Grefið út hvern flmtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 í'.argent Ave., Winnipeg, Maniitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG 595 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lögberg" is printed and published by The Columbia Prees, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Dept., Ottawa. PHONE 21 804 Menn telja dagana Dagarnir eru nú ekki margir eftir til að telja fram að íslendingadeginum á Gimli 5. ágúst næstkomandi, og dag- arnir, sem eftir eru líða svo undur fljótt að áður en fólk veit af er hann kominn þessi merki dagur, þessi söguríki dag- ur, þessi hressandi og frjálsi minninga- og skemtidagur, sem allir íslendingar í Winnipeg og í Selkirk, í Nýja tslandi og í nærliggjandi sveitum hlakka svo mik- ið til. íslendingadagurinn er merkisdag- ur að því leyti, að hann er ein af taug- um þeim, sem tengir íslendinga saman. Hann er eitt af öflum þeim, sem að ylað geta hjörtunum, endurvakið minning- arnar, og tengt íslendinga nánari bönd- um ættarminninganna, heldur en flest- ar eða allar aðrar minninga athafnir geta gjört. Á þeim degi sem í ár er ákveðinn, 5. ágúst, tjalda íslendingar því bezta sem þeir eiga völ á. Tígulegasta kona, sem þeir eiga á meðal sín skipar ímyndað sæti fjallkonunnar sjálfrar, sem í ár er frú Pearl Johnson. Kona, sem er vel farið á velli, hógvær, en þó djarfmann- leg í framgöngu, fríð sýnum og með nor- rænum tignarsvip á brún og brá. Beztu skáldin eru æfinlega valin — þau sem með orðum sínum og óði eru líklegust til að syngja minningar þess liðna og vonir þess ókomna inn í hugi og hjörtu hátíðargéstanna. í ár eru skáldin minna þekt en sum þeirra sem áður hafa ort við slík tækifæri, en þar með er ekki sagt að þau séu ósnjallari. Skáldið, sem íslandsóðinn kveður, er hr. Davíð Björnsson, ungur maður, efnilegur, sem á eftir að láta til sín heyra í túni Braga. Til þess rétt að sýna að Davíð er eng- inn klaufi, teg eg bessaleyfi á einu erindi úr kvæði hans: Framtíðin björt skal hlúa að lýð og landi, lýðræðisstarfi, tengjast friðarbandi. Samhent til frama leiðist orka og andi— ættlandið verndar heilladís frá grandi. * Hitt skáldið er Bergthor Emil John- son, sem yrkir Minni Kanada. Hann er einn af hinum framsæknu yngri mönn- uh á meðal vor, ljóðrænn og smekkvís. Eg þori ekki að taka traustataki á neinu úr kvæði hans. Þið verðið að koma og hlusta á hann flytja það sjálfan á Gimli 5. ágúst næstkomandi, en það má eg segja, að þið verðið ekki fyrir neinum vonbrigðum. Til ræðumanna á hátíðinni á Gimli hefir líka verið vandað. Séra Halldór E. Johnson er af ræðumannakyni kom- inn í ættir fram og er honum illa í ætt skotið ef hann getur ekki haldið mynd- arlega á málum fjallkonunnar á Gimli 5. ágúst næstkomandi. Hinn ræðumaðurinn, sem mælir fyr- ir minni Kanada er úr hópi yngri kyn- slóðarinnar íslenzku í þessu landi, Paul Bardal, fyrverandi bæjarstjórnarmaður og fylkisþingmaður, og er það rétt stefna hjá forstöðumönnum hátíðarinn- ar að fá hina yngri menn til þátttöku í ræðuhöldum dagsins. Eg veit að Paul gjrir máli sínu góða skil og að hátíðin verður auðugri fyrir veru hans þar. Þó að hér væri hætt, er nóg af ágæt- um talið til þess að gjöra þjóðminning- ardaginn á Gimli, 5. ágúst, eftirminni- legan og hátíðlegan. En það er svo langt frá, að fyrirhyggja hátíðarnefnd- arinnar endi á ræðumönnunum. Það er eftir að telja hið áhrifa mesta og eftirsóknarverðasta, sem íslenzkum mönnum og kanum er boðið upp á, á Gimli 5. ágúst n.k., og það er söngvarinn frægi og víðkunni, hr. Guðmundur Jóns- son, sem getið hefir sér ódauðlegan orð- stír, er flogið hefir, ekki aðeins um alt samþykti eirrnig að senda Sjó- mannadeginum kveðju, svohljóð- andi: “Aðalfundur Eimskipafé- lags íslands haldinn 1. júní 1946 sendir sjómannastéttinni hug- heilar hamingjuóskir.” —(Vísir 6. júní). GAMAN 0G ALVARA Faðirinn: Góður verzlunar- maður er jafnan hygginn og heiðarlegur. Drengurinn: Hvað er að vera heiðarlegur, pabbi minn? Faðirinn: Það er að halda öll sín loforð. Drengurinn: En hvað er þá að vera hygginn? Faðirinn: Það er að lofa aldrei neinu. Horace Greeley fékk einu sinni bréf frá konu, sem var að spyrja hann ráða, hvernig hún ætti að fara að því að vernnda söfnuð frá eyðilegging og frá því að kirkjan yrði tekin af þeim. Við höfum reynt allt sem okkur hefir getað dottið í hug. Við höfum haldið sýningar, mat- arsamkomur, málamyndar-gift- ingar og kaffi drykkju samkom- ur. Svar Greeley var: “Hví reyn- ið þið ekki að halda trúarbragða- legar samkomur?” + Þýðing kommu og púnkta. Á skrifborði Alexander keis- ara III lá skrifað blað sem fjall- aði um pólskan sakamann, er dæmdur hafði verið. Á blað þetta hafði keisarinn skrifað: “Náðun óhugsanleg; Síberíuvist.” Keisarafrúnni varð reikað inn á skrifstofu manns síns og sá blaðið, tók það og las. Svo tók hún pennakníf og skóf út semi- kóloninn og setti hann á eftir orðinu náðun, svo að setningin hljóðaði þannig: “Náðun; óhugs- anleg Síberíuvist.” Skömmu seinna kom keisarinn inn í skrifstofu sína, sá breyt- inguna og brosti, en lét hana standa. Skoti, sem var í ábyrgðarmik- illi stöðu í Lundúnaborg, átti stöðugt í hálfkærings kerskni við Englending sem sí og æ var að bríxla honum um þjóðerni hans. Einu sinni mættust þeir á ekemmtiför, af tilviljun einnri. Englendingurinn ávarpar Skot- ann að fyrra bragði og segir: “Sæll, hvernig í ósköpunum heldurðu að skrifstofufólk þitt komist af án þín?” “Eg held nú að það gangi allt vel,” svaraði Skotinn, og bætti við: “Sjáðu til. Eg skildi eftir tvo Englendinga og fjóra Welsh- menn í plássinu mínu.” + Frú" William H. Taft var í veizlu hjá forseta Bandaríkjanna og var útlendingur sessunautur hennar, sem lét aldrei af að minna hana á hve miklu kurteis- ari að samlandar hans væru, heldur en Bandaríkjamenn og klykkti út með því að segja: “Þér berið víst ekki á móti því, að svo sé, frú?” ‘“Kurteisi vegna gjöri eg það ekki,” svaraði frú Taft. 4- 4- 4- Mennirnir segja til sín Kvéld eitt í New York var Negri á ieiðinni frá vagnstöðinni eftir Fertugasta og öðru stræti og heim til sín, Hann hafði tvær töskur með ferðis, báðar þung- ar. Eftir að hann hafði gengið nokkurn spöl, er sagt við hlið- ina á honum: “Þessar töskur eru nokkuð þungar, bróðir sæll, hvað segirðu um að eg haldi á annari þeirra á meðan við eigum sam- ledð. Negrirm neitaði og vildi helzt ekkert hafa með unga manninn hvíta, sem gekk við hlið hans, að gjöra; samt lét hann þó tilleiðast og fékk honum aðra töskuna og gengu þeir þannig all-langan spöl og töluðust við eins og beztu vinir. “Þetta var í fyrsta skiftið sem eg mætti Theodore Roosevelt,” sagði Booker T. Washington. 4-4-4- Spurs máhð er ekki hvenær að menningin hafi byrjað, heldur hve nær , að hún bvrji. llllllllllllllllllll!llllllllllllllllllll!lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllljllllllllllllllllllllll[|||||||!!l!!llllllll||i!||||||||!!|||||||||||||||||||!|||||||||||||[|||[![|!||||||||i||i||||||||||||||||[||i|||||||||||||||||||||ii||||||||||[|||||||||||t V O R K O M A ísland, heldur líka allsstaðar annars- staðar þar sem hin mikla og fagra rödd hans hefir hljómað. Hann syngur í fyrsta sinni í þessum hluta álfunnar, á Gimli 5.ágúst, 1946, á “ástkæra ylhýra” málinu, sem allri rödd er fegra/ og há- tíðabragur dagsins er ekki úti þó að söngvarinn syngi sitt síðasta lag, þann dag, því þá tekur Karlakór íslendinga í Winnipeg við, og við vitum öll, að frá hans hendi er ávalt að vænta listar á háu stigi, sólbjartrar ánægju og sak- lausrar gleði, í töfraröddum tónlistar- innar, og þó kórinn mæðist eða þreyt- ist er enn eftir eitt af geðþekkustu há- tíðabrigðum þessa dags, en það er þeg- ar hugir og hjörtu íslendinga mætast í endurminningalöndum ættarljóðanna undir stjórn hr. Paul Bardal. A7ið þetta alt má bæta hirðmeyjun- um — minning landnemanna íslenzku í Nýja íslandi, sem nú byggja helgireiti þeirrar blómlegu bygðar, staðnum söguríka, sem hátíðin er haldin á — út- sýninu til vatns og skógar sem ávalt heillar alt fólk, og grænum grundum, blómum stráðum og ilmríkum. Enginn íslendingur, sem farkost hef- ir, og farið getur, má láta sig vanta á hátíðina á Gimli 5. ágúst 1946. Já, og svo er dansinn, sem að auð- vitað má ekki gleymast. Sir Richard Livingstone Ef menn væru spurðir að hver Sir Richard Livingstone væri, færu menn að láta sig dreyma um Afríku, og Living- stone. En það væri þýðingarlaust, því Sir Richard er þar ekki að finna. Annars er naumast að búast við, að almenningur beri kensl á þann mann, því menn sem tilheyra sömu stofnuninni vita ekki hver sá maður er. Þeir vita að vísu að það er skólastjóri og aðstoð- ar skólastjóri við Oxford háskólann á Englandi, en að Sir Richard sé sá síðar- nefndi og að hann sé einn af menta- frömuðum nútímans vita sumir af læri- sveinunum við þá heimsfrægu stofnun ekki einu sinni. Þegar Oxford háskólanum var sagt upp í sumarfríinu í sumar, átti frétta-. ritari ritsins “Atlantic Monthly” tal við Sir Richard Livingstone sem var á för- um til írlands sér til hressingar. Sam- talið snerist aðallega um nútíðar ment- un og nútíðar mentunar fyrirkomulag og er ekki óhugsandi, að suma fýsi að vita hvaða hugmyndir að þessi merki- legi mentafrömuður hefir um þau spursmál. Þegar að maður talar um skólafyrir- komulag okkar eins og það nú er, þá fer hrollur um Sir Richard. Honum finst að námsskrá skólanna sé allt of marg- brotin. “Mentun þroskast með hæfilega margþættri kensluskrá,” segir Sir Rich- ard. Hann segir og að ofbjóða megi móttökuhæfleika nemanda með of margbreytilegri kensluskrá og það sé það sama og troða of mörgu fólki inn í íbúðarhús; hvorttveggja leiði til ógæfu. Húsaþrengslin til siðferðislegs skip- brots, en of margar námsgreinar í skól- um til andlegs skipbrots. Hann heldur fram að ungt námsfólk til 14 ára aldurs eigi aðeins að leggja stund á tvær eða þrjár námsgreinar, og bætti við: “Þegar 80% af brezkum unglingum ljúka al- þýðuskóla námi 14 ára að aldri, þá hafa þeir ekki öðlast neina þekking á lífinu. Sir Richard er ljóst, að mentunin verði að vera æfilangt framhaldsstarf, og er ákveðinn talsmaður lýðmentunar- innar. En það er sérstök tegund lýð- mentunar, sem hann legur áherzlu á, ekki aðeins fyrir þá, sem ófullkominnar mentunar hafa notið, einnig líka fyrir hina, sem notið hafa fullkominnar mentunar. Hann vill að engil-saxnesku löndin taki Danmörku til fyrirmyndar. Lýð- skóla-fyrirkomulagið, sem auðvitað er ekki háskóla-fyrirkomulag, heldur hér- aðsskólar fyrir fullorðið fólk. Þangað sækir fólk, sem komið er undir þrítugt. Það yfirgefur verkefni sín í þrjá til fimm mánuði til þess að nema mannfræði og temja sér sambúð: “Það er eini vegur- inn,” segir Sir Richard, “sem fólk getur haldið sér frá að þorna upp, ryðga og fyllt upp í skörðin, sem ávalt hljóta að koma í hina upprunalegu mentun manna, skerpt hugsun sína og vakið hana til umhugsunar um stjórnmál, sið- Hagur Eimskipafélagsins 1945 heldur lakari en árið áður. Aðalfundur Eimskipafélagsins var haldinn síðastliðinn laugar- dag í Kaupþingssalnum. Fundar- stjóri var kosinn Ásgeir Ásgeirs- son bankastjóri, en fundarritari Tómas Jónsosn, borgarritari. Formaður félagsstjórnarinnar, Eggert Claessen, hæstaréttarlög- maður lagði fram og skýrði nán- ar skýrslu félagsstjórnarinnar um hag félagsins og framkvæmd- ir árið 1945. Gjaldkeri félags- stjórnarinnar, Halldór Kr. Þor- Steinsson útgerðarmaður, lagði fram reikninga félagsins fyrir ár- ið 1945. Samkvæmt þeim var hagnaður á rekstri félagsins kr. 2,387,638.03. Er brúttóafkonia fé- lagsins kr. 3,065,722.61. lakari en árið áður, en nettóafkoma kr. 4,- 326,722.62 lakari, sem stafar af mikilli lækkun á flutningsgjöld- um árið sem leið. Voru reikning- arnir samþykktir í einu hljóði, svo og tillögur stjórnarinnar um skiftingu ársarðsins. Úr stjórn félagsins áttu að ganga á þessum aðalfundi, Egg- ert Claessen, Guðm. Ásbjörns- son, Richard Thors og Ásmundur P. Jóhannsson og voru þeir allir endurkosnir. Ennfremur var Guðmundur Böðvarsson, kaup- maður endunkosinn endurskoð- andi félagsins. Eftirfarandi tillaga frá félags- stjórninni var lögð fram á fund- inum: “Aðalfimdur veitir félags- stjórninni umboð til þess að semja fyrir félagsins hönd um að það taki þátt í að reisa og reka gistihús í Reykjavík með þeim framlögum af félagsins hendi og því nánara fyrirkomu- lagi, sem félagsstjórnin ákveður, enda séu allar hér að lútandi ráðstafanir samþykktar af 5 stjórnendum a. m. k.” Formaður félagsstjórnarinnar, Eggert Claessen, hafði framsögu um þessa tillögu, og skýrði frá því, sem gerst hefði í sambandi við gistihúsmálið. Gat hann þess jafnframt, að fullyrðingar, sem komið hefðu fram um að gisti- húsið ætti að kosta 15 miljónir króna væru ekki á neinum rök- um bygðar, enda væri ékki búið að gera teikningar af því, og því síður nokkrar kostnaðaráætlanir. Hinsvegar mundi þessi orðrómur vera komnn á kreik, vegna frum- varps þess, er samþyikt var á síðasta Alþingi um, að ríkissjóð- ur legði fram alt að 5 milj. króna til bygginga gistihúss með þátt- töku Reykjavíkurbæjar og Eim- skipafélagsins. Tillagan var sam- þykt í einu hjjóði. Fundurinn ferðismál og trúmál — fylgst fyllilega með því sem er að gjörast. Mennirnir eins og bifreiðarnar þurfa endurbóta við.” Stefna Sir Richards Liv- ingstone í kenslumálum: Fyrsta og þýðingar mesta atriði í sambandi við kensl- una er að vekja—koma inn hjá nemendum mati á verð- mætum og þroska til þess að greina á milli þess sem mikilvægt er, og þess sem lítils virði er. í fyrirlestri sem Sir Richard hélt við Victoria College í Toronto heldur hann þessari hugs- un áfram. Þar segir hann: “Það er óbrigðult lífslög- mál, að andi mannanna leitar til lífsfullkomnunar fyr eða síðar, og eins eðli- lega eins og króna blómsins sveigist til sólarinnar. Mennirnir krossfestu Krist og drápu Sócrates, og þeir deyja í hæðnis og haturs- fullum heimi, en að síðustu snúa þeir ásjónu sinni til lífsfullkomnunarinnar. Til þess að sjá mynd þeirrar fullkomnunar verða menn að taka þessi orð Krists í allri alvöru: “Verið þér því fullkomnir.” Blessun er það öllum heimi að hinn kaldi vetur flýr. Æðra vald í alheims geimi alt til lífs og starfa knýr. Blessað vorið breiðist yfir bygðir heimsins, lönd, og sæ Endurnærir alt sem lifir andi Guðs í vorsins blæ. Þrek og djörfung vorið vekur, vonir tendrar lýðum hjá. Böl og þjáning burtu rekur, boðar hjálpráð Guði frá, Blessuð sumarsólin heita sínum geslum vermir jörð. þjóðir heims, sem líknar leita, lofi guð með þakkargjörð. VINAFUNDIR Kærleik vermdir vina fundir veita styrk í sorg og þraut. Þessar björtu stuttu stundir stöðug ljóma á æfibraut. M O R G U N N Blessuð sól í austurátt yl og geisla sendir. Þá sér lyftir hugur hátt, heiðríkjan mér boðar sátt anda manns á eilífðina bendir. M Á E G TIL A Ð KOMA N Ú Nú má eg til að koma og tala við þig stund; þú trúir ekki hvað mér finnst það gaman. Á því er enginn vafi, að bezt það lyftir lund um litla stund, að mega vera saman. V. J. GUTTORMSSON. DIUIIllllllllllllllllllllllllllllllllllll illlinilllllll!lllllinillllllllllllllDIIIIII!l!l!

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.