Lögberg - 25.07.1946, Síða 5

Lögberg - 25.07.1946, Síða 5
V » LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. JÚLÍ, 1946. 5 AtiUGAAUL t\\tNNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON TIL MINNIS Sjö manns drukknuðu í Mani- toba á einni viku fyrir nokkru síðan. Varið börnin við hætt- unni við vatnið, kennið þeim að synda og venjið þau á að fylgja öryggisreglum. ♦ Þegar þér er tilfinnanlega heitt, er gott að hræra dálítið af salti út í vatn og drekka. ♦ Flugur eru sýkilberar. Gætið þess að vírnetin á gluggum og hurðum séu í lagi, svo að flug- urnar komist ekki inn í húsið. Verð sérstaklega varkár þar sem börnin eru. * Hreint loft og sólskin byggir upp börnin. Gefið þem leikföng fyrir útileiki, svo þau leiki sér. sem mest úti. Bæjarbörn ætti að senda út í sveit eða í sumarbúðir á sumrin, ef mögulegt er. Þar safna þau kröftum og heilsu fyrir vetrarmánuðina. •f Á þessum tíma árs er hægt að minka brauðneyzluna að miklum mun, með því að borða garðmeti í staðinn. Það er líka alveg eins holt eða hollara. Þannig verður og meira hveiti aflögu til þess að senda til hins hungraða fólks í Bvrópu. ♦ Nú þykir mörgum gaman að baða sig í sólskininu, svo að kroppurinn verði sólbrúnn á lit- inn. Varastu að fara of geyst í þetta; ba'kaðu þig ekki í sólar- hitanum um miðjan daginn of lengi. Liggðu úti í sólskininu að- eins stutta stund í senn. Lærið sem fyrst björgunar og lífgunar aðferðir. Sendið eftir leiðbeiningum um þetta til De- partment of National Healtþ and Welfare. Gerið þetta áður en þið farið út 'í sumarbústað ykkar við vatnið. -f Það var eftirtektarvert hve margir hinna afturkomnu her- manna, þeirra er ekki særðust, voru miklu hraustari en áður en þeir gengu í herinn. Hermenn- irnir neyttu tiltölulega mikils garðmetis. -f Látið ekki oddhvassa hluti vera á glámbekk þar sem börn eru. Látið þau ekki ná í títu- prjóna, skæri, hnífa rakblöð eða aðra hættulega hluti. Lokaðu nælunum þegar þú ert að baða ungbarnið, og láttu þær ekki þar sem barnið getur náð í þær. -f Vertu ekki altaf inni; farðu út í sumarblíðuna, lagaðu til í garð- inum, farðu í göngutúr, gerðu eitthvað til þess að komast út í góða veðrið. Ef þú kemst ekki út, sittu þá við opinn gluggann. Þetta er nauðsynlegt til þess að halda heilsu. -f HÚSRÁÐ Prýðilegt að gera við smágöt á ílátum með bréfalakki. Látið loga af eldspýtu leika um lakkstöng- ina og lakkið drúpa í gatið sem á að gera við. Sléttið yfir með hníf áður en lakkið storknar. Sé gatið stórt er betra að leggja sterkan pappír yfir það fyrst og þekja síðan með lakki báðum megin. -f Það er hægt að gera gamalt uppþornað brauð sem nýtt aftur með lítilii fyrirhöfn. Notið tæki- ^aerið eftir bakstur, vefjið deig- um klút utan um brauðið og lát- , 'Það vera inni í tíu mínútur, takið þá dúkinn burt og bakið brauðið þar til það er stökkt. -f Allir kannast við hvað erfitt er að pressa herrabindi. Einna bezta ráðið er að brjóta dagblað saman d fleyg og smeygja því inn í bindið og pressa síðan með votum klút. -f Dr. Donald A. Laird: Það er hægðarleikur að eignast góða vini Hafið þér heyrt fólk segja: Öruggasta leiðin til að eignast vini er að verða rikur, — þá mun fólk þyrpast að manni”(?) Eg spurði gamlan bekkjarbróð- ur minn, sem hafði auðgast skyndilega á kaupsýslu, hvort auðlegðin hefði atflað honum margra vina. “Eg hélt það nú í fyrstu,” svar- aði hann, “en sá fljótt, að þetta voru alls ekki vinir, heldur fólk, sem var í vandræðum með sjálft sig og var á mannaveiðum eftir einhverjum, er gæti haft af fyrir því — eitt tímanum með því.” Og hann bætti við: “Beztu vinirnir, sem eg hefi eignast, eru enn, sem komið er, bekkjarbræður mínir, félagarnir, sem eg eignaðist, er eg var að brjótast til mennta í gámla daga. Stúlka, sem erft hefir stórfé, á örðugt með að átta sig á þvá, hvort karlmennirnir, sem tilbiðja hana, gera það fremur hennar vegna en peninganna hennar. Og svipuðu máli gegnir um nýríkt fólk, sem allt í einu er orðið um- kringt stimamjúkum viðhlæj- endum. Öuggasta leiðin til þess að eignast sanna vini, er sú, að eignast þá ekki vegna auðs og allsnægta. En öruggasta ráðið til þess að komast áfram í lífinu er að vera vingjarnlegur við aðra. I Ohio var kaupmaður, sem verzlaði í litlu þorpi. Áður fyr •hafði hann getað lifað sæmilegu lífi á arðinum af verzluninni. En þegar sú venja ruddi sér til rúms, að fólk fór að panta vörur í pósti frá stórverzlununum í Chicago, keypti það ekki af honum annað en það, sem því bráðlá á þann og þann daginn. Síðan komu hinir stóru, hraðfara áætlunarbílar til sögunnar. Og þá fór fólk til Akron eða Cleveland í verzlunar erindum. Áður en gamli kaup- maðurinn vissi sitt rjúkandi ráð, var verzlun hans blátt áfram að engu orðin. Þá guggnaði hann alveg á rekstri búðarinnar, dró sig sjálf- ur ií hlé og afhenti verzlunina tveim sonum sínum. Þeir voru þá enn kornungur menn og það sem þeir tóku við, var lítil búð í hrörlegu húsi, með lítt eða ó- seljanlegu rusli, viðskiftamenn- irnir horfnir og enginn eyrir í sjóði til þess að kaupa nýjar vörur fyrir! Ekki virtist þetta nú álitlegt. En bræðurnir uppgötvuðu, að þeir áttu sér dýrmæta eign, sem erfitt var að meta til fjár — ekki í búðinni, heldur í sjálfum sér. Þeir áttu sér þann hæfileika að kunna að vera vingjarnlegir. Og nú gripu þeir til hans af öllum rnætti. Þeir lögðu hvað eftir ann- að krók á ileið sína til þess að rétta fólki hjálparhönd. Þeir lok- uðu stundum búðinni til þess að hjálpa bændunum að bjarga þur- heyi inn í hlöðu undan rigningu. Og þegar þeir fréttu, að einhver nágrannakonan ætlaði til Akron í áætlunarbíl í verzlunarerindum en átti ekki heiman gengt vegna ungbarna sinna, hringdu þeir til hennar og buðust til að gæta barnanna meðan hún væri að heiman. — Eftir fá ár nam verzl- unarve'lta þeirra hálfri miljón dollara. Vinsemd þeirra hafði sigrast á hinni sálarlausu sam- keppnisaðferð póstkröfuverzlan- anna í stórborgunum. Vinsemd hefir dularfult vald yfir fólki, en það er ekkert dular- fult 'í því fólgið að vera vingjarn- legur eða eignast vini með því móti. Það fyrsta, sem menn eiga að gera, er að vera vingjamlegir í viðmóti. “En mér er það alls ekki eiginlegt,” segja margir. Gott og vel, en skjótvirkasta aðferðin til þess að öðlast velvildarkend er í því fólgin að sýna öðrum vin- semd. Þegar eg var kennari við háskólann í Wyoming, kom eitt sinn til mín rauðhærð freknótt og ófníð stúlka og kvartaði und- an því hve skólasystkin sín væru óvingjarnleg við sig og það til jþeirra muna, að hún var að hugsa um að hætta námi um jólin og hverfa þá heim til sín fyrir ifullt og allt. Var hún sjálf vingjarnleg við aðra? Nei, þvert á móti, hún var nöldursöm og gremjuleg á svip- inn. Og auðvitað sýndi hún eng- um minnstu vinarfiót. Eg gaf henni hið ofur einfalda ráð að vera vingjarnleg í viðmóti við aðra, hvort sem henni væri slókt eiginlegt eða ekki. Þetta hreif. Hún fór að vísu heim í jólaleyf- inu, en hún kom aftur í skólann og hélt þar áfram námi. Síðast- liðið vor var eg fenginn til að halda ræðu á kvenfélagi nokkru í einni af útborgum Chicago. Eg varð næstum því orðlaus af undrun, er eg uppgötvaði, að for- maður félagsins var enginn ann- ar en rauðhærða, rotintotulega námsmærin mín frá Wyoming. Formaður skemtinefndarinnar sneri sér að mér og mæltl: “Jæja, svo þér eruð, gamall 'kennari formannsins okkar. Hún er sá bezti formaður, sem við höfum haft í þessum félagsskap. Hún hlýtur að hafa hlotið þetta frábærlega vingjarnlega viðmót sitt í vöggugjöf!” Brostu til fólks til þess að vekja athygli þess á vinsemd þinni. Eg kom eitt sinn til smá- bæjar nokurs í Mississippi með Bob Bale. Við fórum saman í búðir. Hann var alltaí brosandi út að eyrum. Eg veitti því at- hygli, að afgreiðslufólkið snérist í kringum hann, eins og það sæi engan annan. Sjálfur rétti eg fram dollaraseðil, sem eg ætlaði að kaupa fyrir. En Bob var altaf afgreiddur á undan mér. Bros hans var áhrifaríkara en pening- ar. Síðan hefi eg alltaf brosað til afgreiðslufólks í búðum, áður en eg hefi ávarpað það. Slíkt er á- hrifaríkara en mikið málskrúð. Og eins eigum við að vera glöð og elskuleg, þegar við hittum fólk, sem við þefckjum — eða okkur finnst, að við þekkjum. Það getur hugsast, að við göng- um þar einstöku sinum feti fram- ar en vera ber, ef okkur kann að misminna um kunningsskap- inn, en oftast er þó betur farið en heima setið í þeim efnum. Eg var eitt sinn staddur í gistihúss- anddyri í Albany ásamt ungum manni, er hafði komist til leiftur- skjótra metorða á stjórnmála- brautinni. Við vorum að tala sam an, þegar góðvin minn bar þar að. Við heilsuðum honum báðir. Eg því miður jafnvel kuldalega blátt áfram, en stjórnmálamað- urinn heilsaði honum alveg eins og þetta væri bróðir hans, sem hann væri að heimta úr helju. Þegar vinur minn var farinn, spurði hinn ungi stjórnmálamað- ur: “Heyrið þér, hver var hann nú aftur?” — Mig furðar ekki á því, þó að sá fengi fleiri atfcvæði en sumir aðrir. Verum ekki kuldaleg — heldur elskuleg í við- móti við aðra. Hótfyndið og nöldursamt fólk eignast aldrei vini. Leitið að kostum annara og látið sem þið ÍSLENDINGADAGURINN í SEATTLE Eins og mörg undanfarandi ár, munu íslendingar í Seattle halda íslendingadags- hátið að Silver Lake, sunnudaginn 4. ágúst n.k. Nefndin er nú í óða önnum að undirbúa hátíðishaldið, og mun reyna af fremsta megni að láta það verða sem ákjósanlegast. Við erum nú sérstaklega heppin að hafa í okkar hóp ágætis söng- menn. Tani Björnson og Dr. Ed- ward Pálmason eru orðnir nafn- frægir solo söngvarar sem er unum að hlusta á. Iþróttir af ýmsu tagi fara fram og verðlaunum útbítt í glerhörð- um peningum, til þeirra sem röska?tir reynast. Aðsókn að íslendingadags hátíðum okkar hér í Seattle hefur ávalt verið mjög góð. Landar hafa sótt sam- komuna úr öllum áttum nær- liggjandi bæjum og jafnvel úr öðrum ríkjum, og hafa ávalt skemt sér vel, og aldrei orðið fyrir vonbrygðum. Nú er friður fenginn og fram- tíðin að verða bjartari. Því þá efcki að koma saman og endur- nýja gamlan kunningsskap og hafa glaða stund hver með öðr- um. Islendingadags hátíðishald- ið hér í Vesturheimi má ekki leggjast niður. Það ætti hin unga Islenzka kinslóð að muna. Þó að við hinir eldri hverfum af sjónarsviðinu. Lesið auglýsingu vora um Is- lendingadags samkomuna í Se- attle, á öðrum stað í blaðinu. J. J. Middal. BÚPENINGUR Á ISLANDl * Samkvæmt nýutkomnum bún- aðarskýrslum nam tala sauðfjár á landinu á fardögum 1942 alls tæplega 651 þús., en 618 þús. vorið 1943 og 539 þús. vorið 1944. Hæstri tölu ihefir sauðfé náð í búnaðarskýrslum árið 1933, er það taldist 728 þús. í fardögum 1942 töldust naut- gripir á öllu landinu 41,416, árið 1943 voru þeir 39,918, en 36,415 árið 1944. Hefir nautgripatalan aldrei á síðustu öldum verið svo há sem árið 1942. Hross voru í fardögum 1942 talin 61,071, en i fardögum 1943 voru þau 61,876 og 60,363 í far- dögum 1944. Var hrossatalan í fardögum 1943 hærri en hún ‘hef- ir nokkurn tíma verið. Á hvert hundrað manna á landinu 1944 koma 425 sauðkind- ur, 29 nautgripir og 48 hross. Sama ár er fjárflesta sýslan á landinu Norður-Múlasýsla, 56991. Næst er Þingeyjarsýsla (49437) og þriðja Árnessýsla (44015). Árnessýsla er sama ár hæst um nautgripaeign (5560). Næst er Rangárvallasýsla (3486) og þriðja Eyjafjarðarsýsla (3141). I Húnavatnssýslu eru sama ár flest hross (11815). Næst er Rang árvallasýs'la (8259) og þriðja Skagafjarðarsýsla (7690). Geitfé var á öllu landinu 1944 a'lls 1095, svín 1133, hænsn 76261, endur 842, gæsir 748 og loðdýr 5098. sjáið ekki galla þeirra. Hjálpið öðrum til að öðlast trú á hæfi- leifca sína, en forðist að leggja þá á skurðarborð miskunnarlausrar gagnrýni. Segið þeim öðru hverju eitthvað gott um þá sjálfa. Og ef þið getið ekki að því gert, að brestir þerra vaxa ykkur í augum, þá getið þið að vísu hugs- að um þessa ágalla, en forðast að hafa orð á þeim. Reynið efcki að svipast um eftir vinum á leið ykkar í lífinu, rétt eins og þið séuð að leita að týnd- 'Um hlut. Þeir finnast ekki á þann hátt. En það er hægt að eignast þá með vingjarnlegri framkomu. Og svo að orð Emer- sons séu viðhöfð, þá er það alls ekki einum vini of mikið, þó að við eignumst þúsund. Byrjið að brosa strax í dag. —(Samtíðin). HUNDRAÐ ÁRA MINNINGARATHÖFN Meir en 1500 Indíánar söfnuð- ust saman nýlega í Ile á laCrosse sem liggur 150 mílur í norður frá Prince Albert, Sask. Tilefnið var hundrað ára trúboðsafmæli ka- þólsku kirkjunnar 1 Norðvestur Canada. Margir af höfðingjum kaþólsku kirkjunnar í Canada voru iviðstaddir og þar á meðal Villeneuve kardínáli, og stóð þessi fagnaður með messuhöldum og mikilli gleði yfir í viku. Það var árið 1846 að , tveir menn — tveir prestar — faðir Louis Franqois Richer Lafléche og faðir Alexander Antonin Taché (síðar biSkup) lögðu upp í birkibát (canoe) frá St. Boni- face. Þeir héldu í Norður 900 mílur, unz þeir, eftir 65 daga ferð, fcomu til verzlunarstaðar, er Hudsons-flóa félagið rak við Ch'urchill-ána. Um veturinn söfnuðu þeir efni til mission- húss bygginga (tré-bjálkum) og um vorið var fyrsta missionar- húsið í Vestur-Canada reist. Þeir nefndu það St. Jean Baptiste. Ægilegum erfiðleikum hafa kaþólíkar þurft að mæta í þessu trúboðsstarfi sínu. Eldur sópaði í burtu öllum byggingum þeirra árið 1867, sem til voru á trú- boðssvaeðinu og skildi þeim ekk- ert eftir.” Efcki einu sinni vasa- klút, til að þerra tár sín með,” sagði einn af bisfcupunum. Flóð eyðilagði trúboðsstöð þessa í annað sinn, eftir að hún var end- urreist. Drepsótt geysaði á trú- boðssvæðinu árið 1918, og tók með sér þriðja hvern mann; 100 manns dóu úr drepsótt árið 1900 og árið 1923 brann hún í annað sinn. FRÉTTIR (Framh. frá bls. 1) Þegar um brot á vanalegum þétt- leika er að ræða. þá segja þeir að málma sé þar að vænta. Mikil er breytingin frá því að málm- leitarmenn urðu að nota klafca- exina eina. v Loðdýraræningjar gjörast ó- viðráðanlegir í Norður Ontario. Umboðsmenn Ontario stjórnar- innar eru nótt og dag að reyna að hafa hendur í hári þeirra þanna, sem leggja fyrir sig ó- leyfilegar veiðar á loðdýrum á friðuðum eða óleyfilegum veiði- svæðum í Norður Ontario, en árangurslaust, því þó umboðs- menn stjórriarinnar eyðileggi veiðarfæri og taki einn veiði- mannafloíkkinn fastan á eftir öðrum, eru þau skörð óðara fylt af öðrum. Það er altítt, þegar menn þessir nást, að $20,000.00 virði af loðskinnum finnist í kof- um þeirra, sem ávalt er gert upp- tækt af fylkisstjórninni. Svo vaxa þessi vandræði, að menn eru hættir að vilja aðstoða um- boðsmenn stjórnarinnar í viður- eign þeirra við óaldarseggina. Einn sem það gerði nýlega, fanst í læk með byssukúlu-far í hálsi og höfði. * * * Botninn hefir dottið úr verði á síldarhreistri, sem á stríðstím- unum komst upp í $3.50 pundið. Hreistrið var notað mikið til eld- varnar í sambandi við herútbún- aðinn. Það var líka notað til skrautgripasmíða. Verðið er nú fcomið ofan í 10—12 cent pundið. QUEBEC Prestarnir í Quebec hafa feng- ið lögreglustjórn Montreal-borg- ar til þess að framfylgja 15 ára gömlum lögurn um myndir í blöðum, tímaritum og útiveggj- um eða þiljum. Banna þessi lög harðlega, að prenta, sýna eða festa upp myndir af nöktu eða hálfmöktu fólki, eða aðrar mynd- ir, sem hneyksla siðferðismeðvit- und manna. Hér eftir verður að fá leyfi lögreglustjóra, áður en nofckrar myndir eru sýndar, prentaðar eða festar upp, í Mon- treal-borg. Sektarfé sem nemur $40.00 og 60 daga fangelsi bíður þeirra, sem lögum þessum ó- hlýðnast. GAMAN 0G ALVARA Jarðskjálfti bjargaði föngum. Einu sinni vildi svo til, að allmargir jarðskjálftakippir fundust í Suður-Portúgal, og sló miklu flemtri á fólkið. Ekkert manntjón varð, en hús skemmd- ust mifcið. Gamall kastali frá dögum Máranna, sem hafði ver- ið notaður fyrir fangelsi, hrundi til grunna, og tókst mörgum föngum að strjúka. ~ 4» AFREK PRENTVILLUPÚKANS eru mörg og sum býsna spaugi- leg. í gömiu þýzku blaði er t. d. getið um, að smáborgari nokkur hafi notið þess heiðurs að taka þátt í hinum íbiirðarmiklu há- tíðahöldum, er fram fóru í SKAUTI (Scthoss) drottningar- innar. Átti auðvitað að vera hö'll (Schloss). í sama blaði gat ■ritstjórinn þess, að hann hefði heyrt LÍK (Leiche) syngja. Nátt- úrlega átti að standa LÆVIRKI (Lerche). + GÓÐ SJÓN. Tveir menn stóðu niður við höfn og horfðu út til Viðeyjar. Annar sagði: “Heyrðu kunningi, sérðu þröst- inn, sem situr þarna á Viðeyjar- stofunni núna?” “Já, eg held nú það,” svaraði hinn. — “En sérð þú fluguna, sem situr á stélinu á honum?” + RANGUR FRAMBURÐUR! Drengurinn: Veiztu það, pabbi, að eitt orð f íslenzkunni er alltaf borið fram rangt? Faðirinn: Og hvaða orð er það, drengur minn? Drengurinn: Orðið “rangt.” 4» FORDÆMI Allt þó virðist til ama aldrei eg fæst um það, segi mér standi á sama, seilist d penna og blað, æfi ákvörðun sterka annað þó gefi sig, læt ekki lífið verka, leiðindafullt, á mig. —Jónas Jónsson frá Grjótheimi. * “Sko, Ferdinand, — þarna er befckurinn, sem við sátum á, þegar við fcysstumst í fyrsta sinni.” “Eg man, að eg kyssti þama einu sinni, — en það verst ekki þú.” “Nei, það er líka alveg satt. Það var líka annar maður.” •»• Þegar eg sótti um stöðu hjá Christian Science Monitor var eg spurð að hvaða trúardeild að eg heyrði til. Eg svaraði að mér hefði verið innrætt trú Únítara. Mér virtist hýrna yfir mannin- um, sem var að spyrja mig og hann mælti: “Eg læt það vera, þú hefir þá ekki sannfæringu um nokkurn skapaðan hlut.” —Barbara Bigelow. --------------------- NÝKOMIÐ! NÝ UPPFINNING! “GOLDEN” MAGATÖFLUR Ef þér kvfðiP fyrir máltftS, vissum mat vepma gass — 6- þæginda, finnið til of mikils hjartsláttar; vonds bragðs, uppþembu eða verkja af völd- um ofáts eða ófdrykkju Þá er óþarft að kveljast FÁIÐ YÐUR HINAR • Skjðtvirku • Bragðgððu “GOLDEN” MAGATÖFLUR 360 töflur, $5.00; 120 töflur, $2.00; 50 töflur, $1.00. Reynsluskerfur, lOc. FÆST I ÖLLUM LYFJABCÐ- UM — LYFJADEILDUNUM

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.