Lögberg - 01.08.1946, Blaðsíða 6

Lögberg - 01.08.1946, Blaðsíða 6
22 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. ÁGÚST, 1946 Gimsteina námurnar í Burma Mogok, þar sem gimsteina námurnar í Bunma eru, er aftur kominn í höndur Breta og varð- manna lýðræðisins. Svo, að þeir sem geta borgað fyrir dimm- rauða rúbí, og glitrandi safíra- steina, geta nú aftur fengið þá keypta. Til þess að komast til þessara auðugu gimsteina-náma sem liggja í djúpum dal, inn á milli óárennilegra fjalla, verða þeir sem í gimsteinaleit vilja fara, að ferðast í sjóðandi hita með hjól- bát norður Irrawaddy ána. Hundrað mílur fyrir norðan Mandalay, stansar báturinn við háan moldarbakka og farþegarn- ir sem til gimsteina-námanna ætla, fara í land, klifra upp bakk- a sem er alltaf hár, og oft blaut- ur og sleipur. Þegar upp á jafn- sléttu er komið, er þorpið Thab- eitkyin þar fyrir og frá því þorpi og til námanna eru 60 mílur enskar, og er bílvegur þar á milli, sem lykkjast í ótal bugð- um upp hæðirnar út frá Thab- eitkyin í áttina til Mogok. Eftir stutta bið stígur ferðafólkið upp í gamlan og óásjálegan bíl og svo er haldið á stað upp eftir hæðum og úr hitanum og svælu- lofti láglendisins. Þegar upp eftir hæðunum kem- ur verða þokudrög og saggaloft á vegi manns, en maður sér grilla í raðir af dimmum og draugalegum hamrabeltum. Áfram og upp þok- ast bíllinní unz komið er upp á biíllihin, unz komáð er upp á hamrabrúnirnar sem eru 5000 fet yfir sjáfarmál. Á þessari leið hefir ekkert borið fyrir auga ferðamannsins, nema hamraborg- irnar fyrnefndu. Einstök hús, með bamboo-mottu þaki, nokkr- ar smákerrur með bamboo- mottu þökum, er uxar gengu fyrir, og eru vanalega röngu megin á veginum, og stundum mætir maður nokkrum heima- mönnum (shans), klæddum í þjóðbúning sinn, sem er stutt treyja og víðar buxur, ríðandi á hinum litlu og illa hirtu hestum sínum, með heljar stóra poka sem þeir reiða undir sér. Á hamrabrúnunum stansar ferðafó4kið ekki lengi, því þar uppi er hráslagalegt og kalt, svo áfram er haldið. En nú breytist vegurinn og útsýnið. Framundan sér ofan í djúpan dal. Hlíðax dalsins eru viðivaxnar og ylm- urinn frá skóginum fyllir loftið töfrandi angan. Þegar niður á dal botninn kemur, er dalbotninn sléttur og um hann liðast ár og lækir og meðfram hlíðunum standa timburhús og lítilfjörleg mottutjöld, eða skýli, en það sem mesta eftirtekt vekur er ara- grúi af bamboo- eða reyrtrjám, um allan dalbotninn, sem eru á sífeldu iði upp og ofan. Þessi reyrtré, sem eru á allri lengd upp í 100 fet og þar yfir, og hvíla á trönum, eða á undirstöð- um og gengur ás í gegn um trönuxmar að ofan og í gegnum tréð nálðegt miðju, svo að það vegur næiTi salt. 1 annan enda trésins er reipi sem fléttað er úr bamboo berki fest, og svo aftur í kassa sem er með botni og nærri sívalur í laginu og sem sandurinn sem þessir verðmætu steinar eru í er dreginn upp í með vogstang- arafli trésins, og þegar upp kem- ur er sandinum hvolft á þar til gjört borð og í honum leitað þar að hinum verðmætu gimstein- um Þessi sandur er undir mis- munandi þykku jarðlagi í öllum dalnxxm og er grafið gegnum jarðlagið ofaná sandinn og hann svo halaður upp eins og áður er sagt. Bretar hafa tekið allan dal- inn á leigu og ráða því yfir hon- um, og hafa þar sjálfir feyki- lega mikið úthald með nýjustu tækjum til þess að grafa Rúbí og safíra gimsteina úr jörð. Ein- staklingum er veitt leyfi til að grafa eftir gimsteinum fyrir vissa borgun, en innlendar kon- ur hafa sérréttindi á að leita að og tína rúbí og safír steina og steinaflísar í ám og lækjum í dalnum, og eru þau sérréttindi kvenna í Mogok æfa gömxxl. Gim- steinar þeir er þær finna eiai nefndir “vasa-peningar kvenna.” Ey jan sem gleymdist Eyjan Adah Kaleh í Danube ánni, sem heldur vörð við minni árinnar á meira en mílu svæði, er ein af hinum rómantískustu eyjum í Evrópu, og vellíðan fólks er þar óvanalega mikil. Adah meinar eyja, en Kaleh meinar vígi, og hefir mörg orra- hríð verið háð þar, og miklu blóði úthelt. Áður fyrri tilheyrði eyja þessi Tyrklandi, en þegar Tyrklandi var skift upp á fund- inum í Berlin árið 1878, þá virð- ast menn hafa gleymt þessari smáeyju. Síðar var friðhelgi eyjunnar viðurkend, undir um- sjón Austur-ríkis og Ungverja- lans. Fram að fyrra alheims ófriðnum var velviljaður austur- rískur landstjóri á eyjunni. Að því stríði loknu féll eyjan undir Rómaníu og tilheyrir því landi enn. Það stendur nú til að reisa minnismerki um þá er féllu í síðara alheims stríðinu á eyju þessari. Minnismerkið eða minn- isvarðinn á að vera kirkja — Dómkirkja — kirkja hins helga sigrandi kross. Kirkju þessa á að byggja á eynni miðri og kross einn mikinn sem sérstaklega er helgaður minningu þeirra sem féllu í stríðinu síðasta. Austurlanda blær er á öllu á eyju þessari. Fólkstalan sem þar býr er um 700. Fólk það allt fylgir fast fram siðum og trú Mahometsmanna. Þeir ganga gnn með rauðleit barðalaus höf- uðföt sem rauðleitur skúfur er festur í toppinn á, er dinglar svo niður með hlið húfunnar, vefa gólfteppi, rækta tóbak og búa til hið víðkunna “Rahat (kjöt- meti, sætt á bragð og .sérlega lostætt). Á eyjunni vaxa ýmsir ávextir, einnig Mais, korn og allslags garðmeti. Nokkur naut- griparækt er líka á eyju þessari. Líf þessara eyjarbúa, er ró- legt. Fátækt er óþekt á meðal þeixra. Allir á eyjunni, sem unn- ið geta, hafa vinnu, en fyrir hin- um sem ekki geta unnið, sér þetta litla mannfélag á sómasam- legan hátt. Lengi frameftir voru engar skattskyldur á ey þessari, og í uppbót á þau hlunnindi, gátu þeir keypt að skattfrítt allt tób- ak, (þeir framleiddu sjálfir að- eins blöðin), sykur, kaffi, og aðrar afurðir heitu landanna. Þegar að eyjarbúar keyptu meira af þessum innfluttu vör- um en þeir þurftu til sinna eigin þarfa, var þeim leyft að selja af- ganginn til ferðafólks. Karlmennirnir á Adah Kaleh hafa verið undanskyldir her- þjónustu þar til í síðasta stríði, en þá var þeim gefinn kostur á að velja um í hvaða hersveit þeir kysu að ganga. Rúmaniskur landstjóri ræður nú á eyjunni, sem gætir hags eyjaskjeggja í bezta lagi. Hann stjórnar að sið austurlenskra þjóðhöfðingja. Myndir af hon- um má sjá víðsvegar úti og inni um alla eyjuna, og hann býr í lítilli höll þar á eynni. Ferða- menn sem heimsækja ölkelduna í Herkulesband, hafa ávalt tekið sér túr til Adah Kaleh líka, og hafa ásamt myndasýningafél- ögum eytt miklum peningum á eynni, svo eyjarskeggjar sjálfir vita ekki hvað peningaskortur meinar. Musteri Mahometstrúarmanna sem var klaustur Franciscan reglunnar þangað til árið 1799, er eitt af mestu aðdráttaröflum á eynni. Hið breytingarlitla og rólega líf fólksins á Adah Kaleh var aðeins einusinni rofið í stríð- inu sðasta. Það var þegar Serb- íumenn skutu á bæinn Onsava í HAMINGJUÓSKIR TIL ÍSLENDINGA ! North American Lumber and Supply Company, Limited Innilegar hátíðakveðjur ! Starfsfólk og stjórnendur CENTRAL DAIRIES LIMITED E. A. ISFELD, forstjóri 121 Salter Sl„ Winnipeg Sími 57 237 For Furs of Distinction Holt Renfrew '5 — Portage at Carlton Beztu árnaðaróskir til íslendinga á þjóðminningardag þeirra á Gimli, 1946 frá URGENT TAXi FRED BUCKLE, eigandi CORNER ELLICE and MARYLAND SÍMI 34 555 Rúmaní^, 6. apríl 1941. En skot dynkirnir þögnuðu brátt, og ró og friður færðist aftur yfir eyj- una í Danube ánni, sem að gleymdist. J. J. B. CITY MACHINERY COMPANY 783 MAIN STREET Dealers in Machinery of Every Description Electric Motors, Generators, Stationary Engines, Pulleys, m Belting, Marine Pumps, Propellors Phones: 54 305 - 27 789 Winnipeg, Manitoba Beztu árnaðaróskir til íslendinga á þjóðminningardegi þeirra á Gimli frá SERVICE ELECTRIC SÍMI 57 PETE BJÖRNSSON, eigandi 339 MAIN STREET SELKIRK, MANITOBA INNILEGAR HATÍÐARKVEÐJUR Notið... happy GIRL HVEITI í alla yðar bökun S00 LINE MILLS LTD. Higgins og Sutherland, Winnipeg CAKT E R Mctccs Ltd. WINNIPEG CLLSHCCILE C H EVL C LCT CARSandTRUCKS Qo.mp.lete. Auto a*u£ <7'iuck Se'uUee 275 Maryland Street AND KENORA, ONT.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.