Lögberg - 01.08.1946, Blaðsíða 7

Lögberg - 01.08.1946, Blaðsíða 7
•LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. ÁGÚST, 1946 23 íslendingadagurinn í Chicago, 16. júní Það var drungalegt veðrið þennan dag og hélst þannig allan daginn, rigndi samt ekki til muna en hiti antkill, um 95 stig 1 skugga. Samkoman var samt allvel 'sótt og skemti fólk sér vel. Nokkru eftir hádegi, þegar fólk hafði matast, setti forseti Vísis, Egill Anderson, samkom- una; var byrjað með að syngja þjóðsöng íslands, “Ó Guð vors lands,’‘ og “Hvað er svo glatt.” Síðan kallaði forsetinn á Dr. Árna Helgason; hélt hann stutta tölu á íslenzku og flutti kveðjur til Vísis frá Thor Thors, sendi- herra íslands í Washington. Mr. Helgason hafði verið þar á ferð nýlega. Sfðan var sungið “Ó fögur er vor fósturjörð,-’ þar naest kallaði försetinn á aðal ræðumann dagsins, Kristvin Helgason; hann er nýlega kominn heim úr hernum. Ræða hans gekk aðallega út á það sem fyrir hann kom í herþjónustunni. Eg sendi ræðu ihans hér með til birt- ingar í blöðunum; hún er vel þéss virði; eg heyrði fólk ljúka lofsorði á hana yfirleitt. Kristvin Helgason er uppalinn nálægt Kandahar, Saskatchewan, hjá Mr. og Mrs. Cris Helgason; CHALLENGER GIVE EFFICIENT AND CONSISTENT SERVICE. MANY MODELS. FROM 35.00 TO 75.00. Tax extra. SERVICED IN OUR STORES FROM COAST TO COAST. ^Birks-Dingwall WINNIPEG SENDIÐ RJÓMA YÐAR TIL MANITOBA CO-OPERATIVE LIMITED Útibú: % Brandon - Dauphin - Ericson - Elkhorn Glenella - Winnipeg - Miniota • Félagar í allsherjar mjólkurbúa félagi bænda í Canada. Eggjum veitt móttaka á öllum ojangreindum stöðum. • Window Glass • Plate Glass • Windshield Glass .0 • Mirrors and Fancy Glass Phone 37 077 The Consolidated Plate Glass limited 373-5 Balmoral Street WINNIPEG eru þau fósturforeldrar hans, og tók hann þeirra nafn. Hann gekk á miðskóla í Wynyard, Sask., flutti.svo hingað til Chicago og gekk á De Paul University. Hann var Corporal í hernum og var í the 17th Airborne Division og seinna í the 18th Airborne Corps. Þegar prógraminu var lokið, fór fram “sport” af ýmsu tagi, undir stjórn Ágúst Andersonar og Ola Alfred. Mér mun óhætt að segja að allir fóru heim að kvöldi ánægð- ir yfir deginum. Það var líka eitt er jók á ánægju dagsins, og það var að sjá drengina okkar með okkur aftur, eftir að hafa verið í herþjónustu í 3V2 ár og sumir lengur. Allmargir af þeim munu hafa verið þarna viðstadd- ir, sem héðan fóru utan tveir, annar sem féll, Larry Ben- son, sem við minnumst með sár- um söknuði. (Um fráfall hans var áður getið í blöðunum). Hinn er Victor Árnason, sem liggur veikur á spítala, hann er nú búinn að vera veikur í 8 mán- uði, en samt góð von um bata. Nú aftur, eftir öll iþessi ár sem stríðið stóð yfir, og á sama tíma allt svo erfitt um ferðalög og farartæki allt að þessum tíma, þá sýnist nú samt að vera að koma skrið á ferðalög fólks. Á meðal íslendinga hér um slóðir, eru æði margir að taka sér skemtitúra þetta sumar. Mrs. Paul Einarson og dótítir hennar, Stella, lögðu á stað til Islands, laugardaginn, 22. júní; ætlar Mrs. Einarson að dvelja þar mest a-f sumrinu, en dóttir hennar mun koma til baka eftir tvo mánuði. Mrs. Einarson á móður á lífi heima á gamla landinu og systkini, ásamt fjölda af frænd- fólki. Mun hún því skemta sér vel þetta sumar. Óskum við þeim mæðgum allra heilla á ferðalaginu. Mrs. Joe Goodman og dætur hennar tvær, lögðu af stað vest- ur til Vancouver, föstudaginn, 21. júní; fóru þær flugleiðis. Þær eru að heimsækja ættingja og vini þar vestra, síðan ætluðu þær að ferðast með járnbraut frá Vancouver til Winnipeg og stansa þar um tíma, koma svo flugleiðis síðasta áfangann heim. Líka fór Mr. Th. Thorkelson og fjölskylda hans skemtiferð til Winnipeg og Lundar, lögðu á stað 14. júní og voru um 10 daga í ferðinni. Þau ferðuðust í bíl. Ýmsir fleiri, hef eg heyrt að ætli seinna norður til Canada í sumarfríi sínu. Orsökin til að allflestir íslendingar hér um slóðir ferðast þangað norður er sú að þeir munu þaðan ættaðir eða hafa þaðan komið er þeir fluttu hinga, er því á æsku- stöðvar að leyta, sér til hvíldar og skemtunar. S. Ámason. \ LOFORÐ UPPFYLLT EFTIR 47 ÁR Það var árið 1898 að Banda- ríkin briutu vald Spánverja í Vesturálfunni, er þeir ráku þá útúr Philippin eyjunum, með því að yfirvinna þá í stríði, 12. ágúst 1898, en borguðu þeim þó, eins og sárabætur, $20,000,000. Með því stríði, og með þeim sárabótum var Bandaríkja þjóð- 'in orðin að nýlendu þjóð. 12. ágúst verður nýlendusaga henn- ar orðin 48 ára gömul. En þó reynzlu tíð sú sé ekki löng og saga nýlendu-stjórnar Banda- ríkjamanna ekki heldur, þá er hún samt merkileg, og eftir- tektarverð. Fyrstu þrjú árin sem Philipp- ineyjarnar stóðu í skjóli Banda- ríkjanna, var svo að segja uppi- haldslaus ófriður á milli 60,000 Bandarískra hermanna og upp- reisnarforingjans Emilio Aguin- aldos og fylgdarliði hans, unz að hann var yfirunninn og mót- staða flokks hans brotin á bak aftur 23. marz 1901 Fyrsti landstjóni Bandaríkja- manna á Philippin eyjunum var _ J. G. Schurman, og á meðan.að mótstaða uppreisnarmanna var enn í æðsta veldi sínu, lýsti hann yfir þeirri ákvörðun þjóð- ar sinnar, að veita Philippin mönnum: “Frelsi og fyllstu sjálfstjórn.” Menn gerðu lítið úr slíku lof- orði á þeim árum. Það þótti fjarstæða ein að ætla, að nokkur þjóð legði stórfé út árlega til heilla og hamingju hálfviltu ný- lendufólki, án þess að láta greip- ar sópa um auðæfi þess og eign- ir. Með öðrum orðum, leiðandi menn landanna trúðu ekki þessu loforði. Skáldið og snill- ingurinn Rudyard Kipling, sem þótti manna bezt að sér í ný- lendufræði Breta, orti eitt af sínum meiriháttar kvæðum út af þessu loforði, kvæðið: The White Man’s Burden, og vor- kennir þar mjög Bandaríkja- mönnum fyrir þá miklu ógæfu að þurfa að takast á hendur að ternja þetta “nýhertekna ólund- arlega fólk, sem væri að hálfu leyti börn, að hinu djöflar.” Árið 1900 gjörðist Willianj Howard Taft landstjóri á eyj- unum og myndaði heimastjórn og smátt og smátt fór að koma æ berlegar í ljós, að Bandaríkja- menn meintu að standa við frelsis yfirlýsingu Schurmans landstjóra, og að það var velferð eyjaskeggja sjálfra, en ekki sín- girni sem réði í öllum viðskift- um við, og afskiftum Bandaríkja- manna af Philippin-eyjar búum. Fjórða júlí s. 1. fengu Philipp- ineyjamenn sjálfstæði sitt að fullu. þetta til þess að gera hann, sem minna seldi, svo graman, að hann stóðst ekki lengur mátið, en sagði: — Hvernig stendur á því, að þú getur selt þessa bursta fyrir túkall hvem? Eg stel burstunum, stálþræðinum og sköfstunum, og þó get eg ekki selt þá svona ó- dýrt. — Það er skiljanlegt, anzaði hinn. Eg stel öllum burstunum tilbúnum. * * * — Ó, hvað hundurinn yðar lætur illa, Jón minn. Eg er hrædd um, að það þýði dauðsfall í fjöl- skyldunni. Eg vona bara að við missum ekki svartflekkótta sauð- inn. GREETINGS ICELANDIC FRIENDS from GIMLI TRANSFER See Us About Sumpier Cottage.s also Ice and Wood • Gimli Phone 20 - Winnipeg Phone 80 648 Óska íslenzkum viðskiptavinum sínum til hamingju með íslendingadaginn á Gimli þetta ár. (ANADIAN WESTERN BOX COMPANY LIMITED 835 MARION STREET. ST. BONIFACE TVEIR götusalar stóðu á götu- horni, hvor með sína körf-u fulla af burstuim á handleggnum. Það kom í ljós, að annar seldi miklu fleiri bursta en hinn og varð SÍMI 201 185-86 LOUIS HATSKIN, forstjóri Frjálsræði . . . Trygging . . . Sjálfstœði! í þessum þremur orðum er innifalið flest það, sem við mennirnir erum að berjast fyrir um æfina. Þau eru máttarorð mannfélagsmenningarinnar og lýð- ræðisins. Alheims-trygging er aðal umhugsunarefni samtíð- armanna vorra og er líka brennandi spursmál fyrir alla einstaklinga. En öryggi heimilisins og fjöl- skyldunnar er undirstaðan sem hið víðtækara ör- yggi byggist á. Þessara öryggja beggja, getum við orðið aðnjótandi með því að vátryggja líf vort á skynsamlegan hátt. Lífsáyrgðar trygging gjörir tvent í senn; hún tryggir framtíð fjölskyldu þinnar ef þín missir við, og tryggir fullorðinsár þess vá- tryggða, þegar hann þarf helzt á tryggingu að halda. Hafið tal af umboðsmönnum Great West lífsá- byrgðarfélagsins í sambandi við hinar persónu- legu öryggisaðstæður yðar. Það kostar ekkert að tala við þá. THE GREAT-WEST LIFE ASSURANCE COMPANY

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.