Lögberg - 08.08.1946, Page 1

Lögberg - 08.08.1946, Page 1
PHONE 21 374 viyV^ Complele Cleaning Institution Cleaning Instilulion 59. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 8. ÁGÚST, 1946 NÚMER 32 Jón og Soffía Lindal og börn þeirra. Myndin tekin í gullbrúðkaupsveizlu þeirra að Lundar sunnudaginn 14. júlí, 1946. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦♦♦ Thc Mclody of Growth / There is a melody of inner glow In every spark of life. Beneath the sod It seeks the light to radiate and grow And reach the height of its prospective God. This song of growth, is like the voice or spring, And opens up tfie fountains of the earth; New life flows in the bough, the bud, the wing, And thin young greens exult in their rebirth. When human hearts respond to songs of light Within the garden wisdom smiles upon, Then thought may reach through depths as dark as night The bloom within the petal of the dawn. The soul will mold to form the perfect rose When longing is the stem on which it grows. FREDA McDONALD. FREMSTA RÖÐ FRÁ V. T. H.—Ólafur Llndal. Ilford, Man.; Thor- steinn Lindal, Dayton, Ohio; Ásgeir Lindal, Lundar, Man. Emil Lindal, Ilford, Man.; John Lindal, Sherridon, Man. ÖNNUR RÖÐ: Mrs. Elín Woodcock, Gillam, Man.; Mrs. Lára Lodge, St. John, N.B.; Gullbrúðhjónin; Mrs. Laufey Thorgrimson, Winnipeg. BAKRÖÐ: Einar Lindal, Lundar; Mrs. Helga Thordarson, Chicago, 111.; Vilhjálmur Lindal, Chicago, 111., George Lindal, Sister Bay, Wis.; Daniel Lindal, Washington Island, Wis.; Mrs. Thora Halldorson, Lundar, Man.; Franklin Lindal, Winnipeg, Man.; Mrs, Bertha Tyndall, Winnipeg, Man. (Sjá umsögn á bls. 5 og bls. 7) FRÉTTIR í árlegri kvæðasamkeppni í borginni Seattle, Wash., sem nýlega er um garð gengin, bar íslenzk, eða að minsta kosti hálf-íslenzk stúlka sigur úr býtum, og birtum vér hið prýðilega verðlaunakvæði ihennar í þessu blaði “Lögbergs” með þökk og óskum im bjarta framtíð í Bragatúni. ♦ ■♦♦ ♦♦♦ ♦ ♦ ♦ HVEITISÖLUSAMNINGUR STAÐFESTUR Undanfarandi hefir samning- ur á milli Kanadastjórnar og stjórnar Breta staðið yfir, en nú var hann staðfestur 25. júlí. Með þessum samningi lofast Bretar til að kaupa um billjón dollara virði af hveiti af Kanada- mönnum á næstu fjórum árum. Lofast Bretar til að borga $1.55 fyrir bushelið fyrstu tvö árin, $1.25 lámarksverð þriðja árið, og $1.00 Hágmanksverð fjórða ár- ið, og skal söluverð tveggja síð- ani áranna ákveðið ekki síðar en í desember hvert árið. Verð þetta er bundið vdð Fort William, Port Arthur, Vancouver og Church- ill. í það heila nemur bushelatalan sem seld var 600,000,000 bush- elum, og er þeirra bushela tölu skift þannig niður á árin: Árið 1946—’'47 — 160,000,000. Árið 1947—’'48 — 160,000,000. Arið 1948—’'49 — 140,000,000. Árið 1949—’'50 — 140,000,000. Þegar verzlunanmiála ráðgjafi Kanada sagði frá þessum samn- iangi í Kanada þinginu á fimtu- daginn, sagði hann, “Samningar þessir eru hagkvæmir bæði fyrir Kanada og Breta.” ♦ ♦ ♦ BRETLAND Það er nú liðugt ár síðan að aiþýðuflokkurinn á Englandi kom til valda og á því ári hefir margt skeð í heiminum, á Eng- landi og jafnvel innan alþýðu- ifilokksins sjálfs. Vonirnar hafa ekki allar ræst. Þær gjöra það sjaldan. Beiskjan út af stjórn- anskiftunum, hjá þeim, sem undir þóttust verða, hefir lítið rénað, og Óánægjan innan al- þýðuflokíksins sjálfs hefir farið vaxandi, að eg nú ekki tali um þá af mótstöðumönnum þess flokks, sem mótfallnir eru sós- síalista sitefnunni. En athafnir Alþýðuflokksins brezka á því sviði, eftir árið, eru: Þjóðeignir nú 1. Engfllands bánkinn. Alþýðu- stjórnin — þingið, gaf fyrri eig- endurn þess bánka ríkisskullda- bréf fyrir hlutaeignum sínum í bán'kanum, sem báru sömu vexti og þeim var áður greitt af hin- um fyrri eignabréfum sínum. Bankastjórnin sem áður var endurskipaður, og með honum 16 ráðunautar — þektir iðnhöld- ar, og fjármálamenn. 2. Kolanámur ríkisins teknar í þjóðar þjónustu. Þeim er nú stjórnað af ríkisnefn sem í eru iðn höldar, vísindamenn, verka- menn og fjármálamenn. Verk- efni þeirrar nefndar er, að auka kolaframleiðsluna, en til þess að ge'ta gjört það er nauðsynlegt, að hætta, eða minka kolagröft í sumum námunum, en auka hann í öðrum, vinna úr og notfæra sér úrgang sem áður fór til ó- nýtis, ákveða kolaframleiðsluna og kola verðið, og ákveðið er að eyða $600,000,000 á næstu fimm árum til að fullkomna vélar og vinnutæki í námunum. 3. Útvarpið BBC sem hefir verið í höndum einkafélags í tuttugu ár með fjárstyrk frá sltjórninni, er látið vera undir sömu stjórn og með sama fyrir- komulagi í næstu fimm árin. 4. Trygging. Þjóðtryggingar- lög alþýðu stjórnarinnar á Eng- landi, eru mjög lík þjóðtrygg- ingartillögum þeim sem Mr. Bev- eridge fcom fram með fyrir skömmu, og tryggja mannfél- agslegt sjálfstæði hvers einasta manns frá vöggunni til grafar- innar. ♦ ♦ ♦ Nú til þingsályktunar 1. Þrjú þjóðeignar flugfélög, undir stjórn og í lumsjá flug- leiða ráðhlerra rí'kisins annast öll flugleiða samibönd Englands undir vanalegu viðskiftafyrir- komulagi. 2. Land og sæsímar sem fyrir 16 árum voru með samþykki stjórnarinnar sameinaðir að því er eign og starfrækslu snertir, verða teknir í þjóðeigna þjón- ustu. 3. Járn og stál. Síðastliðinn maí mánuð samþykti þingið á Bretlandi þá tillögu stjórnarinn- ar, að þjóðin taki þá í sína eign og þjónustu, vissa parta járn og stál framleiðslunnar. Eftir frek- ari undirbúning, verður frum- varp lagt fyrir þingið, sem á- kveður að járnefni allt, ofnar til kola bökunar (coke), sem ekki koma undir ákvæði kola-t ■' ’D namulaganna, sorajárn, og mes( af nýsteyptu stáli, meirháttar járnmylnur, og eitthvað af fág- unar verkstæðum, verði þjóð- numið, en hvar línurnar verða dregnar í því sambandi, er eml óákveðið. Á meðan að fram úr því verður ráðið, er áform stjórn- arinnar að skipa nefnd sem um- sjón hafi með stálframleiðslunni og sjái um að gnægð hráefnis sé fyrir hendi, og það er einnig á valdi þeirrar nefndar að inn- leiða nýjar og nothæfar fram- leiðsluaðferðir innan verksmiðj- anna 4. Heilbrigðismál. Árið 1948 verða komin í gildi heilbrigðis- lög á Bretlandi, sem ákveða full- komna llæknis þjónustu undir alþjóðar fyrirkomulagi, og sjúkrahússvist. 5. Atomic orkan. Yfir henni verður þjóðþarfa ráðherranum veitt nærri ótakmarkað vald, á eftirliti með því, upplýsingum um það, og einkaréttmdum, og leyfum í sambandi við það. ♦ ♦ ♦ Til athugunar í nefndum Fimtán stóriðnaðar fyrirtæki, fataverksmiðjur, húsgagna verk- smiðjur og smlájárn verkstæði verða ekki þjóðnýtt, nema fram leiðsla þeirra verði ónóg. Nefnd manna athugar tillögur hinna ýmsu nefnda sem í eru verka- menn, forstöðumenn iðnaðastofn- ana, og umboðsmenn almenn- (Framh. á bls. 4) INGVAR GÍSLASON LÁTINN Hann lézt á Almenna sjúkra- húsi borgarinnar á fimtudaginn 25. júlí s. 4., eftir stutta sjúkra- hússvist. Ingvar heit. lætur eftir sig fjórar dætur, Mrs. J. E. Binga- mon og Mrs. L. A. Licalzie í Chicago, 111., Mrs. J. Gillis, Steep Rock, Man., Mrs. H. Gillis, Bay- end, Man., og fimm syni, Ingvar í Calgary, Oddgeir 1 Crofton, B. C., Ralph, Steep Rock; Thor, Car- man, Man., og Ósfcar Gíslason, Reykjavík P. O., Man. Kona Ingvars, Þóra, lézt s. 1. Febrúar. Líkið var flutt til Reykjavík urbygðar, og jarðsett í heima- sveitar grafreit hins látna. Útförinni stjórnaði A. S. Bar- dal útfarástjóri, en séra Philip M. Pétursson jarðsöng. i---------- Giftuvænleg hjónaefni Síðastliðinn fimtudag opin- beruðu trúlofun sína í New York, þau Ólafur Björnsson attaché við íslenzka sendiráðið í Wasihington, og ungfrú Erna Gunnansdóttir úr Reýkjavík. Ólafur er lögfræðingur, sonur Sveins Björnssonar forseta Is- lands, en heitmey hans er dótt- ir Gunnars Einarssonar banka- ráðsmanns og forstjóra við ísa- foldar prentsmiðju. Ungfrú Erna hefir árllangt stundað nám við nafnfrægan kvennaskóla í bænum Mt. Carrol í Illinois- ríkinu; hún er nú á förium til íslands. Ólafur Björnsson hefir verið settur um hríð aðalræðis- maður íslands í New York í fjar- veru Dr. Helga P. Briem, sem dvalið hefir um hríð á íslandi á- samt frú sinni og dóttur. \ ----------------- Á LEIÐ HEIM í síma samtali við föður sinn, hr. Ásmund P. Jó- hannsson, í gærkveldi kl. 12, sagði Grettir konsúll, að þeir félagar frá Winni- peg færu á stað til íslands um hédegi í dag (fimtudag) með bandarískri herflugvél. Auk félaganna frá Winni- peg, gat konsúllinn þess að með þeirri sömu flugvél færi prófessor Magnús Jónsson frá Reykjavík. Aðrir, sem fara ætluðu með íslenzku flugvélinni bíða þar til hún er tilbúin. LANDIÐ OKKAR (Minni Kanada, flutt að Gimli 5. ágúst 1946. Landið okkar, ungt og frítt, Ávalt blóma fegurð skrýtt, Veginn vísar bjarta. Angan vors og sumar sól Sendir yl um dal og hól; Vekur von í hjarta. i Landsins okkar laufafjöld Litum prýdd um haustsins kvöld, Lyftir hugum hœrra. Vetrar tign með storma stríð, Stœlir vöðva og hetju tíð; Stefnir að veldi stærra. Landið okkar, andans þor Efli hvert þitt framtaks spor, Á Ijóss og vona vegi. Treystu á ungra magn og mátt. Merkið ávalt settu hátt, Mót sól og sumardegi. Landið okkar, ást til manns, Andar lífi kœrleikans, Og greiðir göfgis arðinn. Lítilmagnans vörður vert; Virtu alt með heiðri gert; Það frœgan gerir garðinn. Landið okkar, vanaiis völd, Vekja deyfð og lífskjör köld; Nýtt við skulum skoða. Treystum þegnrétt, trú á þjóð, Trygð á andans frama slóð Frið og frelsi að boða. Landið okkar, áldrei má yfir fymast minning þá; er frumbýlingar festu. Afrek þeirra, sorg og sár, sögufrægð um þúsund ár, dæmin dýrstu og beztu. Landið okkar, sigursól Signi öll þín mannaból; og vami geig og grandi. Drottinn breiði blessun á bömin þín, og Ijóssins þrá tryggi í bræðrabandi. —Bergþór Emil Johnson. ISLAND I. Vakna þú ísland! útverðirnir sungu. Ómarnir flugu yfir brimhvít höf. Fjallkonan kallar alla hina ungu upp, fram til sigurs. Leyfa má ei töf. Tröllvaxnar fylgjur liðins aldaranda, ógnuðu þeim, sem ryðja vildu braut. Fjötmðu þá, sem hefjast vildu handa. Hundeltu þá, sem létta vildu þraut. Glottu við tönn og stóðu föstum fótum fullhugar Islands, djarfir, sannir menn. Andþrengsla voðann rifu upp með rótum. — Rokvindar þjóta. — Fjöllin standa enn. Nú hefir tsland fullveldi sitt fengið. Fegursti draumur sá er þjóð vor á, hefir rætzt, og gullöld aftur gengið í garð, sem áður undir fargi lá. Risin er öld, sem gróandanum gagnar. Gullfagrar sýnir hrífa þjóðarsál í þúsund liðu. Fjallkonan því fagnar. I frjálsum huga þroskast guðamál. II. Fossamir syngja, fagna virkjan nýrri. Fœðast í Ijós og gera býlin hlýrri. Gróandann auka, byggðir verða betri Blómkrónur springa út á hlíðarsetri. Framtökin stækka, fleiri hendur vinna. Fólkið er glatt þó mörgu hafi að sinna. Lúkkunnar hjól því leikur mjúkt í hendi líðandi ár. Það aldrei frá þeim vendi. Frjálsu x landi, æskan kyndir elda, einhuga, djörf, sem fylking æðri velda. Stefnir að marki þráðu heilum huga. Heldur skal falla en lifa og ekki duga III. Framtíðin björt skal hlúa að lýð og landi. Lýðrœðis starfið tengjast friðarbandi. Samhent til frama leiðist orka og andi. — Ættlandið vemdar heilladís frá grandi. Davíð Björnsson.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.