Lögberg - 08.08.1946, Side 4

Lögberg - 08.08.1946, Side 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. ÁGÚST, 1946 ---------Eogberg---------------------- GefiS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 I'.argent Ave., Winnipeg, Manirtoba Utanáskrift ritstjórana: EDITOR LÖGBERG •195 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The ''Lögrbergr” is printed and published by The Columbia Prf»s, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipegr, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Dept., Ottawa. PHONE 21 804 Friðarþingið í París Friðarþingið í París var sett 27. júlí s.l. og er frá voru sjónarmiði hið ein- kennilegasta friðarþing, sem haldið hefir verið. Málsvarar 21 þjóðar eru kvaddir til Parísarborgar til að líta yfir og tala um og máske gjöra breytingar á friðarsáttmálum, sem þegar hafa verið undirbúnir af einræðisherrum veraldar- innar. Sáttmálarnir eru við þessar fimm þjóðir: ítali, Búlgara, Rúmena, Ungverja og Finna. Allar þessar þjóðir lögðust á sveif með þjóðverjum, en á móti sambands- þjóðunum í síðasta stríði, svo refsigjöld- in verða yfir þær að ganga, eins og alla, sem brjóta Guðs og manna lög í veröld þessari. Á móti því er ekert að segja, því bæði er það lög, og svo virðist það eðlisástríða mannanna, að þjappa að þeim', sem minni máttar eru. Það var um þetta friðarþing í París, sem eg ætlaði að tala, og fyrirkomulag þess, sem eins og eg tók fram, er ein- kennilegt. Það er í rauninni ekki friðar- þing, heldur tillögu og yfirskoðunar þing. Þingið þetta í París hefir aöeins tillögurétt, en framkvæmdarvald hefir það ekki í neinu máli. Utanríkisráðherrar stórveldanna á- kváðu hvað gjöra skyldi. Þeir ákváðu að þessar fimm þjóðir skyldu borga Rússum biljón dollara í skaðabætur. Þeir ákváðu að Ungverjar skyldu skila Transylvaniu til Rúmeníu. Þeir ákváðu að Finnar skyldu láta af hendi Petsamo fylkið til Rússa, og selja Rússum land undir herbúðir sínar á Hango-skagan- um. Þeir ákváðu að Rúmenía afhenti Rússum Bessarabíu. Þeir ákváðu að ítalía léti af hendi Trieste. Albaníu, öll ítök sín í Afríku, landflæmi og slatta af eyjum í Adríahafinu til Júgó-Slavíu. Nokkrar eyjar til Grikklands og fáeinar landspildur til Frakka. Þeir ákváðu hvað mörg herskip, loftvarnarför og lið hver af þessum þjóðum mega hafa. Þeir, þessir fjórir alheims valdamenn, setja menn og konur þessara fimm þjóða á kné sér og segja þeim hvað þau megi aðhafast, og hvað ekki, eins og ómynd- ugum aumingjum, sem fái að draga and- ann fyrri náð þeirra og mildi. Við þessu “product” ákveðnu og fast skorðuðu á nú þetta þing í París að taka. Hvað getur þingið gjört við það? Það getur farið nákvæmlega yfir alla þessa friðarsáttmála og kynt sér þá. Það getur sagt meiningu sína um þá. Það getur gjört breytingartillögur við þá. Eki það getur ekki gjört eitt einasta varanlegt ákvæði í sambandi við þá. Allar breytingar, sem við þá eru gerðar, og allar samþyktir, sem þingið kann að gjöra í sambandi við þá, verða að ganga til utanríkisráðherranna fjögra, og þeir geta ónýtt alt, sem þingið hefir gjört, eða svo mikið af því, sem þeim gott þykir. Ein bráðsnjöll hugmynd hefir komið fram á þingi þessu nú þegar, og er hún sízt verri eða þýðingar minni fyrir það, að hún er frá Kanadamanni komin, W. L. Mackenzie King. En hugmyndin er, að í hvert sþin og þingið afgreiði eitthvert atriði í sambandi við friðar- sáttmálana, þá sé það sent tafarlaust til utanríkis ráðherravaldsins, — utanríkis ráðherranna f jögra, sem allir eru á þing- inu, og skulu þeir skyldir að afgreiða þau atriði þegar í stað. Þegar þetta er ritað, er óvíst hvort þessi ágæta hugmynd nái fram að ganga, en ef hún gjörir það, þá er þrent unnið: Fyrst, að geysimikill tími yrði sparaður; annað, sáttmálarnir yrðu fyr afgreiddir, og öldur ólgu og óvissu hjá þjóðunum sakbornu því fyr lægðar. í þriðja lagi, þá er þessi hugmynd, ef hún nær fram að ganga, einhver sá útvald- asti pínubekkur fyrir utanríkisráðherra valdið, sem hugsast getur, því þeir yrðu á staðnum að sýna ákveðið og opinber- lega, hvort þeir mettu vilja og tillögur þjóðanna seytján, sem talsmenn eiga á þinginu að nokkru eða engu. Þroska og nýmæli má það vissulega telja að blaðamenn og fréttaritarar hafa óhindraðan aðgang að öllum nefndar og aðalfundum þingsins, sem tryggir almenningi ábyggilegar og sannar frétt- ir af öllu sem að fram fer á þinginu. Hvað verður gjört við Þýzkaland ? í síðasta Lögbergi mintumst vér nokkuð á aðstöðu Rússa, eða hina aust- rænu stefnu M. V. Molotoffs, utanríkis- ráðherra, eins og hann bar hana fram á fundum utanríkisráðherranna fjögra í París. Nú er að minnast á hina vest- rænu stefnu í sambandi við vandamál- in þýzku, .eins og hún hefir sýnt sig og var sett fram á þeim sama fundi í París, aðallega af Byrnes utanríkisráðherra Bandaríkjanna og verður fólki þá Ijóst hve ólíkar og ósamróma þessar tvær stefnur eru og hve vonlitlir að Þjóð- verjar hljóta að vera, um uppreisn þjóð- ar sinnar á meðan að þessar ólíku og andvígu stefnur heyja stríð um yfirráð- in í landi þeirra. En nú skal aftur halda sér að stefnu vestrænu þjóðanna í mál- um Þjóðverja. Það fyrsta, sem taka þarf fram í sambandi við þá stefnu er, að hún er samhuga um að framtíð þýzku þjóðar- innar, og ekki aðeins framtíð þýzku þjóðarinnar, heldur framtíð allra Evrópulandanna, byggist á sameining, samhug, og sameiginlegum þroska þýzku þjóðarinnar, og að fyrri en þeirri hugsjón sé náð, sé lítil von um endur- reisn Evrópu, hvorki andlega né efna- lega. Eki talsmaður þeirrar stefnu, sem á ráðherrafundunum var, frekar öðrum, utanríkisráðherra Bandaríkjanna Byrnes tók skýrt og greinilega fram, að á þroskaskeiði þýzku þjóðarinnar, sem um væri að ræða, mætti þó aldrei veita henni nein forréttindi umfram þjóðir þær og lönd, sem Þjóðverjar eyðilögðu í stríðinu. Leiðin til þess, að lýðræðis- hugsjónin fái notið jafnræðis og fái sýnt mátt sinn er að vera einlægur við þjóð- ina og segja Þjóðverjum hreint og hisp- urslaust frá, hvers af þeim á að kref jast í sambandi við friðarsátt málann vænt- anlega. Sambandsþjóðirnar eiga að segja þeim hreinskilnislega hvað þær meini með afvopnunarkröfu sinni — hvað í þeirri kröfu felist — hvort að þjóðin eigi að njóta lands síns að fullu eða hvort af því eigi að klípa eða klippa. Það ætti líka, segir Mr. Byrnes, að gjöra Þjóðverjum ijóst, að á meðan að þeir uppfylli ákvæði þau, sem fram verða tekin í friðarsamningunum, þá þurfi þeir ekki að óttast afskifti sam- bandsþjóðanna af hagfræði- eða stjórn- málum þeirra, heldur, að þeir skuli frjálsir vera, til að þroska þau sjálfum sér og ENrópu til gengis. Það er villandi, sagði Mr. Byrnes, að vera að tala um hve lengi að setulið sambandsþjóðanna skuli vera á Þýzka- landi. Það er ljóst að það verður að hafa hönd í bagga með þjóðverjum í lengri tíð og eitthvert varnarlið verður hér að vera, á Þýzkalandi. En ef sá liðs aragrúi sem hér er nú, og ef haldið verð- ur áfram að stjórna þjóðverjum af út- lendingum sem ekki geta komið sér saman, verða öll hin góðu áform vor eyðilögð. Þjóðverjar, segir vestræna stefnan, eiga erfitt uppdráttar undir öllum kringumstæðum, og menn verða að gefa þeim tækifæri til að mæta þeim erfiðleikum, að svo miklu leyti sem þeir eru færir um það.” Þess vegna er það skylda sambands þjóð- anna að láta nú þegar nefnd manna fara að undirbúa friðarsáttmála við þjóð- verja; er áhugamál að það sé gjört taf- arlaust. Til þess að slíkur friðarsátt- máli «é fullgerður er aldeilis ekki nauð- synlegt að þingbundin þýzk s^jórn sé komin til valda í landinu, segir Mr. Byrnes. Vestræna stefnan krefst einingar, sjálfstæðis og óhindraðra þroskaskyl- yrða þýzku þjóðinni til handa. Austræna stefnan tekur auðsjáan- lega meira tillit til sinna eigin sameigin- legu hagsmuna og hlunninda, heldur en framtíðar lífsskilyrða þýzku þjóðarinn- ar. Hve lengi að þessar tvær stefnur eigast við á Þýzkalandi, eða hvor þeirra verður á endanum yfirsterkari, er ó- mögulegt um að segja nú. Maður veit aðeins að um samkomulag er þar ekki að ræða enn sem komið er. Ávarp fjallkonunnar Frú Pearl Johnson á íslendingadaginn að Gimli 5. ágúst Þar sesrn þér eruð nú saman komnir á þessum sögulega stað til þess einu sinni enn að halda hátáðösdag sem við mig er kend- ur, er mér það hugljúft að á- varpa yður til að votta yður kærleika minn, og lý.sa blessun iminni yfir yður. Flestir dagar í lífi voru deyja fljótt, en þeir dagar, sem ekki deyja strax, lifa dengi. Þessir dagar, sem þér helgið mér á ári hverju, eru mér ódauðlegir og ógleymanlegir. Ræktarsemi yðar við mig fýrnist ekki, og æfintýrið yðar í Vestur- heimi er ódauðlegur þáttur í minni eigin sögu. Á þesum hátíðisdegi stöndum vér sem fyr, andspænis minn- ingum hins liðna, og veruleika nútímans. Eg sé yður annars- vegar í móðu fortíðarinnar, en hins vegar í björtu dagsljósi Mð- andi stundar. Sá þáttur sögu minmar, sem hófst með burtför yðar frá ströndum mírium og fjalladölum var vígður eldraun sársaukans, en sá sánsauki er nú löngu horfinn fyrir móðurlegun metnaði. Eins og alilar mæður, fyr og síðar, tók mig það sárt, að horfa á eftir svo mörgum af yð- ur börnum mánum, út í óvissuna, En nú er mér það löngu ljóst sem mér var þá að mestu hulið að í stað þess að verða fátaékari við burtför yðar, hefi eg orðið að mun ríkari. Sagan dæmir öðruvísi en samtíðin. Núerland nám yðar í Vesturheimi ekki lengur dæmt af hita þeirrar sam- tíðar sem þér hurfuð frá er þér kvödduð mig. Sagan er komin og nú dæma menn um æfintýri yðar út frá rólegum röksemdum hennar. Og dómur sögunnar er sá, að hið nýja landnám yðar sé einn merkasti þátturinn í þúsund ára þjóðMfi mínu. Við það að frétta um afrek yðar, dáðir yðar og drengskap hefir mér aukist sjálfstraust, svo að eg ákvað eft ir langa baráttu, að heimta aftur að fullu mitt forna frelsi. Þótt eg hafi um aldir aMð börn mín í fátækt, og fóstrað þau við harð- ain kost, er það nú ljóst, ekki sízt af framsókn yðar vestan hafs, að stofninn er góður, að Islending- urinn reynist jafnan sannur, og sjálfum sér trúr, hvar í heimi sem hann dvelur. Hvort með heimalands strönd. eða langt út í lönd á hann leið yfir ólgandi flóð, gegnum vöku og draum fléttar trygðin þann taum, sem tengir við land sitt og þjóð, Þegar hætt reynist för, þegar kröpp reynist kjör verpur karlmenskan íslenzka bjarma á hans slóð. í dag horfi eg þakklátum og stoltum augum yfir þennan glæsilega hóp afkomenda minna, alt frá frumherjanum til æsk- unnar í þriðja og fjórða lið. Samt er mér það að fulu ljóst, að eg á ekki lengur allan hug yðar. Þjóðfánar tveggja stórvelda, sem blakta hér. við hún, eru meðal annars vottur þess. Það eru hin- ir fögru fánar kjörlanda yðar, sem hafa borið yður á brjóstum sínuan, og veitt yður svo ríku- lega af gnægð sinni. Athafnalíf og áhugamál yðar og barna yðar eru að sjálfsögðu tengd þessum töndum, sem þér byggið, og þeim þjóðum, sem þér nú heyrið til. Þiessum löndum skuldið þér fulla þegnhollustu, og hana munið þér leysa af hendi með prýði eins og þér hafið ávalt gjört í hagsæld jafnt sem í erfiðleikum. Eg sam- gleðst yður sem hafið heimt syni yðar heim af heljarslóð, en græt með hinum, sem sakna þeirra, er til þess voru kvaddir, að leggja alt i sölurnar fyrir málstað frið- ar og mannréttinda. Eg finn til metnaðar af frækilegri fram- göngu þeirra allra, og bið þess, að varanlegur friður á jörðu megi verða ávöxtur af striti þeirra og fórnum. Þér hafið helgað þessa grund með starfi yðar, blóði yðar og tárum. Hér er framtíð yðar, og eg óska þess að hún megi verða björt og fög ur. En um leið og þér horfist i augu við framtíðina, nemið þér staðar á hátíðisdögum eins og þessum, og einnig oft á hljóðum stundum, horfið um öxl og minn- ist mín. Samband mitt við yður er, þrátt fyrir alt, ofið óteljandi þáttum, sem hvorki fjarlæð né rúm fær rofið. Eins og eg er með yður í anda, svo eruð þér og með mér. Þér hafið jafnan glaðst yfir velgengni minni, og þér hafið einnig tekið þátt í sorgum mín um og erfiðleikum. Fyrir alt þetta votta eg yður innilegar þakkir. Og nú vildi eg láta þá von á ljósi að þessi gagnkvæmi kærleikur rnegi eflast enn um langan aldur. Kœrleikurinn er ekki háður landamerkjalínum, tungutaki, atvinnuvegum, eða neinum ytri kringumstæðum. Hann er það afl, sem þarf að ráða i sambúð aUra þjóða. Sem yðar aldna móðir vil eg þvi gefa yður eitt heilræðd: Elskið um fram alt lönd framtíðarinnar, sem þér byggið nú, og helgið þeim óskifta krafta yðar. En haldið einnig við minningunum sem tengja yður við stofn yðar og uppruna. Sú kemur tíð að saga hinna ýmsu þjóða, sem hér eiga samruna, verð.ur skráð. Þá langar mig til að yðar og min verði getið, að þá megi með sanni segja: “Þó að margt sé gleymt og glatað, geym ist fram á þessa stund, innsti kjarni Islendinga, ofurkapp og víkingslund.” Guð blessi yður, börn mán og barnabörn í Vesturheimi. Megi hróður yðar aukast, og alt ganga yður til vegs og gæfu. ullar dúka og baðmullar íöt vatnsheld. Ekki er hægt að meta áhrif þau sem þessi uppfynd- ing hlýtur að hafa á baðmullar framleiðsluna og baðmullar verksmiðjumar í viðri veröld. Þessir nýju vatnsheldu baðm- ullar dúkar hafa verið nú i sumar til sýnis á iðnaðar sýningunni í Manchester og vakið aðdáun allra. FRETTIR (Frh. af bls. 1) ings, og tilkynna verzlunarráðinu breytingar ef einhverjar eru. Sem komið er hefir nefnd sú lagt til að baðmullar og leirkera verksmiðjur verði ekki þjóð- nýttar, og enn fremur að stjóm- in veiti aðstoð sína til að full- komna tækni í sambandi við þær, en að verzlun á þeim svið- um sé alfrjáls. -f -f -f Næst á skrá stjórnarinnar 1. Raforka. Hún er nú að mestu undir stjórn allsherjar raforkunefndar sem kaupir raf- orkuna frá öllum smærri raf- orkustöðvum sem einstaklingar eða einstök félög eiga, og selur hana svo aftur til notenda. 2. Gas, eldiviður og orka. Ráðherra sá sem um þær fram- leiðslu greinar á að sjá, Mr. Shinwell, hefir aðvarað alla eigendur þeirra, að þeir skuli búa sig undir að stjórnin þjóð- nýti þær allar. 3. Flutnings tæki. Stjómin hefir ákveðið, að sameina járn- brautir, vöru bíla, hafnir og vörubryggjur í eina deild undir stjórn þjóðlegrar flutninganefnd- ar sem ætlast er til að taki til starfa á næsta ári. Jámbrauta- félögin öll, og vörubíla-flutninga félög hafa ákveðið að berjast á móti þeirri nýbreytni með oddi og egg. -f -f -f Árið 1914 nárnu almennir skattar £3 lls. 4d. á mann á Eng- landi; árið 1945 námu þeir £64 3s. og 7d. BANDARÍKIN I marz mánuði s. 1. var Rúss- neskur maður að nafni Lieut. Nikolai Reden tekinn fastur vestur á Kyrrahafsströnd, rétt þegar að hann og konan hans vom á fömm heim til sin, og sakaðiur um óleyfilegar njósnar- athafnir i þágu Sovíet stjórnar- innar. Yfirheyrsla í máli þessa manns hefir verið itarleg og löng. Maður að nafni Herbert Kennedy bar það fyrir réttin- um, að Nikolai hefði borgað sér $250.00 til þess að fá að vita um hraða og vélar kafbátsins Yel- lowstone, og hefði sagt við sig: Hraðinn er mikils virði, hann meiinar $1000.00. Það voru engir sem gátu borið þetta með Ken- nedy, svo það vom hans orð á móti Nikolai. Loks var málinu lokið og dóm- arinn hafði skýrt fyrir kvið- dóminjum, að þeir yrðu að vera sannfærðir um sekt Nikolai, áður en þeir gætu sakfelt hann. Kviðdómendurnir fóru úr réttarsalnum og þungi óviss- unnar lagðist eins og martröð yfir manninn ákærða. Að 20 klukkutímum liðnum kom boð til dómarans að kviðdómend- urnir hefðu komist að ákveð- inni niðurstöðu. Hurðiinni, sem aðskildi þá frá réttarsalnum var lokið upp og kviðdómendumir gengu hver á eftir öðrum þimg- búnir til sæta sinna: “Hafið þið komist að niðurstöðu?” spurði dómrfrinn. “Já,” svaraði sá sem orð hafði fyrir kviðdóm- endunum, “Síkn.” Það var eins og að bjargi hefði verið lyft af Nikolai. Hann brosti lítið eitt, stóð á fætur og tók í hendurnar á kviðdómendunum um leið og þeir gengu framhjá honum. Svo náði hann í síma og sagði konu sinni fréttirnar. Síðan snéri hann sér að frétta- ritunum sem voru í salnum og mælti: “Eg hefi tekið í hend- ina á dómaranum og þakkað honum fyrir að fá að njóta rétt- látrar rannsóknar og dóms í Bandarákjunum. Nú fer eg og læt ofani töskur mínar aftur. Konan min, Galnia, var það sterktrúaðri á réttvísi Bandaríkj- anna heldur en eg, að hún tók aldrei úr sinum töskum. -f -f -f NORVEGUR Verzlunarsamning hafa Nor- menn gjört við Itali. Norðmenn lofast til að kaupa $10,000,000 virði af vefnaðarvörum, ávöxt- um og meðulum frá ítaliu, en Italir kaupa fisk, þorskalýsi og grávöru af norðmönnum. * * * Norðmenn mistu helminginn af vöruflutninga skipum sínum í stríðinu síðasta, en þar sem siglingar og vöruflutningar eru ein af aðal atvinnugreinum þjóðarinnar, hafa þeir nú haf- jþt handa með að endurnýja skipastól sinn. Þeir hafa pantað ný skip frá Svlþjóð, Hollandi og Italíu. Allar skipasmiða stöðvar í Noregi eru önnum kafnar nótt og dag. Þeir hafa samið við Breta um smíði á 50 nýjum skipum og samningur um önnur 20 skip frá skipasmíða stöðvum í norður Englandi er í undir- búningi. Norðmenn hafa einnig ákveðið að auka tölu strandferða- skipa sinna um 50% frá því sem þau voru fyrir stríðið. * * * Sendiherra Bandaríkjanna til Það er nú orðið lýðum ljósH Noregs, Mr. Charles Ulrich Bay, að Bretar fundu veg í síðasta | stríði til þess að gjöra baðm- kom til Bergen 22. júlí s. 1. (Frh. á bls. 5)

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.