Lögberg - 08.08.1946, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. ÁGÚST, 1946
S
ÁHI4VHÁI Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
HÚN ER FYRIR-
MYNDAR HÚSFREYJA
Hún er prýðileg húsfreyja !
Hún er þrifin eins og köttur;
hjá henni sést aldrei ryk á nokkr-
um sköpuðum hlut; gólfin henn-
ar eru svo hrein og gljáandi að
manni finnst að maður ætti að
taka skóna af fótum sér um leið
og maður stígur inn fyrir þrösk-
uldinn.
Oft hefur maður heyrt minst
á þessar tfyrirmyndar húsfreyj-
ur, og satt er það að þær eru
margar aðdáunarverðar. En
stundum geta þær líka verið
dauð-leiðinlegar; hús þeirra er
raunar tárhreint og þar er stað
ur fyrir alt og alt á sínum stað,
en einmitt fyrir þessa stöku
reglusemi og þetta yfirdrífandi
hreinlæti, er eins og einhver
dauðadrungi hví’li yfir húsinu;
það er eins og húsfreyjan hafi
ekki einungis þurkað burt alt
ryk og öll óhreinindi, heldur og
alt, sem er lífrænt, og alla heim-
ilishlýju. Húsið er eins og skrif-
stofa eða verkstæði, þar sem
ströngustu reglum verður að
fyigja.
Húsfreyjan sjállf, sem á að
vera sál heimilisins, er þræll
hússins; hún getur um lítið ann
að talað en húsið, hreingerning-
ar aðferðir, o. s. frv. Hafi hún
fengið stúlku sér til aðstoðar við
húsverkin, getur hún aldrei gert
húsfryjunni til hæfis. Húsfreyjan
er með stöðugan á'hyggju- og
vandlætingarsvip og finst að
enginn geta gert verkin eins vel
og hún sjálf. Það lætur að lík-
um að það getur enginn verið
með sjálfum sér í návist svona
kanu, né haft ánægju atf að
koma á heimiili hennar.
Ekki er hér verið að mæla með
óþrifnaði eða því, að alt eigi að
vera í óreiðu á heimilinu—langt
frá því; slíkt er vitanlega engu
betra og e.t.v. verra; en í heim-
ilishaldi sem öðru, er hinn
gullni meðalvegur beztur.
Oft heyrum við hallmæli í
garð þeirrar húsfreyju sem er
miður duigleg við heimilisverk-
in: Hún er nú meiri sóðinn!
Það er aldrei nobkur skapaður
hlutur í lagi hjá henni! Hins-
vegar er altaf verið að hæla
hinni, sem er í eilífum hrein-
gerningum og nostri. Þótt und-
arlegt megi virðast, er það oft
svo, að hin fyrnefnda er skemti-
legri í sambúð heldur en hin
síðarnefnda.
Fyrir nokkrum árum, sá eg
kvikmynd sem fjallaði um þetta
etfni; hin ágæta leikkona, Rosa-
lind Russell lék húsmóðurina.
Myndin var svo frábrugðin
venjulegum Hollywood mynd-
um, og svo vel leikin, að eg fór
tvisvar að sjá hana. Hún var
af hjónum, Mr. og Mrs. Craig, er
voru vel efnuð og áttu ljómandi
fallegt 'heimili. Konunni þótti
vænna um þetta fallega hús, og
húsmunina, og bar meiri um-
hyggju fyrir því, heldur en
nokkru öðru, jafnvel rnannin-
um sínum. Hún vildi ekki ala
börn, því það tmyndi vitanlega
raska heimilishaldinu; hún var
svo vandlát við vinnukonurnar,
°g ergileg ef eitthvað var fært
úr stað eða fór úr lagi, að þær
folldu ekki hjá henni stundinni
lengur. Þegar maðurinn hennar
kom heim með vini sína, eða
gestir komu, var hún að vísu
kurteis í orði, en framkoma
hennar var slík, að fólk gat ekki
þotið sín. Ekkert mátti hreyfa
úr stað. Ef að gestunum hafði
orðið á að draga til stól, voru
þeir ekki fyrr staðnir upp, en
hún færði stólinn í sama stað.
Ef þeir reyktu, var hún altaf að
tæma öskudiskana eða opna
glugga. Ef maður hennar hringdi
eftir drykkjum, þaut hún þegar
í kring með smámottur til að
láta undir glösin. Ef einhverjum
varð á að handfjatla einhvern
skrautmunanna og dáðst að hon-
um, stóð hún hjá áhyggjufull
og lét strax muninn á sinn stað.
Enginn gat litið í bók, því þær
voru allar lokaðar inn í skápum
með gleóhurðum. Ef einhver
stóð upp, fór hún þegar að laga
sessurnar. Allt þetta var svo á-
berandi, og gestunum leið svo
illa í þessu andrúmslofti að þeir
hættu alveg heimsóknum sínum.
Mrs. Craig dýrkaði húsið sitt og
húsmunina og smámsaman úti-
lokaði þessi dýrkun hennar alila
aðra úr húsinu: Vinnukonurn-
ar fóru, frændkonurnar fóru,
vinirnir fóru og seinast voru
hjónin ein eftir; en þegar Mr.
Craig loks komst að raun um
að hin fallega kona, sem hann
'hafði elskað svo mjög, bar meiri
umJhyggju fyrir húsinu en hon-
um sjálfum, þá skildi hann við
hana og gaf henni húsið. Og nú
var hún ein eftir, með þetta á-
trúnaðar goð sitt; þá fyrst skild-
ist henni að hamingjan er ekki
bundin við hús og það efnislega,
en þá var það um seinan.
Sem betur fer eru ekki marg-
ar konur líkar Mrs. Craig, en
samt sem áður, gæti hún verið
þeim konum nokkuð umhugsun-
ar efni, sem halda að þær séu
að rækja allar skyldur sínar við
lífið með því að fága gólfin og
halda ollu í stöðugri röð> og
reglu á heimili sínu.
■f -f >
BÖRNIN:
Þurja að skilja, hvers vegna
þeim er bannað.
Óhlýðni barna stafar ekki allt-
af af óþekkt. Stundum mætti
kenna um því, að foreldrarnir
og ibörnin skilja ekki bjvort ann-
að. En nú er það svo, að athatfna-
þörf barnainna er mikil, og eigi
þau að þroskast að vitsmimum
og 'Viljastyrkleik, verða þau að
njóta nokburs athafnafrelsis.
Foreldramir hafa og sínar rétt-
mætu kröfur. Þeir eiga að bera
ábyrgð á líkamlegri og andlegri
velferð barnsins, og þeir ala án
efa iþá von í brjósti, að börnin
séu þeim til sóma, ánægjuleg
heimilisprýði. Óskir foreldranna
og hin eðlilega athafnaþrá barns-
ins, þetta tvennt, hlýtur oft að
rekast á, og þá veltur á því að
finna barninu rétta leið, því til
gæfu og veltferðar, án þess að það
sé beinlínis kúgað til hlýðni og
undirgefná.
Smábörn eru oft gleymin, og
óhlýðni þeirra getur stafað af
því. Tveggja ára barn krotar,
til dæmis, aftur otg aftur á þilið,
gleymir jafnóðum, að það er
bannað. í slíkum tilfellum er
það móðurinnar að muna áminn-
ingarnar og gefa barninu tæki-
færi til að leika sér á meinlaus-
ari vettvangi. Til barnanna má
gera fáeinar, óbrotnar kröfur, en
fylgja verður vel eftir, að þeim
sé hlýtt.
Eldri börn geta og gleymt sér
í ákafa leiksins og brugðið út
af settum reglum af vangá, en
foreldrar, sem sýna skilning á
eðli barnsins, forðast þó ofsareiði
við þau. Hins vegar verða börn-
in sem fyrst að læra að taka af-
Gull brúðkaup að Lundar
Sunnudaginn þann 14. júni si.
var gullbrúðkaup þeirra Mr. og
Mrs. John Lindals hátíðlegt
haldið í samkomuhúsi Lundar-
þorps.
Þau voru gift í Winnipeg 31.
okt. árið 1895 af séra Hafsteini
Péturssyni. Settust þau þá að á
því heimili sem verið hefur búst-
aður þeirra jafnan síðan, nálægt
Lundar. Hafa þau rekið þar
búskap með rausn og dugnaði en
þess utan höfðu þau þar smá-
verzlun frá 1895 til 1914.
Vinsældir þeirra hjóna hafa
verið miklar eins og sjá má af
því að yfir 500 mans sóttu þetta
heiðurs-samsæti. Þau hafa tekið
virkan þatt í tfélagsmálum sinnar
sveitar. Mr. Lindal sat í sveitar-
nefnd þessa héraðs í 13 ár, í
skolanefnd 12 ár og var eftirlits-
maður Manitoba-stjórnar um
fiskiveiðar á Manittobavatni í 11
ár. Mrs. Lindal hefur verið for-
seti bæði lúterska safnaðarins og
kvennfélagsins hér og í mörg ár
hefur hún verið meðlimur og
gegnt embætti í kvennfélagi því
er Women’s Institute nefnist.
Mega það áreiðanlega undur
heita, að hjón með þvílíkan barna
hóp geti getfið sig svo mjög við
almennum málum.
Börn þeirra hjóna eru sextan
og öll á lítfi .
Þau eru þessi:
1. Ólafur Jón, Ilford, Manitoba,
kvæntur og á eitt barn.
2. Thorsteinn, Dayton, Ohio,
kvæntur og á sjö börn.
3. Ásgeir, Lundar, ókvæntur og
býr heima hjá foreldrum sín-
um.
4. Daniel, Washington Island,
. Wisconsin, kvæntur og á þrjú
böm.
5. Vilhjálmur K. Chicago, ó-
kvæntur.
6. Franklin, Winnipeg, kvæntur
og á eitt barn.
7. George, Sister Bay, Wisconsin,
bvæntur og á eitt barn.
8. Jón I., Sherridan, Man.,
bvæntur og á tvö böm.
9. Emil, Iiltford, Man., kvæntur og
á fjögur börn.
10. Einar H., ókvæntur heima.
11. Lára, Mrs. L. C. Lodge,
Randolph P.O., N.B.. á tvö
börn.
12. Helga, Mrs. D. C. Thordarson,
Chicago, barnlaus.
13. Elín, Mrs. F W. Woodcock,
Gillam, Man., á þrjú börn.
14. Bertha, Mrs. S. Lyndal,
Winnipeg, bamlaus.
15. Laufey, Mrs. H. Thongrims-
son, Lundar, á tvö börn.
16. Thora, Mrs. W. G. Haildor-
son, Lundar, á tvö börn.
Alts eru 65 í fjölskyldimni
með tengdabörnum og barna-
böraum.
leiðingum gerða sinna, að svo
miklu leyti sem unt er.
Fjörmikil börn eru oft upp-
vöðslusöm og þykja því óhlýðdn,
en þeim er iþví meiri nauðsyn að
njóta skynsamlegrar leiðbein-
ingar, fá tækifæri til að nota
kraftana á réttan hátt í starfi og
leik. En sé með hörðu reynt að
sveigja þau undir vilja foreldr-
anna, fyllast þau oft þrákelkni
og kergju.
“Persónulegar” fyrirskipanir
foreldranna hafa ekki ávalt holl
áhrif á barnið, þó að það geti ef
til vill lært á þann hátt að hlýða
af einhviers konar þrælsótta. Ef
faðirinn, eða móðirin: segir, til
dæmis: “Eg banna þér þetta!”
“Þú hiýðir því, sem eg segi þér!”
skilur barnið ekki hina eiginlegu
orsök þess, að því er bannað. Segi
móðirin hins Vegar: “J>ú mátt
ekki fleygja kubbunum á gólfið,
þá skemmist það!” fær barnið
skynsamlega ástæðu fyrir for-
boðinu og á hægara með að sætta
sig við það. Skynsamleg rök og
staðfesta í fyrirskipunum virð-
ist yfirleiitt eiga betur við flest
börn en sú aðferð, að ætlast til
að þau hlýði skilyrðislaust í
blindni. (Lausl. þýtt).
Dagur.
Það sem gerði þetta samsæti
svo einstætt og eftirminnilegt,
var að sjá öll börnin þarna sam-
ankomin og mörg af bamabörn-
um hjónanna, var það álitlegur
hópur, því alt þetta fólk er hið
manrrvænlegasta.
Get eg til að sjaldan eða aldrei
hafi slíkt brúðkaup verið haldið
í Canada.
Hér hefir mikið verk verið
starfað og miki'll sigur unninn.
Erfitt <var uim allar samgöngur
þegar þau hjónin byrjuðu búskap
sinn i þessari bygð. Allar nauð-
synjar varð að sækja til Win-
nipeg um vegleysur og farartæk-
in annaðhvort uxa- eða hesta-
vagnar. Landið var óræktað,
skógi vaxið og votlendið mikið.
Ótal dagsverk fóru í að ryðja
hverja ekru og ræsta landið
fram. Fjórar öreiga 'hendur urðu
að vinna alt það verk og afla
hinni stóru fjölskyldu lífsviður-
væris. Hið fiskisæla veiðivatn
gerði það mögulegt, en kalsamt
var að stunda veikar á ísnum
vetrarlangt á Manitobavatni.
Margs þurfti við til að fram-
fleyta heimilinu og láta hinn
stóra ómagáhóp ekki líða skort
á neinu.
Það þurfti iðni og útsjón, sam-
hendni og góða heimilisstjórn.
Það er sjaldgætft að alt þetta fari
saman eins og hér varð raun á.
Fyrir það eitt áttu börnin gott
heimili og lærðu snemma að taka
þátt í störfum þess sem ábyrgir
meðlimir þess. Reyndist þeim
þetta hollur skóli tii undirbún-
ings fyrir framtíð sína.
Jafnframt þvá sem þessi hjón
neyttu allrar orku til að búa
börnum sínum sem bezta fram-
tíð og skapa þeim hin beztu skil-
yrði til heilsusamlegs þroska
bæði andlega og likamlega, tóku
þau virkan og þýðingarmikinn
þátt i þroska og velferð síns
sveitafélags.
Bygðarbúar sýndu þakkir sín-
ar með þvi að fjölmenna þeim til
samfagnaðar á þessum þeirra
heiðursdegi.
Skemtiskráin var fjölbreytt
mjög. Hún hófst með því að séra
H. E. Johnson flutti stutt ávarp
bæði á ensku og íslenzku. Mrs.
Renesse frá Árborg mælti fyrir
minni gullbrúðarinnar á íslenzku
en Miss Salome Halldórsson á
ensku. Fyrir minni brúðgumans
mæltu þeir Páll Reykdal á ensku
og C. Halldórsson, M.L.A. á ís-
lenzku. Auk þeirra fluttu iþess-
ir lengri eða skemri erindi: J. B.
Skaptason, Guðm. Joihnson, Vog-
ar, Daniel Lindal, S. Sigfússon,
Vigfús J. Guttormsson. Milli
þess sem ræður voru fluttar
s'kemti karlakórinn, undir stjórn
V. J. Guttormssonar, með söng,
en W. G. Halldórsson söng ein-
söng.
Kári Byron sveitaroddviti af-
henti heiðursgestunum gjafir
með stuttri ræðu. Þær gjafir
voru gullúr til Mrs. Lindal en
lindarpenni til Mr. Lindals á-
samt diskasamstæðu og pening-
um tiil þeirra beggja.
Samsætið fór hið bezta fram
undir lipurlegri stjórn Heimis
Thorgrimssonar tengdasonar
gullbrúðhiónanna.
Þess má geta að faðir gull-
brúðarinnar, Jón Thorsteinsson,
er enn á lífi og býr í White Rock
í British Columbia. Var gull-
brúðkaup hans og Mrs. Thor-
steinson haldið tfyrir nokkrum
árum síðan. Nú sendi hann dótt-
ur sinni og tengdasyni heillaóska
skeyti og önnur komu frá vmum
þeirra í Winnipeg, Morden, Man.,
Chicago, Vancouver, Ingolf, Ont.
einnig skrifað ávarp til Jóns frá
sveitarnefndinni hér, með þakk-
læti fyrir ágæta samvinnu.
Seint mun þetta samsæti úr
minnum Lundarbúa líða, en á-
nægjulegast hefir það samt von-
andi verið hinum öldmðu hjón-
um, sem umkringd af ástvinum
sínurn og vinum litu yfir langt
FRETTIR
(Frh. af bls. 4)
Ákveðið hefir verið að Norð-
menn sendi 4,000 hermenn til
Þýzkalands í febrúar n. k. til að
taka að sér eftirlit á parti af
þeim hluta Þýzkalands sem nú
er í umsjá Breta. Foringi þeirr-
ar hersveiltar verður Wilhelm
Hansteen. Umsjónarsvæði þeirra
verður í nánd við Harz fjöllin,
svo þeir þurfa ekki að týna niður
skíðalist sinni.
•f 4- -t
FORVITNI RÚSSA
Leynirannsókn frá hálfu
Rússa stendur yfir í Svíþjóð. Er
hún í því fólgin að sendiherra-
sveit Rússa í Svíþjóð, og aðrir
umboðsmenn þeirra eru i óða
Öinn að komast á snoðtfr um,
það, hver stefna meiriháttar
manna í Svíþjóð sé — sérstak-
lega hvort þeir séu andvígir
Kommúnista stefnunni, eða
hvort þeir haldi taum vestrænu
þjóðanna. Forvitni þessi lætur
þó ekki staðar numið við stjóm-
málastefnu Svíanna. Hún vill
líka fá að vita hvort þessir menn
séu giftir, hvað mörg börn þeir
eiga, hvort þeir séu heimilis-
kærir og láti sér annt um fjöl-
skyldur sínar, hvað mikla pen-
inga þeir eiga á banka, hvort
þeir ieigi hús, eða eigi sín eigin
heimili, hvort iþeir séu af góðu
fólki komnir, eða hvort ættfeður
þeirra hefðu verið alþýðufólk.
-f -f ♦
UNRRA OG SOVIET RÍKIN
1 maí s.l. sendi UNRRA mat
og aðrar vörur til Ukraine. Mat-
vöru sem nam 153,913 tonn, en
föt, klæðnaðarvörur og skótau
8,559 tonn; meðul 66 tonn; verk-
færi og annað til jarðyrkjubóta
25,477 tonn; til endurreisnar iðn-
aðartfyrirtæk|ja 11,743 tonn —
alls fyrir maí 199,750 tonn. í
júní voru sendar til Ukraine,
vörur sem í allt námu 42,900
tonnum.
-f -f -f
TIL BYELORUSSIA
VORU SENDAR
Vörur sem hér segir: Fyrir
maí s.l. 69,320 tonn af matvöru,
3,290 tonn af fötum og fataefni
og skóm, meðúl 35 tonn, vélar
og annað til endurreisnar akur-
yrkju 5,007 tonn; til að endur-
reisa iðnaðarfyrirtæki 6,831
tonn. Alls í maí, 84,483 tonn.
1 j-úní voru send 13,800 tonn
til Byelorussia.
í sambandi við Byeiorussia
segir í skýrslu UNRRA: Fyrir
stríðið voru 115,000 hross í þessu
héraði, 2,290 traktorar, og 1 um
2,000,000 ekrur af landi var sáð
korni. Nú eru þar 24,000 hestar,
760 tractorar, 40% af sáðlandi
ónotað; einn tíundi atf nautgrip-
um eru eftir í héraðinu og 98%
af svínum hefir fólk orðið að
farga sökum fóðurskorts.
-f -f -f
HVAÐ ER AÐ SKE
í ÞÝZKALANDI?
Eftir fréttum frá Rússlandi að
dæma, þá hafa blöðin þar óspart
notað yfirlýsing Vyacheslaff M.
Molotoffs utanríkisráðherra
Rússa, sem hann gerði 10. júlí
s. 1. um nauðsynina um sameinað
Þýzkaland, sér til yfirbóta og
áróðurs. Þó þau hafi ekki minst
á aðal skilyrð* hans, eða að
minsta kasti eitt af aðal skilyrð-
um hans fyrir því að samvinna
og heillaríkt æfistarf þennan
dag.
Þau þökkuðu líka fyrir sig með
nokkrum vel völdum orðum og
elzti sonur þeirra, Ólatfur, bar
fólkinu kveðjur og þakkir fjöl-
skyldunnar allrar.
H. E. Johnson.
P.S.—Geta má þess, að Jón
Lindal á sérstaklega stórt og vel
valið bókasafn og er margfróður
maður.
og sameining gæti átt sér stað,
en það var að Þjóðverjar borg-
uðu Rússum $10,000,000,000 í
stríðs-skaðabætur, og hrós það
um veglyndi Molotoffs hefir náð
lengra en til Rússa sjálfra. Tveir
leiðandi menn Kommúnista
stefnunnar, þeir Wilhelm Pieck
og Otto Grotewohl, hafa verið
að ferðast um á umsjónarsvæði
Breta, iti'l að segja þeim og Þjóð-
verjum á því svæði, hve óend-
anlega að Rússneska stefnan í
málurn Þjóðverja sé þeim nær
og hollari heldur en stefna vest-
rænu þjóðanna.
Á meðan að þessu fer fram á
áróðurs svæðinu þá eru Banda-
ríkja umlboð'smennirnir á Þýzk-
alandi í óða önn að vinna að og
búa undir hagkvæmt spamaðar
sambanda á milli umboðssvæðis
Bandaríkjanna á Þýzkalandi og
hinna herteknu hluta landsins,
samkvæmt stefnu og fyrirmæl--
um James F. Byrnes utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna. Bretar
samþyktu í síðasta mánuði að
fylgja fram stefnu og fyrirkomu-
lagi Bandaríkjamanna í öllum
aðál atriðum, í sínu umsjónar
umdæmi. Frakkar hafa ekki
enn lákveðið sig í þessu máli, en
Rússar neitað að taka það til
greina, en þeir sem bezt þekkja
til þessara mála á þýzkaiandi,
láta þá sfcoðun sína í ljósi, að
Rússar muni nauðugir viljugir
verða að taka stefnuna upp líka.
Þetta fyrirkomulag Banda-
ríkjamanna er á þá leið, að þeir
ákveða að mynda nauðsynlegar
þýzkar stjórnardeildir, eins og
tekið er fram í Potsdam fyrir-
mælunum.
Stjórnardeildir þessar eru ut-
anríkis viðskiptadeild. Deild sú
gefur ráðstjóm sambandsþjóð-
anna skýrslur um allar útflutt-
ar og innfluttar vörur og hefir
hönd í bagga með fylkja og
sveitastjórnum. Sú deild hefir
og með höndum ýms áríðandi
mál sem hún hefir úrskurðar-
vald í, en leggur aðeins hin þýð-
ingarmestu stjómar atriði fyrir
ráðstjórnina.
Iðnaðardeild. — Sú deild á,
samkvæmt fyrirætlunum Banda-
ríkjamanna, að skipuleggja og
sameina öl'l iðnaðarfyrirtæki í
öllum hersetnu pörtum lands-
ins — fjórum.
Landbúnaðar og matvöru-
deild. SMk deild sæji um mat-
vöruforða þjóðarinnar, og að-
stoðaði hana til að ráða framúr
því spursmáli, með því, að skip-
uleggja og sameina matvöru-
framleiðisluna; innheimtu, sjái
um tflutningstæki og flutning á
matvörimni um alt ríkið.
Fjármáladei'Id, sem væri undir
leiðsögn ráðstjórnar sambands-
ríkjanna, en hefði umsjón með
fjármálum þjóðarinnar — það
er allra herteknu svæðanna.
Halda sameiginjlega fjárihirslu,
ráðleggja fylkis- eða sveita-
stjórnum í sambandi við fjár-
mál sín; gefa ráðstjórn sam-
bandsríkjanna bendingar í sam-
bandi við fjármál ríkisins; ann-
ast opinberar skuldir; hafa um-
sjón með útgáfu gjaldeyris, og
stofna þjóðibanka.
Áætlaðar fyrsta árs tekjur
fjármáladeildarinnar eru 14,-
400,000 ríkismörk ($440,000.00).
Samgöngu og Póstmáladeild,
ræður yfir flutningsgjöldum og
póstgjöldum og öllu samgöngu
og póstmála fyrirkomulagi.
Flútningadeild, ræður yfir
brautum, innanlandssiglingum,
höfnum; strandferðum og þjóð-
vegum.
Ástæðan fyrir þessari stjóm-
armyndun og sameiningarþörf
er þannig gefin:
“Hinar öru breytingar sem
orðið hafa á hinni stjómmála-
legu og ihagnýtu aðstöðu, hafa
flutt atvikin langt fram yfir hin
upprunalegu/ takmörk. Það get-
ur enginn sameiginlegur lýð-
ræðisþroski átt sér stað á með-
al fólksins á Þýzkalandi, á með-
an að þar kemst ekki á þýzk
stjórn, er í framkomu sinni og
athöfnum fylgi frumreglum lýð-
ræðisins.”