Lögberg - 05.09.1946, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. SEPTEMBER, 1946
Sannleikurinn um Knút
konung Sveinsson
Eftir Nicolas Size og John Wood
í hinum eldri skólabókum er
sagan um Knút og flóðið auð-
sjáanlega sögð nemendunum til
gamans aðeins.
Það eru ekki margir sem hafa
komið auga á, að sigurvegararn-
ir norrænu, eftir að hafa tekið í
sínar hendur mest af betri og
lærðari stöðum, og verandi óvin-
veittir þeim sem stöðurnar
höfðu á hendi, að þá gerðu eftir-
komendur þeirra sitt bezta til
að ófrægja þá og illmæla þeim.
Þannig var það, að einn af ágæt-
ustu konungum Englands 'hefir
verið spottaður og í háði hafður,
í aldaraðir.
Hinrik frá Huntington, nor-
rænn rithöfundur, hóf fyrstur
máls á þessari ófrægðar sögu um
hálfvita konung, sem ásamt ráð-
gjöfum sínum gjörði sig og þá
að fíflum >með. því að skipa flóð-
öldunni að fjara, um hundrað
árum eftir að atvik það sem átt
er við gjörðist. Sannleikurinn í
samibandi við atriði þetta fékk
ekki að sjá birtuna. En rann-
sóknir nútímans hafa leitt í ljós
atriði sem varpa nokkurri byrtu
á málið, og myndin nýja, sem
okkur er sýnd, er hrífandi.
Þessi saga tekur okkur til baka
til síðari hluta steinaldarinnar,
þegar partur af landi voru sem
síðar varð heimili Vestur Saxa,
var bygður af fólki sem var lítið
vexti, með langar framtönnur,
svart hár og svört augu. Menn-
irnir einkennilegir í vaxtarlagi
og skeggjaðir, sem margar sög-
ur gengu af í liðinni tíð, og
beinagrindur finnast af enn í dag,
þar sem þeir sofnuðu síðasta
blundinn með knén upp að höku,
í Wessex, og reyndar út um
öll lönd Evrópu.
í byrjun Eyraldarinnar voru
þessir menn yfirunnir af Keltum
sem komu frá Evrópu, en ekki
eyðilagðir.
Á Skotlandi hélst þetta fólk
lengur við undir Pikt nafninu,
og um bygð þeirra spunnust
þjóð- og forynjasögur. í suður-
hluta landsins hélzt þetta smá-
vaxna fólk við frá því fyrst að
Keltarnir komu, á hjátrú.
Meðfram ströndinni var þeirri
atvinnugrein þess gefinn byr
undir báða vængi með náttúru
undrum sem þar áttu sér stað,
en var lítt skilið á þeim dögum;
en það var tvöfalt flóð sem átti
sér þá stað, og á sér enn stað
meðfram ströndum Hampshire
og Dorset héraða, og orsakast
af aðal flóði sem streymir í aust-
ur og mætir flóðöLdunni sem
kemur að austan meðfram Skot-
landi undan Sussex héraðinu.
Þegar þessum tveimur flóðöld-
um slær saman er þeirri sem að
vestan kemur þrýst til baka og
suður til eyjarinnar Man, en sjó-
þrýstingurinn helst þar til flóð-
aldan fjarar til vesturs, sem or-
sakar nýja flóðöldu.
Með því að taka þessi náttúru-
undur í þjónustu sína, gátu þess-
ir fyrirrennarar Keltanna látið
fólk trúa því að það væri mátt-
ugt galdrafólk, ekki aðeins Kelt-
anna, heldur Rómverja, Britons
og Saxa, og á meðal þeirra voru
þeir álitnir að vera æðri verur
sem voru hafnar upp yfir efa, eða
aðfinslur menskra manna.
í tíð Saxa var aðal aðsetur
þessa fólks og blómlegust bygð,
í og umhverfis Wareham í Dor-
set. Því var virkilega slegið
föstu, að hinn konunglegi Kor-
fú kastali, sem var fjórar mílur
í burtu frá bænum, væri undir
sérstakri vernd þessa fólks.
Það er ekki vafa bundið að
þegar á dögum Rómverja, þá
hefir Wareham verið þýðingar-
mikill bær, en það er heldur ekki
efamál, að eftir að Saxar gerðu
Korfú kastalann að konungleg-
um dvalarstað, og settu part af
her sínum til að gæta hans, að
þá náði galdraiðn þessa fólks há-
marki sínu.
Það má vel vera, að tvöfalda
flóðaldan hafi verið undirstað-
an að valda því, sem þetta galdra
fólk hafði á sinni tíð, en fram-
kvæmdir þess og verkahringur
náði lengra en til haföldu und-
ursins. Það náði til allra mögu-
legra hluta, á landi, í .lofti og sjá.
þektra, en þó sérstaklega til* ó-
þektra. Þegar hætta stafaði frá
ofmiklum þurkum, þá var þess
vitjað til þess að framleiða regn.
Eins, ef of miklar rigningar voru,
þá til þess að dreifa regnskýjun-
um. Þeir frjóvguðu jarðveginn,
hjarðfé bænda og allan jarðar
gróður ár frá ári, og tóku toll af
bændum fyrir, og ef einhver
maldaði í móinn, þá komu hót-
anir um óhöpp og ógæfu, svo
menn þorðu ekki annað en að
hlýða.
í þeirra höndum voru allar
lækningar, og fyrir grasafræði-
lega þekkingu sína hafa óefað
læknað ýmsa kvilla. Börn þessa
fólks gjörðust uppástöndug, eins
og foreldrar þeirra, og þegar fólk
vildi ekki láta af hendi við börn-
in, það sem þau heimtuðu, þá
spunnust sögur um álfa, illkvitni
og hatur í sambandi við þetta
galdrafólk.
Þannig var andrúmsloftið í
Wessex þegar Aðalráður Óvið-
bún'i (Ethelred the Unready)
kom þar til valda. Eitt af fyrstu
verkum konungs þess var að
skifta um varðlið, reka hið Sax-
neska, af því að hann treysti því
ekki, en taka aftur Dani í láf-
vörð sinn. Foringi í danska líf-
verðinum var Palling jarl, en
hann var giftur Gunnhildi syst-
ir Sveins Tjúguskeggs Dana kon-
ungs. Eftir nokkurn tíma sem
jarlinn og Gunnhildur voru
gestir Aðalráðs konungs og
drottningar hans, að Korfú, vildu
þau búa út af fyrir sig og ráku
ásamt" yfirgangsseggjum kon-
ungs nokkra galdramenn frá
hinum lítilfjörlegu heimilum
sínum, af stað sem jarlinn og
Gunnhildur vildu byggja á, og
þóttu sér samboðinn. útúr
þessu spratt megn óvild á milli
jarls hjónanna og galdrafólks-
ins, og í tilbót setti Gunnhildur
sig út til þess að móðga konung-
inn og ráðgjafa hans. Útúr þessu
öllu saman varð slagur og mann-
dráp. Galdrafólkið sem utan
bæjarins Wareham bjó streymdi
inn í bæinn, og St. Brice kveld
1. október 1002 sló fylkingunum
saman fyrir framan nýja húsið
jarls hjónanna og veitti galdra-
mönnunum betur, og drápu mót
stöðumenn sína vægðarlaust.
Aðalráður skarst í leikinn með
þeim og varð banamaður margra
sinna manna úr lífverðinum.
Síðast lét hann Gunnhildi og
ungt barn hennar varnarlaus í
höndur á gaLdralýðnum æstum
og ærðum, sem tók barnið úr
höndum hennar og reif það í
sundur, lim fyrir lim, í augsýn
hennar. Á meðan að þessu fór
fram var jarlinum haldið og
hann látinn horfa á leikinn. Svo
voru bæði drepin, en áður en
þeir drápu Gunnhildi, stungu
þeir úr henni bæði augun.
Innan mánaðar frétti Sveinn
Danakonungur um dráp systur
sinnar og mágs, og fór undir-
eins að búa sig til hefnda, og
þegar hann var tilbúinn, sigldi
hann flota sínum til Englands, í
fyrsta sinn, og lagði undir sig
land mikið, og í suðurfylkjunum
gekk Sveinn konungur svo nærri
Aðalráði, að hann keypti á sig
þriggja ára frið fyrir 36,000 pund
af silfri, eftir að Sveinn kon-
ungur hafði lagt undir sig alt
Norður England.
Knútur, sonur Sveins konungs,
var tíu ára þegar faðir hans fór
fyrstu herferð sína til Englands,
1003. Hann tók sér morð föður-
systur sinnar mjög nærri og gat
aldrei gleymt þvá ódáðaverki.
Þegar þau þrjú ár sem friðhelg
voru, voru liðin, hélt Sveinn
konungur aftur til Englands og
lagði þann partinn sem óunninn
var undir sig og Aðalráður varð
að láta af völdum. Sveinn valdi
sér aðsetur í Jórvík, en hann dó
skömmu eftir að hann hafði tek-
ið konungdóm á Englandi og
Knútur sonur hans, sem var fyr-
ir innan tvítugt tók konungdóm
í Danmörku, Norvegi og á Eng-
landi. Eftir uppþot í öllum lönd-
unum, sem Knútur bældi niður,
setti hann landstjóra í Danmörku
og í Norvegi, og fór sjálfur til
Englands og bældi niður upp-
reisnina í Wessex, sem þó nokk-
urri útbreiðslu hafði náð í fjar-
veru hans. Fyrsta verk Knúts
konungs var að mynda stjórnar-
ráð og í því verki braut hinn
nýji konungur allar venjur og
siði. Hann velur jöfnum hönd-
um í stjórn sína leiðandi menn
á meðal Saxa og Dana. Hann
lagði strangt bann við öllu rupli
og ráni, en lýsti hreinlega yfir
því, að hann ætlaði að refsa
fólki þv-í öllu í Wareham, sem
átti þátt í að myrða Gunnhildi,
barn hennar og þúsund Dani
sem drepnir hefðu verið um
sama leyti. Ráðuneyti Knúts
varð alveg forviða á þeirri
dyrfsku að ætla sér að ráðast
gegn galdramagni því sem það
þóttist visst um, að réði yfir
regni, sjó og vindi. En Knútur
þóttist viss um að þetta fólk
sem þóttist ráða yfir flóði og
fjöru væri svikarar, og bað um
leyfi stjórnarráðs síns og fleiri,
til að sanna það hugboð sitt.
Stakk hann uppá að hann, stjórn-
arráðið og aðrir f-leiri skyldu
ganga til strandar, ásamt eins
mörgum galdramönnum og
þurfa þótti, og binda svo galdra-
mennina við fjörugrjót á milli
sjávarins og konungs og kon-
ungssinna. “Ef,” sagði Knútur
konungur, “að sjórinn fellur frá
landinu að boði þessa fólks, fyr-
irgeri eg rétti mínum til hefnda
Wareham. Ef ekki, þá er dóm-
ur þessa fólks óumflýjanlegur.”
Morguninn eftir að samtal það
sem á er minst átti sér stað, lét
Knútur konungur flytja hásæti
frá Corfú kastala og ofan að
galdramanna höfninni, og sæti
handa öllum gestum hans. Svo
fór hann að dæmi Ólafs konungs
Tryggvasonar í Noregi, bauð að
oinda skyldi galdrafólkið við
fjörugrjót, fá því síðan hljóð-
pípur og horn, sem notuð voru
af því til þess, að stýra flóðöld-
unni með, en Knútur og ráðu-
neyti hans settust á stóla sína
og biðu átekta.
Til þess að stytta tímann, tók
>hann með sér manntafl og tefLdi
við danskann biskup, sem kvadd-
ur var til vitnisburðar um atburð
þennan, en skeytti ekkert and-
vörpum og hljóðum vesalings
fólksins sem bundið var, en þau
hljóð og andvörp þögnuðu fljótt
eftir því sem flóðaldan reis, sem
var komin svo nærri stólunum
sem ráðunautar konungsins sátu
á, að þeir risu á fætur og ötl-uðu
að forða sér, en þá skarst kon-
ungur í leikinn og forbauð mönn-
um að hreifa sig unz að hann
hefði unnið taflið, en þá var
hann sjálfur blautur uppá kné.
Hugði hann þá, að menn hefðu
lært lexíuna að fullu, sem hann
vildi kenna þeim, og gaf þeim
leyfi til að forða sér.
Allir voru nú sendir til Ware-
ham, og Knútur skipaði svo fyr-
ir, að enginn sem var eldri en
tuttugu og fimm ára mætti fara
burt úr bænum. Sjálfur reið
hann til sölutorgsins og tilkynti
fólki að nú væri að hefndardög-
um komið. Síðan reið hann á
burt til árinnar, en menn hans
kveiktu í húsum fólksins í
Wareham, og strádrápu folkið.
Stundum tóku þeir fólkið og
SÓLVEIG GRÍMÓLFSDÓTTIR HOFFMANN,
Ijósmóðir og landnámskona,
F. 26. júní 1865 — d. 9. apríl 1946
Minn Guð, minn Guð! í gegnum sorg og sárin
mér sífelt beindir þú á rétta leið. —
Nú eru þornuð öll mín saknaðs tárin;
við endurfundi skýn mér sólin heið.
Og framar aldrei skýja klakkar skyggja
þó skúrin falli jarðar dölum í,
því æðri sali öll við fáum byggja. —
Eilíf tendrast miskunn Guðs á ný.
Trausti G. ísfeld.
Sólveig Hoffmann'
Hún var komin af hinni merku
og vel kunnu Staðarfells ætt.
Foreldrar hennar voru Grímólfur
Ólafsson og Steinunn Jónsdóttir;
þróttmikið fólk og merkilegt.
Sólveig var fædd á Staðarfelli
í Barðastrandarsýslu. Og þar, en
síðar íSnæfellsnessýslu mun hún
hafa alist upp. Faðir hennar var
bókamaðuT mikilk fróðujr um
margt bóklegt, og hafði miklar
mætur á sagna og ættfræði.
Ná frændi Sólveigar er hinn
þjóðkunni læknir, Björgólfur Ól-
afsson, sem um áratugi gengdi
læknisstörfum í þjónustu Holl-
endinga, í Austurálfu.—Er margt
einkar vel gefið fólk i ættinni, og
glæsilegt að vallarsýn.
Ung að aldri giftist hún Jóni
Jóhannssyni Hoffmann, ættuð-
um af Snæfellsnesi. Þau fluttust
til Vesturheims árið 1900. Þau
bjuggu í Mikley; lengst af í
Skógum. Hún misti mann sinn
árið 1918. Börnin Þeirra eru:
Elínborg, gift T. L. Hallgríms-
syni, nú búsett í Winnipeg; Sig-
r-íður, gift T. H. Thordarsyni,
einnig búsett í Winnipeg; Pétur
Hoffmann, d. 1920; Vilborg, gift
M. Brynjólfssyni, búsett í Riv-
erton, Man.; Grímólfur Ólafur,
d. 1926.
Systkini hinnar látnu eru:
Mrs. A. Saunders, Besamier,
Okla., U.S.A.; Ólafur, starfandi
í B. C.
Sólveig kom fullþroska til
þessa vestræna lands, er varð
henni einkar kært. Sem að
framan er aðvikið var hún kom-
in af þróttmiklum íslenzkum
ættum, bar hún og með sér að
hinzta æfidegi fram, glögg merki
fornar tignar, er lýsti sér í ó-
venjulegu lákamsþreki, andlegu
festu hálm utan á það, kveiktu
svo í öllu saman og slepptu föng-
unufn sem stóðu í björtu báli,
svo að þeir gætu kveikt út frá
sér. Bærinn forni var eyðilagð-
ur með öllu, og þar sem allt
galdrafólkið sem til náðist hafði
verið sent til bæjarins áður en
hann var eyðilagður, er ólíklegt
að margir þeirra hafi komist
lífs af er þátt tóku í fyrra upp-
hlaupinu og morði Gunnhildar.
Sökum missagna norðmanna,
þá sást Englendingum yfir í
mannsaldra að viðurkenna Knút
mikla sem sameinaði Engla,
Saxa, Norðmenn og Dani í eina
samfelda þjóð* Englendinga.
Þing, annað elsta þing í heimi,
átti upptök sín og fyrirmynd í
þingi íslendinga, sem Knútur
flutti til Lundúna, þar sem sú
stofnun þróast enn í dag, eins og
ensku beikitrén sem send voru til
Lárvíkur í Noregi, eru einu beiki-
trén sem til Noregs hafa komið.
atgjörfi', miklu jafnvægi, sem
jafnan má telja andleg óðals-
merki. Hvorki hrörnandi heilsa,
né fjölgandi æfiár voru þess
megnug að lama andlegt þrek
hennar; hún var mikil að vall-
arsýn, tíguleg í framkomu, hug-
arstyrk og fáorð; lítt beygð af
elli, svo vel hafði henni enzt hin
góða vöggugjöf: heilbrigð sál
í hraustum líkama. Hugprýði
hafði hún þegið að vöggugjöf í
riíkuglegum mæli. Þessvegna var
hún jafnhuguð og æðrulaus, þótt
djúp reynzla félli henni oft í
hlut. En samfara þessu jafn-
vægi hugarins var djúpt traust
á náð Guðs og föðurlega vernd.
Þessvegna lét henni ekki að fár-
ast eða fjölyrða þótt að ástvina-
missir eða önnur reynzla gengi
nærri henni. Sjálf hafði hún
reynt það, sem íslenzka skáldið
yrkir um:
“Smyrslin Jesú sárt ei svíða,
svíar verkur, undir grær,
langt þarf eigi bata að bíða,
ben ef táradöggin þvær.”
Heimili Hoffmanns hjónanna í
Skógum var eitt af merkisheim-
ilum bygðarinnar, átti sinn þátt
í félagsmálum eyjarbúa, og setti
styrkleika svip á bygðina. Um
áratugi stundaði Sólveig ljós-
móðurstörf, er fórust henni far-
sællega úr hendi; var það starf
rækt undir óvenjulega erfiðum
kringumstæðum. Bygðin er að-
skilin frá meginlandi, lengst af
ekki læknir nær en á Gimli, í
40—60 mílana fjarlægð. Slík
þjónusta, leyst af hendi af góð-
um og fórnfúsum hug, af jafn
hæfri konu eins og Sólveig var,
var mikils um verð, og lifir í
þakklátu minni margra. En
jafnframt þessu aukastarfi var
sólveig fyrst og fremst umhyggj-
usöm og ágæt móðir, og manni
sínum stoð og styrkur í frum-
byggja baráttunni.
Börn Hoffmanns hjónanna
voru mannvænleg og góðum
hæfileikum búin og hið merk-
asta fólk. En dauðinn var þar
stórhöggur, og nam á brott tvo
efnilega sonu þeirra á fegursta
blómaaldri. Eftir lát eiginmanns
síns dvaldi Sólveig í Mikley um
hríð með sumum börnum sín-
um; en stundum hjá Elínborgu
dóttur sinni, er þá bjó í River-
ton. Hér í Selkirk átti hún
heima 22 síðustu æviárin, og
eignaðist góða vini; hún hélt hér
heimili, fyrir aldraðann merkis-
mann, Jón Skardal; var hress-
andi að koma á heimilið til
þeirra. Orðræður hennar voru
jafnan fræðandi, þv-í hún var
kona prýðis vel gefin að and-
legum hæfileikum, átti dómbæra
skynsemi á verðmæti íslenzkrar
erfða, var sagnfróð — og hafði
gott minni. Maður fór oft fróð-
ari af fundi hennar — og enda
betri maður, sökum þess að hún
miðlaði manni af göfugri og víð-
sýnni hugsun, og styrkri trú á
Guð. — Hún var kona einkar
trygglynd, þar sem hún tók
trygð og vináttu. — Dætur henn-
ar — þó í fjarlægð dveldu síð-
ustu æviár hennar, létu sér annt
um hana. Heilsa hennar fór
hrörnandi en var þó sæmileg að
kalla mátti. — Og svo kom hvíld-
in — hinzta stríðið stutt og þján-
ingalítið.
Bros lék um deyjandi varir
hennar. Útförin fór fram frá
DÁNARMINNING
Arnljótur B. Olson
Arnljótur Björnsson Olson
lézt þann 16. ágúst næstliðinn á
gamalmenna heimilinu Betel á
Gimli, 82. ára gamall; hann flutti
vestur hingað árið 1888, og var*
þvá búinn að dvelja hér í landi
58 ár.
Hann nam land 3 mílur vestur
af Gimlibæ, og bjó þar um hríð,
en seldi það, og flutti inní bæ-
inn, og lifði þar mörg ár, en loks
flutti hann til Winnipeg borgar
og bjó þar all-lengi, og sökkti
sér niður í bókmenntir, og safn-
aði að sér kynstrum af íslenzk-
um bókum, lét binda þær í gott
band, og gaf svo alt safnið, 1200
eintök, Manitoba Háskóla og ber
sa fnið nafn hans: “Olson’s Ice-
landic Library.” Stjórn íslands
veitti honum einnig heiðurs-
rnerki fyrir þann manndóm.
Arnljótur var kominn af góð-
um og gáfuðum bænda ættum í
Húnavatnssýslu. Björn faðir
hans, bróðir séra Arnljóts og
Gísla búfræðings, var Ólafsson,
Björnssonar, Guðmundssonar (er
kallaður var Skagakóngur). En
móðir Björns Ólafssonar hét Mar-
grét Snæbjörnsdóttir, prests í
Grímstúngu, Halldórssonar bisk-
ups, Brynjólfssonar. Lengra
nenni eg ekki að telja þá ætt.
Kona Arnljóts hét Jórunn Ól-
afsdóttir; hún var góð kona, og
fríð sýnum. Þau eignuðust tvo
syni: Snæbjörn, látinn fyrir 5
árum, og Ólaf Hrafnkel, stór-
myndarlegan mann, giftur Elín-
borgu dóttur minni. Þau eiga
2 sonu og eina dóttur, efnileg
börn, og eru það einu afkom-
endur sem Arnljótur átti, sem
mér er kunnugt um.
Jórunn kona Arnljóts lézt
1933. Síðan hefir hann verið
sem rótarslitinn kvistur, þar til
hann fann hinn friðsæla stað
“Be'tel”; þar andaðist hann og
var lagður við hlið konu sinnar,
í grafreitnum við Gimli. Séra
Philip Pétursson jarðsöng hann,
á mjög hátíðlegan hátt.
Af þvi Arnljótur var mjög
þjóðrækinn, er sál hans líklega
farin heim í Húnavatnssýslu, að
sjá æskustöðvar sínar, og 10
systkina, áður hún flytur inni
himnaríki.
Sigurður Baldvinson.
Gimli, 20. ágúst, 1946.
Lútersku kirkjunni í Selkirk, að
dætrum hennar, ástvinum , og
mörgum, og glæsilegum afkom-
enda hópi viðstöddum, þótt sum-
ir nánir væru fjærverandi. Það
hvíldi tignar og friðar blær yfir
kveðjustundinni. Minningin um
góða móðir og ættmóðir, og göf-
uga íslenzka konu, lifir í huguxn
ættmenna hennar og vina.
Þökk fyrir kynninguna !
S. Ólafsson.
Minnist
BETEL
í erfðaskrám yðar