Lögberg - 05.09.1946, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. SEPTEMBER, 1946
3
Hallfríður
Thorwaldson látin
Hallfríður Thorwaldson
Sjöunda júlí s. 1. lézt að heim-
ili dóttur sinnar, Mrs. Octavíus
Brandson í Los Angeles, Calif.,
merkiskonan Hallfríður Thor-
waldson. Hún var fædd á Brú á
Jökuldal 1861. Faðir hennar var
Sigurbjörn Guðmundsson, ætt-
aður úr Berufirði. Móðir hennar
og kona Sigurbjörns var Signý
Magnúsdóttir frá Sandi á Tjör-
nesi. Hallfríður fluttist ung með
foreldrum sínum að Hraunfelli
í Vopnafirði. Hún misti móður
sína innan fermingaraldurs. Tók
þá við umsjá heimilisins að miklu
leyti hjá föður sínum. Elfdist
þannig hjá henni sjálfstæði og
ráðdeild. Þegar ábyrgðin fellur
á ungar herðar snemma verður
að treysta á eigin úrræði, veitir
það oft þroska, sem annars ekki
fæst, ekki sízt þegar upplag og
greind eru móttækileg. Þessi
erfiðu æskuár voru skóli lífsins
fyrir Hallfríði og hún var góður
nemandi. Annars hafði hún not-
ið þess uppeldis er þá tíðkaðist í
sveitum. Islands og reyndist svo
mikillega affarasælt fjölda mörg-
um er til Ameríku fluttust. Því
er eflaust ábótavant í mörgu,
en átti einn þann höfuðkost að
það skapaði alment hjá þeim er
nutu, hungur eftir meiri upp-
fræðslu og þrá að nota tækifær-
in til þess að uppfylla þá þörf.
Þannig reyndist það einnig þess-
ari ungmær er hún átján ára
gömul lagði áleiðis til Vestur-
heims með föður sínum og Magn-
úsi bróður sínum 1879. Fyrstu
fjögur árin hér dvaldi hún í
Duluth, og þar hófst undir eins
viðleitnin að afla sér aukinnar
mentunar og fræðslu. Með þörf-
ina að vinna fyrir sér, var það
ekki auðvelt, en verulegur áhugi
áorkar miklu. Árið eftir að hún
fluttist til Mountain í N. Dakota
1883, verður það úr fyrir henni
að sækja ríkisháskólann í Grand
Forks. Stundaði hún þar nám
veturinn. 1884-5. Með henni var
Lena Eyfond, sem nú er Mrs. B.
T. Björnson í Boise, Idaho. Voru
þærfyrstu Islendingar er stund-
uðu þar nám, en upp frá því var
stöðugur og vaxandi straumur
ungmenna úr bygðinni íslenzku
í Dakota á þennan háskóla og
aðrar æðri mentastofnanir, svo
engin önnur íslenzk bygð hefir
komist þar til jafns. Miklu veld-
ur sá er upphafinu veldur. Þeim
mun fremur má telja hér til
samhengis vegna þess að báðar
þessar ungmeyjar tóku að sér
kennarastarf í bygðinni og áttu
þannig kost á að ná til æskunnar
alveg sérstaklega. Kendi Hall-
fríður um fimm eða sex ára
skeið. Verða ekki rakin þau á-
hrif er hún hefir haft á hina upp-
vaxandi kynslóð. Þegar til þess
kom að hún þurfti að uppala sín
eigin böm kom í ljós hve mikil
alvara henni var með að þau
mættu njóta hinnar fylztu ment-
unar. Að kynslóðin, sem á eftir
hæmi, mætti njóta fyllra tækiy
færis til menningar og þroska,
hefir ætíð verið draumur og við-
leitni þeirra, sem beztan skerf
hafa lagt til uppeldismálanna.
Það var leiðarljós í frumbyggja-
sögu Vestur-lslendinga. Þegar
þrædd er sú viðleitni verður við-
urkent að margur kennarinn í
bjálkaskólanum lagði ekki lít-
inn skerf til að glæða það ljós.
Þessi brautryðjandi kona átti
þar óskiftan hlut að málum.
Um 1890 tók hún að sér póst-
afgreiðslu að Mountain og lét af
kennarastarfi. Rækti hún hina
nýju stöðu með sömu alúð. Á-
vann hún sér sífelt vaxandi til-
trú og vinsældir. I september
1894 giftist hún Elís Thorwald-
son. Varð heimili þeirra áfram
að Mountain. Hann fékst við
verzlun og tók einig að sér póst-
afgreiðslu. Var umsýsla öll rek-
in með miklum áhuga og dugn-
aði. Heimili þeirra varð eitt
mesta höfuðból íslendinga á þess-
um slóðum. Hefst nú það tíma-
bil í lífi hennar þegar hún nýt-
ur sín til fullnustu og aðal lífs-
starf hennar byrjar. Hún er um-
fram alt heimilismóðir, sem fyrst
og fremst rækir þann reitinn er
næstur er. En samhliða því tek-
ur hún mikinn og góðan þátt í
þeim málum öðrum er næst voru
hjarta hennar. Safnaðarmál og
kvenfélagsstarf nutu einkum
krafta hennar. Velferðarmál
bygðarinnar fengu oft sinn bezta
stuðning á heimili hennar. For-
ysta var henni eðlileg og var rækt
á þann hátt að það vakti tiltrú
almennings. Hún hélt uppi
merki með heiðri meðan hún átti
heimili í bygðinni, og vinátta
og virðing fylgdu henni úr garði.
Engin fjarlægð gat dregið fjöður
yfir það, að þar, sem hún var,
átti bygðin eina þá konu, sem
mestan og beztan skerf hefir lagt
til heiibrigðis og velferðar í lífi
hennar og málum.
Þau Thorwaldsons hjónin eign-
uðust sjö börn, er öll voru hin
mannvænlegustu. Nöfn þeirra
eru þessi eftir aldursröð: 1. Wil-
mar Hóseaá, var útskrifaður
læknir, druknaði í gren við Chi-
cago 1923. 2. Elízabet Þonbjörg,
útlærð hjúkrunarkona, gift
Magnúsi verkfræðingi Hjálmar-
son. Þau eru nú til heimilis í
Canal Zone við Panama-skurð-
inn. 3. Octavía Sigurbjörg, gift-
ist Einari Brandson, eignuðust
einn son, Ellis Robert, er hlotið
hefir námsverðlaun við Univer-
sity of Southern California. 4.
Sidney Thorwald, látinn fypr
rúmum fimm árum síðan, verzl-
unarmaður í Fargo, N. Dak., átti
innlenda konu, eina dóttir. 5.
Alfred Stígur, lögfræðingur í
Chicago, giftur innlendri konu,
eiga dóttir 19 ára og son 16 ára.
6. Elfríða Magnea, dó ung. 7.
Elvin Magnús, giftist innlendri
konu, hefir sint verzlunarstörf-
um á ýmsum stöðum í Califor-
níu og víðar.
Sem húsmóður og móður mun
Hallfríðar Thorwaldson tíðum
verða minst vegna þeirra óvenju-
legu yfirburða er hún sýndi í
því að annast svo til fyrirmyndar
var, stórt og gestk-væmt heimili,
en láta það þó enganveginn verða
til þess að barnahópurinn færi
varhluta þeirrar nákvæmu móð-
urumhyggju, sem henni var svo
lagin. Hún lifði með börnum
sínum, lét ekkert standa í vegi
þeirrar reglusemi og stjórnsemi,
sem einkennir beztu heimili, en
átti líka þá þollund og skilning
á ástæðum er heilbrigt uppeldi
og mannlíf ætíð krefst. Hún var
kennarinn, sem setti sig inn í það
að skilja þá er á'hrifa hennar
nutu, og kunni því betur að miða
að mafki rneð árangri. Persóna
hennar flutti með sér. áhrif er
settu stimpil á heimili hennar og
umhverfi. Stórhugur frumherja-
tímábilsins var henni í blóð
runninn enda dróg ekki maður
hennar úr þeim áhrifum. Það
gat engum dulist hvílík atkvæða-
kona var þar fyrir er hennar
naut við.
Utan heimilisins var það sér-
staklega kirkjan og kristindóms-
málin, sem hún bar fyrir brjósti
og veittidiðsinni. Fylgdi þar ein-
beittur hugur máli. Það þurfti
aldrei að leiða getur að hver af-
MAÐUR MYNDAR
DAUÐA SINN
B. J. Stav, sænski myndasmið-
urinn, var einn af þeim mönnum,
sem höfðu tekið að sér að kom-
ast að hvar skipi, sem var á ferð
frá Trinidad, með mikið af gulli
og var sökkt af kafbát, lægi á
sjávarbotni. Með Mr. Stav var
félagi hans, Ernest Klas, og var
hann eins hugprúður og djarfur
eins og Stav sjálfur.
Þeir höfðu, þessir tveir menn,
ekki ásett sér að taka neinn þátt
í gull-leitinni. Þeir ætluðu sér
aðeins að taka myndir af kafara
aðferðunum, og höfðu því tekið
með sér ágæta hreyíimyndavél,
sem hægt var að taka myndir
neðansjávar með. Þegar á stað-
inn kom, þar sem skipið lá á
mararbotni, þá var Ernest Klas
fyrstur til að kafa til skipsins.
Hann hafði ekki verið nerha ör-
stutta stund niðri þegar hann gaf
merki um að draga sig sem
skjótast upp.
Stav kallaði til mannanna á
skipinu og sagði: “Dragið hann
upp strax drengir.”
Maðurinn sem við lyftuna var
hafði varla snúið 'henni einn
snúning þegar kippt var í taug-
ina sem fest var utan um Ernest
staða hennar væri gagnvart þörf-
um safnaðar, sunnudagaskóla
eða kvenfélags. Hvergi komu
áhrif hennar og stjórnsemi fram
í fyllri mynd en í kvenfélagi Vík-
ursafnaðar, sem hún var forseti
í um tuttugu og fimm ára bil.
Það tímabil náði yfir mjög erfitt
tímabil í félagsmálum bygðar-
innar, þegar söfnuðurinn klofn-
aði og æstar tilfinningar réðu oft
meira en róleg íhugun. Að mjög
miklu leyti fyrir áhrif Mrs. Thor-
waldson tókst að varna því að
kvenfélagið klofnaði. Kom henni
þar að liði sú almenna tiltrú er
hún hafði áunnið sér innan bygð-
arinnar. Kunni hún líka vel að
beita áhrifum sínum og fá aðra
til samvinnu með sér. Engum,
sem kunnug er sagan, getur *dul-
ist hve mikla þýðingu það hafði
fyrir framtíðarvelferð og sam-
heldni í bygðinni að aldrei var
haggað við samstarfi kvennanna.
Það er kunnugt hve þörf kven-
félögin reyndust hvívetna í
bygðum vorum, öllum góðum
málefnum til liðs. Á því sviði
hafa fáar konur lagt til eins fagr-
an og þýðingarmikinn skerf og
þessi öndvegiskona í kvenfélagi
Víkursafnaðar. Hefir engin kona
önnur skipað þar forsetastöðu
neitt svipaða tímalengd, og var
það fyrir hennar eigin ósk að
hún að lokum var leyst úr em-
bætti. Hennar verður minnst
með þakklæti og virðingu um
langan aldur fyrir þann mikla
skerf er hún lagði til heilla á
erfiðu tímabili byggðar sinnar,
og félags mála Vestur-Islend-
inga.
Hinar jarðnesku leifar Mrs.
Thorwaldson voru fluttar austur
til Mountain, heim í sveitina
hennar, þar sem hún átti svo
mörg spor, margar endurminn-
ingar og marga vini, og lögð þar
til hinnar hinstu hvíldar við hlið
manns hennar Elísar Thorwald-
sonar, 14. júlí 1946, að mesta
fjölda vina, 'kunningja og byggð-
armanna viðstöddum.
Séra Egill H. Fáfnis jarðsöng.
Minning þessi er að mestu end-
urprentun á grein um Mrs. Thor-
waldson áttræða, er séra K. K.
Ólafsson ritaði. -
svo snöggt að hann nærri hrökk
útbyrðis.
Stav gaf Ernest merki, en fekk
ekkert svar. Á meðan reyndu
hinir lyftuna, en gátu ekki losað
um neitt. Það sem næst skeði var
að súrefna gúmmí slangan sem
fest var í höfuðhjálm Ernests
kom upp og lá eins og ægilegur
ormur ofan á sjónum. Það
meinti að Ernest hafði nú ekkert
loft til að anda að sér nema það
sem eftir kynni að vera í kafara-
fötum hans, og það gat ekki enst
nema 8 mínútur í mesta lagi.
Stav dreif sig í kafarabúning
og seig til botns til að leita að
félaga sínum. Þegar hann kom
til botns, sá hann lítið eða ekkert
fyrir óhreinindum í sjónum.
Hann gat þó komist í kringum
skipsskrokkinn, þar sem hann lá,
en þá var hann orðinn svo magn-
laus að hann varð að gefa fé-
lögum sínum merki um að draga
sig upp.
Þegar Stav kom upp fór annar
kafari niður undir eins og hélt
leitinni áfram til kvelds árangurs
laust. Þeir gjörðu hið sama dag-
inn eftir og alt sem þeir fundu
var myndavélin, sem Ernest hafði
haft með sér. En hann fanst
hvergi.
Þegar Stav kom aftur heim til
Svíþjóðar lét hann skoða film-
una og prenta myndirnar, sem á
henni voru og þá kom í ljós:
Fyrst sást Ernest ganga að skips-
skrokknum. Hann komst upp á
þilfarið og fann þar kystur, sem
nærri voru þaktar í sjóþangi,
sem hann lyfti upp. Svo sneri
hann sér við og að vélinni, og
hann sást brosa í gegnum köfun-
arhjálminn. En það var hans síð-
asta bros. Hann fór aftur að bisa
við kysturnar. En ægilegur
skuggi færðist yfir myndina.
Ernest hélt áfram hreyfingum
sínum sem áður og virtist vera
að forðast skuggann. Skugginn
færðist nær og nú sást að þetta
var ægilegur hákarl, um 20 fet á
lengd. Þetta ferlíki sinti yfir
höfuðið á Ernest og uggarnir,
sem voru gríðarstórir, rákust á
gúmmí loftslönguna, sem var
föst í köfunarbúningi Ernests.
Hákarlinn sýndist hika í mínútu,
svo skifti hann um stefnu og sló
sporðinum ákaft. Ernest reyndi
alt sem hann gat að forðast árás-
ir hákarlsins. Ernest sást kastast
upp á myndinni og þá slitnaði
loftleiðarinn. Svo komu nokkrar
myndir, sem voru svo áskýrar,
sjálfsagt af hreyfing sjávarins,
að ekki var hægt að greina hvað
fram fór. Svo sást aftur þar sem
hákarlinn var að rífa Ernest í sig,
og þar endaði filman, eða mynd-
irnar, að líkindum hefir hann
sett myndavélina um í hinum
síðustu angistarfullu hreyfingum
sínum. En hann hafði myndað
stríð sitt og dauða, líklega sá
eini maður, sem það hefir gjört.
The Swan Manufacturing
Company
Manufacturers of
SWAN WEATHER STRIP
Halldor Methusalems Swan
Eigandi
281 James St. Phone 22 641
Ertu hræddur við að borða ?
Áttu vi8 aC strlða meltíngarleysl,
belging og nábít?
pað er ðþarfi fyrir þig að lAta
sltkt kvelja þig. FAðu þér New
Discovery “GOLDEN STOMACH
TÖFLUR.” 360 töflur duga 1 90
daga og kosta $5.00; 120 duga I
80 daga, $2.00; 55 I 14 daga og
kosta $1.00; Til reynslu, 10 centa
dðs — fæst I öllum lyfjabúðum.
ORÐSENDING
TIL KAUPENDA LÖGBERGS OG HEIMSKRINGLU A tSLANDI:
Munið að senda mér áskriftargjöld að blöðunum fyrir
júnllok. Athugið, að blöðin kosta nú kr. 25.00 árangur-
inn. Æskilegast er að gjaldið sé sent I pðstávisun.
BJÖRN OUÐMUNDSSON,
Reynimel 52, Reykjavlk.
Business and Professional Cards
DR. A. V. JOHNSON Dentist DR. A. BLONDAL Physician and Surgeon 602 MEDICAL ARTS BLDG.
506 SOMERSET BUILDING Siml 93 996
Telephone 97 932 Heimili: 108 CHATAWAY
Home Telephone 202 398 Simi 61023
Talslmi 95 826 HeimiUs 5$ 893 DR. K. J. AUSTMANN Bérfrœöingur i augna, eyma, nef og kverka sfúkdómum. Dr. S. J. Jóhannesson 215 RUBY STREET (Beint suður af Bannlng)
704 McARTHUR BUILDING
Cor. Portage & Main Talsimi 30 877
Stofutlmi: 2.00 til 5.00 e. h. nema á laugardögum. Vlðtalsttmi 3—5 eftir hádegi
DR. ROBERT BLACK
Sérfrœöingur { augna, eyma,
nef og hdlssfúkdómum.
416 MEDICAL ARTS BLDG.
Graham and Kennedy St.
Skrifstofuslmi 93 851
Heimasími 42 154
EYOLFSON’S DRUG
PARK RIVER, N. DAK.
íslenzkur lyfsali
Fólk getur pantaö meðul og
annað með pösti.
Fljöt afgreiðsla.
A. S. B A R D A L
848 SHERBROOK STREET
Selur líkkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnaður sá bezti.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina.
Skrifstofu talslmi 27 324
Heimilis talsími 26 444
Phone 31.400
Electrical Appllances and
Radio Service
Furnlture and Repairs
Morrison Electric
674 SARGENT AVE.
PRINCEÍ/
MESSENGER SERVICE
Við flytjum kistur og töskur,
húsgögn úr smærrl Ibúðum,
og húsmunl af öllu tæi.
58 ALBERT ST. — WINNIPEG
Slmi 25 888
C. A. Johnson, Mgr.
TELEPHONE 94 358
H. J. PALMASON
and Company
Chartered Accountants
1101 McARTHUR BUILDING
Winnlpeg, Canada
Phone 49 469
Radio Service Specialists
ELECTRONIC LABS.
H. THORKELSON, Prop.
The most up-to-date Sound
Equipment System.
130 OSBORNE ST., WINNIPEG
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir.
Keystone Fisheries
Limited
404 SCOTT BLOCK SlMI 95 227
Wholesale Distributors of
FRB8H AND FROZEN FISH
Manitoba Fisheries
WINNIPEG, MAN.
T. Bercovitch, framkv.stj.
Versla T helldsölu með nýjan og
frosinn fisk.
303 OWENA STREET
Skrlfst.slmi 25 365 Heima 65 462
Argue Brothers Ltd.
Real Estate, Financial, Insurance
LOMBARD BLDG., WINNIPEG
J. Davidson, Representative
Phone 97 291
DR. E. JOHNSON
304 EVELINE STREET
Selkirk, Man.
Office hrs. 2.30—6 p.m.
Phones: Office 26 — Res. 230
Office Phone Res Phone
94 762 72 409
Dr. L. A. Sigurdson
116 MEDICAL ARTS BLDG.
Offlce Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appolntment
Drs. H. R. and H. W.
TWEED
Tannlœknar
406 TORONTO GEN. TRUSTS
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smlth St.
PHONE 96 952 WINNIPEG
DR. J. A. HILLSMAN
Surgeon
308 MEDICAL ARTS BLDG
Phone 97 329
Dr. Charles R. Oke
Tannlœknir
For Appointments Phone 94 908
Offlce Hours 9—6
404 TORONTO GEN. TRUSTS
BUILDING
283 PORTAGE AVE.
Winnipeg, Man.
SARGENT TAXI
PHONE 34 555
For Quick ReUable Service
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDG WPG.
Fasteignasalar. Leigja hús. Ot-
vega peningalán og eldsábyrgð.
bifreiðaábyrgð, o. s. frv.
PHONE 97 638
Andrews, Andrews,
Thorvaldson and
Eggertson
Lögfrœölngar
209BANK OF NOVA SCOTIA BG.
Portage og Garry St.
Slmi 98 291
GUNDRY PYMORE
Limited
British Quality Fish Netting
60 VICTORIA ST., WINNIPEG
Phone 98 211
Manager T. R. THORVALDSON
íour patronage wlll be appreciated
CANADIAN FISH
PRODUCERS, LTD.
J. H. PAGE, Managing Director
Wholesale Distributors of Fr/sb
and Frozen Fish.
311 CHAMBERS STREET
Office Ph. 26 328 Ree. Ph. 78 917