Lögberg - 05.09.1946, Side 6
0'
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. SEPTEMBER, 1946
ll
Margrét Werner
Ethel tók því með mikilli um-
hugsun og yfirvegun, og eftir biturt
hugarstríð, komst hún að þeirri niður-
stöðu, að það væru allar líkur til þess,
að hún fengi aldrei biðil, sem henni lit-
ist betur á, eða bæri meiri virðingu fyr-
ir, en þessum ítala. Hann var sérlega
heiðarlegur maður, og eins langt og
hægt var að sjá, gallalaus, og hafði feng-
ið furstalegt uppeldi, var göfugur að
eðlisfari og hinn riddaralegasti í fram-
komu, en það sem hafði mest áhrif á
hana var sú brennandi heita ást, sem
hann hafði á henni. Að mörgu leyti
svipaði honum til Ralphs Cuming, meir
en nokkur annar, sem hún hafði kynst.
■ Trúlofunin fór fram með glöðu sam-
þykki beggja foreldranna, og eftir ósk
Ethel lofaðist furstinn til að vera annað-
hvort ár á Englandi. Þrisvar höfðu
furstahjónin komið þangað, og þetta
var í fjórða sinn, sem þau komu; og er
furstafrúin heyrði að dætur Ralphs væru
á Elmwood, vildi hún fyrir alla muni
heimsækja þær; hún hafði séð þær og
leikið við þær, þegar þær voru ofurlitil
smábörn.
Báðar systurnar horfðu undrandi á
þessa tignarlegu konu; þær höfðu aldrei
séð neina sem hreif þær svo mikið.
Þetta rólega, fagra gríska andlit var nú
orðið enn fríðara en áður. Þetta fallega
höfuð með hinu brúsandi gullna hári,
hið háa og beina vaxtarlag; þetta alt
vakti undrun þeirra og aðdáun. Þegar
Ethel faðmaði þær að sér og kysti þær,
hvarflaði hugur hennar til nábleika and-
litsins í garð|inum, og hinna dökku
augna, sem blossuðu af reiði.
“Fyrir mörgum árum þekkti eg móð-
ur ykkar,” sagði hún; “hefur hún aldrei
minnst á mig? Eg hampaði ykkur stund
um á höndum mér, þegar þið áttuð
heima í litlu skrauthýsi við Arno fljótið
í Florence. Eg var ein af elstu og beztu
vinum föður ykkar.”
Nei, þær höfðu aldrei heyrt nefnt
nafn hennar, og Beatrice undraðist yfir
því, hvernig á því stæði að móðir sín
hefði gleymt nafni svo elskulegrar konu,
sem þessari fursta frúar. Þessi vika
sem hún var á Elmwood, leið fljótt, eins
og sæll draumur. Beatrice næstum til-
bað Ethel; þetta var sem hana fyrir
lngu síðan hafði dreymt um; hún var
ein af þessum hugsjónalegu konum,
sem áttu heima í hinum glaðværa glæsi-
lega heimi. Það fanst henni að hún
skilja nú til fulls.
Þegar fursta hjónin fóru frá Elmwood
fengu þau lafði Cuming til að lofa þeim
því að ungu stiilkunum yrði leyft að
heimsækja þau í Florence, þar sem þær
voru fæddar. Þau töluðu einnig um hina
fríðu greifafrú Gonzales, sem enn vpri
mest áberandi í hinu fína samkvæmis
lífi þar. Hún mundi áreiðanlga taka á
móti þeim með innilegum fögnuði, sök-
um vinattu hennar við föður þeirra.
“Þú talar svo mikið um ítalíu,” sagði
fursta frúin við Beatrice — ” það er ein-
mitt rómantíska landið sem þú hugsar
svo mikið um. Þú sérð þar svo fagur blá-
an himin, sem þú hfur aldrei séð hjer.
Hafið glitrandi í sólskinum vínviðar vin-
na, döðlu og eplatrje í blóma. Það er svo
margt að dáanlegt að sjá þar, að þið
mundi aldrei langa til að hverfa aftur til
þessa kalda þoku lands.
Það var afráðið, að þegar lávarðurin
væri komin heim, að þá skvldu þær fara
í þessa heimsókn. Kvöldið éftir að þessir
gestir fóru, lagðist kyrð og rólegheit yfir
allt á Elmwood.
“Eg ætla að skrifa mömmu,” sagði
Beatriee; “það er eitthvað undarlegt, að
hún hefur aldrei sagt okkur neit um
þessa vingonu sína, fursta frúna.”
Þareð Edith hafði ekki sagt stúlkun-
um að halda neinu leyndu fyrir móður
þeirra, af því sem hún hafði sagt þeim,
sendi Beatrice bréfið til móður sinnar.
Margrét yfirvegaði, með nákvæmni
hvert orð í því. Beatrice talaði með
undrun og aðdáun um fursta frúna, og
hennar rólega viðmót og aðdáanlegu
fegurð, um vingjarnleg ummæli og minn-
ingar hennar um móður sína, og um
heimboðið til Florence. Margrét las
bréfið hvað eftir annað, með mestu ró-
legheitum, en hvert orð særði hana, sem
hnífstunga. Gamla hatrið blossaði upp
í huga hennar og marði hverja göfuga
hugsun. Hún reif bréfið í sundur í
hundrað tætlur, það var í því svo mikið
hrós um keppinaut hennar.
“Hún tældi manninn minn frá mér,”
sagði hún, “með andlits fegurð sinni, og
nú vill hún reyna að tæla börnin mín
líka frá mér.”
Svo allt í einu fór, eins og þrumuleift-
ur í gegn um huga hennar, að Edith væri
gift. Edith var gift; hún hafði gifzt hin-
um ríka og volduga fursta, sem hafði
komið fram sem verndari og vinur
Ralph’s, á listabraut hans; en hún áleit
samt sem áður, að hún hefði tælt Ralph,
en hann hefði ekki kært sig um hana,
eða að hún hefði allt í einu hætt að beita
áhrifum sínum á hann.
Beatrice hélt að það væri ennþá aug-
ljósara, er hún fékk bréf frá móður
sinni, sem svar uppá sitt langa bréf.
Margrét sagði sem svo, að hún hefði
aldrei talað um furstafrúna, því hún
væri kona, sem hún kærði sig ekki um
að minnast á.
Það liðu nú fimtán mánuðir, þar til
loksins að kom bréf frá Ralph Cuming;
hann sagði í bréfinu að hann vonaði að
geta komið til Englands fyrir jólin; í
öllu falli yrði hann heima á jóladaginn.
Þetta var stutt bréf, skrifaö á ferða-
lagi; það sem gladdi þær mest, Beatrice
og Lilian, var að hann sagði í bréfinu:
“Það gleður mig að vita, að stúlkurnar
mínar eru á Elmwood hjá þér; eg er
mjög forvitinn að sjá hvernig þær líta
út. Gerðu allt sem þú getur, móðir mín,
til þess að þær verði ánægðar og róleg-
ar þar; láttu þær fá allt sem þær óska
eftir og ef það er mögulegt, þá kendu
þeim að láta sér þykja vænt um mig,
þó eg hafi verið svona lengi í burtu frá
þeim.” Það var ekki minst með einu
orði í bréfinu á móður þeirra. Systurnar
töldu dagana með óþreyju; þær hugs-
uðu um föður sinn, sem þær auðvitað
mundu ekki eftir — ef honum skyldi
svo ekki lítast á þær. Beatrice áleit að
það væri engin ástæða að kvíða fyrir
því, en Lilian kveið oft fyrir því.
Það var strax sjáanlegt, hve fljótt að
gamla heimilið gleymdist þeim. Báðar
báru í huga sér hugulsemi til gömlu
hjónanna — og þær sendu þeim margar
gjafir — en Beatrice kypraði varirnar
á skringilegan hátt, er hún las upphátt:
“Mr. og Mrs. Werner, óska að senda
lafði Cuming sína auðmjúkustu og kær-
ustu kveðju.”
Lafði Cuming hafði engan kvíða fyrir
stúlkunum, er faðir þeirra kæmi heim;
hún hafði ekkert út á þær að setja. Fall-
egar, vel menntaðar, gáfaðar og elsku-
legar — hvers meira gat hann óskað?
Hún þakkaði með sjálfri sér, að hvorug
var hið minsta lík Werners hjónunum.
Beatrice leit út, sem lifandi eftirmynd
hinna stoltu kvenna Cuming fjölskyld-
unnar; Lilian, bljúg og elskuleg, var
eins elskuleg. Hvað mundi lafði Cum-
ing hafa sagt, eins sönn og heiðarleg
og hún var, eða hvað mundi hún hafa
nugsað, ef hún hefði vitað, að uppáhald'
;ð hennar með Cuming-andlitið, hafði
trúlofað sig óþektum kaftein á vöru-
flutningaskipi, og að hann innan tveggja
ára kæmi og krefðist að hún giftist sér?
Lafði Cuming hafði gert sínar eigin
áætlanir um framtíð Beatrice; hún von-
aðl að sá tími kæmi, að hún yrði lafði
Cuming á Elmwood. Ekkert væri æski-
legra, ekkert auðveldara, en að hún
giftist hinum unga erfingja, Lewis Dare,
sem, þegar hann tæki við erfðinni, tæki
og ættarnafnið, Cuming.
Einn morgun er systurnar sátu sam-
an í herbergi Lilian, kom lafði Cuming
inn með óvanalegt útlit á andlitinu; hún
hélt á opnu bréfi í hendinni.
“Elsku börnin mín,” sagði hún, “í
kvöld verðið þið að líta eins vel út og
þið getið. Eg hef fengið bréf sem segir
að faðir ykkar komi heim í kvöld.”
Hennar mildi og rólegi málrómur
brast hana, og hún grét af umhugsun-
inni um, að hann, sonur hennar, sem
hún elskaði svo heitt, væri nu að koma
heim til hennar; þannig hafði hún ekki
grátið, síðan hún fór frá Elmwood.
21. Kafli
Aftur stóð Ralph Cuming á enskri
grund; aftur heyrði hann móðurmál
sitt talað allt í kring um sig; aftur gat
hann glatt sig við Englands þægilega
landslag. Það vor uliðin 17 ár, síðan
hann hafði gifzt Margréti og sagt henni,
að hann kærði sig ekki liið minsta um
allt sem hann hefði mist hennar vegna,
hún væri það einasta sem sér væri mik^
ils virði í heiminum —; 17 ár, og ástar-
draumur hans hafði varað einungis í
tvö ár! Og þá skeði hinn hræðilegi við-
burður, sem gerði hann viti sínu f jær, og
fylti hann fyrirlitningu; svo kom hin
harða og hlýfðarlausa vakning, er hann
leit yfir æfi sína og fann að líf sitt var
ekki annað en þung byrði — von og
metnaður voru horfin —hin stóru póli-
tísku áform sem hann, einusinni hélt að
hann hefði, voru nú óframkvæmanleg
— það var ekkert annað eftir af honum
nema að hann var lifandi — og hvað
var það sem hafði valdið því að öll æfi
hans var svo gjörsamlega eyðilögð?
Einungis ást, heimskuleg, grunnhyggin
ást á fríðu andliti. Hann hataði sjálfan
sig fyrir veiklyndi sitt og heimsku.
Vegna fávísrar en fríðrar stúlku, sem
hafði svívirt hann svo mjög; hennar
vegna hafði hann næstum marið hjarta
móður sinnar, og eitrað líf föður síns.
Hennar vegna varð hann að lifa sem
landflótta maður, verða gamall löngu
fyrir tímann, verða þreyttur og leiður
á lífinu, einmitt er það átti að brosa
sem unaðslegast við honum.
Þessum hugsunum var hann að velta
fyrir sér í huga sínum, meðan hraðlest-
in æddi áfram í áttina til Elmwood. Það
var ný fallinn snjór, sem lá eins og hvít
blæja á engi og ökrum, og beygði niður
greinar trjánna, og frá runnum og
trjám héngu ísdrönglar. Það var stór-
kostleg ’sjón fyrir hann, sem hafði verið
svo mörg ár í hitabeltinu. Kalda loftið
frískaði hann og gaf honum nýtt líf og
áræði.
Loksins stansaði lestin á stöð sem
var næst Elmwood, og hann sá þar vagn
með ökumanni í, sem beið hans. Sem
snöggvast fanst honum eins og hann
skammaðist sín, að mæta sínum gömlu
þjónum, því nú hlytu þeir víst allir að
vita um ástæðuna fyrir því, að hann
fór að heiman.
Þjónn hans, frá fyrri dögum, Morton,
var þar. Lávarðurinn hafði haldið mik-
ið uppá hann, og hann hafði beðið um
leyfi til að keyra til stöðvarinnar til að
mæta þar sínum fyrri herra. Ralph varð
glaður að sjá hann; nýji lávarðurinn
heilsaði vingjarnlega öllum sem voru á
stöðinni, og talaði vingjarnlega við
gamla þjóninn sinn.
Nú sá Ralph aftur hin gömlu risa-
vöxnu tré, sem hann hafði svo oft
dreymt, hin gnæfandi sidertré og hin
voldugu eikartré; þessi tré voru öll
gamlir vinir hans, og hann þekkti hvern
blett þar í kring. í lítilli fjarlægð sá
hann milli trjánna, glitra í stöðuvatnið.
Hann ók meðfram hinum stóru, skemti-
og aldinagörðum, og hann skammað-
ist sín ekki fyrir að gráta, er hann sá
turna hallarinnar á Eamwood. Hann
fann til djúprar hrygðar og angurs í
hjarta sínu — löngun og þrá til þess, að
það sem skeð hafði væri óskeð, og sár-
astur var honum missir þessara beztu
ára æfi sinnar; hann gat reynt að gera
sitt bezta til að bæta úr yfirsjón sinni;
en hvorki harmur né bænir hans kátu
gefið honum aftur föður sinn, sem hann
hafði móðgað.
Þegar vagninn kom að innkeyrslu
hliðinu, komu í huga hans f jölda margar
minningar um, hversu innilega faðir
hans hafði elskað sig og hve mikið hann
hafði þolað sér — hann hafði ekki nema
í eitt einasta sinn neitað honum um
vilja sinn. Hann reyndi með góðvild og
umhyggju að ráða honum frá að gift-
ast sér svo ólíkri konu, sem gæti ekki
til lengdar orðið hamingjusamt hjóna-
band. Hann mintist andlits föður síns,
er hann sagði honum að fara, og koma
aldrei aftur; hann mintist þess er hann
sá föður sinn veikan og að dauða kom-
inn, að angist dauðans var ekki eins
bitur á andliti hans, eins og er hann
komst að því að hann hafði verið dreg-
inn á tálar. Sorglegar og bitrar endur-
minningar fyltu huga hans, er vagninn
stanzaði fyrir framan dyrnar, og hann
sá hin gömlu þekktu andlit, sum bros-
andi, önnur með tár í augunum, koma
til að fagna honum.
Hurðin að lestrasalnum stóð opin.
Ralph Lávarður gekk þar inn, án þess
að hugsa um það, og hurðin var jafn-
skjótt látin aftur á eftir honum. í gegn-
um táramóðu í augunum sá hann háa
tignarlega konu, sem kom á móti hon-
um með útbreiddan faðminn.
Þettá andlit sem hann mundi svo vel
eftir, bæði svo frítt og rólegt, bar nú
djúp sorgarmerki. Hin áður svo skær
og fögur augu, voru nú daprari; hið
fagra, þykka hár, var nú orðið talsvert
hæruskotið, en það var málrómur móð-
ur hans sem hann heyrði: “Sonur minn!
Himninum sé þökk, að eg hef fengið
þig heim. Hann vissi ekki hve lengi
móðir hans hélt honum í faðmi sínum.
Heimurinn á enga ást sem móðurinnar
— enga svo viðkvæma, svo auðuga af
meðaumkvun og fyrirgefningu. Það var
hennar einasta barn sem hún hélt í
faðmi sér. Hún gleymdi því alveg, að
hann hafði sjálfur skapað sér þessa
ógæfu. Hann var drengurinn hennar,
hennar dýrmætasta eign, og þess vegna
var móttakan eins innileg og hún var.
• “Hvað þú ert breyttur,” sagði hún, og
færði hann í birtuna, “þú ert alveg kop-
arrauður í andliti, og þú lítur út eins og
þú sért mörgum árum eldri en þú ert,
svo þunglyndislegur og þreytulegur!
Ó, Ralph, eg verð að kenna þér að verða
ungum og hamingjusömum aftur!”
Hann stundi þungan, og móðir hans
varð óróleg, er hún athugaði þjáningar-
svipinn á andliti hans.
“Til þess að vera hamingjusamur,
verður maður að vera góður, móðir mín ;
það stendur í gamalli bók. Eg hef ekki
verið góður,” sagði hann og brosti, “og
eg get aldrei orðið hamingjusamur.”
í hálfrökkrinu þar inni sem lýstist of-
urlítið upp af snjónum, sátu móðir og
sonur og töluðu saman. Hún sagði hon-
um frá láti föður síns, og síðasta orðið
sem hann sagði, hans margra ára níður-
bælda ást, virtist að brjótast út með
öllu því litla lífsafli sem enn var í hon-
um. Hann viknaði við að heyra þetta,
og nýtt vonarljós glæddist í hjarta hans.
Látum svo vera, að bezti hluti æfi hans
var tapaður, það sem eftir væri æfinn-
ar vildi hann verja á betri hátt.
“Og börnin mín,” sagði hann — “ves-
alings litlu stúlkurnar mínar. Eg ætla
ekki að sjá þær, fyr en eg hef jafnað
mig og hvílt mig eftir ferðina. Eg veit
að þeim líður vel og eru sælar hjá þér.”
Nú notaði móðir hans það hugará-
stand sem hann var í, og sagði, hve
mikið hún hefði þráð að sjá hann.
“Ralph,” sagði hún, “eg hef liðið mik-
ið; þú veizt ekki hvernig eg hef orðið að
skifta hjarta mínu, milli mannsins míns,
og sonar míns. Lofaðu mér að lifa síð-
ustu æfiárin mín í ró og friði.”
“Það skalt þú fá, móðir mín,” sagði
hann. “Eg skal gera allt sem í mínu
valdi stendur til að styðja að því, að þú
fáir notið friðar og rólegheita.’
“En eg get ekki notið rólegheita,”
sagði hún, “fyr en sátt og eining er kom-
in á í fjölskyldu okkar. Ralph, eg, sem
aldrei hef krafist neins greiða af þér,
þá vil eg nú biðja þig að gera það fyrir
mig sem eg ætla að biðja þig um.
Farðu til Margrétar og komdu með hana
hingað, sátta og hamingjusama.’
Reiðisvipur kom á andlit hans, og
hann svaraði: “Hvers helst sem þú bið-
ur mig, móðir mín, og sem mér er mögu-
legt að gera, vil eg hjartans feginn gera
fyrir þig, en þetta get eg ekki gert. Eg
gæti ekki gert það þó eg lægi fyrir dauð-
anum.”
“Hvers vegna ekki?” spurði móðir
hans, eins og hún hafði spurt Margréti.
“Eg hef hundrað ástæður fyrir því;
hin fyrsta og veigamesta er, að hún
hefur svívirt mig í viðurvist þeirrar
manneskju, sem eg bar hina mestu
virðingu fyrir; hún hefur — Nei, eg vil
ekki tala um galla eða misgáning kon-
unnar minnar; það væri ómannlegt. Eg
get ekki fyrirgefið henni, móðir mín; eg
óska henni einskis ills; láttu hana hafa
allt sem hún óskar eftir; en bara nefndu
hana ekki á nafn við mig. Eg væri þá
búinn að missa alla sjálfsvirðingu, ef
eg gæti fyrirgefið henni.”
“Stórlæti á þína hlið,” sagði móðir
hans hrygg í huga, “og heiftrækni á
hennar hlið! Æ, Ralph, hvar endar
þetta? Vertu sanngjarn og hygginn
meðan tími er til. Það er sá heiðarleg-
asti og virðulegasti maður, sem yfir-
vinnur sjálfan sig. Yfirvinndu sjálfan
þig, sonur minn, og fyrirgefðu Mar-
gréti.’
“Það væri léttara fyrir mið að deyja,”
sagði hann biturlega.
“Þá verð eg að segja það sama við
þig, sem eg sagði við Margréti,” sagði
móðir hans. “Stórlæti og ofstopafullir
skapsmunir, verða að bogna og brotna.
Gættu þín meðan enn er tími til!”
“Móðir mín,” sagði Ralph og hallaði
hinn föla andliti móður sínnar að brjósti
sér,” láttu þetta vera í síðasta sinni sení
þú angra þig og mig með þessu; minstu
aldrei framar á þetta. Jeg get kanskje
fyrir gefið henni á dauða stundunni, en
fyr ekki.”