Lögberg - 10.10.1946, Side 7

Lögberg - 10.10.1946, Side 7
J FRÉTTIR JUGO-SLAVÍA Sókn Tító gegn kaiþólsku kirkj- unni í Jugóslavíu harðnaði á- bærilega nú um síðustu helgi, iþegar hann lét talka erkibiskup Aloysíus Stepinac frá Zagreb fastan og kærði 'hann fyrir glæpi sem 'hann hefði framið gegn fólk- inu. Efeki kom þetta tiltæki Tító kaþólskum í Belgrade á óvart; telja þeir þetta eðlilega þróun á ofstækisæði því, sem núverandi stjórn hefir láið yfir kaþólskuna dynja síðan að hún kom til valda, því að hennar ráði hafa 400 prest- ar verið drepnir og svo hundruð- um skiftir presta verið hnepptir í fangelsi. Mál biskupsins átti að koma fyrir rannsóknarrétt 25. sept. s.l. Við þær rannsóknir hefir páfinn skipað umboðsmann sinn biskup Joseph Hurley frá St. Augustine, Fla. Biskúp Aloysíus er 48 ára gamall. Hann er króatis'kur að ætt og uppruna. Hann var for- ingi í her Austurríkis og Ung- verja í fyrra heimsstríðinu þar til hann var tekinn til fanga af ítölum. Hann las guðfræði við Gregorian háskólann í Róm og tók doktors gráðu í heimspeki og guðfræði. Hann talar fimm tungumál, króatísku, ítölsku, þýzku, frönsku og latínu. I stríðinu síðasta gjörðist hann vern/darengill þeirra, sem ofsótt- ir voru, síns eigin kiiikjufólks og annara kristinna manna, Gyðinga og Serba. Hann fæddi og hélt verndarhendi yfir 400 barna iþeirra ættjarðarvina, sem í fjöll- unum vörðust. + ♦ NOREGUR Norðmenn mótmæla úrskurði MacArthur’s um að leyfa Japan- izkum hvalföngurum að taka þátt í hvalveiðum í Suður-Ishaf inu á vertíðinni sem í hönd fer. Bæði Bretar og Norðmenn hafa mótmælt þessum úrskurði Mac- Arthur’s, en sýnilega árangurs- laust. Norðmenn kröfðust, þeg- ar MacArthur ákvað að veita þetta veiðileyfi, að eftirlitsmenn væru sendir með hverri af hvala útgerðum Japaníta, til þess að sjá um að þeir hllýddu allsherjar hvalveiðareglum þjóðanna. Sam- kvæmt þeim, þá er leyfilegt að veiða 16000 bláhvali í það heila á vertíðinni sem byrjar í desem- ber n. k. og endar 31. matz 1947. Þessi úrskurður MacArthur’s heimilar Japanítum því 2000 hvali af þessum 16,000 sem leyfi- legt er að veiða á þessu tímabili. Um þetta farast Haral Paulsen, formanni hvalfángara félagsins í Noregi, svo orð: “Við hér í Noregi getum með engu móti skilið þennan úrskurð MacArth- urs. Hann hefir hlotið, vægast talað, að gefa hann án þess að kynna sér hvalveiða aðferðir Japaníta í liðinni tíð. Svo hélt forstjóri Paulsen áfram að lýsa hvernig að Japanar höguðu sér við hvaiveiðarnar, þegar þeir hófu þær fyrst um 1930. “Þeir skeyttu alþjóða hvalveiðaregl- um að engu, hvorki að því er lengd veiðitímans snertir, né heldur veiðina sjálfa, heldur fóru sínu fram. “Að því er meðhöndlun veið- innar snerti, þá var hún sóðaleg. Spikið sem þeir hirtu af hverj- <um hval er þeir veiddu, var miklu minna en hjá Bretum eða Norðmönnum.” Forstjóri Paulsen benti og á, að Japanar hefðu notað hval- veiðaflota sinn í stríðinu, og hon- um fanst það ein'kennilegt, að þeim skyldi vera gjört hærra undir höfði en Þjóðverjum. Sjö móttökuskip og 62 hval- fangara skip fara bráðlega frá Noregi suður í Suður-Ishaf, þar sem þau sameinast hvalveiða- flota Breta og Hollendinga. Stónþingið var kallað saman 10. þ. m. LÖGBERG* FIMTUDAGINN 10. OKTÓBER, 1946 Fyrstu sendiförinni til Græn- lands, síðan að Norðmenn fengu aftur frelsi sitt er nú lokið, og sendimennirnir komnir heim aftur. Aðal erindi farar þessar- ar var að endurbæta og athuga veðurstöðvar Norðmanna í Mygg jbukta á Austur Græniandi, sem lað ekki hefir verið notuð síðan ,1940. Eftir sex ára burtuveru höfðu byggingar, húsmunir, og verkfœri gengið úr sér og þurftu mikillar viðgerðar við. Sum af veðurathugunar tækjunum voru horfin með öllu og stálturnana varð að reisa á ný. En nú er þessi veðurathugunar stöð tekin til starfa á ný. Annað erindi sendinefndarinn- ar til Grænlands, var að fara með veiðimenn til austur strand- arinnar, til fjögra mismunandi veiðistöðva á ströndinni. Menn þeir stunda aðallega refa veiðar, og telja þeir víst að veiði sú verði arðsöm á komandi vetri — jafn- vel arðsamari en dæmi eru til áður. Sendimennirnir sem heim komu, sögðu að sauðnautum hefði stórum fjölgað á austur- Grænlandi, og ástæðuna fyrir því töldu þeir, fækkun á úlfum þar á ströndinni. Ákveðið er að flýtja sauðnautskálfa frá Græn- landi til Spitzbergen og reyna að koma þar upp sauðnauta hjörð, því hópar af viltum hund- um hafa lagst á hreindýrin á Spitzbergen og nærri eyðilagt þau. En sauðnautunum er eng- in hætta af hundum þaim búin. Ferðamennirnir sögðu að hvíta birnir væru að ganga til þurða á austurströnd Grænlands; þeir sögðust naumast hafa séð merki þeirra þar. ♦ ♦ ♦ Aðferðir sem Rússum eru eðlilegar. Þrjátíu miljónir unglinga 'hófu nám við alþýðuskólana á Rúss- landi í byrjun þessa mánaðar, og þegar þeir komu á skólana, var þeim tilkynt að 'landstjórn- in hefði ákveðið að öll börn á skóla aldri í landinu ættu að fá einkennisbúning og að stjórnin hefði verið sér úti um efnið, sem væri brúnt 'klæði, en ætlast væri til að foreldrar barnanna keyptu og byggju til eða létu búa til búningana. Búningarnir eiga að vera með hvíturn, lát- lausum hálskraga. Skólabækur var verið að prenta í óða önn, og sumar skóla- bækur sem nota þurfti voru 12 ára gamlar, og eru það áróðurs- bækur í meira lagi. Bandaríkj- unum er þannig lýst: “Hinn geysi mikli auður landsins er í höndum fárra miljóna-mæringa, sem stjórna kapitalista-stóriðn- aðinum, svo sem stál, olíu og kopar iðnaðar framleiðslunni. Þessir miljónamæringar lifa í vel listingum og kreista eins marga svita dropa út úr verkafólki sínu og þeir geta. Vinnutíminn er frá 9 til 10 klukkutímar á dag. Þegar vinnufólkið nær 45 ára aldri er það orðið heilsulaust og gamalt.” “Kreppan hefir þrengt ægilega að iðnaðarstofnunum í Banda- ríkjunum. Vinnufólki svo milj- ónum skiftir hefir verið hent út á götuna. Árið 1934 voru þar 17,000,000 af vinnulausu fólki. Atvinuleysið í Bandaríkjunum er á hærra stigi en menn þekkja til í öðrum löndum. Stórkostleg verkföll, og skærur á milli lög- reglunnar og verkafólksins hafa átt sér stað. Jarðræktin er í rústum, fjöldi bænda hafa orðið öreigar og hröklast af búlendum sínum. Auðmanna hringirnir eyðileggja kornið og brenna maísinn í járnbrautarkötlum, til þess að haLda verðinu uppi á hveitimjöli og ómöluðu komi. “Ef til vill er mótsetningin mest á hinni menningarlegu þroskabraut Bandaríkjanna. Það eru þar fáeinir skólar sem milj- ónamæringarnir hafa stofnað, sem eru útbúnir með fullkomn- ustu tæki og gnægð allra hugs- anlegra hluta. Þar á móti eru skólar þeir sem almenningur nýtur fátækir og fátæklegir, og oft er um að ræða aðeins eitt her'bergi, með þremur bekkjum en einum kennara. “Á þjóðþinginu eru tveir ó- heflaðir flokkar, Demokrata flokkur og Republikana flokkur. En að báðum þeim flokkum hef- ir verið hvíslað að vernda hags- muni kapítalistanna sem eru hinir virkilegu herrar þjóðar- innar og landsins.” ♦ ♦ ♦ BRAZILÍA Árið 1937, þegar að þingmenn Brazilíu komu til þings, var þeim vísað frá þingsalnum af her- mönnum ríkisins, að boði ríkis- forsetans Getulio Varga. Það sama kvöld tilkynti hann öllum lýð, að hann, samkvæmt ósk, héldi áfram að skipa forseta- sætið annað tímabil. Það gerði Varga og samdi sín eigin lög og fór öllu fram, sem honum einum gott þótti. Varga var rekinn frá völdum 2. des. 1945, en herforingi Eurico Gasper Dutra kosinn forseti á ærlegan og lagalegan hátt. Þann 18. sept. s.l. lagði hann fram hina nýju stjórnarskrá Brazilíu. Hér fylgja nökkur atriði úr stjórn- arskrárfrumvarpinu nýja: 1. Trygging á hugsana, mál og trúarbragða frelsi. 2. Ríkjasamband Brazilíu. Rík- in eða fylkin innan sambandsins mega hafa sinn eigin fána, ef þau vilja. Varga safnaði öllum fánum fylkjanna saman í einn bunka og brendi þá. 3. Ríikisvaldinu er skift á milli stjórnarinnar, þjóðþingsins og ríkisréttarins. Atkvæðisréttur veittur konum jafnt sem mönn- um. Einn þingmaður kosinn fyr- ir hverjar 150,000 íbúa, þar til 20 þingmenn hafa verið kosnir, en þar eftir 1 þingmaður fyrir hverjar 250,000 íbúa. Þrír sena- torar kosnir af hverju sambands- ríkjanna út af fyrir sig, og kjör- tímabil forsetans, sem hefir ver- ið sex ár, fært ofan í fimm ár. 4. Eki er minst á verkamanna óeirðir eða iðr.aðar-erfiðleika, sem frá þeim stafa, en þar segir, að þingið hafi vald til þess að skerast í leik í iðnaðarmálunum, og ráða fram úr hagnaðarspurs- málunum, með því að taka þau í sínar hendur, ef þörf gerist. 5. Eingöngu þeir, sem heima eiga í landinu, geta fengið náma- rétt hjá stjórninni. Útlendingar mega ekki eiga fréttablöð, eða útvarpsstöðvar, eða halda stöð- um, sem gæfu þeim tækifæri til þess að ráða yfir stefnu frétta- blaða. Útlendir menn, eða firmu sem atvinnurétt öðlast í Brazilíu mega ekki hafa útlendinga í þjón- ustu sinni eingöngu. Að öllu öðru leyti en því sem nú er tek- ið fram hafa útlendingar full réttindi á við innfædda Brazilíu- menn. Fjögur hundruð áhugamenn í Bandaríkjunum hafa stofnað með sér félag og ætla að gera tilraun til að mæla og gera uppdrætti af um 500 stórum hellum víðs- vegar um landið. Mermaðurinn var að lýsa þvi fyrir móður sinni, hversu mikil kúlnahríðin hefði verið. “En hvers vegna reyndirðu ekki að skýla þér á balc við tré?” spurði móðirin. “Tré?” svaraði hermaðurinn. “Þau voru ekki einu sinni nógu mörg handa liðsforingjunum.” Minnist BETEL í erfðaskrám yðar niiriiíiiúar i VÖR Algeng spurning SP. Hvað er Canada Savings veð- bréf? SV. Canada Savings Veðbréf taka við af Sigurláns veðlbréfunum og Stríðssparnaðar skírteinunum. Þau fela í sér loforð þjóðarinnar um endurgreiðslu nær sem vera vill ásamt ákjósanlegum vöxtum. SP. Því eru Canada Savings veð- bréf boðin fram? SV. Vegna þess að á stríðsárunum lærðu miljónir canadiskra manna að spara með kaupum í Sigurláns veðbréfum og Stríðssparnaðar skír- teinum. Skoðanakönnun hefir leitt í ljós að 82% af þeim eru hlyntir áminstri sparnaðaraðferð. SP. Er stjórnin að selja þessi veð- bréf í þeim tilgangi einum að afla fjár? SV. Nei. Öðrum aðferðum mátti beita til nægilegrar fjáröflunar. Aðal tillgangurinn er sá með sölu Canada Saving veðbréfa, að veita canadiskum borgurum tækifæri á hliðstæðum sparnaðar-aðferðum á friðartímum og við gekkst á stríðs- tímum. SP. Eru föst ákvæði um það hve mikið einstaklingur megi kaupa af Canada Savings veðbréfum? Hver eru þau? SV. Hámarkið fyrir einstakling er $2,000, en sénhver meðlimur fjöl- skyldunnar getur keypt slíka fjár- hæð. SP. Hvað kosta Canada Savings veðbréf? SV. 100%. Það er, að $100 veðbréf kostar $100. Sé upphæðin ekki greidd fyrir eða þann 15. nóvember 1946 leggjast vextir við kaupverðið. SP. Hvaða upphæðir má kaupa af Canada Savings veðbréfum? SV. $50, $100, $500 og $1,000. Peningar fyrir veðbréf SP. Get eg fengið peninga fyrir veðbréf nœr, sem vera vill fyrir 1. nóvember 1956? SV. Já. Allir bankar í Canada láta þig fá peninga fyrir veðbréfin, að viðbættum 2%% gegn sönnun þess að þú sért skrásettur eigandi veðbréfanna. SP. Má selja Canada Savings veð- bréf öðrum í hendur eða skifta á þeim? SV. Þau má selja, en ekki skifta þeim eða fá öðrum einstakling í hendur. Þetta er nauðsynlegt til þess að fyrirbyggja að einstakling- ur komist yfir fleiri veðbréf en lög mæla fyrir. Arðmiðar SP. Hvaða vextir eru greiddir af Canada Savings veðbréfum? SV. 2%% — er greiðist frá 1. nóvember Í947 til 1956 með fram- vísun arðmiða við hvaða banka útibú í Canada sem er. SP. Eru arðmiðar skrásettir? SV. Nei. Þeir eru greiðanlegir handhafa. Trygging á skrásetningu SP. Því er nauðsynlegt að skrá- setja Canada Savings veðbréf? SV. Skrásetning veitir öryggi gegn þjófnaði og tapi veðbréfa og kemur í veg fyrir að einstaklingur hafi meira en $2,000 virði. af 10 munu á ný kaupa.... SP. í hvers nafni skulu Canada Savings veðbréf skrásetjast. SV. Þau skulu skrásett í nafni handhafa, ungra sem aldinna og vera bundin við þá upphæð, sem lög mæla fyrir. SP. Er hægt að selja Canada Savings veðbréf, sem skrásett eru í nafni bama? SV. Já. Bankar gera þar að lút- andi ráðstafanir. SP. Er hægt að selja Canada Savings veðbréf, sem skrásett eru í nafni látinna persóna? SV. Já. Bankar veita fúllnægj- andi upplýsingar í þeim efnum. SP. Get eg endurnýjað Canada Savings veðbréf, sem hefir glatast eða verið stolið? SV. Já. En fólk ætti að hafa Can- ada Savings veðbréf í öruggri geymslu líkt og önnur verðmæt skjöl. I því falli að áminst veðbréf glatist, ættuð þér að gera Bank óf Canada í Ottawa þegar aðvart. Hvernig, hvenær og hvar skal kaupa veðbréf SP. Hvar get eg keypt Canada Savings veðbréf? SV. 1 hvaða banka útibúi sem er, hjá viðurkendum umboðsmanni, veðbréfasala, trúnaðar eða lánfé- lagi, eða gegn frádrætti af kaupi yðar þar. sem þér vinnið. SP. Hvernig skal greiðslu veð- bréfa háttað? SV. Með þrennum hætti: 1. Með fullgreiðsilu þegar í - stað. 2. Með mánaðar afborgunum í banka. 3. Með reglubundnum frá- drætti af kaupi yðar þar sem þér vinnið. Canada SaoUujá. Bonds

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.