Lögberg


Lögberg - 10.10.1946, Qupperneq 8

Lögberg - 10.10.1946, Qupperneq 8
8 Or borg og bygð Klemens Jónasson, nafnkunn- ur gáfumaður, lézt aðfaranótt síðastliðins sunnudags; var hann um níræðisaldur; hann átti lengi heima í Selkirk, og þar fer útför hans fram í dag, fimtudag, kl. 2.30 e. h. frá lútersku kirkjunni. 4 Mr. John Anderson frá Chicago, sem dvalið hafði hér um hríð í heimsókn til ættingja og vina, hvarf heimleiðis á sunnudaginn var. 4- Mr. Tryggvi Sigurðsson frá Rivers, Man., var staddur í borg- inni í fyrri viku og ráðgerði að heimsækja vini sína í Glenboro og eins í Rivert-on. -f Blaðið Winnipeg Tribune flutti þá frétt þann 3. þ. m., að rúss- neskur herskipafloti væri um þær mundir á sveimi norður af Íslandi. Símfréttin er frá Reykja- vík, en ekki seljum vér hana dýr- ara en vér keyptum hana. 4 Fjölmennið á þakkargerðar- samkomuna, sem haldin verður í Fyrstu lútersku kirkju á mánu- dagskvöldið þann 14. þ. m. 4 DEILD No. 2— Circle No. 2 of fche Ladies Aid of fche First Lufcheran Church will hold a Silver Tea and Home Cooking Sale on Friday, Oct. llfch, at the 'home of Mrs. I£. Dal- man, 894 Downing St., Winnipeg, afternoon and evening. 4 Stúkan Skuld heldur fund 15. október, á venjulegum stað og tíma. Skemtiskrá og kaffi. Fjöl- mennið! Gefið til Lutheran Sunrise Camp Frá kvenfélaginu “Baldurs- brá,” Baldur, Man., $25.00. Meðtekið með innilegu þakk- læti. Mrs. Clara Finnsson. 505 Baeverley St. 4 Þeir séra Rúnólfur Marteins- son og Victor Jónasson lögðu af stað suður til Cleveland, Ohio í lok fyrri viku, til þess að sitja þar ársþing Sameinuðu lútersku kirkjunnar í Norður-Ameríku. 4 Frú Kristín Tait frá Miami, Florida, sem dvalið hefir hér um hríð í gistivináttu systur sinnar og tengdabróður, þeirra Mr. og Mrs. Árni G. Eggertson, 719 Palmerston Avenue, lagði af stað flugleiðis suður til New York síðastliðinn mánudag. 4 Mrs. Rúnólfur Marteinsson fór <• austur til Hudson, Ont., seinni- part vikunnar sem leið í kynnis- för til Jóns sonar síns, sem þar er búsettur. 4 Mr. G. J. Oleson frá Glenboro var stadidur í borginni í vikunni sem leið ásamt frú sinni. 4 Mr. Guðmundur Lambertsen frá Glenboro, kom til borgarinn- ar síðastliðinn mánudag. 4 Frónsfundurinn, sem haldinn var í Goodtemplaráhúsinu síð- astlíSinn mánudag, var prýðilega sóttur og fór að öllu leyti hið bezta fram. Forsæti skipaði Mr. Guðmann Levy. Guttormur J. Guttormsson skáld flutti erindi um hljómlist- arstarfsemi Vestur-lslendinga frá landnájmstíð, þrungið af fróð- leik og kryddað fyndni annað veifið. Grettir L. Jóhannsson ræðismaður, skilaði mörgum hlýjum kveðjum frá ÍSlandi og flutti mál sitt prýðilega. Með tví- söng skemtu þau Mr. Whillans og frú Lilja Thorvaldson, auk þess sem frúin söng nokkra ein- söngva er vöktu mikla hrifningu. Gunnar Erlendsson var við hljóð-- færið. Séra Valdimar J. Eylands flutti afar snjalla ræðu, sem frá upp- MESSUBOÐ Fyrsta Luterska Kirkja Valdimar J. Eylands, prestur. Heimili: 776 Victor Street, Sími: 29 017. Harold J. Lupton, organisti og söngstjóri. 308 Niagara Street. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: á ensku kl. 11 f. h., á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 12.15 e. h. Söngæfingar: Yngri flokkur- inn—á fimtudögum. Eldri flokk- urinn — á föstudögum. 4 Arborg-Riverton prestakall 13. okt.—Geysir, messa kl. 2 e. h.; Riverton, íslenzk messa kl. 8 e. h. 20. okt.—Framnes, messa kl. 2 e. h.; Áriborg, ensk messa kl. 8 e. h. B. A. Bjamason. 4 Messað í Sambandskirkjunni að Lundar, kl. 2 e. h., sunnudag- inn 13. okt. n. k. H E. Johnson. 4 Guðsþjónustur við Churdibridge í október — 9 Þakkargerðar messa og altaris- ganga í Lögberg þ. 13., kl. 2 e. h. Þakklætismessa í Concordia þ. 20. og þ. 27., í Þingvallakirícju. S. S. C. 4 Gimli prestakall— Þakkargjörðar guðsþjónustur Sunnudaginn 13. október, að Husaviok, kl. 2 e. h., að Gimli, kl. 7 e. h. Sunnudaginn 20. október: — Guðsþjónusta í Mikley, kl. 2 e. h. Bæði málin brúkuð. — Allir boðnir velkomnir. Skúli Sigurgeirsson. 4 Lúterska kirkjan í Selkirk— Sunnudaginn 13. október— Sumnudagaskóli kl. 11 árd. íslenzk messa kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. <hafi til enda fó/1 í sér brennandi þjóðræknisíhvöt. 4 LAUGARDAGSSKÓLINN verður starfræktur í vetur eins og að undanförnu undir leiðsögn hæfra og æfðra kennara. Kenslu- stundir fara fram i samkomusal Sambandskirkjunnar á Sargent og Banning á hverjum laugar- degi kl. 10 f. h. Foreldrar og aðrir, sem eiga fyrir börnum að sjá, eru ámintir um að nota þetta tæki- færi til að gefa bömunum kost á að kynnast tungu feðra sinna og íslenzkum ættjarðarsöngvum. 444 Ekki vill hún Elín graut þó æfi líði á daginn; það er mæða mín og þraut, minn vill tefja haginn. Sigvaldi Nordal. Eg vildi eg fengi að vera strá, og visna í skónum þínum, því léttast gengir þú eflaust á yfirsjónum mínum. —Páll Ólafson. Herstöðvamálið niðurfallið.......... (Frh. af bls. 5) þessa, nema svo semjist að rík- isstjórn íslands kaupi mannvirki þessi eða útbúnað. 12. Samningur þessi skal gilda á meðan á stjórn Bandaríkjanna hvílir sú skuldbinding að halda uppi herstjóm og eftirliti í Þýzkalandi; þó má hvor stjórn- LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. OKTÓBER, 1946* in um sig hvenær sem er, eftir að fimm ár eru liðin frá gildis- töku samnings þessa, fara fram á endurskoðun hans. — Skulu þá stjómirnar hefja viðræður svo fljótt sem auðið er. Leiði slíkar viðræður eigi til samkomu- lags innan sex mánáða frá því að fyrst kom fram beiðni um endurskoðun, er hvorri stjórn- inni um sig heimilt, hvenær sem er að þeim tíma liðnum, að til- kynna skriflega þá fyrirætlun sína að segja upp samningnum. — Skal samningurinn þá falla úr gildi tólf mánuðum eftir dag- setningu slíkrar uppsagnar. Ef ríkisstjórn Islands skyldi vilja fallast á þær tillögur sem settar eru fram hér að framan, bið eg yður, herra ráðherra, að senda mér staðfestingu á því er- indi, sem ásamt þessu erindi verður þá samningur beggja rík- isstjórnanna um þessi efni. (19. 9. 1946). Ríkisstjórn Bandaríkjanna birti í dag fréttatilkynningu um þetta efni. Eru í fréttatilkynningunni tek- in upp öíll aðalatriði samnings þess, er Bandaríkjastjórn hefir lagt til að gerður verði, og lýkur henni með þessum orðum: “í stuttu máli sagt: Fallist Is- land á framangreindar tillögur, munu Bandaríkin hverfa á brott með alt sitt herlið af íslandi, af- henda Islandi flugvelli þá er Bandaríkin bygðu við Keflavík, setja óbreytta borgara í stað þeirra er herþjónustu' gegna og nú starfa við rekstur flugvall- anna, og þjálfa íslendinga í rekstri vallarins. Keflavíkur- flugvöllurinn verður þannig, með Veljið MILLER að þingmannið yðar Trúir á og vinur að: • Betri kjörum fyrir bændur og verð sem svarar auknum kostnaði. • Framhaldsstarfi canadiska hveitiráðsins, sem Conserva- tívar stofnuðu. • Enginn tekjuskattur af tekjum innan $1,000 fyrir einhleypa og $2,000 fyrir gift fólk. • Heimili hermanna við sann- gjörnu verði en ekki verð- bólgu okri. • Verndun nægilegs bygging- arefnis í Canada til þess að fullnægja þörfum heimafyrir. Greiðið atkvæði þann 21. október 1946 með Cal. C. Miller CAL. C. MILLER PROGRESSIVE CONSERVATIVE ÞINGMANNSEFNI fyrir PORTAGE LA PRÁIRIE KJÖRDÆMI Progressive Conservative Committee, Portage la Prairie | ISLEXDDíGAR ... 1 sem flytja vestur að hafi, hefðu gott af að líta inn til i HOMEFINDER LAND sölufélagsins, sem hefir skrifstofu 1 sína á horninu á Broadway og Commercial Drive, Van- g couver, B.C.„ og spyrja eftir Hermann Johnson eða Len jj Goodman. Þeir eru fúsir til að leiðbeina fólki viðvíkjandi verði á fasteignum og aðgengilegum byggingarsæðum. .......■■■■.......................III I .......... Ma+utoMa fein&i KILLDEER PLOVER—Killdeer—Charadius vociferus vociferus. A medium-sized Shore Bird commonly frequenting the uplands. Pure white below, with two black breast-bands and a large amount of rusty yellow on rump and tail. Distinctions—The double black belt across the breast and the large amount of rusty yellow on tail and rump are distinctive. It is the largest of the belted Plover. Field Marks—Size, white underparts, and double black breast-belt, large amount of rufous on rump and tail, and loud strident voice represented as “Kildee, Kildee” often repeated. Disiribuíion—North and South America. Breeding com- monly in Canada across the continent except on the east coast; in the west, north to the Mackenzie and Yukon valleys. It nests in pastures and cultivated fields, as a rule at some distance from water. When its young are hatched it leads them to the nearest water, often the merest surface pool, where they dabble about the muddy edge until grown. The species is well named vociferus, as it is amongst the noisiest of the noisy. One cannot approach its chosen haunts without is springing an immediate alarm that puts all within hearing at nervous attention. “Kildee, Kildee,” it cries stridently, and makes off in frantic alarm, only to return and tell it again and again to the intruder and the whole community. This space contributed by THE DREWRYS LIMITED MD 174 samstarfi beggja stjórna, frjáls til afnota fyrir allar þjóðir, og verður hann mikill aflþjóðaflug- völlur undir stjórn Islands. Munu þessar ráðstafanir einnig tryggja áframhald og öryggi samgangna við herstjórnarstofnanir þær, sem Bandaríkin skuldbinda sig til að halda uppi í Þýzkalandi, samkvæmt gerðum samningum við Frakkland, Stóra-Bretland og Ráðstjórnarríkin.” —Morgunbl. 20. Sept. SÖNGMENN .... (Frh. af bls. 1) Ólafur Magnússon, verzlunar- maður, 1. bassi. (Á föðursystkini vestanhafs: Margréti Þorsteinsd. og Guðm. Þorsteinsson frá Vest- mannaeyjum). Hallgr. Sigtryggsson, verzlun- armaður, 2. bassi. Einar Ólafsson, bílaviðgerðar- maður, 2. bassi. Magnús Gíslason, magister, 2. bassi. Gísli Gíslason, sfcud. jur. 2. bassi. Þorvaldur Ágústsson, stud. med., 2. bassi. (Á ættingja vestra, Ingimund Eiríksson frá Árhrauni á Skriðum í Árnessýslu). Guðmundur Þorkelsson, múr- smiður, 2. bassi. Jón Sigurbjömsson, verzlun- armaður, 2. bassi. Kristjón Kristjánsson, hús- gagnasmiður, 2. bassi. Lárus Hansson, innheimtu- maður, 2. bassi. Loftur Hjartar, trésmiður, 2. bassi. (Á móðurbróður vestan- hafs: Guðlaug Guðlaugsson frá Vatnsdal, Húnavatnssýslu). THANKSGIVING First Lutheran Church OCTOBER 14th., 8:30 O’CLOCK Hymn.— Scripture Reading arnd Prayer. Organ Solo. Remarks from the Chair—Rev. V. J. Eylands. Vocal Solo—Elmer V. Nordal. Address — Mrs. E. P. Jónsson. Selection — The Choir. Collection. Vocal Solo — Elmer V. Nordal. REFRESHMENTS Islenzkar konur . . . Við iborgum hæsta verð fyrir heimaunna ullarsokka og vetlinga handa fiskimönn- um. Islenzkar konur, sem þá iðn stunda, gerðu vel í að láta okkur vita hvað þær gætu af hendi látið af þeirri vöru og hve- nær þær gætu afhent hana. Látið okkur vita sem fyrst, við borgum út í hönd. SIMI 21 844 PARK-HANNESSON 55 Arthur Street Winnipeg, Man. Verzlunarmennlun! Hin mikla nývirkni, sem viðreisnarstarf- ið útheimtir á vettvangi iðju og framtaks, krefst hinnar fullkomnustu sérmentunar sem völ er á; slíka mentun veita verzlunarskól- arnir. Eftirspurn eftir verzlunarfróðum mönn- um og konum fer mjög vaxandi. Það getur orðið ungu fólki til verulegra hagsmuna, að spyrjast fyrir hjá oss, munn- lega eða bréflega, varðandi námskeið við helztu verzlunarskóla borgarinnar. THE COLUMBIA PRESS LTD. COR. SARGENT AND TORONTO ST., WINNIPEG

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.