Lögberg - 24.10.1946, Side 6
u
Margrét Werner
“Eg er hérna, pabbi,” var sagt í blíð-
um róm; “eg vildi að þú sæir Beatrice
fyrst.”
Faðir þeirra vissi ekki bvorri þeirra
að hann dáðist mest að. Lilian leit svo
yndislega út; hið fríða gáfulega andlit
og hin mildu augu, fegurri en nokkru
sinni áður; hennar granna vaxtarlag
var algjörð mótsetning við Beatricear
þrekna og \drðulega byggingarlag.
“Eg vona að það verði ánægjulegt
kvöld fyrir ykkur báðar,” sagði hann.
“Eg er viss um að það verður það fyrir
mig,” sagði Beatrice brosandi. “Eg er
svo hamingjusöm og hlakka svo mikið
til kvöldsins.”
Faðir hennar brosti hálf raunalegu
brosi, er hann virti fyrir sér hina tignar-
legu fegurð hennar, og hugsaði hvort
nokkurntíma mundu hin svörtu ský
sorgar og mótlætis fella skugga á þenn-
an æskuljóma hennar.
“Ætlar þú að dansa, pabbi?” spurði
Beatrice, með fjörblossa í augunum.
“Nei, ekki held eg það,” svaraði hann,
og hugur hans hvarflaði til baka til þess
er hann hafði síðast dansað — við Ethel
Newton. Hann mundi það svo vel. Æ,
nei! Allir þeir hamingju dagar voru
horfnir honum.
29. Kafli
Er leið að því að dansinn skyldi byrja,
kom hver vagninn eftir annan með
gestina heim að Elmwood höllinni;
stofur og herbergi fylltust af gestum.
Það hljómaði inní höllinni sætur hljóð-
færa ómur, samtöl og hlátrar.
“Þú hefur ekki gleymt loforði þínu,
Miss Cuming,” sagði jarlinn af Mark-
ham. “Að þér dansið við mig fyrsta og
síðasta dansinn, og svo eins marga
aðra og þú getur látið mér í té.”
“Eg hef ekki gleymt því,” svaraði
svaraði hún. Henni fanst eins og hún
væri eitthvað utan við sig, þegar hann
var hjá henni. Hún var alltaf jafn sann-
færð um, að hann væri eini maðurinn
sem hún elskaði, en hún hafði kvíða
fyrir því, að hann kannske elskaði sig
ekki.
Þau hófu dansinn, og mikið og margt
var sagt og talað um það. Lionel Law-
rance var þar einnig. í heila tvo klukku-
tíma var hann að velta því fyrir sér,
hvort hann ætti að biðja Beatrice um
einn dans — hún var svo fögur og tign-
arleg og stóð honum svo mikið hærra.
Hann gat ekki annað en elskað hana;
hann varð skotinn í henni í fyrsta sinn
sem hann sá hana. En það var vonlaus
tilbeiðsla. Hann vissi það vel.
Loksins herti hann upp hugann, og
gekk til hennar. • Hú brosti til hans og
talaði vingjarnlega við hann. Vesalings
Lionel! Þegar hennar fríða andlit var
svo nálwgt hans, og hendi hennar hvddi
á herðum hane, hélt hann að það væri
draumur.
“Nú,” sagði hann er dansinn var bú-
inn — “nú ætla eg ekki að dansa meira.
“Eg vildi ógjarna að endurminningin
um þennan dans félli mér úr minni.
“Því þá?” spurði hún undrandi.
“Eg má eins vel vera hreinskilinn við
þig, Miss Cuming,” sagði Lionel í sorg-
ar róm; “eg elska þig, Miss Cuming —
svo innilega og svo heitt, að jörðin sem
þú stendur á er mér sem 'heiiög.”
“Það er ekki neitt hræðileg yfirlýs-
ing,” sagði Beatrice, brosandi. “Þú hefur
býsna áræði, Mr. Lawrance, eg hef bara
séð þig þrisvar sinnum.”
“Það gerir mér engan mismun,” sagði
hann, “hvort heldur að eg hef séð þig
bara einu sinni, eða á hverjum degi,
skal ekki vera í vegi þínum, Miss Cum-
ing. Hugsaðu bara til mín ofurlítið vin-
gjarnlega — bið ekki um annað. Minstu
þess bara, að það er einn maður í heim-
inum, sem vildi setja sig í hvaða hættu
sem væri þín vegna, og sem vildi leggja
lífið í sölurnar fyrir þig. Þú gerir svo
vel að minnast mín.”
“Það skal eg gera,” svaraði Beatrice
ákveðið. “Shkum orðum get eg ekki
gleymt. Eg skal vera vinur þinn, og virða
þig.”
“Mér skal þykja vænna um vináttu
þína, en ást nokkurrar annarar konu,”
sagði hann.
Nú kom Ralph lávarður og fór burt ,
með hann með sér. Beatrice stóð þar
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. OKTÓBER, 1946
sem hann hafði skilið við hana. Andlit
hennar bar þess merki, að hún var í
djúpum hugsunum. Henni leizt vel á
Lionel Lawrancne, og þótti vænt um að
hann elskaði sig. en þó vakti það sárs-
auka í huga hennar. Það var þægilegt
að heyra hann tjá ást sína, og vita áð
hugaður og gáfaður maður vildi leggja
ást sína og alt sem hann hefði að fótum
sér, að vita að bros sitt og augnatillit
hreif hann meir en nokkuð annað. En
hún hálf kendi í brjósti um Lionel; henni
fanst það sorglegt að nokkur gæfi ást
sína, án vonar um endurgjald í sama
máta. Hún vildi vera vinur hans, en
meira gat hún ekki verið.
Varir hennar titruðu og henni vökn-
aði um augu. — Nei, ást sína gat hún
ekki gefið honum — hana hafði hún nú
fyrir skemstu gefið öðrum, og það gat
hún víst aldrei tekið til baka. Fyrst
allra manna, stóð andlit jarlsins fyrir
sjónum hennar, í lífi og dauða; hún var
ákveðin í að kæra sig ekki um neinn
annan, en jarlinn Markham af EHkhorn.
Hún hafði tekið í hendi sér eitt af
þessum indælu rauðu blómum, sem
héngu yfir höfði hennar, og var að skoða
það, að því er virtist, en hún sá hvorki
blóm né blað. Hún var að hugsa um
jarlinn, og það sem hann hafði sagt
síðast við hana; er hann allt í einu stóð
hjá henni. Hann var ekki sjálfum sér
líkur; hann var náfölur og með angistar
svip á andlitinu.
“Beatrice, eg þarf að tala fáein orð
við þig,” sagði hann. “Viltu gera það
fyrir mig að koma með mér útúr þessum
mannnfjölda.”
Hún leit á hann, og hefði helzt viljað
neita þessari bón hans, en hún sá eitt-
hvað í andliti hans, sem hún gat ekki
staðið á móti. Jarlinn hafði haft nánar
gætur á Lionel Lawrance, bæði er hann
dansaði við hana, og svo er þau töluðu
saman, eftir dansinn. Hann hafði veitt
því eftirtekt, að andlit beggja voru meir
en vanalega alvarleg. Hann sá hinn
milda blæ á andliti hennar, og það gerði
hann nærri því brjálaðann.
í fyrsta sinn á æfinni varð hann æfur
af afbrýðissemi. Hann hataði þennan
Lionel með allar sínar gnægtir af þýzkri
draumóra speki og skáldskap.
Gat það verið að Lionel vildi vera
keppinautur hans um Beatrice, sem
hann vildi leggja allt í sölurnar fyrir að
ná í? Hvað var það sem hann sagði við
hana og setti þennan tármilda svip á
andlit hennar? Hvað var það sem hann
sagði henni sem setti þennan milda
glampa í augu hennar, glampa sem
hann hafði aldrei séð áður? Hann gat
ekki þolað þessa óvissu; danssalurinn
fanst honum ekki vera rétti staðurinn
til að bera upp bónorð sitt, en hann varð
að vita vissu sma, hver endirinn yrði á
þessu.
“Hvert eigum við þá að fara?” spurði
Beatrice allt í einu; því jarlinn gekk
hratt í gegnum hvert herbergið af öðru,
sem öll voru full af dansfólki, og útí
blómahúsið.
“Hér erum við bara tvö ein, Miss
Cuming; eg þarf að tala við þig; lofaðtr
mér nú að segja það sem liggur þyngst
á huga mínum,” sagði hann.
Þau voru nú komin inn í hinn indæla
blómagarð, sem var þétt settur rósum
og öðrum skrautblómum; loftið var
mettað sætum ilmi; það var glaða tungl-
skin, svo blómin voru eins og í silfur
ljóma.
Það var lítill garðbekkur milli rósanna,
og þar settist Beatrice, undrandi yfir
þeirri wsingu sem jarlinn var í.
“Beatrice,” sagði hann, “eg þoli það
ekki lengur. Hví beygði Lionel Law-
rance sig ofan að þér? Hvað sagði hann
við þig? Ó, kærasta Beatrice, þú veizt
ekki hve heitt eg elska þig. Beatrice,
orð mín eru veik. Horfðu á mig — lestu
ástina í andliti mínu, sem eg get ekki
túlkað með vörunum?
En hún leit ekki framan í hann; hún
var utan við sig af ástarsælu.
“Þú mátt ekki vísa mér burt frá þér,
Beatrice,” sagði hann og tc>k um báðar
hendur hennar. “Ég er ekki veikgeðja
maður; en þú mátt trúa því, að ef þú
vísar mér frá þér, verður það bani minn.
Þú ert miðdepill allra lífsvona minna.
Beatrice, viltu reyna að elska mig?”
Hún leit framan í hann, og tárin í aug-
um hennar, gltruðu sem daggar perlur
í mána skininu. Hún gaf honum af-
dráttarlaust svar —
“Farðu ekki frá mér — eg elska þig;
mirni kærasti — vissirðu það ekki?”
Hennar indæla andlit og titrandi varir
voru svo nærri honum, að hann kysti
tárin af kinnum hennar.
“Þú ert mín,” hvíslaði hann, “allt til
dauðans. Segðu þaé, Beatrice.”
“Eg er þín í lífi og dauða,” sagði hún.
Það var ekki nema hálftími, sem þau
höfðu verið burtu frá dansfólkinu, en
þessi stutta stund var svo auðug af
hamingju, að hún var ógreymanleg.
“Nú má eg fara,” sagði Beatrice loks-
ins, og losaði hendur sínar úr hans.
“Ó, herra minn, hvernig á eg nú að
mæta vinstúlkum mínum? Því beiðstu
ekki þangað til á morgun?”
“Eg gat það ekki,” svaraði hann, “og
þú hefðir þá kannske ekki verið eins góð
við mig og núna.”
Þegar þau fóru úr blómagarðinum,
sleit jarlinn upp hvíta rós og gaf henni.
Löngu síðar, er blöðinn voru orðin gul
og visin, fanst rósin. Þau stönsuðu fá-
einar mínútur í blómahúsinu, og gengu
svo inn í danssalinn.
“Nú verðurðu að dansa alla valsana
við mig,” sagði jarlinn, “og eg skal tala
við föður þinn í kvöld, má eg það ekki?”
Hún samþykkti það. Henni fanst það
svo sætt að vita, að nú átti annar hana,
og að finna vilja, sem var sterkari en
hennar. Henni var sama um hversu
fljótt allir fengju að vita. að hún elskaði
hann.
30. Kafli
Beatrice gat aldrei munað hvernig
dansleikurinn endaði. Það var óslitin,
sætur leiðslu draumur fyrir henni. Hún
heyrði hljóðfærasláttinn, og suðu
margra radda, eins og í draumi. Stund-
um fanst henni allt ljóma meir en áður;
það var er jarlinn stóð við hlið hennar.
Hjarta hennar var svo fullt af friði og
gleði. í þessari hrifningu og gleði, hugs-
aði hún ekki eitt einasta augnablik um
Alfred Hankins; hún mundi bara ekkert
eftir honum. Það var ekkert sem kast-
aði skugga á hamingju hennar og sælu.
Hún stóð hjá lafði Cuming, er gest-
irnir, einn eftir annan komu að kveðja.
Hún sá að jarlinn beið eftir að ná tali
af föður hennar.
“Eg er hræddur um, Beatrice, að fað-
ir þinn eigi annríkt í kvöld,” hagði hann,
“en eg verð að tala við hann. Viltu lofa
mér því, mín kæra Beatrice, að ganga
ekki til hvílu, fyr en við höfum fengið
samþykki hans.”
Hún gat ekki neitað því. Þegar stúlk-
ur, eins og Beatrice, fara að elska í al-
vöru og einlægni, er það merkilegt hve
algjörlega þær gefa upp sinn eigin vilja.
Hún hefði viljað segja honum, að hann
hefði sigrað, og þau hefðu sjálf innsiglað
trúlofun sína; en hún lét nú að vilja
hans mótstöðulaust.
Gestirnir þökkuðu lávarðinum fyrir
þessa góðu skemtun; en hann vissi ekki
hvernig á því stóð, að jarlinn hélt sig
stöðugt í námunda við hann og vildi
ekki missa sjónar af honum. Loksins
kom að því, að síðasti vagninn fór, og
fjölskyldan á Elmwood var nú orðin ein
eftir. Lafði Edith bað systurnar að
koma inn til sín, til að tala um dansinn.
Jarlinn gekk nú til Ralphs lávarðar og
spurði hann, hvort hann gæti fengið að
tala við hann í fáeinar mínútur.
“Getur það ekki beðið til morguns?”
spurði lávarðurinn og brosti, er hann
leit á úrið sitt. “Klukkan er orðin 3.”
“Nei,” sagði jarlinn, “eg get ekki verið
eina einustu nótt í óvissu.”
“Komdu þá með mér,” sagði lávarð-
urinn, og þeir gengu inní lestrarsalinn.
“Nú, hvað er það þá?” spurði jarlinn
glaðlega.
“Eg ætti kannske að yfirvega nánar
það sem eg ætla að segja, en eg get það
ekki, Cuming lávarður, eg elska Beatrice
dóttir þína. Viltu gefa mér hana fyrir
konu?” spurði jarlinn.
“Já, þér fremur en nokkrum öðrum
í heiminum,” svaraði lávarðurinn. “Er
það hennar vilji?”
“Já, eg held eg megi staðhæfa það,”
og hjartað hoppaði upp af fögnuði í
brjósti hans, er hann hugsaði til þess
sem hún sagði við hann.
“Við skulum vera vissir um það,”
sagði lávarðurinn; hann hringdi klukk-
unni og sendi boð eftir Beatrice.
Jarlinn gleymdi aldrei hinu fríða og
feimnislega andnliti Beatrice, er hún
kom inn.
“Beatrice,” sagði faðir hennar og
faðmaði hana að sér, er það satt, að eg
eigi að gefa þig jarlinum af Elmhurst
fyrir eiginkonu?”
“Já, ef þú vilt, pabbi,” hvíslaði hún.
“Já, það er mín innilegasta ósk,”
sagði lávarðurinn. “Jarl, eg gef þér
hina óviðjafnanlegu gersemi. Þú getur
skilið ást hennar af hennar eigin orðum..
Eg veit hún hefur aldrei gefið ást sína
neinum manni á undan þér. Þú ert fyrsti
kærasti dóttur minnar. Þú getur tekið
hana að hjarta þér, fullviss um' að hún
hefur aldrei áður átt kærasta. Er það
ekfei satt, Beatrice?”
“Já,” sagði hún dræmt, eins og hún
í fyrsta sinn hugsaði til Alfred Hankins.
“Á morgun skulum við tala um fram-
tíðina,” sagði lávarðurinn. “í kvöld er-
um við öll of þreytt til þess. Jeg vona að
þú sofir nú rólega, jarl, er þessu erindi
er svo farsællega aflokið.”
“Já, ef eg annars get farið að sofa,”
sagði jarlinn.
“Eg vil segja þér, ef það hefði komið
til minna kasta að velja mann handa
Beatrice, hefói eg kosið þig fram yfir
alla aðra, til að annast framtíð og vel-
ferð hennar. Tefðu ekki til að þakka
mér; eg hef óljósa meðvitund um að
það sem þakklátur biðill hafi meira að
segja sé. Góða nótt!”
“Hvað er um að vera, Beatrice?”
spurði Lilian, þegar þær systurnar voru
orðnar einar í svefnherbergjum sínum.
“Eg get varla sagt þér það rólega,”
svaraði Beatrice. “Jarlinn af Markham
hefur beðið mín — beðið mig — beðið
mig að verða konuna sína, og, Ó, Lilian,
mér þykir svo ótrúlega vænt um hann.”
Yfirlæti og metnaður hvarf nú af
Beatrice; hún hallaði höfðinu að herðum
systur sinnar, og grét gleði tárum.
“Eg elska hann svo heitt, Lilian,”
sagði hún, “en eg hélt aldrei að hann
kærði sig um nJig. Hvað hef eg unnið
til þess að verða fyrir svona mikilli ham-
ingju?”
Lilian laut andliti sínu að systir sinni
og samfagnaði henni af öllu hjarta sínu.
“Eg elska hann, Lilan,” hélt Beatrice
áfram að segja, “vegna hans sjálfs.
Hann er hinn glæsilegasti maður sem
eg hefi séð. Hann er svo góður maður,
svo göfugur, svo þelþýður. Mér mundi
þykja alveg eins vænt um hann, þó hann
væri beiningamaður.”
Lilian hlustaði á hana og samgladd-
ist með henni; en svo fór svefninn að
yfirstíga þær, og Beatrice bauð systir
sinni góða nótt, og gekk til svefnher-
bergis síns.
Nú var Beatrice einsömul — ein með
hamingju sína og ást. Henni fanst hún
mundi aldrei verða róleg aftur. Hún gat
ekki sofnað. Andlit jarlsins, málrómur
og orð, var það eina sem hún gat hugsað
um.
Hún fór á fætur, og klæddi sig í morg-
unkjól. Hún hélt að hið ferska nætur-
loft mundi gera sig rólegri, svo hún gæti
farið að sofa. Það var logn og heiðríkja;
tunglið bar yfir trjátoppana, og sendi
geisla sína út yfir jörðina. Friður og ro
hvddi yfir öllu umhverfinu, og hjarta
hennar fylltist af ró og friði, og göfug-
um hugsunum. Fyrir framtíðina, sem
blasti svo björt og fögur við henni, vildi
hún setja sér það merk, að vera einjæg
og trú; hún vildi hugsa meira uhi það,
sem Lilian tamdi sér og talaði stundum
um við hana. Svo snérist hugur hennar
að kærastanum og hinum sæla hálf-
tíma í blómagarðinum. Hún sá frá
glugganum á herbergi sínu útí blóma-
garðinn. Meðan hún stóð þai; og var aö
hugsa um framtíðina, sá hún stórvax-
inn mann, eða vofu ganga ofan eftir
stígnum sem lá milli blomgarösins og
skógarins. Hann stóð þar lengi og
horfði í glugga byggingarinnar, svo gekk
hann inn í listigarðinn og hvarf.
Henni varð ekki neitt bilt við þetta,
þó hún sem snöggvast undraðist hver
það gæti verið. Kannske það væri skóg-
gæzlumaður, eða garðyrkjumaður en
svo hugsaði hún ekki meira um það.
Skuggi af manni í tunglsljósinu var ekki
til að gera hana hrædda.
Svala næturloftið hafði sin ahnf a
hana; hún fann til þess, að hún var sifj-
uð, svo hún fór uppí rúmið.
Þögcir hún vnknnði vnr glnðn solskin.
Við hlið hennar lá ilmandi blómvöndur,
sem var votur af morgundögginni,
og í vendinum var lítið spjald, sem skrif-
að var á: “Beatrice, viltu koma útí garö-
inn, fáeinar mínútur fyrir morgunverð-
inn, einsömul, til að segja mér, að það
sem skeði í gærkvöld, hafi ekki verið
draumur.” Hún stóð strax á fætur; hún
lagði sjal yfir hinn skrautlega morgun-
kjól og fór svo ofan til að mæta kær-
astanum sínum.