Lögberg


Lögberg - 07.11.1946, Qupperneq 3

Lögberg - 07.11.1946, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. NÓVEMBER, 1946 3 FALLINN í VAL Jóhann Hjörtur Pálsson þegar anidlátsfregn Hjartar barst mér til eyrna, setti mig hljóðann, oe meðan eg sat hugsi, var líkast því að fjarlægar raddir hvísluðu að mér: “Þeim fjölear óðum auðu sætunum meðal Is- lendinga vestan Ihafsins. Þeir ganga úr sætum sínum einn og einn þegar dauðinn ber að dyr- um, hverfa út um dyrnar, — og eiga ekki afturkvæmt.” Við, sem enn ekki höfum feng- ið kallið, horfum á eftir þeim með trega og söknuði. Ekki vefe'na þess að þeir eru frá okkur farnir, því þar er engu hæst að breyta — Enginn ræður sínum nætur-stað. Við látum öll nótt sem nemur. En auðu sætin eru þegjandi vottur um þverrandi starfs-krafta til viðhalds íslenzk- rar tungu og íslenzkra bók- menta, hér vestra. Oft er því gálauslega fieygt fram á gléði-mótum og í veizlu- sölum, að íslenzkt félagslíf standi föstum fótum oe með miklum íblóma hjá okkur Vestur- Íslendingum, — betur að svo væri,— en s'lagorð og lítt hugs- aðar yfirlýsingar eru ekki með- ölin sem bezt duga; það er al- varan og einlægnin í þeim sök- um, sem lengt geta líf okkar ástkæra móðurmáls hjá stöðugt fækkandi fylkingum frumherj- anna oe afkomenda þeirra, hér á vesturvesum. Jóhann Hjörtur Pálsson var fæddur á Nor®ur-Reykjum í Hálsasrveit, Borgarfjarðarsýslu, 11. júní 1873. Foreldrar hans voru: Páll Jónsson og Sigur- björg Helgadóttir. Faðir hans dó þegar Hjörtur var enn mjög ungur að aldri. Seinni maður Sigurbjargar, og stjúpfaðir Hjartar, var Skarphéðinn Is- leifsson frá Si&nýarstöðum, oe fór vel á með þeim. Eg geymi margar Ijúfar og fagrar minningar um Hjört, alt frá bernzku árunum og til þess tíma sem eg seinast kvaddi hann lifandi, 15- september síðastlið- inn. Ef til vill er þó ein myndin skýrust í huga mínum í öllu þessu minninga-safni um hann. Þá var hann 17 ára og ee 8. Hann var að lesgja á stað í vetrar-ver- tíð suður á VatnsleysuStrönd. Hann hafði kvatt alla á heimil- inu, en um leið og hann gekk úr garði, fékk eg levfi tii að fylgja honum stuttan spöl. Hann leiddi mig upp barðið, yfir flóann og kirkjugöturnar, þar tók kirkju- melurinn við, og þar stansaði hann, tók mi& upp, kyssti mig, bað mér alls &óðs og sagði mér að fara nú heim, hann myndi sjá mig með vorinu. Skilnaðar stundin var komin, og tár stóðu í beggja augum. Eg stóð kyrr um stund þar sem hann hafði skilið við mig og var ákveðinn í því að sjá hann hverfa suður fyrir kirkjumelinn, áður en ee snéri heim. Á kirkjumelnum stendur stór steinn, nokkur skref frá þeim stað sem hann kvaddi mig. — Eg sá Hjört sanga upp að stein- inum, leggja hendur sínar á hann, taka húfuna áf sér, beygja höf- uðið fáeinnar mínútur, rétta sig UPP og ganga áfram án þess að líta til baka. AgnesSigurdson Ekkert opinberar menningu og mannlund manna fremur en hjálpfýsin og engin góðmenzka er göfugri en sú er réttir æsk- unni hjálpar hönd. Með því að styrkja efnileg ungmenni ■ til náms bera menn sjóð sinn til á- vaxta í gróðrarreiti andans. Ekk- ert er eins grátlegt sem það glap- ræði, að láta mikla hæfileika vanartast ef þeim gefst ekki tækifæri til að þroskast. Engin veit hve miklum auði hefur verið sóað á þann hátt; enginn veit hvað þjóðin hefði komist langt, í andlegri menning, hefði þeim hæfileikum verið varið henni til gagns og gleði. Naumast getur þjóðræknisfél- ag vort gert nokkuð, sem frem- ur væri í samræmi við stefnu þess og tilgang en að hlúa að þeim Ihæfileikum og listræni, sem fram kann að koma meðal vors fólks. Þetta hefur líka þjóðræknisfélagið leitast við að gera og vonandi heldur því á- fram. Á síðast liðnu ári gekkst það fyrir fjársöfnun til hjálpar Ung- frú Agnesi Sigurðson sem nú stundar hljómlistarnám í New York, hjá þjóðfrægum kennara. Slíkt framhaldsnám kostar mik- ið fé og er tiltölulega fátækum nemanda um megn, nema því aðeins að hann eigi auðuga að. Var hann að lesa ferðabæn os biðja fyrir mér og sínum nán- ustu? Þetta flaug í segn um huga minn. Með tár í augum snéri eg heim, og bað guð að blessa og varðveita þennan ást- vin minn. Árið 1897 fluttist Hjörtur til Winnipeg ásamt móður okkar os yngsta bróður, Kristjáni. — Þremur árum seinna kom eg til Winnipes, ásamt Jónasi bróður okkar, en seinni part þess sum- ars hvarf Hjörtur til íslands aft- ur, og (harmaði eg það mjög, og jók það á óyndi mitt sem eg hafði 'hrept þegar Hálsasveit og Reykholtsdalur hurfu mér sjón- um fyrri hluta maí mánaðar það sama ár. Rúmu ári seinna kom hann aftur til Winnipeg, og hafði þá heitmey sína, Kristínu ]>orsteins- dóttur frá Húsafelli, í för með sér- Giftust þau það sama haust op dvöldu í Winnipeg um tvö ár. Að þeim tíma liðnum flutt- ust þau til Lundar, Man. Þar sem Hjörtur hafði tekið sér land. BjuKgu þau þar mörg ár og farn- aðist þeim mun betur sem árin fjölguðu. Þau eignuðust 11 mann vænleg börn, og eru 10 þeirra lif- andi, en ein dóttir þeirra dó á unga aldri. Gestrisni þeirra hjóna, góð- hug oe velvild er við brugði8; voru þau þar svo samhent og samtaka að heimili þeirra varð í þjóðbraut áður en varði, og var sem bjálka-hús þeirra væri bysgt um þjóðbraut þvera, og stóðu þar veitingar á borði hve- nær sem gest bar að garði. Með trega og söknuði kveð ee þig minn kæri vinur, og þakka þér allar samveru-stundirnar. Þakka þér, fyrir mig og mína, allar gleðistundirnar sem þú veittir okkur, þakka þér alla föeru söngvana sem þú varst svo óspar á að gefa okkur, jafnvel þegar sverðs-oddur dauðans hafði snortið hjarta þitt. “Erla” var þitt uppáhalds lae, og eg gleymi aldrei þinni fögru rödd þegar þú söngst það síðast. “Kvæðið mitt er kvöldljóð,” og eg vissi þá, að það var þitt kvöld- ljóð. Þú ert fallinn í val. — Þú varst mikill oe góður maður, og nú er það mín von og bæn: að um öll ókomin ár, eigi “Island menn að missa, meiri os betri, en aðrar þjóðir.” Páll S. Pálsson■ Agnes á okkur að, alla Vestur- íslendinga. Stjórnarnefnd Þjóðræknisfél- agsins tók sér það fyrir hendur, að leita liðs hjá Vestur-lslend- ingum henni til styrktar. Treyst- um vér þar á drenglyndi þeirra, og það traust hefur -ekki brugð- ist okkur. Mikið fé hefur þegar safnast, en samt ekki nógu mik- ið til þess að Agnes geti fullnum- að sig í listinni. Hér finnst mér réttast að gera grein fyrir þessari fjársöfnun í heildinni. (Kvittanir fyrir til- lögin. hafa komið í blöðunum jafnóðum og gjafirnar hafa bor- ist í höndur féhirðisins, Grettis Jóhannssonar). Alls hafa innkomið í Agnesar- sjóðinn um 1800 dollarar- Þar af notaði námsmærin þúsund doll- ara síðast liðinn vetur og mun það vera um helmingur náms- kostnaðarins. Um átta hundruð dollarar eru nú eftir og hafa ver- ið henni afhentir. Af þessu geta menn ráðið hversu mikils þarf með, þegar um þriggja ára nám er að ræða. Eru það nú vinsamleg tilmæli stjórnarnefndarinnar til Vestur- íslendinga að fullkomna nú þetta hjálparstarf með frekari fram- lögum. Peningar sendist til fé- h i r ð i s Þjóðræknisfélagsins, Grettis Jóhannssonar, 910 Palm- erston Ave., Winnipeg. Til frekari skýringar, leyfi eg mér að birta nokkra kafla úr bréfi frá Agnesi, sem útskýra námsferil hennar og framtíðar fyrirætlanir: “Fyrir mig hefur hið liðna ár verið hið yndisleg- asta. Eg tel það hið mesta lán, að njóta náms hjá Madame Sam- eroff. Hún er elskuleg mann- eskja og frábær kennari Hún hefur hinn mesta áhuga á því að eg taki sem mestum framförum og fylgist með mér í öllum mín- um framtíðar áformum. Mér finst eg líka. hafa tekið miklum framförum undir henn- ar handleiðslu, á síðastliðnum vetri og vera að nálgast það tak- mark, sem eg hef sett mér í list* inni. “Hér í New York og í umhverfi borgarinnar hefur mér veizt tækifæri til að koma fram sem listnemi við nokkur tækifæri hjá: The Philadelphia Art Al- liance; The State Teachers Col- lege, New Britain, Connecticut, og hjá Islendingafélaginu í New York. Ennfremur hef eg tekið þátt í mörgum samkvæmum, sem Madame Sameroff hefur gengist fyrir fyrir söngmentað fólk. (Þess ber hér að geta, þótt Agnes minnist ekki á það í bréf- inu, að á öllum þessum sam- komum gat hún sér góðan orð- stýr og Madame Sameroff hefur lokið lofsorði á hæfileika hennar og ástundun). “Á þessum komandi vetri mun eg leggja sömu ástundun á nám- ið og að undanförnu. Þegar eg kem til Winnipeg í sumarfrí- inu, hyggst eg að halda þar hljómleik. “Svo þegar eg hverf aftur til New York haustið 1946 er á- formið að efla til hljómleiks í New York Town Hall, sem verði hin fyrsta almenna framkoma (debut). Að loknu námi mun eg fara til Islands og byrja það- an lista ferilinn. “Eg vil nota þetta tækifæri til að þakka nefndinni (stjórnar- nefnd Þjóðræknisfélagsins) fyrir ágæta- hjálp og fyrir þá fullvissu, sem hún hefur heitið mér um framtíðar hjástoð. “Sömuleiðis þakka eg Islend- ingum yfirleitt fyrir hin rausn- arlegu framlög mér til hjálpar og sem hafa gert mér fært að leggja útá listabrautina og þroska þá hæfileika, sem með mér kunna að búa. Eg mun gera allt, sem í mínu valdi stendur til að verða ykkur til sóma og á þann hátt reyna að endurgjalda Islendingum drengskap þeirra og veitta hjálp. Eg mun gera mitt ýtrasta til að verðskulda það traust, sem þið hafið mér auðsýnt.” Agnes treystir okkur og við treystum láka henni Við getum ekki sýnt það traust með öðru fremur en með því að halda á fram að styrkja hana fjárhags lega. Það er víst engin efi á því, að hún verður íslendingum til sóma sem listakona og getur sér frægð endist henni líf og heilsa til að ljúka sínu erfiða námi. Auðvit að treystum við líka sjálfum okkur til að sjá henná borgið, svo hún þurfi ekki að hætta að hálfnuðu námi. Margar höndur vinna létt verk. Vinsamlegast, H. E. Johnson, k ritari Þjóðræknisfélagsins- Business and Professional Oards DAMP WASH 5 Phone Verzlunarmennfun! Hin mikla nývirkni, sem viðreisnarstarf- ið útheimtir á vettvangi iðju og framtaks, krefst hinnar fullkomnustu sérmentunar sem völ er á; slíka mentun veita verzlunarskól- arnir. Eftirspurn eftir verzlunarfróðum mönn- um og konum fer mjög vaxandi. Það getur orðið ungu fólki til verulegra hagsmuna, að spyrjast fyrir hjá oss, munn- lega eða bréflega, varðandi námskeið við helztu verzlunarskóla borgarinnar. THE CQLUMBIA PRESS LTD. COR. SARGENT AND TORONTO ST., WINNIPEG OCTOBER SPECIAL!! All photos taken on approval with no obligation — 4 Poses To Choose From — SPECIAL PRICES Phone or Write for Appoinlmenl LNIVECSAL STLIDICS 292 KENNEDY ST. (Jusi Norih of Poriage) — Phone 95 653 WEDDING AND BABY PHOTOS — OUR SPECIALTY DR. A. V. JOHNSON Dentiat 506 SOMERSET BUILDINQ Telephone 97 9S2 Home Telephone 202 298 Talslml 96 826 HelmiUs 62 892 DR. K. J. AUSTMANN SérfrœiHncrur i ougna, eirma, naf og kverka tjúkdómum. 704 McARTHUR BUILDINQ Cor. Portag-e & Maln Stofutlml: 2.00 til 6.00 e. h. nema á. laugardögum. DR. ROBERT BLACK BérfrœOingur i aupna, eyma, nef op hálssjúkdómum. 416 MEDICAL ARTS BLDQ. Graham and Kennedy St. Skrifstofuslmi 92 861 Heimaslmi 42 164 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. Islenzkur lyfsaU Fðlk getur pantaC meOul og annaC meC pösti. Fljðt afgrelCsla. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur llkklstur og annast um dt- farir. Allur útbúnaöur sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnlavarOa og legsteina. Skrifstofu talslml 27 224 Heimills talslml 26 444 Phone 97 291 Eve. 26 002 J. DAVIDSON Real Estate, Financial and Insurance ARGUE BROS. LIMITED Lombard Bldg., Winnipeg Phone 31 400 Electrlcal Appliances and Radlo Servlce Furniture and Repaira Morrison Electric 674 SARQENT AVE. DCINCC/J MESSENGER SERVICE ViO flytjum kistur og töskur, hflsgögn úr smsarri IbflOum, og húsmuni af ÖUu t*ei. 58 ALBERT ST. — WINNIPEQ Siml 26 888 C. A. Johnson, Mgr. TELEPHONE 94 358 H. J. PALMASON and Company Chartered Aocountants 1101 McARTHUR BUILDINQ Wlnnipeg, Can&da Phone 49 469 R&dlo Servlce SpMlalist. ELECTRONIC LABS. H. THORKBLBON, Prop. . The most up-to-d&te Sound Equipment System. 130 OSBORNE 8T„ WINNIPBO O. F. Jcmasson, Prea. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited 404 SOOTT BLOCK SlMI 96 227 Wholesale Distributore of FRE8H AND FROZEN FISH Manitoba Fisheries WINNIPEQ, MAN. T. Bercovitch, framkv.stj. Versla t helldsölu meO nýjan og frosinn flsk. 308 OWBNA STREBT Skrltot.sfmi II 265 Heima 66 418 Dr. S. J. Jóhannesson 216 RUBY STREET (Beint suöur aí Bannlng) Talslmi 30 877 VlBt&lstimi 3—6 eftlr hádegi DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Office hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Offlce 26 — Ree. 220 Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlæknar 406 TORONTO GEN. TRUST8 BUILDINQ Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 96 952 WINNIPEO DR. J. A. HILLSMAN Burgeon 308 MEDICAL ARTS BLDQ Phone 97 329 Dr. Charles R. Oke Tannlcskntr For Appointments Phone 84 808 Oífice Hours 9—8 404 TORONTO OEN. TRU8T8 BUILDING 283 PORTAQE AVE. Wlnnipeg, Man. SARGENT TAXI PHONE 34 556 For Quick Rclia'ble Bervice J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPO. Fasteignas&lar. Ledgja hfls. Ot- vega pening&lán og ddsábyrgfi. bifreiBaábyrgB, o. s. írv. PHONE 97 638 Office Phone Res Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 116 MEDICAL ARTS BLDQ. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfrœOingar 209BANK OF NOVA 8COTIA BQ. Portago og Garry St. Slmi 98 291 GUNDRY PYMORE Limited Britieh QuaUty Fish Netting 60 VICTORIA ST„ WINNIPBQ Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDMOB Your patronage wlll be appreoiate4 H HAGBO RG FUEL CO. e (C.F.L. C A N A D I A N FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Direotar Wholeeale Dietrlbutore of Frjab and Frc>7.on Fleh. 811 CHAMBERS STRJEWF ' Offlce Ph. 26 328 Ree Ph. T8 »lf H DUl 21 931 ko il) 21 231

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.