Lögberg - 07.11.1946, Side 6

Lögberg - 07.11.1946, Side 6
c LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. NÓVEMBER, 1946 Margrét Werner Hann færði sófann að glugganum, og lafði Edith leit brosandi á þá umönnun og nákvæmni, sem hann sýndi, Hann fékk Beatrice til að leggjast í sófann, og sneri henni svo að andlit hennar vissi út að garðinum, þar sem hin hnígandi sól lagði sína síðustu geisla yfir blómabeð- in. “Nú hefirðu eitthvað unaðslegt að horfa á,” sagði hann, “og þú skalt líka fá eitthvað þægilegt og skemtilegt að hlusta á. Eg skal lesa svolítið af ‘Maria Stuart’, eftir Schille, fyrir þig.” Hann sat hjá henni og hélt í hendi hennar. Hann las hin áhrifamiklu orð, sem stundum hljóma sem hersöngur, og svo aftur eins og örvæntingar stuna sturlaðrar sálar. Hans hreina hljóm- fagra rödd, hljómaði svo þægilega í kvöldkyrðinni. Beatrice starði á hin marglitu ský í vestrinu, sem tóku svo breytilegum litbreytingum við sólar- lagið, en allar hugsanir hennar snerust um Alfred Hankins. Hvað gat hún gert? Bara að hún gæti séð fram í tímann, bara að hún gæti tafið fyrir honum þangað til hún væri gift, þá væri öllu borgið. Hann mundi ekki voga að koma fram með neina kröfu á hendur lafði Markham af Elk- horn — og það væri þýðingarlaust þó hann gerði það. Þess utan skyldi hún fá manninn sinn til að fara í ferðalag utanlands með sér, og þegar Alfred sæi að tilraunir sínar væru árangurs lausar, hætti hann algjörlega við það. í öllum tilfellum, er hún væri gift jarlinum, hefði hún ekkert að óttast; ef hún segði hon- um allt eins og var þá mundi haún fyrir- gefa henni. Hann gat auðvitað reiðst henni, en hann mundi fyrir gefa konun- ni sinni. En ef hann fengi að vita alla söguna, áður en þau væru gift, þá var úti um alla von fyrir þenni. Hún varð að teygja tímann, skrifa Hankins—skrifa þannig að segja honum ekkert um kringumstæður sínar, en segja honum að hann yrði að bíða. Hann gat ekki neitað henni um það. Hún ætl- aði ekki að gefa honum neina von, en segja ekki neitt, sem setti hann í æsingu né sturlun. “Þetta er stórkostleg lýs- ing,” sagði jarlinn alt í einu, “finnst þér það ekki?” Hann varð þess var að Beatrice eins og vaknaði af draumi viö orð hans, og að hún hafði ekki heyrt nett af því sem hann las. “Eg skal strax viðurkenna,” sagði hún. “Eg hélt — taktu það ekki illa upp fyrir mér — ég var að hugsa um nokkuð sem óhrærir þig. Eg heyrði ekkert af því sem þú last, Herbert. Viltu lesa það aft- ur?” “Nei, það vil ég ekki gera,” sagði hann og hló. “Látum okkur reyna að tala um það sem þú hættir við —” Pyrir svo sem þremur dögum, hefði hún til nefnt tuttugu staði, sem hún hef- ði viljað sjá og koma til utanlands. Hún hefði brosað og roðnað, og hún hefði láti í ljósi meira f jör og fögnuð við hvert orð. Nú leit hún á áætlanir kærastans síns eins og einhver illvættis hönd væri að merja hjartað í brjósti sér, og þvinga sig með hræðslu. Þetta kvöld var eins og Beatrice gæti aldrei fengið stund til að vera ein. í dag stofunni var skrifborð, sem kvennfólk- ið brúkaði, en hún þorði ekki að skrifa þar, af ótta fyrir að kærastinn sinn komi og settist hjá sér, eins og hann var van- ur að gera. Færi hún inn í lestrarsalinn, mundi faðir hennar spyrja hana um, hverjum hún væri að skrifa. Hún gat ekki fundið neinn stað til að vera ein- sömul fyr en hún kom upp í svefnher- bergi sitt, en það tók lítið betra við. Fyrst kom amma hennar, áhyggjufull út af því hvernig hún leit út, og sagði henni að fara að sofa og reýna svo að hressa sig upp; svo kom Lilian full af ótta og kvíða, og vildi fá að vita hvort Beatrice áliti að Lewis Dare væri fríðari og fallegri en aðrir ungir menn, og að síðustu þjónustustúlkan, sem virtist að slóra þar inni, eins og hún ætlaði ekki að fara. Loksins var hún þó einsömul og settist við skrifborðið sitt, þar sem hún skrifaði í flýti kalt bréf, sem gerði Alfred Hankins næstum vitstola. Kæri Alfred! Ertu virkilega kominn til baka? Eg hélt að þú hefðir farist í Kínverska haf- inu, eða gleymt hinu litla æfintýri, er við mættumst. Eg get ekki séð þig sem stendur. Eins og þú hefir heyrt,, hefir Cuming lávarður sínar skoðanir, og eg verð að haga mér samkvæmt þeim. Eg skal skrifa bráðlega aftur og láta þig vita, hvenær og hvar eg get séð þig. Beatrice Cuming.” Hún braut bréfið saman, og skrifaði utan á það þá áritun, sem hann gaf henni. Svo fór hún þangað sem póst- kassinn var í forsalnum og lét bréfið í hann, viss um að enginn myndi fara að skoða bréfin. Þegar hún hafði lokið þessu, fór hún aftur upp í herbergi sitt. Bréfið kom daginn eftir til Brookfield. Er Hankins las það, beit hann sig í var- irnar. — Köld, hjartalaus! Ekkert vin- gjarnlegt orð, ekki einu sinni eitt sakn- aðarorð, í tilefni af því, að hún hélt hann væri dauður. Ekkert orð um ást, sannleika og trygð; ekkert loforð um að hún vildi verða hans — hvað gat hún meint með slíku bréfi? Nú næstuni hataði hann þá stúlku, sem hann hafði elskað svo heitt; en hann gat ekki, vildi ekki trúa öðru en það stafaði af hans löngu burtuveru, að hún bara hugsaði minna um hann, en hann hélt að hún hefði gert áður. Hún hafði lofað honum að verða konan hans, og hvað sem það kostaði skyldi hann fá hana til að halda loforð sitt, og hann meinti það sem hann hugsaði. Allt líf hans og vonir voru knýtt við við hana, og hann var ekki viljugur til að frígefa hana af trúnaðar loforði sínu. Þegar bréfið var farið, fór Beatrice að hugsa um hvernig svarið mundi verða, sem hún fengi frá Hankins; hún kveið ólýsanlega mikið fyrir því. Hún gat ekki skilið í því, hví hún þyrfti að líða svona mikið. Aðrar stúlkur höfðu gert það sama og hún hafði gert — já, tíu sinnum í staðinn fyrir einu sinni — og þær höfðu ekki þurft að líða svona mikið fyrir það. Hví gat hún ekki kast- að þessari angist og hæðslu frá sér? Það var mjög óhyggilegt af henni, að mæta þessum Alfred Hankins, í skóg- inum og niður við sjóinn, en hún hafði gert það af því henni leiddist svo ein- veran og tilbreytingarleysið, sem var allt í kring um hana. Það var mjög þægileg og uppörvandi tilbreyting fyrir hana, frá þessu daglega breytingar- leysi. Hann hafði hálf dáleitt hana, með ást sinni; hún í sjálfu sér, hafði ekki meint neitt alvarlegt. Til hennar var þetta þægileg og geðfeld nýung; en fyrir hann hefur það kennske verið lífs- spursmál. En hún hafði haldíð þessu leyndu fyrir föður sínum. Ef hún hefði, þegar hann spurði hana, og reyndi á svo vingjarnlegan hátt að vinna traust hennar; ef hún hefði þá sagt honum frá kunningskap sínum við Alfred Han- kins, hefði hann frelsað hana frá frek- ari eftirsókn þessa skipskafteins, og afleiðingunum af bernsku hugsunar- leysi hennar. Ef hún hefði sagt honum það þá, hefði það ekki orðið neinn þrep- skjöldur á hamingjubraut hennar. Nú var öðru máli að gegna. Ef hún segði nú föður sínum frá því, gat hún ekki vænst neinnar meðaumkunar, en hún hugsaði sem svo, að margar stúlk- ur hefðu gert margfalt verra en hún, og urðu ekki fyrir neinum vondum af- leiðingum. Loksins sofnaði hún, yfirkomin af harmi og þreytu 32. Kafli í fyrst sinni á æfinni huldi Beatrice andlit sitt af ótta við daginn, er sólin skein inn í herbergið. Hankins mundi ekki fá bréf hennar fyr en um hádegis bilið, og þangað til var hún óhult. Þessi langi og fagri sumardagur var gleðisnauður fyrir Beatrice. Hún hrökk við, ef hún heyrði eitthvert óvanalegt hljóð, eða hreifingu í húsinu, við hvert klukkuslag, við hvert þungt fótatak, ná- fölnaði hún, og hjartað nærri því stöðv- aðist í brjósti hennar. Amma hennar horfði kvíðafull á hana. Hún gat ekki skilið í þeirri snöggu breytingu sem hafði orðið á Beatrice, sem ávalt hafði verið sólskinið og gleðin á heimilinu. Stundum komu að henni ofsakætis köst, en það var bara augnabliks tauga æs- ing, sem varaði stutta stund. Lilian tók eftir því að það var eitthvað sem þjáði systir sína — en hún skildi ekki hvað það gat verið. í hvert sinn sem dyrabjöllunni var hringt, þaut Beatrice upp, með skjálf- | andi varir, sem hún árangurslaust reyndi að láta ekki bera á. “Elsku barnð mitt,” sagði amma hennar; “þú verður að taugaveikluð- um aumingja, ef þú verður lengi svona. Hvað er sem veldur því að þú hrekkur svona hastarlega við, við hverja minstu hreifingu? Þú lítur út, eins og þú bú- ist við að eitthvað hræðilegt komi fyr- ir.” “Það hefur enginn sagt áður, að eg sé taugaveikluð,” sagði Beatrice, og neyddi sig til að brosa. “Það sem mamma fann stundum að mér, var að eg væri alveg taugalaus.” Á sama augna blikinu hugsaði hún með sér: “Þetta er mér óbærilegt. Eg vil heldur deyja strax, en líða þessar sálarkvalir.” Dagurinn leið að kvöldi, ogþ að var heppni fyrir Beatrice, að kærastinn hennar hafði ekki verið hjá heiíni. öll- um herrunum á Elmwood, hafði verið boðið til miðdagsverðar til gamla Wil- kins herforingja. Þeir komu ekki fyr I en seint heim um kvöldið, og jarlinn varð ekki var við að neitt gengi að kær- ustunni sinni. “Eg kalla þetta tapaðan dag,” sagði hann, er hann bauð henni góða nótt; “mér fanst að dagurinn ætlaði aldrei að enda, af því þú varst ekki hjá mér.” Hún dró þungt andann, og hugsaði hversu vesæll dagur þetta hefði verið fyrir sig; mundi hún getað afborið ann- an slíkan dag? Hún lá vakandi hálfa nóttina; hún var að hugsa um þetta hræðilega bréf sem hún átti von á að lcæmi með næsta pósti, og að faðir sinn mundi, er hann sæi nú aftur koma bréf til hennar frá Brookfield, segja eitt- /hvað. Morguninn eftir var faðir henn- ar önnum kafinn við eitthvað, sem Lew- is Dare hafði sagt honum, og bað Bea- trice opna póst pokann. Áftur var bréf til hennar í bláu umslagi. Þegar hún var búin að koma öllum hinum bréfun- um til skila, stakk hún því í vasa sinn, án þess nokkur veitti því eftirtekt. Eftir morgunverðinn talaði jarlinn við Lilian, svo Beatrice fékk tómstund til að lesa bréfið. Það var ekkert sér- legt í því; en ef henni hefði ekki verið 1 sama um hann, hefði ástríðan í hans einföldu orðum, getað sært tilfinningar hennar. Hann sagðist hafa fengið bréf- ið frá henni, skrifaði hann, svo sagði hann, að hann yrði að fara sem fyrst til London, í sambandi við skipið sitt, og að hann yrði þar þrjár vikur. Hann sagðist skrifa henni, og hún skyldi vera reiðubúin að uppfylla það loforð, sem hún hafði gefið honum. Það var þó svolítill frestur; það gat margt komið fyrir og breytzt á þremur vikum. Hún reif bréfið í tætlur, og fanst létt af sér þungri byrði. Ef bara væri hægt að teyja tímann, hélt hún, og eitt- hvað kæmi fyrir sem flýtti fyrir gift- ingu sinni og jarlsins, áður en Hankins kæmi aftur! Hún var að minsta kosti óhult, að hún hélt, í bráðina. Hún náði sér aftur, er kærastinn hennar kom til hennar og spurði hana, hvort hún vildi taka sér keyrslu eða út- reiðartúr með sér. Hún hafði nú feng- ið sinn eðlilega andlitslit og sitt fjör- uga og blikandi augnaráð. Henni leið uppá það bezta allan daginn. Hún þurfti ekki að skjálfa af hræðslu, þó hringt væri dyrabjöllunni, eða einhver stigi þungt til jarðar. Þrjár vikur er nokkuð langur tími, og á þeim tíma gat svo margt skeð. “Ó, bara að kærastinn minn vildi hraða giftingunni okkar!” Þetta sama kvöld spurði jarlinn hana, hvort hún vildi ganga út með s£r. Hann vildi tala við haná einslega, því hann varð að fara burt daginn eftir, og það var svo margt sem hann þurfti að tala um við hana. “Hvert ætlarðu að fara?” spurði hún, hrygg í huga, því von hennar virtist nú hanga á veikum þræði. “Eg fer til Elkhorn,” svaraði hann, “til að skoða uppdrættina af nýju bygg- ingunni. Það verður að byrja strax á henni. Þó við verðum heilt ár að ferð- ast utanlands, verður hún varla full- gerð, þegar við komum til baka. Eg kem aftur eftir tvær vikur, og þá ætla eg að leggja eina spurningu fyrir þig. Get- urðu getið þér til, hvað það muni vera?” Hún brosti ekki til hans, sem svar upp á það sem hann ætlaði að spurja hana. Kannske hann verði þrjár vikur í burtu. Hvað gat henni þá orðið til hjálpar? “Eg ætla þá að spurja þig, hvort þú viljir efna loforð þitt, eg meina, hvort þú viljir þá samþykkja að við látum vígja okkur saman, sem mann og konu? Þú mátt ekki vera slæm eða hörð við mig, Beatrice; eg er búinn að bíða svo lengi. Þú hugsar um þetta meðan eg er í burtu, viltu gera það?” Cuming lávarður brosti, er hann sá andlit dóttur sinnar. Jarlinn ætlaði að fara burtu, og þess vegna leið henni ekki vel. Það var eins og það átti að vera. Hann var svo glaður af því, að hún elskaði kærastann sinn svo mikið. Hann hugsaði með sér, að hann hefði aldrei ímyndað sér, að Beatrice hefði svo djúpa og viðkvæma tilfinningu. Móðir hans hafði sagt við hann, að hún hefði aldrei þekkt nokkra stúlku, sem gæti elskað og hatað eins ákaft og Beatrice. Morguninn eftir, er jarlinn var ferð- búinn, tók það hann svo langan tíma að skilja við kærustuna sína, að lafði Cuming var farin að hugsa, að hann myndi hvergi fara, en vera kyr hjá Bea- trice. Loksins fór hann þó, og lofaði að skrifa á hverjum degi til Beatrice; svo kvaddi hann alla ástúðlega. Nú var hannn í burtu, og Hankins var farinn líka, svo hún þurfti einskis að óttast í þrjár vikur, einskis að vona, og hún varð meir og meir stúrin, dag frá degi. Faðir hennar og amma, héldu að það stafaði af því að kærastinn henn- ar var í burtu; hinn hljómfagri hlátur, sem svo oft hafði glatt Cuming lávarð, heyrðist nú ekki framar; hún var óvan- alega kyrlát, og hennar fagra andlit var fölt. Lilian, sem þekkti hvern drátt í andliti systur sinnar, varð hrædd um að það væri eitthvað sem þjáði hana, annaðhvort á sál eða líkama, sem eng- inn þeirra vissi um. Það hélt að hún færi einförum til að hugsa um kærastann sinn, og liði illa vegna fjærveru hans. Allar hugsanir hennar lutu að því, hvað hún ætti að gera, til að losna við Alfred Hankins. Spursmálið um það, kvaldi huga henn- ar óaflátanlega. Hún reyndi að vera með glöðu bragði, tala þegar aðrir töl- uðu, hlæja þegar aðrir hlóu; en er sam- talið féll niður, leit andlit hennar út eins og hugur hennar væri langt í burtu. Lilian hafði aldrei séð hana svo áður. Beatrice gætti þess vel að láta sem minnst á því bera, en það vildi þó til, að hún gat ekki með öllu dulið hvað hún ieið; þá gekk systtr hennar úr skugga um, að það var eitthvað sem þjáði hana. Hvað gat hún gert til að losast við Han- kins? Hún var alla daga að hugsa um það, og reyna að hugsa sér nýtt ráð til þess, en hún gat ekki með neinu móti hugsað sér neitt sem væri framkvæm- anlegt. Hvað gat hún gert? 33. Kafli Ein vika var liðin, og Beatrice hafði árangurslaust vonast eftir, að eitthvað myndi koma fyrir sem henni yrði til hjálpar. Allt gekk sinn vana gang á Elmwood. Faðir hennar og amma, höfðu nóg að gera að tala um og hugsa fyrir giftingunni. Lewis Dare og Lilian virtust, hvort í sínu lagi, vera að glæða með sér þá sameiginlegu von, að þau myndu verða hjón. Jarlinn skrifaði á hverjum degi. En enginn vissi neitt um það skuggalega leyndarmál, sem lá yfir Elmwood. Hvern morgun sagði Beatrice við sjálfa sig, með æskunnar vonsterku þrá: “Eitthvað getur komið fyrir í dag,” og hvert kvöld hugsaði hún, að eitthvað gæti greiðst úr fyrir sér á morgun.” En dagar og nætur liðu rólega, án þess að nokkuð kæmi fyrir, sem hún óskaði sér. Þessar þrjár vikur liðu fljótt. Hvað átti hún að gera, ef jarlinn yrði þá ekki kominn aftur til Elmwood? Það spurs- mál kvaldi og píndi hana svo, að hjarta hennar naut engra rólegheita né friðar. Stundum flaug henni í hug að það væri betra að deyja en lifa í sífeldri angist og ótta. En hún var ung, og æskan sér allt í meira hillingaljósi en eldra fólkið; hún var í eðli sínu huguð og áræðin. Hennar var hugur sem örvæntingin vinnur sjaldan bilbug á. Hún gerði sér ekki sem ljósastar þær kringumstæður sem hún var í, og hún hélt ekki að það væri mögulegt að neitt gæti komið fyrir sem gæti aðskilið hana og jarlinn af Elk- horn.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.