Lögberg - 16.01.1947, Side 5

Lögberg - 16.01.1947, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. JANÚAR, 1947 5 /UiteAM/iL rVCNNA Ritstjóri: LEIKSTARFSEMI Einn mikilvægasti þáttur í’yr á árum í skemtana- og félagslífi Islendinga, bæði hér í borg og i bygðum þeirra, var leikstarfsemi. Því miður virðast nú lei'kritasýn- ingar algerlega að falla niður meðal Islendinga og er það illa farið, og toendir ótvírætt á aftur- för í félagslífi þeirra.. Leiksýningar, eins og þær voru iðkaðar fyr á árum, voru hóllar skemtanir og uppbyggilegar. Þeir, sem tóku þátt í leiklistar- starfserni, höfðu gaman og gagn af því, að reyna að æfa sig í þessari fornu list; þeir lærðu af því að velja góðan lei'k; reyna að skilja hann og hlutverkin; búa út viðeigandi búninga og leik- svið; segja hvoruim öðrum til, o. s. frv. Það var líka skemti- iegt fyrir leikfólkið að hittast á sefingum, hlæja og gera að gamni sínu, því oft kom margt skringi- legt fyrir. Oftast voru þessir sjónleikir sýndir í því skyni að styrkja ein- hverja stofnun eða gott málefni í bygðinni. Leikendur fundu, aö þeir voru ekki einungis að skemta sjálfum sér og öðrum með leik sínum, heldur voru þeir að vinna að heill félagslífsins. Ekki þurfti að bera kvíðiboga fyrir því, að fólk myndi ekki sækja leikina. Venjulega var hús- fyllir og oft voru leikirnir sýnd- ir fleiri en eitt kvöld. Fólk hlakk- aði til að sjá hvernig leikendur leystu hlutverk sín af hendi. Svo var mikill áhuginn, að fólk, er einlhverra orsaka vegna gat ekki komið að kveldinu, fékk leyfi til að horfa á síðustu æfinguna. Sumir, er ekki gátu komið, sendu mngangseyrir sinn, til þess að sýna að þeir væru hlyntir þess- ari leiklistar viðleitni og stofn- uninni, sem verið var að styrkja á þennan hátt. Mikill var taugaóstyrkurinn hjá leikendum rétt áður en tjald- ið var dregið upp. Þeir flettu í ofboði upp hlutverkum sínum til þess að finna eitthvað, er þeim fanst iþeir ekki rntrna; þeir töluðu kjark í hvern annan og sumum varð á að taka inn hj artastyrkj- andi meðal áður en þeir stigu inn á leiksviðið. En svo f-undu þeir fljótlega á lófaklappi áhorfenda hvort vel var leikið. Áhorfend- ur voru oftast vægir í dómum og því ósparir á lófaklapp og fagn- aðarlæti. Leikfólkinu tókst misjafnlega, eins og gengur og gerist. Sagt er .frá karli einum, er gekk afarilla að læra hlutverk sitt. Þegar að leikkvöldin komu og hann átti að sýna list sína, virtist öllu stolið úr huga hans, svo til vandræða horfði. Sá, er minti leikendur á, sagði á eftir: “Fyrst mundi hann ekki, svo heyrði hann ekki, og svo skildi hann ekki!” En einhvern veginn slampaðist hann í gegnum leik- inn og áhorfendum þótti engu minna gaman að þessum útúr- dúrum, en leiknum sjálfum. Annar, er reyndist einnig tor- næmur, tók það til bragðs að næla blöðum, er setningar hans voru skrifaðar á stórum stöfum, innan á fortjaldið, þannig að á- horfendur gátu ekki séð þau. Þeir skildu ekkert í, hvers vegna hann var altaf að góna upp í loftið eða ganga fram og grína á tjaldbrún- ina. Annars tókst leikendum yfirleitt furðanlega vel og ein- staka léku af reglulegri list. Ekki var fólk hrætt við að tak- ast á hendur að sýna löng og er.fið leikrit, svo sem Æfintýri á gönguför, Skugga-Svein, Synd- ir annara, Táriö, Sálin hans Jóns míns, Vesturfarana og m. fl. INGIBJÖRG JÓNSSON Stundum var farið með leik úr einu bygðarlagi í annað og þótti það bæði skemtilegt og mikið æfintýri. Það var viðburður í félagsMfi bygðarinnar, þegar flokk úr annari bygð bar að garði. Hvað veldur því, að þessi holla og uppbyggilega skemtun er að leggjast niður? Sennilega eru það kvikmyndirnar og útvarps- leikirhir, sem eru að útrýma leikstarfsemi fólksins. Nú eru sýndar kvikmyndir ekki einungis í borgunum, heldur í flestum smáþorpum. Á iþessu sviði, sem mörgum öðrum er vélafram- leiðslan að draga úr viðleitni fólksins að skapa sjálft listræn verðmæti. Það væri auðiveldara að sætta sig við þessa breytingu, ef að kvikmyndirnar hefðu veru- legt listrænt gildi til að bera, en því miður eru silíkar myndir undantekningar. Flestar kvik- myndirnar eru harla ómerkileg- /ar og sumar eru jafnvel siðspill- andi fyrir börn og unglinga eins og vikið var að í síðasta blaði. Hversu miklu raunveriulegri á- nægju og gagn myndi ekki unga fólkið ’hafa af því að reyna sjálft að ieika heldur en að sitja kvöld eftir kvöld á kvikmyndahúsi og horfa á Holiywood “fígúrur” í leikjum, sem eru sjaldnast í nokkru samræmi við lífið sjálft. Ekki þjálfar unglingurinn lík- ama sinn með því aðeins að horfa á aðra iðka leikfimi og íþróttir; hann verður sjálfur að taka virk- an þátt í þeim, til þess að hafa gagn af þeim. Sarna gildir í and- lega sviðinu. Það þarf enga and- lega áreynslu til þess að vera að- eins áhorfandi á kvikmyndahúsi, enida lítill andlegur ávinningur því samfara. Önnur hlið á þessu máli, sem vert er að taka til greina, er sú að kvikmyndahúsin ' eru starf- rækt í gróðaskyni fyrir einstakl- inga, en ekki í þágu félagslifsins eða til styrktar stofnunum og velferðarmálum bygðarinnar, eins og ieiksýningarnar voru. Af ofangreindum ástæðum ætti fólk, er ber hag og velferð unga fólksins og félagslífs bygðarinn- ar í heild fyrir brjósti, að reyna að koma í veg fyrir það að kvik- myndirnar verði of sterkur þátt- ur í lífi fólksins í bygðinni. Hér er alls iekki verið að halda því fram að slík skemtun eigi alger- lega að leggjast niður, en hins- vegar er nauðsynlegt að hafa strangt eftirlit með því hvers- konar myndir eru sýndar, og að þær séu notaðar meira sem fræðslutæki. Þá er engin ástæða til þess að taka því þegjandi og hljóðalaust að þær útrými alger- lega annari eins menningarstarf- semi og leiklistarstarfsemin er. Þá starfsemj þarf að endurlífga og það er ekki mikill vandi, ef fólk s'kilur gildi þessa starfs og fær áhuga fyrir því. Hvetjið unglingana til að taka þátt í leikritum; þeim mun þykja gaman að því, þá einu sinni að þeir byrja á því. Þeir læra líka ýmislegt: að vera ófeimnir að koma fram opihberlega, að tala skýrt svo fólk heyri þá vel og skilji, og þeir þroskast af því að reyna að skilja og túlka rétt hlut- verk sín í leiknum. Þar að auk finna þeir til metnaðar yfir því að vera virkir þátttakendur í fé- lagslífi bygðar sinnar, með öðr- um orðum, góðir borgarar. 4- MISSKILIN GÆSKA Við sem fullorðin erum kom- um oft í veg fyrir það að börn læri það sem þeim er gagnlegt, Methafi í millilandasiglingu Spjallað við Magnús Runólfsson, skipstjóra á b.v. Forseta. Sjötíu dagar á hættusvæðinu. Það var út af pexi um það, að blöðin oikkar væru dálftið tómlát um “lifandi fréttaflutn- ing” daglegrar lífsbaráttu sjó- mannastéttarinnar íslenzku, sem kunningi minn benti mér á, að sá Íslendingur, sem oftast hefði siglt skipi milli landa yfir styrj- aldarárin væri Magnús Runólfs- son, skipstjóri á b.v. Forseti, áður Gulltoppur. Hann hélt því fram, að siglingamet á hættu- svæðum styrjaldaráranna, og önnur afrek heilbrigðrar lífsbar- áttu, væri sízt ómerkari íþróttir en t. d. pokahlaup suður á 1- þróttavelli! Er þetta bar til var eg nýkom- inn heim frá útlöndum, og hafði “legið á bekknum” hjá Magnúsi yfir hafið. Hina viðburðalausu silagangsdaga sjóferðarinnar hafði hann stytt mér stundir með því að segja mér ýmislegt um fiskveiðar og útgerðarmál, svo og um ævintýri manna til lands og sjávar, atvinnuvegi þessum viðkomandi. Hann er nefnilega þeirrar skoðunar, að lífið sé ekki eintómur iþorskur og Englend- ingar, og eigi heldur ekki að vera það. En ekki höfðu hættusigl- ingarnar borið á góma í þeim umræðum, enda hefir mér jafnan fundist sjómenn vera sagnafáir um svaðilfarir sínar. Mér datt því í hug að þakka Magnúsi fyrir síðast, og spyrja hann um; hvort eitthvað væri til í því, sem kunningi minn hefði sagt. — Það fer nú eftir því, hvað það var, sagði Magnús, stuttara- lega, — eins og sæmir ósviknum Vesturbæing, því að hann er fæddur og alinn upp á Bræðra- borgarstígnum, yngsti sonur Runólfs fiskimatsmanns frá Mið- húsum. — Að þú hefir manna oftast siglt skipi milli landa á styrjald- arárunum. — Ekki veit eg um það, en mér hefir verið sagt að svo mundi vera. — Hivað fórstu margar ferðir? — Eg held þær hafi verið 65. í stríðsbyrjun, og fram eftir stríðsárunum, var eg stýrimað- ur, fyrst á Snorra goða og síðan á Gulltoppi, en þá fengum við stýrimenninnir oftar en endra- nær heiðurinn af því að sigla skipunum út. Er eigendaskifti urðu á Gulltoppi” fylgdi eg skip- inu og tók við stjórn þess. Eftir það sigldi eg því sem fyr, — af því eg held, að við séum allir álíka mikils virði þessir karlar, sern sækjum sjóinn, og skemti- legast fyrir okkur að halda hóp- inn. - — Og þetta gebk alt slysalaust? — Já, eins og í.... sögu, sam- kvæmt reglunni: flýtur meðan ekki sekkur. Við þóttum, sumir hverjir, nokbuð óþjálir í sam- af því að við viljum forða þeim frá ýmsu óþægilegu.—Við hjálp- um þeiim af því að við viljum að börnin hafi ánægju af lifinu, og að alt sé þeim sem auðveldast. Við tökum þau upp ef þau detta, við tökum í burtu hvað eina sem þau geta hrasað um, við klæð- um þau og aflfclæðum, við mötum þau, við gefum iþeim tilbúin leik- föng, við færum þeim alt það, sem þau geta girnst, meira að segja áður en þeim dettur í hug að girnast nokkurn hlut. En með þessu sviftum við barnið nokk- uru sem er því mikils virði: Það fær ekki tækifæri til þess að verða þess vísara að máttur þess vaxi dag frá degi. Og ekkert er manninum meira gleðiefni en að finna mátt sinn vaxa. Og hvernig vex máttur mannsins? Við á- -reynslu — við að læra. Öll börn langar til að reyna sig, gera það sem nýtt er og erfitt. Við ættum að leyfa þeim að reyna mátt sinn — og læra á því, hvort sem iþeim tekst eða mistekst. Abigail A. Elliot. floti, enda stungum við þann fé- lagsskap af eins oft og því varð við komið. Framan aí striðinu var oft nobbuð argsamt í loft- skeytakiefanum: neyðaróp um allan sjó. — En bar þó ekkert öðru nýrra fyrir þitt skip? — Nei, ekki nema hvað við björguðum einu sinni áhöfn af ensku skipi — eitthvað 250 — 300 rnanns. Skip þeirra stóð í björtu báli . . . Þá var nú “Tjalinn” feginn, sem oftar á þeim árum. Þótti mér það skemtilegast við þessar sigl- ingar, hve okur var vel fagnað í fislksölulbæjunum, og hversu fólkið virtist skilja það, að við værum líka að vinna fyrir það. En nú er strax komið annað hfjóð ’í strokkinn. Nú eru íslenzku tog- ararnir hiklaust látnir ibíða lönd- unar, og stundum alls ekki af- greiddir fyr en enginn enskur togari er fyrir hendi. Stundum er Oikkur líka skotið inn á milli, ef mikill landburður hefir verið af fiski og söluhorfur eru slæm- ar. Það er þegar farið að lita á okkur sem keppinauta, sem ekki eru meira en svo velkomnir á enska fiskimarkaðinn. Sú er skoðun mín, að við ættum að fara að líta alvarlega til veðurs í fisksölumálunum, og láta það ganga fyrir enn auknum togara- kaupum — svo maður sleppi mótorbátunum, sem aildrei hafa verið til annars en eyða pening- um og drepa fólk. England er ekki markaðsland fyrir okkur nema á stríðstímum. Annars held eg að það sé bezt að fara í land og kjósa sjálfan sig í nefnd eins og hinir. . . . S. B. —(Mbl. 15. des.). HEILRÆÐI: Hér er ráð við inflúensku, — ekki til að lækna hana, heldur koma í veg fyrir hana. Það er að finna í “British Medical Journal” 16. janúar, 1937. Þar skrifar læknir á þessa leið: — Það er leitt að menn skuli ekki fara að ráðum Dr. Spengl- ers. Hann sagði, að ef maður tæki inn þrjá dropa af joði i tveimur teskeiðum af mjólk á eftir morgunverði í þrjár vikur, þá væri hann ónæmur fyrir in- flúensu í marga mánuði. — Eg hefi sjálfur notað þetta ráð í mörg ár, við sjúklinga og skóla- börn, og það hefir aldrei brugð-j ist. Eini ókostur þess er sá hvað það er einfalt Þess vegna held- ur fólk að ekkert gagn sé í því. 4- Vér öfundum þann, sem segir að sér hafi “aldrei orðið misdæg- urt.” En það eru býsna margir, sem gæti sagt hið sama, ef þeir hugsuðu nokkuð um heilsu sína. Fyrst er nú hreinlætið. Það er svo sem auðvitað að þér þvoið yður reglulega um hendur og andlit. En hvernig er það með líikamsþottinn? Það er nauðsyn- legt af fara oft í bað. þvi að sápa og vatn hreinsar óhreinindi úr svitaholunum, svo að húðin get- ur andað. « S v o e r það klæðnaðurinn. Klæðist ekki meiri fötum en þér nauðsynlega þurfið til þess að halda á yður hita. Forðist skó, sem fara illa eða þrengja að fæt- inum. Fáið yður fótsnyrtingu við og við. B o r ð i ð eingöngu heilnæma fæðu, sem yður verður gott af. Iðkið líkamsæfingar, en ofreyn- ið yður ekki Munið, að líkam- inn þarf hvíld, ef þér eigið að halda heilsunni. (Lesb. Mbl.) Stúlkan fór strax og hún kom um borð til skipslæknisins og sagði: — Ef eg skyldi verða veik, læknir, viljið þér ekki gera svo vel og segja mér, hvað eg á að gera? — Engin þörf á þvi, svaraði læknirinn, þér munuð gera það. NÝ BORGARABRÉF Þeir, sem vilja fá hin nýju, canadisku borgarabréf, og annað- hvort eru innfæddir, eða hafa áður gerst borgarar lögum sam- kvæmt, geta nú fengið þau fyrir $1.00 . Upprunalega var gert ráð fyrir, að þau skyldi kosta $5.00. Umsóknir, að meðlögðu andvirði, sendist Department of State, Ottawa, Ont Áminst ákvæði ganga í gildi 31. janúar, 1947. 4- GAMAN 0G ALVARA Kennarinn: — Reyndu nú að ihugsa þér, Stína mín, að ifaðir þinn skuldaði matvöruibúðinni 15 krónur, skósmiðnum sex, klæð- skeranum 700 og húseigandan- um 400, ihvað mikið mundi hann borga alls? Stdna: — Ekkert — en við mundum flytja. Sumamyt ánna Fáar skýrslur eru til um það, hve mikið gagn ásauður gerði, meðan færst var frá hér á landi. Þó er til skýrsla frá Jóni Jóns- syni bónda á Mýri í Bárðardal um það, hvað ær hans mjólkuðu að meðaltali og nær sú skýrsla yfir árin 1875—1887, og taldar 12 mjaltavikur hvert ár. Niður- stöðutölurnar eru mjög mismun- andi, frá 36.29 pottum og upp í 47.43 potta, og staíar það sjálf- sagt mest af tíðarfari. En á þess- um 13 árum hefir meðalnyt eftir á verið 44.23 pottar. Það er at- hyglisvert að meðalnyt var hærri þau árin, er aðeins var mjólkað einni mjölt í mál. 4- Jón (við móður sína): — Til hlvers var pabbi að fara upp á loft? Móðirin: — Hann ætlar að syngja hann Halla litla í svefn. Jón: — Jæja, ef eg væri í Halla sporum, mundi eg látast vera sofandi. -f Maðurinn var nýkominn upp í flugvélina, þegar flugfreyjan fékk honum símskeyti. 1 því stóð: Guö verndi þig frá þinni ástkæru eiginkonu. 4- Nokkrir ungir menn í Banda- ríkjunum hafa key.pt landspildu í suð-austur Alaska fyrir 150,000 dollara og hafa ákveðið að stofna þar nýlendu. Hafa þeir þegar fengið 1000 innflytjendur. Borga þeir hver um sig 100 dollara fyr- ir landSpildu. 4- Við sjáum hlutina ekki eins og þeir eru, heldur eins og við erum. Væntanlegar horfur í afurðasölumálinu Afurðasölumálin voru til um- ræðu á Alþingi i fyrradag og gaf forsætisráðherra, Ólafur Thors, þá ýrnsar upplýsingar um þessi mál. Skýrði hann meðal annars frá því, að horfur væru nú vænlegri en áður á sölu sjávarafurða okk- ar í Bretlandi og mætti vænta þess, að hægt væri að fá fyrir þær gott verð á næsta ári. Sölu- möguleikar til Rússlands væru einnig góðir. Vilja Rússar kaupa síld, síldarlýsi og þorskalýsi, en hafa eikki gext tilboð, þar sem verð er tilgreint. Islendingar hafa heldur ekki viiljað gera til- boð, þar sem verðlag fer nú hækkandi á heimsmarkaðinum á afurðum þeirn, sem Rússum leikur mest hugur á að fá. Loks eru góðar vonir um markað í Bandaríkjiunum.—Vísir 21.( des. 2300 ára gamall bátur finst hjá Hull Minjar um einhverjar elztu skipasmíðar á Bretlandseyjum hafa fundist skamt frá Hull. Hafa fundist þar í leðjunni i Humiber-fljóti tveir bátar, sem gert er xáð fyrir að hafi verið smíðaðir um 400 árum fyrir Krists burð. Verða bátarnir geymdir í British Museum, en fornleifafræðingar eru sammála um, að þetta sé merkilegasti fom- leifafundur á þessu sviði, sem gerður hefir verið í Bretlandi. Við smíðarnar voru m. a. not- aðir tréboltar og skinnið milli hermanna og fbúanna. —(Vísir 21. des.). Ertu hræddur við að borða ? Attu viö aö stríöa meltlngarleysl, belging og nábtt? Paö er óþarfi fyrir þig að. 14ta slíkt lcvelja þig. Fáöu þér New Discovery “GOLDBN STOMACH TÖFLUR." 360 töflur duga I 90 daga og kosta $5.00; 120 duga 1 30 daga, $2.00; 65 I 14 daga og kosta $1.80; Til reynslu, 10 centa dós — fæst I ftllura lyfjabúöum. For Fast Service on DRY CLEANING DYEING - REPAIRING use Carry and Save Store In Your Locality or Phone 37 261 Perth’s 888 SARGENT AVE. \ Verzlunarmennlun! Hin mikla nývirkni, sem viðreisnarstarf- ið útheimtir á vettvangi iðju og framtaks, krefst hinnar fullkomnustu sérmentunar sem völ er á; slíka mentun veita verzlunarskól- arnir. Eftirspurn eftir verzlunarfróðum mönn- um og konum fer mjög vaxandi. Það getur orðið ungu fólki til verulegra hagsmuna, að spyrjast fyrir hjá oss, munn- lega eða bréflega, varðandi námskeið við helztu verzlunarskóla borgarinnar. THE COLUMBIA PRESS LTD. COR. SARGENT AND TORONTO ST., WINNIPEG

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.