Lögberg - 16.01.1947, Side 6
6
!-------------------
Margrét Werner
Hann varð að súna sér undan; augu
hennar höfðu starað á andlit hans, en
það var enginn vottur í þeim um, að
hún þekti hann.
“Þú heldur ekki að hún muni deyja? ”
spurði hann lafði Edith, og hún gleymdi
aldrei í hyaða málróm hann sagði þessi
orð. “Viá vonum að hún lifi það af,”
svaraði hún. “Líf og dauði er í máttugri
hendi en vorri. Ef þú vilt hjálpa henni,
þá biddu fyrir henni.”
Síðar var Lewis kært að minnast, að
hinar einlægustu og heitustu bænir, sem
hann hafði nokkurntíma beðið til Guðs,
voru fyrir hinni englum líku Lilian.
Þegar hann var að fara út úr her-
berginu, heyrði hann, að hún var að
kalla á móður sína. Hún óskaði eftir
móður sinni — því var hún ekki þar?
Hann leit á lafði Edith, og hún skiidi
hvað hann meinti. “Eg eg búin að
skrifa,” sagði hún; “eg sendi boð eftir
Margréti í gær; hún kemur bráðlega.”
Fólki fanst, að það mundi ekki eftir
eins blíðum og góðum degi, eins og dag-
inn sem Beatrice var jörðuð. Sólin skein
í allri sinni dýrð og fegurð frá morgni
til kvölds, fuglasöngurinn hljómaði og
blómin anguðu, er hin fjölmenna lík-
fylgd fór gegnum listigarðinn.
Cuming lávarður og jarlinn gengu
saman; allir viðstaddir höfðu djúpa og
innilega samhygð með lávarðinum, sem
virtist bugaður af sorg og söknuði, og
jarlinum, sem hafði svo snögglega mist
kærustuna sína, sem allar hans þrár og
vonir voru tengdar við. Fjöldi fólks kom
til Elmwood, — frá fjær og nær, til að
fylgja Beatrice til grafar — kunnugir og
ókunnugir. Allir létu í ljósi undrun sína
og aðdáun fyrir því hve fríð hin dána
var, þar sem hún lá í líkskrúði sínu, og
hve innilega hinn ungi jarl hefði elskað
hana — hvernig hún hafði í svefni geng-
ið frá heimili sínu og fallið í vatnið.
Hún var jörðuð í kirkjugarði hallar-
innar, undir grænni hæð—þar sem Elm-
wood lávarðarnir og fjölskyldur þeirra
höfðu verið lagðir til hinstu hvíldar kyn-
slóð eftir kynslóð.
Klukknahljómurinn var dáinn út.
Gluggablæjunum á herragarðinum var
lyft upp, og aftur skein sólin inn í her-
bergin. Vinir fjölskyldunnar, sem komu
til að vera við jarðarförina voru farnir
burtu. Nú var þar eftir aðeins minning-
in um hina fögru og glæsilegu Beatrice.
Það var sagt, að Lionel Laurence
hefði verið með í líkfylgdinni, og að
hann hefði, eftir að allir voru famir,
dvalið lengi við gröfina. Hann gat aldrei
gleymt Beatrice; hann sá aldrei neina
konu, sem hann gat elskað eins mikið,
eins og hann hafði elskað hana.
Eitt kvöld, eftir að jarðarförin var
afstaðin, féll Lilian í djúpan og rólegan
svefn. Það bjargaði lífi hennar, og kom
jafnvægi á hugsun hennar. Þegar hún
vaknaði, var hið ömurlega hitasóttar
blik horfið úr augum hennar, og hún
horfði undrandi á móður sína, sem sat
hjá rúminu hennar.
“Mamma, er eg heima á Elms?”
spurði hún. Margrét reyndi að gera
hana rólega, því hún var svo hrædd um,
að allar minningarnar mundu aftur
brjótast fram í huga hennar. Hún virt-
ist að vera rólegri, stundi þreytulega og
lokaði augunum.
En strax sá móðir hennar krampa-
kenda hræðsludrætti í andliti hennar.
Hún reis upp í rúminu og sagði: “Mam-
ma, er það satt? Er Beatrice dáin?”
“Já, það er satt, elsku Lilían mín,”
hvíslaði móðir hennar. “Dáin — en ekki
töpuð okkur — bara farin á undan
okkur.”
Lilian fór að smá hressast, en ósköp
hægt og seint. Læknirinn sem stundaði
hana sagði, að undir eins og hún yrði
ferða fær skyldi hún fara frá Elmwood,
og ekki koma þangað fyr en hún væri
orðin albata.
Það var beðiö til þess að læknirinn
áleit hana ferðafæra, og í millitíðinni
kyntist lafði Margrét Markham jarli og
fékk álit og virðingu fyrir honum. Hon-
um virtist að líða betur þegar hann var
hjá henni, en nokkrum öðrum. Þau töl-
uðu altaf um Beatrice.
Leyndarmál hennar varð aldrei nein-
um kunnugt.
Lávarðurinn og Mr. Dare, geymdu
það vandlega með sjálfum sér. Alla æfi
sína geymdi jarlinn í hjarta sínu kær-
leiksríka minningu um ungu stúlkuna,
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. JANÚAR, 1947
sem hann elskaði svo innilega, og hugs-
aði ávalt um, sem svo hreina og sak-
lausa sem engil. Móðir hennar fékk
aldrei neitt að vita um sögu hennar.
Hún hélt eins og allir aðrir, að Beatrice
hefði gengið í svefni og fallið óforvar-
andi í vatnið og drukknað. Þegar Lilian
fór að hressast — og færari til að heyra
nafn systur sinnar nefnt — fór faðir
hennar til hennar og reyndi með mestu
lipurð og gætni að fá hana til að segja
sér það sem hún vissi. Hún sagði hon-
um alt — um sorg og tár systur sinnár;
löngun hennar til að verða frí af því
loforði, sem hún var tæld til að gefa, og
hvernig hún hefði grátbeðið sig að hjálpa
sér með því, að mæta honum og tala við
hann. Hún sagði honum frá hvað hún
talaði við þennan óhamingjumann, og
um þær sorglegu afleiðingar sem það
hafði fyrir hana. Svo mintist hann aldrei
framar á það, og hann mintist ekki neitt
á Mr. Lewis Dare, því hann áleit að það
væri bezt að þau töluðu saman um það
mál sjálf.
Einn morgun þegar hún var orðin
það hress, að geta farið á fætur og setið
uppi, beiddi Mr. Lewis Dare um leyfi til
að fá að sjá hana. Lafði Margrét, sem
vissi ekki neitt um hvernig ástatt var
milli þeirra, leyfði það, án þess að hugsa
frekar út í það.
Hún varð dauðhrædd, er biin sá, að
dóttir sín varð náföl er hann kom inn í
herbergið.
“Eg hefi ekki gert rétt í því að leyfa
þér að koma inn,” sagði móðirin; “Lilian
er ekki orðin nógu sterk ennþá til að sjá
gesti.”
“Kæra lafði Margrét,” sagði Mr.
Dare, og tók í hendi hennar, “eg elska
Lilian, og hún elskaði mig. þangað til eg
varð svo óhamingjusamur að móðga
hana. Eg er kominn til að biðja hana
um að fyrirgefa mér. Viltu leyfa mér
að vera fáeinar mínútur einum hjá
henni?”
Lafði Margrét gaf það eftir, og gekk
út úr herberginu.
“Lilian,” sagði Mr. Dare,” eg veit
ekki hvaða orð eg á að brúka til að biðja
þig um að fyrirgefa mér. Eg skammast
mín fyrir alt það, sem eg sagði og hugs-
aði. Eg þekki nú sögu systur þinnar og
alt, sem þú gerðir til þess að hjálpa
henni að verða laus af sínu barnalega
loforði. Heldurðu að þú getir nokkurn-
tíma fyrirgefið mér, Lilian, eg á það ekki
skilið!”
“Já, eg fyrirgef þér alveg,” sagði hún
blítt; “eg hefi verið að stríða við dauð-
ann, og þá verður öll mannleg reiði og
kærleiksleysi sem ekkert.”
“Viltu þá leyfa mér að vera þér það
sem eg var áður?” spurði hann.
“Það er annað mál,” svaraði hún.
“Eg get ekki svarað því nú. Þú hafðir
ekkert traust á mér.”
Þetta voru þau einu ásökunarorð,
sem hún nokkurn tíma sagði við hann.
Hann þreytti hana ekki með neinum
fullvissingum né afsökunum; hann von-
aði, að tíminn mundi koma því til leiðar
fyrir sig, sem hann sá, að hann gat ekki
gert sjálfur.
Hann settist hjá henni og fór að tala
um ferðina, sem læknirinn hafði ráð-
lagt henni að fara, og þá staði, sem hún
getlaði að sjá — hann mintist ekki einu
orði á þá óhamingju, sem fjölskyldan
hefði orðið fyrir.
Þremur dögum síðar, fór Lilian til
Suður-Frakklands, þangað sem læknir-
inn hafði sagt henni.
Faðir hennar og móðir fóru með
henni; og Markham jarl, sem sagði að
hann yrði að fara burt frá Elmwood.
Lafði Edith og Lewis Dare voru heima á
herragarðinum, til þess að líta eftir öllu
sem með þyrfti.
Það var eitt, sem Mr. Dare hafði á-
kveðið og lafði Edith var honum sam-
mála um það. Hann ætlaði sér að láta
stöðuvatnið vera horfið, áður en fjöl-
skyldan kmi heim, og grænum trjám
plantað þar, sem stöðuvatnið var áður.
Þó það kostaði mikið, bæði í peningum
og vinnu, ætlaði hann ekki að láta það
standa í veginum; hann var ákveðinn í
að gera það.
“Elmwood verður í hugum fólks, eins
og óheillastaður, eins lengi og stöðu-
vatnið verður þar,” sagði hann.
Strax eftir að fjölskyldan var farin,
lét hann byrja á verkinu. Enginn harm-
aði það, að vatnið yrði þurkað upp og
hyrfi. Vatninu var dælt út, og hinir
dýpstu hyljir voru fyltir upp. og svo slétt-
að yfir alt, og smá trjám plantað í vel út-
lagða reiti yfir alt svæðið, þar sem vatn-
✓
ið hafði verið. Bátahúsið var rifið og
alt sem minti á vatnið afmáð eða fært
burtu.
Eitt kvöld kom Mr. Dare frá þessu
starfi hryggur í huga, Verkamennirnir
höfðu fundið á vatnsbotninum lítinn
kvenskó; það var skór, sem Beatrice
hafði mist af sér í vatninu nóttina sem
hún drukknaði; hinn skóinn, sem var á
fæti hennar er líkið fanst, hafði lafði
Margrét tekið og geymdi vandlega niðri
í kistu; hún skyldi nú einnig fá þennan,
og geyma þá báða, sem helga dóma, og
sem minni um hina elskulegu Beatrice.
44. Kafli.
Það liðu tvö ár þar til Cuming fjöl-
skyldan, sem ennþá var utanlands, fór
að hyggja til heimferðar. Lilian hafði
komist til góðrar heilsu og langaði til að
komast sem fyrst heim, eða svo hélt
faðir hennar.
Það var á fögrum júní-degi, sem von
var á þeim heim. Mr. Lewis Dare var
farinn til að taka á móti þeim á járn-
brautarstöðinn; lafði Edith bar nú ekki
lengur sorgarbúning og beið þeirra með
óþolinmæði. Hún óskaði að fyrstu sam-
fundirnir væru afstaðnir, og að alt væri
eins og það hafði verið.
Þessi ósk hennar rættist brátt. Hún
virti nú fyrir sér sinn einasta og elsku-
lega son. Hann hafði ekki breytst mikið,
aðeins ofurlítið dekkri í andliti; en af
andliti hans var horfinn hinn fyrri stolts
og strangleika svipur, og vingjarnlegt
og milt bros lék um varir hans. Það var
þó eitt sem aldrei mundi hverfa, og það
voru angurblíðir sorgardrættir í andliti
hans; hann gat aldrei gleymt Beatrice.
Lafði Edith horfði kvíðafull á Mar-
gréti, en hún gat ekki séð á henni neina
ástæðu til að óttast né kvíða. Auðvitað
var ekki framar hinn fagri rauði blær á
kinnum hennar, en í þess stað hafði hún
öðlast vissan tignarblæ. Hún var elsku-
leg kona og yndisleg í framkomu, augu
hennar voru fögur sem áður, og hennar
fagra dökka hár var ennþá í blóma.
Lafði Edith sýndist hún vera fríðari
nú er hennar feimnislega bros og hinir
djúpu spékoppar í kinnum hennar höfðu
verið það, sem gáfu andliti hennar hinn
sérstaka fegurðarblæ. Hún undraöist
einnig þá stjórnsemi og háttprýði, sem
Margrét sýndi strax, er hún tók við
hinni vandasömu stöðu, sem húsmóðir
þessa mikla herragarðs.
Hennar skæri og fagri málrómur var
nú, ennþá hljómfegurri og mildari, og
nú talaði hún fagurt og viðeigandi mál.
Öll framkoma hennar var nú viðeigandi,
látlaus og tignarleg. Æsku-vaxtarlag
hennar var nú breytt, í vaxtarlag virðu-
legrar miðaldra konu, og í andliti henn-
ar voru merki angurblíðu, eins og oft
sést á móður, sem hefir mist elskulegt
barn. Þrátt fyrir að lafði Edith var að-
finningasöm og erfitt a<$ gera henni til
hæfis, hafði hún þó ekkert að setja út
á tengdadóttur sína.
Hún tók ástúðlega á móti tengda-
dóttur sinni, og fékk henni í hendur, á
sinn virðulega hátt, alla hússtjórnina.
Hún hjálpaði henni, er þess þurfti með,
en hún blandaði sér ekki ótilkvödd inn í
málefni heimilisins. Hún gerði Margréti
virta og elskaða, með þeim kærleika og
virðingu, sem hún ávalt sýndi henni.
Það var andlit Lilian, sem lafði Edith
veitti mesta eftirtekt. Nú var hinn föli
veikindablær horfinn, og æskuroðinn
kominn í staðinn á andlit hennar.
Það var nú margt til að tala um.
Cuming lávarður sagði móður sinni, að
jarlinn hefði farið heim til síns óðals;
hann gat ekki þolað að vera á Elmwood,
þar sem hann hafði mist sína elskulegu
kærustu. Hann hafði aldrei náð glað-
værð sinni síðan. Það getur vel skeð,
hélt lávarðurinn, að jarlinn gifti sig,
einhverntíma, til að eignast erfingja að
nafni sínu, og hinum mikla auð; en eg
er viss um, að hjarta hans var grafið
með hans elskuðu Beatrice.
Lewis Dare vissi, að hann hafði gert
hyggilega í að þurka upp stöðuvatnið,
og gera það að grænni grund. Um morg-
uninn veitti hann því eftirtekt, að fjöl-
skyldan, á morgungöngu sinni, hélt sig
fjærri því sem stöðuvatnið var. Hann
bað lávarðinn að ganga ofurlítinn spöl
með sér, og þá sýndi Dare honum þá
miklu breytingu, nú græn slétta plönt-
uð trjám, þar sem vatnið var.
Hann beiddi lávarðinn að koma með
lafði Margrét og Lilian, og sýna þeim
hina miklu breytingu. Þær litu þakk-
lætisaugum til upphafsmannsins að
þessu, og þökkuðu honum fyrir að vatn-
ið með þeim sorglegu minningum, sem
stóðu í sambandi við það, var horfið.
Meðal hjátrúarfulls fólks gengu alls-
lags sögur. Það sagði, að í vindþytinum
milli trjánna, heyrist neyðaróp, eins og
einhver væri að drukkna; áð það heyrð-
ist undarlegt hljóð frá laufunum á trján-
um, og annarsstaðar heyrist neyðar-
stunur; blómin yxu ekki nálægt þar sem
vatnið var, og hirtir og rádýr forðuðust
staðinn.
Margar breytingar voru gerðar í
kastalanum. Lilian fékk sín herbergi í
öðrum væng byggingarinnar; þau her-
bergi sem Beatrice hafði haft voru ó-
hreyfð. Lafði Margrét hafði ein lyklana
að þeim, og það var æfinlega auðséð á
henni, þegar hún hafði verið þar inni,
því þá báru augu hennar vott um að
hún hefði grátið. /
Beatrice var þeim öllum ógleyman1
leg. Lilian nefndi nafn hennar hundrað
sinnum á dag. Þær voru tvíburasystur,
og henni fanst eins og hluti af sér lægi
grafinn með systur sinni í kirkiugarð-
úium undir hæðinni.
Lionel Lawrence var farinn til út-
landa — hann vildi reyna að gleyma
öllu heima, og móðir hans vonaðist til að
honum mundi heppnast það. En er
hann, eftir nokkurra ára burtveru kom
til baka, var auðséð að hann hafði ekki
gleymt sorg sinni, og mundi aldrei gera.
Hann giftist aldrei — hann hugsaði
aldrei um neina aðra stúlku en Beatrice
Cuming.
Viku eftir að þau voru komin heim,
stóð Lilian við hinn stóra fimm kantaða
útskotsglugga og virti blómin fyrir sér,
sem böðuðu sig í síðustu geislum kvöld-
sólarinnar. Lewis Dare gekk til hennar,
og hún sá á andliti hans, að hann var
kominn til að fá svar upp á þá spurn-
ingu, sem hún hafði áður ekki viljað
svara honum.
Eg hefi iðrast fljótfærni minnar eins
mikið og nokkur maður hefir nokkurn-
tíma gert. Eg hefi í tvö ár varið öllum
mínum tíma, hugsun og starfi fyrir þig
og það, sem þér gæti þótt vænt um, það
er þinna vegna, að eg hefi gert það. í
tvö ár hefi eg reynt þinna vegna, að
temja mér verða betri maður, Þú verður
að umbera galla mína, eg er bráðlynd-
ur og tilfinninganæmur — eg efaðist
um að þú værir mér einlæg og saklaus;
en, Lilian, í þessi tvö ár hefi eg með ein-
veru, sorg og iðrun, borgað dýru verði
fyrir yfirsjón mína. Eg veit nú, Lilian,
hvernig á því stóð. Segðu mér nú, Lilian,
viltu verða konan mín?”
Hún gaf honum það svar, sem hann
hafði svo lengi þráði. og Mr. Dare fór
strax til Cuming lávarðar og sagði hon-
um frá endurnýjun trúlofunar sinnar og
Lilian. Lávarðurinn varð mjög glaður
við að heyra það — það var einmitt það
sem hann hafði óskað eftir í fleiri ár.
Lafði Margrét varð og glöð að heyra
þessi nýju tíðindi; hún brosti er Lilian
sagði henni frá trúlofun sinni, hún varð
innilega ánægðari og sælli, en hún hafði
verið, síðan fyrsta árið, sem hún var
gift manninum sínum. Þetta kom ekki
neitt flatt upp á lafði Edith, en hún var
og sæl og ánægð með það; meðan Lilian
lá veik, hafði Lewis Dare sagt henni
hvernig í öllu lá, á milli þeirra.
Það var engin ástæða til að fresta
giftingunni, svo það var ákveðið, að hún
skyldi fara fram í ágústmánuði.
En það átti ekki að hafa mikla veizlu;
það voru of sárar sorgarminningar í
hugum allra til þess. Það áttu bara að
vera fáeinir nánustu vinir viðstaddir.
Cuming lávarður fékk það loforð hjá
Mr. Dare, sem gladdi hann svo mikið,—
það var, að hann og Lilian skyldu aldrei
fara frá Elmwood, að þau skyldu búa
þar meðan þau lifðu. Lávarðurinn mátti
ekki hugsa til að skilja við Lilian.
“Það verður þitt heimili hvort sem
er, Lewis, einhverntíma, og láttu það
vera það frá þessari stundu. Við skul-
um vera ein fjölskylda, og við verðum
öll sæl og hamingjusöm, það er eg viss
um.”
Nokkrum dögum fyrir giftinguna,
fékk lávarðurinn bréf, sem virtist að
gera hann áhyggjufullan. Hann opnaði
það og las, án þess að segja eitt einasta
orð, en svo tók hann í hendi konunnar
sinnar og sagði:
“Margrét, hér eftir skal enginn vera
á milli okkar. Eg vil biðja þig að lesa
þetta bréf, — það er frá Ethel Newton,
sem nú er fursta-frú Borgia. Hún er
núna á Englandi, í heimsókn til Pine
Hall, og biður umi,ð mega koma og vera
við giftingu Lilian. Þú ræður því, kæra
Margrét, hverju eg á að svara henni.”