Lögberg - 06.02.1947, Blaðsíða 1
PHONE 21 374
* IA***%S*
ers
i^nd;w s^° a
Complele
f ’leaning
I islilulion
Cleaning
Inslilulion
60. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMTUDAGINN 6. FEBRÚAR, 1947
NÚMER 6
DEMANTSBRÚÐHJÓNIN
Á VICTOR STRÆTI 562
Mr. og Mrs. Eyjólfur Sveinsson
Hreinir og ósviknir demantar eru æði sjaldgæf vara, nú á
'imum og svo eru demantsbrúðkaup; en þau eru ekki dæmalaus,
því eitt var haldið hátíðlegt hér á meðal Islendinga í Winnipeg,
laugardagskvöldið 2&. janúar s.l. Brúðhjónin voru hin alkunnu og
vinsælu heiðurshjón Mir. og Mrs. Eyjólfur Sveinsson, Victor
sjræti 562.
Milli 40 og 50 nánustu vina og vandamanna þeirra hjóna, tóku
hus á þeim umgetið kvöld, til þess að minnast þessa merkilega og
fágæta heiðursdags.
Það er nú ihvortveggja að eg er ekki vel kunnur þeirri förnu
sMð er þau hafa troðið, enda fer eg ekki út í þá sálma; þetta færi
þá að líkjast of mjög eftirmælum, en sem betur fer, á það langt
1 Mnd, að því viðbættu að ætíð er óvíst hver eftir annan mælir.
Eyjólfur Sveinsson og kona hans munu hafa komið til þessa
lands nálægt síðustu aldamótum og eru því búin að dvelja hér all-
langa stund. Þau eiga því óefað marga svitadropa og margt drengi-
i©gt handtak í gróðurmold þessa lands. Þau hafa ef til vill ekki
teist skrauthallir og skýjakljúfa úr steini og stáli, en þau hafa
yeist sér enn merkilegri og óbrotgjarnari minnisvarða er geymist
1 hugum og hjörtum hinna mörgu vina þeirra og samferðamanna
á lífsleiðinni.
Búskap munu þau hjón hafa stundað í rúm 20 ár, en hinn
' imann búið hér í Winnipeg.
Eýjólfur er smiður ágætur og leggur yfirleitt á flest haga hönd.
Þrettán börn munu þau hafa eignast. Fimm eru á lífi. Þau
eru: Mrs. Elliston í Winnipeg, Mrs. A. Clemenson í Silver Bay,
Ágúst Sveinsson í Spearhill, Sigurður og Sveinn í Winnipeg. Barna-
börn eru 14.
Yfirlætisleysi, greiðvikni, gestrisni og vinfesta er veigamikill
þáttur í skapgerð beggja, og er það alt til samans meira og trúrra
haanndómsmerki, en margir gjöra sér að fullu grein fyrir.
Eg hefi verið í kynningu við Eyjólf um allmargra ára skeið
hg reynt hann prýðllega greindan mann, bókhneigðan og skemti-
legan. Eg hefi sérstaklega veitt athygli, hve góðri frásagnargáfu
hann er gæddur.
Hann man óteljandi sagnir og atburðalýsingar heiman af
gamla landinu, bæði af eigin reynd og annara sögn og segir frá svo
aÓ eg hefi engan heyrt betur gjöra. Allir geta náttúrlega sagt frá
úðnum viðburðum, en hjá flestum er það dauður bókstafur og
engin skemtun að; en Eyjólfur blæs í sínar sagnir einhverjum lif-
andi undra anda, svo svipbrigði og jafnvel hugsanir sögumanna
hans blasa við.
Mér hefir oft flogið 1 hug, að gaman væri og gagn, að ýmsar
sagnir hans lifðu, í hans eigin búningi og frásagnar stíl.
Blaðið Free Press flutti umgetningu um brúðkaupið og telur
Eyjólf 83 ára og kon-u hans 80. Það er vafalaust rétt með farið,
J afnvel þó þau sýni ekki þá áiratölu í yfirbragði, svip eða athöfnum.
Þau virðast bæði sátt og ánægð með lífið og það sem það hefir
að bjóða.
En hvað sem áratölunni líður, þá er farið að líða á daginn,
haustkvöldið er framundan. En engir dagar og engin kvöld eru
jafn yndisleg eins og fögur haustkvöld, með þeim töfrafriði og
helgiró, er þeim fylgir. Sólarlög á fögru haustkvöldi eru hafin yfir
óll lýsingarorð að fegurð og tign; í þeim 'felst heill heirnur af spá-
úómum um nóttina, sem þá fer í hönd.
Eg óska þeim hjónum mörguim sumardögum gleðilegum og
gaefuríkum, en umfrarn alt, fögrum haustkviöldum með dýrðlegum
aólarlögum.
JÓNBJÖRN.
*♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
ekki batnar það
Það er síður en svo, að á-
standið í Palestínu fari batn-
an<*i, nema síður sé; enn gang-
ast þar við mannrán og spreng-
lngar; og í rauninni má svo segja,
að alt sé í grænum sjó; nú hefir
brezka stjómin mælt svo fyrir,
að flytja skuli brezkar fjölskyld-
Ur tafarlaust burt af beljarslóð
landsins helga og kona þeim til
Bnglands.
ORÐ í TÍMA TALAÐ
Á nýlega afstöðnum fundi
Canadian Federation of Agri-
Culture, þar sem rætt var um
verðlag iífsnauðsynja, lagði Hon.
J. G. Taggart fyrrum landbún-
aðarráðherra í Saskatohewan á-
herzlu á það, að slíkt verðlag
yrði jafnan að standa í réttu
hlutfalli við kaupgetu neytend-
ans, en á þessu hefði því miður
oft og einatt orðið misbrestur í
liðinni tíð; neytandinn befði orð-
ið að sætta sig við sultarkjör
vegna geipiverðs ýmissa vöru-
tegunda, sem gert hefði honum
ókleift að ikaupa þær.
NÝTT RÁÐUNEYTI
Á ÍSLANDI
Þriggja flökka stjórn var
mynduð á Islandi á mánudaginn,
og er hún þannig skipuð:
Forsætis- og félagsmálaráð-
herra, Stefán Jóhann Stefánsson.
Samgöngu- og viðskiftamála-
ráðherra, Emil Jónsson.
Utanríkis- og dómsmálaráð-
herra, Bjarni Benediktsson.
Fjármála- og atvinnumálaráð-
herra, Jóhann Jósefsson.
Mentamálaráðherra, Eysteinn
Jónsson.
Landbúnaðarráðherra; Bjarni
Ásgeirsson.
Að stjórninni standa Alþýðu-
flokkurinn, Sjálfstæðisflokkur-
inn og Framsóknarflokkurinn.
Frétt þessi barst hingað á mið-
vikuidagsmorguninn frá Gretti L.
Jóhannssyni -ræðismanni, sem
nú er staddur í New York.
♦ ♦ ♦
FRÁ SAMBANDSÞINGI
Síðastliðinn fimtudag var sam-
bandsþingið í Ottawa sett með
venjulegri athöfn; komu þing-
menn saman í sal efri deildar og
hlýddu þar á stjórnarboðskap-
inn, sem hinn nýi landsstjóri
Alexander vísigreifi las; í stjórn-
arboðskapnum var meðal ann-
ars skýrt frá því, að lagt yrði
fyrir þing frumvarp til laga um
breytingu á ellistyrks'Iögunum,
sem víst má telja, að feli í sér
nokkura hækkun frá því, sem
nú gengst við, og var þess sízt
vanþörf; þá var og vikið að því,
að canadisk stjórnarvöld ættu að
hafa áhrifameiri íhlutun i frið-
arsamningum við Þýzkaland, en
fundur aðstoðar - utanríkisráð-
herra stórveldanna í London,
vildi vera láta; á það var jafn-
framt bent, að fjölmargar reglu-
gerðir og ráðstafanir; er veittu
stjórninni í mörgum tilfellum svo
að segja ótakmarkað vald meðan
á styrjölldinni stóð, yrðu numd-
ar úr gildi, og þoldi slík ekki
lengri bið.
Þá var og frá því skýrt, að
stjórnin myndi fyrir Canada
hönd undirskrifa friðarsamninga
við ýms fyrverandi leppríki
Hitlers, og lofsamlegum orðum
farið um þátttöku canadisku
sendifulltnjlanna S þingi sam-
einuðu þjóðanna í New York.
Um aíkomu canadisku þjóðar-
innar á liðnu ári, hafði stjórnar-
boðskapurinn gott eitt að segja;
innanlands verzlunin hefði hald-
ið vel í horfi og viðskifti við
aðrar þjóðir aukist til muna; þess
var og minst, að á árinu, sem leið,
hefðu tökjur þjóðarinnar orðið
hærri, en á nokkru öðru friðar-
tíma ári.
Við þingsetninguna unnu þrír
nýir senatorar eið að stjórnar-
skránni, en það voru þeir P. H.
Bouffard frá Quebec, og StanHey
S. McKeen og J. Gray Turgeon,
báðir frá Vancouver.
+ + ♦
DEYR í HÁRRI ELLI
Gyðingur nokkur, David Finn
að nafni, lézt á Elliheimili
Gyðinga við Middlechurch síð-
astliðinn fimtudag 101 árs að
aldri; hann kom til Winnipeg
1882 frá Rússlandi og hefir átt
hér Iheima jafnan síðan; vann
hann lengi framan af að járn-
brautarlagningum og segir eiga
látlausri iðju, heilsu sína og
langlífi að þafcka; hann var hinn
mesti reglu- og ráðdeilMarmaður,
og kveikti ekki í pípu fyr en
hann var hálfsjötugur.
ATKVÆÐAKONA
Frú Andrea Johnson
Á nýafstöðnu ársþingi Cana-
dian Federation of Agriculture,
sem haldið var í Winnipeg, átti
sæti frú Andrea Johnson í (Ar-
borg; sem int hefir af hendi í
mörg ár mikilvægt menningar-
starf í þágu landbúnaðarins; hún
er hin mesta atkvæðakona, og
var um langt skeið forseti hinna
Sameinuðu bændaikvenna sam-
taka í Manitöba.
♦ ♦ ♦
LÆTUR AF SYSLAN
Dr. Thomas H. Hogg, forseti
raforkunefndar Ontario-fylkis,
hefir sagt sýslan sinni lausri
vegna kröfu frá Drew forsætis-
ráðherra, er ásakar hann og
meðnefndarmenn hans um það,
að hafa haldið hinu og þessu
leyndu, er stjórnin hefði> átt
heimting á að fá fulla vitneskju
um.
♦ + +
ÓFÖGUR LÝSING
Mr. F. C. Austin, umsjónar-
maður við heilbrigðismáladeiild
Winnipegborgar, lagði nýlega
fram Skýrslu yfir húsnæðisvand-
ræðin í borginni, og verður
naumast annað með sanni sagt,
en þar sé um all-ófagra lýsingu
að ræða, og fara hér á eftir nokk-
ur atriði: í borginni eru aðeins
48 auð hús, sennilega með öllu
óbyggileg; ekki ein einasta íbúð
fáanleg í fjölbýttishúsi; í kjallara-
holum hafast við 28 fullorðnir og
12 börn; ein fjölskylda hefst við
fjósi og önnur á kirfcjulofti.
♦ + +
FÆR ÁDREPU
Kornmiðlarahöllin í Winnipeg
fékk heldur en ekki laglega á-
drepu í ræðu, sem J. H. Wesson,
forseti hveitisamlagsins í Sas-
katdhewan, nýlega flutti; komst
hann meðatt annars þannig að
orði:
“Hin s'kipulagða kornverzlun í
Winnipeg stendur ekki í neinum
samböndum við velfarnað bænda
og þeir, sem að henni standa,
hugsa ekki um annað en það, að
rafca saman fé á breytilegu dæg-
urverði hveitis.”
+ ♦ ♦
AFSPYRNU GRIMDIR
í vikunni, sem leið, var London
ef svo mætti að orði kveða, í
heljargreipum vegna slíkra af-
spyrnu grimda, að staðhæft er,
að til slíks hafi ei áður 'komið
þar um slóðir í síðastliðin sextíu
ár; fengu tugþúsundir manna, er
við útivinnu störfuðu, frostbólgu
í andlit og hendur, og urðu að
hverfa til kaldra híbýla sinna,
því víða var lítið um kottaforða;
verður ekki annað sagt en til
stórvandræða horfi, nema því að-
eins, að von bráðar hlýni í veðri.
AUKIN BYGGFRAM-
LEIÐSLA
Dr. F. H. Auld, fyrrum aðstoðar
landbúnaðarráðherra í Sasíkat-
chewan, flutti á nýafstöðnu árs-
þingi Canadian Federation of
Agriculture, sem haldið var í
Winnipeg, ræðu um horfur land-
búnaðarins í Vesturlandinu, þar
sem hann lagði ríka áherzlu á,
að nauðsynlegt væri að auka til
muna byggframleiðsluna, því
imargt benti til þess, að hveiti-
birgðir myndu safnast fyrir í
stórurn stíl áður en langt um liði;
ennfremur taldi Dr. Auld það
nokkurn veginn víst, að það yrði
bændum ábatavænlegt, að leggja
aukið kapp á svínarækt.
♦ ♦♦♦♦♦♦
ÁLITLEGUR SKILDINGUR
•
Á árinu, sem leið, nam fram-
leiðsla mjólkurafurða í Canada,
freklega fjögur hundruð miljón-
um dol'lara; nam aukningin frá
því árinu áður nálega tuttugu af
hund'raðf. Smjör framleiðslan
jókst til muna á árinu, en osta-
gerð stóð að heita mátti í stað.
♦ ♦ ♦
KALDASTI STAÐUR
í CANADA
Um síðusu helgi var meiri
frostjharka í Yukon, en dæmi
voru áður til, eða 81 stig fyrir
neðan zero; víða um landið hafa
geisað hríðarbyljir, sem teppt
hafa samgöngur, og orsakað
margvísleg óþægindi.
♦ ♦♦♦♦♦♦
MR. og MRS. EYJÓLFUR SVEINSSON
í tilefni af demantsbrúðkaupi þeirra.
Þeir eiga hjá mér, eg veit fyrir víst,
sem veg minn hafa með sólskini lýst
sem buðu mér vinsemd og gerðu mér greiða
þó gull hefði lítt eða sjóðu að reiða,
sem heilsuðu gestinum lítillátir
og léku að glensinu reyfir og kátir.
Eg kveð þig, öldungur, einn ertu af þeim,
og ert eins og eg, á förum heim,
sem vannst frá því dagur af djúpi steig
unz dagur í vestri með kveldi hneig.
Þú vinsæll með samferðasveitinni varst
og sveita og þunga dagsins barst.
Og konan þín stóð þér hýr við hlið,
í hverjum vanda þitt bezta lið.
í lygnum hyl runnu áfram árin,
og ellin rétti’ ykkur gráu hárin.
Og nú staldrar samferðasveitin og biður
að sveipi ykkur kveldsins ljúfi friður.
PÁLL GUÐMUNDSSON.
STEFÁN EINARSSON
háskólakennari.
Sent með seinni skipunum vorið 1946.
Stefán, ges.tur góður,
gáfumaður fróður,
hækkar æ þinn hróður
hvert sem berst þín gnoð. —
Hér við dauða hafið þjóða
hrópar minning Vínlands góða —
Grænlandssaga sorgarljóða; —
samt skal blóta íslenzk goð.
Réttsýnn, framsýnn, reizt þú glögga dóma,
ritöld vestra skrýddir nýjum blóma
þegar ellin keyrði dáð í dróma —
dupti sveipuð lá hver fornhelg stoð.
Sumra er barna blómi
bundinn einum hljómi,
einum ástarrómi, —
eitt vort guðamál:
það sem átti að erfa landiðr
ísland vestra — forðast strandið —
tengja í eining ástarbandið
yfir sæ og f jöll og bál.-
Alt af sönnum íslendingum fækkar,
alt af ljósið þjóðargleði smækkar,
alt af hópur óíslenzkra stækkar. —
Er til ráð að lífga dauða sál?
Hljóttu Einars arfi,
íslandssonur þarfi,
heill af hverju starfi,
heimelsk sál er naut.
Blessist þú, sem bálið kyndir.
Brendu gamlar, nýjar syndir. —
alt, sem friði og fegurð hryndir
fyrir björg í heljarskaut.
Orðstír þinn með árum þroskans hækkar,
ójöfnum með hverju spori fækkar.
Meðan andann erfiðleikinn stækkar,
ertu á hinni sönnu frægðarbraut.
Þ. Þ. Þ.