Lögberg - 06.02.1947, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. FEBRÚAR, 1947
7
POLK SKIPSTJÓRI
(Frh. af bls. 3)
e§ kom iheim, en stundum leitaði
eg eftir henni á leyni-knæpum.
Bún var oftast í félagsskap við
Sohultz eða þá fólk, sem vana
iega umgekst hann. Ef að eg a-
vítaði hana fyrir þetta, þá sagði
hún aðeins. “Einveran er svo
hræðileg, að eg get ekki þolað
hana. Eg gat ekki varið ein —
altaf ein. Það mundi leiða til
þoss, að eg mundi deyja af leið-
indum.” Svo var hún vön að
leggja handlegginn um hálsinn á
mér og kyssa mig. “Þú vilt ekki
að eg deyi,” sagði hún og svo
reyndi eg til að sætta mig við
þetta alt eftir beztu föngum.”
Það, sem Polk skipstjóri hafði
sagt> opnaði nýjan sjóndeildar-
hring upp fyrir augum mínum.
. Nú var svo langt komið, að eg
gat greinílega séð, hvert stefndi.
Á meðan hann var að fylla glösin
°kkar aftur, afréð eg að drekka
með honum til takmarkanna, sem
eg vissi að voru undir honum
komin, og láta hann fletta blöð-
um bókarinnar en vera sjálfur
góður áheyrandi.
Hann lyfti glasinu og drakk og
eg drakk með thonum. Svo hélt
hann áfram: “Alt kvenfólk er
yfir höfuð alveg óútreiknanlegt.
Eg hafði sætt mig við það, að alt
^nundi jafna sig og að konan min
mundi br'áðlega skilja tómleik-
arm við þetta svall, sem hún hafði
te'kið upp og snúa sér að heimilis-
lífi okkar og þeirri framtíð, sem
eg bjóst við, að við gætum átt
saman. Eg var því þolinmóður
°g beið. Þolinmóður, segi eg —
dauðlega þolinmóður, en það var
það allra heimskulegasta úrræði
sem hægt var að 'hugsa sér. Eg
gat e'kki skilið það þá, að því
iengur sem þetta ástand átti sér
stað, því ógreiðari mundi vegur-
lun til framtíðar sambúðar við
konu mína verða. En eg þurfti
ekki lengi að bíða, því einu sinni
Þegar eg kom heim eftir viku-
tuna ferðalag, fann eg konuna
mma hvergi, hvernig sem eg
spurðist um og leitaði eftir henni.
Hún var horfin úr sögunni og svo
var Mr. Séhultz. Það var löngu
seinna, að eg komst að því, að
Þau mundu 'hatfa farið til Chicago
en um heimilisfang þeirra þar
vissi eg ekekrt, þrátt fyrir ítrek-
aðar tilraunir mínar um að fá
upplýsingar um það, hvar þau
hefðust við. Þetta varð mér, án
efa fyrir beztu, því eg mundi ann-
ars hafa tekið til óyndis úrræða,
sem mundi hafa endað líf okkar
ullra. Eg vaknaði oft við það á
oseturnar, að mér fanst eg vera
að myrða þau, — hann fyrst og
svo konuna mína á eftir. Mér
fanst eg halda um hálsinn á
henni svona”: Hann greip flösk-
una á borðinu og kreisti hana i
köndum sér þangað til að andlit
ans varð þrútið af áreynslu. Svo
^fappaði hann tflöskunni niður á
hýrðið svo glösin dönsuðu og
ellu niður við hristinguna, sem
af þessu leiddi. Hann hallaði sér
ram yfir borðið og eg sá svita-
óropana springa út úr enni hans
°§ renna niður nefið á honum.
Eftir dálitla þögn leit hann
nPP> og starði á mig með æðis-
egu augnaráði: “Þú heldur nú
^st, að eg sé morðingi,” sagði
ann. “Þú heldur að eg hafi
^ayrt konuna mína? Ha, — svo
Þú heldur það? Já, eg er morð-
lngi! Hvað segir þú um það?”
an n þurkaði af sér svitann og
ytti svo glösin og svo fór hann
að 'hlæja svo að borðið og stól-
arnir hristust og andlit hans
Þrútnaði og afmyndaðist. Hann
svelgdi úr glasinu og svo varð
ann alt í einu alvarlegur: “Ol-
Sen hélt að eg hefði rnyrt konuna
n^ina og þessvegna ætlaði hann
f, skjóta mig. Eg sagði honum
Þa allan sannleikann, og nú ætla
^g að segja þér þá sömu sögu. —
a’ eg get ekki borið leyndar-
^al mín einn? Jæja, eg vil ekki
a Þú haldir að eg hafi myrt kon-
na mína. 1 tfyrstu ætlaði eg þó
myrða þau bæði, en eftir því
ejnW liðu, rénaði heift mín
1 hana, en að sama skapi marg-
faldaðist heift mín við Schultz.
Eg fékk að lokum uppiýsingar
um það ihvar þau héldu til. Eg
sagði þá við Olsen: Eg ætla að
taka mér sumarleyfi um stundar-
sakir. Hugsaðu um skipið mitt a
meðan og fermdu það. Eg mun
koma til baka í tæka tíð til þess
að verða með þér í næstu ferð.
Olsen — gamli góði Ols en —
horfði á mig og eg sá að hann var
kvíðafullur, en hann sagði þo
ekkert. Gamli, góði Olsen. Svo
fór eg til Chicago. Fyrsta kvöid-
ið sem eg dvaldi þar, fann eg
húsið, sem þau höfðu leigt; hugs-
aðu þér það, þarna lifðu þau
saman, konan mín og Schultz. Eg
leigði herbergi á öðrum stað í
borginni og svo hélt eg njósnii
um það sem fram fór í húsinu
þeirra sem stóð á opnu svæði á
götuhorni. Eg komst að því, að
konan mín söng á kvöldskemt-
anahúsi, en hvað hann hafði fyrir
stafni, vissi eg ekki. Eg hafði
gefið upp allar vonir um það, að
hugsanlegt væri fyrir mig, að ná
tali við konuna mína og reyna
til þess að koma vitinu fyrir hana
og á þann hátt losa hana við
þennan hræðilega úlf. Eg hafði
tekið skammbyssuna mína með
mér og hlaðið hana með mestu
nákvæmni, svo þú getur séð, að
einhversstaðar í undirmeðvitund
minni höfðu áætlanir um notk-
un byssunnar tekið sér ákveðið
form fyrirfram.
Þegar eg hafði nú íundið þau,
séð þau saman og vissi að þau
litfðu saman undir sama þaki,
snérust allar hugsanir mínar um
það, hvernig eg gæti nothæft
skammbyssuna mína, án þess að
kasta grunsemd á sjálfan mig.
Eg læddist því í kringum húsið
þeirra á kvöldin etftir að dimt var
orðið, og frá tré sem ekki var
langt frá stórum glugga í her-
bergi því, sem þau vor,u vön að
halda til í, gat eg greinilega séð
flest það sem kom fyrir í her-
berginu. Um annað háttalag
þeirra, fékk eg upplýsingar þar
í nágrenninu, sérstaklega þó, i
matsölubúð, sem var þar skam.t
frá húsi þeirra. Þau gengu undir
nafninu Mr. og Mrs. Schultz og
hún virtist fylgja honum, eins
og skugginn hans, hvert' sem
hann fór. Þau voru vön að ytfir-
gefa húsið, hér um bil klukkan
9 á kvöldin og svo komu þau
efcki til baka fyr en eftir klukk-
an 3 á morgnana.
Eg hafði aðeins verið fáa daga
í Chicago, þegar tækifærið, sem
eg virtist hafa verið að bíða eftir,
var lagt upp í hendur mínar. Það
var eitt kvöld, skömmu eftir að
myrkrið hafði fallið ytfir, að eg
stóð undir trénu, og þá sá eg að
Mr. Schultz tók hatt sinn og fór
út úr herberginu. Litlu seinna
opnuðust dyrnar á bílhúsinu, sem
var áfast við íbúðarherbergi
hússins, og eg sé Mr. Schultz aka
í burtu. Mér kom strax til hug-
ar að hann mundi hatfa farið í
stuttan erindarekstur og að hann
mundi bráðlega koma til baka.
Þar sem hann hafði skilið við
dyrnar á bílhúsinu opnar, kom
mér til hugar, að Ikvka þeim, því
eg vissi að hann mundi þá verða
að fara út úr bílnum og opna
þær aftur, sem mundi gefa mér
tækifæri til þess, að jafna um
dkkar reikninga. Þegar eg var
að fara frá trénu, nam eg snögg-
lega staðar, því eg sá greinilega
að skugga af manni brá fyrir við
giuggann, sem eg hafði verið að
skynast inn um frá trénu. Þessi
skuggi stóð hreyfingarlaust við
gluggann um stund en svo hvarf
hann inn í dimmuna við húsið
og virtist hafa tekið stefnu til
bílhússdyranna. Litlu seinna sá
eg Ijósglampa frá hurð, sem-var
opnuð frá dyrum, sem láu að
húsinu frá bílhúsinu, og þóttist
eg nú vita að þessi náungi hefði
farið inn í húsið í gegnum þessar
dyr. Þessi tilgáta mín lét sér
ekki til skammar verða.
Eg færði mig nær glugganum
svo eg gat séð mesta hlutann af
herberginu. Konan mín sat við
dálítið skrifborð sem var öðru
megin í þessu herbergi, og hún
virtist vera að lesa bréf. Eg sá
ekki dyrnar sem voru gagnstæð-
ar skrifborðinu, en eg sá að mað-
ur kom út á mitt gólfið úr þeirri
átt. Eg heyrði ekki hvað hann
sagði, en eg sá varir hans hreyi-
ast og eg sá að konan mín hrökk
við og stóð upp. Hún sneri sér
að honum og studdi báðum hönd-
um sínum við borðið fyrir atftan
sig. Það var enginn efi um það,
að maðurinn var reiður og að
heitar deilur áttu sér stað á milli
þeirra. Hann var líka dálítið ó-
stöðugur á fótunum og riðaði til
og frá á meðan hann var að tala.
Eg sá að konan mín benti honum
á dyrnar og eg þóttist skilja, að
hún væri að skipa honum að fara
út úr herberginu. Þetta virtist
æsa reiði mannsins meira og
meira, því eg sá að hann hristi
hnefann að henni og færði sig
nær henni. Eg var að hugsa um
það að skerast í leikinn og koma
konunni minni til aðstoðar, þeg-
ar eg tók eftir því, að hún seild-
ist með hægri hendi sinni niður í
dálita skúffu, sem var á skrif-
borðinu, og sem hún hafði dregið
út með hægð, án þess að eg heíði
tekið eftir því, og á næsta augna-
b’.iki hafði hún dálitla skamm-
byssu í 'hendi sér. En nú kom
alt svo fljótt fyrir, að eg gat ekki
gert mér grein fyrir því fyr en
um seinan. Maðurinn hafði séð
skammbyssuna í hendi hennar
áður en hún hafði tíma til þess,
að ná réttu haldi á byssunni, og
nú stökk hann, eins og köttur á
hana, og á næsta augnabliki
heyrði eg dimt hljóð — það var
skot'hljóð, sem greinilega barst
til min út um gluggarin, og eg
sá konuna mína falla niður á
gólfið. Eg sá að maðurinn beygði
sig yf ir hana, og svo leit hann upp
og starði á gluggann grunsemd-
arlega eins og hann hefði tilfinn-
ingu um það. að einhver væri að
horfa á hann. Eg sá nú and'iits-
form hans greinilega, svo greini-
laga að eg get aldrei gleymt því,
en það sem sérkendi hann mest,
var það, að krampadrættir viit-
ust draga vinstri hlutann af and-
liti hans saman, svo að vinstra
auga hans hvarf en munnvikið
þeim megin á andliti hans lyftist
upp, en hægri hluti andlits hans
var kaldur og óbreyttur. Eg fann
að eg hafði skammibyssuna mína í
hendi minni, og þegar maðurinn
hvarf til dyranna hinumegin í
herberginu, vissi eg að hann
mundi fara út úr húsinu, gegnum
bílshússdyrnar, og ósjálfrátt af-
réð eg að mæta honum þar. En
þá kom annað atvik tfyrir: Eg
heyxði að bíll nálgaðist og bjart
ljós lýsti upp akbrautina, sem lá
að bílhússdyrunum. Það var Mr.
Schultz sem var nú að koma til
baka. Eg færði mig því upp að
trénu í skuggann. Öll áform
mín, gagnvart þessum manni,
sem eg hataði af öllu hjarta
mínu, höfðu nú breyzt. Það kom
í huga minn, að hann mundi
mæta hinum manninum í dyrun-
um, og að það mundi leiða til
leiksloka fyrir Schultz. En svo
varð þó efcki. Frá trénu sá eg að
Schultz kom1 óhindraður inn í
herbergið. Eg sá að hann nam
staðar undrandi og á næsta
augnabliiki beygði hann sig nið-
ur og eg sá að hann hafði skamm-
byssuna, sem konan mín hafði
verið myrt með, í hendi sér.”
Svo sem komið var, hafði Polk
skipstjóri sagt söguna vel, stutt
og endurtekningarilítið. Hann
hafði hallað sér aftur á bak í
stólnum, sem hann sat á og star-
að út í bláinn eða á reykjar-ský-
in, sem við og við mynduðust frá
vindlinum, sem ihann var að
reýkja. En nú tók hann flösk-
tma, cfylti glösin og tæmdi glasið
sitt á augabragði. Svo hallaði
hann sér aftur á bak í stólnum
og kveikti í nýjum vindli. Það
varð löng þögn svo eg fór að ótt-
ast það, að sagan mundi ekki
verða lengri. Eg tæmdi glas mitt
með hægð og svo spurði eg blátt
áfram:
“Og svo kom morðinginn út úr
húsinu og þá léztu hatur þitt
bitna á honum og skauzt hann.
Er það irétt tilgáta?”
Meðal annara orða . . .
Með stofnun Lithoprent hófst
nýr þáttur í bókagerð íslendinga.
Hafa menn naumast veitt því at-
hygli sem skyldi.
Lithoprent hefir á undantförn-
um árum gefið út hvern kjör-
gripinn af öðrum í íslenzkum
bókheimi, svo sem Fjölni allan
og m. fl. ALlir Islendingar vita í
aðalatriðum, hvert veik Fjölnis-
menn unnu íslenzkum bókment-
um og fyrir þjóð sína, hvernig
þeir vöktu þjóðina af svefni. Eri
altof fáir höfðu tækifæri til þess
að eiga Fjölni eins og hann kom
frá hendi útgefendanna, þangað
til hin nýja ljósprentaða útgáfa
kom til sögunnar.
Árbækurríar.
Fyrir þrem árum hóf Litho-
prent það stórvirki, að ljósprenta
Árbækur Espólíns, eða “Árbæk-
urnar,” en svo eru þær oft nefnd-
ar, svo einstætt verk eru þær, að
engum getur blandast hugur um,
við hvað er átt, þegar nefndar
eru Árbækurnar án annarar skil-
greiningar.
Hver maður. sem hefir áhuga á
að kynnast lífi þjóðarinnar á liðn-
um öldum, hefir síendurtekna á-
nægju af að ílesa í Arbókunum.
Þær eru vitaskuld ekki fullgild
þjóðarsaga þess tímabils er þær
ná yfir, frá endalokum þjóðveld-
isins og fram á 19. öld. En þar
er að finna meira safn af frá-
sögnum um einstaka menn og
viðburði hér á landi en í nokk-
urri annari bók, sem enn hefir
komið út. Þeir, sem fara að
kynnast Árbókunum geta hve-
nær sem þeir hafa tómstund, leit-
að til Espólíns og lesið sér til
fróðleiks og skemtunar um löngu
liðna atburði.
Að vísu er frásögnin ekki sem
áreiðanlegust, eða sannprófuð.
En hún er þá líka með persónu-
legu handbragði Espólíns sýslu-
manns, er gerir alt þetta mikla
ritverk skemtilegt aflestrar.
Handrit Hallgríms
Péturssonar.
Lithoprent hefir ekki takmark-
að útgáfu sína við prentaðar bæk-
ur. Nokkur handrit hetfir stofn-
un þessi gefið út, eða annast um.
En nú er von á ljósprentuðu
handriti þaðan, sem mun verða
kærkomnara en flest ef ekki alt
annað, er hingað til hefir þaðan
bomið. Og það er ljósprentun af
handriti Hallgríms Péturssonar
af Passíusátmunum, af því ein-
taki, sem höfundurinn sendi
jómfrú Ragnheiði Brynjólfsdótt-
ur vorið 1661.
Þetta dýrmæta. handrit er
geymt í handritasafni Lands-
bókasafnsins. 1 eigu safnsins
kom það með handritum þeim,
er áður voru eign Jóns Sigurðs-
sonar. 1 eftirmála hinnar ljós-
prentuðu útgáfu handritsins rek-
ur Páll E. Ólason sögu handrits-
ins fram á þenna dag, hverjir
hafi átt það, alt frá því Hallgrím-
Skipstjórinn kiptist við: “1
himinsins nafni, — nei! Mér kom
ebkert af því tagi til hugar. Eg
vaknaði aðeins frá vondum
draum, og eg sá greinilegd' hve
heimskulega eg hafði aðhafst. A
næsta augnabliki varð mér það
Ijóst, að staða mín í sambandi við
það sem hafði komið fyrir inni
í húsinu, var í mesta máta hættu-
leg. Eg hafði vexið sjónarvottur
að morði konunnar minnar og
mér varð það ljóst, að ekki mundi
verða auðvelt fyrir mig að sanna
sakleysi mitt af þessum glæp, ef
að eg yrði fundinn í þessu ná-
grenni. Eg hraðaði mér því með
gætni í burtu frá þessum stað
og næsta morgun var eg hérna á
skipinu mínu. Næstu daga komu
fréttir um þetta morð í blöðun-
um og þá var það, að gamli Ol-
sen grunaði mig um að vera sek-
ur af morðinu. Eg sagði honum
þá þessa sögu eins og eg hefi nú
sagt þér hana.”
(Framh.)
HAUSINÆTUR SKÚGGAR
— Þýtt úr norsku —
A haustin liggur húmið
Á hyljum fjarðar.
Ei stafa stjörnur rúmið
Né stigu jarðar.
Að skýjabaki bleikur
Lítt brosir máni,
Sem alda renni-xeykur
1 roða bláni.
Till allra hliða hafinn
Er hamra-grandi
Og tinda-tákni vafinn
Sem tröll þar standi.
En undir sefur særinn
1 sorta rendux;
þar bifar engu blærinn
Við brattar strendur.
Á slíkum værðar-vökum
Fæst vissan hálfa
— Sem lýðinn tékur tökum —
Um tröll og álfa.
Til vetxar hnept í helsi
Á 'hljóðum grunni.
En fær þá líf og frelsi
Á fólksins munni.
Kristian Johnson.
♦ ♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦
Tvö 300 smál. strandferða-
skip tilbúin snemma á
næsta ári.
Strandferðaskipin tvö, sem
Skipaútgerð ríkisins samdi um
smíði á í Skotlandi, verða tilbúin
til afhendingar snemma á næsta
ári. Þetta verða vöruflutninga-
skip um 350 smálestir hvort, en
verða búin farþegarúmi fyrir
nokkra farþega. — Skipin eiga að
annast flutninga milli smærri
hafna, sem hin stærri standferða-
skip geta vart athafnað sig á.
“Það var siglingamálaráðherra,
Emil Jónsson, sem undirritaði
samninginn um smíði þeirra við
skipasmíðastöð George Brown í
Gireenock,” sagði Pálmi Loftsson
forstjóri Skipaútgerðar ríkisins,
í viðtali við Morgunblaðið.
Stutt lýsing á skipunum.
Teikningar að sikipunum eru
sumpart gerðar hér heima og
ur Pétursson sendi það frá sér
í Skálholt.
Á titilblaði er frá því skýrt, að
handritið sé stkrifað árið 1659, þó
Hallgrímur hafi ekki iátið það
frá sér fara fyr en tveim árum
seinna.
Þarna fær íslenzkur a'lmenn-
ingur í fyrsta sinn tækifæri til
að sjá hvernig sálmaskáldið
mikla skrifaði með eigin hendi
þessa sálma, sem lifað hafa á
vörum þjóðarinnar alt fram á
þenna dag.
Þú hefir Lithoprent hafið und-
irbúning að ljósprentun á sjálfri
Guðbrandarbiblíu. Er þar um að
ræða stórvirki, sem mun gleðja
marga bókavini.—Mbl. 13. des.
sumpart exlendis. Samkvæmt
þeim verða skipin vöruflutninga
skip, búin farþegaplássi fyrir
tólf. Þau verða 140 fet á lengd
og 25 fet á breidd og dýptin 11
fet. Ibúðir skipverja aftur í
skipunum, og þaf- verða einnig
klefar fyrir tólf farþega, og setu-
stofa fyrir farþega.
Búnir geymum til
olíuflutninga.
Tvö lestarrúm verða í skipun-
um og er annað þeirra frystirúm.
Þá vexða undir lestum olíugeym-
ar, sem notaðir verða til flutnings
á olíu. En mikil þörf hefir verið
fyrir slík skip. Skipin verða búin
öllum öryggistækjum.
Hlutverk skipanna.
Strandtferðaskip þessi eiga að
annast flutninga til þeirra hafna,
sem 'hin stærri strandferðaskip,
Esjan og Súðin, eiga erfitt með
að tflytja til vegna slæmra hafn-
arskilyrða.
Nefnd sú er skipuð var til þess
að lleggja nýjan grundvöll fyrir
steandferðir benti einmitt á þetta
og lagði jafnframt til, að slíkum
strandferðaskipum yrði svo
fjölgað eftir því sem þurfa þykir.
Talið barst næst að hinu nýja
farþegaskipi, sem verið er að
byggja fyrir Skipaútgeaðina í
Álaborg. Kvaðst forstjórinn gera
sér vonir um að smíði þess yrði
lokið í september 1947. Skip
þetta verður 1400 rúml. og hefir
farþegarúm fyrir 166, því nokk-
uð stærra og hraðgéngara en
Esja.
—Mbl. 13. des.
Á mynd þessari sjást ensku prinsessurnar, þær Elizabeth
ríkiserfingi og Margaret Rose.