Lögberg - 06.02.1947, Blaðsíða 4

Lögberg - 06.02.1947, Blaðsíða 4
/ LöGBERG, FIMTUDAGINN 6. FEBRÚAR, 1947 Hogberg OeflO út hvern flmtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrlft ritstjórans: EDITOR LÖGBERG 195 Sargent Ave„ Winnipeg, Man Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfrarn The "luögberg" is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Dept., Ottawa. PHONE 21 804 Minningabrot úr Íslandsförinni 1 946 Eftir EINAR P. JÓNSSON Nú var laugardagur, bjart í lofti, en dálítil hafræna; okkur var snemma morguns gert aðvart um það, að vera komin með farangur okkar niður að höfninni kl. 2 síðdegis, því þá yrði stigiö á skipsf jöl og lagt upp í langferð norður og austur um land; ferðinni var heitið til Akraness um kvöldið, en fyrst skyldi siglt inn í Hvalfjörð; vitamálastjórnin hafði stofnað til þessarar skemtifarar, og boðið allmörgum gestum í leiðangur- inn; vitaskipið, sem við tókum far með, heitir Hermóður, og er hraðskreitt vel; naumast hafði það fyr leyst landfestar, en slegið var upp dýrindis veizlu; var þar gnótt göróttra drykkja, auk límón- aðis og sódavatns fyrir sjálfsafneitend- ur, sem verið munu hafa álíka liðstyrkir og hinir; um matföng var aðeins eitt að segja, einn rétturinn öðrum ljúffengari; ekki minnist eg þess að sjóveiki yrði vart á ferðalaginu þó undiralda væri nokkur, er inn í Hvalf jarðarmynnið kom. Hvalfjörður varð eins konar Singa- pore í síðustu styrjöld; létu Bretar gera þar umfangsmikla flotastöð og allslags varnarvirki, þótt ekki gætti þess nú sem stæði mikið á yfirborðinu, því ýmissum mestu virkjunum var víst komið fyrir í fjöllunum, sem lykja um fjörðinn; á stöðvum þessum rifjaðist upp fyrir manni saga Harðar Hólmverjakappa, auk þess sem Ferstikla, bær Hallgríms Péturssonar vakti í brjósti manns þakk- látar minningar um hið mikla trúar- skáld, sem orti eins og Matthías sagði, ljóð, “svo djúp svo djúp, sem líf í heilli þjóð.” í boði vitamálastjórnar, auk okkar að vestan var, að því er eg bezt man, eftirgreint fólk: Axel Sveinsson vita- málastjóri og frú hans; hún er dóttir séra Péturs Þorsteinssonar frá Eydöl- um; frú Guðrún, kona Sigurgeirs biskups og börn þeirra hjóna fjögur; Kristinn Andrésson alþingismaður og frú, Árni G. Eylands og frú, Eggert læknir Stein- þórsson og frú, Ófeigur læknir Ófeigs- son og frú, Jón Steingrímsson sýslu- maður í Borgar- og Mýrasýslu og frú, Kristján Guðlaugsson ritstjóri Vísis og frú, Ásta Norman málari og Valdimar Björnson sjóliðsforingi frá Minneapolis. Það var vissulega glatt á hjalla um borð í Hermóði; þar var heldur en ekki tekið lagið, og þar heyrði eg ógrynnin öll af nýjum sprenghlægilegum vfsum, sem mér voru með öllu ókunnar áður, og teljast mega til nýsköpunarinnar á Fróni. Hermóður hafði nú fyrir nokkru beygt við og stefndi beint á Akranes, og það var tekið að rökkva, er skipið lagðist að bryggju við kauptúniö; á bryggjunni beið hópur manna undir for- ustu Arnljóts Guðmundssonar bæjar- stjóra til þess að fagna okkur, og bjóða okkur til veizlu, er bæjarstjórnin hafði efnt til í samkomuhúsi bæjarins; hafði bæjarstjóri veizlustjórn með höndum, og ávarpaði gesti sína með f agurri ræðu; aðra aðalræðuna flutti Ólafur B. Björns- son, ritstjóri blaðsins “Akranes”, og var hún á sínum tíma birt í Lögbergi; við vestangestir þökkuðum veizluna og hinar ástúðlegu viðtökur með nokkrum orðum; við settum okkur það, að þreyta enga með orðmælgi, en létum örfáar mínútur nægja, og það held eg að verið hafi “good policy”, eins og vitringar okkar í Vesturvegi komast að orði. Er borðum var hrundið, tók fólk að spjalla saman og spyrja tíðinda; þarna var yndislegt að vera, frjálsmannlegt og ramíslenzkt andrúmsloft. — Við hjónin vorum vissulega umvafin vinahöndum, er til Akraness kom, þar sem hlut áttu að mál þau Hallgrímur Björnsson læknir og hans ástúðlega frú, Helga Haraldsdóttir Böðvarssonar; þau dvöldu um hríð í Winnipeg, og eignuðust hér fjölda vina, og við vorum svo lánsöm, að teljast til þess hóps, og nú áttum við að gista á hinu yndislega heimili þeirra í tvær nætur; þar var gott og elskulegt að dvelja, hvílast og fagna nýjum degi. Fyrir langa löngu kyntist eg tveim- ur athafnamönnum á Akranesi, sem tóku við mig mikla trygð, en það voru þeir Jóhann Björnsson hreppstjóri frá Svarfhóli og Oddgeir Ottenson á Ytra- hólmi; þeir buðu mér oft heim og var eg stundum nætursakir hjá hvorum um sig í miklu yfirlæti; þessir ágætu héraðs- höfðingjar hafa nú fyrir alllöngu safn- ast til feðra sinna. Eg hafði kynst Haraldi kaupmanni Böðvarssyni fyr á tíð, og hafði af því ó- segjanlega ánægju að endurnýja við hann vinskap; þeir Haraldur og Dr. B. J. Brandson voru systkinasynir og svipar þeim saman um margt; mun það ekki ofmælt, að Haraldur Böðvarsson sé nú einna mestur athafnamaður á ís- landi; hann rekur stórverzlun, stórút- gerð og niðursuðuverksmiðju; hann lét reisa stórt og vandað kvikmyndahús, sem mig minnir að kostaði hálfa aðra miljón króna, og gaf stórhýsi þetta bæn- um. Haraldur kaupmaður er gæddur frábærum skipulagningarhæfileikum; nú hefir hann beitt sér fyrir um bygg- ingu sjúkrahúss, sem hann sagði okkur að ágóðinn af leikhúsinu ætti að borga fyrir á tiltölulega fáum árum. En Har- aldur Böðvarsson er annað og meira en frábær athafnamaður, hann er mann- vinur og mannkostamaður sem þá er bezt gerist; hann er líka verulegur gæfu- maður, er kvæntur mikilhæfri konu, frú Ingunni Sveinsdóttur Guðmundssonar kaupmanns, og eru börn þeirra hjóna flestum þeim kostum búin, er prýða mega gott og göfugt fólk. Á sunnudaginn hlýddum við á messu á Akranesi; séra Magnús Runólfsson, sem starfar við Kristilegt félag ungra manna í Reykjavík, þjónaði fyrir altari og prédikaði; var ræða hans íburðar- laus, en holl að efni og anda; ágætur söngflokkur jók mjög á virðuleik guðs- þjónustunnar. Eg saknaði þess mjög, að vinur minn og skólabróðir, séra Þorsteinn Briem, sem í mörg ár var við frábæran orðstír sóknarprestur á Akranesi skyldi vera farinn þaðan, en hann varð, eins og þegar er kunnugt, til þess knúður að láta af embætti vegna alvarlegs heilsubrests, og var erlendis að leita sér bóta við meinum sínum, en hlýja kveðju fékk eg frá honum í Reykjavík. Að lokinni messu komu til mín mæðg- in fyrir utan kirkjuna. og sögðust þurfa að tala við mig nokkur orð, og var mér það vitaskuld ljúft; konan, sem komin var á efri ár og heitir Guðrún, sagðist vera. systir Finns Stefánssonar, sem fyrir skömmu er látinn í þessari borg; hún hafði lesið um lát hans í Lögbergi, en langaði til þess að fá einhverja vitn- eskju um börn hans; úr þessu gat eg leyst, með því að eg vissi nokkur deili á þeim öllum; það glaðnaði yfir blessaðri gömlu konunni, er eg gat frætt hana um það, að öll börn Finns heitins væru hin mannvænlegustu og í góðum kringum- stæðum; sonur Guðrúnar, sá, er með henni var, Lárus Scheving Ólafsson, sýndi okkur hjónunum sérstæðan vin- skap, hann heimsótti okkur tvisvar á Hótel Borg og gaf okkur mikið af falleg- um bókum og fagran minnispening; þessi áminstu mæðgin hafa lengi átt heima á Akranesi og heitir bær þeirra Torfunes. Á Akranesi sátum við öll yndislegt boð hjá Haraldi kaupmanni og frú, Ólafi B. Björnssyni ritstjóra og frú, en kona mín og eg heimsóttum tvo gamla vini mína, Teit Stefánsson trésmíðameist- ara og Einar Westmann járnsmið, sem alllengi var búsettur á Gimli; tóku þeir okkur tveim höndum og leiddu okkur út með gjöfum; í veizlunni á Akranesi hitt- um við Einar kaupmann Ólafsson, son hinnar háldruðu merkiskonu frú Önnu Ólafsson, sem á heima í þessari borg. Einar var um nokkurt skeið vestanhafs, en flutti alfari heim; fellur honum vel heima og hagur hans stendur í blóma; þau Einar og frú hans buðu okkur og heim, en því miður gátum við hjónin ekki komið því við að þiggja heimboðið vegna annara ráðstafana. — Akranes bær hefir tekið risavöxnum framförum síðustu áratugina og telur nú yfir 2,000 íbúa að því er mér var sagt; margt er nú risið þar upp veglegra stein- steypuhúsa, er teljast mega veruleg bæjarprýði; svo hefir bærinn þanist út, FRÉTTIR YFIRBORÐSLÝÐRÆÐI Frá því var áður skýrt hér í blaðinu, að miálamynda þing- kosningar hefðu nýlega farið fram í Póllandi, þar sem vinstri flokkarnir, einikum kommúnist- ar, 'hefðu gengið sigrandi af hólmi; er það nú ljóslega komið á daginn, að áminstar kosningar riðu í beinan bág við viðurkend- ar lýðræðisreglur; stjórnin, sem með valdboði lét endurkjósa sig, inepti 10,000 kjósenda, er eigi þóttu nægilega sóviet-sinnaðir, 1 varðhaHd, og kúgaði víða iþá, er á kjörskrá stóðu til þess að kjósa með nafnakalli, í stað þess að viðhafa hina lögskipuðu, leyni- legu kosningaaðferð. Þarna er þá spegilmynd af frjálslyndinu, sem Rússar vilja þrengja upp á mannkynið. -f -f -f BÍLAFRAMLEIÐSLA EYKST Mr. W. A. Wecker, forseti Gen- eral Motors bílaverksmiðjanna í Canada, lýsti yfir þeirri skoðun sinni á fundi ibílaframleiðenda í Toronto, að í ár myndi bJlafram- leiðsla landsins nema um 170 þús- undum; er þar átt við vöru- og fólksflutningabíla til samans; i fyrra varð bílaframleiðslan í Canada óvenjulega lítil vegna hinna þrálátu verkfalla, sem alt ætlluðu um koll að keyra. -f -f -f KVEÐJA HER SINN HEIM Bandaríkjastjórn hefir mælt svo fyrir, að amerísiki herinn i Kíria verði kvaddur heim við allra fyrstu hentugleika, mála- miðlun Bandaríkjanna í Kína, hefir farið með öllu út um þúf- ur, sem glegst má ráða af því, að styrjöldin í landinu milli Chiang- stjórnarinnar annars vegar og ikommúnista hins vegar, sýnist nú vera komin í algleyming. Eins og vitað er, var General Marshall, sem nú hefir nýverið tékið við forustu utanríkismála- ráðuneytis Bandaríkjanna, send- ur fyrir alllöngu til Kína með það fyrir augum, að reyna'að miðla málum og hinda enda á hjaðn- ingavígin í landinu; erindi hans mistókst, og kennir hann nú báð- um aðilum jafnt um hvernig komið sé. -f -f -f HERVARNA SAMNINGUR Frá London bárust þær fregn- ir síðari bluta fyrri viku, að nokkur líkindi væru á, að Bretar og Rússar myndu semja með sér hervarnarsamning; er tæki við af hinum gagnkvæma stuðnings- sáttmála, er þessar tvær þjóðir stofnuðu til meðan á síðustu heimsstyrjöld stóð, eða réttara sagt frá þeirn tíma, er Nazistar réðust inn á Rússland; fregn þessi hefir þó enn eigi verið stað- fest af hálfu hlutaðeigandi stjórnarvalda. að kartöflugarðarnir, sem Akranes var löngum frægt fyrir, eru að hverfa; ný húsahverfi eru að útrýma þeim; það stóð alveg á sama við hvern maður tal- aði á Akranesi, allsstaðar varð vart framsóknaranda og stæltra átaka í djarf- mannlega þróunarátt. Þessi fagri og litbrigða- ríki sunnudagur var að kveldi kominn, og senn tók næturhvíldin við; okkur var kunnugt um það, að með morgninum yrði ekki til setu boðið; þá var för heitið til Borgarness og upp um hinn fagra og fornfræga Borgarfjörð, landnám þeirra Skallagríms, Egils og Snorra. -—Framh. FYRIRHUGAÐUR FUNDUR • Samkvæmt nýlegum fréttum frá Washington, hefir skipast þannig til, að hveitiráð samein- uðu þjóðanna kveðji til fundar i höfuðiborg Bretlands þann 6. marz næstkomandi með það fyr- ir augum, að koma á, að svo miiklu leyti, sem auðið verði, verðlagsjöfnun korntegunda í hinum ýmsu löndum, og hlutast til um réttlátari dreifingu þeirra, en við hafi gengist svo oft og tíð- um endrarnær. -f Á leið til frægðar Nítján ára gömul Winnipeg- stúlka, Donna Grescoe, er í þann veginn að vinna sér víðfrægð, sem fiðlusnillingur; hún lék í Town Hall í New York síðast- liðið mánudagskvöld, að við- stöddum heimsfrægum snilling- um, svo sem Heifetz og Stock- owsiki. Borgarstjórinn í Winni- peg, Garnet Couilter, fór til New York til þess að halda Miss Gres- coe veizlu fyrir hönd Winnipeg- borgar. Við hljómleikana voru einnig staddar þær Agnes og Snjólaug Sigurson. + + + BARÁTTA GEGN KRABBAMEINI Fregnir frá Ottawa þann 29. janúar si., létu þess getið, að í ráði væri, að stofna á næstunni í Canada allsherjar National Cancer Institute, þar sem öll þau öfl þekkingar yrðu samræmd, er í þá átt beinast, að vinna bug á enkióvini þjóðfélagsins, krahb- anum, sem nú væri kominn á það stig, að af völdum hans létu lífið í landinu frá 12,000 til 14,000 manns, og gengi næst dauðsföM- um af hjartabilun. Dr. G. D. W Cameron, aðstoð- ar heilbrigðismálaráðherra sam- bandsstjórnarinnar dýsti jafn- framt yfir iþví, að það bryti að engu leyti í bág við starfsemi Canadian Cancer Society, er leyst hefði af Ihendi miikilvægt nytjaverk, og verðskuldaði allan hugsanlegan stuðning af hálfu þjóðarinnar. SKPAÐUR PRÓFESSOR Mr. S. B. Helgason hefir verið skipaður prófessor í Plant Science við Manitobaháskólann; hann er fæddur í Elfros, Sask., en fluttist ungur til Baldur, en hlaut alþýðuskólamentun í Glenboro; hann er útskrifaður af Manitoba háskólanum, og hlaut gullmedalíu landsstjórans fyrir framúrskarandi lástundun við nám sitt. Hinn nýskipaði prófessor er sonur Stefáns Helgason og Mar- grétar konu hans, sem fyrir nokkru er látin, og ólst hann upp hjá frænku sinni Kristínu Helga- son í Baldur. ORÐASVEIMUR Orð hefir leikið á'því undan- farnar vikur, að Bandaríkja- stjórn væri að bera víurnar í Grænland og vildu kaupa það af Dönum fyrir ærna peninga. Utanrí'kisráðherra Dana, Gustav Rasmussen, tjáist enn sem kom- ið sé, enga vitneskju hafa fengið í þessa átt, og sé þar því einungis um órökstuddan orðasveim að ræða. + + + Vantraustsyfirlýsing Leiðtogi íháldsflókksins í sam- bandsþinginu, John Bracken, hefir iborið fram vantraustsyfir- lýsingu á hendur King-stjórninni og telur -hana hafa fyrirgert trausti sínu ihjá kjósendum lands- ins; vantraustsyfirlýsing þessi þykir næsta þokúkend, þar sem engin ákveðin mál eru sérsták- lega tekin til yfirvegunar. Mr. Coldwell, forustumaður C.C.F. fylkingarinnar, tjáði sig hlyntan vantraustsyfirlýsingunni, ef orða lag hennar yrði gert nokkru skýrara. Mr. King fór fram á Það við þingheim, að flýta umræðum um vantraustið, því mörg önnur mikilvæg mál lægju fyrir, sem ekki þoldu bið. Innköllunarmenn LÖGBERGS Amaranth, Man B. G. Kjartanson Akra, N. Dak Joe Northfield Backoo, N. Dakota. Árborg, Man K. N. S. Fridfinnson Árnes, Man M. Einarsson Baldur, Man O. Anderson Bellingham, Wash Árni Símonarson Blaine, Wash. Árni Símonarson Boston, Mass Palmi Sigurdson 384 Newbury St. Cavalier, N. Dak. Joe Northfield Cypress River, Man. O. Anderson Churchbridge, Sask S. S. Christopherson Edinburg, N. Dak Páll B. Olafson Elfros, Sask Mrs. J. H. Goodmundson Garðar, N. Dak Páll B. Olafson Gerald, Sask C. Paulson Geysir, Man K. N. S. Friðfinnson Gimli, Man O. N. Kárdal Glenboro, Man O. Anderson Hallson, N. Dak. Páll B. Olafson Hnausa, Man. K. N. S. Fridfinnson Husavick, Man. O. N. Kárdal Langruth, Man. John Valdimarson Leslie, Sask Jón Ólafsson Lundar, Man Dan. Lindal Mountain, N. Dak Páll B. Olafson Point Roberts, Wash. S. J. Mýrdal Riverton, Man K. N. S. Friðfinnson Seattle, Wash. ...? J. J. Middal 6522 Dibble N.W., Seattle, 7, Wash. Selkirk, Man Mrs. V. Johnson • Tantallon, Sask. J. Kr. Johnson Vancouver, B.C. F. O. Lyngdal 5975 Sherbrooke St., Vancouver, B.C. Víðir, Man. ..... K. N. S. Friðfinnson Westbourne, Man Jón Valdimarson Winnipeg Beach, Man. O. N. Kárdal

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.