Lögberg - 19.02.1947, Blaðsíða 1
PH0NE 21 374
S A Complele
Cleaning
I istiiution
PHONE 21 374
A Complele Cleaning Instiiuiion
60. ÁRGAN'GUR
WINNIPEG, FIMTUDAGINN 19. FEBRÚAR, 1947
NÚMER 8
FJÖLMENNIÐ A ÞJOÐRÆKNISÞINGIÐ OG ALLAR SKEMTISAMKOMUR ÞESS
ILLKVITTNISLEG
UMMÆLI
í febrúarhefti mánaðarritsins
Scandinavian News, sem gefið
er út í Toronto, en G. B. Voight
er ritstjóri að, birtist forustu-
grein um þunglegur horfur með-
al Norðurlandaþjóðanna, og er
þar vikið að málefnum Islands á
illkvittnislegan og fádæma
flónskulegan hátt; í íslenzkri
Þýðingu eru áminst ummæli á
þessa leið:
“Athugum Island, þetta litla
iýðveldi, sem stríðið skapaði;
þjóðin býr við þráláta og háska-
iega stjórnarkreppu og verðbólg-
an eykst frá degi til dags; vel-
oiegunin, sem iþjóðin bjó við á
stríðsárunum, er fokin út í veð-
ur og vind, og nú horfast þessar
40,000 Islendinga daglega í augu
við kaldar staðreyndir; og mjög
Kklegt er, að sjálfstæði þjóðar-
iruiar verði skammvinnt.”
♦ ♦ ♦
saca íslendinga
í WINNIPEG 1876-1882
Síðastl. mánudag flutti Mr. J.
•f- Bíldfell erindi lim fyrstu ár ís-
iendinga í Winnipeg. Fundarsal-
Ur'inn Free Press Board Room
N°. 2 var þéttskipaður. Fyrir-
'iesarinn átti óskifta athygli
Llustenda; ræðuefnið var þeim
hugnæmt og erindið prýðilega
samið og flutt; þótt það væri
meir en klukkustundar langt,
hefðu margir gjarnan viljað
heyra meira og væri ánægjulegt
að mega eiga von á framhaldi
sðgunnar seinna, frá Mr. Bíld-
fell.
Þetta er þriðja erindið í fyrir-
iestraflokki þeim er haldinn er
a þessum vetri undir umsjón
feelandic Canadian Evening
School. Hið fyrsta flutti frú
Margrét Stephensen, og var það
einnig um frumbýlingsár Islend-
mga í Winnipeg, en í öðrum fyr-
irlestrinum ræddi Próf. Tryggvi
Oleson um ísl. frumibyggja
Argylebygðar. Bæði þessi erindi
fengu ágæta dóma.
Bæði þeir, er stofnað hafa til
þessara fyrirlestra og þá ekki síst
fyrirlesararnir sjálfir eiga mikl-
ar þakkir skilið fyrir framtak
srtt. Hinir íslenzku frumherjar
hér í landi eiga það skilið að
þeirra sé minst og að afkomend-
Ur þeirra geymi afrek þeirra í
muuu og haldi heiðri þeirra á
lofti.
Brú Hólmfríður Daníelsson, er
manna mest mun hafa unnið að
þvíj að halda þessari fræðslu-
sfarfsemi uppi, kynti fyrirlesar-
ann, en Mr. Hallson, forseti Icel.
Club, þakkaði honum fyrir
hönd félagsins og áheyrenda.
Capt. Wm. Kristjánsson flytur
erindi 17. marz á sama stað, um
íslenzka frumbyggja í Grunna-
vatnsbygð.
+ ♦ ♦
Christiana Chiswell 85
ÖTTigg hverja byrði barstu,
blektir hvorki guð né menn;
Ijós á förnum vegum varstu,
vandamálin hugsar enn.
—Sig. Júl. Jóhannesson.
SETUR ÞING
Séra Valdimar J. Eylands
Á mánudaginn kemur, að
morgni, setur forseti Þjóðræknis-
félags Islendinga í Vesturheimi,
séra Valdimar J. Eylands, hið 28.
ársþing félagsins, og flytur við
það tækifæri forsetaávarp sitt,
eða yfirlitsskýrslu um rekstur fé-
lagsins á liðnu starfsári. Séra
Valdimar er hinn mesti ræðu-
Skörungur, og munu því margir
hyggja gott til forsetaræðu hans.
♦ ♦ ♦
Minnisvarði séra Jóhanns
Þorkelssonar
Á SUNNUDAGINN var kl. 2
e.h. var afhjúpaður minnisvarði
á leiði sjera Jóhanns Þorkelsson-
ar dómkirkj uprests. Hófst
athöfnin með því, að Magnús V.
Jóhannesson yfirframfærslufull-
trúi hjelt ræðu, þar sem hann
gat þess, að fermingarbörn sjera
Jóhanns frá árunum 1905 og 1906
h e f ð u gefið minnisvarðann.
Talaði ræðumaður um starf séra
Jóhanns og þau áhrif, sem hann
hefði haft á æskuna hjer í bæn-
um og fór fögrum orðum um hans
blessunarríka starf. Var síðan
minnisvarðinn afhjúpaður. Er
það steinkross og á hann letrað
nafn sjera Jóhanns, konu hans
og sonar þeirra. Að því loknu
s ö n g dómkirkjukórinn undir
sjórn dr. Páls ísólfssonar sálminn
“Jeg gleðst af því jeg guðs son
á”. Þá hjelt sjera Bjarni Jónsson
ræðu og minstist sjera Jóhanns
o g hins frábæra prestsstarfs
hans. Þákkaði gefendu og bað
börnum sjera Jóhanns, bæði nær-
staddra og þeirra er erlendis
dvelja allrar belssunar og heilla.
Að ræðu sjera Bjarna lokinni
söng ikirkjukórinn “Son guðs ertu
með sanni.” Talaði þá loks frk.
Þuríður, dóttir sjera Jóhanns og
þafckaði gefendum þessa veglegu
gjöf og þann hug, sem hún sýndi
Flutti hún og þakkir og kveðjur
frá fjarstöddum systkinum sín-
um.
Var athöfnin öll hin hátíðleg-
asta og voru viðstaddir nokkrir
prestar og allmargir bæjarbúar.
(Mbl. 7. Jan.)
♦ ♦ ♦
ÞING KEMUR SAMAN
Sarrtkvæmt tilkynningu frá
forsætisráðherranum, Stuart S.
Garson, kemur fylikisþingið i
Manitoba saman þann 25. yfir-
standandi mánaðar; hver stjórn-
arfrumvörpin verða, er enn á
huldu, en víst má telja, að skatta-
málasamningurinn við sam-
bandsstjórnina, verði eitt fyrsta
málið á dagskrá.
FULLTRÚI ÍSLANDS-
STJÓRNAR
Váldimar Björnson
Það vakti þegar almennan
fögnuð, er hljóð'bært varð um, að
Vaidimar sjóliðsforingi Björnson,
yrði sendifulltrúi íslenzku ríkis-
stjórnarinnar á þjóðræknisþing-
inu, sem nú fer í hönd,- og jafn-
framt aðalræðumaður á ánShátíð
þjóðræknisdeildarinnar “Frón'’;
verður 'hann í báðum tilfellum
réttur maður á réttum stað.
Váldimar er glæsimenni og
mikill að vallarsýn; 'hann er
mælskumaður mikill eins og
ihann á kyn til, en í ræðum fer
jafnan saman djúp alvara og
meðfædd fyndni; það sofnar eng-
inn undir ræðum Valdimars, þvi
svo eru þær hvetjandi og skemti-
legar.
Valdimar Björnson er nú ekki
lengur maður einsamall, því í för
með honurn verður hin ástúðlega
kona hans, frú Guðrún Björnson,
er hann sótti til Mands; ennfrem-
ur er þess vænst, að með Valdi-
mar komi hingað 1 heimsókn
tengdasystir hans, frú Matthildur
Björnson, dóttir séra Ragnars
'heitins Kvaran og frú Þórunnar
Kvaran.
♦ ♦ ♦
223 VISTMENN Á
ELLIHEIMILINU
VIÐ ÁRMÓTIN voru 223 vist-
menn á Elliheimilinu Grund að
því er segir í ársskýrslu heimili-
sins. Karmenn eru þar 158, en 65
konur.
Á árinu dóu 42 vistmenn, 25
konur og 17 karlmenn.
Meðalaldur þeirra, sem ljetust
á árinu var 77 ár og f jórir mánuð-
ir, konur 77 ár, en karlar 77 ár
og 10 mánuðir. Meðaldvalartími
var 2 ár og 77 dagar.
Greiðsla á vistjöldum skiftist
þannig, að bæjarsjóður Reykja-
víkur greiddi fyrir 120 manns,
önnur breppa og bæjarfjelög
fyrir 13 manns, 38 greiddu sjálfir
og vandamenn fyrir 52.
« V
(Mbl. 7. Jan.)
♦ ♦ ♦
1800 sjálfsmorð í Berlín
Að því er þýzku lögreglunni
segist frá, voru framin árið, sem
leið, 1800 sjálfsmorð í Berlín;
tveir þriðju sjálfsmorðingjanna
voru konur; lögreglan staðhæfði,
að langflest sjálfsmorðin hafi
jstafað frá illum aðbúnaði og
matarskorti.
FLYTUR RÆÐU
Dr. Richard Beck
Dr. Richard Beck, prófessor við
ríkisháskólann í North Dakota,
og fyrrum forseti Þjóðræknisfé-
lags Islendinga í' Vesturheimi,
flytur ræðu á samkomu þingsins,
sem háldin verður í Sambands-
kirkjunni á miðvikudagskvöldið
þann 26. þ. m. Það er óþarfi að
lýsa Dr. Beck sem ræðumanni,
því svo er hann kunnur að
mælsku og fögru mlálfari.
♦ ♦ ♦
Tveir skipverjar af
b-v “Maí” drukkna
Annar við að reyna að
bjarga hinum, sem tók út.
SNEMMA 1 GÆRMORGUN
barst framkvæmdastjóra Bæjar-
útgerðar Hafnarfjarðar skeyti
frá skipstjóranum á botnvörp-
ungnum “Maí” þar sem hann til-
kynnti að tveir hásetar, Einar
Eyjólfsson, Jófríðarstaðavegi 15,
Hafnarfirði, og Steindór Sveins-
son, Suðurgötu 73, Hafnarfirði,
hafi báðir drufcknað þá um nótt-
ina.—
Um hádegi í gær, átti fram-
kvæmdarstjóri Bæjarútgerðar-
innar, Ásgeir Stefánsson, tal við
Benedikt Ögmundsson, skipstj. á
“Máí”, sem var þá staddur á Pat-
reksfirði.
Skýrði skipstjóri svo frá, að
skipið hefði verið á veiðum úti
fyrir Vestfjörðum og veður ekki
slæmt. Verið var að innbyrða
vörpuna, er Einar tók út. Kast-
aði Steindór sér þá til sunds til
þess að reyna að bjarga honum,
en tókst það ekki — og drukkn-
uðu þeir báðir.
Náttmyrkur var og töluverður
sjór og mistu skipverjar því
fljótt sjónar af þeim. — Fekk
skipstjórinn þegar i stað fleiri
skip, sem voru á sömu slóðum,
í lið með sér, og var leitað lengi
en áragursHaust.
Einar Eyjólfsson var 22 ára að
aldri, sonur Eyjólfs Kristjáns-
sonar, sparisjóðsgjaldlkera, og
konu hans. Lætur hann eftir sig
unnustu.
Steindór Sveinsson var 23 ára,
bróðursonur skipetjóra, sonur
Sveins Ögmundssonar, prests i
Kálfholti. Lætur hann eftir sig
unnustu.
Báðir þeæir menn höfðu ný-
lokið ágætu prófi á Stýrimanna-
skólanum og þóttu hinir efnileg-
ustu menn í hvívetna.
RÆTT UM SAMEIGIN-
LEGAR VARNIR
Á þriðjudaginn voru staddir í
Winnipeg þeir General Mc-
Naughton og Fiorello La Guardia
fyrrum borgarstjóri í New York,
í þeim tilgangi, að ræða um sam-
eiginlegar og samræmdar varnir
Canada og Bandaríkjanna; þeir
voru sameiginlegir formenn í
varnarnefnd þessara tveggja ná-
grannaþjóða meðan á síðustu
styrjöld stóð, og er þetta í fyrsta
skiftið sem þeir hafa átt um-
ræður um áminst efni eftir að
stríðinu lauk.
♦ ♦ ♦
Skemdir á skipum og húsi
í ofsaveðri á Akureyri
1 fyrrinótt á miðnætti skall á
eitt hið mesta sunnanveður, sem
comið hefir á Akureyri. Nokkrar
skemdir urðu á bátum og eitt
hús skemdist.
Siglutré á póstbátnum Drang-
ur brotnaði og féll niður á þil-
far. Þá urðu skemdir á vélbát
frá Dalvík og lv. Bjargi varð
einnig fyrir litllum skemdum.
Tvö skip, sem lágu við bryggju
slitu landfestar, en sjálfboðalið-
um og skipverjum tókst að koma
festunum á skipin og forða þeim
frá skemdum.
■ Sjógangurinn var svo mikill
að öldubrjóturinn, sem er út af
hafnarbryggjunni eyðilagðist
með öllu. Öldubrjótur þessi var
20 metra langur trérani.
nni í bæ tók þak af litlu húsi.
Íbúana sakaði ekki og þeir létu
fyirirberast í húsinu yfir nótt-
ina. — Þá hafa nokkrir síma-
staurar brotnað. Ekki er vitað
um frekari skemdir og engin síys
munu hafa orðið á mönnum.
Veðurofsinn stóð yfir í tvo
tíma, eða frá miðnætti til kl. 2
um nóttina.—Mbl. 4. jan.
0r borg og bygð
M r. Á s g e i r Ingimundsonar
Blondahl, málarmeistari frá Rey-
kjavík, kom hingað til borgar um
miðja fyrri viku í heinasókn tn
barna sinna, sem öll eru hér bú-
sett. Mr. Blondahl dvaldist all-
lengi vestan hafs og á hér margt
vina og kunningja fhá iþeim tírr-
um.
♦
Mr. Kristján Daníölsson frá
Lundar var staddur í borginni í
lok fyrri viku.
♦
Mr. Halldór Thorkelsson frá
Ashern, var staddur í borginni í
vikunni, sem leið, ásamt syni
sínum.
♦
Dánarfregn.
Marteinn Josepii Johnson and-
aðist á heimili dóttur sinnar, Mrs.
H. ísfeld, á Gimli, 10. þ. m. Fjög-
ur börn lifa föður sinn: Asta
(Mrs. H. Isfeld); Fjóla- (Mrs.
John Gottfred); Haraldur og
Iheodore, öll búsett á Gimli.
Marteinn sál. var jarðsunginn
frá lútersiku kirkjunni á Gimli,
af séra Skúla Sigurgeirssyni, að
fjölmenni viðstöddu, 13. þ. m.
♦
Mr. Albert Wathne barst sím-
skeyti þess efnis, að Kristján
bróðir hans, 61 árs að aldri, hefði
iátist í Reykjavík, síðastliðinr.
sunnudag; hann lætur eftir sig
ekkju og einn son, Osvald, sem
stundaði í þrjú ár nám við ríkis-
háskólann í North Dakota.
Kristján heitinn lagði stund á
verzlunarstörf meginhluta æf-
innar; hann var einfcar vinsæll
maður og trygglundaður.
♦
Samkoman í Fyrstu lútersku
kirkju síðastliðið þriðjudags-
kvöld, þar sem Rev. Martin flutti
erindi og sýndi myndir frá
Ástralíu, var ágætlega sótt, og
um alt hin fróðlegasta. Séra
Valdimar J. Eylands kynti fyrir-
lesarann.
♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
I SVEFNROFUM
Þó hjarta mitt sé skorpið
og huga mínum kalt,
mitt heimaland eg þrái
og dái það alt.
Þó frændur þar eg eigi
og fáeina vini,
til fjallsins er mér hlýjast
í þokum og skini.
Mið leiddu örlög utan,
en ekki það eg dyl,
sem æ mun frægt í sögum,
hið forna: Heim eg vil,
Mitt hjarta ber ei kala
til hríða fróns og snæva,
og huga mínum svipar
til storma þess og blæva.
Úr eyri frónskrar elfar
minn andi gróður dró
og ilm frá fögrum blómurn
í hvammi þess og tó.
í fasi mínu og eðli
er fugl sem vori syngur
Þó fari eg allar jarðir
þá verð eg íslendingur.
PÁLL GUÐMUNDSSON.
I