Lögberg - 19.02.1947, Blaðsíða 7

Lögberg - 19.02.1947, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. FEBRÚAR, 1947 7 minningarorð ÞORBJöRG johnson Fædd 21. október 1878 Dáin 22. oktober 1946 í litla búsinu sínu að Garðar, N. Dakota, hafði þessi kona all- *en§i legið þreytt og róleg, bíð- andi þess, sem hún sjálf vissi að Var bezt, lausn frá baráttu þessa lífs. Mörg undanfarin ár eftir að úörn hennar voru komin upp, hafði hún verið sjálf, sú sem færði öðrum frið og hjúkrun, ef þeir áttu bágt. Þar til kraftarnir s|itnuðu og í skjóli heimila barna sinna var öðru hvoru staðnæmst, um lengri eða skemri tíma. En þegar henni leið betur, var svo gaman að búa í litla húsinu og vera drotning í sínu eigin ríki. Lífið hafði verið fult af reynslu, Ijúfri eða þungri eftir ástæðum. Fædd var hún að Torfastöðum í Miðfirði í Húnavatnssýsíu á Is- landi 21. október 1878, dóttir Lárusar Gunnarssonar og konu hans Önnu Helgadóttur. Þegar hún var aðeins hálfs árs dó pabbi hennar. Var hún þá .tekinð af Þuríði föðursystu'r sinni og manni hennar, Jóbanni Bjama- syni að Skeggjastöðum. Þessara ára næstu mintist hún sem sól- skinkára sinna, svo var ástríki fósturforeldra hennar. En Jó- hann dó þegar hún var 7 ára. hennar yfir til hins nýja lands, Ameríku, og vildi hún þangað fá dóttur sína Þorbjörgu. I hópi útflytjenda ferðaðist svo litla Þorbjörg milli heimsálfanna og komst alla 'ieið til mömmu sinn- ar, sem þá ’hafði heimilið í Ey- ford-bygð, N. Dakota. Hér liðu svo unglingsárin. En 14. júní 1898 giftist hún elskhuga sínum, Jóni, syni Odds Jónssonar og Inveldar Samúelsdóttur. Heimili þeirra var á búgarði Jóns austur aí Garðar þar til 1904 er þau hugðu á landnám í Mozart-bygð í Sas- katehewan. Skammt var það norðaustur af Mozart, og var þar nefndur “Garðar” skóli og séra Haraldur Sigmar var þar kenn- ari. Við landnámsannir og lífs- bjargarstörf liðu árin fljótt, en aðeins fjögur af þeim þar tii 4. desember 1908, að Jón maður hennar deyr, og hún sténdur ein, nei, efcki ein, fimm böm eru umhverfis hana, eiga hana eina að. Hún hafði verið krafin mik- illar fórnar við landnámsstarfið. Það var nóg, hún hverfur því til baka til Garðar, N. Dakota, bygg- ir sér lítið 'hús og dvelur þar unz börnin stæfcka og hún aftur get- ur búið á landi sínu, með syni sínum. Árið 1929 tekur sonur hennar við búinu. Og aftur er lítið hús á Garðar hennar ríki. Frá þeim tírna var hún svo oft hjúkrandi, hlúandi að þeim, sem hjálpar og hjúkrandi hönd þurftu með, að spurt var oft: “Getum við efcki fengið Þorbjörgu til þess að hjálpa, þá mun alt fara vel.” Hún var orðin þe'kt sem líknar- hönd í sinni sveit og víðar. En einnig hennar þrek hlaut að enda. í marz 1945 fór að bera á sjúfcieik þeim, sem að síðustu varð henni ofurefli. Hvíldar og bata reyndi hún að njöta í hvíld á iheimiluim dætra sinna, á spítala í St. aPul, og styrktist hún um tíma, og fór aftur í litla húsið. Og hér liðu seinustu mánuðirnir. Tveir þeir seinustu voru erfiðir, en það var líka seinasta raunin, og hún tók líka enda. Þegar fyrstu geislar hennar sextugasta og níunda árs rufu skugga næt- urinnar, rofaði einnig fyrir nýj- um degi lífs hennar á eilífðar- landinu, þar sem eiginmaður og tveir synir hennar, Kristján Frið- rifc, er dó í æsku og Jón Wilfred, dáinn 5. marz 1946, gátu boðið hana velfcomna. Það getur líka verið lífct heimkomu, að skilja við þetta líf. Hjartabilun var kalljð síðasta. Eftirlifandi börn hennar eru: Oddur Lárus, bú- andi á gamla búgarðinum; Ing- veldur Margrét (Mrs. E. Jonas- son) Garðar; Jóhanna Þuríður (Mrs. Irwin), Eldred Minnesota, og Kristín Sigríður (Mrs. Smit’h), Eldred, Minnesota. Ein systir, Mrs. G. Grímson, er búandi við Mozart, Sask. Jarðarförin fór fram frá heim- ili og gömlu kirkjunni á Garðar, þann 25. októ’ber, 1946, að við- stöddum öllum nánustu ættingj- um og fjölskyldu vina og sam- ferðafólks, sem fann nú skarð fyrir skildi, er hjúkrunarhönd örlögin höfðu þá borið mömmu Starfsfólk og stjórn Cit.y Dairy mjólkur- félagsins árna.r íslendingum allra heilla með í hönd farandi þjóðræknisþing, hið 28. Ef þingmenn skyldi þyrsta, þá er enginn drykkur hollari en hrein og heilnœm mjólk. PHONE 87 647 Notre Dame and Adelaide, Winnipeg /y&ftUnœtu/ Ccmacia’4 beAtJjJc&cL aU-fxi/ifjotet/ou/t, lake of the woods milling CO. LIMITED V elhomnir _ * Islendingar! Vér óskum íslendingum til vegs og virðingar með þjóðræknis- þingið, sem í hönd fer„ hið tuttugasta og áttunda, og óskum að framkvæmdir þess megi verða íslendingum til þrifa og þarfa í hvívetna. PARK-HANNESSON LTD. 55 ARTHUR ST., WPG., MAN. Phone 21 844 hennar hreyfðist nú e'kki meir. Dauðinn, sem svo oft hafði traðk- að þvert um vegferð hennar, hafði leyst hana frá starfi og hún var komin heim. Þá eik í stormi hrynur háa, því hamrabeltin skýra frá. En þegar fjólan fellur bláa, það fallið enginn heyra má. En ylmur horfinn innir fyrst hvers urtabygðin hefir mist. (B. Th.) E. H. Fáfnis. HVERJIR ERU VALDIR AÐ STRÍÐUM ? (Frh. af bls. 2) drekfcum í okkur sCúðrið, sern blöðin fiytja og hrópum húrra fjrrir frakkaklæddum herra- mönnum, þegar þeir segja okkur að drepa Þjóðverja, ítali, Rússa eða þá einhverja annara þjóða menn. Við erum bara hams- lausir í að drepa eitthvað. Það gjörir efcki svo mikið til hvað það er. Ef það eru Þjóðverjar, þá hrópum við ‘Berlín’! Ef það eru Rússar, þá hrópum við húrra fyrir frelsinu. Eg var í Panís þegar misskiln- ingurinn út af Fashoda stóð yfir og man eftir því hversu við æpt- um að Englendingum þegar við sáum þá á kaffihúsunum og hvernig þeir störðu á ofckur eins og að þeir vildu leggja ofckur í gegn með augunum. Hver veldur áflogum? Auðvit- að hundarnir sjálfir. Allir geta vakið ófrið. Hverjir geta knúð okkur til þess að berjast hver á móti öðrum, ef við sjáifir ekki vildum það? Það gætu hvorki konungavöld né heldur konunga- menn. Nei, mínir kæru, það er- um við, sem stríðunum völdum, þú og eg.” R. L. C. —Úr bókinni The Way to Golgatha. J. J. B. þýddi. Vér óskum yður til hamingju með 28. ársþing Þjóðrœknisfélags yðar United Grain Growers Ltd. HAMILTON BUILDING WINNIPEG Hagsýnt fólk situr jafnan við þann eldinn . sem bezt brennur ROSE THEATRE Sargent and Arlington • Af þessum ástæðum er það, að viðskiftavinum vorum fjölgar óðfluga dag frá degi. Það kaupir enginn köttinn í sekknum. sem gjörir sér að reglu að verzla í FEBRUARY 24-26 James Mason - Ann Todd “THE SEVENTH VEIL” Charles Coburn Joan Bennett “COL. EFFINGHAM’S RAID” Shop-Easy búðunum. Shop-Easy Stores Búð nr. 3 er að 611 Sargent Avenue Búð nr. 4 er að 894 Sargent Avenue MERKILEQT LíTIÐ LAND íslendingar hafa ástæðu til þess að finna til metnaðar yfir sögu þjóðar sinnar. Á Islandi ríkir þroskað lýð- ræði, þjóðin er vel ment og hefir skapað úrvals bók- mentir, þjóðin er trúhneigð og auðug að samvinnu- hugsjónum, eins og saga bændanna af íslenzkum stofni í þessu landi svipmerkist af, þegar um samvinnu- fyrirtæki ræðir. Við óskum íslendingum til hamingju með þjóðræknisþingið. CANADIAN COOPERATIVE WHEAT PRODUCERS LIMI IED Winnipeg, Canada MANITOBA POOL ELEVATORS ALBERTA WHEAT POOL Winnipeg, Manitoba Calgary, Alberta SASKATCHEWAN CO-OPERATIVE PRODUCERS LIMITED Regina, Saskatchewan

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.