Lögberg - 26.02.1947, Blaðsíða 1

Lögberg - 26.02.1947, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 \ieA X^u11 fX3‘P- A Complete ' 'leaning I' tsliluíion — PHONE 21 374 » V .G>ú A Compleíe Cleaning Inslilulion 60- ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 26. FEBRÚAR, 1947 NÚMER 9 FRÁ þjóðrækjmisþingi Um tíuleytið fyrir ihádegi á xnánudagsmorguninn var hið 28. arsþing Þjóðræknisfélags Islend- inga í Vestunheimi sett í Góð- templaraihúsinu af forseta þess, séra Valdimar J. Eylands. Vara- forseti félagsins, séra Philip M. Pétursson, stjórnaði guðræknis- pthöfn, flutti bæn, og lét syngfa sálmana “Þín mis'kunn, ó, guð” °g “Faðir andanna”. Flptti for- seti þá hið gagnorða og ítunhugs- aða ávarp sitt til ‘þingsins, er í ser fól glöggt yfirlit yfir starf- ^mi félagsins á liðnu starfsári, asamt hollum bendingum um starf félagsins í framtíðinni; var því næst skipað 1 þingnefndir, auk þess sem aðrir embættis- menn lögðu fram Skýrslur sinar; sðsókn við þingsetningu mátti teljast góð, og það því fnemur, ^m vitað er, að vegir út um landsbygðina eru ógreiðfærir Vegna snjóþyngsla. Um hádegi var þingstörfum trestað til nóns, en þá flutti Lieut-Commander Valdimar Djörnson, virðulegur, sérstakur ermdreki íslenzku ríkisstjórnar- mnar, ræðu fyrir hennar hönd, er mjög ihreif hina mörgu áheyr- endur vegna mælsku ræðumanns °g sannfæringarhita; flutti hann °g kveðju frá Thor Thors, sendi- ^erra Islands í Washington; þá las og forseti upp ýmis kveðju- skeyti, svo sem frá forseta Is- iands, ríkisstjórn Islands, biskupi Islands, Ingólfi lækni Gíslasyni, Ásmundi Guðmundssyni, Dr. ^elga Briem óg Qlafi J. Ólafssyni i New York; ennfremur flutti ^r- Richard Beck kveðjur frá Dr. West, forseta ríikisháskólans 1 North Dakota og Árna G. Ey- lands, fyrverandi forseta Þjóð- raeknisfélags Islands. Fundarstörfum var haldið á- fram fram að kvöldverðartíma, en um kvöldið hélt Icelandic Canadian Club skemtun sína að V)ðstöddu miklu fjölmenni í ^yrstu lútersku kirkju. f ♦ 4- VIÐ SAMA HEYGARÐS- HORNIÐ Rússinn situr auðsjáan'lega við sama 'heygðarhornið varðandi öylgjur í garð Canada, því nú ^Veg nýverið, hefir málgagn stjórnarinnar, Isvestia, birt í dálkum sínurn grein'ar um það, að varnarsáttmálinn milli Can- ada og Bandaríkjanna, sé í raun- mni blátt áfram hvorki meira né minna en járnhnefi í silkiglófa; 0g svo bætir blaðið því við til frdkari áréttingar, að Oanada Vaeri að láta af hendi her sinn og drjúgar landspildur við Banda- ^jastjórn, með árásarhernað og ' andvinninga fyrir augum. Jafn- ®kjótt og ummæli áminsts blaðs 1 árust canadiska hermálaráð- ' erranum til eyrna, kvað hann þau vera helberan uppspuna. f f f VERÐHÆKKUN \ Viðsikiptaimálaráðherra sam- undsstjórnarinnar, Mr. James • MacKinnon, lýsti yfir því í Pinginu í vikunni, sem leið, að verð á neyzluhveiti í Canada ^kkaði um 30 cents á mæli nú Pegar, og y,rði $1.55 í stað $1.25. ®mkvæmt þessari hækkun, ^Sði ráðherrann að bændur esturlandsins högnuðust hátt á elleftu miljón <dala. MANNFAGNAÐUR Laust eftir hádegi á mánudag- inn, efndi félagið Viking Club til dagverðar á Marlborough hótelinu, þar sem Lieut.-Com- mander Valdimar Björnson var aðalræðumaður; var þarna sam- ankominn álitlegur hópur Is- lendinga, Dana, Svía og Norð- manna; forsæti skipaði Mr. O. S. Clevstad. Séra Valdimar J. Ey- lands flutti borðbæn, en séra Philip M. Pétursson kynti ræðu- manninn; ræða Valdimars Björn- sonar nefndist “With the U.S. Forces in Iceland”, en þar dvaldi hann sem háttsettur embættis- maður amerískra hernaðarvalda í fjögur ár, og naut virðingar og hylli allra, er hann komst í kynni við; ræðan var þrungin að fróðleik og flutt af kyngi- magnaðri mælsku; ræðumaður 'prédikaði blaðalaust. Ræðismaður Svía hér í borg, Mr. H. P. A. Hermanson, þakk- aði Valdimar Ihina kröftugu ræðu með einkar Wlýjum og viðeigandi orðum. f f ♦ í HEIMSÓKN EFTIR40ÁR Aðfaranótt síðastliðins laugar- dags, kom flugleiðis hingað til borgarinnar, Mr. ísak Johnson frá Seattle, Wash., í heimsókn til ættingja sinna og eins til að sitja ársþing Þjóðræknisfélags Islendinga í Vesturheimi; hann var um eitt skeið búsettur í þess- ari borg, en nú eru liðin 40 ár síðan. Mr. ísak Johnson nam ungur húsagerðarlist og dráttlist i Kaupmannahöfn, og hefir haft byggingar að aðallífsstarfi; hann er sonur Jóns Benjamínssonar frá Háreksstöðum, í Jökuldals- heiði; hann er albróðir Gísla rit- stjóra Tímarits Þjóðræknisfé- lagsins, en hálfbróðir Einars P^ls# ritstjóra Llögbergs. Isak er kvæntur hinni víðkunnu skáldkonu, Jakobínu Johnson; hann lagði af stað heimleiðis á fimtudagskvöldið. ♦ f f ÆGILEGT JÁRNBRAUTARSLYS Á þriðjudaginn í fyrri viku kom fyrir ægilegt jámbrautar- slys í Pennsylvaníu, er gerðist með þeim hætti, að farþegalest, sem var á ferð milli Detroit og New York, vailt út af teinum og sentist niður fyrir hæð eina; milli sextíu og sjötíu manns <létu lífið, en á 'annað hundrað sættu meiri og minni meiðslum; rann- sókn stendur yfir í málinu, en niðurstöður h'afa enn eigi verið gerðar heyrinkunnar. ♦ f ♦ ÁTÖK UM HÆKKUN FARMGJALDA Um þessar mundir standa yfir í Ottawa átök mikil vegna kröiu járnbrautarfélaganna um hækk- un farmgjalda, er nemi 30 af hundraði; stjómir allra Vestur- fylkjanna og Strandfylkjanna, hafa stranglega mótmælt hækk- uninni, en Quebec og Ontario hafa enn eigi látið frá sér heyra; mál þetta er sótt og varið fyrir járnbrautarráðinu d Ottawa. Vara-forseti Canadian Pacific járnbrautarfélagsins, Mr. George A. Walker, telur því félagi brýna þörf á áminstri hækkun ef það eigi að geta veitt þá þjónustu, sem canadiska þjóðin eigi s'kifl.ið. RALPH PEARSON LÁTINN Síðastliðinn miðvikudag lézt með sviplegum hætti á skrifstofu sinni í þinghúsbyggingunni í Winnipeg, Mr Ralph Pearson, aðstoðar fjármálaráðherra Mani- tobafýlkis, 54 ára að aldri; hafði hann fyrirfarið sér með skamm- byssuskoti í gegnum höfuðið og dáið á augnabliki. Líkskoðari hins opinbera, Dr. L. Ó. Fryer, kom þegar á vettvang, og lýsti því yfir að aðstæðum athuguð- um, að engin rannsókn færi fram vegna dauðsfallsins; vinir Mr. Pearson telja alvarlega heilsu- bilun verið hafa orsök til þess, að hann greip til þessa örþrifaráðs. Mr. Pearson var óþreytandi starfsmaður og naut almennrar virðingar hjá þeim öllum, er til hans þektu; fór Garson forsætis- ráðherra einkar flofsamlegum orðum um embættisfærslu Mr. Pearson’s og nytsamleg störf hans í þágu fylkisins. f f f RÁÐHERRA í HEIMSÓKN Birgðamálaráðherra brezku stjórnarinnar, John Strachey, er nýlega kominn til Ottawa í því augnamiði, að ráðgast við cana- disk stjórnarvöld um möguleika á auknum útflutningi matvæla héðan úr landi til Bretlands, og komast að samningum um sem allra aðgengilegustu kaupskil- mála. f f f LEGGUR ÁRAR í BÁT Utannkisiáðherra Breta, Mr. Bevin, hefir gert yfirlýsingu þess efnis, að stjórnin hafi lagt árar d bát varðandi flausn Pale- stínu-deilunnar, með því að henni hefði reynst það öldungis ókleift, að komast niður á samkomulags- grundvöll milli Araba og Gyð- inga; þar af leiðandi væri engin önnur leið opin en sú, að leggja málið fyrir öryggisráð samein- uðu þjóðanna. ♦ ♦ ♦ FATAVERÐ HÆKKKAR Frá þeim 18. yfirstandandi mánaðar að telja hefir sambands- stjórn numið úr gildi fjárstufen- ing þann er hún greiddi fata- verksmiðjum og fatakaupmönn- um meðan á stríðinu stóð og fram að áminstum tíma; nú hefir þessi ráðstöfun leitt til þess, að ýmiss- ar tegundir fata, .hafa þegar hækkað í verði um 18 af hundr- aði. f f ♦ NÝR BÍLVEGUR SUÐUR AÐ LANDAMÆRUM Blaðið Winnipeg Tribune lét þess getið á miðvikudaginn var, að víst mætti nokkurn veginn telja, að ibyrjað yrði á því í sum- ar, að leggja nýtízku bílveg frá Winnipegog suður að landamær- um Bandaríkjanna, er ha'lda mætti auðveldlega opnum allan ársins ihring, og jafnaðist að öllu við beztu vílvegi í Bandardkjun- um; blaðið getur þess til, að hinn fyrirhugaði bílvegur muni kosta um 4 miljónir dala; gamli bíl- vegurinn, sem er d ýmsu ábóta- vant, liggur frá Winnipeg til Emerson á vesturbökkum Rauð- ár; nú sýnast ýmsir þeirrar Skoð- unar, að æskilegra væri, að veg- urinn yrði flagður austanvert ár- innar. Hvernig máli þessu reiðir af, er vitanlega undir fylkisþinginu komið, sem verður að ráðstafa f járveitingunni, sem til þess þarf, að hrinda verkinu í framkvæmd. NÝR BORGARSTJÓRI í REYKJAVÍK Samkvæmt nýjustu fregnum frá Islandi, 'hefir Gunnar Thor- oddsen alþingismaður og pró- fessor við Háskóla Islands, verið kosinn borgarstjóri í Reykjaví'k í stað Bjarna B'enediktssonar, er skipaður hefir verið dóms- og utanríkismálaráðherra í 'hinu nýja ráðuneyti, sem Stefán Jó- hann Stefánsson veitir forustu. I Reykjaví'k hagar þannig til, að bæjarstjórnin kýrs borgarstjór- ann. Hinn nýi borgarstjóri er sonur Sigurðar Thoroddsen verkfræð- ings og fyrrum mentaskóla'kenn- ara, og konu hans Maríu, dóttur Valgarðs Olaessens fyrrum kaup- manns og síðar landsféhirðis. f f f SVARAR HÁSÆTISRÆÐU Við setningu fylkisþingsins í Manitoba sdðastliðinn þriðjudag, var Ohris. Halldorson þingmaður St. George kjördæmis, valinn til þess að svara hásætisræðunni; ber þetta þess glögg merki hvers trausts hann nýtur hjá stjórninni og fylgismönnum hennar á þingi. Mr. Halldorson er hinn mesti dugnaðar- og áhugamaður, sem hvarvetna hefir komið fram ís- lenzka þjóðarbrotinu vestan hafs til sæmd'ar. ♦ ♦ ♦ SKRÍTNAR ÁKÚRUR Dálítið blað, sem Public Opinion nefnist, og gefið er út í Ottawa fyrir atbeina BraCken- játenda, veitir stjóminni ákúrur fyrir það, að líkur séu á, að við lok yfirstandandi fjárhagsárs, muni póstmáladeildin hafa tekju- afgang, er nemi þrettán miljón- um; á'kúrur af þessari tegund virðast óneitanlega koma úr hörðustu átt, þar sem Mr. Bracken og fylgifis'kar hans, bregða stjórninni daglega um eyðslusemi og lélegan búskap. Hvað rnyndu þessir háu herrar hafa sagt, ef póstmáladeildin hefði tapað þrettán mifljónum dala á fjárhagsárinu? f f f SKIPAÐUR SENDIFULL- TRÚI í PRAGUE • Mr. Ronald M. Macdonell hefir verið skipaður sendifulltrúi canadisku stjórnarinnar til Czechoslðvakíu með búsetu í Prague; hann er útskrifaður af Manitoba háskólanum og var um hríð kennari í ensku og ensk- um bókmentum; undanfarin ár hefir hann verið ritari hinnar sameiginlegu hervarnarnefndar Canada og Bandaríkjanna. ♦ f ♦ SJÁLFSTÆÐI INDLANDS Forsætisráðh. Breta, Glement Attlee, lýsti yfir því í brezka þinginu á miðvikudaginn í fyrri viku, að stjómin hefði ákveðið að veita Indlandi fult sjálfstæði í júnímánuði 1948. Hann lét þess ennfremur getið, að núverandi landstjóri Indlands, Wavel mar- skálkur, yrði þegar kvaddur iheim, og að eftirmaður hans þangað til að landið fengi fufll sjálfsforráð, yrði Mountbatten , vísigreifi, frændi Georgs kon- ungs; þá gaf og Mr. Attlee það til kynna, að Wavel marskálkur yrði hafinn til jarlstignar. Eftir blaðafregnum að dærna, eru harla skiftar skoðanir á Bret- landi um þessa nýju afstöðu stjórnarinnar til Indlands, og eru sum íhaldsblöðin henni stranglega mótmaélt. Fulltrúar og gestir á Þjóðræknisþingi Þetta þing var með fjölmenn- ara móti og fundir vel sóttir. Þessa fulltrúa og útanbæjar gesti höfum vér orðið varir við á þingfundum: Mr. og Mrs. Valdimar Björn- son, Minneapolis; Mr. Isak Jóns- son, Seattle; Mr. Grettir Eggert- son, New York; Dr. og Mrs. S. E. Björnson, Ashern; Mr. og Mrs. Ingimundur Sigurdson, Lundar; Mrs. Arnlheiður Eyjólfson, River- ton; Mr. Árni Sigurdson; Mr. Gunnar Sæmundson, Árborg; Mr. Guðm. Einarsson, Arborg. Fulltrúar frá Gimli: Mr. og Mr^. H. Sigurdson, Mr. Guðm. Feldsted. Brown: Mr. og Mrs. Th. Gísla- son, Mr. Jónatan Tómasson, Odd- ný Gíslason. Churchbridge: Mr. Einar Sig- urdsson. Árborg: Mrs. Herdís Eiríkson, Mr. Magnús Gíslason, Mr. Sig- urður Einarsson, Mrs. A'ldís Pét- ursson. Mountain, N.D.: Björn Stefáns- son, Guðm. J. Jónasson, Hjörtur Hjaltalín, Klristján Indriðason, Harafldur Ólafsson, Guðmundur Hjálmarsson, Dr. Richard Beck. Argyle: Mrs. Margrét Joséph- son, Mr. G. J. Oleson. Lundar: Mrs. Svéinsson, Mrs. Hjörtur Pálsson. Selkirk: Mr. Einar Magnússon, Mrs. ósk Eiríksson. Vancouver: Einar Haralds. f f f TJÓN AF VÖLDUM ELDSVOÐA Á árinu, sem fleið, nam tjón af völdum eldsvoða í Winnipeg, freklega einni miljón og fimtíu og þremur þúsundum dala; er þetta mesta tjónið, sem í borg- inni hefir orðið á tuttugu ára tímabili. Fjárveiting til slökkvi- liðs borgarinnar í ár, er 25 af hundraði hærri en í fyrra. Úr borg og bygð Jnior Ladies Aid of the First Lutheran Churoh will hold their meeting in the Ghurch Parlors on Tuesday, March 4th at 2:30 p.m. Rev. V. J. Eylands wifll give a talk on “Missions.” ♦ Mr. Grettir Eggertson rafur- magnsverkfræðingur frá New York kom hingað flugleiðis á mánudagsmorguninn ásamt frú sinni. Mr. Eggertson á sæti á Þjóðræknisþingi fyrir hönd Is- lendingafélagsins í New York. ♦ Dr. S. E. Björnson og frú frá Ashern, voru meðafl þeirra mörgu,' er sóttu hið 28 ársþing þj óðræknisfélagsins. ♦ \ Á Þjóðræknisþingið komu úr Islendingabygðinni í grend við Morden, þau Mr. og Mrs. Th. J. Gíslason, Oddný Gísilason og Jónatan Thomasson ♦ Mr. Ólafur Hallsson kaupmað- ur frá Eriksdale, er stadur í borg- inni þessa dagana ásamt frú sinni. ♦ Mr. Halldór Björnsson frá Riverton er gestur í borginni um þessar mundir. ♦ Mr. G. O. Einarsson frá Ar- iborg var einn þeirra mörgu, er sóttu þjóðræknisþingið. \ NÝTUR ÚTVARPSINS Mrs. Thomas Brown, 106 ára, sem sögð er að vera elzta kona í Canada, hlustar á útvarp á hverjum einasta degi og segist ekki geta hugsað sér að vera án þess; hún er búsett í Bradwar- dine bygðarlagðinu í Manitoba, og fluttist hingað til lands frá Skotlandi árið 1882. Gamla kon- an nýtur enn beztu heilsu, fylgist vel með ölflum almennum máfl- um og lætur engan biflbug á sér finna. Klemens Jónasson frá Selkirk Vinar eg sakna á vegi Braga, Vinar er vel mig studdi; Fækkað því hefir fögrum geislum, Þeim er af fljóði lýsa. Vinar eg sakna, á vegi fræða, Vinar er vel mig fræddi; Því verða haustkvöld hálfu lengri, Og váflegri vetrar nætur. Fróður var hann um forna hætti, Fróðari flestum hinum; En næmur eins á nýja siði Þá er til heilla horfa. Óvæginn þótti, og orðhvass löngum; Hlut sínum haflda vildi. Svo mun um flesta, er fagra bera Sannfæring sér á brjósti. Geiglaus fer sá er guði treystir, Logar iþeim fljós á vegi. Glaður hann lifði, og glaður kvaddi, Frá vinum til vina genginn. Margir þín sakna, og minning ljúfa Geyma í ihuga heiðum, En fleiri þó munu faðm þér bjóða, Holflvina, hinu-megin. Kristján Pálsson Skýring — Ofanskráð kvæði lá á skrifborði Kristjáns, daginn sem hann andaðist. Það er áreiðanlega seinasta ljóðið sem 'hann orti, og að flí'kindum hefir hann ekki lokið við það að fullu. Ekkja hans, Ingibjörg, leyfði mér að taka þetta kvæði 'heim með mér. — Birti eg það nú, í von um að eg hafi ékki brugðist nokkurs manns trausti, þó það sé hér prentað. P.S.P.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.