Lögberg - 26.02.1947, Side 2

Lögberg - 26.02.1947, Side 2
2 L ÖGBEiiG, FIMTUDAGINN 26. FEBRÚAR, 1947 Norræn jól 1946 Eftir prófessor Richard. Beck Norrœn jól, ársrit Norræna fé- lagsins á Islandi, er hvorttveggja í senn þarft rit og fagurt, bæði um hugþekkt efni og vandaðan ytri frágang. í inngansorðum sínum að nýjasta hefti ritsins, sem er 6. árgangur þess, farast ritstjóranum Guðlaugi Rósin- ‘kranz yfirkennaira og fram- kvæmdarstj óra félagsins þannig orð: “Það var mikið gleðiefni öllum Norðurlandabúum, þegar stríð- inu lauk og þjóðirnar losnuðu úr helgireipum nazistanna. Frelsið, sem Norðurlanda'búum er í blóð borið, var fengið á ný. Þeir gátu aftur lifað og starfað svo sem 'þeim er eðlilegast við fullt frelsi og önnur viðurkennd mannrétt- indi. En Norðurlandabúum er ekki nóg að starfa að áhugamál- um sínum aðeins innan landa- mæra hvers lands, þeir þrá sam- skipti og samstarf við nágranna- þjóðirnar og telja sér það sam- starf nauðsynlegt. Þar af kemur 'hin norræna samvinna. Hún er sprottin af þörf og nauðsyn þess- ara fimm frændþjóða til menn- ingarlegs samstarfs, sökum sam- e i g i n legs menningarstarfs og sameiginlegra líísskoðana.” N o r r æ n a félagið er eini ísdenzkur félagsskapur, sem hef- ir það höfuðverkefni að vinna að þátttöku Islendinga í norræn- ni samvinnu á sem víðtækastum grundvelli, og lýsir greinar- höfundur þeirri viðleitni á þessa leið: “Félagið reynir að halda uppi kynningarstarfsemi um Is- 'land með ritgerðum, fyrirlestr- um, þátttöku Islendinga í mótum og námsskeiðum á öllum Norð- urlöndum, útvega upplýsingar um skóla, námsskeið, bækur og fjölmargt annað, og aðstoðar með umsóiknir um skóla í öllum hin- um Norðurlöndunum.” Er það ærið starfssvið, og verðskuldar félagið þessvegna sem almennastan stuðning allra þeirra Islendinga, er láta sig varða menningarleg samskipti frændþjóðanna á Norðurlöndum. Þá vinnur félagið eigi síður ágætt verk með útgáfu hins prýðilega ársrits síns, og skal nú stuttlega vikið að meginefni umrædds heftir þess fyrir síðastliðið ár. Hefst meginmálið á einkar tímabærri jólahugleiðingu, “Frá myrkri til ljóssins”, eftir dr. Bjama Jónsson vígslubiskup, sem svipmerkt er af hinum sterka persónulega stíl hans. Kemst hann, meðal annars, þannig að orði nær málslokum: “Margt er sameiginlegt með þjóðum Norðurlanda. Eitt er þeim öllum sameiginlegt. Yfiiv 'þeim öllum blaktir krossfáninn. Undir því merki skal sigur unn- inn, sigur og friður í einingu og bræðralagi þeirra þjóða, sem vilja vaka yfir dýrmætri eign og helgum dómum.” Þá er mjög glögg og fróðleg lýsing á jólahaldi í Finnlandi, eftir ungfrú Maj Lis Holmberg, finnskan stúdent frá Hlesingfors, sem leggur stund á norræn fræði og dvaldi á Islandi um nokkurra mánaða skeið nýlega. Hefir Guð- laugur yfirkennari snúið grein- inni á íslenzku. Hann ritar einn- ig mjög eftirtektarverða grein um “Norræna heimilið”, sem Norræna félagið hefir hafist handa um að láta reisa á Þing- völium, og verður það sýnilega hið veglegasta hús, sæmandi starfsemi félagsins og verkefni þess; það er einnig ágætlega í sveit sett, og lýsir greinarhöf- undur söguríku og fögru um- hverfi þess í eftirfarandi orðum: “Félagið fékk allmikið land hjá Þingvallanefnd fremst í Kára- staðanesi, vestanvert við Þing- vallavatn, skamt frá Þingvöllum. Þetta er einhver fegursti staður- inn á landinu, við hið fagurbláa Þingvallavatn, og er þaðan und- urfögur fjallasýn til Súlna og Skjaldbreiðurs í norður, Hrafna- bjarga og Amarfells í austri, en Hengillinn og Sandey sjást 1 suðri. I nesinu er á stöku stað lágvaxið kjarr, er með algerðri friðun ætti að geta orðið að fáll- egum skógi. Þarna er því tilval- inn staður, rólegur og friðsæll, hentugur fyrir mót, námskeið og fundi og hinn ákjósanlegasti staður til hvíldar og hressingar.” Bjarni M. Gíslason rithöfund- ur, sem unnið hefir sér frægð með ritum sínum á dönsku og verið Islandi mikill landkynnir, lýsir Alsey, einni af hinum mörgu gróðursælu dönsku eyj- um, svo að hún blasir Cesanda fagurprúð við augum, í snjallri grein sinni, “Perlan í Eýstra- salti.” Kemur þá að lengstu greininni í ritinu, sem veigamikil er að sama skapi, en það er yfirlitsrit- gerð Guðmundar Gíslasonar, Hagalín rithöfundar um “Nor- rænar bókmentir árið 1945”. Er þar lýst mörgum hinum helztu skáldritum, sem út komu á Norð- urlöndum það ár, af skilningi og réttsýni, eins langt og þær um- sagnir ná; ennfremur hefir Guð- mundi tekist að segja furðanlega mikið um höfundana og rit þeirra innan hins takmarkaða rúms, sem ætla mátti hverjum þeirra. Er grein þessi því hin þakkarverð- asta, og ágæt sú ákvörðun rit- stjórans, að árlega birtist í rit- inu framvegis yfirlit sama efnis. Munu og margir kunna að meta þá nýbreytni að verðugu, og hefir þessu sinni verið vel úr hlaði farið. Tvær ferðasögur eru í heftinu, Norðurlandaför Menntaskólastú- dentanna”, um ferð þeirra síðast- liðið sumar, eftir dr. Sigurð Þór- arinsson jarðfræðing, sérstaklega fjörlega skrifuð frásögn; og “Uddevallemót norrænna bóka- varða”, gagilorð lýsing og greina- góð, eftir dr. Björn Sigfússon há- skólabókavörð. Bera báðar ferða- söur þessar því gott vitni, hvern- ig menningarsamskiptin milli Isilands og Norðurlanda eru nú, góðu heilli, að hefjast að nýju. Einnig eru í heftinu tvær þýdd- ar smásögur: “Ljósaskiptin”, eftir hið víðfræga öndvegisskáld Norðmanna Arnulf Överland (í þýðingu Helga Sæmundssonar), og “Sumarhúsið”, eftir Tove Ditlevsen, sem er meðal fremstu yngri rithöfunda Dana. Er saga þessi þýdd af Jóni Helgasyni blaðamanni. I greininni “Per Albin Hansson láitnn” minnist Stefán Jóhann Stefánsson, formaður Norræna félagsins og núverandi forsætis- ráðherra Islands, fagurlega hins mikilhæfa forsætisráðherra Svía og formanns sænska ALþýðu- flokksins, sem lézt aðfaranótt 6. okt. s.l. ÞeSsi eru niðurlagsorð greinarinnar: “Tveir sænskir stjórnmála- menn bera hsest á þessari öld, og einnig hvað snertir afskifti af norrænum málefnum. Það eru þeir Hjalmar Branting og Per Allbin Hansson. Branting átti mest allra manna af Svía hálfu þátt í góðum málalokum við skilnað Noregs og Svíþjóðar 1905. Per Albin hefir á síðustu árum, mest allra sænskra stjórnmála- manna, stuðlað að góðri sambúð Norðurlanda. Við jarðarför Per Albins 13. október s.l. fylkti sænska þjóðin og fulltrúar frá hinum Norður- löndunum liði til þess að heiðra minningu hans. Hundruð þúsund sænskrar alþýðu drupu höfði í djúpri sorg. Sænska þjóðin harmaði af alhug fall síns fremsta forystumanns. Og yfir öllum Norðurlöndum grúfði ein- læg hrygð og harrnur. Einn af frægustu, mikiilhæfustu og gagn- merkustu Norðurlandabúum var fallinn í val.” Aðlaðandi sem fyrri er sá Itafli ritsins, er nefnist “Norræn svip- brigði”, og eru það að þessu sinni ættjarðarljóð um Norðurlöndin öll (Finnland meðtalið), á fær- eysku, íslenzku, dönsku, norsku og sænsku, ásamt með myndum af bústöðum þjóðhöfðingja Norð- urlanda. Auk þess eru í ritinu fjöldi annara góðra mynda, t. d. í kaflanum “Annáll ársins 1946.” FRÁ VANCOUVER, B.C. 15 FEBRÚAR, 1947 — Tiðarfarið var hér hið besta siðast liðið haust, með nóvember fór aftur að byrja votviðra timinn, og vóru þá óvanalega miklar rigningar um tíma. A gamlársdag byrjaði að snjóa og kom þá nofckur snjór og allan Janúar var ýmist að snjó- aði eða rigning. Talsvert frost var um nætur og kaldast varð f jórar gráður fyrir ofan núll. Var þetta óvanalegt frost hér, og gjörði mifcin skaða á ýmsan hátt. Bílar frusu upp í hundraða tali og vatnspípur um alla borgina svo það voru viða mestu vandræði að geta feingið það lagfært í tíma. Mestu skemdir urðu á strætum borgarinnar og á þjóðvegum út á landsbygðinni, því f r o s t i ð sprengdi upp svo viða steinlims- lagið, gð það varð illfrandi yfir það. Verkræðingar segja að viða séu svo mitolar skemdir á braut- um viðsvegar, að það verði ekki hægt að ráða bót á því, það verði beinlinis að byggja mikið af því upp að nýju, og það taki fleiri ár,* 1 * og ærna peninga til að fá því komið í verfc. Með byrjun febrúar batnaði aftur tíðarfarið, svo nú er alt að komast í lag aftur hér í borginni og allur snjór farinn. Á þessu sést að við höfum haft nokkuð að segja af þessu óvana- lega illvðris kafla sem hefur gengið yfir alt landið, þó það hafi viða verið mikið erviðara en hér um slóðir. Félagslifið hefur verið fjörugt, margar samfcomur verið haldnar. Þann 14. Október hafði Islenzka Lút. kvenfélagið “Thanksgiving Turkey supper” og skemtisam- fcomu í veislusal Dönsku kirk- junnar á Burns stræti og 19th. Ave. Var þessi samfcoma mjög vél sótt. Eftir að allir höfðu mat- ast, setti samkomustjórinn Dr. H. Sigmar samkomuna með stuttri og viðeingandi rædu. Fyrstur á skemtiskranni var úngur söng- maður sem ekki hefir áður tekið þátt í samkomum okkar, sem söng þrjá einsöngva, var það Mr. Glen Hjálmarson. Er hann ný- lega kominn hingað vestur frá Saskatoon, Sask. Hefur Mr. Hjál- marson fengið mikið orð á sig sem söngmaður. Var honum veitt gullmedalda fyrir söng á söng- samkepni, sem hann tók þátt 1, í Saskatoon fyrir nokkru síðan. Næst á skemtis'kránni V^r ung söngkona, Miss Margrét Sigmar, sem söng þrjár solos. Var þeim báðum tekið með fjörugu lófa- klappi. Miss Sigmar er nýkomin hingað vestur frá Winnipeg, með foreldrum sínum. Hún er bróð- urdóttir Dr. Sigmars. Hefir þessi unga stúlka sérstafclega mikla hæfileika sem söngkona. Hún heldur hér áfram námi hjá fræg- um söngkennurum hér í borg- inni. Það er óhætt að geta þess til, að það sé ósk okkar allra, að fá sem oftast tækifæri til að hlusta á söng þessara ungmenna. Mr. G. F. Gíslason og Mrs. Anna K. Mathiasson, sem voru kjörin erindrekar héðan á síð- asta kirkjuþing, skýrðu frá þvá helzta sem var þar á dagskrá. Var þeim gefinn góður rómur af samkomugestunum. Aðal ræðan á þessari sam- fcomu, var flutt af skáldkonunni víðfrægu Mrs. Jákobínu Johnson frá Seattle. Talaði hún fyrst á Yfirlit yfir starf Norræna fé- lagsins á árinu, eftir Guðlaug Rósinkranz ritara þess, rekur lestina, og nokkur orð um þá höfunda, sem lesendum ritsins munu lítt kunnir áður. Auk formanns og dtara, sem þegar hafa verið nefndir, skipa þessir stjórnarnefnd Norræna fé- lagsins: Jón Eyþórsson, veður- fræðingur; Páll Isólfsson, tón- skáld, og Vilhjálmur Þ. Gíslason, skólastjóri. Hafi þeir og samherjar þeirra, en féilagsmenn eru nú nær 1200 talsins, heilir að verki verið, og megi hópur þeirra manna og kvenna, sem þar leggja hönd að mikilvægu menningarstarfi, fara vaxandi. ensku, og svo á íslenzku, og las hún þá upp nokkuð af kvæðum sínum. Var henni fagnað með dynjandi lófataki. Mrs. Johnson átti heima í Winnipeg og máske viíðar í Manitoba um eitt skeið, svo hún á hér rnarga vini frá þeim árum, sem eru nú búsettir hér í Vancouver, og voru margir af þeim þar til staðar til að fagna henni. Seinast voru sungnir margir alkunnir söngvar bæði á ensku og íslenzku, sem allir tófcu 'þátt í sem gátu. Stjórnaði Mrs. Dr. P. Guttormson því í fjær- veru söngstjórans. Mrs. Lillian H. Sumarlidason aðstoðaði við hljóðfærið. Þann 27. nóvember hélt lút- erska kvenfélagið sitt “Annuai Fall Bazaar” í fundarsal dönsku Ikirkjunnar. Höfðu konurnar þar öll kynstur af hannyrðum til að selja og virtist það alt ganga vei út. Veitingar voru seldar á staðnum. Kvenfélagið “Sólskin” hafði sfcemtisamkomu þann 13. nóv- ember í svenska samkomusaln- um á Clank Drive og Hastings. Var þessi samkoma haldin til arðs fyrir íslenzka elliheimilið i Vancouver. Þessi samkoma var hin myndarlegasta í alla staði og mjög góð aðsókn. Á skemti- sfcránni var bæði voca'l og instru- mental music, og upplestur af Mr. Thorhalli Arngrímson, piano solo by Mrs. Dorothy Lim- pax, A.T.C.A. Söngkonan ís- lenzka Mrs. Thora Thorsteinson Smith, L.R.S.M. söng nokfcra ein- söngva og lék piano solo. Miss Sheila Deemster gaf violin solo. Mr. G. F. Gíslason forseti eldi- heimilisnefndarinnar talaði fyrir þvá málefni og skoraði á fólk að styrkja það fyrirtæki bæði í orði og verki. Ymsir munir voru séldir þar við uppboð, og var upp- boðshaldarinn Stefán Eymunds- son. Seldist það alt fyrir hátt verð. Ágóðinn af þessari sam- komu var 256.00 sem hefir verið lagt í ellihemilissjóðinn. Mrs. Carl Frederickson forseti félags- ins stýrði samlkomunni. A for- setinn og allar félagskonur í “Sólskin” mikið þafcklæti skilið fyrir þessa myndarlegu sam- fcomu, og þá ræktarsemi, sem það félag hefir sýnt elliheimilis- málinu frá því fyrsta. “Sólskin” hefir áður lofast til að leggja $1000.00 úr sjóði sínum til fydr- tækisins. Hver vill gjöra betur? Þann 24. janúar var haldið samsæti í Peter Pan samkomu- salnum, til að heiðra þau hjón Mr. og Mrs. G. F. Gíslason. Var iþar fjöldi fól'ks samanfcominn. Dr. H. Sigmar stjórnaði samsæt- inu með sinni velþektu tækni við slík tækifæri. Auk samkomu- stjórans ávörpuðu heiðursgestina Mr. Frank Frederickson, M. Elíasson, Mrs. A. C. Orr og Mr. L. H. Thorlakson Þórður Kr. Kristjánsson flutti heiðursgest- unum kvæði. Til skemtunar söng íslenzka söngkonan Mrs. Thora Thorsteinson Smith nokkra einsöngva, og spilaði eins piano solo. Nofckrir enskir og íslenzkir söngvar voru sungnir undir stjórn Mr. L. H. Thorlak- son. Þá var heiðursgestunum af- hent “Silver Tea Set and Tray”, sem gjöf frá vinum þeirra og vel- unnurum, sem þar voru til stað- ar, sem mun hafa verið um tvö hundruð manns. Mr. Gíslason flutti þá vel viðeigand ræðu fyrir sig og konunnar hönd. Var svo dansað það sem eftir var kvölds- ins. Var þetta samsæti hið virðu- legasta og skemtilegasta sem landar hafa haldið hér fyrir slík tækifæri. Mr. G. F. Gíslason er mjög vel kyntur, og kemur mik- ið við sögu Islendinga, sérstak- lega hér á vesturströndinni. Hann hefir frá því fyrsta ætíð staðið í fremstu röð þeirra, sem mest og bezt hafa staðið fyrir kirkjulegum félagsskap á meðal Islendinga í Vancouver. Líka er hann formaður í Elliheimilis- nefndinni. Þegar saga íslend- inga hér á vesturströndinni verð- ur skráð, þá verður G. F. Gísla- son þar getið. Annars væri sú saga efcki öll sögð. Þjóðræknisdeildin “Ströndin” hélt ársfund sinn 27. janúar. Sýndu skýrs'lur embættismanna deildarinnar að félagið befir eitt hundrað meðlimi, og að fjárhag- ur félagsins er í góðu lagi. Em- bættismenn fyrir þetta ár voru kosnir: Ódinn Thomston, forseti; Sam. F. Samson, vara-forseti; S. B. Kristjánson, skrifari, Mrs. E. F. Hall vara-skrifari, O. B. Hávardson gjaldkeri og Marvin Arnason vara-gjaldkeri. Fulltrúi félagsins í Elliheimilisnefndinni var kosinn Mr. Ármann Björn- son, og fulltrúi fyrir “Ströndina” í Scandinavian Central Commit- tee var kosinn O. B. Hávardson. I nefndina til að sjá um bó'ka- safnið voru kosnir Stefán Arna- son, S. Guðmundson og Miss Gerda Christopherson. Mr. Einar Haralds var kosinn fulltrúi frá “Ströndinni” á næsta þjóðræknis þingi. Þann 20. febrúar hafa “Strönd- in” og “Sólskin” í sameiningu stofnað til tombólu og dans í Foresters Hall á Kingsway og Broadway. Á allur ágóði frá 'þessari sam'komu að ganga í Elliheimilissjóðinn. Vonandi er að landar sæki þessa samkomu vel, og með því að skemta sjálf- um sér vél, þá eru þeir jafn- framt að styrkja okkar mesta velferðarmálefni hér á vestur- ströndinni. Þann 7. febrúar hafði “The Scandinavian Central Commit- tee” sitt árlega “Midwinter Festi- val”, í Hastings Auditorium. Var þar samankominn mörg hundruð manns. Á skemtiskránni voru bæði vocal og instrumental music, ræður og dans. Það hafði verið áður auglýst að allur ágóði frá þessari samkomu verði skift á milli norsfcu, svensku og ís- lenzku elliheimilanna, sem er verið að stofna hér í Vancouver. Danir hafa komið upp sínu elli- heimili hér í Vancouver, sem er mjög myndarlegt og þeim til sóma. Það er fjöldi af fólki á ferð- inni hér sem kemur úr ýmsum áttum, og það er fæst af því sem maður verður var við. Nokkuð af þessu ferðafólki hefi eg orðið var við. Rétt fyrir jólin voru þau Mr. og Mrs. Sigurður Sigurdson verzlunarstjóri frá Calgary hér á ferðinni. Vou þau á heimleið frá Seattle þar sem Mr. Sigurd- son var að heimsækja bróður sihn Halldór Sigurdson, sem þar er búsettur. Mr. Sigurdson og frú hans voru nýlega komin til baka frá Islandi þar sem þau dvöldu í tvo mánuði sáðastliðið sumar. Var Mr. Sigurdsyni boð- ið að vera með okkur á “Strand- ar”-fundi og segja dkkur eitthvað af ferðalagi þeirra hjóna þar heima. Það gat ekki orðið neitt úr því, þau þurftu að vera kom- in heim til sín fyrir jólin. Um miðjan janúar var hér Mundy (Guðmundur) Johnson frá Seattle til að heimsækja kunningja og ættingja, sem hann á hér. Hann var nýkominn heim úr ieiðangri frá norðurströndum á Alaska þar sem hann var í þrjá mánuði síðastliðið sumar. Mundi er frændi minn og hélt mest til hjá mér meðan hann var hér um viku tíma. Sagði hann mér ýmis- legt þaðan, sem hann heyrði og sá þar. Skrifaði eg sumt af því niður, en það yrði of langt mál hér, að skýTa neitt frá því. Má- ske minnist eg á það seinna, þeg- ar eg hefi ekki eins mikið fyrir hendi til að rita um. I síðustu viku voru hér á ferð- inni Mr. og Mrs. Valgarður Guð- mundsson frá Seattle. I för með þeim voru Mr. Þórir Guðmund- son og Mrs. Lynn Thorfinnson frá Mountain, N. Dak. og Miss Margrét Sigmaf hjúkrunarkona frá Seattle. Var þetta fólk að heimsækja ættfólk sitt, sem hér er búsett. Nú er það alt horfið heim aftur. Mr. og Mrs. Þórður Ellison frá Gimli, Manitoba, hafa verið hér um tíma. Mrs. Ellison á hér systur og bróður, sem eru hér bú- sett, Mr. Guðmundur Anderson CLUB NEWS “Historical Sketches of Ice* landers in Winnipeg ’, was the topic of the lecture given by Mr- J. J. Bildfell, at the general meet- ing of the Icelandic Canadian Club, to a gathering of about one hundred, Monday, Feb. 17th. This very interesting talk bore evidence of thorough reseairch and excellent preparation. In proof of ite excellence it may by stated that several of the listeners intimated their desire to hear a sequel to it later on- The cluib is most grateful to Mr- Bildfell for his efforts. The next lecture in this serieS wil'l be given by Capt. W. Krist janson and is entitled: “Icelandic Pioneers in the Shoal Lake Dis* trict.” Time — March 17th at 9 p.m. Place — Free Press Board Room No. 2. A' short meeting preceded Mr- Bildfell’s lecture. A letter was read from Miss Snjolaug Sigurd- son in which she expressed her appreciation of the scholarship awarded to her recently. The fund is still open and is to be a source of seholarships for other worthy students as required. The proceeds of the Annual Cóncert were voted in aid of the fund. Mr. P. Bardal reported tihat his committee 'had met with 3 committee from the Icelandic National League, whose mem- bers agreed to present at the convention being held this week» a concrete proposal in connec- tion with building a community hall. The dlub is most anxious to co-operate in this project sh-ruld it be launöhed. Mrs. Danielson brought out two points of interest to chib members: 1. She had received 3 letter from a young university student in Iceland who wishes for correspondents here, who may write in English or Iœ landic. His address is: Stud. Jur- Jón ísberg, Gamla Garði, Reykja- vík, Icel. 2. She had received 3 cheque from Prof. Oskar Linden, Sweden, to cover the cost of 3 copy of “Iceland’s Thousand Years” and also subscription to the Icelandic Canadian Magazine- Two new mem’bers joined the Club at this meeting: Miss Gerð3 Narfason and Miss Sólrún John- son. L. M. Guttormsson, Secretary' og Mrs. J. E. Einarson. Mr. og Mrs. Ellison lögðu á stað hetfn- leiðis þann 10. febrúar. . Mr. G. S. Berg er kominn tn baka frá Winnipæg og Girnli, þal sem hann dvaldi um mánaðar tíma um jólaleytið. Mr. Berg átt1 Ireima á þeim slóðum um langt skeið og er þar margt af skyM' fólki hans búsett. Honum þótt1 Kári blása þar oft kalt þerrnan tíma sem hann var þar. Mr. Berg er nú til heimiKs hér í Vancou- ver- , K Elliheimilismálinu fer nu ao miða áfr am úr þessu. Á almenna fundinum, sem haldinn var um I )að málefni, voru allir sammál'3 um það, að halda áfram og drífa það, sem fyrst ti'l verulegra fram' kvæmda. Úr elliheimilisnesfnd' inni gengu tveir, sem áttu þar sæti síðastliðið ár. Þeir Mr. L. H- Thorlakson, sem bað um að ver3 laus við það, hann ætti of ann' ríkt í stöðu sinni, til að geta sinn því sem skyldi, og Magnús E-liaS' son. 1 þeirra stað voru kosnir Eiríkur F. Hall og O. W. Johnsom Mr. Ófeigur Sigurðsson lofaði a gefa $500.00 til ElIis'heimilisinS' og skoraði á nefndina að láta meira til sín taka í því málefn1 hér eftir en hingað til. Var þa° álit fundarins að ráðlegast vaeri að finna sem flesta Islendinga persónulega og sjá hvað hver o einn vildi styrkja þetta fyrirtækn Var nefndinni gefið vald til 3 fá í lið með sér eins marga ng hún áliti nauðsynlegt, til að get3 komið þessu í verk sem fyrs • Nú er vonandi að fólkið * tak þessum erindrekum vel er þeir koma í kring, og láti þá ekki snuðferð. S. Guðmundsson. «

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.