Lögberg - 26.02.1947, Page 4

Lögberg - 26.02.1947, Page 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. FEBRÚAR, 1947 0 --------iogberg —— Geflð öt hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Eargent Ave., Winnipeg, Manirtoba UtanfLskrift ritstjórana: EDITOR LfVGBERG 595 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Rltstjóri: EINAR P. JÓNSSON Ver8 $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg" is printed and publinhed by Th* Coiumbia Press, Límited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manltoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Dept., Ottawa. PHONE il 806 * Arskýrsla forseta flutt á þingi Þjóðræknisfélags íslend- inga í Vesturheimi, í Winnipeg, Man., 24. febrúar, 1947. af séra Valdimar J Eylands. Háttvirtu fulltrúar og þinggestir: Eg leyfi mér að bjóða yður velkomna á þetta, hið 28. ársþing Þjóðræknisfé- lags íslendinga í Vesturheimi. Megi góð samvinna takast með oss á þingi þessu, og gifta fylgja störfum vorum. Frá því er vér komum síðast saman til þings, er annað ár liðið í skaut ald- anna. Það var ár, sem í upphafi lofaði miklu, en er því lauk hafði það efnt fátt af fyrirheitum sínum, að því er snertir viðskifti þjóðanna innbyrðis, og farsæl- lega úrlausn heimsmálanna. Yfirleitt var árið róstusamt, eins og jafnan vill verða eftir öll heimsstríð. Hvað stjórn málin snertir hefir aðaleinkenni ársins verið togstreita heimsveldanna um góz og gæði hinna yfirunnu landa, og að því er talið er, viðleitni til að tryggja frið- inn. Það hefir verið ár þjáninga, hung- urs og dauða, fyrir fleiri menn, en eink- um þó konur og börn en nokkurntíma verður tölu á komið. Sigursælu þjóðirn- ar, sem heimtuðu og fengu fullkomna uppgjöf óvinaþjóðanna, hafa að því er virðist, ekki verið þess umkomnar að mæta þeirri ábyrgð, sem þeirri uppgjöf og sigri þeirra var samfara. Hefir þetta stafað að nokkru leyti af getuleysi þeirra sjálfra, samtakaleysi sín á milli, og van- trausts hver á annari. Á þessu ári hafa menn víðsvegar um heim, svo sem í Pól- landi, Eystrasaltslöndunum, Austurríki, Ungverjalandi, Palestínu, og jafnvel hér á Kyrrahafsströndinni og víðar, liðið sárar þjáningar fyrir þjóðerni sitt. Á þessu ári hefir það einnig sannast, svo sem sjaldan áður í sögunni, að syndir feðranna koma niður á bömunum. Menn njóta þess eða gjalda, hverjir voru for- feður þeirra, eiginleika þeirra og verkn- aðar. EJn þrátt fyrir allar hörmungar árs- ins, hungur og harðræði, verkföll og vá- gesti ýmiskonar hefir fólki voru, í borg- um og bygðum, svo-vítt sem vitað er, liðið vel. Vonandi er það ekki ofmælt að segja að svo lítur út sem vér Islend- ingar, beggja megin hafsins, séum eftir- iætisbörn forsjónarinnar. Vissulega hefir ættland vort notið sérstæðrar hamingju og hagsældar nú hin síðari ár. Er það oss öllum sem þangað rekjum ættir vorar hið mesta gleðiefni. Hvað oss sjálfa snertir finnum vér til þess á margan hátt, að það er gott að vera Is- lendingur, eða af íslenzku bergi brotinn. Sem þjóðarbrot búum vér hér við hag- sæld, og njótum virðingar og álits flestra góðra manna. Samtímis því sem minni hluta þjóðarbrot í ýmsum löndum, sæta grimmum ofsóknum vegna uppruna síns, njótum vér þess að vér erum ís- lenzkrar ættar. Er sú afstaða þjóð- flokkanna sem vér dveljum með, ekki svo mjög að þakka afrekum sjálfra vor, eins og það er ávöxtur af iðni og mann- dómi þeirrar kynslóðar á meðal vor, sem nú er óðum að hníga til moldar. Erfðalögmálið vinnur oss þannig' í vil, þar sem það er öðrum til hins mesta ó- láns. Ættum vér þá ekki að þakka for- sjóninni fyrir þessa sérstöðu sem vér njótum, og leggja meiri rækt en nokkru sinni fyr við arfinn góða. sem hefir reynst oss svo heilla drjúgur? Með komu i yðar á þetta þing tel eg að þér hafið goldið þeirri spurningu já-yrði yöar. Þessa daga helgum vér því hugöar- efnum vorum sem íslendingar. Kjör- löndum vorum, og framtíðarlöndum barna vorra vottum vér að sjálfsögðu alla þegnhollustu, nú sem ávalt. Vér vinnum þeim löndum, svo sem eðlilegt er, flesta daga ársins, og áranna. Vér fögnum því að Bandaríkin og Canada njóta nú meira álits og virðingar um veröld alla, en nokkru sinni fyr. Vér, sem dveljum hér í Canada erum stoltir af því að land vort og þjóð hefir nú náð lögaldri. Upp frá þessu verða þeir sem gerast borgarar hér í landi ekki lengur skráðir sem “brezkir þegnar” eingöngu, heldur canadiskir borgarar. Einn af fræðimönnum vorum, Walter J. Lindal dómari, hefir fyrstur manna skrifað bók um canadisk borgararéttindi. Hefir bók sú hlotið góða dóma. Er oss það gleði- efni að hann hefir þannig vakið eftir- tekt á þjóðflokki sínum og sjálfum sér með bók þessari. á þessu þingi minnumst vér þess að stór skörð hafa víða orðið í fylkingu starfsmanna vorra. Verða þau flest vandfylt. Eftir upplýsingum sem eg hefi fengið hjá hr. Guðmanni Levy, fjármála- ritara félagsins, hafa þessir meðíimir látist á árinu: I Winnipeg: Sigurbjörn Sigurjónsson, Sigtryggur Ágústsson, Mrs. Guðrún Finnsdóttir Johnson, Mrs. Ásta Hallson, Arnljótur Olson. I Selkirk: Klemens Jónasson, Ólafur Ólafsson, Kristján Pálsson. I Grafton, N.D.: Ingi Pálsson. I Edinburg, N.D.: Sveinn John- son. I Reykjavík, Man.: Ingvar Gíslason og Mrs. Gíslason, og í Wynyard, Sask.: Jón Jóhannsson. Sveinn Árnason, San Diego; Þorleifur Pétursson, Church- bridge, Jón Sigurdson, Cranberry Lake, B.C. Carl Friðriksson, Vancouver, B.C. Próf. Sveinbjörn Johnson, Chicago. Mrs. Kristjana Johannsson, Glenboro. Jón Arngrímsson, Mozart. Jón ESnarsson, Lundar. Chris. Johnson, Duluth, Minn. Að því er snertir starfsmál félagsins á árinu er þess að geta að framkvæmd- arnefndin hefir haft 10 fundi. Hefir hún haft til meðferðar, og leitast við eftir mætti að greiða úr þeim málum, sem fallið hafa í verkahring hennar. Vil eg nú þakka nefndinni fyrir lipra og ágæta samvinnu, og þá einnig fyrverandi for- seta, Dr. Beck fyrir þann vakandi áhuga sem hann hefir sýnt á málum félagsins nú sem fyr. Auk þess sem hann tók þátt í útbreiðsluferð framkvæmdarnefndar, sem síðar verður skýrt frá, afhenti hann dr. John C. West, forseta ríkisháskólans í Norður Dakota heiðursfélaga skírteini sitt af félagsins hálfu, og flutti ræðu við það tækifæri. Einnig átti hann hlut að því samkvæmt tilmælum forseta, að kveðjur þess voru fluttar við jarðarför prófessor Sveinbjörns Johnson. Þá flutti dr. Beck á árinu ræður um íslenzk efni, á íslenzku og ensku, bæði í Mani- toba, Norður Dakota, og víðar í Banda- ríkjunum, og ritaði um þau efni, meðal annars all-ítarlega yfirlitsgrein um ís- lenzkar bókmentir að fornu og nýju í allsherjar rit um heimsbókmentirnar (Encyclopedia of Literature) sem út kom í New York síðastliðið haust. Elins og margoft og maklega hefir verið bent á, stendur félagið og Vestur-íslending- ar í mikilli þakkarskuld við dr. Beck fyrir áhuga hans og iðjusemi að því að útbreiða þekkingu á íslenzkum málum og menningu meðal manna hér vestra. Er oss það gleðiefni að hann sá sér fært að sækja þetta þing, og bjóðum við hann sérstaklega velkominn. Forseti félagsins hefir flutt mál þess í opinberum erindum í Minneota, Minn., Gimli, Árborg, og vestur við Kyrrahaf, í Vancouver og Blaine, Wash. Á síðar- nefnda staðnum var honum boðið að flytja aðalræðuna á þjóðminningardegi þeirra Vancouver og Blaine búa, sem haldinn var við Friðarbogann í Blaine, 28. júlí s.l. Ásamt öðru bygðarfólki í Blaine hélt deildin “Aldan” þar í bæ, honum og frú hans samsæti, og var for- seti ávarpaður fyrir deildarinnar hönd af fyrverandi forseta félagsins, og nú heiðursfélaga þess, séra Albert Krist- jánssyni. Virðist þjóðræknismeðvitund þeirra strandabúa vera vel vakandi, enda er þar margt sem minnir á Ísland, en um þau héruð komst prófessor Árni Pálsson svo að orði fyrir nokkrum ár- um, að þar væri ísland með viðbót. Vara- forseti, séra Philip Pétursson, flutti kveðju frá félaginu í fjarveru forseta á íslendingadagshátíðinni á Gimli, s.l. sumar, og víðar mun hann hafa túlkað málstað þess við ýms tæbifæri. Ferð til Hayland og Lundar Um undanfarin ár hafði það oft verið ráðgert að ein'hverjir úr stjórnarnefnd félagsins tækjust ferð á hendur norður til Lundar og ef til vill annara staða, lengra norður með Manitobavatni, þeirra erinda, að reyna að stofna deildir þar. Fyrir ýmsar ástæður varð þó ekki af þessu þar til á s.l. hausti, er séra Egill H. Fáfnis, varaféhirðir félagsins tók nokkra menn upp á sinn eigin eik, sem var spánýr og forkunnar fagur Dodge bíll, og keyrði þá áleiðis norður. Nam hringferðin heiman að og heim til prestsins rvimlega 450 mólum. 1 ferðinni voru' auk forseta, og fyrnefnds vara-gjald- kera, þeir dr. Ricþard Beck, fyr- verandi forseti, séra Halldór E. Johnson, skrifari félagsins, og Gunnar Erlendsson, sem var söngstjóri fararinnar. Skrifar- inn, séra HaMdór, hefir skrifað glögga og skemtilega frásögu um þessa ferð í Heimskringlu; skal eg því ekki fara út í það mál um- fram það, að segja að oss var tek- ið frábærlega vel allstaðar. Tvær samkomur voru haldnar, sú fyrri á Hayland Hall, 17. september, og á Lundar næsta dag. Á Hay- land HaM innrituðust 23 nýir meðlimir í félagið, og tjáðu sig reiðubúna að mynda þar deild, en á Lundar var deild mynduð með 34 meðlimum, og mun sú tala 'hafa aukist nokkuð síðan fyrir ötuila framgöngu skrifara sem var kosinn formaður deild- arinnar. Að öðru leyti en þessu mun tala deilda standa í stað frá því sem var fyrir ári síðan, en um starfsemi þeirra munu skýrslur þær, sem væntanlega verða bom- ar fram á þinginu bera vott. Útbreiðslumál — Frœðslumál Aðalstoðirnar, sem standa und- ir félagsskap vorum í nútíð og framtíð eru tvö mál: útbreiðslu- málin og fræðslumálin. Þau standa svo þétt saman og eru svo náskyld að erfitt er að greina á milli þeirra. Það kemur ekki að tilætluðum notum að ferðast um bygðir og stofna deildir, nema að eitthvað komi á eftir, nema fræðsla fylgi. Ekki er heldur hægt að stofna deildir nema á undan fari nokkur upplýsingar- starfsemi. Tilgangur þess að mynda deildir, er að sjálfsögðu sá, að þær beiti sér fyrir fræðslu- starfseminni 'hver í sinni sveit. Þetta hafa þær lika gert eftir beztu getu með stofnun og við- haldi íslenzku skólanna, með samkomuhöldum og á annan hátt. En eins og á stendur hjá oss, þar sem allir em'bættismenn félagsins eru störfum hlaðnir, er þess ekki að vænta að stjórnar- nefndin geti haft veruleg afskifti af fræðslustarfsemi deilda fé- lagsins. Það er ljóst, af ýmsum ummerkjum, að deildirnar eiga í þessum efnum við mikla og vax- andi erfiðleika að striða. Kemur þetta einna ljósast fram í sam- bandi við laugardagsskólana. Þeir eru sumstaðar á fallanda fæti, annarstaðar eru þeir hættir starfrækslú, og þar sem þeir enn eru starfandi eru þeir ekki sóttir neitt nálægt því sem vera ætti. Svo er það til dæmis hér í Winni- peg, og nýtur þó skóli vor hér ágætra kenslukrafta eins og á fyrri árum, undir stjóm frú Ingi- bjargar Jónsson. Stjórnarnéfnd- in hefir ekki horft blindum aug- um 'á þessar kringumstæður. Henni er það ljóst að þessi mál eru hjartapunkturinn í starfi voru og framtíð félagsins. Hefir stjórnarnefndin rætt þetta ítar- lega á fundum sínum og komist að þeirri niðurstöðu að óumflýj- anlegt sé að félagið ráði fræðslu- málastjóra með fullum launum, fyrir a. m. 'k. þriggja mánaða bil ár hvert og helzt fyrir alt árið. Hugmyndin er að sú persóna, sem til þessa starfs kynni að véljast, ferðist um bygðirnar, hjálpi til með kennaraval, og skipulagningu á skólunum, og annist önnur fræðslustörf, eftir því sem ástæður leyfa. Vil eg nú benda þinginu á þetta mál, sem eitt hið þýðingarmesta, sem til umræðu kann að koma hjá oss nú. Eg get ekki betur séð, en að á meðferð þingsins á fræðslu og útbreiðslumálunum felist svar vort við spumingunni: Eigum vér að hætta við, eða halda á- fram að vera Islendingar í þessu landi? í sambandi við fræðslumálin vil eg geta um nýja aðferð, sem nú er farin að tíðkast í ýmsum háskólum og öðrum mentastofn- unum í samibandi við kenzlu og nám tungumála. A eg þar við “Linguaphone for Languages" námsskeið. Þessi nýja aðferð er í því fólgin að kenna málin með grammofónplötum, sem færustu málsnillingar hinna ýmsu landa tala í. Þannig löguð námsskeið hafa nú verið undirbúin í flest- um aðal tungumálum Evrópu, og þykja hafa gefist vel. Hugmyndin um að fá slí'ka tilraun gerða með íslenzku, vaknaði hjá mér við það að hlusta á “Óðinn til ársins 1944” sem Eggert Stefánsson söngvari flutti, er hann var hér vestra, og talaði seinna inn í hljómplötu í New York. Fer þar saman snildarlegt mál og fram- burður Hefi eg séð þess getið að þessi plata sé nú notuð í ýmsum skólum á íslandi til að kenna börnum og unglingum framiburð móðurmálsins. Eg gerði fyrir- spurn í MontreaJ, þar sem “Linguophone Institute of Can- ada” hefir bækistöðvar sínar, hvort kostur mundi á að fá kenzlu í íslenzku tekna upp á plötur. Þeir’ vísuðu mér tif London. En í millitíðinni frétti eg að þetta námsskeið væri vel á veg komið. Stefán Einarson, prófessor í Baltimore hefir verið að vinna að þessu með fleirum. Kvað nú vera búið að tala á flest- ar plöturnar, eitthvað um 30 að tölu. Hefir það verk verið leyst af hendi af sérstökum fagmönn- um á Islandi, og svo prófessor Stefáni sjálfum. Nú hvað vera eftir að semja málfræðilegar s'kýringar við textana, og svo orðasafn. Vonandi verður þessu starfi lokið á þessu ári. Þetta námsskeið er auðvitað miðað við byrjendur. I öðrum málum, sem þegar hafa verið numin á þennan hátt eignast menn orðaforða, sem nemur um 3000 orðum, sem er langt umfram það, sem nota þarf í venjulegri umgengni við fól'k. Á þennan hátt læra menn að tala rétt, hér hjálpast að bæði sjón og heyrn, að pví viðbættu að efninu er þannig raðað að nem- andinn færist frá hinu einfalda til hins f jölbreyttara eftir föstum reglum, sem gefa hinn bezta árangur, sem hægt er að fá við slí'kt nám. Eg segi frá þessu vegna þess að eg tel þetta mikils- verðar nýjimgar, og eg hefi þá trú að þessi aðferð geti orðið oss til mikils gagns við íslenzkunám- ið hér vestra, bæði meðal sjálfra vor og annara, sem nema villja tungu vora. lcelandic Canadian Club The Icelandic Canadian Club hefir enn sem á fyrri árum hald- ið uppi merki íslenzkrar menn- ingar með hinum ens'kumælandx hluta þjóðahbrots vors, og öðrum, sem ihænst hafa að starfi þeirra. defir félagið látið endurprenta allstórt upplag af bókinni “Ice- land’s Thousand Years”. Einnig beitir það sér nú fyrir fyrirlestra- höldum um íslenzk-mál. I ár hefir félagið tekið til meðferð- ar menn og málefni úr vestur- íslenzkri menningarsögu. Er >að mjög vel til fallið, enda hef- ír þeirri viðleitni verið tekið vel af f jölda fólks Einnig starfrækir félagið skóla í íslenzku fyrir börn og fullorðna, undir leiðsögn frú Hólmfríðar Danielson. A árinu stofnaði félagið námssjóð til styrktar fól'ki af íslenzku ætterni sem skarar fram úr að náms- hæfileikum. Unfrþ Snjólaug Sig- urdson er fyrsti styrkþegi sjóðs- ins. Kennaraembætti í íslenzku við Manitoba háskólann. Ný hreyfing hefir hafist á ár- inu í þá átt að hefjast nú handa um stofnun kennarastóls í ís- lenzku og íslenzkum fræðum við háskólann í Manitoba. Glöggar ritgjörðir um málið birtust í jóla- hefti Icelandic Canadian, eftir þá Dr. P. H. T. Thorlaksson, og Walter J. Lindal dómara. Voru greinar þessar þýddar og birtar í báðum vikublöðunum íslenzku. Einnig hefir Einar Páll Jónsson skrifað rækilega ritstjórnargrein um málið í Lögberg. Þetta mál er ekki nýtt. I ársskýrslu sinni til þingsins árið 1925 mælti þá- verandi forseti, séra Albert Krist- jánsson á þessa leið í sambandi við umræður um íslenzkukenslu yfirleitt: “En því megum vér aldrei gleyma, í sambandi við þetta mál, að engu verulegu tak- marki er náð fyr en vér höfum fengið fullkominn kennara við háskólann og framtíð þess em- bættis trygða Það krefur máske erfiðis og tíma, og ef til vill f jár- framlaga, en þetta er það mál, sem öll vor þjóðræknisviðleitni í þessu landi hvdlir á, þegar fram líða stundir.” Bráðaþirgðanefnd, Skipuð fulltrúum hinna ýmsu fé- laga íslendinga hér í borginni hefir fyrri hluta vetrarins setið nokkra fundi til að ræða þetta m'ál, og leitast við að leggja undirstöðurnar að almennri sam- vinnu og samtökum um málið. Hefir sú nefnd ekki enn lokið störfum sínum. 1 fyrra fól þingið stjórnarnefndinni með þingsá- lyktunar tillögu “að Ijá þessu máli lið sitt á hvern þann hátt, sem henni er unt, í samráði við formælendur þess.” I anda þeirrar sarriþyktar hafa þeir for- seti, vara-forseti, séra Philip Pét- ursson, og gjaldkeri, Grettir kon- súll Jóhannsson. setið fundi bráðabyrgðamefndar þessarar, og er forseti félagsins nú sem stendur fonmaður 'hennar. Vænt- anlega verður þetta mál tekið á dagskrá þingsins. Samvinnumál við lsland. Samvinnumál við Island hafa verið á dagskrá Þjóðræknisfé- lagsins frá upphafi, og mun svo verða til vertíða^ loka þess, ef að líkum lætur. A þessari samvinnu höfum vér grætt í liðinni tíð, og þaðan mun oss enn koma styrkur í framtíðinni, éf vér höldum rétt á málum. Þessi samvinna er margþætt. Hér verður fyrst get- ið um gagnkvæmar gestaikomur. ^amgöngur milli íslands og Vestunheims virðast hafa verið fjörugar á árinu, og gestagangur óvenjulega mikill. Um þessa, sem vestur hafa komið á árinu, er oss kunnugt, enda hafa þeir allir komið hingað til Winnipeg, og dvalið hér um lengri eða skemri tíma: Guðmundur Hlíð- dail, póst og símamálastjóri Is- lands; Jónas Thonbergsson, út- varpsstjóiri, Ingólfur læknir Gíslason og frú Oddný, hinir á- gætu fulltrúa Islands á þinginu i fyrra; Arni Bjamarson, útgef- andi og flugskólastjóri á Akur- eyri, Guðmundur Jónsson söngv- ari, sem hér var staddur í surnar er leið á vegum Islendingadags- nefndarinnar. I nóvembermánuði í haust er leið kom hingað norður í sveitir vorar hin glæsillega fjörutíu manna söngsveit, Karlakór Reykjavíkur. Á söngför sinni um meginland Norður-Ameríku hélt kórinn alls 56 hljómleika, fyrir 96.500 áheyrendum, og telst þannig til að 1720 ’mánns hafi að meðaltali sótt hvem hljómleik. Fimrn þessara ihljómleika voru haldnir á slóðum Vestur-Islend- inga, þrír í Dakota, og tveir hér í Winnipeg. Deildin “Báran” á Mountain, stóð fyrir samsæti á Garðar, og hljómleikum í Cava- ier. Hér í Winnipeg stóð stjóm- arnefndin fyrir viðtökunum; var sérstök móttökunefnd kosin, mynduð af þeim Arna G. Eggert- son, K.C., séra Philip Pétursson, Gretti L. Johannson, Guðmanni Levy, forseta, og auk þess af (Framh á bls. 7)

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.