Lögberg - 26.02.1947, Page 6

Lögberg - 26.02.1947, Page 6
6 (Ensk saga) HVER VAR ERFINGINN? G. E. EYFÖRD, þýddi “Eg kom frá London,” svaraði hann, “og fór með járnbrautinni þangað, og ætlaði mér svo að ganga til Mörkdal þaðan, en — svo leit hann brosandi á Mr. Nichols, sem sat með hendurnar á hnjám'sér og starði áhyggjufullur inn í eldinn, “en það er auðveldara að tala um slíkan göngutúr, en að komast þá leið, eða hvað heldur þú?” og sneri sér að Mr. Nichols. Mr. Nichols tók ekkert undir það, hann virtist ekki einu sinni heyra hvað hann sagði. “Eg get ekki skilið í hvernig á því stóð, að eg skyldi villasf. Eg stanzaði við kolabrenslumanns kofa og tók göt- una, sem lá til vinstri,” sagði hann. “Til hægri,” sagði Mr. Nichols. “Sagðir þú til hægri? Þú hefi eg hlotið að misskilja þig Hvernig svo sem það er, tók eg ranga götu. og geklc og gekk, þangaö til eg kom hingað aftur. Það var lán fyrir mig, en mér þykir ó- sköj) mikið fyrir því að eg hagaði mér svo ofbeldislega. Eg var soltinn eins og hundur, það er eins satt og eg sit hér.” “Ætlarðu þér að dvelja nokkuð í Mörkdal?” spurði konan, “það er dautt og leiðinlegt þorp.” Hann hristi höfuðið. “Nei,” svaraði hann. “Eg ætlaði mér að fara með járnbrautinni þaðan til herragarðsins Wood Castle. Veistu hvar það er?” “Nei,” svaraði hún. “Eg býst ekki við því,” sagði hann, þaö er býsna langt héðan; það er fallegt þar. Eg á skyldmenni þar; eg heiti Fred Hamilton, og eg er á leið í heimsókn til Arthur Lemonte.” Mr. Nichols þaut upp sem örskot og velti um stólnum, sem hann sat á. Hann varð náfölur í andliti og titraði af geðs- hræringu. Hann leit heiftarlega á Mr. Hamilton, eins og hann vildi eta hann upp. Mr. Hamilton horfði undrandi á hann. “Hvað hefir nú komið fyrir aftur,” hugsaði hann. Mr. Nichols virtist að eiga í ströngu stríði við sjálfan sig með að halda hinni æstu geðshræringu sem greip hann í skefjum. “Nei, eg þarf að fá mér eldspýtur til að kveikja í pípunni minni,” sagði hann. Svo fór hann þangað sem hann hafði setið við gluggann, og sagði: “Dora það er langt áliðið kvölds; það er bezt að þú farir upp í herbergi þitt til að sofa.” Hún stóð upp og kysti foreldra sína; svo rétti hún Hamilton hendina, sem stóð upp úr sæti sínu og horfði með að- dáun á hana. En áður en þau gætu tekið höndum sanián, gekk Mr. Nichols millum þeirra og gaf Doru vísbendingu með augunum, að fara strax upp til herbergis síns, og benti Hamilton með hendinni að færa sig yfir á stólinn, sem Dora hafði setið á. 3. Kafli. Hafi maður, eftir langa göngu borð- að góðan kvöldverð, þá verður honum rótt á eftir. Það var auðséð á Mr. Hamil- ton, að hann fór að syfja eftir kvöld- verðinn; hann geispaði og teygði úr sér, eins og hann væri uppgefinn af þreytu; og það svo, að hann bað Mr. Nichols ekki að gera sér grein fyrir því, hvers- vegna hann mátti ekki taka í hendina á Dora, er hann bauð henni góða nótt. Hann sofnaði þar sem hann sat; gleymdi sjálfum sér og öllu, og valt síð- ast um með stólinn, sem hann sat á. Þegar hann opnaði augun, sá hann Mr. Nichols sitja þar einsamlan. Mæðgurn- ar voru famar; Mr. Nichols leit út, eins og hann vissi ekki að ferðamaðurinn. var í stofunni. Hamilton stóð strax upp, og afsak- aði, að hann hefði verið orðinn svo þreyttur að hanri hefði ekki getað hald- ið sér vakandi. Mér heyrist að þú vera að tala við einhvern, var það ekki?” Mr. Nichols bara leit á hann. “Þú ert víst þreyttur,” sagði hann. “Ja,” svaraði Mr Hamilton, “eg get LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. FEBRÚAR, 1947 %' varla haldið mér vakandi. Það stafar af óveðrinu sem eg var úti í.” Mr. Nichols stóð upp og tók ofan af hyllu samanbundin refaskinn, breiddi þau á gólfið, og lagði tvær sessur á þau þar sem þreytti maðurinn gæti hvílt höfuð sitt á; er hann hafði lokið þessu benti hann bara á þetta, svo Hamilton gat skilið, aö þetta var gjört fyrir hann. “Eg þakka þér kærlega fyrir þetta,” sagði ungi maðurinn; “mér þykir-vænt um að fá að hvíla mig ” “Þetta er svo sem ekkert fínt rúm”, sagði Nichols, en ungi maðurinn full- vissaði hann um, að hann gæti ekki hugsað sér neitt betra. “Eg held að eg hefði getað setið hvar helzt sem var og sofið í nótt,” sagði hann; “en rúm sem þetta þarna er nógu gott fyrir sjálfan konunginn. Hvaða ljómandi falleg skinn,” og hann rétti fram hendina til að bjóða honum góða nótt. Nichols leit á hendina, en tók ekki í hana; hann bara hristi höfuðið þung- lyndislega. “Viltu virkilega ekki taka í hendina á mér og segja góða nótt!” spurði Mr. Hamilton. “Er þetta ekki að vera of langrækinn; það er nærri því verra en að úthýsa mér; kanske að það hefði verið bezt, að eg hefði farið strax út í myrkrið og illviðrið, er eg kom hér!” “Nei”, sagi Nichols, “eg hefi ekkert á móti því að þú sért hér, þú ert velkom- inn, en eg get ekki tekið í hendina á þér. Góða nótt!” og hann gekk að stigan- um, sem lá upp til loftherbergjanna. En áður en hann steig upp í fyrstu tröpp- una, sneri hann sér við og leit yfir stof- una. “Sagðir þú, Arthur dómari Lamonte ’ væri föðurbróðir þinn?” “Nei, hann er ekki föðurbróðir minn. Það er ekki auðvelt að komast a$ því hreina um það, hvað við erum skyldir. Hann er skoplegur gamall náungi. Þekkir þú hann?” Nichols hristi bara höfuðið og leit upp í stigann. “Eg hélt það,” sagði Hamilton, “eftir því hvernig þú leist upp, er eg nefndi nafn hans. Hafirðu nokkuð ilt til hans að segja, þá er bezt að þú segir ekkert um það. Okkur kemur ekki sem bezt saman, en sökum framtíðarinnar verð eg að reyna að koma mér við hann. Mr. Nichols sneri sér við er hann heyrði þetta. “Eruð þið báðir grugg- ugir?” spurði hann, en Fred Hamilton var lagstur fyrir á irefaskinnunum, og steinsofnaður. Nichols gekk þvers yfir gólfið, og hélt á lampanum í hendinni, svo að hann gæti sem bezt virt andlit unga mannsins fyrir sér við liósbirtuna, þar sem hann lá steinsofandi. “Já,” tautaði Mr. Nichols fyrir munni sér, “það er sama andlitið — að minsta kosti mjög líkt. Þeir hafa andlit sem englar en djöfulleg hjörtu. Hver getur verið meining forlaganna með því, að senda hann hingað í kvöld?” Svars upp á slíkt spursmál var auð- vitað ekki að vænta neinsstaðar frá, og hann gekk upp stigann í alvarlegum hugsunum. Fred Hamilton steinsvaf alla nótt- ina, en er dagaði, fór hann að losa svefn- inn og fór að dreyma. Hann þóttist sjá daufa ljósbirtu í öðrum enda stofunnar, þar sem hann lá, og ljðsbirtan varð skærari og skærari, og rann saman í mynd, sem honurii þótti vera Dora. Honum fanst eins og hún kæmi svíf- andi til sín, þar sem hann lá, stanzaði við rúmið og hvíslaði nafn hans, meðan hún virti hann, brosandi fyrir sér, með ólýsanlegri umhyggju og huglátssemi. Hann reyndi að standa upp, en eins og vant er í draumi, gat hann hvorki hreyft hönd né fót. Svo fanst honum, sökum síns bjálparvana ástands, að hún beygja sig ofan að sér til að kyssa sig, en þá þrýsti sér einhver dökk vofa milli þeirra, hún reyndi hvað eftir annað aö beygja sig ofan að honum og kyssa hann, en í hvert sinn kom þessi svarta vofa milli þeirra, til þess að hindra hana. Honum fanst, að sá, sem vildi hindra hana frá að sýna sér ástaratlot, væri ekki Mr. Nichols, sem um kvöldið vildi halda henni frá honum eins mikið og hægt var, heldur að það væri einhver annar maður, sem hann hélt að hann þekti vel. í draumnum reyndi hann að gera alt, sem hann gat; til að hjálpa þessari ungu stúlku til að gera það sem hún ætlaði; en við það vaknaði hann og fann, að hann hafði oltið út af refaskinnun- um og lá á gólfinu. Hann var stirður eftir að hafa legið þarna, en draumurinn stóð honum svo lifandi fyrir hugskots- sjónum, að hann fór að litast um í her- berginu, en varð þess brátt var, að það var enginn þar; hvorki Dora né maður- inn, sem hafði sett sig á milli þeirra. Úti fyrir húsinu byrjuðu fuglarnir að syngja og fagna hinni upprennandi sól, og hann hafði enga löngun til að liggja lengur; hann stóð upp og hugsaði sig um hvað hann ætti nú að gera. Fred Hamilton var ekki sú tegund af hetju sem maður finnur ekki annars- staðar en í skáldsögum; þar eru sögu- hetjurnar gerðar næstum yfirmannleg- ar; nei hann vantaði því miður nrikið á það, og þó var hann reglulegt prúð- menni, hafði næma tilfinningu fyrir hegðun sinni. Eg held, að það bezta sem eg get gert, sé að fara héðan, sem eg er óvel- kominn, og það helzt áður en fólkið kemur á fætur. Húsbóndinn vísar mér kanske strax á dyr, eftir að eg hefi feng- ið morgunverð, og eg vil helzt fríja hann við það. Að ákveða og framkvæma var eitt og hið sama fyrir hann; hann gekk inn í næsta herbergi, þar sem enginn svaf, fór úr fötunum sem Nichols léði hon- um og fór í sín eigin.. Hann hengdi föt Nichols á krók í veggnum og refa- skinnin braut hann laglega saman og lagði þau á hilluna, þar sem þau höfðu verið. Það sem eftir hafði verið af brauðinu á borðinu, stakk hann í vasa sinn, til þess að borða það seinna. Svo stóð hann kyr ofurlitla stund. “Eg get þó ekki farið án þess að þakka fyrir mig og kveðja,” sagði hann við sjálfan sig. Hann hafði blýant og fann hreint pappírsblað, og á það skrifaði hann, eftirfarandi orð: “Kærar þakkir fyrir velvild þína, mér þykir mjög leiðinlegt að eg gerði þér ónæði og áhyggjur. Eg hefði ekki reynt til að komast inn í hús- ið„ ef eg hefði vitað að það var kvenfólk í því. Viltu gera svo vel og þiggja það sem hér er innan í lagt” — hann hikaði eitt augnablik og lét aftur í vasa sinn fimni dollara gullpening, sem hann ætl- aði fyrst að láta, svo bætti hann við — “fyrir konuna þ.ína.” í staðinn fyrir gull- peninginn lagði hann nú innan í bréfið gullhring, sem hann tók af litla fingri sínum. Hann hafði tekið eftir því að Mrs. Nichols hafði stórar hendur, en hringurinn lítill, svo hann var viss um að Dora fengi hann. Hann lagði bréfið á oststykki, sem var á borðinu, opnaði svo hægt hurðina, og lagði á stað. Honum leið ekki sem bezt; þegar maður Uggur í öllum fötunum alla nótt- ina, er það ávalt tilfellið, og á göngu sinni í gegnum skóginn fanst honum hq,nn vera stirður og þreyttur. Er hann hafði gengið hálfa aðra mílu, fanst hon- um, er hann sá stóra tjörn, að hann skyldi baða sig í vatninu til að fríska sig upp. Svo gæti hann eftir baðið etið sinn lítilf jörlega morgunmat. Er hann hafði baðað sig, stóð hann og þurkaði sig í sólskininu, því nú var sólin komin hátt á loft. Morguninn var yndislega fagur, en nokkuð heitt í veðr- inu. Hann settist svo í skugga undir stóru tré, tók svo sitt þurra brauðstykki og borðaði það með ánægju og lagði sig svo fyrir, með blautan hattinn sinn yfir auguin sér. Minningin um að hann hafði með ofbeldi þröngvað sér inn í hús Mr. Nichols flaug gegnum huga hans; en helzt hugsaði hann þó um hina fríðu Dora, og frá þeim hugsunum sofnaði hann. 4. Kafli. Hann gat vart fundið betri stað til að hvíla sig; fyrir f raman sig hafði hann hið fallega litla stöðuvatn, glansandi í sólskininu, umkringt fögrum viltum blómum og laufprúðum trjám; yfir höfði hans sungu fuglarnir í greinum trjánna. Loftið angaði af sterkum ilmi; allar plönturnar ilmuðu sætara eftir rigning- una kvöldið áður. Meðan hann lá þar, heyrði hann ann- an söng en fuglanna. Það var mjúk stúlkurödd. Fyrst veik, en eftir því sem hún nálægðist þar sem hann lá, heyrði hann sönginn betur og betur, þar til hann sá að síðustu að Dora kom út úr skóginum. Hún horfði fyrst á vatnið, en svo sá hún hvar sofandi maður lá undir tré. Henni brá lítilsháttar við, en af því hann svaf vildi hún ekki gera neinn hávaða; hún stóð þar, án þess að vita um hversu indæla mynd hún gerði. Sólin skein á andlit hennar og þykka hár, sem glansaði eins og gull. Hennar blómlegu, rauðu varir voru hálf opnar af undrun yfir því að að sjá manninn. Hún stóð þannig aðeins eina mínútu, svo langaði hana til að vita hver þessi sofandi mað- ur væri, hún gekk eitt eða tvö skr^f nær honum og virti hann nákvænriega fyrir sér. Hana hafði veriö að dreyma um hann alla nóttina, um hve myndarlegur og fríður hann væri; nú hafði hún betra tækifæri til að sjá hann, eins og hann var. Fyrir augum hennar, sem hafði séð svo fáa virkilega herramenn, lá hann nú sem eitthvað svo undra fag- ui't, sem hún hafði ekki áður getað hugs- að sér. Aldrei hafði neitt skáld komið henni í slíka hrifningu sem hann, þar sem hann lá fyrir fótum hennar. Hún dáðist að honum, hafði samhygð með honum, sem vakti ástar-tilfinningu í brjósti hennar, og sem skein úr augum hennar. Hvað hann hefir verið þreyttur, úr því hann hefir lagst hér til að hvíla sig, og svangur — hún vissi að hann hafði engan morgunverð borðað áður en hann fór. Hún hafði ekki séð hringinn né bréfið. ^ “Vesalings maðurinn,” sagöi hún, “hann er alveg náfölur í andlitinu og —!” En nú kom geitungur og ætlaði að setjast á andlit hans. Hún þorði ekki að reka óvættinn á brott af hræðslu við það, að hún mundi vekja manninn, en hún kraup niður og beið með kvíða eftir því hvað verða mundi. Loksins kom það, sem hún kveið fyrir — geitungurinn rendi sér niður og settist á varir mannsins. Þá rétti hún út héndina, og með lipurð og lægni gat hún hrakið óvættinn í burtu. En þrátt fyrir alla hennar varfærni snerti hendi hennar andlit hans, svo hann vaknaði og leit upp, og augu þeirra mættust. Sem snöggvast hreyföi hvorugt þeirra sig; hann vildi ekki skemma hinn sæla draum, sem hann hélt sig væri að dreyma; hún, vegna þess hvað hún var hrifin af augnatilliti hans; en það var- aði ekki lengi; hún stóð upp og fór til baka inn í skógar-búskann, sem hún kom út úr, er hún ætlaði ofan að stöðu- vatninu. Fred Hamilton sá nú, sér til nrikill- ar gleði, að þetta var ekki draumur, eiris og hann fyrst hélt, heldur virkilegleiki; hann stóð upp og horði á eftir henni; en um leið varð hann þess var að lítil karfa hafði verið skilin eftir hjá sér. “Stansaðu!” kallaði hann í mildum róm. Stansaðu sem snöggvast, þú hefir gleymt körfunni þinni!” Hún stansaði og leit til baka. Hann tók körfuna og hélt henni í hendi sér; hann vildi ekki hræða hana með því að fara með körfuna til hennar. Hann hafði aldrei á æfi sinni fundið til neins slíks, sem hann fann nú til. Mundi hún koma til baka, eða ekki? Forlög þeirra héngu eins og á þræði eitt augnablik — þá, hægt og hægt, feimnislega og litverp í andliti, kom hún til hans og tók við körfunni. “Því fórstu svo fljótt frá mér?” spurði hann í lágum róm. “Varstu hrædd um að eg mundi gera þér eitthvað ilt?” Hún brosti svo barnslega blítt að þessari spurningu, en þó alvarlega. “Gera mér eitthvað ilt?” svaraði hún. “Nei, því skyldi eg hugsa það?” og augu þeirra mættust í sakleysislegri undrun. “Nei, því skyldi eg gera þér ilt?” sagði hann; það komu snöggar litbreyt- ingar á andlit hans, og málrómur haps varð óstyrkur, af því hún horfði á hann með sínum fögru dökku augum. Mér hefði þótt mjög sá'rt hefðir þú farið strax í burtu, því eg vildi svo gjarnan geta þakkað þér fyrir þá velvild, sem þú sýndir mér í gærkvöldri” Hann var ó- ánægður við sig með þessi einföldu þakklætisorð, en það var eins og hann ætti bágt með að koma fvrir sig orði, eins og honum líkaði. “Það er ekkert að þakka mér fyrir,” sagði hún hagt. “Jú,” sagði liann. “Ef það hefið ekki verið þú”— en sví stansaði hann allt í einu, er hann hugsaði út í, að það væri rangt af sér að ásaka föður hennar fyrir viðtökurnar. “Eg hagaði mér fjarska illa,” sagði hann alvarlega, “og því miður geri eg það oft,” bætti hann við í alvarlegum róm — kanske í fyrsta sinn á æfinni, sem hann iðraðist þess af einlægni.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.