Lögberg - 13.03.1947, Síða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. MARZ, 1947
■'— 2.ogbcrg-------------------------
OefiÖ út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS, LIMITED
695 Eargent Ave., Winnipeg, Maniitoba
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG
>95 Sargrent Ave., Winnipeg, Man.
R. tstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram
The "Liögrberg-” is printed and published by
The Columbia Press, Limited, 695 Sargent
Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada.
Authorized as Second Class Mail,
Post Office Dept., Ottawa.
PHONE 21 804
Minningabrot úr
íslandsförinni 1946
Eftir EINAR P. JÓNSSON
Daginn eftir dvöldum við á Akureyri
og lituðumst nokkuð um í bænum. Poll-
urinn var lygn og fagurskygður, en yfir
Kaldbak og Súlum hvíldi draumrænn
virðuleiki, sem naumast verður í orðum
lýst. En sú geisibreyting, sem orðin er
á Akureyri frá því er eg síðast áður leit
bæinn í júnímánuði 1911! Þá var Akur-
eyri, þótt umhverfið væri að vísu hið
sama, eða réttara sagt umgerðin frá
náttúrunnar hendi töfrum slungin, í
raun og veru lítið þorp; nú er þarna ris-
in upp annrík verksmiðju- og verzlunar-
borg, er minnir að ýmsu á amerískan
hraða; allmargt fólk hitti eg í bænum,
sem eg þekti frá fornu fari, og sumt,
er dvalið hafði vestan hafs um lengri
eða skemmri tíma; við skoðuðum hina
svipmiklu Akureyrarkirkju, sem er lang
tilkomumesta kirkjan enn sem komið er
á öllu landinu; hún stendur upp á hæð,
og er þar allbratt upp að ganga, og liggja
að henni margar og breiðar steintröpp-
ur, en sjálf er kirkjan úr steinsteypu.
Guðjón Samúelsson, húsameistari rík-
isins, skýrði fyrir okkur byggingarstíl
kirkjunnar, en hún var, eins og vitað er,
reist að hans fyrirsögn: sóknarprestur-
inn, séra Friðrik Rafnar vígslubiskup,
sýndi okkur skrautgripi kirkjunnar, en
organisti safnaðarins, Björgvin tón-
skáld Guðmundsson, lék við mikla hrifn-
ingu nokkur lög á hið vandaða og tón-
styrka organ; þarna var engin prédikun
af mannsvörum flutt, þótt helgi þagnar-
innar væri í rauninni hin fegursta guðs-
þjónusta. v
Við skoðuðum hina stóru og fögru
listigarða uppi á brekkunni; er þar svo
mikill trjá- og blómagróður, að undrum
sætir; en til þess að ganga úr skugga
um slíkt, þurfa menn að sjá þetta með
eigin augum, því sjón er jafnan sögu
ríkari; uppi á brekkunni stendur menta-
skóli Akureyrar, ásamt gagnfræðaskól-
anum, en minnismerkl Matthíasar
skálds, sem stendur í nyrðri listigarð-
inum, setur mikilúðugan svip á um-
hverfið; enda verður Akureyrar naum-
ast svo minst, að Matthíasar verði það
ekki líka.
Langmesta viðskiptafyrirtæki Akur-
eyrar, er Kaupfélag EJyfirðinga, sem
starfrækt er í mörgum deildum; auk
hinnar miklu sölubúðar, starfrækir fé-
iagið Klæðaverksmiðjuna Gefjunni, skó-
fatnaðarverksmiðju,. mjólkursamsölu,
smjörlíkisgerð og ýmiskonar smærri
iðnað; ber fyrirtækið í heild sinni fag-
urt vitni íslenzkri nútíma viðskipta-
menningu. í Gefjunni fagnaði okkur for-
stjóri verksmiðjunnar Jónas Þór, bróðir
Vilhjálms Þór, fyrrum utanríkisráð-
herra og núverandi forstjóra Sambands
íslenzkra samvinnufélaga; er verk-
smiðja þessi hin fullkomnasta um alt,
og framleiðir fataefni, sem þola saman-
burð hvar, sem er; eg sagði Jónasi for-
stjóra, að mig langaði til að heilsa upp
á yfirbókhaldara hans, Ólaf Metúsal-
emsson frá Bustarfelli í Vopnafirði; eg
hafði í æsku komið oft í Bustarfell, en
Ólafur þráfaldlega gist á Háreksstöð-
um sem gangnamaður og síðar fjall-
foringi í Tunguheiði; eg átti það fyrstra
erinda, að fá Ólafi í hendur forkunnar
fagran, áletraðan lindarpenna frá bróð-
ur hans, Halldóri M. Swan, verksmiðju-
eiganda í Winnipeg, og hýrnaði þá brátt
brún á viðtakánda engu síður en Agli
forðum; hann sagði mér að fundum okk-
ar myndi bera saman um kvöldið.
Við komum snöggvast inn á prent-
verk Odds Björnssonar, og hittum þar
forstjórann, Sigurð O. Björnsson; hann
tók okkur opnum örmum, og sæmdi okk-
ur hjónin verðmætri bókagjöf; nú litum
við inn á Kirkjuhvol, en svo nefnist
heimili þeirra Baldvins Ryel kaupmanns
og frúar hans; er þetta miklu líkara höll
en venjulegu einkaheimili; umhverfis
húsið er trjágarður mikill og fagur.
Baldvin kaupmaður er af dönskum ætt-
um, en frúin ramíslenzk höfðingskona.
Um fjögurleytið áttum við að þiggja
heimboð hjá Björgvin tónskáldi og frú;
hlakkaði eg mikið til þess, því við Björg-
vin erum frændur og gamlir vinir; mér
fanst eg vera kominn heim á Rjúpna-
fell í Vopnafirði, þar sem Björgvin var
borinn og barnfæddur, en þangað kom
eg oft; þá var það engu síður ánægju-
legt að hitta konu Björgvins og glæsi-
lega dóttur þeirra, sem nú er fulltíða
stúlka; á heimili þeirra var veitt af risnu
mikilli, mikið rabbað og mikið hlegið,
því margar skrítnar setningar glopruð-
ust upp úr tónskáldinu; nú mun það al-
ment viðurkent, að Björgvin sé höfuð
tónskáld íslenzku þjóðarinnar, auk þess
sem hann er landskunnur vegna leikrita
sinna og söngstjórnar við Kantötukór
Akureyrar. —
Eins og áður hefir verið skýrt frá,
bjuggum við vestangestir á Hótel KEA,
sem Kaupfélag Elyfirðinga reisti og
starfrækir; er þetta fyrirmyndar gisti-
hús, og ber mjög af öðrum stöðum slíkr-
ar tegundar, er við gistum á íslandi; og
ekki spilti það til, að hótelstjórinn, Jónas
Lárusson, var gamall vinur minn, sem
bauð okkur hjónum oft inn í íbúð sína,
og lét ekkert til sparað, áð gera okkur
dvölina sem allra ánægjulegasta; þenna
dag heimsótti okkur Jónas verzlunar-
maður Þórðarson frá Ljósalandi í
Vopnafirði, sem starfar í þjónustu
Kaupfélags EJyfirðinga; hann dvaldi um
nokkurt skeið í Winnipeg. og auðsýndi
okkur hjónum mikla vinsemd.
Um kvöldið stóð mikið til, því þá
ætlaði deild þjóðræknisfélags Akureyr-
inga að halda okkur veizlu á Hótel KEA,
er hófst eitthvað um klukkan hálf sjö;
var þar geisimikill mannsöfnuður sam-
ankominn, matur og aðrar veitingar
með ágætum, margar ræður, og kvæði
flutt; vejzlustjórn hafði með höndum
Gunnlaugur Tryggvi Jónsson, um eitt
skeið ritstjóri Heimskringlu; lék hann
við hvern sinn fingur og kom veizlugest-
um til að sprenghlæja með góðlátlegri
fyndni sinni; auk hans fluttu ræður séra
Friðrik Rafnar vígslubiskup, Pétur
kandídat Sigurgeirsson, frú Ragnhildur
Ásgeirsdóttir, frk. Halldóra Bjarna-
dóttir, Bernharð Stefánsson alþingis-
maður, og Þorsteinn M. Jónsson, en
Friðgeir H. Berg flutti okkur kvæði það
hið prýðilega, er á sínum tíma birtist í
vestanblöðunum; veizlan stóð lengi yfir,
miklu lengur en eg átti að venjast, en er
borðum var hrundið, var okkur boðið til
annara salarkynna í hótelinu þar sem
veizlugestir gætu rabbað saman, notið
kaffis og jafnvel annara hressinga; þar
var gaman að vera, heilsa upp á gamla
kunningja og kynnast fólki á ýmsum
aldri, er maður hafði aldrei áður séð;
þarna hitti eg aftur Ólaf Metúsalemsson
og Ásrúnu konu hans, sem einnig var
mér að góðu kunn; hún er dóttir Jörgens
sem bjó um langt skeið í Krossavík í
Vopnafirði og Margrétar konu hans,
föðursystur Gunnars Gunnarssonar
skálds.
Eg á örðugt með að skýra frá því, en
þó er það engu að síður dagsatt, að í
þessum nýju salarkynnum hópaðist um
mig slíkur mannsöfnuður, að naumast
þótti einleikið; þetta fólk var að bjóða
mig velkominn úr útlegðinni og spyrja
frétta um vini og venslalið vestan hafs;
maður einn í hópnum veitti því auðsjá-
anlega athygli í hverjum vanda eg var
staddur, og sendi mér miða með eftir-
greindri vísu á:
“Ekki heyrist mannsins mál,
menn eru að hrópa og drekka skál;
eins og fjandinn sjái sál
sitja þeir um Elinar Pál.”
Höfundur vísunnar er Bjarni frá
Gröf í Húnaþingi, sigldur klukkumeist-
ari, er dvaldi allmörg ár í New York; er
hann óvenju ljóðhagur maður, er gengur
einna næst Andrési heitnum Björnssyni
að ferskeytlusnilli, en K.N. að kímni; um
þetta sannfærðist eg betur, er fundum
okkar bar seinna saman í Reykjavík, en
þar las hann fyrir mér ósköpin öll af
kvæðum sínum og kviðlingum; “ef þú
heldur að eg hafi ekki átt erindi til ís-
lands,” sagði Bjarni frá Gröf, “þá bregst
þér bogalistin, því nú á eg forláta kdhu
og fimm snöfurmannlega stráka.”
Andlátsfregn
Sunnudaginn 2. febrúar, 1947,
andaðist á heimili sínu, bóndinn
Jón Jóhannsson. Dauða hans bar
að snöggt og nokkuð óvænt, hafði
hann verið lasinn um tíma, en
virtist vera á batavegi, er dauð-
ann bar að. Var hann jarðsung-
inn 6. sama mánaðar af séra
Philip Pétursson frá Winnipeg.
Jón var fæddur 25. júní 1882,
að Hróaldsstöðum í Vopnafirði.
Foreldrar Jóns voru Jóhann
Thorsteinson frá StokkaMöðum í
Eyjafirði og kona hans Þuríður
Jónsdóttir Jónssonar prests í
Reykjahlíð. Árið 1900 fluttist
Jón til Ameríku, til Pembina, í
N. Dak.; tveimur árum seinna
tók hann heimilisréttarland í
Saskatchewan, Canada, í Tantal-
lon-bygðinni. Árið 1904 giftist
hann ungfrú Astbjörgu Holm,
sem var til heimilis í Pemibina,
N.D.; voru þau gefin saman af
séra N. S, Thorláksson, 22. nóv.,
í Pembina. Það sama haust reistu
þau bú á heimilisréttarlandi
Jóns, bjuggu þau þar til 1912, að
Jón seldi land sitt og flutti til
Wynyard, Sask. Keypti Jón lönd
eina mílu vestur af þeim bæ. Þar
bjó 'hann til dauðadags. Jón læt-
ur eftir sig ekkju, Ástbjörgu, og
5 böm: Konkordiu, Mrs. Middel,
North Battleford; Gunnstein
BjÖm, stendur fyrir búinu heima;
Gunnar Jóhann, giftur hérlendri
konu í Tisdale, Sask.; Valdís
Margrét og Omar Bryan, í heima-
húsum, einnig lifa hann tvö syst-
kini í þessari bygð: Gunnar Jó-
hannson og Mrs. Dómhildur
Johnson, og ein systir búsett á
íslandi. Tvær systur Jóns létust
að Wynyard fyrir nokkrum ár-
um: Þórunn, ógift og Kristbjörg
(Mrs. Steinþór Gunnlaugson).
Jóns er sárast saknað af ekkjunni
og börnunum, sem hann var svo
umhyggjusamur og ástríkur við,
en einnig af skyldfólki hans og
samborgurum þessarar bygðar.
Þetta em aðeins drættir úr lífi
Jóns, og lýsa ekki manninum
sjálfum eða skapgerð hans. Æfi-
starfs Jóns ætti að vera minst;
hann er ekki gleymdur þó hann
sé genginn. Mannkostir hans og
prúðmenska er öllum í fersku
minni sem hann þektu, og eg
held það sé óhætt að segja, að
allir íslendingar í Vatnabygðum
hafi þekt eða þekt til Jóns.
Við fráfall hans rifjast upp
fyrir okkur svo ótal margt, sem
hann gerði fyrir íslenzkan fé-
lagsskap. Sporin, sem hann
ski'ldi eftir eru slóð, sem öllum
er sæmd að ganga.
Jón var glæsimenni í sjón,
prúðmenni í allri framkomu, og
langt hafinn yfir meðalmensku,
um andleg't atgervi. Hann var
ram-íslenzkur í anda, og með
ágætum vel að sér í íslenzkum
bókmentum, dáði hann mjög ís-
lenzka ljóðlist, og var vel hag-
mæltur sjálfur. En þar sem Jón
bar af öðrum leikmönnum í þess-
ari bygð, ,og þó víðar væri leit-
að, var í opinberum ræðuhö'ldum
og málsnild, þar oft leitað til hans
í þeim sökum, bæði á íslendinga-
dagshátíðum og við öll möguleg
tækifæri; brást hann aldrei von-
um manna.
Talaði hann ævinlega blaða-
'laust, hann var gæddur þeirri ó-
vanalegu gáfu að geta haldið
skipulega og skemtilegá rædu í
samkvæmum, alveg óundirbúinn.
Forseti þjóðræknisdeildarinnar í
Liðið var af miðnætti, er
þessum mikla og eftir-
minnilega mannfagnaði
lauk, er bar í hvívetna fag-
urt vitni risnu þeirra Akur-
eyringa; umsögn minni um
hinn vingjarnlega höfuð-
stað Norðurlands, er enn
eigi lokið, því svo fléttast
hann margvíslega inn í
heimsókn mína til Islands,
og þaðan lagði eg að lok-
um upp í síðasta áfangann
til átthaga minna.
—Framh.
Wynyard var hann um langt
skeið, og hafði þá forustu á þjóð-
hátíðardögum. Hér lagði einginn
meira á sig enn hann til við haias
þeim málum. Heimili Johann-
sons hjónanna var myrirmynd ís-
.enskrar gestrisni, voru þau sam-
hent í því að láta alla er bar að
garði finnast þeir ættu þar
heima, og aldrei þraut Jón um-
taisefni í skemtilegar viðræður.
Tvisvar var Islendingadagshá-
tíð bygðarinnar haldin á heimili
þeirra, er þar fallegur grasflötur
umkringdur af ræktuðum trjám,
eru þar bæði eplatré og berja-
runnar; var það unun Jóns, að
hlúa að og hjálpa til lífs og gróð-
ursetja í heimahögum, aðflutt
tré, og jurtir úr heitara loftslagi.
Má vera að Ainn skapandi andi
Jóns, hafi fundist sem plöntulífið
tæki betur viðleitni hans en
mannlífið. Það var heiðríkja og
ánægja í svip Jóns, þegar mikill
hluti íslendinga 1 Vatnabygð um-
kringdi hann á heimili hans. Við
minnumst oft á hinn íslenzka arf
og verðmæti hans. Jón var lif-
andi, virktækur vottur þess arfs,
líf hans var túlkun íslenzkra
verðmæta. Minning slíkra
manna er bezt á lofti haldið, með
því að hlúa að og lifa þau verð-
rnæti. Þökk fyrir starfið. Far vöi.
Vinur.
♦ ♦
Þegar Jón varð 60 ára
Með framsóknaranda og frelsi í
hug
þú fórst út á ókunna braut,
með æskunnar þrá og afl og dug
og ögraðir hverri þraut.
Vonin og gleði þér veittu lið
og veröldin sýndist þér góð.
Á brautinni eygðir þú við og við
vitringa og spámanna slóð.
Það voru sporin er mattirðu mest
í móðunni sástu þau gleggst; ....
en þar voru önnur og þau voru
flest,
á þeim hefir mönnunum hlekkst.
Það setur merki á mennina hér,
þau mörk eru hrukkur og stryk;
undir þeim hrukkum sig alla tíð
ver
sá andi, sem þekkir ei hik.
Einn af þeim fáu sem eldinn í sál
með aldrinum hefir þú glætt,
í skýrleika hugans við skáldanna
mál
skipbrotum hefir þú mætt.
Enn áttu í huganum áræði og þor.
íslenzka mannúð og trygð.
t vökumanns anda er alla tið vor,
þó elti hann tíminn með sigð.
HALLI.
Meinsemdin og lækningin
andlegs eðlis
Martin Niemöller, þýzki prest-
urinn frægi, se meroá fyrirlestra-
ferð í Ameríku, hélt ræðu á stóru
kirkjuþingi í Seattle. Þar sagði
hann m. a.:
“Kristin kirkja er það afl, sem
tengir þjóðirnar saman. Böl
heimsins er andlegs eðlis ef dýpst
er skoðað. — Lækningin verður
því einnig fyrst og fremst að vera
andlegs eðlis. Tækifæri kirkj-
unnar á meginlandinu' og sú á-
byrgð, sem á henni hvílir þar,
er hvorttveggja mjög brýnandi
til stórra átaka. Vér megum ekki
bregðast æskimni í Evrópu, sem
þráir að eignast bæði kröftuga
trú og lifandi von.”
—Kirkjublaðið.
—Hvað liggur þér svona þungt
á hjarta? spurði vinurinn.
Skrifarinn minn er komlnn
aftur frá vígvellinum, sem ofursti
óg eg þori varla orðið að tala við
hann.
48 Hour Service
DAMP WASH
5C PER LB.
MOST
Flestir við verðum að feta þá slóð
sem færust oss sýnist í bráð,
en hún er ei öllum allskostar góð,
en ýmislegt fæst þar af náð.
Það verður oft lítið úr lífi og sál
að lifa með hestum og kúm,
og vinna með reku og verjast
með pál,
og velta sér þreyttum í rúm.
'CELLOTONE
CLEANED
CASH AND
CARRY
Perth’s
888 SARGENT AVE.
ONE YEAR
at
“1340 on your dial
))
&
WORKING FOR WINNIPEG
t