Lögberg - 13.03.1947, Síða 6

Lögberg - 13.03.1947, Síða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. MARZ, 1947 (Ensk saga) HVER VAR ERFINGINN? G. E. EYFORD, þýddi )______ . “Gefðu mér blóm,” sagði hann í lað- andi róm. Ef hann hefir meint að biðja hana að gefa sér koss, þá bældi hann strax niður þá ósk sína. Dora sleit upp eina rós og rétti hon- um. “Hérna,” sagði hún, “nú manstu að minsta kosti eftir Sylvester skógi, þangað til þessi rós visnar. En þess verður ekki langt að bíða,” sagði hún og stundi við. Hann tók við rósinni og horfði á hana, svo bar hann hana að vörum sér. “Þessar rósir hafa enga ilman,” sagði hún. “Nei, eg hefi gleymt því.” sagði hann og roðnaði. “Nú verð eg að kveðja þig. Við verðurn að kveðjast með handa- bandi, Dora*; það er nafn þitt, er ekki svo? Dora, það er fallegt nafn,” sagði hann og leit á hana. “Er það?” spurði hún með dreym- andi blik í augunum. “Já, eg held það líka. Segðu það einu sinni aftur,” bað hún hann. “Dora”, endurtók hann. “Vertu sæl! við sjáumst aftur.” Hún horfði á hann og þrýsti innilega hendi hans. “Heldurðu að þú komir hingað aft- ur.” “Já,” sagði hann í fullri alvöru. Og eg kem áður langt líður; við skulum sjást aftur. Vertu sæl.” Hann gat ekki stað- ið móti freistingunni, hann greip hendi hennar og þrýs’ti henni að vörum sér. Hún roðnaði út að eyrum: þetta var sá fyrsti koss, sem hún hafði fengið, að undanteknu frá foreldrum sínum. “Vertu sæl!” sagði hann aftur, og slepti nauðugur hendi hennar, en nú var harðari hendi lögð á herðar honum, svo hann slepti brátt hendi Doru. Það var Nathan Nichols, hvítur í andliti af reiði, eldur brann úr augum hans, og hann hélt í hendinni á stórum staf, sem hann hafði reiddan til höggs, eins og hann ætlaði að slá hann. Hamilton hafði varla tíma til að víkja sér undan högginu, en Mr. Nichols hik- aði við, en eins æstur og hann var, gat hann varla talað. Hann benti Doru með annari hendinni, að hún skyldi fara heim, en með hinni benti hann á Fred Hamilton. “Þú ert bófi!” Hrópaði hann í æst- um róm. “Farðu, Dora, farðu. Og þú ungi maður, þú ert hreinn og beinn þorp- ari! Eg lét þig hvílast yfir nóttina í húsi mínu, þú þinn lymski höggormur, og þú endurgeldur það með því að stynga mig. Farðu Dora, farðu undir eins! Viltu ekki gegna mér?” Hún dró sig til baka, skjálfandi af hræðslu. “Þú ert siðlaus fantur!” æpti Nichols, þó hann reyndi að stilla sig ofurlítið. “Nei, veistu hvað; nú verðurðu að hætta þessu,” sagði Hamilton. “Þú hlýt- ur að vera brjálaður! Sláðu ekki, eg vara þig við því, gamli maður!” Mr. Nichols hélt stafnum reiddum til höggs. “Slá þig!” stamaði Mr. Nichols, í hás- um róm. “Nei, nei, það er þýðingarlaust, slíkir hundar sem þú, skammast sín ekki þó þeir séu barðir. E)n það er annar veg- ur til að skóla fant til, sem endurgeldur gistingu með svikum! Var það ekki nóg að þú með ofbeldi braust inn í hús mitt og átst minn mat? Heldur reynirðu að tæla unga og saklausa stúlku út á glöt- unarveg! Þegiðu, þú auðvirðilega eitur- slanga! Eg þekki þig og alt.þitt hyski vel. Gjaldþrot og armæða hefir fylgst að í ætt þinni; en þú hefir ekki tekið mig með í reikninginn. Þekking mín á ykkur gefur mér fullan rétt og vald til, að vernda veika og saklausa stúlku fyrir öðrum eins óþokka, sem þú ert — al- gjörðum fanti!” Hamilton horfði á hann með eld í augum, og var þegar kominn í æsingu. Hann beitti öllu sínu viljaþreki til að stilla hugaræsingu sína; svo stakk hann höndunum í vasa sína og horfði skarpt í andlit Mr. Nichols. “Þú brúkar hræðileg orð,” sagði hann í lágum og hásum róm. “Þú ert gamall maður — þú ert faðir hennar. Þú skammar mig sem hund, og kallar mig öllum illum nöfnum; eg kalla þig flón, því ef eg væri að hálfu leyti sá fantur, sem þú segir eg sé, þá komdu með sannanir fyrir því hvað ilt eg hefi gert; eg hefi ekki gert neitt ilt, en eg segi það ekki til að réttlæta mig fyfir þér, að þú haldir slíkri stúlku, sem hún er, innilokaðri eins og þú gerir, eða lætur hana eigra um úti í skóginum án nokk- urrar verndar. Þú segist þekkja mig; látum það vera sem það er, en eg segi, að þegar þú kallar mig fant, þá ert þú lygari!” Gamli maðurinn starði á hann og skalf af reiði. “Já, eg þekki þig og ættina þína — allir saman fantar og ómenni! Eg von- aði að eg mundi verða hér að minsta kosti laus við slíkt fólk, en forlögin hafa komið þér hingað — þú mátt þakka fyrir að eg læt þig fara ómeiddan héðan. Taktu gamals manns ráð og gerðu ekki sem aðrir ættingjar þínir; sleptu þessu fórnarlambi þínu, sem þú ímyndaðir þér að þú gætir svo auðveldlega eyðilagt. Farðu nú!” Hamilton kinkaði kolli. “Eg skal fara,” svaraði hann í bitr- um róm; “eg skal fara, því þó eg stæði hér í allan dag, gæti eg ekki sannfært þig um, að eg sé ekki sá fantur, sem þú álítur mig vera. En ef þú heldur að þú hafir hrætt mig, þá er það hreinn og beinn misskilningur. Eg hefi sagt, að eg komi aftur, og eg ætla og skal gera þ að.” Svo fór hann sína leið. 5. Kafli. Um kvöldið sama daginn, sem Hamilton skildi við Nichols og Doru, kom hann til hins gamla herragarðs, sem ásamt tuttugu mílna landsvæði, sem vanalega var nefnt “Kastalinn”. Á herragarðinum var löng og óregluleg bygging, því hver eigandi eftir annan hafði bætt við hana eftir sínum dutlung- um, ýmist bygt ofan á eldri byggingar, eða gamli kastalinn var horfinn, eða svo breyttur frá sinni upphaflegu gerð, að hans gætti lítið. En hvernig svo sem kastalinn nú var, leit hann út sem stórkostleg bygging. Það hafði verið heimili Lamonte fjöl- skyldunnar, síðan hinir gömlu forfeður fjölskyldunnar völdu sér fastan bústað, og fjölskyldan hafði ávalt, þrátt fyrir hinn óreglulega byggingarstíl, verið stolt af þessum gamla “kastala”. Hann var í miðjum Ashmore dalnum, ekki langt frá stórri fiskisælli á, sem var hið eina, sem hafði verulega þýðingu í því umhverfi, til gagns og prýði. En auk hinnar fögru fiskisælu ár og fjölda stórra Sedrus-trjáa, var ekkert sérstak- lega hrífandi við þetta umhverfi. Byggingin sjálf var svo stór, með fjölda herbergja, en svo slitin og skemd af tönn tímans, eins og flestir þessara fornu herramanna bústaðir eru. Það var svo rakasamt þar, að margir La- montanna höfðu látið sér nægja með að eiga herragarðinn án þess að vera þar; í mörg ár hrörnaði byggingin melr og meir, og glaumur og samkvæmislíf dó þar út, undir hússtjórn gamallar, gigtveikrar ráðskonu eða ráðsmanns. Þannig hafði það verið, þar til nú- verandi eigandi settist þar að. Hann hét Arthur Lamonte, eða eins og hann var vanalega kallaður Squire Lamonte; eins og Fred Hamilton kallaði hann. Það er ekki nauðsynlegt að segja mikið um Lamontana, það er nóg lýsing á þeim, það sem Fred Hamilton gaf með því að segja, að það væri ekki sem bezt fólk í ætt sinni. í fám orðum sagt, var þessi Lamonte fjölskylda alt annað en upp- byggileg í mannfélaginu. Þeir, sem trúa á bölbænir, héldu því fram, að. snemma í sögu ættarinnar, hefði verið iagðar bölbænir á ættina og, að andvaraleysi og glæpahneigð skyldi verða arfgeng í ættinni því miður átti þetta við, að mörgu leyti um Arthur Lamonte. Hann var nú 80 ára gamall; helmingnum af æfi sinni hafði hann eytt í svall-líferni, hinum helmingnum hafði hann varið mest til að áreita nágranna sína. Þetta var sem fólk hélt og trúði um hann. Ef helmingurinn af öllu því, sem sagt var um gamla Squire Lamonte, hefði verið satt, þá hefði hann verið ó- vanalega vondur maður. Hann hafði verið, eftir því sem orðrómurinn gekk, fjárhættuspilamaður, svallari og taum- laus um kvennafar, fyrri helming æfi sinnar, en hinn, eða seinni helminginn; knýjari, hundingi og mannhatari. Nú lá hann deyjandi í sínum stóra og skrautlega svefnsal, þar sem málað- ar myndir af forfeðrum hans héngu, í logagyltum römmum. — Allir þessir menn höfðu verið samslags menn, sem hann. Enginn gat getið þess til hvaða hugsanir brutust nú fram í huga hans, eða hvort hann iðraðist nú sinna mörgu yfirsjóna. Hann lá hreyfingarlaus — svo hreyfingarlaus, að læknirinn, sem hafði verið sóttur til London, var oft í vafa um hvort hann væri lifandi eða dauður. Dauf tunglsbirta skein inn í herberg- ið milli hinna þykku silki-gluggatjalda, og blandaðist lampaljósinu; bæði þar inni og annarsstaðar í hinni stóru bygg- ingu ríkti ónáttúrleg þögn. Meðan Frank Hamilton hafði eytt tímanum hjá Doru, og ekki flýtt sér hið minsta, var dauðinn að færast nær og nær gamla manninum. sem beið eftir komu Hamiltons með óþreyju. Auk veika mannsins og læknisins, var þriðji mðaurinn í herberginu — hár grannvaxinn, ungur maður. hann stóð hreyfingarlaus fyrir framan rúmið og horfði á hinn deyjandi mann með hálf- lokuðum augum, og samanþrýstum vör- um. Það var George Lamonte, bróður- sonur og, sem fólk alment hélt, erfingi gamla mannsins. Hann var sagður að vera álitlegur maður, og við fyrstu sýn virtist hann vera það. Eftir að maður hafði virt hann nánara fyrir sér, fór maður að efast um það, og fór að sjá fleiri galla á útliti hans. Hann vard þeldökkur ásýndum; hárið svart og gljáandi., lá eins og það væri pressað, að höfðinu, og jók það mjög á hans föla andlitslit. Varirnar höfðu ekki hinn eðlilega rauða lit, og vöktu enga aðdáun. Alt útlit hans virt- ist svo litlaust; jafnvel er hann brosti, og það gerði hann oft og lét skína í sín- ar skjallhvítu tennur, sem var ekki held- ur nein fegurðar sjón; svo var annað, sem kom ókunnugum kynlega fyrir. Það var, að hann var stöðugt að kreista hvora hendina með annari, og það svo fast, að þegar hann slepti takinu, sáust blá mörk eftir hans löngu og grönnu fingur. Það’var ekki hægt að sjá hvers- vegna hann gerði þetta, nema til að sýna sínar hvítu og nettu hendur. Hann var í svörtum búningi úr dýru efni, sem fór honum mjög vel. Þó ekki væri hægt að segja að hann væri reglulega laglegur, þá samt sem áður við fyrstu sýn gat hann virst svo. Þegar hann flutti fyrir- lestra, eða ræður við eitt eða annað tækifæri, þá leit hann sérstaklega vel út. Svo var annað, og það helsta: hann lézt vilja sýna að það væru ekki allir af Lamonte fjölskyldunni vondir menn. George Lamonte var ekki álitinn vondur maður. Feðurnir í nágrenninu álitu hann sem gott fordæmi fyrir syni sína, að líkja eftir. Mæðurnar hrósuðu hon- um, og ungu stúlkurnar nærri því til- báðu hann. Mínúturnar liðu og klukkan sló; sjúki maðurinn hreyfði sig ofurlítið og opnaði augun.. Hann leit í kringum sig og sá tvo menn, sem stóðu í herberginu. Dökk augu höfðu ekki ennþá tapað skarpleik sínum, störðu út frá hinum skörpu augnatóftum. George laut ofan að honum og sagði í mildúm og lágum róm: “Föður bróðir minn, þekkirðu mig?” Bros, ógeðslegt bros, kom yfir varir gamla mansins. “Þú ert þá hér, George?” sagði sjúk- lingurinn hægt og í hljómlausum róm, “þú gætir vel leikið hlutverk mállausrar persónu.” George roðnaði ofurlítið í andliti við þessi orð, en hann brosti, og hneigði auðmjúklega höfuðið. “Hver er þarna?” spurði veikimaður- inn, í því hann kom auga á læknirin. “Sir Atkins, föður bróðir minn — læknirinn,” svaraði George, og læknir- inn færði sig nær sjúklingnum og tók á slagæðinni, sem nú sló bæði hægt og óreglulega. “Því er hann hér ennþá?” sagði sjúklingurinn; “hvað getur hann gert — og — því fer hann ekki í burtu héðan?” Aftur brosti George, eins og afsök- unar brosi. Daufum glampa brá fyrir í augum gamla mannsins. “Það er lýgi, og þú veist það. Þú hefir altaf verið,” — svo var eins og deyfð félli yfir hann, en hann stríddi móti því, og komst yfir það. “Er — er — Fred hérna?” spurði hann. George hristi bara höfuðið. “Mér þykir leiðinlegt að þurfa að segja, að hann er hér ekki. Eg get ekki skilið því hann er ekki kominn. Eg skil ekki í því hann kom ekki strax. Eg vona af heilum hug, að hann hafi ekki gert það af ásetningi —” “Sagðir þú að eg væri að deyja?” spurði gamli maðurinn og veitti honum núna eftirtekt. “Geturðu efast *um það?” sagði George í lágum og auðmjúkum róm, “og eg sagði líka þeim, sem fór með skila boðin til hans, að hann skyldi koma strax.” Gamli maðurinn leit á hann með fyrirlitlegu brosi. “Eg skal bíða,” sagði hann og lét aftur augun. Það liðu nokkrar mínút- ur, svo var bankað á hurðina; þjónn kom inn og veik sér að George. “Mr. Hamilton er niðri, herra minn.” George leit á sjúklinginn, þar sem hann lá í hálfgerðu móki, og læddist svo á tánum út úr herberginu. gekk hægt ofan hinn gamla stiga og inn í lestrar- salinn. Þar stóð Fred Hamilton. Með svo léttu fótataki sem vart heyrðist og niðurbældu brosi á andlit- inu gekk George með útréttar hendur á móti honum. “Minn kæri Fred, hvað þú kemur seint!” Fred leit ekki vingjarnlega á hann; hann tók ekki í hans útréttu hendi, en stakk báðum höndum í vasa sína og horfði biturlega á þetta hvíta, brosandi andlit. “Seint?” endurtók hann með kafa. “Því léztu mig ekki vita að hann liggur fyrir dauðanum?” “Þei, þei,” hvíslaði George, eins og hann væri hræddur um, að það sem Fred sagði, heyrðist upp í herbergi sjúklingsins. “Vertu rólegur, kæri Fred Sagt þér ! Sagði sendimaðurinn minn þér ekki frá því? Eg lagði þó ríkt á við hann að segja þér, að fööurbróðir minn væri dauðveik- ur. Maðurinn, sem eg sendi, er ekki vanur að gleyma því, sem hann á að skila!” “Kanske ekki!” sagði Fred; hann trúði engu orði af því sem George sagði; “eg fékk engin boö beint frá sendimanni þínum; eg var ekki heima, og hann hafði bara sagt að Squire Arthur Lamont-e vildi fá að sjá mig,” sagði hann æstur í skapi. “Ó, hvað mér þykir það leiðinlegt,” sagði George angurvært. “Eg get ekki skilið þetta. Heldurðu að sá, sem tók móti boðinu, hafi skilað því til þín, eins og honum vár sagt það? Sá sem eg sendi með boðið er svo áreiðanlegur.” “Einmitt það,” sagði Fred fyrirlit- lega, “heldurðu að nokkur hefði gleymt að segja mér það, ef sendimaður þínn hefði sagt, að föðurbróðir minn lægi fyrir dauðanum? Ekki held eg það, en þú heldur það. Þú ert enginn bjám, bjána,” og hann gekk rakleitt fram að George, þó þú hafir reynt að gera mig að dyrunum. “Stansaðu,” sagði George og lagði hendina á handlegg hans. “Viltu bíða i fáeinar mínútur? Sökum eins eða ann- ars óskiljanlegs tilfellis hefirðu ekki fengið að vita um( hve veikur föður- bróðir minn ef; eg er hræddur um að hann sé rétt að gefa upp andann, svo það er betra að ónáða hann ekki.” “Þú þarft ekki að hafa svo mörg orð um það, eg veit hvað þú meinar, sagði Fred snúðugt. “Vertu alveg rólegur, eg hefi ekki hugsað til að standa í vegi fyr- ir þér. Heldurðu að eg skilji ekki, að mað- urinn, sem þú sendir með boðin til mín, hafi fengið skipun um að halda þvi leyndu fyrir mér, að föðurbróðir minn lægi fyrir dauðanum. Það sem þú varst hræddur um var, að eg yrði keppinaut- ur þinn á síðustu stundu hans. Þú dæm- ir mig eftir þínum eigin karaktér, en í þvi ferð þú algjörlega vilt. Það er ekki vegna peninga — þú getur haft þá mótmæla- laust af mér — og þú verðskuldar þá, eins ákaft og þú hefir sóttst eftir þeim. Nei, það er ekki þeirra vegna, það er — en þú skilur það ekki, þó eg segði þér það. Nú fer eg upp til hans, og á sama augnabliki hljóp hann upp stigann. George fylgdi strax á eftir honum og kom jafn fljótt inn í lierbergið, sem hann. Gamli maðurinn leit upp og gaf Fred merki með hendinni, leit á hina tvo mennina, sem voru þar inni, og benti þeim á dymar. George stóð kyr fáein augnablik með lokuð augu og munn; svo sneri hann við og gekk út með lækn- inum. “Eg held,” sagði Sir Atkins stillilega og leit á úrið sitt, “að eg fari héðan, Mr. Hamilton; eg get ekki gert hér neitt meira, og nærvera mín hér virðist hafa mótstríðandi áhrif á föðurbróður þinn.”

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.