Lögberg - 17.04.1947, Blaðsíða 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 17. APRÍL, 1947
7
FLOGIÐ yfir heklu —
Ægileg, en stórkostlega fögur sjón.
sem íslendingur gleymir aldrei
“Þessu er maður búinn að bíða
eftir hálfa ævina,” sagði Pálmi
Hannesson rektor í Dakotaflug-
velinni, sem sveif yfir snævi
þöktum óbyggðunum á leið til
Heklu. Oft var hann búinn að
sLýra nemendum s í n u m 1
Menntaskólanum frá þessu stór-
fenglega fjalli og undrum þess,
°g oft hafði hann sagt, að hann
v*ri ekki að óska eftir Heklu-
gosi, en ef það ætti eftir að koma,
þá vildi hann upplifa það.
^að voru jarðfræðingar, Ijós-
^vikmyndarar og blaðamenn
j, Hugvélinni, sem rektor fékk
, Þess að fljúga austur að Heklu
1 gærmorgun. Veðurblíðan var
einstök og yfir austurhimninum
S^asfði reyksúlan mikla úr Hekla
^nnilega um 10,000 metra há.
Mönnum var mikið niðri fyrir.
að var öllum ljóst, að slíkur
Vlðburður mundi varla eiga sér
stað á Islandi nema einu sinni
a öld. Heljarmáttur eldfjallsins
var leystur úr læðingi, og enginn
gat vitað, hvaða afleiðingar þetta
gæti haft fyrir þjóðina, sérstak-
®ga bændurna í nærsveitum
Hallsins.
Flugvélin færðist nær og ljós-
^yndararnir höfðu vélar sínar
Hibúnar. Þar barst sú fregn um
velina, að örn Johnson, sem
n°kkru fyrr hafði flogið austur
1 annarri flugvél, hefði varað
ugnranninn við að fljúga nær
eri 10 míilur vegna grjót kasts frá
Jallinu. Einkennileg móða virt-
^ 'Hggja yfir Árnessýslunni all-
rL og töldu margir að það stafaði
°í gosinu.
Líosstrókurinn færðist æ nær
bg litbrigðin í honum urðu með
verju augnabliki fjölbreyttari.
egar komið var norður fyrir
jallið, minnti gosið á myndir af
J arnorkuspreng j unum, tignar-
®g en um leið stórkostlega al-
vöruþrungin fegurð. Það blönd-
uðust móbrúnir mekkir við gufu-
stróka og bólstrarnir hnykktust
uPp og bárust í marmaralitu skýi
UPP í himinhvolfið.
Norðaustan í fjallinu sást fyrst
hraunleðja, sem rann niður eftir
^jallshlíðinni. Hún var eins og
rauðbrún breiða, sem þokaðist
niður eftir fjallinu og sást í hvert
skipti, er fiogið var fram hjá, að
hún hafði þokað sér neðar í hlíð-
ina. Norður af fjallinu bar stóran
skugga af hinni geysilegu reykj-
arsúlu yfir óbygðirnar og við og
við sáust ægilegar sprungur í gíg-
barminum, svo að maður hafði
það á tilfinningunni, að fjallið
brynni alt að innan og léki á reiði
skjálfi. Steinkastið frá gígnum
sást öðru hverju bera í móleita
bólstrana, sem þyrluðust upp í
loftið, og er flugvélin flaug í að-
eins 2—3,000 metra fjarlægð
(hættulega nálægt, sagði einn
jarðfræðingurinn) — heyrðist
skellur í henni, sem flestir far-
þeganna fullyrtu að hefði verið
steinn frá gígnum.
Norður af Heklu var hvít fann-
breiðan og tinda fjallanna bar
við bláan himin. Sunnan við
Heklu var allt að verða grátt og
svart, — aska og ryk barst í risa-
stórum bólstrum og Tindafjalla-
jökull var á góðri leið með að
verða gersamlega svartur af
ösku. Þarna ríkti myrkur, og
suður undir fjallinu varð lítið
greint vegna ösku og reyks.
Sá, sem horfir á þessa miklu
og stórfenglegu sjón úr loftinu,
leitar ósjálfrátt að ein'hverju til
að bara hana saman við, — en
þetta ber jafnvel höfuð og herð-
ar yfir hugmyndir um kjar-
norkusprengjurnar, sem líða hjá
eftir nokkra stund. Hér er nátt-
úran sjálf að verki og enginn get-
ur spyrnt igegn þessum hamför-
um hennar.
Jarðfræðingarnir bera saman
ráð sín, þegar flugvélin flýgur
áleiðis til Reykjavíkur aftur. Það
þarf að skipuleggja rannsóknir,
fljúga reglulega, kvikmynda,
mæla, athuga. “Þetta er sjálfs-
stæðismál,” sagði einn þeirra.
“Það verður litið á okkur sem
skrælingja, ef við ekki gerum
'þessu vísindaleg skil.”
Hekla var eitt sinn einn þekk-
tasti staður á Islandi, og jafnvel
nýlega barst hingað bréf frá
enskri telpu með utanáskriftinni
“Hecla Iceland”. Heklugos er
heimsvið burður, en fyrir okkur
hefur það sérstakt gildi. Það er
tákn þeirrar bráttu, sem þjóðin
ihefur háð við náttúruna. Heklu-
gos er ægileg, en um leið stór-
kostlega fögur sjón sem íslend-
ingur gleymir aldrei.
Alþbl. 30. Marz.
Slátrun ásíðastliðnu hausti
■á síðastliðnu hausti var á öllu
landinu slátrað 350,587 sauðkind-
Uln> og var heildarþungi þeirra
5>165,180 kg.
þessu sauðfé var langsam-
lega mest dilkar, eða 310,117,
goldfé var 13,719 og ær 26,751.
^eildarþungi dilkanna nam
^>331.6 tonnum, geldfjárins 321.3
t°nnum og ánna 512.1 tonni.
Miðað við árin næstu á undan
Lefir kjötmagnið verið minna
sem leið, heldur en á næstu
Jórum árum þar á undan. Arið
15 nam heildarþungi slátraðs
Jár 5,431.3 tonnum, árið 1944
^arn hann l,6ý6.6 tonnum, árið
13 nam hann 6,861.2 tonnum
ng 1942 samtals 6,116.5 tonnum.
annig hefir heildarþunginn ver-
1q sanv*'a,ls 1700 tonnurn meiri
13 heldur en s.l. ár.
l'ann 1. jan> í ar voru kjöt-
J-rgðir í landinu samtals 3,392,-
%• Af því var dilkakjöt
rurnl. 2.7 þús. tonn, geldfjárkjöt
® tonn og 417 tonn af ærkjöti.
Sala innanlands frá byrjun
aturtíöar og til áramóta nam s.l.
1246 tonnum, árið 1945 1327
J°nnum, 1944 nam hún 2,061
°nni, 1943 nam.hún 1672 tonnum
® 1^12 nam hún 1,334 tonnum.
s ^tflutningur á dilkakjöti á
• ■ hausti hefir samtals numið
521,592 kg.
Talsvert ber á þjófnaði úr
vörusendingum hingað
Umbúðirnar koma jafnvel tómar
til landsins.
Vísir hefir haft spurnir af því,
að mjög oft vanti í vörusending-
ar þær, sem til landsins koma um
þessar mundir.
Leikur ekki vafi á því, að
þjófnaðir eru framidr meðan vör-
urnar liggja í geymsluhúsum er-
lendis, þótt eitthvað kunni að
rýrna eftir að þær eru komnar
til landsins. Er það vitanlega sá
mikli skortur, sem er á mörgum
vörum í flestupi öðrum löndum,
sem ýtir undir þessa þjófnaði, en
varningurinn er síðan seldur á
svörtum markaði fyrir okurverð.
Einn slíkur þjófnaður, sem Vís-
ir hefir frétt um, var á þá lund,
að er opnaður var kassi, sem í
áttu að vera hundrað tylftir af
silkisokkum, voru aðeins 28
tylftir eftir, en til þess að þær
byltust ekki um of og kassinn
yrði óeðlilega léttur, hafði ýmsu
drasli verið troðið í hann í stað-
inn. Voru það meðal annars fata-
garmar, sem voru svo sóðalegir,
að menn þorðu varla að snerta á
þeim, og grjót hafði jafnvel
verið látið í kassann, til að
þyngja hann.
Þá hafði og verið væntanleg til
landsins sending af litlum silfur-
skeiðum. Voru væntanlegir 36
litlir kassar, hver með sex skeið-
um og var þetta í tvöföldum
kassa, utar tré en zink-kassi inn-
VERÐLAUNAVINNENDUR f BYCCSAMKEPNI
Record Profit
A record net profit of $1,001,-
041.84 is shown in City Hydro’s
annual report for the year 1946,
being $264,000 more than in
1945. This profit is the largest
in the utility’s 35 - year - old
history. Revenues increased by
$340,000 and expenditures by
$94,000 as compared with 1945.
According to the annual re-
port, property and plant of this
municipally-owned utility has
increased nearly two million to
$31,702,450.73, due to the ex-
tension of the Slave Falls power
plant. However, the net debt is
now only $9,269,142.81.
The extension of the City
Hydro’s Slave Falls power plant,
to add 48,000 horsepower, was
commenced in 1945. This work
is proceeding satisfactorily des-
pite hindrances due to the short-
ages of materials, the report
states, and it is expected that
the plant will be completed by.
the end of 1947.
Two additional 12,000 horse-
power generating units have al-
ready been installed and the
other two should be ready for
operation by the year’s end.
ROOFING
Now Available For Immediaie Delivery
B’C. RED CEDAR SHINGLES
Ai Ceiling Prices
No. l-5x No. 2-5x No. 3-5x
Lumber Cusiom Dressed Shavings Available on Requesi
Tveir Manitoba bændur, og einn frá Alberta og einn
frá Sáskatchewan, urðu hlutskarpastir í Alþjóðar Malt-
byggssamkepninni árið 1946. Verðlaunin afhenti land-
búnaðarráðherra sambandsstjórnar, James Gardiner,
hlutaðeigandi sigurvegurum á sýningunni í Brandon þann
1. þ. m. Mr. Gardiner stendur til vinstri á myndinni; til
hægri stendur maltbyggskóngurinn George G. Elias frá
Haskett, Man. Hinir sigurvegararnir í neðri röð, frá
vinstri til hægri, eru George W. Johnson, Sylvan Lake,
Alberta, Donald Bradley, Portage la Pairie, og John A.
Wylle, Norquay, Saskatohewan.
ar. Þegar opna átti sendinguna,
kom í ljós að hver og einn litlu
skeiðakassanna var horfinn.
Hafði gat verið gert á zink-kass-
ann eftir að ytri kassinn hafði
verið rifinn frá og með- þeim
hætti komust þjófarnir í “ætið.”
—Vísir 7. marz.
ICELANDIC CANADIAN
EVENING SCHOOL
“Einar Kvaran í Winnipeg,”
verður umtalsefni próf. Skúla
Johnson í erindi, sem hann flyt-
ur á ensku, mánudaginn 21, apríl
n. k., kl. 8.45 e. h., í Free Press
Board Room, Nr. 2, undir umsjón
íslenzka kvöldskólans (Icelandic
Canadian Evening School). Fólk
er beðið að veita því athygli að
erindið byrjar kl. 8.45 e. h., held-
ur fyr en vanalega.
Þetta erindi er það fimta, sem
hefir verið flutt þetta síðastliðna
ár. öll hafa þau verið áheyrileg
og fróðleg, hvert öðru betra, og
má búast við að þetta erindi
verði ekki sízt. Allir þekkja
próf. Johnson og margir hafa
heyrt til hans áður og vita því
við hverju þeir mega búast.
Sjötta og síðasta erindið verð-
ur flutt af G. J. Guttorssyni,
skáldi, um frumbýlmgsárin í
Norður Nýja íslandi, á íslenzku,
19. maí, en það verður nánar aug-
lýst síðar.
Mrs. Danielson, forstjóri kvöld-
skólans, hefir verið heppin í vali
á ræðumönnum í þessi s.l. þrjú
ár, eins og allir geta séð, með
því að lesa bókina, “Iceland’s
Thousand Years”, og svo erind-
in, sem birt verða 1 Icelandic
Canadian Magazine. Hún hefir
sýnt dugnað og forsjá, með aðstoð
nefndar sinnar, í starfrækslu
skólans, sem hefir veitt þessa röð
af uppbyggilegum erindum og
svo fræðslu í íslenzkri tungu,
bæði í málfræði og bókmentum.
A undan erindi próf. Johnson
fer fram stuttur fundur Icelandic
Canadian Club. Þar verður rætt
um skemtikvöld, sem ákveðið er
að hafa 26 apríl, og fleira. Ef
nokkur hefir nýjar hugmyndir
að bera fram þá verður tækifæri
þar.
Svíar heiðra sex íslendinga
Sendiherra Svía hefir nýlega
afhent eftirtöldum mönnum
þessi sænsku heiðursmerki, sem
Hans Hátign Svíakonungur
hafði sæmt þá fyrir nokkru:
Agnar Kl. Jónsson skrifstofu-
stjóri, kommandörstig Vasa-
orðunnar II. fl.
Guðmundur Vilhjálmsson fram-
kvæmdajrstjóri, kommandörstig
Vasaorðunnar II. fl.
Guðlaugur Rósinkranz yfir-
kennari, riddarakrossi Norður-
stj ömu-or ðunnar.
Gunnlaugur Briem fulltrúi,
kommandörstig Vasaorðunnar II.
fl.
Óli Vilhjálmsson framkvæmd-
arstjóri, kommandörstig Vasa-
orðunnar, II. fl.
Vilhjálmur Þ. Gíslason skóla-
stjóri, kommandörstig Vasa-
orðunnar, II. fl.
—Vísir 7. marz.
Á myndinni að ofan sézt .alls konar leðurvarningur, sem
hafður verður á iðnsýningu, er brezkir iðjuhöldar, yfir
3,000 að tölu stofna til í London og Birmingham dagana
frá 5. til 16. maí næstkomandi.
DE LEEUW LUMBER & FUEL (0., LTD.
414 Des Meurons, St. Boniface Yaxd and Office: Ph. 204 881-2
HINN og ÞESSI SKÓFATNAÐUR
Handa mönnum og piltum
Hvaða tStiskemtun, sem um ræðir . . . njótjð þér hennar betur, ef þér
hafið viðeigandi skófatnað, sem þannig er gerður, að sunnangolan ieiki
urti fætur yðar; hjá EATON’S er mikjð úrval af léttiskóm, skemti-
snekkjuskóm, ilskóm, tennis- og
sumarbústaðaskóm. Stærðir yfir höf- (II? 1 Q C 4-11 /I Q C
uð frá 6 tii 12. Parið á . U1
Men’s Shoe Section, The Hargrave Shops for Men, Main Floor.
*T. EATON C?,m,TEo
Innköllunarmenn LÖGBERGS
Amaranth, Man. B. G. Kjartanson
Akra, N. Dak.
Backoo, N. Dakota.
Árborg, Man K. N. S. Fridfinnson
Árnes, Man. M. Einarsson
Baldur, Man O. Anderson
Béllingham, Wash. Árni Símonarson
Blaine, Wash Árni Símonarson
Boston, Mass Palmi Sigurdson
384 Newbury St.
Cavalier, N. Dak
Cypress River, Man. . O. Anderson
Churchbridge, Sask S. S. Christopherson
Edinburg, N. Dak Páll B. Olafson
Elfros, Sask. Mrs. J. H. Goodmundson
Garðar, N. Dak Páll B. Olafson
Gerald, Sask C. Paulson
Geysir, Man. K. N. S. Friðfinnson
Gimli, Man. O. N. Kárdal
Glenboro, Man O. Anderson
Hallson, N. Dak Páll B. Olafson
Hnausa, Man. K. N. S. Fridfinnson
Husavick, Man O. N. Kárdal
Langruth, Man John Valdimarson
Leslie, Sask. Jón Ólafsson
Lundar, Man Dan. Lindal
Mountain, N. Dak. .. Páll B. Olafson
Point Roberts, Wash. S. J. Mýrdal
Riverton, Man. K. N. S. Friðfinnson
Seattle, Wash. J. J. Middal
6522 Dibble N.W, Seattle, 7, Wash.
Selkirk, Man Mrs. V. Johnson
Tantallon, Sask J. Kr. Johnson
Vancouver, B.C F. O. Lyngdal
5975 Sherbrooke St. , Vancouver, B.C.
Víðir, Man K. N. S. Friðfinnson
Westbourne, Man. Jón Valdimarson
Winnipeg Beach, Man. O. N. Kárdal I