Lögberg - 17.04.1947, Blaðsíða 1

Lögberg - 17.04.1947, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 i S A Complete f’leaning I’ istitution 60- ÁRGANGUR PHONE 21 374 A Complete Cleaning Institution NÚMER 16 pRÁ FJÓRVELDA- F.UNDINUM í»að væri synd að segja, að alt gangi ejns Qg j SQgu á fjórvelda- ^ndinum í Moskvu, því enn sem °mi8 er, verður ekki annað með Sanni sagt, en þar sé hver hend- ln uppi á móti annari. Bretar Bandaríkjamenn eru því . yRtir, að Saarhéruðin verði lnnlimuð í Frakklami, en Rúss- ar eru því algerlega mótfallnir; málaleitanir um friðarsamninga Vlð ^ýzkaland þokast ekki áfram Um fet, og er hið sama að segja Um skaðabótakröfur Rússa á endur Þjóðverjum, sem áminst- lr tveir aðilar telja með öllu óað- §engilegar. VINNUR SÉR MIKLA SÆMD Pairick Gordon Ólafsson HV|RFILBYLUR veldur PEISILEGU MANN- OG EIGNATJÓNI t fyrri viku geisaði afskapleg- nr hvirfilbylur yfir Texas og Klahoma-ríkin í Bandaríkjun- Um, er gerði það að verkum, að yfir hundað og fimtíu manns tyndu lífi, þúsundir limlestust °S enn aðrar þúsundir urðu hús- vUtar, auk þess sem eignatjón nemur mörgum miljónum doll- ara; var þetta eitt hið mesta fár- Vlðri, sem sögur fara af í á- mUistum svæðum Bandaríkj- anna. EKKI a eitt sáttir Ekki alls fyrir löngu birti dag- aðið Winnipeg Free Press þá regn frá Ottawa, að naumast myndi alt með feldu um þessar mnndir í herbúðum íhaldsflokks- *ns. varðandi forustu Mr. Brack- ensi þá var og jafnframt látið í veðri vaka, að flokkurinn vildi yúr hvern mun losast við J. M. aedonnell, sem formann íhalds- samtakanna í landinu, en þeirri Stuðu hefir hann gegnt í síðast- 1 m tvö ár, jafnframt þing- mensku fyrir Muskoka-kjördæm- , 1 Dntario; er honum borið það a Urýn, að hann hafi unnið slæ- e§a að útbreiðslumálum flokks- lns- og þess vegna hjakki alt í Sarna farinu; telja ýmsir þetta °rboða þess, að flokkurinn vilji lafnframt losna við Mr. Bracken leiðtoga og fá John J. Diefen- aker frá Saskatchewan í stað- mn; er Mr. Bracken einkum nndið það til foráttu, að hann ae§i nálega alt af já og amen við lnum og þessum jafnaðar- mensku nýmælum Mr. Kings; mikilsmegandi íhaldsmaður í oronto, lét þess r.ýlega getið 1 > að nema því aðeins, að breytt Verði hið bráðasta til um forustu, §efi auðveldlega svo farið, að lnn fornfrægi íhaldsflokkur Verði þriðji eða jafnvel fjórði °kkurinn í röð að neðan varð- andi bingstyrk sinn, að afstöðn- Um næstu sambandskosningum. . Á nýlega afstöðnu flokksþingi 1 aidsmanna, sem háð var í Ot-4 aVva’ varð það nú samt ofan á, I Mr. Macdonnell var endurkos- forseti íhaldssamtakanna Bynr næsta starfsár, og Mr. racken fyrst um sinn látinn í að t’ en ^lt6 er 3afnframt víst, e °rkólfar íhaldsins eru síður n svo á eitt sáttir um viðhorf og arfsaðferðir flokksins. Hinn ungi mentamaður, sem hér um getur og myndin er af, er Patrick Gordon Ólafsson, son- ur Jóns Ólafssonar stáliðnaðar- verkfræðings hér í borg og frú- ar hans Margrétar Summers- Gordon Ólafsson; er Jón ættaður frá Vestra Geldingaholti í Gnúp- verjahreppi í Árnessýslu, en frú hans fædd, uppalin og mentuð á Skotlandi. Patrick Gordon er fæddur í Winnipeg 21. ágúst 1920; hann hlaut alþýðuskólamentun sína í þessari borg, en lagði jafnframt 1 allmög ár stund á málmvinslu- fræði hjá föður sínum; hann gekk á lærðan skóla í Aberdeen á Skotlandi, en lauk burtfarar- prófi með ágætum vitnisburði við United College í Winnipeg. Eftir tveggja ára nám við McGill háskólann, lauk þessi ungi mað- ur þar Bachelor of Science prófi með ágætiseinkunn, og nú hefir honum fallið sú sæmd í skaut, að vísindafélagið National Research Council 'hefir veitt honum $450.00 námsstyrk frá 1. október, 1947 að telja, ásamt ókeypis ferða- kostnaði til áminsts háskóla; er þessi viðurkenning foreldrum Fatricks mikið ánægjuefni, og fjölda annara vina. -f -f SALA ORUSTU- FLUGVÉLA Birgðamálaráðuneytið brezka hefir lýst yfir því, að stjómin hafi nýverið selt Tyrkjum 500 orustuflugvélar af nýjustu og fullkomnustu gerð; talið er víst, að Tyrkir greiði andvirði flug- vélanna fneð lánsfé frá Banda- ríkjastjórn. Flugvélakostur Tyrkja er sagður að vera næsta takmark- aður og úr sér genginn. -f -♦• -♦• Deilir þunglega á Truman forseta Henry Wallace fyrrum vara- forseti Bandaríkjanna, er á fyrir- lestraferð um brezku eyjarnar um þessar mundir; hefir hann í ræðum sínum deilt þunglega á Truman forseta og þjóð sína fyr- ir afstöðuna gagnvart Rússlandi og hinn fyrirhugaða fjárhags- og hernaðarlega stuðning við Tyrk- land og Grikkland, telur hann að með þessu sé í raun og veru stofnað til samsæris gegn Soviet- ríkjunum, er leitt geti til hins ægilegasta stríðs fyr en menn alment gruni. Flokksbræður hins fyrverandi vara-forseta em öskureiðir yfir ræðum hans, og telja það auðsætt, að hann sé auðsveipt verkfæri í höndum rússneskra kommúnista, og vilja helzt að hann verði rekinn með harðri hendi úr Demokrata- flokknum. FJÖLSÓTT OG ÁNÆGJU- LEG SAMKOMA Síðastliðið laugardagskvöld fór fram í Sambandskirkjunni árs- lokasamkoma Laugardagsskól- ans, fjölsótt og að öllu hin á- nægjulegasta; stjórn samkom- unnar hafði með höndum for- stöðukona skólans, frú Ingibjörg Jónsson, og mælti fram nokkur inngangsorð varðandi starfsemi og viðhorf skólans. Börnin skemtu með sjónleikj- um. framsögn og söng; stjórnaði söngnum ungfrú Vilborg Eyjólfs- son með aðstoð Mrs. S. B. Stef- ánsson, er var við hljóðfærið; fór söngurinn yfir höfuð hið bezta fram; hið sama mátti í raun og veru um önnur atriði skemtiskrárinnar segja; það var regluleg unun að hlusta á hve börnin báru íslenzkuna greini- lega fram, og horfa á hve hátt- prúð þau voru; fjögur börn, er í allan vetur höfðu sótt skólann stundvíslega, voru sæmd verð- launum. Frú Kristín Johnson hafði að mestu annast um leik- búninga barnanna, er voru um alt hinir prýðilegustu. Ekki jók það lítið á ánægju samkomugesta, að á samkomunni var staddur og tók til máls, Ófeigur J. Ófeigsson læknir úr Reykjavík; lét hann í ljós fögn- um sinn yfir starfsemi Laugar- dagsskólans, og þakkaði kennur- um og börnum ágæta og eftir- minnilega skemtun; gaf hann einum kennaranum, Jóni Butler, sem er íslenzkur í móðurætt, vandaða minjagjöf; þá flutti Ófeigur læknir kveðjur til Vest- ur-lslendinga frá biskupnum yfir Islandi, herra Sigurgeir Sig- urðssyni, og var þeim tekið með miklum fögnuði; hann lét vel af ihögum fólks heima, en var fá- orður um Heklugosið, enda er hann fór að heiman, lítt kunnugt um afleiðingar þess að öðru leyti en því, að líklegt þætti að all- margar bújarðir á hættusvæðinu, færu í eyði fyrst um sinn; þökk- uðu samkomugestir lækninum fögur ummæli hans með dynj- andi lófaklappi. Samkomunni lauk með stuttri en kjarnyrtri ræðu, sem forseti Þjóðræknisfélagsins, séra Valdi- mar J. Eylands flutti. -f -f -♦• FLYTUR MEIRIHÁTTAR RÆÐU D. Richard Beck, prófessor í Norðurlandamálum og bókment- um við ríkisháskólann í Norður Dakota, var gestur * Jamestown College, í Jamestown, N. Dakota, og aðalræðumaður á árlegri sam- komu skólans til heiðurs þeim stúdentum, sem fram úr skara í námi (Honors Day Convocation), þ. 28. marz. Ræða hans við það Itækifæri fjallaði um “Liberal Education and the Challenge of Today.” -f -f -f ÁRNI FRÁ MÚLA LÁTINN Nýkomin Islandsblöð láta þess getið, að nýlátinn sé í Reykja- vík Árni Jónsson frá Múla, fyrr- um þingmaður fyrir Norður- Múlasýslu, mælskumaður mikill og ritfær með ágætum; hann var sonur þjóðskörungsins Jóns Jóns- sonar alþingismanns frá Múla. Árni lætue„ eftir sig ekkju, frú Ragnheiði Jónasdóttur frá Brennu í Reykjavík og uppkom- in börn. Hundrað íslenzkir skátar á alþjóðaskátamót í Frakklandi Líkur eru fyrir því, að um 100 íslenzkir skátar fari í sumar á alþjóðamót skáta (Jamboree), sem haldið verður í Frakklandi í sumar. Að því er Björn Sveinbjarnar- son hefir tjáð Vísi hefst Jam- bore-mótið 9. ágúst í Moison í Frakklandi og stendur til 22 ág. Þetta er fyrsta Jamboree-mót frá því fyrir stríð, eða 1937, en þá var það haldið í Hollandi. Er það venja að halda mót þessi fjórða hvert ár, en vegna styrj- aldarinnar féll það niður 1941. Vegn þess að þetta er fyrsta allsherjarskátamótið eftir styrj- öldina, er það kallað “friðar- jamboree” og hafa Frakkar gíf- urlega mikinn undirbúning fyrir Iþað. Þátttakendur eru væntan- legir frá 52 þjóðum frá öllum álfum heims og gert er ráð fyrir að um 42 þúsund skátar taki þátt- í því. Moison, staðurinn, sem hefir verið valinn fyrir mótið liggur um 65 km. fyrir vestan París. Þremur síðustu dögum mótsins verður varið til ferðalaga, bæði um París, Versailles og aðrar ná- grannaborgir og héruð. ísland hefir fengið leyfi hjá Jamboree-nefndinni til þess að senda 140 skáta, en hér heima hefir verið ákveðið að takmarka töluna við 100 skáta. Þetta er þó miðað við að gjaldeyrisleyfi fá- ist fyrir hópinn, en um það hafa Skátar sótt til Viðskiftaráðs. Íslenzkir skátar hafa undir- búið þátttöku sína frá því fyrir áramót. Hafa þeir ákveðið að hafa með sér íslenzka sýningu, þar sem sýndar verða ljósmyndir af landi og þjóð og sennilega munir, er gefa á einn eða annan hátt íslenzkt þjóðlíf og athafna- líf til kynna, og vel eru til þess fallnir að kynna þjóð vcfra og menningu hennar. Þá niunu ' Skátar ennfremur hafa með sér íslenzkar litkvik- myndir og hafa þegar fengið lof- orð fyrir 4 slíkum kvikmyndum af íslenzku þjóðlífi, atvinnuhátt- um og landslagi. Af þeim eru tvær með ensku tali. Ennfremur hafa þeir sérstaka kvikmynd með sér, sem sýnir skátalíf á Islandi, störf þeirra, ferðalög og skemt- anir. Kvikmyndir þessar verða sýndar á einu kvikmyndahús- anna, sem er á mótsstaðrjum. Ætti þetta að geta orðið hin bezta og nýtasta landkynning, ef vel er um hnútana búið, enda er naumast annars að vænta af skátum. Gert er ráð fyrir að Skátarnir fari héðan urn mánaðamótin júlí- ágúst, en að Jamboree-mótinu loknu verði heimförinni þrískift. Fýjrsti flokkurinn, og sá sem annríkast á, fer strax heim og e. t. v. loftleiðis. Annar hópur dvel- ur nokkurn tíma áfram í Frakk- landi til þess að skoða sig um og fer síðan yfir England og heim, en þriðji hópurinn fer til Norðurlanda og þaðan heim. Skátar vænta sér mikils af för þessari og væntanlega verður hún þeim í senn lærdómsrík og ánægjuleg. —Vísir 15. marz. Hvetur til samvinnu Winston Churchill hefir lýst yfir því, að óhjákvæmilegt sé, að Bretar hlíti forustu Bandaríkja- þjóðarinnar fyrst um sinn og starfi í samvinnu við hana, með- an brezka þjóðin sé að rétta við. KÆRKOMINN GESTUR Ófeigur J. Ófeigsson læknir Hingað til borgar kom flug- leiðis frá Reykjavík síðastliðið föstudagskv., Ófeigur J. Ófeigá- son ilæknir, sem Islendingum hér um slóðir er að góðu kunnur af fyrri heimsóknum og langvinnri dvöl, er hann stundaði hér fram- haldsnám í læknisfræði; nýtur 'hann almennings orðs fyrir dugnað og samvizkusemi sem sérfræðingur í lyflækningum gegn innvortis sjúkdómum; nú er Ófeigur læknir hingað kominn að þessu sinni til frekara náms með það fyrir augum, að taka mikilvægt próf í læknavísind- um við Manitobaháskólann nú í vor, sem ekki þarf að efa að lán- ist vel, þar sem jafn ágætur námsmaður á í hlut. Ófeigur læknir ráðgerir að dvelja hér fram í lok næstkom- andi júnímánaðar. Lögberg býð- ur hann hjartanlega velkominn til borgarinnar. Ófeigur læknir er þjóðhollur maður, og er um þessar mundir framkvæmdarstjóri Þjóðræknis- félags Islands. f ♦ -f -f STJÓRNARKREPPAí FRAKKLANDI Það er nú í sjálfu sér engin ný bóla þótt stjórnir Frakklands eigi sér skamman aldur, og nú er því spáð, að ráðuneyti það, er Paul Ramadier veitir forustu, sé í þann veginn að syngja sitt síð- asta vers; stafar þetta ástand af biturri togstpeitu milli jafnaðar- manna annars vegar og kommún- ista hins vegar; í því falli að stjórnarskifti verði eigi umflúin, þykir líklegt að Leon Blum verði einu sinni enn falin myndun nýs ráðuneytis. ♦ •♦••♦■ HEIMSDROTNUNAR- STEFNA Senator Tom Connally, Demo- krat frá Texas, flutti þann 10 þ. m., ræðu í öldungadeild þjóð- þingsins í Washington, er vakið hefir geisiumtal og athygli vítt um heim; veittist hann þar þung- lega að heimsyfirdrotnunar- stefnu Rússa sem hann taldi nauðsynlegt, að gengið yrði hið skjótasta milli bols og höfuðs á; hann sagði að Bandaríkin ættu að krefjast þess, að Rússar leystu að fullu úr ánauð þau leppríki, sem þeir hefðu sölsað undir sig og blekkt með pólitískum áróðri; nú væri það orðið svo ljóst, að ekki yrði um vilst. að Rússar ‘hefðu sett sér það markmið, að verða einvaldir í Evrópu og færa sig síðar upp á skaftið með heims drottnun fyrir augum; þeim væri vitaskuld guðvelkomið, að búa við það stjórnarfar heirna fyrir, er þeir teldu heillavænlegast; á hinn bóginn væri ásælni þeirra í garð annara þjóða, háskaleg og óréttlætanleg. “Á sögueyjunni er altaf- hlýtt” Tíðindamaður blaðsins brá sér um borð í Drottninguna, er hún kom í gær, og átti þá tal við einn skipsmanna um siglingar milli landanna nú í vetur og þá erfið- leika, sem við er að stríða vegna ísalaga á siglingaleiðum. “Er ekki erfitt. að sigla um þessar mundir?” spurði tíðinda- maður blaðsins einn af áhöfn Drotningarinnar? “I nánd við Danmörku er það ekki beinlínis auðvelt. Á leið- inni frá Kaupmannahöfn og út að Jótlandsskaga er ísinn 12 — 24 þumlunga þykkur. “Voruð þið í skipalest?” “Nei, við höfðum sérstakan ís- brjót til Helsingjaeyrar. Við Hven mættum við níu skipum í lest, meðal þeirra var Brúarfoss. Við sigldum í rennu þessara skipa og komust einir til Halm- stad í Svíþjóð. Þaðan urðum við að fá ísbrjót út að Skaga.” “Hversu langan tíma tók þessi sigling?” “Við vorum 27 klukkustundir frá Kaupmannahöfn til Jót- landsskaga, en sú leið tekur venjulega 12 klukkustundir. “Gekk ferðin annars vel?” Já, eftir að við losnuðum úr ísnum gekk alt ágætlega.” “Finst yður ekki hlýtt hér?” # “Jú, á sögueynni er altaf hlýtt.” “Hafið þér verið lengi í förum milli Kaupmannahafnar og Reykjavíkur?” “Þetta er 128. ferðin mín.” “Hvernig gengur með sam- göngur milli Sjálands og Fjóns?” “Þær eru sama og engar. Is- brjóturinn, Holger Danske, fer yfir beltið daglega, en engeu: ferjur.” “Er þá ekki farið að bera á matarskorti í Kaupmannahöfn?” “Kjötskortur er a. m. k. tals- verður, en verst er þó eldsneytis- leysið. Stórar sambyggingar í Höfn, sem hitaðar eru upp með miðstöðvarhita, eru algerlega eldsneytislausar og margar fjöl- skyldur eiga ekkert til þess að láta í ofnana. Sjómaður, sem eg þekki, kom um borð til þess að hita sér hjá okkur, síðan sagðist hann ætla að fara heim og hátta hjá konunni og börnunum, sem ekki fóru á fætur vegna kulda í íbúðinni. Við áttum að fá kol frá Póllandi, en Eystrasalt er frosið og allar siglingar þar stöðvaðar. Siðasíta skipið, sem kom frá Borgúndarhólmi var 70 klukkustundir á 8 stunda leið. Það var 24. febrúar. Síðan hefir ekkert skip komist til Borgund- arhólms. — Okkur veitti ekki af að fá eitthvað af hlýjunni ykkar hérna á Islandi. —Vísir 6. marz. -♦•-♦•-♦• INNFLUTNINGUR PÓLVERJA Að því er fregnir frá Ottawa 'herma, er fullyrt, að á næst- unni verði fluttir hingað til lands ellefu hundruð i ólverjar, er taki að sér vinnu- mensku á bændabýlum viðsveg- ar í Vesturlandinu; nokkuð af þessum mönnum mun starfa við sykurrófnaræktina; alt eru þetta menn á bezta aldri, sem teklð höfðu þátt í herþjónustu í síðasta stríði.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.