Lögberg - 22.05.1947, Blaðsíða 5

Lögberg - 22.05.1947, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. MAÍ, 1947 5 t ÁHUGAMÁL LVENNA Ritstj&ri: INGIBJÖRG JÓNSSON Gangið ykkur til hressingar og heilsubótar Síðan bílar urðu svo að segja a'lmennings eign, hafa göngu- ferðir að miklu lagst niður; fólk veigrar sér við að ganga, þótt ekki sé nema um stuttan spöl að ræða; því finst að það megi ekki eyða tíma í að ganga, það verði að komast sem fljótast á áfangastaðinn. Þessi stöðugi flýtir er kominn í vana og tauga- spenningur og taugaveiklun hefir aukist að sama skapi. ,Því ekki að ganga, að minsta kosti þegar um stuttar vega- lengdir er að ræða? Líkaminn þarfnast daglegrar þjálfunar, og talið er að engar líkamsæfingar faki fram gönguferðum, jafnvel ekki sund. Oft hefi eg mætt, hér á Sargent Avenue, blindum manni; hann hefir hund í bandi, sem gengur á undan honum og vísar honum íeið. Þessir félagar eru auðsjá- anlega að ganga sér til hress- ingar og heilsubótar. Maður þessi er útitekinn og hraustlegur °g altaf heilsar hann glaðlega, þegar hann heyrir mann nálgast. Sennilega mun útiveran og gönguferðir hans hafa hjálpað honum til að halda lífsgleði sinni óskertri, þrátt fyrir þennan kross sem hann ber. Víst er um það að ef eitthvað amar að 'naanni, maður er áhyggjufullur oða í slæmu skapi, þá er göngu- túr hið bezta meðal; hann feykir oftast í burt allri ólund, hugs- unin verðuir skýrari, og þegar rnaður kemur heim aftur, sér rnaður viðfangsefnin í nýju og hjartara ljósi. Nú eru hinir sólskinsríku sum- ardagar að ganga í garð; mikið er það hressandi og skemtilegt að ganga úti í góða veðrinu og feiga í sig ferska loftið. Mikil blessun er það að eiga heilbrigð augu og geta notið fegurðar nátt- úrunnar og athugað hvernig um- hverfið breytist dag frá degi. Er ekki nautn í því að sjá trén laufgast á ný, grasið grænka, blómin springa út ungbörnin ieika sér úti; fögur hús rísa frá grunni, gömul hús máluð á ný? Alt þetta og margt fleira mætir auga göngumannsins á ferðum bans. Ef maður er óvanur að ganga, þá «r ekki vert að fara of geist af stað, en liðka sjálfan sig fyrst ^rieð stuttum göngum, eins og hálfa mílu; og lengja gönguna smámsaman upp í 3 til 4 mílur á úag. Til þess að hafa sem mest gagn af göngunni ætti fólk að ganga hvatlega. Hermennirnir ganga vanalega 3% mílu á klst., eri Það er sennilega of mikill gönguhraði fyrir kvenmenn. Annars hagar hver göngutíma °g gönguhraða sínum eftir því sem honum hæfir bezt. Fólk skyldi varast að ofþreyta sig; á- gætt er að stanza af og til, eins og á hverri Va mílu og hvíla sig. ^eir, sem hafa veiklað hjarta eða fótakvilla, eiga vitanlega ekki að ofreyna sig á göngum. Nauðsynlegt er að fæturnir séu í góðu lagði, ráðlegast er að láta lækni skera burt öll líkþom; ef fæturnir svitna um of, er gott a® Þyo þá úr álúnsvatni einu sinni á viku. Þá er ekki nokkurt vit í því að tipla áfram á háum haelurn, það orsakar ýmiskonar fótakvilla, bakverk og fleira. ®ezt er að fá gönguskó líka þeim hjúkrunarkonur nota, eða skó eins og stúlkurnar í hernum not- uðu. Klæðnaður allur ætti að vera viðeigandi, og sem þægilegastur, éttur en nógu hlýr, ef kalt er í veðri; pilsið fremur stutt og nógu vitt, svo það hamli ekki göng- unni; smábudda, sem hægt er að geyma í vasanum eða taska með axlaról; hattur, sem tollir á höfðinu þótt hvast sé í veðri; regnkápa og regnhattur í votu veðri; dökk gleraugu (þau er augnlæknar ráðleggja) eru ágæt í miklu sólskini. Þá er ekki síst nauðsynlegt að temja sér fallegt og eðlilegt göngulag. Það er ófögur sjón að sjá ungar stúlkur stika áfram með höfuðið niður í bringu og bognar í hnjáliðunum, eða þá að sjá þær tipla áfram með höfuðið beint upp í loftið og fattar í baki. Hér fara á eftir þrjár megin- reglur göngulagsins: 1. Berið höfuðið hátt, horfið beint frarn. Gætið þess samt að láta ekki höfuðið “stirðna” í þessum stellingum, því að vitan- lega er því eðlilegast að hreyfast lítið eitt fram og aftur á göng- unni. 2. Setjið herðarnar lítið eitt aftur og verið beinar í baki. 3. Setjið fæturna beint fram, hvorki of stutt né of löng skref, en reynið að rata hinn gullna meðal veg. Réttið úr hnjáliðun- um. Þessa íþrótt ættu allar stúlk- ur og konur að iðka dag hvern, hvort sem þær fara í langar gönguferðir, ganga á borgargöt- unum, eða aðeins milli herbergja. Smátt og smátt verður göngulag- ið þeim eðlilegt og þær hafa þá loks lært að taka létt og fjaður- mögnuð spor, lært að vera bein- ar í baki og bera höfuðið frjáls- mannlega — með öðrum orðum, lært að ganga eins og menn. Nú rnunu einhverjar önnum kafnar húsmæður segja: “Ætli eg hafi ekki í nógu að snúast á heimilinu þó eg fari ekki að leggja það á mig að ganga hing- að og þangað í erindisleysu? Eg fæ nægilega líkamsæfingu við heimilisverkin. ” “Tilbreyting jafnast á við hvíld” er gamalt máltæki. Það er afar þreytandi að hafa hug- ann stöðugt bundinn við heimilis- störfin; stuttur göngutúr breytir umhverfinu; hitt og annað ný- stárlegt ber fyrir augu, er beinir huganum í aðrar áttir um stutta stund og í því felst hvíld. Þar að auk er loftið ávalt hreinna úti en inni og þessvegna hressandi. Sumar kunna e. t. v. ekki við, að ganga eitthvað út í bláinn, en vilja fara til ákveðins staðar. Ekkert er auðveldara en að ganga ofan í bæ í stað þess að fara á strætisvagninum; að ganga yfir til vinkonu sinnar í stað þess að síma henni; að ganga niður á bókasafnið, eða út í lystigarðinn eða þá að tilteknu stræti og til baka aftur. / Legðu af stað í gönguferð þína með það í huga, að þú munir hafa ánægju hressingu og heilsu- bót af henni, og þá mun það verða. Góða ferð! Siggi iitli var eina barn for- eldrá sinna. Hann var fjögra ára. Mánuði fyrir jól var hann spurður að því, hvers hann ósk- aði sér í jólagjöf. Hann vildi helzt eignast bróður. Hann fékk þá ósk sína uppfylta. — Næsta ár var hann spurður um líkt leyti, hvers hann óskaði sér. Hann vildi eignast systur og fékk það iíka. Þriðja árið voru foreldrar hans ekki að hafa fyrir því að spyrja hann, svo hann sá sér ekki ann- að fært en að bera fram ósk sína óspurður: Islenzkur loðdýraræktarmaður vestan hafs Skúli Benjamínsson hefir sér- stakan áhuga fyrir afbrigðum (Mutations) en það tekur langan tírna að finna hina réttu blöndun. Hann hefir fengið mörg fyrstu verðlaun fyrir loðdýr sín á sýn- ingum í Canada og nú á síðast- liðnu hausti fekk hann ekki ein- I nóvemberhefti “The Fur Trade Joumal of Canada” er grein eftir Mr. Skúla Benjamíns- son í Winnipeg, og þar sem mér þykir grein þessi svo skemtileg og lærdómsrík fyrir íslenzka lesendur, sem ekki eiga kost á að sjá “The Fur Trade Poumal”, tek eg hana hér upp. “Mr. Benjamínsson hefir nú stundað loðdýrarækt um margra ára skeið,” sagði stéttarbróðir hans í loðdýraræktinni, “og þekkir loðdýraræktina betur en flestir aðrir. Hann er meðal hinna allra fremstu í öllum nýj- um hugmyndum, og alt, sem hann segir í þessu efni, má telj- ast áreiðanlegt og rétt. En Mr. Benjamínsson sjálfur er ekki svo viss um það nú orð- ið. Fyrir 30 ámm hélt hann þó að hann vissi alt um loðdýra- rækt, en eftir því, sem hann sá betur hversu mairgbrotin minka- og refaræktin er, sá hann einnig betur að þarna er heill heimur óþektur enn. “Hamingjan fylgdi upphafinu þegar eg fyrst byrjaði loðdýra- ræktina 1922,” sagði Mr. Benja- mínsson með hæglæti og tals- verðum íslenzkum hreim í rödd- inni. Eg keypti 2 pör af silfur- refum fyrir 1000 döllara parið. Allir héldu að eg væri geggjað- ur og eg var ekki einu sinni sjálfur viss um að eigi væri svo ástatt með mig, þar sem verðið á refunum hafði fallið úr 1500 dollurum í 1000 dollara parið frá árinu áður.” Þrátt fyrir alt, var þó hamingj- an með Skúla fyrstu árin. Fjóra hvolpa fekk hann undan hvoru parinu og næsta ár átti hann 6 pör. “Þá var það” — segir Skúli — “að eg hélt að eg kynni alt, sem máli skifti, um refaeldi, en síðan hefi eg séð margar breytingar á umliðnum árum, sem ekki eru í samræmi við að sem áður var álitið. Loðdýraræktin er ekki leikur einn.” Skúli Benjamínsson fekk fyrstu þekkingu sína á loðskinn- um, eins og raunar margir aðrir loðdýraræktarmenn, þegar hann var unglingur til heimilis á býli einu nokkrar mílur fyrir norðan Gimli og hafði þar tækifæri til að stunda dálítið veiðar með dýraboga, 50 cent fyrir skinnið var í þá daga ekki svo lítil fjár- hæð í augum drengja. Hann veiddi í boga nokkra minka og þó meira af refum og loks fáeina “skunka”, sem kaupendur gáfu þá fyrir um hálfan dollar. Móður hans var ekki mikið gef- ið um þessar tekjur, því henni þótti vond lyktin af hræjunum, einkum af skunkunum, enda er ódauninum af þeim dýrum við brugðið. Loðdýrabúið “The Silver Heights Fur Ranch”, sem er nafnið á loðdýrabúi Skúla, er við hliðargötu, sem liggur í suð- ur frá Winnipeg - Brandon aðal- veginum, þar sem hann hefir um 70 ekrur skógivaxins lands. — Eg óska mér, sagði hann, ef hún mamma gæti komið þvi í kring, án þess að það yrði henni alt of erfitt,, að eg fái folald. Tvær mýs komust inn í matar- búr. Önnur músin var svartsýn en hin var bjartsýn. Þær rákust á fötu á búrbekknum og stukku báðar upp í hana. í fötunni var rjómi. Svartsýna músin svipaðist um og sá sig umkringda af of háum fötubörmum til þess að nokkur möguleiki væri á fyrir hana að komast upp. Hún misti móðinn, sökk til botns og druknaði. En bjartsýna músin hélt áfram að svamla í rjómanum til morg- uns. Þá fann hún alt í einu, að hún stóð á smjördömlu í fötu- botninum. Hluti af þessu skóglendi er not- að fyrir refabú og nokkuð fyrir minkabú. Assiniboine-áin renn- ur kringum tangann, sem Skúli hefir bygt starfsemi sína á. Heimilið er mjög aðlaðandi. Gult hús, sem stendur á slegnum gras- velli, með blómabeðum og mal- bornum akvegi alt 1 kring um völlinn fyrir framan húsið. Til hægri er lítil brú út að skógin- um. Fyrst tók Skúli þetta land til sumarbústaðar, en síðar fór hann að búa þar alt árið. Staðurinn er vel valinn. Hann varð einnig heimkynni hinna fyrstu silfurrefa og afkvæma þeirra. Ræktun silfurrefa í búrum byrjaði í þá daga, þegar menn vissu sáralítið um eldi þeirra eða beztu tilhögun girðinga og hirð- ingar. Sumar af fyrstu bygging- um Skúla eru þó enn notaðar. Síðustu byggingarnar sýna at- hyglisverðar breytingar, sem gerðar eru í þeim tilgangi að létta vinnuna og bæta gæði grá- vörunnar. “Ef þú vinnur verkið sjálfur muntu finna ýms ný handtök og aðferðir til vinnusparnaðar, sem þér annars aldrei hefði dottið í hug,” segir Skúli. Stríðið kendi okkur að auð- velda vinnuna á ýmsan hátt og gera hana hraðvirkari, og alt bú- ið ber með sér að hraðvirkari að- ferðir og betri tilhögun er nú fyrir hendi en áður var. Líklegt er að hið fyrsta, sem þú tekur eftir frá veginum verði græni og hvíti turninn, sem gnæfir hátt yfir refagirðinguna. Margar tröppur liggja upp í varðturn þennan og á honum eru gluggar á öllum hliðum. Firá turninum hefir hirðirinn yfirlit yfir búið og heldur þar vörð um fengi- og got-tímainn. I mörg ár hefir tíann verið fé- ’lagi í “The Manitoba Fur Breeders Association” og einnig í “The Mutation Fur Breeders Association of Canada.” Eins og aðrir meðlimir þessara félaga, gerir hann tilraunir í fóðrun og samvali dýra í þeirri von að fá eitthvað nýtt og betra. Nú er hann að gera tilraunir með platínu-afbrigði, vegna hins góða verðs á þessari vöru. Flest dýr hans eru platína eða perlu- platína (Pearl Platinum), en hann hefir einnig venjulega “hvít- nsa”, platínu- og silfurrefi og einnig “Glacier”, sem eru kyn- blendingar milli “Pearl Plat- inum” og venjulegra refa. Þegar komið er í eldhúsið munt þú heyra hin taktföstu slög loftþrýstivélarinnar, sem heldur vatnsgeyminum altaf fullum af vatni frá djúpum brunni. Undir steingólfinu er kæliklefinn og frystirinn. Þar eru birgðir af kjöti handa dýrunum. Vegna tilhögunar sinnar á vatnsleiðslunni fær Skúli vatn mánuði fyr og hefir það mánuði lengur en aðstæður standa til vegna árstíðar, og vatnið er leitt um allan loðdýragarðinn. 1 eldri hluta garðsins, þar sem vírnetin liggja við jörðu, hefir hann aðra brynningaraðferð. Ker með vatni er sett inn í lok- aða kassa utan við girðinguna, með gat fyrir dýrin að stinga hausnum í gegnum. Vatnið helst kalt og tært og dýrin geta ekki spilt því. , Þannig farast Mr. Harrington orð um landa vorn Skúla Benja- mínsson. Eg vil bæta við nokkrum orð- um. Þó eg þekki ekki Skúla Benja- mínsson persónulega, þá er mér kunnugt um að hann er talinn með hinum allra fremstu mönn- um þar vestra í loðdýraræktinni. göngu fyrstu verðlaun heldur einnig heiðursverðlaun (Grand Champion) fyrir minka á sýn- ingu, sem haldin var 25. til 30. nóvember í Winnipeg, fyrir öll fylki Canada. Svo sem skýrt hefir verið frá í blöðum hér fyrir nokkru, gekkst Loðdýraræktarfélag ís- lands fyrir innflutningi nokk- uirra nýrra minka-afbrigða frá Ameríku nú í vetur. Voru það alls 65 dýr og 59 af þeim voru úr búi Skúla Benjamínssonar, en hin 6 Kobuk-minkar er komu síðar en hinir. Skúli keypti þessa minka hjá öðru loðdýra- búi, sem mikið orð fer af þar vestra. Tilgangurinn með þessum inn- flutningi er bæði að bæta stofn- inn hér með nýju blóði og að fá inn í landið verðmæt afbrigði af minkum, sem gefa mjög verð- mæta feldi. Meiningin er að halda þessum afbrigðum hreinræktuðum, sér- staklega til þess að geta látið mönnum í té undaneldisdýr af þessum stofnum og á þann hátt að fá . verðmætari útflutnings- vöru, mun verðmætari en þær tegundir, sem hér tíafa verið áður. Öll þessi innfluttu dýr hefir Skúli Benjaminsson valið, eins og áður er sagt, og er félagið mjög ánægt með val hans. Líklegt er, að eitthvað af dýr- um þessum verði sýnd á land- búnaðarsýninguni í sumar. Síðastliðið haust leigðu Norð- menn “Skymaster-flugvél” til að flytja 842 minka og 44 silfurrefi frá Ameríku til Noregs og sýnir þetta hve mikill áhugi þar ríkir fyrir loðdýraræktinni, enda hafa Norðmenn löngum staðið fremst- ir Evrópuþjóðanna 1 þessari grein. Páll G. Þormar. —Lesbók. News Letter From Northern California ‘ (April 20th, 1947) WE HAVE MOVED! Welcome to our new home at 1152 Laurel Street, 3 blocks up on Eunice Avenue from Spruce Street, or one block down on Eunice Ave. from Euclid St. The telephone number will be the same after the Strike—AShberry 0150. * * * * One evening while in the midst of our moving, the Ice- landic Students (the Boys only) surprised us by announcing that they had come to help us pack and move. They rolled up the rug but couldn’t cut it! However, they were most welcome and helpful. Thanks! * * * ' On March 29th about twenty friends met at the home of Mr. and Mrs. George Brown to fare- well Mrs. Steinun Loptson, who has returned to the old home in Churchbridge, Sask This time, all the speeches were in Ice- landic! Steinun enjoyed herself so much here in the Bay area that she wants to come again. Here’s hoping, and welcome! * * * One Sunday afternoon last month all the Melsteds from Santa Rosa drove down in a brand new Studebaker to visit with us. Thanks. Come again soon! * * * Mr. Chris Brandson, Ass’t Chief at the Kerchoff Power House at Auberry, Calif., was visiting in the Bay Area last month. Next time Chris, bring the family along! , * * * On March 23rd Gudbjartur (Gus) Gudmundsson, a longshor- man for many years at San Francisco, died at at Saint Francis Hospital. He was laid to rest at Cypress Lawn Memorial Park. * * * Attendance at Good Friday and Easter Services in the Bay Area was reported by a goodly number of our Icelandic Com- munity. On April 6th, Sunday evening (Easter) Sigga Benonys enter- tained the U.C. students from Iceland at a Turkey Dinner which was most deliciously pre- pared by Asta Loa*and Lilla. All enjoyed a quiet and sociable evening, even the reading by candlelight. * * * On April 6th, Mr. and Mrs. Walter Downie entertained Dr. and Mrs. Alton Moore of Chicago and Mrs. Sumi Swanson of Long Beach at an evening Buffet Dinner with about 30 friends. The Moores were spending their Easter Holidays with Mr. and Mrs. Ray Bushnell. Mrs. Swan- son was Easter visiting with her daughter at Oleum, Calif. * * * Dr. and Mrs. F. C. Plummer have had Wilbur (Paul) and Pauline of Los Angeles Easter visiting with them. We under- stand that Wilbur is managing a new Home Decorating concern which promises to be something real artistic. Good luck, Wilbur. * * * Fru Svanlaug Thorarinsen of Reykjavik arrived from Iceland on Palm Sunday. She expects to be visting in these parts until July with her children, Ragnar and Constance and grandchild at Palo Alto, and Henrik who is a student at U.C. Berkley. * * * Do you know that Dr. Ben Eymundson has decided to cut out Saturdays from his work days? To date, we know he has been as busy as ever even on Saturdays. None of us would begrudge him a day of leisure, but he just doesn’t know how to take one, so unless some of us just kidnap him now and then for an occasional day off and thus take him out of cir- culation he will be overdoing a good thing! * * * When moving-time and spring- time are over, we want to cele- brate. How about you? Best greetings. Very sincerely yours, Rev. and Mrs. S. O. Thorlaksson. Á einu ári fóru fram 65 gifting- ar í Hollywood og 54 hjónaskiln- aðir. Reynslan hefir sýnt að “stjörnurnar” tapa hylli þegar þær skilja, en þó kemur það ekki að sök ef þær giftast fjótt aftur. STORE FUR and CLOTH COATS NOW! Avoid risking valuable furs to Moths. Fire and Theft— store t h e m in Quinton’s modern storage vaults. Call them today! C ALL 4 2 36 1 U CLEANERS - DYERS - FURRIERS

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.