Lögberg - 22.05.1947, Side 8

Lögberg - 22.05.1947, Side 8
8 LÖGBERG, FiMTUDAGINN 22. MAÍ, 1947 Úr borg og bygð íslenzkir sjúklingar, sem iiggja á sjúkrahúsum hér í borginni, eða aðstandendur þeirra, eru vinsamlega beðnir að síma Mrs. George Jóhannesson, 89 208, ef æskt er eftir heimsókn eða ís- lenzku blöðunum. Birt að tilstuðlan Djákna- nefndar Fyrsta lút. safn. ♦ Flugferð til íslands “Skymaster”-flugvélin íslenzka, sem skýrt var frá í fyrri viku, að fara myndi frá Winnipeg eða Grand Forks, fyrstu vikuna í júnímánuði beina leið til íslands, fer nú, samkvæmt tilkynningu, sem Gretti L. Jóhannson hefir borist, annað hvort þann 6. eða 8. júní, um leyfi hefir þegar ver- ið sótt til canadiskra stjórnar- valda um að fá lendingarrétt fyrir flugvélina í Winnipeg, og verður nánar frá árangri skýrt síðar. Sextán manns hafa þegar trygt sér far með flugvélinni, og er því enn rúm fyrir nokkra far- þega í viðbót. Allar upplýsingar þessu viðvíkjandi veitir Grettir Leo Johannson, 910 Palmerston Avenue, Símar 71 177 eða 28 637 (eftir kl. 6 e. h.). Seinni part fyrri viku voru staddir í borginni frá Mountain, N. Dak., Kristján Guðmundsson, Joseph Anderson, Árni Johnson og Joe Thorfinnsson. ♦ Frá íslandi komu til borgarinnar á miðvikudagskvöldið í fyrri viku þau Ingólfur Sigurðsson starfsmaður Eimskipafélags ís- lands og frú, ungfrú Svafa Brynj- ölfsdóttir, bróðurdóttir frú Rósu Jóhannsson hér í borg og frú Kristín Pálsson. Ungfrú Svafa ráðgerir að dvelj- ast hér um slóðir árlangt, en hitt fólkið verðm- á ferðalagi hingað og þangað um Islendingabygð- irnar í Manitoba í nokkurn tíma, og mun dvelja vestan hafs nálægt tveim mánuðum; þetta fólk kom flugleiðis frá Keflavík. -f Norðan frá íslendingabygðum við Manitobavatn voru þessir gestir í bænum í fyrri viku, Geir- finnur Pétursson, John Johnson frá Húsey, Grettir Freeman, Indriði Eyford, Oscar Johnson, B. Eggertson og David Eggertson frá Vogar. Síðastliðið laugardagskvöld voru gefin saman í hjónaband í sambandskirkjunni hér í borg- inni þau Páll Haraldur Westdal, B. Sc., og ungfrú May Gillis. Brúðguminn er sonur þeirra Mr. og Mrs. Páll Westdal, sem lengi bjuggu í grend við Wynyard, og nú eiga heima í þessari borg, en brúðurin er dóttir Jósefs heitins Gillis og eftirlifandi ekkju hans, Snjólaugar Gillis, er einnig voru búsett í Wynyardbygð; kiirkjan var hið fegursta skreytt, móður- bróðir brúðarinnar, Helgi Jó- hannesson frá New Folden, Minn., leiddi brúðurina inn kirkjugólf til brúðgumans; svaramenn voru tvö systkini brúðgumans, þau Sveinn West- dal og Sigríður hjúkrunarkona Westdal. í kirkjunni söng frú Elma Gíslason einsöngva, þar á meðal “Hve gott og fagurt og in- dælt er,” en Gunnar Erlendsson varð við hljóðfærið. Séra Philip M. Pétursson gifti. Að lokinni vígsluathöfn var setin vegleg og einkar rausnar- leg brúðkaupsveizla í salarkynn- um Caledonian klúbbsins, og dans stiginn fram um miðnætti. Heimili ungu hjónanna verður i Brandon. ♦ Rétt um það leyti, sem blaðið var fullbúið til prentunar, barst þv sú fregn, að nýlátin væri að heimili sínu 922 Sherburn Street, Mrs. Jónna Andrésson, ekkjá Andrésar Andréssonar plastrara, 83 ára að aldri. -f Mr. og Mrs. Víglundur Vigfús- MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Valdimar J. Eylands, prestur. Heimili: 776 Victor Street, Sími: 29 017. Harold J. Lupton, organisti og söngstjóri. 308 Niagara Street. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: á ensku kl. 11 f. h., á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 12.15 e. h. Söngæfingar: Yngri flokkur- inn—á fimtudögum. Eldri flokk- urinn — á föstudögum. ♦ Árborg-Riverlon prestakall— 25. maí—Hnausa, messa og safnaðarfundur kl. 2 e. h. River- ton, ensk messa og safnaðarfund- ur kl. 8 e. h. 1. júlí—Framnes, messa kl. 2 e. h.; Geysir, messa og safnaðar- fundur kl. 8.30 e. h. B.A. Bjarnason. Ú T V A R P Á sunnudaginn kemur, Hvíta- sunnudag, 25. maí, kl. 11 f. h. (Winnipeg tíma) fer fram ferm- ingarguðSþjónusta í Fyrstu lút- ersku kirkju. Þessari athöfn, sem fer fram á ensku, verður út- varpað frá stöðinni CKY. -♦• Lúterska kirkjan í Selkirk— Hvítasunnudag: Ensk messa, ferming ungmenna klukkan 11 árd. — Islenzk messa og altarisganga kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. -♦• Þann 26. maí (ánnan í hvíta- sunnu) verður messað í Guð- brandssöfnuði. í grend við Mor- den, Man. Messugjörð hefst kl. 3 síðd. Central Standard Time). Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. Gimli prestakall— Sunnudaginn 25. maí — ferm- ingar guðsþjónusta og altaris- ganga fer fram á Gimli, kl. 2 e. h. (D.S.). Guðsþjónusta í Húsa- vick, kl. 8 e. h. Allir boðnir velkomnir. Skúli Sigurgeirson. son, sem nú eru til heimilis á elliheimilinu Betel á Gimli, komu til borgarinnar á föstudaginn var; létu þau hið bezta af aðbúð- NOW is the TIME to order your PIONEER "Bred for Produciion" CHICKS for early fall eggs Canada 4 Star Super Quality Approved R.O.P. Sired 100 50 Breed 100 50 14.25 7.60 W. Leghorns 15.75 8.35 29.00 15.00 W.L. Pullets 31.50 16.25 3.00 2.00 W.L. Ckls. 4.00 2.50 15.25 8.10 B. Rocks 16.75 8.85 15.25 8.10 N. Harrps. 26.00 13.50 B. Rock Pull 29.00 15.00 26.00 13.50 N. Hamo. Pull. 10.00 5.50 Hvy. Breed Ckls. 11.00 6.00 18.50 9.75 L. Sussex Pullets 96% acc.—100% live arr. gtd. —TSROWRR TWIN-BLAST OIL BROODERS give great satisfaction 300 chicks, «24.50, 500 chick» — while the^ last. __ ORDER TODAY n PIONEER ■mATCHEBV* 1PMDUCWS OfHIÍH OUAUTY CWCKS JIIKI I9IO \ 4161 Corydon Ave. Winnipeg inni á Betel. Mr. Vigfússon leit sem snöggvast inn á skrifstofu Lögbergs glaður og ræðinn að vanda; þau hjónin dvöldu hér fram í fyrri part yfirstandandi viku. •♦ Séra Rúnólfur Marteinsson ferðast til Piney á föstudaginn, og flytur þar guðsþjónustu á ís- lenzku og aðra á ensk’u næsta sunnudag, hvítasunnu. -♦■ Þeir P. N. Johnson og J. J. Samson komu heim á fimtu- inn var úr því nær vikuferða- lagi um íslenzku bygðarlögin í North Dakota. -♦• Hingað komu til borgarinnar flugleiðis frá New York á aðfara- nótt þriðjudagsins, tveir Reyk- víkingar, þeir Gísli Sigurbjörns- son, framkvæmdarstjóri elli- heimilisins Grund í Reykjavík, og Oddur Jónasson forstjóri Efnalaugarinnar Glæsis í Reykjavík. Gísli er sonur séra Sigurbjörns Ástvaldar Gíslason- ar og konu hans frú Guðrúnar heitinnar Lárusdóttur. Oddur er ættaður frá Brautarholti í Bráð- ræðishverfinu í Reykjavík. Þeir félagar skruppu til Gimli í gær í för með J. J. Swanson, til þess að litast um á elliheimilinu Betel. -♦ Þann 13. maí var haldið silfur- brúðkaup fyrir þau Mr. og Mrs. S. O. Jonasson, að heimili þeirra, 370 Arlington St. Þar var saman- komið um 50 manns, skyldfólk og vinir. Séra V. J. Eylands stýrði samsætinu og þeir Árni Eggertson, Páll Reykdal og Nor- man McLeod héldu stuttar ræð- ur. Edward Borgfjord, bróðir brúðarinnar, mælti nokkur orð við afhending gjafarinnar, sem var silfurdiskur fullur af silfur- peningum. Mrs. Elma Gíslason söng sólós á milli ræðanna. Silfurbrúðhjónin þökkuðu bæði fyrir sig. Eftir það voru veitingar fram- reiddar og allir fóru heim glað- ir og ánægðir. ♦ Hjónavígslur framkvæmdar í Fyrstu lútersku kirkju á laugar- daginn 17. maí 1947 af sóknar- prestinum, séra Valdimar J. Ey- lands. Sylvia Kristín Guðnason frá Baldur, Man., dóttir Páls heit. Guðnasons og Guðnýjar konu hans, giftist Kenneíh Thomas Mason, frá Vancouver, B.C. og munu þau eiga þar heima. Berlha Björnson, dóttir Jónas- ar Björnson umsjónarmanns á Elliheimilinu Betel og látinnar konu hans Veigu Anderson, gift- ist Albert Alexander De Keruzec frá Vancouver, B.C. og munu þau setjast að þar í borg. Geraid Keith Slephenson, einkasonur þeirra G. K. og Jón- ínu Stephenson (f. Friðfipnson), 1061 Dominion St., giftist Edith Joan Darnell, 810 Garfield St. Að lokinni hjónavígslu athöfn- inni, sem fór fram í viðurvist mikils fjölda fólks, fór fram veg- leg veizla á Royal Alexandra hótelinu, þar sem um hundrað og fimmtíu manns sátu að borð- um. — Ungu hjónin munu setj- ast að í Winnipeg. ♦ Gjafir til "Sunrise Camp” Frá Senior Ladies Aid of the First Lutheran Church, Winni- peg, arður af Te-samkomu, $190.44. Frá Junior Ladies Aid, $60.00. Með innilegasta þakklæti, Clara Finnson. ♦ Falleg bók Þegar ritstjóri Lögbergs kom úr íslandsförinni í fyrra, afhenti hann mér bók, sem hann var beð- EATON'S skreytir VOR-SVIÐIÐ • Meö sólríkri tizku fyrir alla fjölskylduna. • Meö nýjum húsgögnum fyr- ir hvert herbergi. i • Meö cndurnýjun máls og gljákvoöu. • Meö fræi fyrir garösáningu. — fleiri uppðstungur eftir því sem þér flettið fleiri blaðslðum í Vor og Sumar Verð- skránni — Alt yðar með hinni frægu ábyrgð. Ánægðir með vörur, eða peningum skilað aftur að flutningskostnaði inniföldum. •f'T. EATON C°-.„. WINN1PEG CANADA EATONS KVEÐJUSAMSÆTI Efnt verður til kveðjusamsætis fyrir Asgeit Guðjohnsen og fjölskyldu hans, á Marlborough hótelinu á mánu- dagskvöldið þann 26. þ. m., stundvíslega klukkan 7. Fjölskyldan er í þann veginn að leggja af stað alfari til Islands. Aðgöngumiðar til sölu á skrifstofu Lögbergs, og þuirfa að verða sóttir þangað fyrir hédegi á laugar- daginn. The Following Doctors Wish to Announce They Are Now Associated with the KOBRINSKY CLINIC 216 KENNEDY STREET SOLOMON KOBRINSKY. M.D. Maternity and Diseases of Women LOUIS KOBRINSKY, M.D., F.R.C.S.. (Edin.) General Surgery SIDNEY KOBRINSKY, M.D. Internal Medicine M. TUBBER KOBRINSKY, M.D. Physician and Surgeon SAM KOBRINSKY. M.D. Physician and Surgeon SAMUEL RUSEN. M.D. Physician and Surgeon Telephone 96 391 — If iVo Anstver, Call Docior’s Directory — 72152 inn að koma á framfæri við mig til elliheimilisins Betel. Bókin heitir “1 áföngum”, og er samin af Daníel Daníelssyni. einum þjóðkunnasta hestamanni Islands í seinni tíð; bókin er gefin af dóttursyni höfundar, Kristjáni Þórarinssyni. Með kæru þakklæti, J. J. Swanson, , féhirðir Betel. -t- Mr. P. N. Johnson frá Rose- town, Sask., sem dvalið hefir hér í borg síðan í haust, lagði af stað vestur á miðvikudagsmorguninn; í för með honum var Gunnar Grímsson til stuttrar heimsóknar í Vatnabygðum. The Swon Manufacturing Company Manufacturers of SWAN WEATHER STRIP Halldor Methusalems Swan Eigandi 281 James St. Phone 22 641 Leikfélag Sambandssafnaðar sýnir tvö stutt leikrit I. “DAGSETUR” 2. “I BORGARAFÖTUM” 22. og 23. MAÍ í SAMKOMUSAL SAMBANDSSAFNAÐAR horni Banning og Sargenl Inngangur 50c Hefst klukkan 8:15 e.h. TIL KAUPENDA LÖGBERGS og HEIMSKRINGLU Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenzku blöðunum vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 eindíálka þumlunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á þumlunginn; þetta er að vísu ekki mikill tekju auiki, en þetta getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði. Aðrar auglýsingar kosta 70 cents eindálka þumlungur. THE COLUMBIA PRESS LIMITED THE VIKING PRESS LIMITED ♦-♦♦♦♦♦♦♦-♦-♦♦•♦■•♦••♦•■♦■ KAUPENDUR LÖGBERGS OG HEIMSKRINGLU Á ISLANDl Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvont blað. Dragið ekki að greiða blöðin. Það lé’ttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, enu vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON HOLTSGATA 9, REYKJAVÍK Manitoba feitebi MAGPIE—Pica pica A large appearing, very long-tailed bird, speotacularly coloured in blaok and white. Distinctions and Field Marks. With large size, long, sweeping tail, and intense black and white contrasts, mistakable for no other Canadian bird. Nesting. An enormous mass of sticks in lower branches of trees or bushes, with nest in centre, entrance and » exit in opposite sides. Distribution. Europe, northern Asia and western North America. In America, west of the Great Lakes from middle Yukon to New Mexico. In Canada, common on the southern prairies, in the bluffy country adjacent, and in southern British Columbia, except the coast dis- trict. Occurs erraticálly north and eastward. Apparent- ly extending its range in these directions. Economic Sialus. Next to the Crow, and possibly before it, the Magpie is the most persistent nest robber in the bird world. No eggs or young birds are safe from it, and where it is numerous it is one of the important determining factors in limiting the increase of the smaller birds. It even enters poultry yards and hen- coops, timing its visit nicely when tbe owners’ eyes are turned elsewhere, and chicks and eggs are its prey. Occasionally it attacks horses and cattle, even to their death, perching on the foolishly unresisting animals’ backs and enlarging saddle galls, fresh brand marks, or other open sores to serious proportions. A few Mag- pies may be a picturesque accompaniment of the land- scape, but even those can only be enjoyed at a price, and oertainly any great number of them in a neighbor- hood are to be discouraged by the use of gun and trap. This space contributed by THE DREWRYS LIMITED MD190

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.