Lögberg - 22.05.1947, Blaðsíða 6

Lögberg - 22.05.1947, Blaðsíða 6
(5 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. MAÍ, 1947 (Ensk saga) HVER VAR ERFINGINN? G. E. EYFORD, þýddi )_________ Dora laut höfðinu og hugsaði sér að hún hér eftir, skyldi ekki láta undrun í ljósi yfir því sem hún heyrði eða sæi. Þegar þær gengu inn í lestina, hélt Dora sér fast að Mrs. Lamonte, og er þær komu inn í vagninn, settust þær auðvitað saman. “Já,” sagði Mrs. Lamonte, “nú get- um við ekki sofnað dúr fyr en við kom- um til London.” “Til London — förum við til Lon- don?” spurði Dora í lágum róm. “Já,” svaraði Mrs. Lamonte; “eg bý þar í stóru húsi í vestur enda borgar- innar.” “Já. eg þekki áttirnar eftir áttavit- anum,” sagði Dora; “faðir minn kendi mér það,” og hún andvarpaði — “vesal- ings faðir minn!” Mrs. Lamonte virti hana fyrir sér með óttablandinni forvitni. “Eg held að faðir þinn sé óvanalega vel að sér,” sagði hún. “Það lítur út eins og hann hafi kent þér svo mikið — eg meina” — hún hikaði við það, sem hún ætlaði að segja — “til dæmis að tala svo rétt og fagurt mál, eins og þú gerir.” “Já, faðir minn er mjög vel að sér,” svaraði Dora. “Hann veit skil á öllum hlutum.” Mrs. Lamonte brosti sínu veiklulega brosi. “Það er bara fjarska undarlegt,” sagði hún — “eg meina, eg vona að þú takir það ekki illa upp fyrir mér — en menn í hans stöðu hafa vanalega ekki mikla mentun.” “Hafa þeir ekki?” sagði Dora rólega. “Eg er því alveg ókunnug; kanske faðir minn hafi lært alt, sem hann veit, af bókum.” “Og kent þér á sama hátt. Segðu mér hvaða bækur þú hefir lesið,” sagði Mrs. Lamonte. Dora brosti blíðlega, og er hún nefndi bækurnar, kipptist Mrs. Lamonte við, og hún horfði á Doru með einhvers konar ótta-bliki í augunum. “Hvað gengur að þér?” spurði Dora. “Ó, — ekki neitt,” svaraði hún. “Eg — þú mintir mig á vissan mann, þegar þú brostir; eg get ekki sagt hver það gæti verið. En bækurnar—þú segir mér, hvaða bækur þú hefir lesið?” “Eg get ekki munað þær allar,” svar- aði Dora, en hún nefndi nokkrar hinna skrautbundnu bóka, sem voru í bóka- skápnum í skógarhúsinu, það voru alt kenslubækur í hærri skólamentun. Mrs. Lamonte horfði á hana for- vitnisaugum. “Það eru bækur frá þeim heimi, sem átti sér stað fyrir löngu síð- an, á útlendum málum,” sagði hún. “Hefurðu ekki lesið skáldsögur—skáld- sögur, sem lýsa lífinu eins og það er nú?” Dora hristi bára höfuðið. “Nei, eg held ekki,” svaraði hún. “Þá veistu ekkert um lífið eins og það er,” sagði Mrs. Lamonte. “Já, eg býst' við því,’ sagði Dora. “Nú get eg skilið hve gagnlegar skáldsögurnar geta verið,” sagði gamla konan. “Á þann hátt, í gegnum þær læra komandi kynslóðir að læra og skilja þann aldarhátt, sem vér höfum lifað í. Þú átt eftir að komast að og kynnast mörgum undarlegum raunum, sem þú hefir ekki getað látið þér til hugar koma, Miss Nichols.” Dora hrökk við; nafnið var henni svo óþekt,, að hún gat varla áttað sig á því. “Kæra Mrs. Lamonte, þú mátt ekki kalla mig Miss Nichols,” sagði hún og lagði hendina á handlegg Mrs. Lamonte. “Eg heiti Dora og kallaðu mið Doru, það vil eg helzt.” “Eg skal gera það,” sagði Mrs. La- monte. “Þú hefir lofað að þú skyldir láta þér þykja vænt um mig,” sagði Dora. Mrs. Lamonte sneri sér að henni og kysti hana. “Það loforð er ekki erfitt að halda, kæra Dora,” sagði hún með tár í augun- um. “Þegar sonur minn sendi mér beiðni um að eg skyldi mæta honum við Glenwood járnbrautarstöðina, datt mér ekki í hug að hann ætlaði að færa mér dóttur.” “Sonur þinn — sendi hann boð eftir þér!” sagði Dora með ódulri forvitni. “Hvernig gat hann vitað að eg var til?” “Það var í gegnum einhvern vin hans,” sagði Mrs. Lamonte, seint og ó- ákveðið. “Sonur minn er ósköp góður maður og altaf að gera eitt eða annað gott — eitthvað, sem er öðrum fyrir beztu. Þér — þér mun þykja vænt um hann, þegar þú kynnist honum meira,” bætti hún við, og þó hún væri stolt af honum, er hún talaði um hann, var eitt- hvað í málróm hennar, sem líktist ótta; það bar æfinlega á því er hún nefndi nafn hans, eða talaði um gæði hans. “Já,” sagði Dora kæruleysislega, “eg skal reyna það þinna vegna.” “Það er vel gert af þér, kæra Dora,” sagði Mrs. Lamonte í næstum hvíslandi róm. “En hvernig,” sagði Dora, eftir að hafa hugsað sem snöggvast um þetta, “hvernig gat þessi vinur hans vitað nokkuð um mig. Hafði faðir minn—” “Eg veit ekki Dora,” sagði Mrs. La- monte hikandi. “George er ekki vanur að segja mér um alt; hann hefir svo mikið að hugsa um, og einmitt nú stendur hann í ýmislegum vandamál- um.” “Já, já,” sagði Dora, “hann hefir ekki haft tíma til að segja þér frá því; en hann gerir það seinna. Það hryggir mig að hann skyldi verða fyrir þeirri sorg að missa föðurbróður sinn.” Eftir dá- litla þögn spurði Dora: “Eruð þið rík,” “Rík, mín kæra Dora?” endurtók Mrs. Lamonte; spurningin kom svo fljótt og óvænt, að hún hrökk saman; það var svo óvanalegt og svo undarlegt; það ónáðaði hennar órólega huga. Loksins svaraði hún: “Já — eg held að eg sé rík.” “Er sonur þinn líka ríkur?” “Hann verður það líklega,” svaraði Mrs. Lamonte, eftir ofurlitla umhugs- un; “en við vitum það ekki fyr en arf- leiðsluskrá föðurbróður hans verður lesin upp.” “Eg veit hvað arfleiðsluskrá er,” sagði Dora og brosti. “Það er skrifað skjal, sem maður skilur eftir sig dáinn, og í því eru þeir tilgreindir, sem eiga að erfa eigur hans. Og George—” “Þú átt að segja Mr. George eða Mr. Lamonte,” sagði gamla konan. “Það er sama til mín, þó þú kallir hann George, en — en —” Hún leit hálf óttaslegin í kringum sig. Hvernig átti hún að • skýra fyrir þessari fallegu stúlku, hinar viðteknu kurteisisvenjur í hinu hærra samkvæm- islífi. “Hver sem talar um einhvern, sem hann er ekki náskyldur, nefnir þá per- sónu sem hann talar um Mr., Mrs. eða Miss, eftir því sem við á.” “Eg skil það,” sagði Dora. “Mr. La- monte vonast þá til að erfa föðurbróður sinn, og þá verður hann ríkur. Það er mér mikil ánægja; býr hann í sama húsi og þú?” “Nei,” svaraði móðir hans — og það var auðheyrt að henni var léttara að segja þetta — “nei; þegar hann er í London, hefir hann sín eigin herbergi; en nú upp á síðkastið hefir hann verið á Wood Castle.” “Á Wood Castle!” endurtók Dora, og brá lit. Hvað það var undarlegt! Hinn — hvers mynd stóð altaf fyrir hugarsýn hennar — hann var á leið til Wood Castle! “Já, á Wood Castle,” endurtók Mrs. Lamonte; “kannast þú við þann herra- garð?” Dora hristi höfuðið. Hún vildi gjarna spyrja meira — spyrja um hvort Mrs. Lamonte þekti unga manninn, sem kom í skógarhúsið, þar sem hún var; en hún gat ekki gert það. Ástin er aðdáanleg- ur skólakennari, sem þegar hafði kent henni, þessari opinskáu og hreinskilnu stúlku listina, að halda vissum hugsun- um leyndum. “Það er mikið höfuðból,” sagði Mrs. Lamonte, “fjarska stór bygging,” og hrollur fór um hana, “og — og ef Squire Lamonte hefir arfleitt George að herra- garðinum, þá sezt hann þar að.” “Lízt þér ekki vel á það?” sagði Dora; hún hafði glögga eftirtekt, og auk þess hafði hún það eins og á tilfinning- unni. “Nei,” svaraði Mrs. Lamonte með ó- vanalegri alvöru. “Nei, ó nei, eg er svo hrædd að vera þar. Eg var þar einu sinni, og eg var í sannleika glöð að kom- ast burt þaðan, þó húsið sé stórt og fallegt.” “Ehi hvað var þá sem amaði að þér?” spurði Dora með ákafa. “Hefurðu aldrei heyrt talað um Arthur Lamonte.” Dora hugsaði sig um; hún hafði heyrt um hann. “Hann var furðulegur maður, en mér fanst hann hræðilegur. Hann hafði augu sem sáu alveg í gegnum mann, og svo liafði hann lifað svo vondu lífi.” Það var alt sem gamla konan sagði um hann. Hún þagnaði alt í einu og Dora and- varpaði. Það var þá annar, sem hafði verið slæmur maður. “Því eru karlmenn svo vondir?” spurði hún. “Eg — eg — veit ekki; en þetta er kynleg spurning,” sagði Mrs. Lamonte. “Það getur enginn svarað því. Kanske það stafi af því, að þeir hafa svo ólíkt eðli og við. En þú þarft ekki að setja svona mikinn sorgarsvip á þig, mín kæra Dora,” sagði hún brosandi. “Þú þarft ekki að kynnast slæmum manni.” Dora sneri sér frá henni og andvarp- aði. “Já, hver getur sagt um það?” sagði hún. “Það er ekki hægt að vita hver er slæmur maður, þeir eru alveg eins og hinir, mismunurinn er bara þessi, að okkur líst betur á þá slæmu.” Mrs. Lamonte varð alveg hissa og skelkuð við að heyra þetta, og hnipraði sig saman í sætinu, án þess að segja eitt einasta orð. Þegar þær voru rétt komnar til Lon- don, fór að sjást reykjarsvælan, sem ávalt liggur yfir borginni. Og Doru til mikillar undrunar virtist henni lestin líða áfram yfir húsþökunum, og húsin vera svo þétt saman, að rétt væri hægt að smeygja hendinni milli þeirra. Hún sat við gluggann og virti eins vel og hún gat fyrir sér það, sem fyrir augun bar, en hún hafði ásett sér, að láta hvorki bera á undrun né ótta. Stundum sá hún götur vel upplýstar og óslitinn straum af gangandi og keyrandi fólki á þeim. Hún vildi ekki spyrja Mrs. Lamonte, sem sat hálf sofandi í sætinu, hún var orðin þreytt. Alt í einu stansaði lestin, alt í kring var straumur af fólki, og Mrs. Lamonte opnaði augun og leit í kringum sig. Burðarmaður kom að vagnklefa dyrun- um og fékk merkjaseðlana á farangri hennar og náði svo farangrinum út úr vagninum. Doru fanst eins og hún hvítnaði upp; þetta var svo snögg breyt- ing frá því sem hún hafði vanist. “Farðu ekkert frá mér, Dora,” sagði Mrs. Lamonte, sem ætíð virtist svo kjarklaus og hjálparlaus, er sonur henn- ar var hjá -henni. “Komdu, það er keyrsluvagn þarna.” Dora fylgdi henni þegjandi. Allir, bæði menn og konur, veittu hinni háu, yndislegu stúlku eftirtekt, þó hún væri klædd í tilkomulausan baðmullar kjól, og Dora fann, frekar en sá, að fólkið veitti sér svo mikla eftirtekt. “Því — því horfir fólkið svona mik- ið á mig?” spurði hún Mrs. Lamonte, er þær voru komnar inn í keyrsluvagn- inn. Mrs. Lamonte horfði brosandi á hana og hugsaði hvort það væri mögu- legt að hún vissi ekki, að hún væri ó- vanalega fríð? “Fólkið í London veitir ókunnugum mikla eftirtekt, og það sér að þú ert hér ókunnug,” svaraði Mrs. Lamonte. “Það er kjóllinn minn, sem gerir það,” sagði Dora, sem sat við gluggann, og virti fyrir sér konur, sem hún sá á strætinu, klæddar í nýmóðins kjóla. “Kjóllinn minn er alt öðruvísi. Sjáðu — sjáðu þessa konu. Því er hún í svona dragsíðum kjól? Hún verður að halda honum uppi með annari hendinni.” Gamla konan brosti og sagði: “Já, það er vafalaust kjóllinn þinn, barn, sem hefir vakið þessa eftirtekt; þegar við komum heim, skulum við láta breyta honum.” Vagninum var ekið inn á breiðara stræti og Dora varð alveg undrandi yfir því sem hún sá. Ef það hefði ekki verið vegna þeirrar ákvörðunar, sem hún hafði sett sér, hefði hún viljað fela sig í einhverju skúmaskoti. Þessi fólks- mergð, og allur sá hávaði og skrölt, sem hún heyrði, gerði hana hrædda, en þó töfraði það og heillaði hana, og fylti hug hennar undrun og aðdáun. Var alt þetta fólk geðveikt, þar sem það æddi áfram með svo miklum hraða, og svo alvarlegt í andliti. Hún hafði aldrei séð föður sinn ganga svo hart, nema þegar hann þurfti að flýta sér frá tré sem mundi falla á hann. Svo komu þær inn á ennþá skrautlegra stræti; það var uppljómað með ljósum; inn á meðal fagurra trjárunna glönsuðu í ljósbirtunni ótal margir gosbrunnar, og skrautvögnum af mismunandi gerð var ekið fram hjá vagninum, sem hún var í. Loksins er hún var orðin alveg þreytt að horfa á þetta, sagði hún: “Þetta — þetta er þá heimurinn!” “Já,” sagði Mrs. Lamonte og and- varpaði; þetta er heimurinn, Dora!” “Og eru þetta hallir?” sagði Dora, er þær óku eftir götunum í vesturenda borgarinnar. “Nei,” svaraði Mrs. Lamonte,” það eru bara hús, sem ríkt fólk býr í.” “En trén, eru ekki tré hérna?” sagði Dora og stundi við. “Nei, ekki hérna inni í borginni, kæra Dora. Það eru tré í listigörðunum. Þú saknar trjánna þinna.” Dora fölnaði í andlitinu. hugur henn- ar hvarflaði til baka í Sylvester skóg- inn. “Já,” sagði hún í viðkvæmum mál- róm, “eg sakna gömlu félaganna minna, gömlu, kæru trjánna. Heimurinn virð- ist að vera svo stór; eg hélt að —” Hún hugsaði sig um hvað hún ætti að segja. “Nú, hvað,” sagði Mrs. Lamonte, sem hafði gaman af ráðaleysi hennar. “Eg hélt að fólkið í heiminum þekti hvað annað, en það hlýtur að vera ó- mögulegt.” Hún varpaði mæðilega öndinni, því hún skildi nú, að hún, þó hún væri í heiminum, var hún samt sem áður ekki nær honum, sem var í huga hennar aðal persónan í heiminum. Mrs. Lamonte hristi höfuðið. “Það er ekki nema ósköp fátt fólk, sem þekkir hvað annað, Dora,” sagði hún. “London er stór heimur, eg efast um að þú kunnir við þig hér?” “Eg skal kunna við mig hérna, bara ef þér þykir vænt um mig,” sagði Dora ofur rólega, og með svo ástúðlegu til- liti, að það hefði getað hrært harðara hjarta en Mrs. Lamonte. Það var eitt- hvað í þessu hreinskilnislega svari Doru, sem kom gömlu konunni til að skjálfa. Hvað hafði hún tekist á hend- ur með því að taka þessa stúlku, sem var svo fríð og tignarleg, að fólkið á göt- unum sneri við til þess, að virða hana fyrir sér, og sem var svo saklaus eins og barn? Þær óku mílu eftir mílu, éða svo fanst Doru; þær fóru fram hjá húsun- um, sem henni sýndist sem hallir, og loksins stansaði vagninn fyrir framan eitt þessara stórhýsi, sem virtist vera í rólegra umhverfi. Dyrnar voru opnaðar og þjónustu- stúlka kom út og opnaði vagnhurðina. Undrunarfull gekk Dora inn í hinn stóra forsal, sem var uppljómaður með mörgum ljósum og blómaskrauti; svo fylgdi hún Mrs. Lamonte inn í gesta- stofuna, sem sýndist sem álfheimá skrautstofa. En hún hélt fast við það; sem hún hafði sett sér, og stóð þar róleg og þegj- andi; hún fann fremur en sá, að stúlkan horfði á sig með forvitnislegri undrun. “Komdu yfir eftir með mér, Dora,” sagði Mrs. Lamonte, og Dora fylgdi henni. “Hérna er herbergið þitt, kæra barn,” sagði hún og opnaði hurð að því, eftir að þær höfðu farið í gegnum prýði- lega skreytt herbergi, með dýrum hús- munum og allslags fögrum blómum, sem Mrs. Lamonte hélt svo mikið upp á. Þetta var hennar herbergi; herbergi Doru var við hliðina á því. “Hér er herbergið þitt, kæra barn, hvernig lýst þér á það?” “Líst á það!” sa^gði Dora alveg hissa. Er — er þetta herbergi virkilega mitt?” Og hún svipaðist um í herberginu, full undrunar. “Já, ef þér líkar það?” sagði Mrs. Lamonte. Dora brosti og tár komu fram í augu hennar. Án þess að segja neitt faðmaði hún Mrs. Lamonte að sér. “Hvað annað gæti eg gert en láta mér líka það? Það er of fínt herbergi fyrir mig —” “Eg held ekki, að neitt geti verið of fallegt fyrir þig, Dora,” frá þessu augna- bliki talaði Mrs. Lamonte ávalt til Doru eins og jafningja síns, þó Dora skildi ekki hvað lá í því. “Eg vil svo gjarnan,” sagði Mrs. La- monte, “gefa þér alt, sem þú vilt óska þér, kæra barn, en trén get eg ekki gefið þér.” Dora brosti í gegnum tárin. “Eg skal ekki óska eftir trjánum, þar sem eg hefi hér svo mörg yndisleg blómstur,” sagði hún; “það er fult af blómum hér.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.