Lögberg - 05.06.1947, Blaðsíða 4

Lögberg - 05.06.1947, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 5. JÚNÍ 1947 HogtiErg Q«flB öt hvem flmtudag af THE COLUMBIA PRESSf LIMITED 695 l'.argent Ave., Winnipeg, Maniitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG / 195 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Rltstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lögberg” ig printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Wínnipeg, Manítoba, Canada. Authorized as.Second Class Mail, Post Office Dept., Ottawa. PHONE 21 804 Minningabrot úr Íslandsförinni 1 946 Eftir EINAR P. JÓNSSON Það var engin hætta á því, að maður svæfi yfir'sig þó vel færi um mann í hvílupokunum í sæluhúsinu á Hvera- völlum; eg vaknaði við glamur í diskum og hnífapörum, því frú Karólína Hlíð- dal var árrisul og í óða önn farin að undirbúa morgunverð; eg heyrði hlátra í kvennabúrinu, og sannfærðist þá brátt um að ekki amaði mikið að konum okk- ar, en úr einum horninu í herbúðum okkar karlmannanna heyrðist dálítið amstur; þetta kom frá Ófeigi lækni; það hafði víst ekki farið sem bezt um hann um nóttina. Ófeigur er maður vaxinn úr grasinu, en hafði hent það slys, að hýrast í einum styttsta hvílupokanum; þó leið eigi á löngu unz hann náði nokk- um veginn að fullu gleði sinni á ný; eg skírði skemri skírn þenna eftirminni- lega hvílustað Ófeigs og kallaði hann Amsturdam; taldi hann víst að staður- inn kafnaði ekki undir nafni, og skelti upp úr um leið; nú komu ferðahetjurn- ar á vettvang, ein eftir aðra, og innan nokkurra mínútna voru allir sestir að borðum við úrval mikið ramíslenzkra rétta, þar á meðal Kjósarost, kjúklinga, flesk og hangikjöt; væri vekjara þörf, sem naumast þurfti að gera ráð fyrir, stóð heldur ekki á því; ekki lýsti póst- og símamálastjóri fonnlegri Benedic- tion í þetta sinni, en muldraði eitthvað ofan í barminn um það, hvað Bene- dictine og kaffi færu oft vel saman, og varð þá háalvarlegur á svip. Er undir bert loft kom á Hvera.völl- um um morguninn, var veður svaít og bjart; fyr á öldum var þar margt um goshveri, og var þeirra nafnfrægastur Öskurhólshver, sem fyrir löngu hefir kveðið sig í mútur; þar er Eyvindarhver, en fegurstur og sérstæðastur allra hver- anna er Bláhver; hann er ljósblár á lit, en í börmum hans speglast alhr regn- bogans litir. — “Gat ei nema guð og eldur gert svo dýrðlegt furðuverk.” Á Hveravöllum bjuggu um hríð þau Eyvindur og Halla, og hefir nú fyrir löngu skapast um nafn þeirra æfintýra- ljómi, sem hámarki náði í samnefndu snildarleikriti Jóhanns Sigurjónssonar frá Laxamýri; öræfafrelsið var þeim alt í öhu, enda var á þeirri tíð naumast að öðru að hverfa í sveitum landsins en ó- umræðhegri örbirgð. “Fagurt er á fjöhunum núna,” sagði Halla, er henni eitt sinn varð litið inn til þeirra í sólarljómanum, eftir að hún, að lokinni útlegð, hafði dvalið nokkur ár í bygð. Haft er það eftir Magnúsi sálar- háska, að hann hafi dvalið þrjár vikur á Hveravöllum við þröngan kost; fyrstu vikuna kvaðst hann hafa dregið fram lífið á hráum lambstungum, aðra á munnvatni sínu, en þá þriðju á guðs- blessan, “og var það verstá vika ævi minnar,” að því er honum sagðist frá. Hveravellir liggja við Kjalveg, er mjög var fjölfarinn á fyrri öldum, og seinna vegna tíðra skreiðarferða; nú er hann mjö^ eftirsóttur til æfintýra- legra skemtiferða á sumrin, enda víða stórbrotið og geigfagurt útsýni, sem ráða má af því, að Hveravellir, landnám þeirra Eyvindar og Höllu, eru á milli tveggja tígulegra jökla, Langjökuls og Hofsjökuls, er setja mikilúðugan svip á umhverfið. Við skoðuðum Eíyvindarbæli, sem kallað er, eða tætturnar, sem eftir standa, er mjög eru fallnar saman; þær éru nú ekki stærri en það, að maður geti lagt sig þar. fyrir; í holtinu suður af var talsvert af berjum, er við lékum okkur við að tína og gæða okkur á; það var engu líkara en svipir liðinna alda þyrpt- ust að okkur úr öllum áttum, ljúfsárir og ögrandi á víxl; langvistafjarlægð við ættjörðina breytti hér engu um; við, sem alin vorum í íslenzkum fjallafaðmi fundum til þess jafnvel enn ákveðnar en áður, að við værum hold af hennar holdi og blóð af hennar blóði, og að við nú rynnum við hana saman í eitt; að við værum hluthafar í sigrum og ósigrum stofnþjóðar okkar, sælu hennar og sorg- um, hvar sem atvik og örlög skiptu leið- um.— Rétt um það leyti, sem við komum aftur til sæluhússins, bar þar að fagran og mikinn einkabíl, og út úr honum stigu þrír menn; eg bar undir eins kensl á tvo mennina, og það stóð alveg heima, þeir þektu mig, þó langt væri umliðið frá því, er fundum bar saman, jafnskjótt líka; þetta voru þeir Helgi Magnússon járnvörukaupmaður og Ársæll Árnason bókbandsmeistari, báðir úr Reykjavík og á leiðinni í Þjófadali; jafnvel þarna um miðvik lands inn á milli jöklanna, rakst maður á gamla kunningja. Ársæll Árnason er kunnur þjóðþrifa- maður, er mörgu góðu hefir til vegar komið; hann hefir meðal annars snúið á íslenzku mörgum bókum Vilhjálms Stefánssonar og kostað útgáfu þeirra sjálfur; með þessu hefir hann unnið ís- lenzku þjóðinni ómetanlegt gagn. Ár- sæll er bróðir Ástu Norman málara, sem lengi hefir dvalið vestanhafs, og marg- ir Vestur-íslendingar kannast við; hann sýndi okkur hjónum hvarvetna hina mestu ástúð, og kvaddi okkur á Hótel Borg rétt áður en við lögðum af stað vestur. Það eru ekki einungis hinir svo- kölluðu lærðu menn, sem sett hafa styrkan menningarsvip á íslenzku þjóð- ina; það hafa menn úr öllum stéttum gert, svo sem Ársæll Árnason úr hópi íslenzkra iðnaðarmanna. — Það væri synd að segja, að við kvedd- um hvorki kóng né klerk, er við skildum við Hveravelli; við kvöddum þar með þakklæti og nokkurum trega alt, sem augað leit; jöklana, bungurnar, Ejwind- arhver, en þó einkum Bláhver; nú var blásið til brottfarar og eigi staðar numið fyr en við Hvítárvatn; var þá skygni gott og útsýnið slungið töfrum; mér varð lit- ið út á sólstafað Hvítárvatn; út frá straumröstinni, er skriðjökullinn hafði skapað, sýndist fljóta glóandi marmara- kirkja, er Guð vors lands hefði kosið sér til messugerðar þenna sviptigna öræfa- morgun í “einverunnar helgidóm.” Svo var hún litbrigðarík þessi “Dag- leið á fjöllum” frá Hveravöllum til Reykjavíkur, að frásögnin um hana skiptist í tvent. —Framh. Oður maður drepur 2ja ára barn og veitir móður þess og systur mikla áverka Þessi hryllilegi verknaður var íraminn á laugardagskveldið í bragga við Háleigsveg. Sá hryllilegi atburður gerðist urn kl. 8.40 3. maí s. 1., að geðbil aður maður — Ingólfur Einars- son — réðst á konu eina, Rósu Aðalheiði Georgsdóttur, og tvær dætur hennar, í bragga einum við Háteigsveg og lék þær svo illa að yngri dóttirin, Kristín, 2ja ára, hlaut þegar bana, en Að- alheiður og Sigríður, átta ára, voru fluttar í sjúkrahús og var um skeið tvísýnt um líf þeirra. Tíðindamaður Vísis fór á vett- vang og leitaðist við að afla sér þeirra upplýsinga um þenna hryllilega verknað, sem hægt var að fá hjá þeim, sem utan hans stóðu. Komst hann að eftir- farandi niðurstöðum um helstu atburði: Náðu í hjálp Tveir drengir — Almar Gunn- arsson, 11 ára og Þorsteinn Kol- beins, 12 ára — heyrðu konuna kalla 4 hjálp við skála, sem er sunnan við Háteigsveginn. Brá Þorsteinn litli þegar við og sótti Gunnar Guðmundsson, föður Almars, sem var að gera við bíl sinn skamt frá. Almar hélt áfram út á Háteigsveg, og þar lá Sig- ríður litla, eldri dóttur Rósu, öll blóði drifin. Safnaðist brátt fleira fólk að, þar sem bamið lá. Gunnar Guð- mundsson brá þegar við, er dreng urinn kom til hans og fór yfir að skála nr. 1, þar sem ódæðis- verkin voru framin. Kvaddi hann Baldur Einarsson, sem býr í skála nr. 4, sér til aðstoðar. Gengu þeir að dyrum skálans. Höfðu þá tveir menn verið þar inni áður, en ekki skipt sér af Ingólfi, aftur móti munu þeir hafa farið með lík Kristínar litlu út. — Menn þessir nálguðust skálann á ný með barefli í höndum, en þurftu aldrei á þeim að halda. Handtóku Ingólf Þegar Gunnar kom að dyrum skálans, stóð Ingólfur fyrir innan með sveðju í hendinni og þerraði af henni blóðið. Skipaði Gunnar honum að koma út fyrir og hlýddi hann því umyrðalaust en fleygði áður frá sér sveðjunni. Gunnar og Baldur fóku sinn hvorn handlegg Ingólfs og leiddu hann inn í bíl og síðan óku þeir með hann á lögreglustöðina. — 'Ingólfur var þá fullkomlega ró legur, og ræddust þeir ekki við á leiðinni.. Ingólfur Einarsson hefir áður verið sjúklingur á Kleppi. — Að undanförnu hefir hann búið litlum skúr og óásjálegum skamt frá Sjómannaskólanum. Síðast liðinn vetur var skúrinn glugga- laus, en nú er kominn á hann smágluggi. ’ , Árásir áður Ingólfur hefir áður gerst sek- ur um grunsamlegt athæfi. — Síðastliðinn vetur réðist hann á tvær stúlkur úr Gagnfræða skólanum í Reykjavík. Flýði önnur þeirra þegar, en hin varð svo óttaslegin, að hún var ekki nógu fljót að hlaupa á brott. — Varð hún fyrir all miklum meiðslum af hendi Ingólfs. Hann hefir og oft hrætt börn þarna í nágrenninu og jafnvel hótað að stytta þeim aldur. Vísir, 5. mai. NOKKUR ORÐ Bókasending þökkuð í fyrra ungum í heimsókninni til íslands sumar, kyntumst við hjónin manni, er tók við okkur alveg sérstöku ástfóstri; maður þessi var Lárus Schev- ing Ólafsson, bróðir Kjartans skálds Ólafssonar í Reykjavík; fundum okkar bar fyrst saman á Akranesi þar, sem Lárus er borinn og barnfæddur; þegar við fórum þaðan, leiddi hann okkur út með gjöfum; en hann lét ekki þar við sitja, heldur heimsótti hann okkur hvað ofan í annað á Hótel Borg, og gaf okkur í hvert skipti vandaðar og verðmætar 'bækur; sjálfur er hann mikill lestrar- maður og bókasafnari, svo sem tíðum hefir einkent marga íslenzka alþýðu- menn.— Núna í vikunni barst ritstjóra Lög- bergs pakki frá áminstum vini sínum á Akranesi, er hafði inni að halda nýjasta heftið af tímaritinu Stígandi, sem gefið er út á Akureyri, en Bragi Sigurjónsson er ritstjóri að, Útvarpstíðindi, er flytja viðtal við Dr. Helga Péturssson hálf- áttræðan, ásamt splunkurnýju tímariti, er Víðförli nefnist, en um ritstjórn þess annast Sigurbjörn Einarsson, kennari í guðfræði við Háskóla íslands; fjallar það einkum og sér í lagi um andleg efni, og virðist um alt hið vandaðasta. Ritstjóri Lögbergs er innilega þakk- látur Lárusi Scheving Ólafssyni fyrir þessa kærkomnu sendingu fróðlegs les- máls af Fróni. um minnismerki á gröf Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar Á þjóðræknisþinginu 1946 kom fram bréf frá íslenzka kvenfélag- inu í Elfros, Sask., þar sem bent var á að okkur íslendingum bæri skylda til að merkja gröf Jó- hanns Magnúsar skálds Bjarna- sonar og konu hans Gurúnar. Var spurt hvort þjóðræknisfél. hefði gjört nokkrar rástafanir því við- víkjandi. Þingið var sammála um að til- hlýðilegt og sjálfsagt væri að merkja gröf skáldsins á varanleg- an og tilhlýðil. hátt. Var ósk- að eftir að bygðin hefði forustu á hendi í framkvæmdum og þá sér- staklega íslenzka kvenfélagið í Elfros upphafsaðili málsins. Næsta vor boðaði kvenfél. til fundar við sig fulltrúa frá þjóð- ræknisdeilduntun í Wynyard og Leslie. Var þar rætt um form og tilhögun merkis yfir gröf þeirra hjóna. Var ákveðið að hafa það tildurslaust en varan- legt. Nú hafa fulltrúar frá bygð- inni í samráði við Dr. K. J. Aust- mann komið sér saman um að hafa áletraða eirplötu greypta í granít fóstall og inngirta gröf- ina. Þó segja megi að Jóhann Magnús hafi sjálfur reist sér fegursta og varanlegasta minnis- varðann, er það samt sem. áður viðeigandi og sjálfsagt að merkja gröf hans á varanlegan hátt. Eg vil geta þess, að um þess- ar mundir er verið að gefa út heima á íslandi, nýja og betri útgáfu af verkum J. M. B. og fylgir fyrsta bindi ítarleg inn- gangsritgerð um hann og rit- störf hans, eftir okkar vinsæla rithöfund Sr. Richard Beck. Er það tilhlökkunarefni þeim, sem unna stíl og anda Jóhanns Magnúsar. Þá mun þjóðræknisfélagið hafa fyllilega í hyggju að stofna náms- sjóð (Scholarship) í minningu um J. M. B. og mundi honurp sjálfum vera það kærast. Nú hefir kvenfélagið í Elfros hafist handa með f jársöfnun fyr- ir þetta minnismerki og býður öllum íslendingum, utan bygð- ar sem innan, er þakklætis- og vinarhug bera til þeirra hjóna, þátttöku með fjárframlögum. Þeim, sem staðið hafa fyrir þessu máli, hefir aldrei komið það til hugar að gera það að neinni séreign bygðarinnar. Því þó Jóhann Magnús starfaði hér síðustu ár æfi sinnar og beri hér beinin, var hans beztu starfsár- um varið í öðrum bygðum, þar sem óslitin vinabönd og góðhug- ur hefur ætíð haldist. *Það er skilningur þeirra, er fyrir þessu standa, að ef um nokkurn afgang samskotafjár fram yfir kostnað sé að ræða, verði það látið ganga til námssjóðs þess er áður var getið. Það hafa verið höfð bréfaskifti við menn og konur í býgðum ís- lendinga og verða hér með gefin nöfn þeirra, er góðfúslega hafa lofað að veita tillögum móttöku, hver í sinni bygð: Mrs. H. S. Sumarlidason, 2036 York St., Vancouver. Mr. M. M. Jónasson, Árborg, Man. Séra Halldór E. Johnson, Lundar, Man. Mr. John Hannesson, Langruth, Man. Þá viljum við hér með biðja íslenzku blöðin í Winnipeg, Lög- berg og Heimskringlu, að veita móttöku tillögum frá þeim mönn- um, er fyndu það handhægast að koma þeim til blaðanna. Þá viljum við einnig biðja okkar góða Islending, Þorstein Gíslason að Brown, Man., að veita móttöku í sinni bygð, ef einhvérjir þar hafa löngun að leggja þessu lið. Innan bygðarinnar munu þess- ir sjá um innköllun: Óli Magnús- son, Wynyard; Magnús J. Skafel, Mozart; Mrs. H. Hornford, El- fros; Páll Guðmundsson, Leslie og Rósmundur Árnason, Leslie. Þeir, sem taka á móti gjöfum, geta sent nafnalista og upphæðir til Mrs. H. Hornford, Elfros, Sask. Verður það síðan birt í ísl. blöðunum Heimskringlu og Lög- bergi. Einnig verður reynt að skrifa síðar hvað verkinu verð- ur ágengt. Með beztu kveðju til allra ís- lendinga, fjær og nær. Skrifaði í trausti nefndarinnar. Rósm. Árnason. Leslie, 30. maí, 1947. Ferðafólk hreinsar garð- inn í Múlakoti í sjálfboða- vinnu Lilla ferðafélagið gengsí fyrir hópferðum ausiur í Fljóishlíð um helgina. Litla ferðafélagið efnir til ferðar að Múlakoti og víðar um Fljótshlíðina um næstu helgi. Er ætlast til að þátttakendur í förinni vinni í sjálfboðaliðs- vinnu við hreinsun garðsins í Múlakoti og eins við að hreinsa vikur af túnum í Fljótshliðinni eftir því sem tími vinnst til. Er þetta framtak félagsins fagurt og virðingarvert og ætti að verða hvatning til annara samtaka um samskonar liðveizlu við þá, sem orðið hafa fyrir búsifjum vegna vikur- og ösku- fallsins. Ráðgert er að leggja af stað á laugardaginn klukkan 2.30, og er ætlast til að þeir, sem þátt taka í förinni, hafi með sér við- leguútbúnað. Þeim, sem aftur á móti ekki hafa viðleguútbúnað eða geta ekki komist austur á laugardaginn, verður gefinn kostur á að komast þangað á sunnudagsmorguninn, og verð- ur lagt af stað með þann flokk klukkan 8 um morguninn. Búnaðarfélagið hefir lofað að láta fólkinu í té áhöld og verk- færi fyrir austan. Varla þarf að efa, að margur verði til þess að fara þessa för, og eru þeir, sem þátt vilja taka henni, beðnir að skrifa sig á lista, sem liggur frammi í b. s. Bifröst við Hverfisgötu. Alþbl., 30 apríl. Útför Kristjáns tíunda 1 dag fer fram útför Kristjáns konungs tíunda. Fer fram kveðju athöfn í Kaupmannahöfn, frá sóknarkirkju konungsættarinn- ar. Er mikill viðbúnaður í borg- inni og búist við að um 100 þús- und manns verði viðstatt at- röfnina. Að kveðjuathöfn lokinni verð- ur lík konungs flutt til Hróars- celdu og jarðsett í dómkirkj- unni þar, en þar hvíla konung- ar Danmerkur. Hákon Noregskonungur, norski krónprinsinn og sænski crónprinsinn verða viðstaddir útförina. Forseti íslands, herra Sveinn Bjömsson, fór í fyrradag til Danmerkur til að vera viðstadd- ur útför Kristjáns konungs. Þeir Knútur ríkisarfi og Rasmussen utanríkisráðherra tóku á móti forsetanum á Kastrupflugvellin- um. I dag kl. 13.30 fer fram minn- ingarathöfn hér í dómkirkjunni. Biskupinn, herra Sigurgeir Sig- urðsson, flytur minningarorð um konung. Viðstaddir athöfn- ina verða forsetafrú Georgía Björnsson, ríkisstjóm, alþingis- menn og margt annað stórmenni. öllum skrifstofum og verzl- unum er lokað í dag kl. 12—16, að tilhlutan ríkisstjórnarinnar. Þá hefir menntamálaráðuneytið ákveðið að kennsla skuli falla niður í dag í öllum skólum landsins. Tíminn, 30. apríl. “Hefurðu séð nýju hljóðlausu barnavagnana?” “Mér finst lítið varið í þá. Það væri skárra að hafa hljóðlaus böm.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.