Lögberg - 05.06.1947, Blaðsíða 7

Lögberg - 05.06.1947, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. JÚNÍ 1947 7 Léon tílum -- Oldungur og átrúnaðargoð Frakka Grein þessi er þýdd úr ©nska límarilinu "World Digesi" og greinir í slutlu máli frá starfsferli Leon Blum, sem mun vera einn elsti stjórnmálamaður Frakk lands. Hann ritaði eitt sinn um kapp ^eiðar, eitt sinn var hann athyglis v€rt skáld, og um skeið sigursæll skilmingamaður. Hann var kvenhollur og dró enfa dul á það sjálfur. En þetta er alt liðið. — Síðan varð hann forsætisráð herra. Hann var eitt sinn sakaður um landráð og varði mál sitt svo skörulega fyrir réttinum, að vörnin varð ákæra á hendur Þeim, er áður höfðu kært hann. Hann hefir reynt til þrautar “gistivináttu” Buchenvald hús baendanna. Og að lokum varð 'hann forsætisráðherra í annað sinn, en þá aðeins í 31 dag eða Þar til stofnun 4, lýðveldisins var lýst yfir. Maður þessi er Le- °n Blum. Hann var ekki gráðugur til ^mbætta, færðist jafnvel undan að bjóða sig fram til þings, en hann varð að gegna kalli skyld- Urmar. Hann sagði eitt sinn: — »Einvera og bækur er það sem eg þrái og hefi mesta unun af.“ Að vísu hafa margir stjórnmála- menn sagt þetta, en munurinn er aðeins sá, að Leon Blum var alvara. Þessi hávaxni, fráneygi ^4 ára öldungur með hvellu rödd ma og tígulega. fasið, er það sem hann sýnist, listrænn, mentaður maður. Blum er fæddur í Rue St. Denis í arís 9. apríl 1872. Faðir hans var Gyðingur og auðugur vefnaðarvörukaupmaður. Móðir kans innrætti honum þá réttlæt- lskend, sem síðar varð svo ein- kennandi þáttur í stjórnmálabar attu hans. Ef hún gaf sonum sín- um epli skar hún hvert epli í tvennt og gaf hvorum sinn helm mg, svo að hvorugur skyldi fá staerra epli en hinn. Hún sendi Blum í skóla fyrir börn verkamanna svo að hann §®ti séð kjör fátæku barnanna. Seinna gekk hann í hinn frsega Ecole Normale í París, og Varð lögfræðingur við hæstarétt mn. Hann lifði hinu fjölbreytt- asta lífi; stundaði fjárhættuspil, bókmentir og stundaði blaða- mensku með embættisverkum smum. Vinir hans voru m. a. André Gide, Anatole France og a®rir nafnkunnir rithöfundar. — Afskipti hans af Dreyfus-málinu ^r^u til þess að hann kynntist ymsum jafnaðarmönnum, er stóðu framarlega, og hann varð Soðvinur verkalýðsleiðtogans ^^n Jaures. A þessum árum fékst hann mjög við ritstörf. T. d. skrifaði Uann bækur um Stendhal og ^ktethe. Stjórnmálin hafði hann aðeins í hjáverkum. Hann fékst nokkuð við blaðamensku. — A þessum árum kom það eitt smn fyrir Blum, að leikritahöf- Undur einn, Welser að nafni, Ueyddi hann út í einvígi með því ^ greiða honum högg í andlitið. nm særði mótstöðumann sinn læknirinn skipaði þeim að nsetta. , Arið 1907 ritaði hann bókina Gifting”. Hélt hann því fram, að bæði karlar og konur ættu a sem frjálsustu lífi á sviði ^tamálanna. áður en þau ®engju út í hjónabandið og karl- oc ^tu ekki að gifta sig fyrr en ára og konur 30 ára. ft.e§ar Jaures var myrtur gjtm heimsstyrjöldina fyrri, áleit að um það skyldu sína að taka ílokk Ser stjórn hins forustulausa Slg út s. Þegar kommúnistar klufu Ur skömmu eftir stríðið, ^ yndi hann að hressa við Jafn- óenr)rnanna^°kkinn í fulltrúa- ir ./nni Sat hann sér orðstír fyr v ./^kfestu, en sökum hinnar u °g mjóu raddar, varð hann aldrei skörulegur ræðumaður. Hvað eftir annað neitaði hann að taka þátt í samsteypustjórn, en að lokum varð hann, 1936, að gerast forsætisráðherra í sam- steypústjórn jafnarmanna, kom- múnista og róttækra. Enginn franskur forsætisráðherra hefir verið hataður af hægri flokkun- um eins og Blum. Óvinir hans neyttu þess óspart í baráttu sinni gegn honum, að hann var af Gyðingaættum. Hann hefir verið gagnrýndur vægðarlaust bæði af hægri og vinstri mönnum fyrir ýmissa stjórnmálaviðburði, sem gerð- ust í þessari 18 mánaða stjórnar- tíð hans, t. d. hlutleysið í Spán- ar-styrjöldinni, sem var þó gegn vilja hans. En Blum verður aldrei neitað um það, að í síð- ustu styrjöld xeyndist hann sönn hetja og ættjarðarvinur. — Þegar franska stjórnin flýði til Bordeaux sneri hann til Parísaf* og hvatti yfirmenn hers- ins til að gefast ekki upp. Síðan fór hann til Clermont Ferrand til að reyna að hefja útgáfu Le Populaire, en það var sósíalist- ískt blað, sem hann hafi verið útgefandi að um mörg ár. Þegar Laval bannaði blaðið, fór Blum til Vichy og barðist gegn Pétain og fylgismönnum hans, en var þá handtekinn og settur í fangelsi. Málaferlin gegn honum ásamt Daladier, Gamelin o. fl. voru háð í Riom, og barðist hann þar skeleggri baráttu. „Herrar mín- ir“, sagði hann, „þið getið dæmt okkur, en þið getið ekki eytt því, sem við höfum gert. Við höfum þrátt fyrir hina mestu hættu, endurlífgað og mótað þjóðholl- ustu þjóðar vorrar, Frakkland mun njóta þess síðar“. Fylgis- menn Pótain, sem höfðu ætlað að gefa Blum og hans mönnum sök á hruni Frakklands, þorðu ekki að h<alda málaferlunum á- fram. Eitt lúalegasta verk Pétain var að framselja Blum í hendur nazistum. í tvö ár var Blum fangi í Buchenvald. Hann vissi það ekki fyrr en seinna, að reyk- urinn, sem lagði inn um glugga hans, var frá líkbrennslustöðv- unum, þar sem SS-menn brendu fórnardýr sín. Það var farið til- tölulega vel með hann; það var leyft að senda honum matar- böggla og hann mátti halda dag- bók og jafnvel giftast í þriðja sinn. Nazistar höfðu hann og konu hans sem gisl til að komast að betri skilmálum við bandamenn í stríðslok. „Við vorum sann- færð um að bandamenn myndu neita og vorum hjartanlega ásátt með þsð", sagði hann seinna. I fangaklefanum ritaði hann „sur l’Echulle Humaine“, sem er eins konar varnarrit fyrir réttlæti og lýðræði. Blum hefði verið myrtur af SS-mönnum, ef honum hefði ekki verið bjargað af ríkishern- um og fluttur til Italíu, þar sem Ameríkumenn leystu hann úr haldi. Síðan Blum kom aftur til Frakklands hefir hann heldur kosið að vinna bak við tjöldin að sáttum milli flokkanna en að taka virkan þátt í stjórnmálum. Atakanlegasta augnablik í lífi hans mun hafa verið, er hann bar tárfellandi vitni í máli hins fyrri ákæranda hans, Pétains. — Hann hefir unnið að ýmsum trún aðarstörfum í þágu ‘lands síns, svo sem að semja um 342 milljón punda lán í Bandaríkjunum handa Frakklandi og fara til London til að athuga möguleika á ensk-frönsku bandalagi. Sölc- um heilsubrests varð hann að láta af hendi forsætisráðherra- embætti, en er hins vegar aðal- ráðgjafi eftirmanns síns, M. Ramadier. — Alþbl. Tveir gígar af 1 0 gjósa enn í Heklu Rensli Rauðölduhraunsins hefir aukisi. Gos eru nú aðeins í tveim að- algígjum í Heklu, en þeir voru að minsta kosti 10 í fyrsta gos- hrinunni, að því er dr. Sigurður Þórarinsson telur. Hraunrensli Rauðölduhrauns hefir aukist talsvert síðustu daga og er það nú aðeins þrír og hálfur km. frá bæjarhúsunum í Naéfurholti. Dr. Sigurður er nýlega kominn til. bæjarins úr rannsóknarferð til Heklu, en þar gerði hann mælingar á hraunelfunum frá Heklu. í viðtali við Morgunblað ið í gær sagði hann eftirfarandi fréttir að austan: Dr. Sigurður hafði þá ekki verið austur við Heklu síðan í vikunni fyrir páska. — Með hon- um dvöldu þar eystra við mæl- ingar, .verkfræðingarnir Sigurð- ur Jóhannsson og Vilhjálmur Guðmundsson. Hefir aldrei verið jafn mikið og fyrstu daga gossins Heklugos færðist í aukana að nýju aðfaranótt hins 12. apríl. Þá nótt fundust víðs jarðskjálfta kippir um Suðurland. Síðan hef- ir gosið að jafnaði verið meira en vikuna eftir páska, sagði Sig- Snorrahátíðin í Reykholti Krónprins Norðmanna og for- sætisráðherra ætla að vera við- staddir afhjúpun minnisvarða Snorra Sturlusonar. Mikill undirbúningur er nú hafinn af hálfu Norðmanna und- ir Snorrahátíðina, sem halda á í Reyholti í sumar, þegar Snorra- líkneskið, sem þeir gefa þangað til minningar um Snorra Sturlu son, verður afhjúpað. Hér heima er undirbúningur einnig hafinn, eftir því sem Þórir Steinþórsson skólastjóri í Reykholti tjáði tíð- indamanni blaðsins gær. Eins og kunnugt er ákváðu Norðmenn nokkru fyrir styrjöld- ina að gefa íslenzku þjóðinni veglegt minnismerki um Snorra Sturluson, er reisa skyldi að höf- uðbóli hans, Reykholti. — Var upphaflega ætlast til, að líknesk- ið yrði flutt til Islands og það af- hjúpað í Reykholti á dánaraf- mæli Snorra Sturlusonar, 21. september 1941. Vegna styrjald- arinnar gat þó ekki orðið af neinni almennri hátíð í Reyk- holti á tilsettum tíma. Komu þar þá að vísu saman nokkrir vís- indamenn og aðrir, sem héldu upp á afmælið, en um almenna þátttöku var þar ekki að ræða, enda stóð ekki til, að svo yrði þá- Á styrjaldarárunum hefir all- mikið verið unnið að hinum svo- nefnda Snorragarði, sem á að vera þar staðarprýði, þegar fram líða stundir, þó enn skorti mikið á, að umhverfi skólans sé komið í það horf, sem æskilegt væri fyrir stórhátíð þessa. Hefir stytt- unni verið valin staður á fallegri grasflöt vestan við skólabygging- una og blasir hún þar við þeim, sem að Reykholti koma. Strax og styrjöldinni lauk sýndu Norðmenn enn áhuga sinn í þessu máli, og var brátt ákveð- ið, að hátíðin skyldi haldin nú í sumar. Verður þá hið ijagra líkn- eski, sem Vigeland, hinn mikli meistari Norðmanna, hefir gert af Snorra Sturlusyni, afhjúpað. Ennþá er að vísu ekki alveg ákveðið, hvenær hátíðin verður haldin, né um tilhögun hennar í einstökum atriðum. Líklegt er þó, að hátíðin verði seint í júlí- mánuði. Annars er von hingað á tveimur mönnum úr Snorra- nefndinni norsku í næstu viku, og mun, eftir komu þeirra, nán- ar ákveðið um tilhögun hátíðar- innar. Líkneskið sjálft mun koma hingað til lands með Lyru í fyrstu ferð skipsins, sem verður í júnímánuði. Vegur líkneskið og stallurinn undir það 3 smál. Norðmenn ætla að fjölmenna hingað á Snorrahátíðina. — Er von á ýmsum norskum stórmenn um, svo sem Ólafi krónprinsi og Einari Gerhardsen forsætisráð- herra Norðmanna, til að vera viðstaddir afhjúpun minnisvarð- ans, ásamt 40—50 manna flokki, sem boðið er með í förina. — Eru meðal þeirra fulltrúar frá ýms- um greinum atvinnu- og menta- mála í Noregi. Munu gestir þess- ir sennilega koma á herskipi í fylgd með krónprinsinum. — Þá kemur og Lyra sérstaka ferð með Norðmenn, sem ætla að verða viðstaddir hátíðahöldin og hafa mörgum sinnum fleiri sótt um far með skipinu en komast. Sýnir allur þessi viðbún: Norðmanna mæta vel hlýhui vinsemd í garð okkar íslendinga. Ætti þessi hátíð að geta o upphaf að stórlega auki og sögu. Verzlunarmennfun! Hin mikla nývirkni, sem viðreisnarstarf- ið útheimtir á vettvangi iðju og framtaks, krefst hinnar fullkomnustu sérmentunar sem völ er á; slíka mentun veita verzlunarskól- arnir. Eftirspurn eftir verzlunarfróðum mönn- um og konum fer mjög vaxandi. Það getur orðið ungu fólki til verulegra hagsmuna, að spyrjast fyrir hjá oss, munn- lega eða bréflega, varðandi námskeið við helztu verzlunarskóla borgarinnar. THE COLUMBIA PRESS LTD. COR. SARGENT AND TORONTO ST., WINNIPEG urður. En aldrei hefir það komist til jafns við gosin er voru fyrstu daga gossins.. Gígarnir voru 10 Sigurður sagði, að hann teldi að gígar þeir er mynduðust í fjallinu fyrstu daga gossins hafi verið a.m.k. 10. Fjórir þeirra voru á Norðuröxl fjallsins, einn í toppi þess og fimm á Suður- öxlinni. Nú er gos í aðeins tveim gíg- um. Annar þeirra er efst í suð- uröxlinni og í toppgígnum. — Hraun rennur úr neðsta gígn- um, sem er í um 800 m. hæð. Framrensli hraunsins 10 metrar á mínútu Við mælingar þær, er Sigurð- ur og félagar hans gerðu á Rauð- ölduhrauni — Næfurholtshraun er ekki réttnefni 'þessa nýja hrauns — kom í ljós, að rensli þess hefir aukist aftur. — Til dæmis skal þess getið, að þann 7. apríl var framskrið hraunjað- arins einn og hálfur metri á mín- útu. En við mælingar á sunnu- daginn var reyndist það vera 4 metrar á klukkustund. Norðan í Hestöldu var hraunrennslið. Þennan sama dag 10 metrar á mínútu. Þar er hraunelfan 40 metra breið, um dýptina er ó- kunnugt. En sé gert ráð fyrir að dýpið sé um 6 metrar, sem er á- giskun dr. Sigurðar Þórarinsson ar, þá nemur hraunrennslið 3.5 millj. teningsmetra á sólarhring- Þá sagði Sigurður, að síðan í páskavikunni hafi Þrætustigs- hraunið þykknað mjög og lengst nokkuð. — Aðrir hraunstraumar virðast nú vera kyrrstæðir. Hvert rennur hraunið? Haldi hraunrennslið áfram í Rauðölduhrauni, þá. er tvent til um leið þess. Önnur leiðin er sú, að það haldi áfram niður með reiðv., en hin að það fylgi rönd Næfurholtshraunsinsins frá 1845. Það getur farið svo að hraunið fari báðar þessar leiðir, sagði dr. Sigurður Þórarinsson að lokum. Austur við Næfurholt dvelur nú dr. Trausti Einarsson við rannsóknir á Heklugosi og til þess að fylgjast með því, en í dag fara þangað austur Pálmi Hannesson rektor, Guðmundur Kjartansson, jarðfræðingur, dr. Sigurður Þórarinsson og Stein- þór Sigurðsson magister. — Þeir félagar munu dvelja þar eystra fram yfir næstu helgi. Morgunbl., 24. apríl. Minnist BETEL í erfðaskrám yðar THE BREWERS AND HOTELKEEPERS OF MANITOBA WAR FUND announces For competition in 1947 at the University of Manitoba a further grant of $15,000.00 in Scholarships Open to Manitoba War Veterans, not otherwise adequately provided for, or for the sons and daughters of Veterans. A student must have clear Grade XI or Grade XII standing obtained as a result of Departmental examinations, but any student writing Grade XI may apply. Apphcation forms can be obtained from any Hotelkeeper, High School Principal, The Department of Education, or The Registrar, at the University of Manitoba. Applications musf be filed with The Regisirar at the University of Manitoba before August lst. 1947. Innkötlunarmenn LÖGBERGS Amaranth, Man B. G. Kjartanson Akra, N. Dak. Backoo, N. Dakota. Árborg, Man K. N. S. Fridfinnson Árnes, Man M. Einarsson Baldur, Man O. Anderson Bellingham, Wash. Arni Símonarson Blaine, Wash Arni Símonarson • Boston, Mass. Palmi Sigurdson 384 Newbury St. Cavalier, N. Dak Cypress River, Man O. Anderson Churchbridge, Sask S. S. Christopherson Edinburg, N. Dak Páll B. Olafson Elfros, Sask. Mrs. J. H. Goodmundson Garðar, N. Dak Páll B. Olafson Gerald, Sask C. Paulson Geysir, Man K. N. S. Friðfinnson Gimli, Man O. N. Kárdal Glenboro, Man O. Anderson Hallson, N. Dak. Páll B. Olafson Hnausa, Man. K. N. S. Fridfinnson Husavick, Man. O. N. Kárdal Langruth, Man ... John Valdimarson Leslie, Sask. Jón ólafsson x Lundar, Man. Dan. Lindal Mountain, N. Dak. Páll B. Olafson Point Roberts, Wash S. J. Mýrdal Riverton, Man. K. N. S. Friðfinnson Seattle, Wash. J. J. Middal 6522 Dibble N.W., Seattle, 7, Wash. Selkirk, Man. Mrs. V. Johnson Tantallon, Sask. J. Kr. Johnson Vancouver, B.C F. O. Lyngdal 5975 Sherbrooke St., Vancouver, B.C. Víðir, Man K. N. S. Friðfinnson Westbourne. Man. Jón Valdimarson Winnipeg Beach, Man. O. N. Kárdal J

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.