Lögberg - 05.06.1947, Blaðsíða 1
60. ÁRGANGUR
INNlPíilG. FIMTUDAGINN 5. JÚNÍ 1947
PHONE 21 374
Uv
i«útc'
rv’®1'
e-r *
A Complele
Cleaníng
Instilulion
NÚMER 23.
Dr. Richard Beck
Fimtugsafmæli merks
fræðimanns
Þann 9. yfirstandandi mánað-
ar á Df. Richard Beck, prófes-
sor í norrænum tungum og bók
mentum við ríkisháskólann í
North Dakota, fimtugsafmæli,
og fer það að vonum, að fslend-
ingar austan hafs og vestan
hugsi hlýtt til hans á slíkum
tömamótum, því svo hefir hann
með fræðimannlegri starfsemi
sinni í bundnu máli og óbundnu,
auðgað menningarlegan akur
stofnþjóðar sinnar síðastliðinn
aldarfjórðung; er hann ham-
hleypa við störf, og að jafnaði
vandvirkur að sama skapi. — Dr.
Beck er mælskumaður mikill,
og hefir flutt fyrirlestra svo
mörgum hundruðum skiftir á
ensku og íslenzku, og þó senni-
lega margfalt fleiri á hinni fyrr
nefndu tungu; fyrirlestrar hans
jvafa fjallað um bókmentir ís-
lenzku þjóðarinnar, tungu henn
ar og sögu, og þar af leiðandi
víkkað mjög landnám íslenzkrar
menningar meðal hins ensku-
mælandi lýðs í þessari álfu, og
er hið sama um ritgerðir hans
að segja, er birtst hafa hafa í
merkum tímaritum og blöðum
amerísku þjóðarinnar.
Dr. Beck er fæddur að Svína-
skálastekk í Reyðarfirði þann
9- júní 1897. Voru foreldrar hans
Einar K. Beck óðalsbóndi í Litlu
Breiðuvík og Þórunn Vigfússína
Vigfúsdóttir, nú búsett í Winni-
Peg, hátt á áttræðisaldri; bróðir
Dr. Beck er Jóhann Þorvaldur,
prentsmiðjustjóri í Winnipeg. —
Snemma fór Dr. Beck að vinna
fyrir sér, bæði við sjómennsku
°g önnur störf; hann lauk prófi
við gagnfræðaskóla Akureyrar
1918, en útskrifaðist tveimur ár
u,m síðar af mentaskólanum í
Reykjavík með fyrstu einkunn,
eu fluttist vestur um haf 1921.
Meistaraprófi í norrænum fræð-
um lauk Dr. Beck við Cornell-
háskóla 1924, en varð doktor í
heimspeki við sömu mentastofn
un 1926. Fjallaði meistararitgerð
kans um Byron og áhrif hans á
islenzkar bókmentir, en doktors
ritgerðin um Jón skáld Þorláks-
son á Bægisá og þýðingar hans
eftir Pope og Milton.
Dr. Beck er tvíkvæntur; er
síðari kona hans Bertha Samson
hjúkrunarkona frá Winnipeg, frá
k®r atkvæðakona; þau eiga
Ivö mannvænleg börn.
Lögberg stendur í djúpri
Pakkarskuld við Dr. Beck fyrir
augan og drengilegan stuðning
ans við blaðið, og nú flytur það
°num hugheilar árnaðaróskir
1 tilefni af áminstum tímamót-
um í nytsamri og giftusamlegri
^vi hans.
TIL Á. P. GUDJOHNSEN
Þú háðir með oss tímans tafl
með táp um margra ára skeið.
með bróður hug og andans afl,
sem ætíð merkti þína leið.
Nú svífur þú með sifja lið
að sögu frægri móður strönd,
þar fjöllin blá þér brosa við
og bræður rétta vinar hönd.
Þín heimför snertir hlýjan streng
með hjartans þökk um liðin ár.
En minning glöð um góðan dreng
er geymd þó freyði tímans sjár
M. MARKÚSSON.
t-f-f-f-f-f-f-f-f -f-f-f-f^
Rýmkvað um innflutning
fólks
Þess er getið í fréttum frá
Ottawa, að innflutningur fólks
hingað til lands frá hinum ýmissu
Norðurálfuþjóðum, muni fara
talsvert í vöxt á yfirstandandi
ári, þó takmarkaður skipakostur'
hamli að vísu verulegum straumi
innflytjenda; er áætlað, að tala
innflytjenda það, sem eftir er árs,
muni eigi iara fram úr 25 þús-
undum. Þrjú stærstu pappírs-
gerðarfélögin í þessu landi, hafa
farið fram á það við sambands-
stjórn, að fá leyfi til innflutn-
ings fyrir fjórtán þúsundir
manna til þess að vinna að
skógarhöggi næstkomandi vetur.
-f -f -f
Útskrifast í læknisfræði
Við nýlega afstaðin vorpróf
útskrifaðist með fyrstu ágætis-
einkunn í læknisfræði, Thomas
John Speakman, sem er íslenzk-
ur í móðurætt; hann er sonur
Mr. og Mrs. Joseph Speakman,
sem nú eru búsett í bænum Field
í British Columbia; móðir þessa
unga læknis er Rebekka, dóttir
Mr. og Mrs. Guðmundur John-
son, sem áttu heima í East
Kildonan, en bæði eru látin.
■f -f ■♦
Ungf. Hildigunnur Eggertsdóttir
Lýkur prófi og fær gull-
medalíu
Þessi unga stúlka, sem fædd
er á Skúfum í Vindhælishreppi í
Húnavatnsssýlu, kom >til Winni-
peg í byrjun september, s.l., og
hóf þegar nám við Success Busi-
ness College í Winnipeg; hún
hefir nú nýlokið þar prófi og
hlotið fyrir frábæra tækni í vél-
ritun, gullmedalíu The Business
Educators’ Association of Can-
ada.
Ungfrú Hildigunnur vann á
skrifstofu Eimskipafélags ís-
lands í Reykjavík, og hverfur þar
til síns fyrra starfs að haustinu.
Beinar ferðir milli íslands
og Noregs hefjast
í sumar
Lyra — endurbeett — verður
í förum milli landanna.
Norska skipið „Lyra“, eign
Bergenska gufuskipafélagsins,
sem var á förum milli Noregs og
íslands fyrir stríð, mun hefja
ferðir að nýju milli Bergen og
Reykjavikur í sumar.
Samkvæmt upplýsingum, sem
“Vísir” hefir aflað sér hjá af-
greiðslu félagsins hér, mun
“Lyra” fara fyrstu ferð sína héð-
an 1. júlí, síðan 19. ágúst en þar
næst 9. september. En um mið-
bik júlí mun “Lyra” koma hing-
að á vegum Snorraneftidarinn-
ar norsku og flytja hingað
Snorralíkneski hins kunna
norska myndhöggvara, Gustavs
Vigelands, sém afhjúpað verður
í Reykholti í júh', en sú athöfn
hefir, eins og kunnugt er, tafist
vegna styrjaldarinnar.
Nánari ferðaáætlun hefir
ekki verið gerð um ‘,Lyru”,
nema um þær þrjár ferðir, ér
að framan getur.
“Lyra” hefir verið í förum
á styrjaldarárunum, rheðal ann-
ars á vegum bandamanna, milli
Bretlands og Islands. Auk þess
hefir skipið siglt nokkurum
sinnum milli Bretlands og
Bandaríkjanna á styrjaldarár-
unum.
Eftir ófriðarlokin var skipið í
strandferðasiglingum við Nor-
eg, enda mikill hörgull á strand
ferðaskipum þar. Síðan hefir far
ið fram gagngerð viðgerð á skip
inu og ýmsar endurbætur verið
gerðar á því. Meðal annars hefir
verið komið fyrir í því olíukynd-
ingu í stað kolakyndingar áður.
Ennfremur hafa verið gerðar
ýmsar umbætur á farþegarúmi
skipsins.
Vísir,2. maí.
■f -f -f
Spjöll af völdum
landskjálfta
í nýkomnum bréfum frá
Reykjavík, er þess getið, að
landskjálftar hafi valdið nokkr-
um spjöllum í Hveragerði í
Ölfusi, og hafi þetta leitt til
brottflutnings fólks úr því um-
hverfi; þess er og getið, að nýir
hverir hafi myndast á stöðvum
þessum.
Hervarnir í norðurhöfum
Yfirforingi ameríska lofthers-
ins, Carl Spaatz, mætti nýverið
á fundi fjárlaganefndar þjóð-
þingsins í Washington, og lagði
áherzlu á það, að um norðurhöfin
stafaði Bandaríkjunum mest á-
rásarhætta, og þar af leiðandi
riði mest á því, að koma þar upp
öflugum hervörnum eins fljótt
og auðið mæti verða; slíkar vam-
ir yrðu vitaskuld dýrar, en eins
og nú hagaði til, væri ekki viðlit
að horfa í kostnaðinn.
-f -f -f
Friðarsamningar við Japan
Utanríkisráðh. Breta, Ernest
Bevin, hefir stungið upp á því,
að þeim ellefu þjóðum, er tóku
þátt í stríðinu gegn Japan, verði
falið á hendur það hlutverk, að
leggja grundvöll að friðarsamn-
ingum við japönsku þjóðina, því
þær séu kunnari öllum aðstæð-
um en þeir aðiljar, er hvergi
komu nærri; kvaðst hann vilja
koma í veg fyrir, að mál þetta
yrði lagt fyrir utanríkisráðherra
fund, því reynslan hefði leitt í
ljós, hve treglega hefði gengið
á þeim vettvangi, að samræma
fjarskyldar og ólíkar skoðanir.
KIRKJUÞING
Hins evangelíska lúterska kirkjufélags Islendinga
í Vesturheimi
MOUNTAIN. NORTH DAKOTA
13.—17. júní 1947 ,
ÞINGSKRÁ:
Föstudag, 13. júní 1947. kl. 7.30 e.h. (Standard Tími):
Guðsþjónusta, altarisganga, þingsetning. Vígsla kirkju
og orgels. Sr. S. Ólafsson prédikar.
Fimtudag, 14. júní kl. 9—12 og 1.30—5.30:
Þingfundir í Hallson kirkju. Kl. 8 e. h. Address: Dr.
Reinartz, skrifari United Lutheran Church in America,
í Mountain kirkju. Einnig söngprogram.
Sunnudag, 15. júní, kl. 11 f. h..
Vígsluguðsþjónusta í Víkur kirkju, Eric Sigmar og
Arthur Hanson. Sr. H. S. Sigmar, prédikar. Kl. 3 e. h.
Guðsþjónustur í öðrum kirkjum prestakallsins. Kl. 8
e. h. Æskulýðssamkoma í Víkur kirkju. Ræðumenn:
E. H. Sigmar og A. Hanson Söngprogram.
Mánudaginn, 16. júní, kl. 9—12 og 1.30—5.30:
Þingfundir í Garðar kirkju. Kl. 8 e. h. íslenzkt kvöld.
Ræðumaður Sr. Runólfur Marteinsson. S.ngprogram.
Þriðjudaginn, 17. júní, kl. 9—12:
Þingfundir í Vidalíns kirkju Kosningar, þingslit.
Dagsett að Mountain, N.-Dakota 2. júní 1947
Sr. Haraldur Sigmar D.D., forseti
Sr. E. H. Fafnis, skrifari
Wilhelm Kristjánsson
Tekst á hendur sagnaritun
Sögufélag Manitobafylkis hef-
ir komið því til leiðar, að Wil-
helm Kristjánssyni, sem gegnir
ábyrgðarstöðu við mentamála-
deild fylkisins, verði veitt um
hríð lausn frá því starfi með það
fyrir augum, að semja í höfuð-
dráttum, sögu íslenzkra frum-
herja innan vébanda Manitoba-
fylkis; er þetta hið þarfasta verk
og Mr. Kristjánsson manna best
til þess fallinn; hann er útskrif-
aður á Manitoba-háskólanum og
hefir gefið sig nokkuð að rit-
störfum. Styrkurinn, sem Mr.
Kristjánsson fær til áminstrar
sagnaritunar, nemur $1.500.
■f -f -f
%
Þurð á kolum
Kolakaupmenn í Winnipeg, eru
nú í óða önn að hvetja borgarbúa
til þess að birgja sig upp með kol
fyrir næsta vetur, að svo miklu
leyti, sem auðið megi verða, með
því að sýnt sé, að þurð á kol-
um bíði framundan. Birgðamála-
ráðherra sambandsstjórnar, C. D.
Howe, tekur í sama streng, en
bætir því jafnframt við, að líkur
séu á, að olía til upphitunar hús-
um, verði einnig af skornum
skamti.
Hörmulegt
(lugslys á
Islandi
Síðastliðinn fimtudag
flutti útvarpið í Winnipeg
þá fregn, að stór og mikil
flugvél, eign Flugfélags ís-
lands, hefði farist á leiðinni
milli Reykjavíkur og Norð-
urlands, og að 25 manns
hefðu af völdum slyssins
látið líf sitt; að því er ráða
mátti af fregninni, hafði
flugvélin rekist á fjallshlíð
og brotnað í spón; eftir
nokkura leit, höfðu leyfar
flugvélarinnar sézt úr lofti,
en engin merki um lifandi
mannveru, enda lét síðari
útvarpsfregn þess getið, að
allir, sem með vélinni voru,
hefðu týnt lífi.
Eins og nærri má geta, er
þungur harmur kveðinn að
íslenzku þjóðinni vegna
þessa sorgaratburðar, og til
hennar, og þeirra, sem um
sárast eiga að binda,
streymir samúðarrík hlut-
tekning íslendinga vestan
hafs.
í smágrein, sem dagblað-
ið Winnipeg Free Press
flutti um slysið, er sagt, að
ímeðal þeirra, er fórust,
hefði verið Garðar Þor-
steinsson alþingismaður, á-
samt konu sinni og barni
þeirra.
-♦ -f f
Sykurskamtur
Fjármálaráðherra sambands-
stjórnarinnar, Douglas Abbott,
lýsti yfir því, í þinginu á fimtu-
daginn var, að enn sem komið
er, yrði ekki réttlætanlegt að af-
nema sykurskamt í Canada, en á
árinu yrði skamturinn hærri en í
fyrra sem svaraði 9 pundum á
mann.
Alda Palsson
Piano Recítal
Breath-Taking
The senior school of the To-
ronto Conservatory of Music
offered another breath-taking
exhibition of piano playing
Tuesday night in the Conserva-
tory concert hall. The event was
the graduation recital of Alda
Palsson. The program was one
with special reference to the
character of the occasion — one
to prove that the pianist can
play major music: Schubert,
Four Impromptus Op. 90; Havel,
three of the Miroirs; Beethoven,
Op. 101; Bemeau, Gavotteo and
Variations; Schumann, Toccata
Op. 7; Bach, Toccata in E minor;
Prokofieff, Toccata Op. 11.
Such a list represents such
terrific demands in technique
that, halfway through, this
listener began to have the same
feeling experienced at a high-
jump feature of a horse show,
hoping they won’t raise the bars
another inch. However, Miss
Palsson came back after the
intermission to take her last
hurdles easiest of all. The
Rameau and the toccatas were
the best part of the program.
Recognizing this utterly re-
markable playing, it is no dis-
paragement of this musician to
say that her senior graduation
Miss Alda Pálsson
may be the bgeinning of mature
artistry. At present, she feels
the horizontal elements of the
music beautifully and so, while
other pieces showed as able
technique, the Bach was her
most artistic offering. Any play-
ing of a singing line was graci-
ously done. As yet, she has not
developed to equal extent an
architectural sense of using tone
and volume to relay the form of
composition. But she has the
foundation on which a decade of
thought on such matters will
have a chance to flower. She at
least has no false emotionalism
to clear away before she con-
tinues her personal investiga-
itons of aesthetic qualities.—
Pearl McCarthy, Globe and Mail,
May 23rd, 1947.