Lögberg - 05.06.1947, Blaðsíða 8

Lögberg - 05.06.1947, Blaðsíða 8
LOGBERG, FIMTUDAGINN 5. JÚNÍ 1947 Ur borg og bygð Islenzkir sjúklingar, sem liggja á sjúkrahúsum hér í borginni, eða aðstandendur þeirra, eru vinsamlega beðnir að síma Mrs. George Jóhannesson, 89 208, ef aeskt er eftir heimsókn eða ís- lenzku blöðunum. Birt að tilstuðlan Djákna- nefndár Fyrsta lút. safn. ♦ Rósetiujárn eru nú til sýnis á þriðju hæð í verzlun' T. Eaton Co., Ltd. Winnipeg. Þessi ágætu Rósettu- járn fást einnig keypt á þriðju •hæð í járnvöruverzlun J. H. Asdown Co.. Ltd, Main Street og Bannatyne í Winnipeg. Miss Agnes Sigurðsson, sem stundað hefir undanfarin tvö ár píanónám í New York við mik- inn orðstír, kom heim síðastlið- inn laugardag í heimsókn til for- eldra sinna, þeirra Mr. og Mrs. Sigurbjörn Sigurðsson. í ritgerð J. G. Oleson, sem birt var í Lögbergi í fyrri viku, slædd ust þessar inn þessar missagnir: Fljótsstaðir fyrir Ljótsstaðir; — „hljóp eins og kind“, en átti að vera hind. Dagfríður, en átti að vera Dagbjört. -♦ Mr. Páll Einarsson, kaupmað- ur frá Oak Point, var staddur í borginni í fyrri viku. •f- Miss Snjólaug Sigurðsson fyrrum organleikari Fyrsta lút- erska safnaðar, sem stundað hef ir undanfarið píanónám í New York með ágætum árangri, er væntanleg heim á föstudaginn 1 heimsókn til móður sinnar, frú Jónu Sigurðsson. -♦ Hr. Jóhann Pálsson frá Reykjavík, sem í síðastliðinn 4 ár hefir stundað nám við Winni- peg Sshool of Art, hefir nýlokið þar fullnaðarprófi, og er nú í þann veginn að hverfa heim til ættjarðar sinnar. •♦ Miss Jenny Johnson frá Pasa- dena, California, sem dvalið hefir hér um slóðir nokkuð á annan mánuð. og heimsótt ætt- menni og vini í ýmissum íslenzku byggðunum, lagði af stað vestur til Vancouver í gær; hún bað Lögberg að flytja vinum sínum í Manitoba og North Dakota alúð- arkveðjur, og þakklæti fyrir ástúðlegar viðtökur. -♦ Þau Sigurður Einarsson tin- smiður frá Arborg og frú, eru í þann veginn að leggja af stað austur til Geraldton, Ont., þar sem þau ráðgera að dvelja fram á komanda haust. * •♦■ Hr. Ingólfur Sigurðsson starfs- maður Eimskipafélags íslands frá Reykjavík, lagði af stað flug- leiðis vestur til Vancouver, á- samt frú sinni síðastliðinn sunnudagsmorgun. -♦ Silfurbrúðkaup í Mikley Föstudaginn, 16 f. m. var þeim Mr. og Mrs. Sigurði John- son haldið silfurbrúðkaups- samsæti í samkomusal bygðar- innar. Vinir og vandamenn þess ara mætu hjóna stóðu fyrir sam- sætinu. Um tvö hundruð manns sóttu þetta gleðimót. Helgi K. Tómasson hafði veizlustjórn með höndum, og afhenti heið- ursgestunum rausnarlega pen- ingagjöf frá bygðarbúum. Mrs. Beggi Jones færði Mrs. Johnson einnig peningagjöf frá Lúterska kvenfélaginu. Til máls tóku Helgi K. Tómasson, Mrs. Beggi Jones og séra Skúli Sigurgeirs- son. — Að endingu talaði Mrs. Johnson og þakkaði fyrir þann heiður sem þeim hjónimum hafði verið sýndur. Fyrir hönd heiðursgestanna vil ég færa öllum þeim, sem þátt tóku í samsætinu, þeirra innilegustu þakklæti fyrir þessa MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Valdimar J. Eylands, prestur. Heimili: 776 Victor Street, Sími: 29 017. Harold J. Lupton, organisti og söngstjóri. 308 Niagara Street. * Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: á ensku kl. 11 f. h., á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 12.15 e. h. Söngæfingar: Yngri flokkur- inn—á fimtudögum. Eldri flokk- urinn — á föstudögum. •♦ Lúierska kirkjan í Selkirk Sunnudaginn 8. júní— Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12 á hádegi. íslenzk messa kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. •♦ Gimli preslakall Sunnudaginn 8. júní — messa að Husavick kl. 2 e. h. Ensk messa að Gimli kl. 7 e. h. Allir boðnir velkomnir. Skúli Sigurgeirsson. -♦ Arborg-Riverion presiakall 8. júní — Arborg. ferming og altarisganga kl. g e. h. B. A. Bjarnason kvöldstund, sem verður Mr. og Mrs. Johnson ógleymanleg. S. S. -f 17. júní í Blaine Þjóðræknisdeildin “Aldan”, heldur hátíðlegan 17. júní, eins og að undanförnu, með almennri samkomu í City Hall. Reynt hef- ir verið að vanda sem bezt til skemtiskrárinnar og kvenfólk- ið sér um veitingar. Eru allar horfur á því, að hvorftveggja yerði með ágætum. A. E. K. -f Merkishjónin Kristján Krist- jánsson og Svanfríður Jónsdóttir að Mountain, N. Dak., eiga 70 ára hjónabandsafmæli á laugar- daginn kemur, og er þá búist við að fjölment verði á heimili þeirra; er þess vænst, að börn þeirra öll verði viðstödd, ásamt fjölda barnabarna og vina. Lög- berg árnar þessum öldruðu heið- urshjónum allrar blessunar í til- efni af þessum merka áfanga í lífi þeirra. -f Mr. John Guttormsson, kaup- maður á Lundar, var staddur í borginni á mánudaginn. -f Hr. Helgi Einarsson frá Lake St. Martin, var í borginni á mánudaginn á leið til verstöðva norður á Winnipegvatni. -f Frú Valborg Ailwyn frá Ot- tawa, er nýkomin hingað til borgarinnar ásamt tveimur dætr- um sínum, í heimsókn til foreldra sinna, Mr. og Mrs. Charles Niel- sen. f Hr. Guðmundur E. Eyford er nú nýfluttur, og er heimilisfang hans að 691 Sherburn Street. Sími 23.253. f Til safnaða kirkjufélagsins Vér viljum mælast til þess við alla söfnuði kirkjufélagsins, að þeir gjöri svo vel að senda nöfn fulltrúa sinna sem allra fyrst til okkar, svo mögulegt verði að ráðstafa húsakosti og dvalarstað fyrir alla, sem koma. Einnig ef gestir, sem búast við að sækja bygðina heim vildu segja vinum sínum, sem þeir ætla að heim- sækja, að þeir væru væntanlegir, svo ekki verði fult hús þar sem þeir koma að dyrum. Fulltrúa- nöfn skyldu sendast til skrifara Mountain safnaðar, Mrs. S. A. Björnson, Mountain, N. Dakota. Mætumst heilir á þingi. E. H. Fáfnis. f Gift í Fyrstu lútersku kirkju á mánudaginn 2. júní voru þau Kennelh Edward Porter 275 Beverley St. hér í borginnni og Olivia Helga Johnson, dóttir þeirra Einars Johnson og Sol- veigar konu hans að Steep Rock. Er brúðurin hjúkrunarkona að mentun og hefir dvalið nokkur^ síðustu árin i Winnipeg, og hér verður, einnig framtíðarheimili ungu hjónanna. Að lokinni at- höfninni í kirkjunni, sem sókn- arpresturinn, séra Valdimar J. Eylands framkvæmdi, fór fram vegleg brúðkaupsveizla í salar- kynnum Blacksfone Cafe að við- stöddu fjölmenni. f Mrs. Kofbeinrt Thordarson frá Seattle. er stödd í borginni um þessar mundir, í heimsókn til systra sinna og annara vina. f Mrs. Jónasína Jóhannesson lagði af stað á laugardaginn var vestur til Seattle, Wash., í heim- sókn til dóttur sinnar; gerði hún ráð fyrir að dvelja þar vestra mánaðartíma. f Mr. og Mrs. G. J. Oleson frá Glenboro voru stödd í borginni í vikunni, sem leið. f Samskol í Útvarpssjóð Fyrstu lútersku kirkju E. J. Breiðfjord. Upham, N. Dak., $1.00; Mrs. G. F. Gislason, Bredenbury, Sask., $1.00; Ben. Sigurdson, Bredenbury, Sask., $2.00; Rebekka Bjarnason, Camp Morton, Man.. $2.00; Mr. og Mrs. C. Paulson, Gerald, Sask., $2.00; Mr. og Mrs. Thordur Thordarson, Gimli, Man., $1.00; Mr. og Mrs. Sig. Thordarson Gimli, Man., $1.00. Kærar þakkir, V. J. E. f Vígsla minningarskála Sumarbúða Banadalags Lúterskra Kvenna. Sérstök athygli er hér með dregin að því að sunnudaginn 22. júní fer fram guðsþjónusta og vígsluathöfn í sambandi við þing- setningu í hinum nýbygða minn- ingarskála í Sunrise Lutheran Camp í Husavick, Manitoba. Alt verður gert til að gera þessa at- höfn tilkomumikla til að heiðra minningu þeirra, sem skálinn verður helgaður, hinna mörgu íslendinga, sem líf sitt létu í hinum tveimur heimsstríðum. Öllum aðstandendum þeirra er sérstaklega boðið að vera við- staddir. Allir eru hjartanlega velkomn- ir. Munið daginn — sunnudaginn. 22. júní, kl. 2.30 e. h. Ingibjörg J. Ólafsson. f Eins og sjá má á öðrum stað í blaðinu, verður hinn vinsæli gamanleikur Páls J. Árdals, “Happið” sýndur á eftirgreind- um stöðum: Riverton, föstudaginn 6. júní; Víðir, mánudaginn 9. júní og að Geysir, miðvikudaginn 11 júní. Var leikurinn sýndur af þess- um sama flokk að Geysi, tvisvar sinnum á síðastliðnu vori, við ágætis aðsókn og framúrskar- andi góðar viðtökur, að öllu leyti og er það að ósk f jölda manns, að hann er nú endurtekinn. Það má benda Norður-Ný-ís- lendingum á, að þarna fá þeir ágætasta tækifæri að slá tvær flugur með sama högginu, hlæja og skemta sér eina kveldstund og hjálpa hinu ágæta listamanns- efni bygðarinnar, með því að fjölmenna á leiksýninguna að Geysir. 11. júní. E. B. T Gefið í Minningarsjóð Bandalags lúlerskra kvenna Frank Arnason, $5.00; John Arnason, $5.00, í minningu um kæran skólabróður, Freeman Johnson; Sunnudagaskóli lút- erska safna^jarins á Gimli, $10. 00, í minningu um fyrverandi nem- endur, er létu líf sitt í hinu ný- afstaðna heimsstríði: Einar T. Wilkinson, Björn J. Johnson, Sigurjón Einarson, Oscar Sol- mundson, Freeman Johnson. Með innilegu þakklæti, Anna Magnússon, Box 296 Selkirk. f Heimilisiðnaðarfélagið heldur fund á miðvikudagskvöldið 11. júní, að heimili Mrs. K. Oliver, Whittier St., Kirkfield Park. Fundurinn byrj ar kl. 8. — Eg vona, að þér óttist ekki sóttkveikjur, sagði gjaldkerinn um leið og hann greiddi kennar- anum laun sín í óhreinum pen- ingaseðlum. — Það er engin hætta á ferð- um, sóttkveikjur gætu ekki lifað af kaupinu mínu. HAPPIÐ Gamanleikur, eftir Pál J. Ardal, verSur sýndur að RIVERTON, föstudaginn, 6. júní, 1947, kl, 9 e. h. VIÐIR, mánudaginn 9. júní, 1947, kl. 9 e. h. GEYSIR, miðvikudaginn 11. júní, 1947, kl. 9 e. h. INNGANGUR 50c Arðiu: af leiksýningunni að Geysir verður notaður til að styrkja ungan listamann byggðarinnar til áframhaldandi náms. TILKYNNING Þann 30. júní n.k. eiga þau séra Sigurður og frú Ingi- björg Ólafsson í Selkirk, tuttugu og fimm ára giftingar- afmæli. Vinir þeirra í Selkirk-söfnuði bjóða kunningjum þeirra og vinum að heimsækja þau þann dag að 305 Superior Ave., Selkirk, frá kl. 2—5 e. h. og frá kl. 7.30—10 að kvöldi. Allir, sem á þennan hátt vildu heiðra þau, eru beðnir að tilkynna einhverri af eftirfylgjandi nefndarkonum fyrir 20. júní. MRS. (Dr.) EYJOLFUR JOHNSON—Box 394 MRS. GRIMUR EYMAN—Box 233 MRS. ANNA MAGNUSSON—Box 296 Nýtt ráðuneyti myndað Samsteypustjórnin 1 Ungverja- landi hefir neyðst til að leggja niður völd, og hafa nú kommún- istar tekist á hendui myndun nýs ráðuneytis. Brezk stjórnarvóld eru þeirrar skoðunar, að stjórn- arskiftin stafi frá rússneskum á- róðri, er elt hafi ungversku þjóð- ina á röndum undanfarna mán- uði; það fylgir sögu, að kommún- istar vilji óðir og uppvægir hrekja Tildy forseta af valdastóli. | Læknirinn: — Jæja, hvernig lýsir það sér? Sér hann hvítar ' mýs eða eitthvað slíkt? — Nei, það er nú það sem að er, og þó er T íbúð okkar fullt af þeim. ♦ Presturinn: — Hvers vegna ertu hættur að sækja kirkju, Jón? Jón: — í fyrsta lagi líka mér ekki ræðurnar yðar. I öðru lagi líkar mér ekki söngurinn og í þriðja lagi var það í kirkjunni hjá yður, sem ég sá konuna mína í fyrsta sinn. — Eg er hræddur um að bróð- ir minn sé með „deleríum tre- mens, læknir! The Swa-n Manufacturing Company Manufacturers of SWAN WEATHER STRIP Halldor Methusalems Swan Eigandi 281 James St. Phone 22 841 For Lasting Relief from • ACID INDIGESTION • GAS DISTURBANCES • HEARTBURN • NERVOUS SOUR STOMACH wlth GOLDEN STOMACH TABLETS 360 tablets, $5.00 120, $2.00 55, $1.00 AT ALL DRUG STORES AND DRUG DEPARTMENTS -f -f ♦ TIL KAUPENDA LÖGBERGS og HEIMSKRINGLU Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenzku blöðunum vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 eindálka þumlunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á þumlunginn; þetta er að vísu ekki mikill tekju auki, en þetta getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði. Aðrar auglýsingar kosta 70 cents eindálka þumlungur. THE COLUMBIA PRESS LIMITED THE VIKING PRESS LIMITED -f -0~ KAUPENDUR LÖGBERGS OG HEIMSKRINGLU Á ISLANDl Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað. Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheirrrtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, enu vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐM UNDSSON HOLTSGATA 9, REYKJAVÍK Farþegarflutningar milli WINNIPEG og ASHERN Tveir ungir menn, þeir John Mills og Roy Halldorson í Eriksdale, hafa nú iekið að sér fólksflutninga milli Winnipeg og Ashern, og nota til þess fyrsia flokks langferðabíla, sem fara eftir Sargenf Avenue, vesiur að Dominion Streel; bílar þessir staðnæmast á stræt- 4 inu og taka farþega, séu gefin merki. Færið yður þessi nýju samgöngutæki í nyt! The Following Doctors Wish to Announce They Are Now Associated with the KOBRINSKY CLINIC 216 KENNEDY STREET SOLOMON KOBRINSKY, M.D. Maternity and Diseases of Women LOUIS KOBRINSKY. M.D., F.R.C.S., (Edin.) General Surgery SIDNEY KOBRINSKY, M.D. Internal Medicine M. TUBBER KOBRINSKY, M.D. Physician and Surgeon SAM KOBRINSKY, M.D. Physician and Surgeon SAMUEL RUSEN. M.D. Physician and Surgeon Telephone 96 391 -- If ]Vo Answer, Call Doctor’s Directory — 72 152

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.