Lögberg - 17.07.1947, Blaðsíða 4

Lögberg - 17.07.1947, Blaðsíða 4
4 LÖGBEKG. FIMTUDAGINN 17. JÚLl, 1947 --------logberg--------------------- OeflO <lt hvem fhntuda* af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 í'^rgent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáakrlft rltatjörans: EDITOR LÖGBERG 196 Sargent Ave., Wínnipeg, Man. Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Ver8 $3.00 um árið—Borgist fyriríram The “Liöybert'’ is printed and pubilahed by The Coiumbia Preas, Limited, 695 Sargent Avenue, Wlnnlpe*, Manitoba, Canada. Authorized as.Svcond Class Mail, Post Office Dept., Ottawa. PHONB 21 >04 Minningarbrot úr íslandsförinni 1946. — Eftir Einar P. Jónsson. Eftir sólarhrings viðdvöl í höfuðborg inni, beið okkar seinasta^ferðin út um hina fögru og fangvíðu sveitir Suður- landsins; það var bæjarstjórn Reykja- víkur, sem efndi til fararinnar, og skyldi hún hafin frá Hótel Borg kl. 9 árdegis; og það stóð líka alveg heima, því á mín- útunni beið þar fyrir utan stór og glæsi- legur langferðabíll, sem við áttum að ferðast í um daginn; fararstjórn hafði með höndum borgarstjóri höfuðstaðar- ins, Bjarni Benediktsson alþingismað- ur, hnellinn maður og knálegur eins og sagt var um Napoleon; hann er sonur Benedikts Sveinssonar fyrrum Alþingis forseta frá Víkingavatni og Guðrúnar Pétursdóttur frá Engey; hann varð kornungur prófessor í lögum við Há- skóla íslands, en gegnir um þessar mundir dómsmálaráðherraembætti, — jafnframt því sem hann hefir með höndum forustu utanríkismálanna; í förinni voru margir bæjarfulltrúar á- samt frúm sínum og nokkrum öðrum forustumönnum í þjónustu bæjarfé- lagsins. Um morguninn var dumbungsveður, en smátt og smátt, er á leið, fór að létta til. — Fyrst var ekið í Öskjuhlíð og skoðað- ir heitavatnsgeymarnif, sem þar eru; forstjóri Hitaveitunnar, Helgi Sigurðs- son, skýrði fyrir gestum þetta mikla og nýstárlega fyrirtæki, sem er eins dæmi í sinni röð; mig minnir aó hann segði, að það hefði kostað 30 milljónir króna að koma fyrirtækinu á laggirnar en að reksturshagnaður þess yfir árið 1945 hefði numið 6 milljónum króna, og verður naumast annað sagt, en slíkt sé vel af sér vikið; næst var hald- ið að Reykjum, þar sem Hitaveitan á upptök sín, og skoðuð þau hin miklu mannvirki, sem þar eru, ásamt gróður- húsunum, sem núverandi landbúnaðar- ráðherra, Bjarni Ásgeirsson frá Knar- arnesi stofnaði og starfrækir við álit- legum árangri. Sé þarna ekki um stór- merka nýsköpun að ræða, hvar er hún þá? Eftir því sem lengra kom upp í Mos- fellsdalinn hýrnaði útsýnið við vaxandi sólfar, en er austar dróg, hvíldu yfir heiðinni dulrænir öræfatöfrar; það var glatt á hjalla í langferðabílnum, mikið um söng, og þar lærðum við sum ar allra nýjustu bílavísurnar, sem komu mann til að skella upp úr. Ferðin austur yfir heiðina líktist ljúf- um draumi; nú blikaði á djúpblátt Þingvallavatn í stafalogni og Bláskóg- ar blöstu við; ekki hafði mig órað fyrir því, er sú silfurvængja lenti á Kefla- víkurflugvellinum að morgni þess 11. ágúst, að mér myndi veitast sá unaður, að líta augum hjartastað landsins, sem ól mig, tvisvar á mánaðartímabili eftir þrjátíu og þriggja ára útivist; þó var þetta ómótmælanleg staðreynd. í Valhöll var snæddur hádegisverð- ur; þar flutti Bjarni borgarstjóri snjalla ræðu, bauð okkur gestina að vestan vel- komna til hins forna og þjóðhelga þing- staðar, og bað alla viðstadda að drekka skál Vestur-íslendinga; var þetta gert af miklum eldmóði og síðan hrópað ferfalt húrra. Á Þingvöllum hefir nú fyrir nokkru verið mældur út grafreitur, sem ríkið á og starfrækir, einskonar Arlington Cemetery; á þetta víst að verða hvílu- staður hinna útvöldu; hugmyndin er falleg og ber vott um holla þjóðrækt, verði henni eigi misboðið, því ávalt verður það nokkurum vanda bundið, að leggja sannmat á verk manna með litl- um fyrirvara svo að segja rétt eftir að þeir hafa gefið upp andann; þó verða naumast skiptar skoðanir um það, að vel hafi tekist til um valið varðandi hinstu hvílu Einars Benediktssonar, er fyrstur okkar mestu samtíðarmanna ber beinin á þessum fornhelga stað; enda bar hann jafnan það hátt á Ijóð- þingi íslenzkra aðalsmanna, að fáir hafa lengra náð, nema ef vera kynni Egill Skallagrímsson; við hjónin drup- um höfði við leiði skáldsins; ég fann til hinnar miklu þakkarskuldar, er ég stóð í við minningu þessa glæsilega höfð- ingja; eigi aðeins vegna hinna styrku og stórbrotnu ljóða, heldur og engu síð- ur vegna órjúfandi vináttu hans við mig frá því er ég á unga aldri átti því láni að fagna, að kynnast honum persónulega. Einar Benediktsson stóð jafnan áveðurs í lífsbaráttunni, og leiðið hans með hvítu marmaraplötunni, stendur líka áveðurs eins og hann mundi hafa kosið sér sjálfur; er þetta í ákjósan- legu samræmi við lífsskoðun hins stolta og stórbrotna umbótamanns, er gagn- tókst af fögnuði við ágjafir og stríða storma. Um þessar mundir var verið að flytja heim frá Kaupmannahöfn, bein Jón- asar Hallgrímssonar, ljúflings íslenzkr- ar ljóðsnildar og forvígismanns íslenzkr ar málsmenningar; furðulegur styr stóð yfir um það, hvar beinum hins ástsæla skálds skyldi valinn hvílustaður í ís- lenzkri móðurmold; sóttu ýmsir það fast, að fæðingarstaður skáldsins, Hraun í Öxnadal yrði fyrir valinu, en þó varð niðurstaðan sú, að \)jóðgrafreitur- inn á Þingvöllum bar hærra hlut, eins og í rauninni sýndist líka alveg sjálf- sagt. Myndi það ekki vel til fallið að Jó- hann Sigurjónsson ffá Laxamýri, yrði þriðji, andlegi aðalsmaðurinn, er hvílu hlyti í faðmi Þingvallahelginnar? Þó ekki væri nú úr þessu til setu boðið, gat ég ekki slitið mig frá Þing- völlum án þess að heilsa upp á fornvin minn Thor. J. Brand, sem þar er bú- settur og hefir til margra ára haft um- sjón með þjóðgarðinum; hann er ætt- aður af Eskifirði, og dvaldi í allmörg ár vestan hafs; kona hans, Elízabet, er fædd í Vestur-Canada, bróðurdóttir séra Jóhanns heitins Bjarnasonar; viðdvölin á heimili þeirra varð ekki löng, en engu að síður rifjaði hún upp margar hlýjar endurminningar frá löngu liðnum dögum. — Nú var stigið upp í langferðabílinn, ekið suður yfir hraunið og eigi stað- næmst fyr en við Ljósafoss í Soginu; nú er þarna ágætur bílvegur, og ferðin tekur í rauninni ekki nema drykklanga stund; við Ljósafoss er hin vandaða og mikla Sogsvirkjun, er ljómar upp Rvík, og veitir hinum unga, en vaxandi iðn- aði höfuðborgarinnar, gnótt tiltölulega ódýrrar raforku. Sogsvirkjunin ber framtaki íslenzku þjóðarinnar glæsilegt vitni, og má réttilega teljast til hinna mestu Grettis taka, sem hún hefir lyft á síðari ár- um; mig minnir að mér væri sagt, að straumleiðslan frá Ljósafossi til Reykjavíkur næmi 45 kílómetrum í beinni línu; orkuverið minnir á það fullkomnasta og besta, sem viðgengst hjá langtum fjölmennari þjóðum. Ljósafoss dregur ekki nafn sitt af Sogsvirkjuninni eins og sumir virðast ætla; nafnið er langt um eldra en svo. Eftir að okkur höfðu verið sýnd hin helstu mannvirki, var slegið upp meiri háttar veislu undir forustu borgar- stjóra, er hafði að mottó hin ævagömlu og ávalt ungu orð: .“Et þú og drekk, og ver glaður.” Þarna voru allir glaðir, sumir góðglaðir. Steingrímur Jónsson rafstjóri, flutti í veislu þessari stórfróðlega ræðu um sögu Sogsvirkjunarinnar frá upphafi vega ,og lýsti starfrækslu hennar og þróun fram til þessa dags; kom það Ijóslega fram í máli hans, hverju ást- fóstri hann hafði tekið við fyrirtækið, og hve heitt hann bar það fyrir brjósti, að lýsa upp allt blessað landið; hjá Steingrími fara saman þau hyggindi, sem í hag koma og arfgengir mannkost- ir; hann er bróðursonur Guðmundar Grímssonar héraðsdómara í Rugby, North Dakota; kona Steingríms raf- stjóra, er Lára Árnadóttir Sveinssonar af ísafirði, systir Ragnars rannsóknar- lögreglumanns í St. Boniface í Mani- toba; er hún merk kona og mikilhæf; hún flutti í áminnstri veislu snjalla ræðu, er á sínum tíma var birt í Lög- bergi. Meðal bæjarfulltrúa úr Reykjavík, sem í förinni tóku þátt, var Gunnar prófessor Thoroddsen, er nú hefir tekið við borgarstjóraembætti höfuðborgar- innar; hann er sonur Sigurðar Thor- oddsen verkfræðings og fyrrum Mennta skólakennara, og konu hans Maríu Claessen af Sauðárkróki; kona Gunn- ars er dóttir Ásgeirs Ásgeirssonar fyrr- Kirkjuþingið Lúterska og íslenzka . . . (Frh. af bls. 2) Kirkjuþingið var sett í kirkju Mountain-safnaðar kl. 7.30 e.h. á föstudaginn 13. júní, af forseta þess, Dr. Haraldi Sigmar, og hófst eins og venja er til með prédikun, er séra Sigurður Ólafsson frá Selkirk flutti, vel og myndarlega. Kirkjan var þéttskipuð fólki, erindrekum, gestum og heimamönnum og margir urðu að standa. Að ræðunni lokinni, endur- vígði forsetinn kirkjuna til notk unar í þjónustu guðsríkis og guðshelgunar manna. Að því loknu fór fram altarisganga sem fjöldi altarisgesta tók. þátt í tilkomumikil athöfn og prýðileg Svo skipaði forseti menn í kjör bréfa- og dagskrárnefndir, en áð ur en fundi þessum lauk kvaddi heimapresturinn séra Egill H. Fáfnis, sér hljóðs, og bauð full- trúa og gesti velkomna til þings ins og byggðanna í Dakota. Dró síðan upp úr vasa sínum Vald- hamra tvo forkunnar vel gerða, og gaf annan forsetanum til eignar, hinn kirkjufélaginu. — Sagði hann að þeir væru gerðir úr undirstöðu eikartrjám Mount ain kirkjunnar sem eftir 63 ár hefðu hvergi sýnt feyru, eða fúa nema lítils háttar vott á einni röð eins undirstöðutrés- ins. Að hamrarnir væru búnir til af Mr. Ármann, hinum þekta og listfengna hugvitsmanns þar í byggðinni, og af honum gefnir. Með þessum ummælum séra Egils, og þakklætisyfirlýsingu forseta, var þessum fyrsta fundi kirkjufélagsins lokið. Þegar við komum út úr kirkj- unni var móttökunéfndin í óða önn að raða erindrekum og þinggestum niður til dvalar um þingtímann og fórst það auðsjá- anlega vel úr hendi, því hópur- inn fór óðum smækkandi og bíl- arnir þustu í allar áttir með þá. Fjörlegur maður, frekar lágur vexti, sem vissi vel hvað hann var að gjöra og hvernig ráða skyldi fram úr hlutunum, kom til mín og sagði að ég skyldi fylgja sér og leist mér vel á það. Hann setti mig upp í sinn eigin bíl og þaut á stað, í norður fyrst, lítinn spöl, svo austur slétturnar dökkgrænar, því far- ið var að húma að. Framhjá einu skógarbeltinu á fætur öðru sem stóðu upp úr sléttunni eins og eyjar, upp úr hafinu, og heim til sín. Þessi maður var A. M. um forsætisráðherra og Dóru dóttur Þórhalls Bjarnasonar biskups; er hún forkunnar fögur kona og ástúðleg í við- móti. Gunnar prófessor á sæti á Alþingi; hann er gleðimaður mikill og varð sjálfkjörinn forsöngvari í þessum eftirminnilega leið angri; ég hygg að Gunnari svipi um margt til afa síns, Jóns Thoroddsen skálds. Dvölin við Ljósafoss varð drjúgum lengri en til var ætlást í fyrstu; það var eins og allir ættu örðugt með að slíta sig í burtu frá þessum fagra og sérkenni- lega stað, þessari tígulegu ljósauppsprettu landsins helga í norðri; senn var þó blásið til brottferðar, ekið hratt vestur með Ingólfs- fjalli, drukkin skál íslands á Hveragerði, en eigi num- ið staðar fyrr en upp á Kambabrún kom; þar var stigið út úr langferðabíln- um og litast um; regnúði gerði það að verkum, að hins töfrandi útsýnis naut eigi eins glögt og svo oft áður; þó hvíldi yfir Vest- mannaeyjum draumræn tign, er lokkaði því meir sem sól rauf skýin öðru hvoru; viðkvæmur söknuð- ur gagntók huga minn, er ég fékk það á vitund, að nú væri tjaldið í þann veginn Ásgrímsson frá Sleitustöðum í Hjaltadal á íslandi, sem býr ágætisbúi, og við orðstýr góð- ann um sex mílur fyrir austan Mountain og dvaldi ég þar hjá honum og systur hans, Rósu, við risnu mikla og ágætis umönn- un þingtímann út. Á laugardagsmorgun var þing fundur haldinn í kirkjunni að Hallson. Gjörðust þar engin stór tíðindi. Milliþinga-starfsnefndir lögðu fram skýrslur sínar. Árn- aðaróskum þingsins veitt mót- taka og mál sett í þingnefndir. Kl. 8 að kveldi þess dags komu menn saman í kirkju Víkursafn aðar á Moimtain til að hlýða á boðskap erindreka sameinuðu lútersku kirkjunnar í Ameríku, sem kirkjufélagið er nú deild í, Dr. Fréderick Eppling Rein- artz, ritara þess félags sem þá var kominn til þings. Dr. Rein- artz, er sérlega viðkunnanlegur maður, blátt áfram og hinn al- þýðlegasti. Hann flutti mál sitt skýrt og einarðlega, og hljóðaði það aðallega um kirkjulega á- standið í Evrópu og viðhorf þar, að því er kristileg mál snerti, og fyrirætlanir og þarfir Samein aða Lúterska kirkjufélagsins í Ameríku í því sambandi. Hann minntist og á trúboðsstarfsþörf- ina í öðrum löndum, og væntan legrar aukinnar kristilegrar starfsemi heima fyrir. Var að máli hans gjörður hinn besti rómur og kvaddi forseti séra V. J. Eylands til að votta fyrir- lesaranum þökk fundarins og gjörði séra Eylands það, mjög myndarlega, og var svo gengið til borðs og beina í hinum nýja samkomusal kirkjunnar á Mountain og þar næst haldið heim til náttstaðar. Sunnudagurinn var hátíðis- og merkisdagur þingsins, því þá átti að vígja tvo nýja guðfræði kandidata til kirkjulegrar þjón- ustu innan kirkjufélagsins. Þá Arthur Hanson og Eric H. Sig- mar. Er sá fyrrnefndi af Norsk- um ættum, ungur maður, prýð- is myndarlegur, sem kaus held- ur að þjóna á meðal Islendinga, en ensku mælandi manna og var vígður til íslenzku safnaðanna í Blaine Wash. og Point Roberts. Hinn er sonur Dr. Haraldar Sig- mar og frú Margrétar Stein- grímsdóttir Sigmar, glæsimenni hið mesta og var vígður til ís- að falla við lok síðasta þátt arins í heimsókn minni út um sveitir landsins; ég hrökk upp af þessari leiðslu við það, er Bj. borgafstjóri kallaði í styrkum og djúp- um róm: “Gunnar, Gunn- ar, hvað er þetta, maður? Ætlarðu ekki að taka lag- ið?” “Auðvitað tökum við lagið,” svaraði Gunnar prófessor, og kyrjaði upp með “Táp og fjör og frísk- ir menn.” Hann byrjaði víst nokkuð hátt; borgar- stjóri sprakk á laginu og kvað það engan veginn líklegt, að slíkt yrði til þess að “styrkja bræðraböndin” ef þvílík firn fregnuðust í annari heimsálfu; þetta vakti hollan hlátur, og knúði fram mikinn og meiri söng; ferð okkar með bæjarstjórninni þenna yndislega og ógleyman- lega dag, hafði snúist upp í sönghátíð! Við vorum orðin langt á eftir áætlun, og hin óvið- jafnanlega gestrisni bæj- arstjórnarinnar varð þess valdandi, að við vestan- gestir komum nálega tveimur klukkustundum of seint í kvöldvérð.arboð fornvinar míns og bekkjar- bróður, Ásmundar pró- fessors Guðmundssonar og hans tígulegu frúar. Framh. lenzku safnaðanna í Argyle- byggð. Þessi hátíðisdagur rann upp fagur og inndæll. Löngu fyrir messutíma fór fólkið frjálst og fagurbúið að streyma að úr öll- um áttum og var kirkjan full- skipuð áður en messan hófst og fjöldi manns úti sem ekki komst inn, en fyrir því hafði verið séð, með því að setja há- talara í kirkjuturninn, svo allt heyrðist skýrt og greinilega sem fram fór inni í kirkjunni, allt í kringum hana. Við þetta tæki- færi prédikaði elsti sonur Dr. Sigmars og frú Margrétar Sig- mar, séra Haraldur S. Sigmar frá Seattle, vel og skörulega. — Móðir hans frú Sigmar, söng einsöng: “Konunga konungur”, eftir föður sinn, prýðisvel og af svo næmum skilningi að ég hefi aldrei fyrr fundið eins vel til sálaryls þess og tignar, sem sá sálmur hefir til brunns að bera. Vígsluathöfnina framkvæmdi Dr. Haraldur Sigmar forseti kirkjufélagsins, með aðstoð hinna prestanna sem viðstaddir voru, og fór sú athöfn hið hátíð- legasta fram og það sem gjörði afhöfnina enn áhrifameiri var, að þar sem um séra Eric var að ræða, jfá var hann sá þriðji í röðinni af Þorlákssons ætt- kvistinum sem víxlu þáði í þess ari sömu kirkju. Afi hans séra Steingrímur N. Þorláksson, var vígður þar árið 1887. Bróðir hans, séra Haraldur S. Sigmar, árið 1943 og hann sjálfur nú 1947. 1 fjórum kirkjum prestakalls ins var messað kl. 3 þann sama dag. 1 kirkjunni yngri á Garð- ar, þar sem séra V. J. Eyland prédikaði. Á Eyford þar prédik- aði séra Guttormur Gutorms- son. Á Hallson prédikaði séra Skúli Sigurgeirsson og í Vída- línskirkju séra K. K. Ólafsson, og voru guðsþjónusturnar á öll- um stöðunum vel sóttar. Eftir guðsþjónusturnar var aftur haldið til Mountain, þar sem vegleg veisla í hinum nýja kirkjusal á Mountain beið allra sem vildu hana þiggja og þeir voru víst ekki margir sem það gerðu ekki. Um kveldið fór fram samkoma í Mountainkirkj unni sem á dagskránni var nefnd “youth rally”. — Við það tækifæri var kirkjan enn fullskipuð, og meira. Voru það ekki aðeins “youth” æskumenn og meyjar, heldur fólk á öllum aldri, frá mönnum sem varla var sprottin grön, gjafvaxta meyjum og upp til karla, grá- hærðra og grettnar, og kerlinga með þvítt hár og bogið bak, sem gjarnan vildu vera með í “Rallinu”. En svo varð ekkert úr þessu “Rally” þegar til kom. Þetta var alvarleg og góð sam- koma, með kórsöngvum, vel af hendi leystum. Einsöng frá heimaprestinum, séra Agli H. Fáfnis og tveimur ræðum er nývígðu prestarnir fluttu. Ræð- ur þeirra, sem báðar voru flutt- ar á ensku máli, voru myndar- legar. Það var að vísu ekki að búast við að þeir gætu leyst vandaspursmál æskulýðs vorra tíma, en þeir reyndu það báðir, bentu báðir á ákveðnar hættur og ákveðinn veg til að varast þær. Báðir þessir nýju prestar eru vel máli farnir menn, einarðir í framkomu og framsetning á málum sínum og skýrmæltir. Á mánudagsmorgun hófst þingfundur í yngri kirkjunni á Garðar. Voru þá lögð fram álit þingnefnda og rædd, því þetta var í rauninni eini dagurinn sem mál félagsins voru rædd á, því mest af hinum þingtímanum gekk í samkomuhöld og athafn- ir sem þinghaldinu voru sam- fara. — Þátttaka leikmanna í umræðunum, um málin var frek ar af skornum skamti og auð- sæ afturför í þeim efnum, frá því sem áður var. Þó létu nokkrir til sín heyra allákveðið, (Frh. á bls. 5)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.