Lögberg - 28.08.1947, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. ÁGÚST, 1947
5
AHUGAMAL
rVCNNA
Ritstj&ri: INGIBJÖRG JÓNSSON
Ræða flutt af Dr. Baldur H. Olson við
afhjúpun á brjóstmynd af Dr. B. J.
Brandsyni 23. ágúst, 1947 að Betel
Töfrapottur
Á síðari árum hefir verið afar
erfitt fyrir húsmæður að fá
stúlkur sér til aðstoðar við hús-
störfin; það var því mikið lán
að nútímatæknin kom þeim til
hjálpar einmitt á þessu tímabili
og framleiddi margskonar vél-
ar og áhöld, sem léttir þeim
þessi störf — þvottavélar, strau
vélar, uppþvottavélar, ryksug-
ur, hrærivélar, kæliskápa og fl.
Því miður geta ekki allar hús-
mæður notfært sér sumar þess-
ar vélar, þær er knúnar eru af
rafmagni, vegna þess að enn eru
ekki komnar rafleiðslur út um
allar sveitir landsins. Það er því
ánægjulegt að geta sagt frá til-
tölulega nýju og ágætu áhaldi,
sem nýlega er komið á markað-
inn og allar konur geta notfært
sér, hvar sem þær eru í sveit
settar, en það er pottur, Pressure
Cooker, sannkallaður töfrapott-
ur. —
Pottur þessi er svo hraðvirk-
ur að undrum sætir; maturinn
í honum er soðinn með gufuþrýst
ingi og er hægt að tilbúa hann
með mínútu hraða í stað klukku
tíma hraða; til dæmis þurrkað-
ar braunir sjóðast á 30 mínút-
um í stað margra klukkutíma
með gömlu aðferðinni. Allan
garðamat er hægt að sjóða á
meira en helmingi styttri tíma
en áður. Margar tegundir garð-
metis má sjóða í einu, án þess
að þær fái keim hver af annari
og garðmetið verður litfallegra
og tapar minna af fjörefnum sín
um og öðrum næringarefnum,
' en ef það hefði verið soðið á
venjulegan hátt Ágætt er að
sjóða seigt kjöt í svona potti,
súpur og “stews”. Hæna sýðst
á 20 mínútum eftir að gufu-
þrýstingurinn er kominn á tilsett
stig. Allur matur„ soðin í svona
potti, er sérlega bragðgóður.
Ef til vill óttast sumar konur
að þetta áhald muni springa í
loft upp í höndunum á þeim af
gufuþrýstingnum. En á þessu er
engin hætta; pottinum fylgja
leiðbeiningar, sem eru einfaldar
og auðvelt að fara eftir.
Ekki er hægt a ðopna pottinn
meðan verið er að sjóða, til þess
að athuga hvort maturinn sé
soðinn, það er því áríðandi að
fylgja nákvæmlega þeim tíma,
sem sagt er í leiðbeiningabók-
inni, að þurfi til þess að sjóða
hverja tegund matar. Ágætt er
að fá sér tímamælir, sem hægt
er að setja svo, að hann hringi
þegar maturinn er soðinn.
Hægt er að fá fleiri en eina
tegund af þessum pottum; einn
er svoleiðis tilbúinn að hægt er
að bera matinn á borðið í hon-
um; hann hefir ekki löng höld
og er regluleg borðprýði, glans-
andi sem silfur.
Þessir pottar eru fremur dýr-
ir eftir því sem verð gerist á
venjulegum pottum, en þeir
spara rafmagn og eldsneyti, og
víst er um það að konum mun
finnast að pottur, sem styttir
þann tíma er þær þurfa að
standa við eldavélina, sérstak-
lega á þessum heitu sumardög-
um, sé reglulegur töfrapottur.
PILSIN AÐ SÍKKA
Ennþá einu sinni hefir tízkan
skipað fyrir um að breyta um
lengd pilsana; pilsfaldurinn hef-
ir verið rétt fyrir neðan knén í
lengri tíma og sú sídd virtist fal-
leg og þægileg, en nú mælir
tízkan svo fyrir að pilsin eigi að
ná niður fyrir kálfa eða um 14
þumlunga frá gólfinu; svo nú
er ekki um annað að gera en
að láta niður pilsfaldinn á kjól-
unum eða reyna að auka ofan á
pilsin á einhvern hátt, því flest-
ar viljum við fylgja tízkunni
hvað sídd pilsána snertir. Fæst-
ar konur eru eins sjálfstæðar
gegn tízkunni eins og María
ekkjudrottning á Englandi; sam
kvæmt myndum, sem af henni
sjást, virðast breytingar tízk-
unnar ekki hafa hin minstu á-
hrif á hana; hún klæðist ávalt
skósíðum pilsum og snið hatta
hennar tekur litlum breyting-
um. Þrátt fyrir þetta eða kanske
þess vegna er hún ávalt hin
virðulegasta ásýndum.
Það er annars einkennilegt
hve miklum breytingum sídd
pilsana hefir verið undirorpin
á síðasta mannsaldri. Fram að
aldamótum og nokkrum árum
þar á eftir voru pilsin ávalt skó-
síð og höfðu verið það í alda-
raðir. Það þótti hið mesta
hneyksli að lyfta pilsunum
þannig að fótleggirnir sæjust;
fótleggirnir voru sem einhver
óttalegur leyndardómur; — þó
mun enginn hafa haldið að fæt-
urnir væru saumaðir neðan á
pilsfaldinn. En á tímum fyrra
stríðsins varð mikil breyting;
pilsfaldurinn byrjaði að færast
upp á við og um 1919 var hann
komin upp, 5 til 7 þumlunga frá
gólfi; pilsin voru afar þröng að
neðan svo stúlkurnar urðu að
tifa sig áfram á sínum háu, reim
uðu eða hnepptu skóm og svörtu
sokkum; þá þekktust ekki ljós-
leitir sokkar.
Þegar leið fram á árið 1920
fóru pilsin að styttast fyrir al-
vöru; það var eins og konur
vildu varpa af sér umbúðum og
böndum margra alda; pilsin
færðust upp um 10 þumlunga
frá gólfi; margar fleygðu burt
lífstykkjunum og undu niður
sokkana, sem nú voru að verða
ljósleitir. Árið 1923 síkkuðu
pilsin aftur ofurlítið en eftir
1924 héldu þau áfram að styttast
þar til þau komust upp að
knjám 1929. Síðan hafa þau
stundum síkkað ofurlítið en
aldrei mikið.
Það lætur að líkum að þessi
pilsa bylting fór ekki fram þegj
andi og hljóðalaust. Óteljandi
greinar voru ritaðar og óteljandi
ræður voru fluttar í kirkjum og
annarsstaðar til þess að sýna
fram á, hve siðferðinu væri
mikil hætta búin með því að
konur styttu pilsin; í sumum
ríkjum var jafnvel reynt að
stöðva með lögum að pilsin
styttust meir, en mönnum þótti
góðu hófi gegna, en ekkert dugði,
tízkan og konurnar höfðu sitt
fram.
Og nú eru pilsin að síkka aft
ur; það verður konum ærið
kostnaðarsamt, því ekki er eins
auðvelt að síkka pils eins og að
stytta þau og meira efni þarf
í hvern kjól en áður. En þær
konur, s,em hafa einhver lýti á
fótleggjunum munu fagna þess-
ari nýju tízku og síðu pilsin eru
kvennlegri en hin stuttu. Von-
andi er að pilsin verði adlrei
skósíð aftur nema á samkvæmis
kjólum. Konur munu aldrei
sætta sig til lengdar við mjög
síð pils, síst þær, er hafa fallega
fótleggi.
EINKARÉTTINDI
Hin stórgáfaða menntakona
frú Sigrún P. Blöndal, sem stofn
aði Húsmæðraskólann á Hall-
ormsstað, og veitti honum for-
stöðu til dauðadags (1944), komst
svo að orði eitt sinn er hún
kvaddi námsmeyjar sínar:
“. . . . Sína instu, helgustu köll-
un sem kona, uppfyllir hún ekki
úti í þjóðfélaginu, heldur á heim-
ilinu sem móðir og eiginkona.—
Dr. Brandur J. Brandson var
fæddur 1. júní 1874 að Fremri-
Brekku í Breiðafirði á íslandi.
Foreldrar hans voru þau hjón-
irí, Jón Bfandson frá Hvoli í
Dalasýslu og Margrét Guðbrands
dóttir. Fjögurra ára fluttist hann
með þeim til Minnesota.—Þaðan
6 ára til Dakota. Að loknu heima
námi innritaðist hann við
Gustavus Adolphus mentaskól-
ann í St. Peter Minn. — Þaðan
útskrifaðist hann árið 1895.
Stundaði læknaskólanám við
Manitoba háskólann og útskrif-
aðist þaðan árið 1900. Var lækn-
ir í Norður-Dakota þar til 1905,
en varði einu ári af þeim tíma
til að fullkomna sig í grein
sinni, sem skurðlæknir, í Ev-
rópu. Hann giftist 1905 eftirlif-
andi konu sinni, Aðalbjörgu
Benson. Var upp frá því læknir
og læknisskólakennari í Winni-
peg. — Eignuðust þau fjögur
börn. Jón, er dó í æsku; Mar-
gréti, gift hérlendum lækni, D.
J. Hillsman; Theodoru, giftri
canadiskum manni, Mr. Stewart
Chevrier, og Thomas liðforingi
á canacjisku herskipi sem var
sökt í nýafstýðnu stríði.
Dr. Brandson dó á heimili
sínu 214 Waverley St., Winni-
peg, 20. júní 1944.
Sigurför Dr. Brandson í starfi
sínu, sem læknir, er einn sá
glæsilegasti ferill, sem nokkur
Vestur-íslehdingur hefir átt. —
Hjá honum fóru saman frábær-
ar vinsældir meðal almennings
og óskift viðurkenning stétta-
bræðra hans og annara er fær-
astir voru að dæma um hæfni
hans og þekkingu. Álit hans og
traust sem skurðlæknis, fór sí-
felt vaxandi og var staðfest
með því ,að honum voru veittar
vandasömustu og æðstu stöður.
Hann hlaut kennarastöðu við
læknaskólann í Manitoba og
var síðar gerður yfirkennari í
skurðdeild skólans — prófessor
of Surgery. — Hann naut sín
jafnt sem frábær læknir og frá-
bær kennari. — Árið 1930 var
hann kjörinn heiðursdoktor í
lækningavísindum við háskóla
Islands, og stórriddari Fálkaorð
unnar 1940.
Hann var sæmdur nafnbótinni
L.L.D. af Manitoba háskólan-
um 12. mar 1944. — Við það
tækifæri fórust Dr. Mathers,
forstöðumanni læknaskólans, orð
á þessa leið:
“Dr. Brandson hefir helgað
líf sitt og starf hinni göfugu
hugsjón stéttar sinnar. Hann
hefir með hæfileikum sínum og
djúpum skilningi, ámannlegum
tilfinningum, ásamt mannúð og
hluttekningu, borið gæfu til þess
að öðlast hina sönnu gleði og
fullkomnu ánægju, sem þau
störf hafa í för með sér, er
samviskusamlega er af hendi
leyst.
Allir þeir sem notið hafa líkn
ar og mannúðar Dr. Brandson-
ar — allir þeir sem hann hafa
þekkt, bera fyrir honum djúpa
lotningu.
Vér, sem höfum átt því láni
Eg held, að eitt mein vorra tíma
liggi í því, að konur vanrækja
þessa köllun og hafa hana ekki
nógsamlega í heiðri, líta ekki
á hana heldur sem þjóðfélags-
lega skyldu, en kasta henni oft
frá sér fyrir falskar frelsiskröfur
og annað fánýti. — Of margar
konur hafa lært að líta á móður-
starfið sem skyldu, hjónabandið
sem þrælkun og heimilið sem
þröngan hring. — En mig langar
til að snúa þessu við og segja:
Alli þetla eru einkaréiiindi ykk-
ar, sem þið eigið að vernda. vaka
yfir og verja til hinztu stundar.
— Og það er af því, að þið eruð
hvergi í fullu samræmi við það
bezta í sjálfum ykkur nema
þarna ...”
Dagur
að fagna að njóta kenslu hans
og handleiðslu, — vera læri-
sveinar hans, vér, sem höfum
ekki einungis lært af honum
læknisfræði, heldur einnig
sanna speki hins lifanda lífs —
vér finnum oss knúða til þess' að
votta við þetta hátíðlega tæki-
færi, virðingu vora og ást til
hans, — mannsins, sem vér
höfum þekkt sem færastann og
sálþýðastann læknir og kenn-
ara, fyrirmyndar borgara með
hreinar og heilsteyptar hugsjón-
ir — manns, sem var veglyndur
og trúr í öllu; manns sem aldrei
brást í nokkru því, sem góðum
mönpum sæmir að gera”.
Minningar hins liðna eru
máttugar til að lyfta sálum vor-
um. Fagrar minningar eru
óþrotlegar orkulindir sem auðga
sálir vorar. Göfugir menn er
við kynnumst lyfta sálum vor-
um til hæða. Minningin um
vorn látna vin Dr. B. J. Brand-
son_, er oss öllum, er honum
kyntumst, ein slík orkulind; Við
nemum hér staðar um litla hríð
— og helgum þetta augnablik
minningu hans.
Við minnumst þess þá fyrst
að umönnun hans fyrir þessu
heimili var frábær og einstæð.
Af einskis manns hendi hefir
það slíkrar notið öll þau ár er
það hefir verið starfrækt. Áhugi
hans fyrir hag þess og heill,
framsýn ráð hans og fyrirætl-
anir, miðuðu öll í þá átt að gera
það sjálfstætt, og sjá því borgið
Hann skildi það svo vel, að öll
framtíðarheill þess var undir
því komin. Þetta mun mega
fullyrða að væri hans stærsta
áhugamál, mitt í margþættum
önnum dagsins, og ábyrgð, er á
hann hlóðst, og vaxandi fór,
öll þau ár er hann var formað-
ur stjórnarnefndar Betel.
Hann átti óvenjulega mikla
samúð með öllum þeim er borið
höfðu hita og þunga dagsins. —
Hann þekkti baráttu þeirra svo
vel, og hafði lengi og vel verið
þeim hjálparhella í löngu og
merku læknisstarfi, er hann
leysti af hendi með afburða
tækni. Engum manni munu
kunn kærleiksverk þau, er
hann innti af hendi í kyrþey.
Föðurleg umhyggja og per-
sónuleg velvild einkendi alla
framkomu hans, gagnvart hverj
um einstökum heimilismanni
hér. Góðvild hans var einlæg og
eðlileg. Innsýni hans var djúp.
Trú hans var yfirlætislaus og
sönn, og bar sér vitni í allri
framkomu hans og gerði öll á-
hrifin blessunarrík og fögur.
Hann var læknir bæði við
andlegum og líkamlegum mein-
um, heimilisfólksins hér.
Minningin um hann varir
þótt vegir skilji. Burtför hans
voru þung straumhvörf á þessu
heimili, en minningin um hann
og verk hans hér, er oss öllum,
sem stofnuninni unna, hvatning
til að þjóna betur, tryggja hag
og heill stofnunarinnar, efla
bróðurhug og bræðralag meðal
vistfólks og allra er hér starfa.
Vér biðjum Guð að blessa
minningu þessa mikilsvirta og
ágæta vinar — einnig að blessa
oss öllum hina fögru minningu
um hann er lifir oss í huga; til
efsta dags.
— Frú Brovn, hrópaði frú
Smith. — Hafið þér sagt syni
yðar að hætta að herma eftir
mér?
— Já, já, svaraði frú Brovn. —
Eg hefi sagt honum að hætta að
láta eins og fábjáni.
-f
Hann — með hendurnar fyrir
augum hennar: — Ef þú getur
ekki getið upp á hver ég er í
þriðja sinn, þá kyssi ég þig.
Hún: — Benjamín Franklín,
Abraham Lincoln, Theodor
Roosevelt. ,
Enn ein vinargjöf frá
Norðmönnum
Minjagripir úr þúsund ára.
sögu Noregs
Ólafur konungsefni Norð-
manna fór héðan í gær til Akur-
eyrar, en þaðan ætlaði hann í
morgun með Katalínaflugbát
heim til Noregs.
1 boði sem Anderssen Rysst,
sendiherra Norðmanna, hélt
norsku gestunum og nokkrum
íslendingum í fyrrakvöld, til-
kynnti Jóhannes Böe, prófessor
við háskólann í Bergen, að þjóð-
minjasafn Norðmanna hefði á-
kveðið að gefa íslenzka þjóð-
minjasafninu minjagripi frá
þúsund ára sögu Norðmanna,
enda verði hin norska gjöi
geymd í sérstakri deild í ís-
lenzka Þjóðminjasafninu.
Þessi vinargjöf Norðmanna er
öllum íslendingum kærkomin
og mun hún, á sama hátt og
Snorrastyttan verða til þess að
auka enn meir vináttuböndin
milli Islendinga og Norðmanna.
Ólafur konungsefni hélt
fyrstu ræðuna í hófi þessu, en
aðrir ræðumenn voru: forseti
íslands, Sveinn Björnsson, Jó-
hannes Böe prófessor við háskól
ann í Bergen, Sigurd Fjær dóm-
prófastur í Niðaróskirkju, Er-
ling Höve stórkaupmaður n í
Þrándheimi, Diesen liðsforingi
og Eysteinn Jónsson.
Sigurd Fjær dómprófastur
skýrði frá því, að ákveðið hafi
verið að gefa íslendingum eftir-
mynd af höggmynd, er varð-
veittst hefir í Niðaróskirkju og
er af manni með íslenzka fiðlu,
og er talið, að íslenzkur maður
hafi gert þessa mynd.
Diesen liðsforingi þakkaði ís-
lendingum fyrir þá gestrisni og
vináttu, er þeir hefðu sýnt norsk
um flugmönnum á stríðsárunum.
Að ræðunum loknum voru
leiknir þjóðsöngvar Noregs og
íslands.
Að síðustu var hrópað ferfallt.
húrra fyrir Ólafi ríkisarfa.
Þjóðviljinn 24. júlí.
Hvað væri gott ráð til þess að
auka ríkistekjurnar, sem um
leið bætti hag almennings?
Leggja skatt á allar pólitískar
ræður, se mh^ldnar eru í land-
inu.
Vlorðmenn og
íslendingar ....
(Frh. af bls. 7)
bandamaður Norðmanna í hverri
raun, jafnt á vígvellinum, þar
sem teflt var um pólitískt sjálf-
stæði, í erfiðum landaleitum eða
við hina þúsundföldu sókn menn
ingarmálanna. Hásæti Haralds
hárfagra var endurreist, stutt
af einhug samhentrar þjóðar. —
Norðmenn sækja enn sem fyrr
fram undir forystu konungsætt-
ar, sem þjóðin ann og verðskuld
ar traust þegnanna.
íslendingar hafa ekki heldur
gleymt sinni fornöld. Þeir vissu
af langri reynslu, að frelsið er
lífgjafi þjóðanna. Fordæmin frá
gullöld Norðmanna og Islend-
inga kveiktu í hugum fólksins
heita frelsisþrá og framfara hug.
Norðmenn hafði dreymt um nýtt
konungdæmi. — Islendinga
dreymdi um endurborið þjóð-
veldi. Báðar þjóðirnar hafa
séð drauma sína rætast. Nýtt
tímabil frelsis og þróttmikillar
mennmgar er hafið í báðum
löndunum. Norðmenn og ís-
lendingar munu á ókomnum
árum sækja eld djarfra hugsjóna
í arfleifð Snorra Sturlusonar.
Á 13. öld stóð hnignandi kon-
ungsveldi og dauðadæmt lýð-
veldi við gröf Snorra Sturluson-
ar. í dag reisir norska þjóðin
Snorra Sturlusyni veglegt minn-
ismerki í Reykholti. 1 dag þakka ^
tvær þjóðir höfundi Heims-
kringlu fyrir liðveislu hans í
undangenginni frelsisbaráttu. í
dag taka norska konungsdæmið
og íslenzka lýðveldið höndum
saman yfir gröf hans. Sú athöfn
er söguleg nauðsyn, táknræn um
þjóðlega endurreisn, fengið
frelsi og ævarandi bróðurlega
sambúð Norðmanna og íslend-
inga.
Mbl. 21. júlí.
— Það er aðeins tvennt, sem
stendur í vegi fyrir að þú getir
orðið góður dansari.
— Og hvað er það?
— Fætur þínir.
Innköllunarmenn LÖGBERGS
Amaranth, Man.............. B. G. Kjartanson
Akra, N. Dak..................
Backoo, N. Dakota.
Árborg, Man ........... K. N. S. Fridfinnson
Árnes, Man.................... M. Einarsson
Baldur, Man. ................. O. Anderson
Bellingham, Wash. ......... Árni Símonarson
Blaine, Wash.............. Árni Símonarson
Boston, Mass..........................Palmi Sigurdson
384 Newbury St.
Cavalier, N. Dak..............
Cypress River, Man...................... O. Anderson
Churchbridge, Sask S. S. Christopherson
Edinburg, N. Dak Páll B. Olafson
Elfros, Sask....... Mrs. J. H. Goodmundson
Garðar, N. Dak............. Páll B. Olafson
Gerald, Saslc. .....>.......... C. Paulson
Geysir, Man. .......... K. N. S. Friðfinnson
Gimli, Man. ................. O. N. Kárdal
Glenboro, Man ................ O. Anderson
Hallson, N. Dak............ Páll B. Olafson
Hnausa, Man.............K. N. S. Fridfinnson
Husavick, Man. .............. O. N. Kárdal
Langruth, Man............ John Valdimarson
Leslie, Sask. ................. Jón ólafsson
Lundar, Man. .................. Dan. Lindal
Mountain, N. Dak............ Páll B. Olafson
Point Roberts, Wash. ......... S. J. Mýrdal
Riverton, Man........... K. N. S. Friðfinnson
Seattle, Wash. ................ J. J. Middal
6522 Dibble N.W., Seattle, 7, Wash.
Selkirk, Man. ..............Mrs. V. Johnson
Tantallon, Sask. .......... J. Kr. Johnson
Vancouver, B.C................F. O. Lyngdal
5975 Sherbrooke St., Vancouver, B.C.
Víðir, Man............. K. N. S. Friðfinnson
Westbourne, Man. ......... Jón Valdimarson
Winnipeg Beach, Man. ......... O. N. Kárdal