Lögberg - 28.08.1947, Blaðsíða 6
(J
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. ÁGÚST, 1947
(Ensk saga)
HVER YAR
ERFINGINN?
G. E. EYFORD, þýddi
“Þetta hefir verið lærdómslexía
fyrir mig,” sagði hann við sig sjálfan.
“Þetta er sú eina veiklun sem ég hefi
nokkurntíma gert mig sekan í, og nú
sé ég hvernig það hefnir sín sjálft. Eg
verðskulda það, ég verð að taka því.”
Bæði minningin um Gladys og dag-
inn er erfðaskráin var lesin upp, hafði
markað spor á alla framkomu hans.
Hans fyrra kalda, rólega útlit var horf-
ið, og í þess stað var komið tortryggnis-
legt útlit, eins og hann væri altaf að
hlusta, eða stæði á verði fyrir ein-
hverju.
Hann var heilmikill leikari; en það
var þó ekki nema stundum, að hann gat
leynt þessum svip á andliti sínu. Hann
vissi, að hann var að reyna að gera sig
rólegan og alvarlegan, en það var
nokkuð sem honum var næstum
ómögulegt. Það voru sérstaklega tveir
menn, sem veittu þessari breytingu
eftirtekt — það voru þeir Lyster lög-
maður og gamli skrifarinn hans. —
Lögmaðurinn og skrifarinn hans, urðu
að vera með George á hverjum degi til
að gera skrá yfir þennan mikla auð. —
George gat það ekki án þeirra hjálpar.
Hann hataði lögmanninn, sem með sín-
um gráu og athugulu augum virtist sjá
í gegnum hann og lesa hugsanir hans.
Skrifarann forsmáði hann og virti eins-
kis, því hann gekk svo hægt og hljóð-
laust um, og vakti yfir hverri hreyfingu
hans; sem gerði George svo sárvond-
an, að hann langaði að henda einhverju
í hann. Eln hann gat án hvorugs þeirra
verið, eins og á stóð, svo hann ákvað
að vera rólegur, þangað til allri uppkrift
og reikningum var lokið; þá ætlaði hann
að segja skilið öílum skiftum við þá.
“Þegar ég er búinn að fá allt í röð og
reglu”, sagði hann hvað eftir annað,
við sjálfan sig, „skulu þessir njósnarar
aldrei framar stíga fæti sínum inn í
þetta hús”.
Lögmaðurinn inti sitt verk af hendi
með tilhlýðilegri kurteis, og skrifarinn
engu síður. George veitti því eftirtekt
að þegar hann lagði fram ný eigna-
skjöl, sem juku stórum við hinn mikla
auð, sagði lögmaðurinn aldrei eitt ein-
asta orð, né sýndi neinn fögnuð yfir því
Einn daginn var George svo sár við
lögmanninn, að hann misti sína vana-
legu varfærni og sagði:
“Þú hlýtur að vera orðinn þreyttur á
þessu, Mr. Lyster. Eg held þér sé farið
að leiðast það.”
Lögmaðurinn leit kuldalega upp frá
skjali sem hann var að lesa, og sem
bætti stórfé við eignirnar.
“Nei, það er hreinasti misskilningur,
Mr. George,” sagði hann. “Eg verð
aldrei þreyttur né leiður”.
“Þú getur* þó að minsta kosti orðið
hissa á því sem kemur á, að óvörum“,
sagði George; “Þú hafðir dnga hug-
mynd um að föðurbróðir minn hefði eft
irlátið svona mikinn auð.”
“Nei, ég er als ekki hissa,” sagði lög-
maðurinn, ef hans kaldyrði gat kallast
svar; Það var fremur ávítur, til að láta
neitun sína í ljós. “Eg er búinn að lifa
of lengi til að verða hissa á neinu.“
Það var eitthvað í hans bitra og kalda
augnatilliti sem setti George hljóðan.
Það voru og aðrir sem veittu þeirri
breytingu eftirtekt, sem var orðinn á
þessum blíðmálga, unga manni. Hann
fór sjaldan frá húsinu; hann gekk bara
um svalirnar fyrir utan lestrasalinn,
eða á grasflötinni fyrir neðan. — Fólk
sagði að hann gengi þar tímum saman.
Það var og sagt að hann talaði sjald
an orð við þjónustuf ólkið; hann gaf þjóni
sínum, $impson, allar fyrirskipanir,
manni sem ekki væri auðvelt að lýsa.
í þorpinu var hann kallaður “Skugg-
inn”, því hann var svo grannur og gekk
svo hljóðlaust um, eins og hann væri
bara skuggi.
Hann hafði eignig þann eiginleika,
auk sinnar hljóðlausu umgengi, að hann
gekk með augun aftur, eða svo sýndist
fólki. Fólk hafði veðjað um, hvernig
lit augu hann hefði, sem fólk fékk
aldrei að sjá, og veðmálinu gat því ekki
orðið lokið. Og ef það kom fyrir að
hann leit upp, þá lét hann augun aftur
svo fljótt að öll rannsókn var ómöguleg.
— íbyggni var einn eiginleiki þessa
manns; hann gerði aldrei neitt hrein-
skilnislega eða opinberlega. Þegar hann
gaf fyrirskipanir, gerði hann það stutt
og snögt. Alt hans daglega líf var ein-
hver leynd. Hann borðaði einn sér í
herbergi og bara tvær manneskjur af
þjónustufólkinu, vissu í hvaða herbergi
hann bjó. Hann var svo að segja, als-
staðar í senn, og æfinlega þar er alla
minst varði. Með hljóðlausu fótataki
gekk hann um húsið, svo enginn vissi
hvaðan hann kom eða hvert hann fór.
Það skeði ekkert í húsinu, né úti við,
að hann vissi það ekki. Hann vissi alt,
fyrir honum duldist ekkert leyndarmál.
Ef enhver í nágrenninu, maður eða
kona, hafði gert eitthvað sem átti að
vera dulið, eða gleymt, þá vissi Simp-
son það, og ef nokkurt orð var sagt við
hann, þá lét hann strax viðkomandi vita
að hann þekkti sögu, hans eða hennar.
Áður en hann var búinn að vera viku
á Food Castle, var hann búinn að ná
yfirráðum yfir meir en helmingnum af
heimilisfólkinu og landsetunum. Að ráða
yfr öðrum, var hans aðal markmið. —
Hann sóttist eftir yfirráðum.
Maður verður að gefa, jafnvel vond-
um manni viðurkenningu fyrir það,
sem gott er í honum. Það góða við
hann var það, að hann var hlýðinn og
trúr herra sínum. George Lamonte
trúði honum þess vegna fyrir öllu, að
undanteknu því, að rétta erfðaskráin
var töpuð.
Simpson dáðist að húsbónda sínum;
í hans augum var hann sá duglegasti
maður sem til var, og þess vegna vildi
hann vera í þjónustu hans. En svo for-
smáði hann alla aðra, nema þann sem
hann hataði mest, sem var Fred Ham-
ilton.
Milli Freds, sem var heiðarlegur mað
ur, og hins lymska Simpsons hafði ver-
ið slæmt samkomulag frá því þeir fyrst
sáust.
Simpson var sendur með boð til
Fred, en það vildi svo til að Fred var
ekki heima. Hann fór inn í herbergi
hans, þar opnaði hann borðskúffu, og
tók þar nokkur bréf, sem ekki höfðu
neina þýðingu fyrir hann. FYed kom inn
með miklum asa, eins og hann var van-
ur, og fann þennan náunga, þar sem
hann var að lesa bréfin, og sparkaði
honum út úr herberginu. Fred var bú-
in að gleyma þessu, fyrir löngu, en það
var öru máli að gegna með Simpson,
sem beið tækisfæris að endurgjalda
þessa meðferð.
Tíminn leið, og það leit út fyrir að
lögmaðurinn yrði þá og þegar búinn með
það sem hann þurfti að gera.
Einn morgun kom Mr. Lyster til Wood
Castle, hann gekk heim að húsinu, —
hann gekk lotinn og hélt höndunum
saman fyrir aftan bakið, eins og venja
hans var; hann spurði eftir George La-
tnonte. Hann var í lestrasalnum og
Simpson fylgdi lögmanninum þangað.
Það vildi svo til, eins og George kall-
aði það, einn af sínum vondu morgn-
um. Hann sat við borðið og hafðist ekk-
ert að; hann vitist stara á skjal, sem lá
á borðinu; hann var skjalla hvítur í
andliti.
Lyster hafði séð hann þannig áður,
og nú var sem hann vildi. með sínu
hvassa augnaráði, sjá hann í gegn.
George stóð upp, er lögmaðurinn
kom inn, og strauk sér um ennið.
“Góðan daginn,” sagði hann. — “Er
nokkuð nýtt á ferðinni? Gerðu svo vel
að setjast”.
Mr. Lyster stóð hreyfingarlaus.
“Nei, ég hefi engar nýjungar,” sagði
hann. “Eg held ég megi segja, að það
sé ekki meira fyrir mig hér að gera. Þú
veist nú, hve mikill þessi auður er, sem
þú hefir nú undir hendi!” Hann sagði
“sem þú átt”. Nei, hann sagði bara:
Sem þú hefir nú undir hendi.”
George, sem var í alt annað en rólegu
skapi áður, fanst þetta sem lögmaður-
inn sagði, skera sig í eyrum. Hann
bara kinkaði kolli og leit niður fyrir sig.
“Það sem mér bar að gera, er nú bú-
ið,” sagði Mr. Lyster. “Það sem eftir
er, getur bókhaldarinn gert.”
“Eg er viss um.” sagði Geroge, í
smeðjulegum róm, „að ég þarf ekki að
tjá þér þakklæti mitt —”.
Gamli lögmaðurinn tók fram í fyrir
honum, með handar hreifingu.
“Eg hefi í síðastliðin 40 ár verið lög-
maður Lamonte-fjölskyldunnar”, sagði
hann, “og ég veit skyldu mína. Eg held
að ég hafi líka gert skyldu mína, að því
er til þín kemur,” sagði hann alvarlega.
“Og ég er nú kominn hér, til að mælast
til, að þú takir við þeim skjölum, sem
eru í mínum vörslum. Skrifarinn minn
afhendir þér þau, og tekur þína kvittun
fyrir — ásamt tilkynningu um, að ég
óski ekki eftir að vera lengur lögmaður
þinn.”
Það kom roði í hið náföla andlit Ge-
orge, og hann leit upp, eins og hann
hefði einhvern grun.
“Mr. Lyster, þetta kemur mér á ó-
vart!” sagði George. “Má ég leyfa mér
að spyrja hvaða ástæðu þú hefir til
þess?”
“Mín ástæða er mín eigin,” sagði lög-
maðurinn þurrt; “Eg er að verða gam-
all, og ég finn mig ekki orðið færan um
að hafa á hendi fullt eftirlit með öllum
þeim viðskiptum og umsýslu, sem slík-
ur auður hefir í'för með sér”.
“Ó,” sagði George og brosti. “Það er
ekki hægt að mæla á móti slíkum ástæð
um; en mér þykir fjarska mikið fyrir
því. Föðurbróðir minn hafði svo mikið
traust á þér.”
“Nei, það hafði hann ekki,” svaraði
Lyster. “Hann hafði ekki traust til
neinnrar manneskju”.
“Eg hefi að minsta kosti haft óhagg-
anlegt og vel verðskuldað traust á
þér,” sagði George.
Lögmaðurinn leit á hann, og George
skalf.
“Eg — ég vona, að þú sendir mér
reikning þinn ásamt hinum skjölun-
um,” sagði George.
“Nei,” sagði Mr. Lyster. “Þeirri þjón
ustu, sem ég hefi innt af hendi fyrir
þig, skoða ég nú sem lokið. Eg hefi
hingað til fengið vel borgað fyrir það.
Eg þarf ekki, og vil ekki taka neina
aðra borgun.”
“Eln —”, greip George fram í.
Mr. Lyster gaf honum merki með
hendinni, að þegja.
“Eg er fast ákveðinn í því, herra
minn. En ef þú skyldir þurfa nokkrar
upplýsinga með, viðvíkjandi nokkrum
viðskiptum, upp til dagsins í dag, þá er
þjónusta mín til reiðu; en hér eftir bið
ég mig lausan allra mála við þig; —
Vertu sæll.”
George stóð upp og rétti honum
hendina.
“Við skiljum þá, Mr. Lyster, að minsta
kosti sem góðir vinir; þú hættir svo
undarlega fljótt við þá stöðu sem þú
hefir svo lengi haft á hendi?” sagði
George brosandi.
“Það er ekki svo fljótt, Mr. Lamonte”
sagði lögmaðurinn. og tók rétt með fing
urgómunum í hendi George og fór út úr
stofunni.
George settist í stól við borðið og
þurrkaði kaldan svita af enni sínu. —
Hann grunar mig!” nöldraði hann fyrir
munni sér. “Hann tortryggir mig! En
hann hefir ekkert nema grun, og get-
ur ekkert gert. Hann getur ekkert, lát-
um hann fara! Hann má fara!” endur-
tók hann og gekk fram og aftur um
gólfið.
Hann varð brátt rólegri; þessi grun-
sami Lyster, fanst honum gera sér ekk
ert til. “Já, hann mátti fara! Nú er ég
frjáls — ég er nú minn eigin herra! —
Herra yfir svo miklum auð, sem enginn
gat látið sig dreyma um! Og ég skal
nota það! Eg skal lifa hamingjusömu
lífi! Lofum honum að fara sína leið! Eg
var að hugsa um að láta hann fara
hvort sem var — nú er ég laus við
hann. Og nú þarf ég að taka til starfa.”
Hann hringdi klukku, sem var á borð
inu, og alveg á sama augnablikinu
opnaði Simpson hurðina og stóð í dyr-
unum, þegjandi og hreyfingarlaus.
“Er — er gamli stigaglópurinn far-
inn?” spurði George.
“Já, herra,” svaraði Simpson.
George hló.
“Látum það liðna fara með honum,”
sagði George. “Stimpson, farðu upp í
herbergi mitt, og komdu með pappírs-
stranga sem er í efstu skúffunni í skrif
borðinu mínu. Þú veist hvað ég meina!”
Uppdrættir og útreikningar. — Veistu
hvað ég ætla að gera?”
Simpson glápti á hann.
“Auðvitað veistu það!” sagði Ge-
orge og hló. “Eg ætla að gera hér mikl-
ar breytingar; ég ætla að láta rífa nið-
gamla partinn af þessari leiðinlegu
byggingu. Breytingar, Mr. Simpson. —
Breytingar geta gert Wood Castle að
stað, hæfilegum fyrir mann að búa í —
ekki gryfju eins og það er nú”.
“Já, það er satt, herra minn. Það er
bara gröf eins og það er,” sagði Simp-
son í sínum vanalega hása og lága mál-
róm.
Það fór hrollur um George.
“Já, en ég meinti að breyta bygging-
unni til að gera hana hæfa til íbúðar
fyrir unga konu. Sæktu uppdrættina,
Simpson; ég ætla að líta yfir þá enn
einu sinni. Já, ég skal breyta þessum
stað svo, að ekki einu sinni trén þekki
hann aftur. Farðu og sæktu uppdrætt-
ina! Eg læt rífa það alt niður, hvern
stokk og stein! Eg hata þessa bygg-
ingu; ég ætla að breyta nafninu! Eg get
gert það. Nú get ég gert alt, til hvers
annars skyldu peningar vera? Færðu
mér uppdrættina! Sæktu mér —”. Hann
þagnaði alt í einu og riðaði.
Simpson hljóp til hans og greip
hann og setti niður í stól, helti svo
brennivíni í glas og lét hann drekka. —
George reyndi að standa á fætur, en
var bæði titrandi og máttlaus; svo hneig
hann, sem ósjálfbjarga aftur ofan í
stólinn.
“Staldraðu við! Vertu hér. Farðu
ekki. Eg — ég heyri málróm — málróm
gamals manns — hvað er það.”
“Elkkert — ekkert,” svaraði Simpson.
“Vertu rólegur, herra”.
“Rólegur — ég er rólegur”, sagði Ge-
orge. “Þetta er auma húsið; það er
fult af einhverskonar hljóðum! Gefðu
mér meira brennivín, og — og gættu
svo að járnbrautaráætluninni, hvenær
járnbrautarlestin fer héðan. Eg ætla að
fara til London á morgun. Og svo sat
hann eins og ráðlaus og utan við sig,
þessi, nú, auðugi herra og eigandi Wood
Castle.
2’. Kafli.
“Hvað er þetta, Fred Hamilton!”
sagði Mrs. Lamonte, og horfði á nafn-
spjald, sem hún hélt á í hendinni, og
þjónustustúlkan hafði fært henni. —
“Fred Hamilton”, endurtók hún. “Mín
kæra Dora, komdu hingað til mín!”
Dora sat við opinn glugga, og var að
lesa í bók, sem lá í kjöltu hennar. Hún
horfði á sólargeislana sem voru að
brjótast gegnum þykkt trjálimið.
“Já,” svaraði hún; hún var kafrjóð í
andliti og augun hennar ljómuðu, eins
og sólargeislarnir endurvörpuðust frá
þeim; en hún flýtti sér ekki að standa
upp. —
Mrs. Lamonte hraðaði sér til henn-
ar og sýndi henni nafnspjaldið.
“Hugsaðu þér bara, Dora”, sagði hún
nötrandi. “Þetta er nafnspjald Fred
Hamiltons! Þú hefir heyrt mig tala um
hann“.
Dora, sem fanst hún gera sig seka
í undirhyggju, laut höfði. Hjartað barð-
ist í brjósti hennar. Hún hafði vonast
eftir honum í tvo daga, og verið að gæta
þess, hvort hann kæmi — hún hafði
allan þann tíma verið að hugsa um
hann, og nú var hann hér í næsta her-
bergi.
“Já,” svaraði hún. “Eg — ég man
það”.
“Kæra Dora, ég skal segja þér eins
og er, ég veit bara ekki hvað ég á að
gera. Eg veit ekki hvaða erindi hann
hefir hingað — veist þú; Nei, auðvitað
ekki, hvernig ættir þú að vita það”.
Dora roðnaði.
“Eg held að það sé best að þú farir
inn í annað herbergi, mín kæra Dora”,
sagði Mrs. Lamonte, sem hafði nafn-
spjald Mamiltons milli fingra sér.
Dora hreyfði sig ekki.
“Því ætti ég að fara inn í annað her-
bergi?” spurði hún og leit upp.
Mrs. Lamonte riðaði með höfðinu, og
vissi varla hvað hún átti að segja.
“Af því — ég held að George — ég
meina Fred Hamilton, er ekki svoleiðis
maður, sem þú þarft að kynnast”.
“En”, sagði Dora blíðlega, en með
föstu augnaráði, “ég þekki hann”.
Gamla konan starði á hana.
“Þú þekkir hann? Fred Hamilton?”
“Já”, sagði Dora lágt. “Eg kynntist
honum á skemmtiferðinni á fljótinu,
sem Miss Rusley bauð mér að vera með
í; hann er vinur hennar —”.
“Eln því segirðu mér ekki frá því?”
sagði Mrs. Lamonte og varð stúrin og
kvíðafull.
Dora fanst hún hefði átt að gera
það. —
“Eg veit ekki”, svaraði hún. “Eg held
að það hafi verið vegna þess að ég hélt
að þér mundi ekki líka það”.
Gamla konan leit stórum augum á
hana. Svarið var eins og hjá barni, sem
sagði það sannasta, sem það vissi.