Lögberg - 28.08.1947, Blaðsíða 7

Lögberg - 28.08.1947, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. ÁGÚST, 1947 7 METLAKATLA Á vesturströnd Alaska er nið- ursuða á fiski starfrækt í stórum stíl. Sá iðnaður er allur, að heita má, rekinn af stórfélögum. Og eiga hluthafar þar ekki heimili, heldur suður í Seattle, Miami og Santa Barbara. í Metlakatla er þó slík iðn- stofnun sem er eign íbúanna, 750 að tölu. Og af því iðnaður þessi er eign bæjarbúa, eiga þeir einn- ig orkuverið, vatnsleiðsluna og hreyfimyndahúsið. Enginn íbúi Metlakatla borgar fyrir raforku, en má þó nota sem vill. Sama gildir um neysluvatn. Á vetrum í aflaleysi og ógæftum, er sjó- mönnum greitt kaup úr sjóði nið ursuðunnar, fyrir að gera við bæjarhöllina, leggja og bæta vegi og hressa upp á hinar löngu timburbryggjur hafnar- innar. Bæjarbúar eiga einnig sögunar-mylnuna, og er sagað timbur því í lágu verði. AHir íbúar Metlakatla eru Isimpshean Indíánar. — Enginn hvítur maður dvelur þar næt- urlangt, nema með sérstöku leyfi bæjarráðsins. Af öllum þeim æfintýra-sögum sem ganga um hina miklu auðn Norðurlands- ins, er engin undraverðari en sagan um, hvernig Isimpshean Indíánarnir voru reistir úr skarn inu og frelsaðir frá fári og brösk urum, sem hefðu riðið þessum flokki að fullu, ef maður frá Englandi hefði ekki tekið í strenginn. Hann hét William Duncan, farandsali fyrir George Cousins and Son, sem versluðu með húðir og leður. Duncan hraus hugur við ástandi þessara Indiána. Hvítir braskarar höfðu út úr þeim dýrmæta loðvöru á- samt fiskiafla þeirra, en greiddu ónýtt glingur í staðinn. Naktar ungmeyjar voru af hendi látnar við kaupmennina. öll verslun flaut í áfengi Duncan ákvað, að Isimpsheanum veitti ekki af missiónera. Og þó hann væri ekki vígður til prests, skyldi hann gerast missióneri þeiira. Árlangt var hann að komast svo niður í máli Isimpsheanna, að hann gæti prédikað fyrir þeim. Hann varaði þá við brösk- urunum í Fort Simpson, sem væru að rýja þá efnalega og steypa þeim í þá glötun, sem hverskonar ósiðferði hefir í för með sér. Eitt sinn slapp hann naumlega við að vera myrtur. Á eigin spýtur reisti hann sölu- búð sína í Metlakatla, sem þá var í British Columbia. Hfud- son’s Bay Co., í Fort Simpson reyndi að setja hann á höfuðið, með láverðs-sölu og að neita að flytja vörur fyrir hann á skipi félagsins, sem gekk milli Viktor ia og Fort Simpson. Þá keypti Duncan sér eimbát, upp á lán, og gerðist sjálfur kapteinn á hon um. Isimpsheanarnir lögðu niður mannát, drykkjuskap og annan ólifnað, sem annars hefði máð þá útaf jörðunni. William Rid- ley, biskupi ensku kirkjunnar, leist ekki meir en svo á árangur hins óvígða missiónera í Metla- katla, og hóf hann deilur um eignarrétt Indiánanna á bæjar- stæðinuv Stjórn Canada, með biskup að baki sér taldi atkvæð in. Þá ferðaðist Duncan, land- veg, alla leið til Washington, og náði fundi forsetans, sem var Grover Cleveland. Fyrst Cana- da vildi ekkert hafa með Isim- shean Indiánana, vildi þá Banda ríkjastjorn ekki bjóða þá vel- komna? Áttunda ágústmánaðar 1887, steig Duncan á land í hinni stórskógivaxinni Annette-ey, sem liggur undan vesturströnd Alaska, og fylgdust Isimpshean Indíánarnir með honum. — Hér var Bandaríkjafáninn dreginn að hún. Stofnaði Duncan lúðra- sveit og kenndi Indiíánunum að leika hergöngulög hins nýja fósturlands þeirra. Sjálfur vann hann með þeim við að koma upp sögunar-mylnu og niðursuðu- verkstæði. Mætti hann ráða um framtíð hinnar nýju Metlakatla, skyldi hvítur maður aldrei koma þar fyrir peningakassa sín um. Var nú Duncan talinn hetja og lofsamleg æfisaga hans skráð af rithöfundi í Bandaríkjunum. í einni setningu sögunnar hafði höfundinum orðið það á, að nefna Isimpsheana villimenn — sava- ges. -t- En Duncan brást reiður við og keypti upp það sem eftir var óselt af upplaginu. Eftir leiðbeiningum Duncans, reistu “villimennirnir” stærstu kirkju í Alaska, og hafði hann Westminister Abby sér til fyr- irmyndar, að svo miklu leyti sem minnið leyfði. 1918 var hann grá-r fyrir hærum, þá áttatíu og sex ára, jarðsettur í grænum hól við kirkjuna. í dag rúmast fleiri í kirkjum Metlakatla, en nokkurs annars bæjar í Alaska. Biskupa- og Prespítera kirkjunnar vinna þar saman í bróðerni, þó Duncan þessi góðviljaði einveldisstjóri væri í fyrstu mótfallin að önnur kirkja, en hans tæki til starfa. Hin nýja Metlakatla telur tíu sinnum fleiri íbúa, en sú gamla, sem nú er í eyði, gróin grasi sem hæfilegt minningarmark um hræSslu stjómarinnar sem réði Ottava fjnrir löngu síðan. Bæjarsjóður Metlakatla nem- ur nú átta hundruð þúsundum dollara, sem er hreinn ágóði af frysti- og niðursuðu-iðnaðinum. Og er alt féð ætlað til umbóta í bænum. Nýtt orkuver verður byggt í granít-fjallinu fyrir of- an bæinn. Og selur þá Metla- katla þá raforku, sem bæjarmenn þarfnast ekki, þeim Pan-Ameri- can Airaways og Civil Airo- nautic Board, sem starfrækja stóran flugvöll hinum megin eyjarinnar. Isimpsheanar hafa orð Clevelands forséta fyrir því, að Annette-eyjan sé þeirra eign; en á stríðsárunum, þegar óvinimir voru á næstu grösum, í Aleutian-eyjum, gáfu þeir Bandaríkjunum og Canada leyfi til fluglendinga á eynni. — Auk þess keyptu Bandamenn timbur frá sögunar-mylnu Indi- ánanna, í herbúðir, flugskipa- skýli og fleira. í báðum kirkjum Metlakatla hanga spjöld, sem bera nöfn þeirra eyjaskeggja sem tóku til vopna þegar land þeirra krafðist varnar. Niðursuðu- og frysti-hús Metlakatla er virt á hálfa millj. dollara. Eftirlitsmenn ríkisstjórn arinnar staðhæfa, að stofnunin sé ein sú best hirta á vestur- strönd Ameríku norðanverðri. Lax og heilafiski þaðan er jafn an óaðfinnanlegt. Annelíe, “móð urskip” fiskibátanna er virt á eitt hundrað þúsund dollara. — Eignir til almenningsnota koma upp á þrjá fjórðu millj. dollara. Inngangseyrir að hreyfimynSa- húsinu er fjörutíu cent; þó að- gangur að sömu myndasöning- um kosti sjötíu og fimm cent, í landi. Oft má sjá Indíána börn labba upp hólinn við Biskupakirkjuna, til að leggja vilt blóm á leiði Englendingsins, sem fyrir löngu síðan sagði forfeðrum þeirra: “Við erum hvorki hvítir menn né Indíánar. Við erum einungis kristnir menn”. — Lauslega þýtt úr The Nation — 19. júlí ’47. Athugasemd þýð. Þýðanda er ljóst, að ofanskráð greinarkorn á tæplega heima í íslenzku vikublaði í Winnipeg. Greinin kann að vera markviss —eða gíkviss, — en hittir að lík indum í vitlaust mark. Vér ját- um, að ýmislegt er varhugavert við greinarskrattan, sér í lagi þetta: í henni bólar á samhygð höfundar með Mr. Duncan, þó vér sjáum ekki betur en Mr. Duncan hafi verið einvaldsherra, kommúnisti, og trúvillingur. Og álítum vér, að í greininni sé blátt áfram, um stjórnfræðilega hagfræðilega og trúfræðilega villikenningar að ræða. — Ekki fáum vér heldur leitt hjá oss, að benda á niðurlag greinarinn- ar; því þar kemur í ljós að Mr. Duncan var algerlega þjóðrækn islaus maður. Sýnilega var ábyrgðarleysi hans meira en vér höfum orðið varir við í mann kynssögu Melsteðs. Vér tökum ekki fyrir það, að óvígðir menn hafi boðað heiðingjum trú, áð- ur og eftir að Mr. Duncan kom til sögunnar; en að takast slíkt á hendur í óleyfi “forráða- manna” eins kirkjufélags, eða safnaðar, lýsum vér ósvífni og prakkaraskap á hæsta stigi. — Til þess eru vond dæmi, að var- ast þau. En aðal ástæðan fyrir því að vér sendum blaðinu greinarskinnið er sú að hér sem oftar eru verndarenglar vorir að verki: Hudson Bay Co. sér um einstaklingsframtakið; Ridley biskup um trúarlega arfleifð; Ottawastjórnin um helgi lýð- ræðisins. — “Um sumt vér ekki tölum”, en ossum oss að end- ingu og vérum, í nafni kaup- mannanna á Sargent. J. P. Pálsson. Davíð Síefánsson frá Fagraskógi ÁVARP flull að Reykholti við afhjúpun Snorrastyttunnar 20. júlí Enn sáu Ausimenn íslands jökla hefja úr hafi hadd sólroðinn. Óð knör kólgu, uns klakaborgin breyttist í byggðir og bláa firðL Breslur bölkyngi bleikar rúnir, sem ólu illsakir um aldir fram. Viti það veröld, að vori fagna sáttir samherjar við sagnaspjöldin. -t- 1947 Norðmenn og Islendingar sœkja eld djarfra hugsjóna í arfleifð Snorra Ræða Jónasar Jónssonar í Reykholti Herra forseti íslands og frú. Herra konungsarfi Noreg§. Heiðruðu gestir og góðir landar. Eg býð velkomna til Snorra- hátíðar í Reykholti alla gesti, sem hér eru komnir, útlenda og innlenda. Tvær þjóðir minnast hér í dag lö'ngu liðins manns, Snorra Sturlusonar, bónda í Reykholti, konungs norrænnar sagnritunar. Saga Snorra Sturlusonar er furðulegt ævintýri. Hann var í heiminn borinn á háskalegri um brotaöld. En örlagaþræðir hans voru spunnir með einkennileg- um hætti. Frændur hans, Sturl- ungarnir, voru fjölmennasta kyn kvisl gáfu og fremdarmenna sem hermt er frá í sögu landsins. Fyrir heppileg atvik var hann alinn upp á frægasta mennta setri þjóðarinnar. Á tiltölulega ungum aldri varð hann auðugasti maður landsins og átti mörg og stór bú á höfuðbólum Borgar- fjarðar og víðar um land. Hann gegndi um langa stund mestu virðingarstöðu hins íslenzka þjóðveldis. Þegar hann gisti Noreg.gerðu valdamenn landsins veg hans meiri en nokkurs ann- ars íslendings, sem þangað hafði komið fram að þeim tíma. Þetta var mikið veraldargengi, og Snorri Sturluson kunni vel að meta slík gæði. En samt mundi þessi mikli veraldarhöfðingi Is- lendinga löngu gleymdur bæði Norðmönnum og íslendingum, ef metorð og auður hefðu verið einu verðleikar hans. En mitt í önnum dagsins fékkst Snorri Sturluson við þýðingarmikil tómstundastörf. Hann setti sam- an bækur, eins og frændi hans, Sturla Þórðarson, komst að orði. Þessar bækur vöktu þá ekki sér- lega eftirtekt, fyrr en höfundur- inn hafði hvílt öldum saman í gröf sinni. Þegar Norðurlandabúar komu fyrst fram í ljós sögunnar,, skipt ist norska þjóðin í tvær andstæð ar sveitir um eitt þjóðmál. Meg- inhluti norsku þjóðarinnar að- hylltist öflugt allsherjarríki og undir handleiðslu innlendra, valdamikilla konunga. Þessi hluti þjóðarinnar fylkti sér um Haraldsættina, og undir forystu hennar varð Noregur um langa stund það ríki í álfunni, sem átti flesta frægðarmenn á konungs- stóli. En nokkur hluti norsku þjóðarinnar vildi ekki beygja sig fyrir konungsvaldi og sterkri ríkisstjórn. Það voru lýðveldis- menn þeirrar aldar. Einstaklings hyggj3 þeirra og frelsisþrá var svo öflug, að þeir yfirgáfu ætt- land sitt, eignir, frændur og vini fremur en að sætta Sig við hina nýju stjórnarhætti. — Þeir fluttu byggð sína til íslands og stofnsettu þar þjóðfélag, sem var þeim að skapi. Það var þjóðveldi, þar sem var enginn forseti, eng ir skattar eða lögregla. Samt blómgaðist undir þessu skipu- lagi andleg menning, sem átti á þeim tíma ekki sinn líka í álf- unni. Báðar þjóðirnar undu vel sínu hlutskipti, konungdæmi og þjóðveldi. Öldum saman var í báðum löndunum norræn gull- öld um manndóm og menningu. Báðar þjóðirnar töluðu sömu tungu, höfðu sömu trúarbrögð og daglegar venjur. Milli land- anna voru tíðar skipagöngur og verslunarskipti. — Norðmenn dvöldu oft lengi á íslandi, en ís- lendingar þó enn meir í Noregi. íslenzkum lýðveldismönnum þótti fýsilegt að gista norska konunga, án þess að sú kynning breytti lífsskoðunum þeirra. Snorri Sturluson er höfuðvitni nútímamanna um þessa norrænu gullöld. Hann ritaði eftir norsk- um og íslenzkum heimildum sögu Noregs, frá því að sagnir hófust, og þar til að Haraldsætt in hafði mist tök á stjórn lands- ins. í Heimskringlu kveður Snorri Sturluson fram á sjónar- sviðið löngu liðnar kynslóðir. — Þar er norska þjóðin öll: — Ár- menn konungsbúa, jarlar, bænd ur á akri eða við að ryðja mörk- ina, lendir menn, skáld, speking ar, þrælar og ambáttir, víkingar, fiskimenn á hafinu, útlagar í skógum, konungar, drottningar og börn þeirra. — Engin stétt er eftirskilin, og á þessari furðu mynd hefir fólkið yfirbragð lífs- ins. Kynslóð tekur við af kyn- slóð, glæsilegt fólk, þrekmikið og athafnasamt. í Heimskringlu gerði Snorri Sturluson gullöld Noregs varanlega og skiljanlega menntuðu fólki um allan heim. Vitnisburður Snorra Sturlu- sonar um gullöld íslendinga er annars eðlis. Þar er hann samt sjálfur aðalvitnið. Menning og máttur Snorra er óvéfengjanleg sönnun um ágæti þess þjóðfé- lags, sem fóstrar slíkan mann. Hann bjó að þjóðmenningu ís- lendinga, eins og hún var á lýð- veldisöldunum. Þroski Snorra var fenginn í byggðum íslands, því að til annarra landa kom hann ekki, fyrr en eftir miðjan aldur. Hér í Reykholti gerðist Snorri Sturluson ekki aðeins mesti sagnfræðingur norrænna þjóða, heldur einn af skörung- um heimsbókmenntanna. Hann leysti í ritverkum sínum þá sjald gæfu þraut að samræma í sama verki listir og vísindi, einlæga leit að dýpstu sögulegum sann- indum og þá snilld í andans list, sem aldrei getur fyrnst. Eftir langan og sögufrægan dag rann sól hinnar norrænu gullaldar til viðar. Dökk blika komandi ófarnaðar hvíldi yfir báðum löndunum. Þá gerðust þau ótíðindi, að Snorri Sturlu- son var veginn að heimili sínu, Reykholt. Norðmenn og íslend- ingar stóðu saman að því verki. Stórbrotinn norskur konungur og mesti stjórnmálaskörungur sem þá var uppi í landinu. Vígið var óhappaverk tveggja þjóða. En svo furðuleg eru rök sögunn ar, að arfleifð Snorra Sturluson- ar varð sá eldur, sem bræddi fjötra langvarandi kúgunar af báðum þeim þjóðum, sem valdar voru að dauða hans. Enn nýtur æskan arfsins forna frá Niðjum Noregs. er námu landið. Kvisiur kynborinn skal kjarnann muna. þótt lim laufgist í landi nýju. Aldrei hafa ættix Islands bygða borið betri til bræðra sinna. Göfuga gesti er gott að hýsa. Kær er koma þín, konungssonur. Vernduðu vættir vorar bygðir, þótl nætt hafi nepjur nístingskaldar. ógnir illræmdar yfir dunið og sár sviðið í sjö aldir. Minningar margar úr moldu rísa, döggvaðar dreyra dauðra kynslóða. Ber við bláheiði baðm mikinn, stofn Sturlunga, stjörnum glæstan. Bálist í barmi blóðsins eldar, lýtur öld engum ísalögum; kostir og kyngi reyna krafta sina, höggva hendur, en hugur yrkir. — Svo var ætt Egils til erfða borin. Undi þó einn, er aðrir börðust, skrjáfi í skinni og skornum penna. Gerðist af gnýr, uns geirar sungu og fylkingar fræknar til foldar hnigu. Sjálfur sat hann í sölum innL lærður í lögum lífs og dauða. Andi innblásinn, í eldi skírður, veit vegaskil, þótt veröld sortnL Sá hann sýnir og sagnir skráði, örlagaóðinn, sem aldrei fyrnist. Enn hefur englnn íslands hróður á voldugri vængjum víðar borið. í vað viðsjálan veiddi marga illvíg öld og undirförul, fargað var frelsL föðurland svikið, stjörnum storkað og Snorri myrtur. 4- 4- -f 4- Þegar norska þjóðin vaknaði af dvala miðaldanna, varð Nor- egssaga Snorra Sturlusonar lampi við fætur og ljós á vegum hennar. Heimskringla varð helg ur dómur á norskum heimilum. Glæsimyndir Snorra úr forn- sögu Noregs kenndu þjóðinni að Enn veilir unað orðlisl Snorra, stíll Sturlunga sluðlum skreyttur. Heillast hugur, er háir tindar sindra sólgljáðir í svanavötnum. Lesið skal letur, uns lögmál skýrast og duldir dómar úr djúpi stíga. Þá mun þjóðum x þúsundir ára vaxa víðsýni, en veröld stækka. Nam Noregur við nýja elda kraftakvæði og konungasögur, laut að lindum, sem lýðnum urðu ögrun, aflgjafi og óskabrunnur. Enn hafa ættlönd oki varpað, risið ramefld úr rauðri deiglu. Barg annað betxir börnum þeirra en hetjuhættir horfinna alda? Njót þú, Noregur, nýrra sigra. Fagna mun frændþjóð frama þínum. Standa að stofni sterkar rætur. Vaxi viðir, uns veröld eyðist. Þeim skulu þjóðir þakkir gjalda, sem andleg öndvegi um aldir skipa. Meðan forn fræði framtíð ylja. mun laugar leitað í landi Snorra. Látum hug hollan um höf fljúga, en rök ráða rétti vorum. Andlegs auðs skulu allir njóta. Geymum það, sem gott er — en glötum hinu. Fagni frændþjóðir framtíð sinnL blómlegum bygðum. brunandi skipum, fljúgandi fleyjum, fossandi lífL vaxandi vinsemd og vori nýju. Þér, sem hugheilir af hafi komið og eflið örlátir æltarstuðla. flytjið fósturjörð fagrar kveðejur frá eynni ískrýndu í ystu höfum. Mbl., 21. júlí. •f ♦ -f ♦ 4- ♦ ♦ meta mátt sinn og gildi. End- urfæðing Noregs varð kjörorð þjóðarinnar. Liði var fylkt að nýju. Sigrar norsku þjóðarinnar 1814, 1905 og 1945 eru öllum í fersku minni. Snorri Sturluson var hvarvetena hinn öruggi (Frh. & hls. 5)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.