Lögberg - 28.08.1947, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. ÁGÚST, 1947
Hálíðarstund í lífi iveggja þjóða
Er Snorrastyttan var afhjúpuð í Reykholti
Alt hjálpaðist að til þess að geradaginn ánægjulega.
Á slóðum Vestur-lslendinga —II.
Ingólfsbærinn á Nýja-íslandi
Snorrahátíðin í Reykholti á
sunnudaginn mun verða öllum
minnisstæð, sem þar voru. Fyrir
þá sem aldrei fyrr höfðu séð Is-
land eða íslenzka þjóð, verður
dagurinn minnisstæðari en okk-
ur heimamönnum. Því það var
ekki einasta að hátíðin færi virðu
lega fram, svo sem best varð á
kosið. Heldur gerði hin íslenzka
náttúra, sumarblíðan, litskrúð
landsins, sitt til að gera stund-
ina hátíðlega, er fulltrúar þjóð-
anna tveggja fluttu vingjarnleg
ar ræður sínar.
“Nú skil ég fyrst, sagði Norð-
maður einn, hvers vegna Gunnar
vildi ekki yfirgefa Hlíðina sína’’
Hann hafði þá svipast um í
Reykholti og séð Borgarfjörð-
inn í sumardýrð. Vera má að
fleiri landar hans hafi haft svip-
uð orð yfir tilfinningar sínar.
Lagt af stað
Um kl. 8 sunnudagsmorgun
lagði Esja af stað frá Grófar-
bryggju til Akraness. Nokkur
hundruð farþegar voru með skip
inu. Veður var kyrt en sólar-
laust, jöfn blika í lofti, sem ó-
veðurglöggir menn gátu ekki
greint, hvort myndi þykkna svo
draga myndi til úrfellis, ellegar
að blikan myndi eyðast er fram
á daginn kæmi.
“Frú Teresía hefir lofað mér
sólskini”, sagði Shetelig prófess-
or, er ég hitti hann á þilfari
Esju. “Eg vona að hún hafi ekki
lofað upp í ermina sína”. Annars
var Shetelig í sólskinsskapi eins
og hans er venja, og hinn von-
besti og ánægðasti.
Er upp á Akranes kom, stóð
mikil bílaröð á bryggjunni, með
númerum á, en farþegar höfðu
miða, þar sem tilgreint var hvar
þeim var ætlað sæti. Að vörmu
spori ók hin langa bílalest af
stað og var komin upp í Reyk-
holt um hádegi. — Engin stöðv-
un eða töf var á þeirri leið.
i» ' i :
í Reykholti
Er upp í Reykholt kom, var
þar fyrir mikill mannfjöldi svo
engin leið var að koma tölu þar
á. —
Á hlaðinu að vestanverðu við
skólahúsið blasti við Snorra-
styttan, hulin hvítum dúki. —
Styttan er fyrir miðri vesturhlið
hússins.
Sunnan við styttuna hafði
verið settur upp pallur, lágur,
með stólum, og umgirtur lyng-
linda. En ræðustóll á pallinum
hið næsta styttunni. Kringum
pallinn, og nokkurn reit norður
af styttunni, voru vébönd til
þess að mannf jöldinn gerði ekki
þröng hið næsta styttunni og
rúm væri fyrir söngmenn og út-
varpsmenn. En gjallarhorn voru
sett í samband við ræðustólinn,
sem vísuðu í allar áttir, en ekki
að pallinum, svo þau trufluðu
ekki þá sem næstir stóðu. —
Reyndist sá útbúnaður allur
hinn besti er til átti að taka.
Gestimir gengu til hádegis-
verðar er framreiddur var í
skólahúsinu, bæði í kennslustof
um og í borðsal. En gestir munu
hafa verið allmikið fleiri, en
frammistöðufólk vissi að von
væri á. Svo fljótt gerðist þröng
við matborðin. Var sú barátta
fyrir tilverunni tekin með jafn-
aðargeði og gengu allir þaðan
ánægðir enda hafði þar tekist
hin besta samvinna milli Norð-
maanna og Islendinga.
Hátíðin hefsl
Kl. 1 skyldi hátíðin hefjast og
var svo á réttum tíma.
Þá gekk forseti og konungs-
efni til sætis á pallinum við
styttuna og aðrir sem þar var
ætlað sæti, svo sem ríkisstjórn,
forystumönnum Norðmanna,
sendiherrar erlendra ríkja hér
á landi, sem viðstaddir voru o. fl.
en tilkynnt var með lúðrahljóm
að hátíðin væri byrjuð.
Forseti lalar
Meðan gestirnir gengu til
sæta sinna lék Lúðrasveit
Reykjavíkur undir stjórn Alberts
Klahn “Hyldningarmars úr
Sigurd Jorsalafar”, eftir Grieg.
Því næst gekk forseti Islands
í ræðustól og flutti svohljóðandi
ávarp:
“Yðar konunglega tign, kær-
komnir gestir frá Noregi og aðr
ir tilheyrendur.
Nokkru fyrir ófriðinn mikla
höfðu góðir menn í Noregi ákveð
ið að færa Islendingum að gjöf
á sjöhundruðustu ártíð Snorra
Sturlusonar líkneski hans, gert
af fremsta myndhöggvara Norð-
manna.
Vér mátum mikils þennan
vináttuvott frænda vorra og
hjartaþelið, sem lá að baki. Frest
ur varð á afhendingu gjafarinn-
ar, vegna ófriðarins, þar til að
vlð hittumst nú í Reykholti í
þessu skyni.
Þá hafði um langan aldur ver
ið góð frændsemi með þjóðum
vorum. En hjartaylurinn kom
ekki altaf fram í dagsbirtuna.
Á ég þar við oss íslendinga.
Svo kom 9. apríl 1940. Þjóð-
verjar gerðu innrás í Noreg og
Danmörku. Þá brast skurnin í
einu vetfangi. Þá má máske líkja
þessu við íslenzka hverahitann.
Við göngum daglega um hvera-
svæðin án þess að finna veru-
lega til jarðhitans, nema þar
sem opnir hverir eru. En hitinn
er þar samt. Það þarf umbylt-
ingu til þess að hann komi fram
í dagsljósið. Hann brýst þá gegn
um jarðskorpuna, hvort sem
hún er þunn eða þykk.
Vér fylgdumst vel með hetju-
baráttu norsku þjóðarinnar með
konung sinn í fararbroddi.
„Slik vil Kongen leve for oss:
Ved en sölvblek björkestemme,
mot en naken varskogs mörke,
star han ensom með sin sönn.
Tyske bombefly er over.”
Þannig kvað Nordahl Grieg.
Oss fanst vér lifa með Norð-
mönnum. Þeir fáu flóttamenn
frá Noregi, sem náðu hingað til
lands, voru oss kærkomnir gest-
ir. —
Með sársaukablöndnum sam-
hug fréttum vér af þeim, sem
börðust með vopn í hendi;
Nokkrir þeirra hvíla í íslenzkri
mold; af þeim sem voru á Grini
af Viggo Hansteen og Rolf
Wickström; af kennurunum
norsku; af guðsþjónustunni fyr-
ir utan dómkirkjuna í Niðafósi.
Og svo mætti lengi telja að ó-
gleymdu falli Nordahl Griegs,
sem átti svo marga vini á Is-
landi. Og hjartaylurinn fór stöð
ugt vaxandi.
Nú þykir oss ennþá vænna um
gjöfina sem fulltrúar þessarar
hraustu frændþjóðar vorrar
færa oss í dag.
Verið velkomnir norsku
frændur.
Snorrahátíð Norðmanna og
íslendinga í Reykholti 20. júlí
1947 er hér með sett”.
Var ræðu forseta vel fagnað.
Ljóðaávarp og ræður
Er forsetinn hafði lokið máli
sínu flutti Davíð Stefánsson
ljóðaávarp það sem birtist á
öðrum stað hér í blaðinu.
Síðan fluttu þeir ræður for-
maður íslenzku Snorranefndar-
innar, Jónas Jónsson og varafor
maður norsku Snorranefndar-
innar, Haakon Shetelig, en ræð-
ur þeirra birtast hér í blaðinu.
Hinn mikli mannfjöldi er
saman var kominn til hátíðar-
innar, hafði skipað sér umhverf
is hið umgirta svæði. En þar er
þeir sem voru í nokkurri fjar-
lægð, sáu ógerla hvað fram fór,
tóku margir þann kostinn, að
hverfa frá hlaðinu, og setjast nið
ur á hinn víða völl suðvestur
af bænum. En þaðan heyrðist
ágætlega úr gjallarhornunum,
alt er fram fór. .
Allur mannfjöldinn, bæði
þeir, sem nærri stóðu, og eins
þeir er fjær voru, létu í ljósi
ánægju sína yfir ávarpi Davíðs
Stefánssonar og ræðum manna
með dynjandi lófataki.
Siyttan afhjúpuð
Er hér var komið sögu gekk
fyrrverandi ráðherra Johan
Mellbye í ræðustól. Hann
mælti á þá leið, að hann fæli nú
Olav krónprins f.h. Snorranefnd
arinnar norsku, að afhenda ísl.
þjóðinni Snorrastyttuna til eign
ar. Um leið þakkaði Mellbye
Jónasi Jónssyni hin hlýju orð
hans í garð Norðmanna.
Þá gekk krónprinsinn í ræðu-
stól, ávarpaði forseta og almenn
ing. Minntist konungsefnið nú
Snorra. Rakti í fám orðum ævi
hans og starf, bæði bókmentaaf-
rek og annað. — Lýsti því hver
öndvegismaður hann var með
sinni þjóð og hve miklum menn
ingarverðmætum hann bjargaði
frá glötun.
Minnismerki það, sagði hann
sem norska þjóðin gefur íslandi
er ekki til þess reist að varðveita
minning þessa mikilmennis, því
sjálfur hefir hann séð fyrir því,
að reisa sér þahn óbrotgjarnasta
minnisvarða með verkum sín-
um. — Minnismerkið er til þess
gert og þess vegna afhjúpað hér
í dag að við Norðmenn viljum
lýsa á varanlegan hátt, í hve
mikilli þakkarskuld við teljum
okkur vera við þenna ódauðlega
sagnaritara. Endaði hann orð sín
með því að vitna til Hávamála
“Deyr fé deyja frændur og svo
framvegis”.
Gekk krónprinsinn síðan að
styttunni, renndi hjúpnum af
henni, en mannfjöldinn tók und
ir með feikna lófataki um leið
og styttan kom í ljós. Sást þá
greinilega að menn höfðu ekki
getað gert sér fulla grein fyrir
henni af Ijósmyndum þeim,
sem af henni hafa birtst. Myndin
er áhrifameiri, þar sem hún
stendur á stalli sínum.
Á framhlið stöpulsins undir
myndinni er nafn Snorra Sturlu
sonar. Fæðingarár hans á ann-
ari hlið, en dánarár á hinni. En
aftan á stöplinum stendur:
“Norðmenn reistu”.
Er afhjúpuninni var lokið gekk
Stefán Jóh. Stefánsson í ræðu-
stól og flutti ávarp sem birtist
hér í blaðinu.
Á eftir ræðum þeirra krón-
prinsins og forsætisráðherrans
voru sungnir þjóðsöngvar land-
anna. Sá íslenzki á eftir ræðu
krónprinsins, og sá noráki á eftir
ræðu forsætisráðherrans, en
karlakórarnir saman Fóstbræð-
ur og Reykjavíkur sungu ýmist
undir stjórn Jóns Halldórssonar
eða Sigurðar Þórðarsonar.
Nú söng karlakórinn Fóst-
bræður nokkur lög og síðan
Karlakór Reykjavíkur, en mann
fjöldinn stóð kyrr sem fyrr og
hlýddi á sönginn.
Náilúrufegurð
Allan tímann meðan á at-
höfn þessari stóð hélst blæja-
logn, hið sama sem um morgun-
inn. En um nón tók að greiða
úr skýjablikunni yfir Reykholts
dalnum, svo sá til sólar við og
við, en hlýtt var og alt umhverf
ið með svo kyxrlátum og hlýleg-
um blæ, sem allur Reykholts-
dalur þessa stundina væri einn
hátíðarsalur af skaparans hönd
gerður, sem hin tignarlegasta
umgerð, um þá athöfn, er tvær
þjóðir mættust í þökk fyrir af-
reksverk, sem hér voru unnin
fyrir meira en 700 árum.
Gróðursetning
Er mannfjöldinn tók að dreifa
sér og söngurinn var úti, gengu
nokkrir fyrirmenn Norðmanna
og hátíðahaldanna niður á slétt
an túnflöt fyrir suðvestan skóla
húsið. — Þar höfðu verið settar
tólf trjúplöntur á völlinn, og
hola gerð við hverja þeirra, þar
sem þær lágu. En plöntur þess-
ar komu með Lyru, og eru gjöf
frá skógræktarstöðvunum í
Noregi til þess að þær yrðu gróð
ursettar í Reykholti þenna dag.
Það var Skaaheim, ritari
Snorranefndarinnar norsku sem
þarna hafði forsögn fyrir verk-
inu. Kallaði hann til tólf menn,
bæði konur og karla, til þess að
gróðursetja plönturnar, og var
krónprinsinn sá er fyrstur lagði
þar hönd að verki, en síðan Mell
bye, form. norsku nefndarinnar
og síðan hver af öðrum. Hákon
Bjarnason, skógræktarstjóri, tók
við plöntunum í umsjá sína. Er
gróðursetningunni var lokið
mælti Skaaheim nokkur orð. —
Kvaðst hann vona að plöntur
þessar mættu þrífast vel í ís-
lenzkri mold og dafna, til minn-
ingar um þenna hátíðlega dag,
en Hákon, skógræktarstjóri,
þakkaði og kvaðst myndi sjá
um, að utan um hátíðartré þessi
skyldi verða sett öflugt skjól-
belti ísl. gróðurs.
Saga slaðarins
Um sama leyti og þessu fór
fram gekk Matthías Þórðarson,
þjóðminjavörður, til Snorralaug
ar. Flutti hann þar ræðu um
Reykholtsstað. Mælti hann
fyrst á íslenzku. Mjög mikill
mannfjöldi safnaðist þar saman
til þess að hlýða á hann. En því
miður naut hann þar ekki gjall
arhorna, svo verr heyrðist mál
hans en skyldi.
Er fram leið á fyrirlestur
hans, voru það fleiri Norðmenn
en íslendingar er stóðu næstir
honum. Svo hann talaði þá og
norsku, til þess að þeir hefðu
fult not af frásögn hans. Gekk
hann síðan að kirkjunni og sýndi
þeim Sturlungareit. Margir fóru
inn í jarðgöngin fomu sem liggja
að lauginni til þess að kynnast
því sem best, hvernig göngun-
um er fyrirkomið.
Meðan Matthías þjóðminja-
vörður talaði var hið glaðasta
sólskin, og staðurinn svo aðlað-
andi að menn áttu fullt í fangi
með að slíta sig þaðan, er leið
að brottfarartíma.
Heimferðin
Kl. 4 skyldi gengið að kaffi-
borðum í skólahúsinu en lagt af
stað kl. hálf sex. Varð á því
nokkur töf, að allir gestirnir
fengu sér sæti hver í sinni bif-
reið og nokkrar hindranir á veg
inum er farið var frá Reykholti.
Svo ekki var komið til Akraness
fyrri en kl. 9. Var nú ekið nið-
ur héraðið sunnan Hvítár, en
farin hafði verið nyrðri leiðin
um morguninn.
Á leiðinni með Esju til Reykja
víkur um kvöldið talaði ferða-
fólkið um viðburði dagsins, og
hversu ágætlega hefði til tekist
um það, sem stóð í mannlegu
valdi, til að gera daginn ánægju
legan, og eins hve vel hafði tek-
ist fyrir veðurblíðunni að auka
ánægju manna.
Nokkuð voru mismunandi á-
giskanir manna um það hve
margt manna hefði sótt þessa
hátíð. En flestir sem veitt höfðu
mannfjöldanum athygli voru á
þeirri skoðun að naumlega hafi
þar verið færra fólk en um átta
þúsund manns. Margt var þarna
af fólki úr fjarlægum héruðum.
Þegar í stað að aflokinni
Snorrahátíðinni var haldið Borg
firðingamót að Reykholti. — 1
upphafi hafði verið ráðgert að
halda mótið í leikfimissal skól-
ans, en þegar varð séð fram á
það, að ekki var hægt að koma
öllum mannfjöldanum þar inn
og var því ákveðið að halda
Gimli, 2. júlí 1947.
Það leynist engum manni, er
kemur til Gimli á Nýja-íslandi,
að hann er kominn í byggðar-
lag, er stendur á islenzkum merg
Hvarvetna hljómar íslenzkt mál.
Eftir götunum renna bílar, er á
stendur Valdi’s Taxi, og ef til
vill heitir bílstjórinn Sveini. Á
spjöldunum á húsunum stendur
Arnason’s Self Serve, Bjarna-
son’s Limited, Thorunn’s Beauty
Salon — og þar fram eftir göt-
unum. Þegar komið er inn í
gistihúsið, er mjög líklegt, að
Stefán Eiríksson frá Djúpadal í
Skagafirði taki brosandi á móti
manni, og inni í bjórstofunni
kunna þeir til dæmis að sitja,
bræður frá Gróttu, Þórður og
Sigurður, Þórðarsynir. — Leggi
maður leið sína út í Gimli café,
bera þær Inga eða Berta á borð
fyrir mann, og fyrr en varir get
ur Pálína Einarsson, barnabarn
Kristjáns Geiteyings, og þar af
Ieiðandi niðji Guðbrands Hóla-
biskups ,staðið upp frá næsta
borði, komið til manns og sagt:
“Þú ert frá íslandi. Þekkirðu
Brynjólf Þorláksson söngstjóra?
Segðu honum, að ég biðji guð
að blessa hann”.
Rangli maður svo inn í búð,
getur vel komið í ljós, að verzl-
unarstjórinn sé Gísli Sigmunds-
son frá Seyðisfirði, eigandi Á-
gúst Thorkelsson, skagfirzkur að
ætt, og ljóshærða stúlkan, er af-
greiðir mann, sé alíslenzk, þótt
hún heiti Joyce. Og svipað verð-
ur upp á teningnum, þótt farið
sé inn í búðina á hinu horninu.
Eigandi hennar heitir að vísu
Tergesen, en hann er engu að
síður frá Akureyri.
Bregði maður sér inn í hið
myndarlega pósthús á Gimli,
þarf ekki langra eftirgrenslana
við til þess að komast að raun
um, að þar ráða íslendingar ríkj-
um. Þetta psóthús reisti sam-
bandsstjórn. Skagfirðingurinn
Guðni Þorsteinsson er póstm.,
sem nú er kominn á tíræðisald-
ur, og það er enn starfrækt af
honum, börnum hans og barna-
bömum.
Fái gesturinn kvef — sem auð
vitað getur hent á Gimli eins og
annarsstaðar í heiminum — er
dr. Kjartan Johnson, ungur og
glæsilegur læknir, ættaður frá
Lundar, líklegur til þess að láta
manni í té mixtúru, sem mýkir
fyrir brjósti.
Renni svo upp sunnudagur yf-
ir gestinn á Gimli, getur hann
farið í kirkju til íslenzks prests,
hvort heldur það nú er af guð-
rækni eða hræsni — eða bara
forvitni. Auðvitað eru tveir
íslenzkir söfnuðir á Gimli, eins
og í öðrum byggðum íslendinga
í Vesturheimi. Prestur únítara
er séra Eyjólfur Melan, sem að
vísu er ekki búsettur þar, heldur
lengra norður í byggðunum. —
Prestur lúthersku kirkjunnar
býr aftur á móti á Gimli. Hann
heitir Skúli Sigurgeirsson og er
Eyfirðingur að ætt. En í hvora
kirkjuna sem farið er, þá heitir
organistinn Anna Nordal, og hún
hana undir berum himni. Kom
sér vel að veður var stilt og gott.
Eyjólfur Jóhannsson formað-
ur Borgfirðingafélagsins setti
mótið klukkan 6 og stjórnaði
því. Voru þau skemtiatriði í
byrjun, að Carl Billich lék ein-
leik á píanóö Björg Bjarnadóttir
og Ingibjörg Jónasdóttir sungu
tvísöng með undirleik Carl
Billich. Baldur George og
Konni skemmtu með samtali.
Bjarni Bjarnason og Þórður
Þórðarson sungu tvísöng með
undirleik Carl Billich og síðast
söng Lárus Ingólfsson gaman-
vísur. Aðgangur var ókeypis, og
skiptu áhorfendur þúsundum. —
Voru þeir mjög ánægðir með öll
skemmtiatriðin og klöppuðu
listamönnunum lof í lófa.
Mbl., 21. júlí.
er dóttir Rósu Davíðsdóttur frá
Jódísarstöðum í Eyjafirði og
Lárusar Nordal, Rafnssonar frá
Akranesi, Guðmundssonar.
Sé það aftur á móti tannpína
er grípur mann, en ekki guð-
rækni, þá er tannlæknirinn á
næsta horni. Og hann heitir dr.
Ingimundsson, sonur Guðjóns
Ingimundarsonar frá Vestmanna
eyjum, er ennþá er á lífi í River-
ton.
Svona íslenzkur er hann þá
enn þessi sögufrægi bær —
Gimli á Nýja íslandi. Þessi Ing-
ólfsbær Ný-Islendinga. Hér var
það, sem íslenzka landnámið áx
Nýja Islandi hófst.
Sunnan við Gimli gengur skóg
artangi fram í Winnipegvatn.
Hann heitir Víðines. Við þetta
nes lentu fyrstu íslenzku land-
nemarnir síðasta sumardag 1875
Ferðinni hafði verið heitið norð
ur að Islendingafljóti, en at-
vikin féllu þannig, að þeir kom
ust ekki lengra en hingað. Þeir
höfðu farið frá Winnipeg niður
Rauðá á flatbotnuðum bátum
eða kuggum og fengið gufubát
til þess að draga sig norður vatn
ið. En þegar undir Víðines kom,
neitaði skipstjórinn á gufubátn-
um að fara lengra, svo að ís-
lendingunum var nauðugur einn
kostur að ganga þar á land og
búa sig eftir föngum undir hinn
stranga Manitoba vetur, er nú
gekk í garð.
Eg hygg, að það sé næsta erf-
itt að gera sér grein fyrir því,
hvað þessir fyrstu landnemar á
Nýja-Islandi urðu að þola. Þeir
komu úr fjarlægri heimsálfu,
þreyttir og hraktir, og settust
alls-lausir að í óbyggðum, þar
sem allir landshættir voru þeim
ókunnugir og ekkert skýli var
að fá, nema það, sem þeir sjálfir
hrúguðu upp, en í hönd fór miklu
kaldari vetur en þeir áttu að
venjast. Og í þessum hópi voru
konur, börn og gamalmenni
fólk á öllum aldri og misjafnlega
á sig komið. Eftir fárra daga
dvöl á þessari eyðiströnd fædd-
ist þar í vísundatjaldi fyrsti Is-
lendingurinn, er fyrst leit ljós
dagsins á Nýja-íslandi, sonur
eyfirzkra hjóna, Sigríðar Ólafs-
dóttur frá Gilsá og Jóh. Vil-
hjálms Jónssonar frá Torfufelli.
En heldur mun þessi fæðingar-
deild íslenzku landnemanna
hafa verið kuldaleg, því það bæði
fraus í tjaldinu og fenti í fletið
hjá sængurkonunni. Eigi að síð-
ur lifði barnið. Það var dreng-
ur, og var hann skírður Jón Ól-
afsson, og varð síðar bóndi á
Nýja Islandi.
En þó þessi drengur hjaraði,
var þó manndauði meðal land-
nemanna gífurlegur. Börn og
lasburða fólk hrundi niður úr
skyrbjúg og næringarskorti
fyrsta veturinn, auk þess sem
kuldi og ill aðbúð höfðu auðvitað
gert sitt. Seinna kom svo bólu-
sóttin, er krafði mikilla fórna
af hinum fámenna hópi íslend-
inga, er kominn var um svo
langan veg til þess að leita ham-
ingjunnar.
Skatturinn, sem frumbyggj-
arnir urðu að gjalda, var því
býsna þungur. Engan, er nú
reikar um þennan snotra bæ,
fær grunað, hversu mörgum og
heitum tregatárum þessi jörð er
vöknuð, og hversu loftið hér hef
ir mettast sorgarstunum liðinn-
ar kynslóðar. En fórnirnar hafa
ekki verið til einskis færðar. Það
sér hver sem hingað kemur.
Framh. J. H.
Tíminn, 17. júlí.
Læknirinn: — Drukkuð þér
soðið vatn klukkutíma fyrir
miðdagsmatinn.
Sjúklingurinn: — Eg verð að
biðja læknirinr. að fyrirgefa en
ég gat ekki með nokkru móti
haldið út lengur en í kortjer.