Lögberg - 28.08.1947, Blaðsíða 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. ÁGÚST, 1947
Or borg og bygð
Islenzkir sjúklingar, sem liggja
á sjúkrahúsum hér 1 borginni,
eða aðstandendur þeirra, eru
vinsamlega beðnir að síma Mrs.
„George Jóhannesson, 89 208, ef
æskt er eftir heimsókn eða ís-
lenzku blöðunum.
Birt að tilstuðlan Djákna-
nefndar Fyrsta lút. safn.
-f
Þann 21. þ. m., lézt að heimili
dóttur sinnar í Steveston, B. C.,
Mrs. Elín Elizabeth Anderson,
því nær sjötíu og eins árs að
aldri; hún átti um hríð heima í
Mikley; hún lætur eftir sig tvær
dætur, Mrs. S. H. Sigurgeirsson
í Steveston og Mrs. Townsend í
Vancouver; ennfremur tvo sonu
Jónas í Aldergrove, B. C., og
Thorstein í Steveston; einnig
eina systur og fjóra bræður. Út-
för þessarar vinsælu konu fór
fram í Steveston. Dr. Haraldur
Sigmar jarðsöng.
-f
Síðastliðinn laugardag lézt á
Gimli Árni Bjamarson, er um
langt skeið hafði átt heima í Ár-
borg, 78 ára að aldri; hann var
ættaður úr Þingeyjarsýslu; út-
förin hófst með kveðjuathöfn í
lútersku kirkjunni á Gimli á
mánudaginn, en síðan var líkið
flutt til Árborgar og lagt þar til
hinstu hvíldar. Við útförina töl-
uðu þrír prestar, þeir séra E. H.
Fáfnis kirkjufélagsforseti, séra
Bjami A. Bjarnason og séra Sig-
urður Ólafsson; auk Sólveigar
ekkju sinnar, lætur Árni heitinn
eftir eina dóttur, Mrs. J. W. Sim
í Winnipeg.
4-
Stúkan Skuld heldur fund á
þriðjudaginn, 2. september á
venjulegum stað og tíma.
Mr. Gísli Jónsson ritstjóri
Tímarits Þjóðræknisfélagsins,
iagði af stað suður til Minne-
apolis, Minn., þann 23. þ. m., í
för með dóttur sinni og tengda-
syni, þeim Mr. og Mrs. William
Hurst; þaðan ætlaði Gísli flug-
leiðis suður til New Jersey, þar
sem Helgi sonur hans er prófes-
sor við Ruthger háskólann; á
heimleið ætlar Gísli að heim-
sækja dóttur sína og tengdason
í Montreal, þau Mr. og Mrs.
Hugh Robson.
MESSUBOÐ
Fyrsta Lúterska Kirkja
Sunnudaginn 31. ágúst: íslenzk
messa kl. 7 e. h.
Séra Eiríkur Brynjólfsson.
Messur í prestakalli séra Hall-
dórs E. Johnson:
— Reykjavík sunnudaginn 31.
ágúst kl. 2 e.h. —
H. E. Johnson.
-f
Sunnudaginn 31. ágúst: Messa á
Oak View, kl. 1 e. h., og að Sil-
ver Bay, kl. 3 e. h.
Allir boðnir velkomnir.
Skúli Sigurgeirsson.
-f
Séra Kristinn K. Ólafsson flyt
ur guðsþjónustur í Vatnabygðun
um í Saskatchewan, sunnudag-
inn 24. ágúst, sem fylgir: kl. 11
f.h. að Kristnesi, á íslenzku. Kl.
2 e. h. í Foam Lake, á íslenzku.
Kl. 7.30 e. h. í Leslie, á ensku. —
Sunnudaginn 31. ágúst flytur
hann guðsþjónustur í vestur
Jiluta bygðanna er verða nánar
auglýstar í næsta blaði.
-f
Arborg-Riverton prestakall
31. ágúst. Hnausa, ferming og
altarisganga kl. 2 e.h. — 7. sept.
Vidir, ferming og altarisganga
kl. 2 e.h.
B. A. Bjarnason
Messur í preslakall Lundar
7. september kl. 2 e.h. — Vog-
ar 14. september kl. 2 e.h. —
Lundar 21. september kl. 2 e.h.
— Piney 28. september kl. 2 e.h.
-♦•
Lúlerska kirkjan í Selkirk
Sunnud. 31. ágúst: íslenzk
messa kl. 7 síðd. — Allir boðnir
velkomnir.
S. Ólafsson.
-♦•
Argyle prestakall
Sunnudaginn 31. ágúst: Grund
kl. 11 f.h. — Baldur klukkan
7. e. h. — Allir boðnir velkomnir.
■♦■
Eric H. Sigmar.
ATHUGASEMD
Þýdda greinin í Lögbergi sem
Heimskringla minnist á í síðasta
blaði, var ekki þýdd úr Canadían
Tribune, heldur úr Manitoba
Commonwealth — ekki kommún
ista málgagn heldur C. C. T
blaði.
Þýðandinn sér ekki eftir nein
um góðum cþ-eng til nokkurs
þess starfa, er miðar til þess að
gjöra þennan auma heim betri
og byggilegri, en hann harmar
hvern blóðdropa hraustra og
ágætra æskumanna, semúthelt
er í framandi löndum, fyrir enn
hæpnari málstað en erindisleysu
eina, eins og greinin í Manitoba
Commonwealth bar með sér.
Látum þá, sem slík erindi
uppgötva, taka sér mal á bak
-♦
Séra K. K. Ólafsson flytur
guðsþjónustur sem fylgir í Vatna
byggðunum í Saskatchewan
sunnudaginn 31. ágúst: — Kl. 11
f.h. í Kandahar á ensku. — Kl.
2 e.h. í Wynyard á íslenzku og
kl. 4 e.h. í Mozart á íslenzku.
og staf í hönd og reka þau sjálfir
og afgreiða að fullu.
Jónbjörn Gíslason.
Síðastliðna þriðjudagsnótt
varð bráðkvaddur á heimili sínu
Ste. 11 Corinne Apts., hér í borg
inni, Mr. Larry Davies, þrítugur
að aldri; hafði hann gegnt her-
þjónustu í fimm ár. Mr. Davies
var kvæntur Thoru Goodman,
dóttur þeirra Mr. og Mrs. Krist-
inn Goodman frá Selkirk; auk
ekkju sinnar lætur hann e|tir
sig tvö ung börn.
-♦
Alfred Þórðason kaupmaður
frá Reykjavík, lagði af stað
héðan í fyrri viku til New York,
ásamt frú sinni, Theodóru Ey-
jólfsdóttur, ættaðri úr Hafnar-
firði; þau hjónin dvöldu hér í
fylkinu um nálega'þriggja vikna
skeið, mest megnis í Swan
River, en þar er búsettur faðir
Alfreds, Þórður Thompson; —
fundum þeirra feðganna hafði
ekki borið saman í full þrjátíu
ár. Ritstjóri þessa blaðs og frú,
áttu rausnarlegum viðtökum að
mæta í Reykjavík í fyrra sum-
ar af hálfu þessara ágætu hjóna,
sem ljúft er að minnast.
Þau Alfred kaupmaður og
frú, biðja Lögberg að flytja öll-
um vinum sínum hér um slóðir,
innilegar þakkir fyrir gestrisni.
-♦
Mr. Kristján Þorsteinsson
starfsmaður sporvagnafélags
Winnipegborgar, kom heim á
fimtudaginn var, eftir nálega
tveggja mánaða dvöl á íslandi;
hafði hann ósegjanlega ánægju
af heimsókninni til ættlands
síns og ferðaðist víða um landið.
Lögberg mun á næstunni segja
nokkuð frá ferðalagi hans um
ísland.
-f
#
Hans Fridrik Ágúst Thomsen,
frá Árborg en áður búsettur í
Winnipeg, andaðist á sjúkrahús-
inu í Gimli 3. ágúst s. 1., á öðru
ári yfir sjötugt. Hann var fædd-
ur að Skálanesi í Seyðisfirði 6.
okt. 1875. Fyrri kona hans, Sig-
ríður Hjaltalín, dó 1923; en
seinni kona hans, Jóna Marín
Sigurbjörg Austman, lifir mann
sinn. Börn á lífi eru: Ágúst, í
Gimli; Hans Joseph, Bandaríkj-
um; og Guðrún Friðrika í Winni
peg. Systkini hins látna eru þau:
Christiana O. L. Chiswell og
Lorenz Thomsen í Winnipeg;
María Borgford, Gimli; Gott-
fred Elis Thomsen og Guðbjörg
Hildur Oddson í Blaine, Wash.
Friðrik sál. var í herþjónustu í
fyrra heimsstríðinu frá 1916 til
1919. —
Jarðarförin fór fram 7. ágúst
frá útfararstofu Bardals, en
greftrun var í Brookside graf-
reit. Séra B. A. Bjarnason jarð-
söng.
-f
Jón Sigurðsson Chapter I. O.
D. E. will hold its first meeting
of the season at the home of Mrs.
L. E. Summers, 204 Queenston
St. on Thursday Eve., Sept. 4th
at 8 o’clock. Mrs. E. H. Gardiner
The FINEST of ALL
"rfí/pie Acr/OAf,,
Celiótórte
MOST
Suíts or
DressesO J
CASH AND CARRY
For Driver
PHONE 37 261
Perth’s
888 SARGENT AVE.
NÝJAR BÆKUR OG NOTAÐAR SKÓLABÆKUR keypl
ar og seldar fyrir alla bekki frá 1-12—með sanngjörnu
verðL Einnig eru til sölu flestar nýjcir baekur um frelsi og
nútíðar málefni. Þær bækur eru einnig til útlána fyrir sann-
gjarna þóknun.
THE EETTEE CLC
548 Ellice Ave. bet. Furby & Langside Ingibjörg Shefley
THE ICELANDIC CANADIAN SCHOLARSHIP FUND
Presents
Snjolaug Sigurdson
in
PIANO RECITAL
Wednesday, September lOth, at 8:30 p.m.
FIRST LUTHERAN CHURCH Admission 75 Cents
f-f-f-f-f-f-f-f-f
-f -f -f -f ♦ -f
TIL KAUPENDA
LÖGBERGS og HEIMSKRINGLU
Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenzku blöðunum
vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 ein-
dálka þumlunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á
þumlunginn; þetta er að vísu ekki mikill tekju auki, en
þetta getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði.
Fyrir samskotalista reiknast 50 cents á þumlunginn.
Aðrar auglýsingar kosta 70 cents eindálka þumlungur.
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
THE VIKING PRESS LIMITED
-f-f-f-f-f-f-f-f-f-f-f-f-f-f-f
ÞEGAR ÞÉR BYGGIÐ , . .
Þá nolið ávalt
CITY HYDRO
RAFLEIÐSLU
Ábyggilegasta og ódýrasta rafleiðslan
SIMIÐ - CITY HYDRO - 848 124
KAUPENDUR LÖGBERGS OG
HEIMSKRINGLU Á ISLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfinstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað.
Dragið ekki að greiða blöðin. Það lé'ttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaLdið sé sent í póstávístm. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, enu vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
BJÖRN GUÐM UNDSSON
HOLTSGATA 9, REYKJAVÍK
Municipal Regent will give a
report of the National Conven-
tion in Toronto. Members are
urged to attend.
-f
Mr. Sigirrður Emerson frá
Madison, Wis., er nýlega kominn
til borgarinnar úr heimsókn til
ættingja og vina í Pembinabygð
arlögunum í North Dakota; hann
brá sér norður til Gimli í gær.
-f
Tvö eða þrjú herbergi fást til
leigu frá 1. september næstkom-
andi, í hlýju og stóru húsi. Upp-
lýsingar að 637 Maryland Street.
Sími 27 685. —
Lifir á hvítum músum
Kona ein í Berlín, frú Kopkau,
var að verða máðursjúk vegna
þess að íbúð hennar fyltist af
hvítum múspm. Hvað sem hún
gerði til þess að reyna að út-
rýma þeim, kom það fyrir ekki,
þeim fjölgaði altaf. Núna er kon
an aftur á móti orðin hin ánægð
asta með þessa friðarspilla, þar
sem hún selur þær til sjúkrahúsa
Berlínarborgar. Hún hefir þegar
selt 3000 og „framleiðslan“ virð-
ist ekkert vera í rénum.
The Swt»n Manufacturíng
Company
Manufacturers of
SWAN WEATHER BTBIP
Halldor Methusalem* Swaa
Eigandi
281 James St. Phone 22 641
Ungfrúin — vaknar af svæf-.
ingu eftir botnlangauppskurð.
— Ó, læknir, haldið þér að það
sjáist ör?
Læknirinn: — Ekki ef þér far-
ið varlega.
Minnist
BETEL
í erfðaskrám yðar
On and After
September 1st
Drive Your Car
Into
ALVERST0NE
M0T0RS
SARGENT AND ALVERSTONE
For
COMPLETE
MOTORING
SERVICE
K. N. J U L I U S:
KVIÐLINGAR
%
Fyrsta útgáfan af ljóðsafni þessa sérstæða kýmni-
skálds Vestur-Mendinga, og raunar íslenzku þjóðar-
innar í heild, sem Bóklfellsútgáfan í Reykjavík sendi
frá sér fyrir rúmu ári, seldist upp á svipstundu, og nú
er 2. útgáfa komin á markaðinn; þetta er stór bók,
prentuð á úrvals pappír og í fyrirtaks bandi. Bókina,
sem kostar $7.50 að viðbættum 25 centa póstgjaldi, má
panta hjá
MRS. B. S, B'ENSON
c/o THE COLUMBIA PRESS, LIMITED
Winnipeg, Manitoba
JVindbreaker Weather Abead
Summer weather now — but
jvhen the first chilly days of
Fall come creeping up, you’ll
be glad you anticipated them
with one of these windbreak-
ers — suitable for the golfer,
fisherman, the motorist or
just for casual wear around
town.
"Byrd” Cloth
ÍVindbreakers
Wind and shower-resistant,
fawn cotton windbreakers,
tailored by “Northmount”.
Full zipper front, choice of
raglan or set-in sleeves. Two patch pockets with flaps, and
elastic waist band. Collective sizes, "I ^ Q f
medium and large. Each Sr ■*- 4 ods
Cotton Twill JVindbreakers
Fawn cotton twill windbreakers that have a zipper front.
Two set-in pockets with flaps and adjustable straps at waist.
Sizes for the stout man as well as the regular., $6.95
Sizes 38 to 52. Each
Men’s Clothing Section,
Hargrave Shops for Men, Second Floor.
T. EATON C?,
LIMITED
f