Lögberg - 02.10.1947, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. OKTÓBER, 1947
Aróður kommúniála
Þeir grafa það úr iðrum jarðar
sem er gulli dýrmætara
Það getur víst engum manni
dulist, sem annars hefir opin
augu og veitir því nokkra eftir-
tekt sem er að gjörast í heim-
inum, að áróðufr kommúnist-
anna er stórum að aukast, svo
áberandi er þetta, að Jpjóðir
heimsins eru nú klofnar í tvent,
svo ekki htur út fyrir annað,
en að framundan liggi látlaust
stríð á milli kommúnistisku
þjóðanna annars vegar og hinna
vestrænu lýðveldis hugsjóna
hins vegar. Þetta er nú reyndar
ekki nýtt. Hugsjónirnar báðar
hafa látið til sín heyra fyrir
löngu og fólk yfirleitt hefir frek
ar lítið skift sér af þeim. Það
hefir aldrei verið kvatt til að
skera úr hvort það kysi fremur
að búa undir kommúnistisku
valdi, eða kapitalisku lýðræðis-
fyrirkomulagi. En nú er einmitt
svo komið, að hver sanniu: borg-
ari verður að gjöra þann reikn-
ing upp við sjálfan sig, Islend-
ingar jafnt og aðrir.
Nýlega birtust tvær greinar
í vikublaðinu Lögberg sem
mjög héldu fram ágæti kom-
múnista stefnunnar og er ekkert
um það að segja, ef þeir sem
þær greinar færðu í letur, eru
einlægir menn og finnist að
þeir eigi andlegt samneyti með
þeirri stefnu og að hún sé heilla
vænlegri fyrir sjálfstæði, þroska
og velferð einstaklinga og al-
mennings, heldur en lýðræðis-
stefnan, þá auðvitað hafa þeir
rétt á sinni skoðun, en sökum
þess, að'ég’er ekki samþykkur
skoðun þeirra og niðurstöðu,
og sökum þess að íslendingar
eiga heimtingu á, að hinar óað-
gengilegu hliðar kommúnismans
séu dregnar fram í dagsljósið,
eins og það sem talsmenn þeirr-
ar stefnu kunna að finna að-
gengilegt, svo þeir geti áttað
sig á, að hverju þeir eiga að
ganga, eða hvers þeir eiga að
vænta undir kommúnista-fyrir-
komulaginu.
Eg birti því til athugunar
kafla úr ræðu eftir marskálk
Títo í Jugoslavíu, einn af tals-
m'önnum kommúnista-stefnunn-
ar og ekki þann minsta, og svo
nokkurn samanburð á kjörum
þeim sem Canadamenn og Rúss-
ar eiga við að búa.
Ræðu þessa hélt Títo mar-
skálkur á framkvæmdamefnd-
arfundi í Kommúnistaflokknum
í Jugoslavíu 8. nóvember 1946.
Síðara kapitaliska stríðinu,
þegar ráðist var á Rússa af
þeirra hættulegasta óvini, Naz-
istum, er nú lokið með ákveðn-
um sigri fyrir Rússa. En það
meinar ekki að Marxistar hafi
unnið endilegan sigur yfir
kapitalismanum. Móðir kapital-
ismans er enn á lífi, og í kring
um hanna skipa sér öll aftur-
haldsöfl veraldarinnar. Undir
vernd hennar eru þeir að
mynda ný athafnasvæði og
undirbúa ný stríð, til þess að
lengja lífdaga kapitalismans og
varna þess, að myndað sé heims
vítt sósíalistisk ríki, undir yfir-
stjórn Sovét-Sambandsins.
Samvinna okkar við kapitalis-
mann, á meðan að á síðasta
stríði stóð, meinar aldeilis ekki
það, að við framlengjum, eða
höldum því sambandi áfram í
framtíðinni. Hið gagnstæða á
sér stað. Kapitalista-valdið
er okkar fjandsamlegasti óvin-
ur, þrátt fyrir það, þó að það
hjálpaði okkur til að yfirvinna
hættulegustu umboðsmenn þess.
Það getur komið fyrþr, að við
notfærum okkur aðstoð kapital-
isku þjóðanna aftur, en þó ávalt
með það í huga, að flýta sem
mest fyrir endanlegri eyðilegg-
ing þeirra. r
Atómsprengjan er nýtt afl,
sem fylkingar kapitalanna von-
ast til að eyðileggja Sovétiska
sambandið með, og sigrandi
framssókn verkalýðsins. Það er
einasta vonin þeirra. Vonir okk-
ar hafa ekki rætzt eins og þær
voru fyrirhugaðar, vegna þess,
að fullnaðarsmíði á atom-
sprengjunni var hraðað svo að
hún var fullgerð árið 1945. En
við erum ekki langt frá því að
óskir okkar rætist. Við verðum
að fá ráðrúm til að skipuleggja
• afl vort, og fullkomna undir-
búning okkar að því er vopn og
herbúnað snertir. Stefna okkar
fyrst um sinn ætti því að vera
hófleg, svo að okkur geti unn-
ist tími til að þroskast efnalega
og endurreisa iðnað Sovétríkj-
anna, og þjóða þeirra, sem við
höfum vald yfir, og þá kemur
að þeim tíma, að við getum
fylkt liði voru til orustu gegn
afturhaldsöflunum.
Fyrsta árás vor skal gerð á
EJretland hið mikla, því þótt
almenningsálitið skoði það sem
annars flokks veldi, og að öllu
okkar afli ætti að beita gegn
Bandaríkjunum, þá ættu menn
ekki að gleyma að vald Bret-
lands er mikið, í fjórum heims
álfum. Eftir að það vald er eyði-
lagt, þá höfum við múginn í
hendi okkar og athafnabraut okk
ar þá líka óhindruð, því sam-
hyggðarmenn munum við alls-
staðar finna í stríði okkar gegn
brezka áttungnum og gegn
höfði áttungsins, Bretlandi
sjálfu.
Islendingar viljið þið hugsa
um þessa stefnp og þessar fyrir-
ætlanir kommúnista-leiðtoganna
þegar þið eruð að áfella stefnu
forseta Bandaríkjanna, Mr. Tru-
mans og utanríkisráðherra hans,
Mr. Marshalls?
II.
Nokkur samanburður á kjörum
og frelsi verkafólks í Canada og
á Rússlandi
"í Canada:
1. Verkamenn í Canada geta
gert hópsamninga undir forustu
félaga sinna.
2. í Canada er svipað kaup
borgað öllum sem að sömu teg-
und atvinnu stunda.
3. Verkalýðsfólki í Canada er
leyfilegt að gjöra verkföll undir
vissum skilyrðum.
4. í Canada er engin ákvæðis
sekt fyrir að vera seinn í vinnu.
5. í Canada eru menn frjáls-.
ir að skifta um verk þegar
mönnum býður svo við að
horfa.
6. 1 Canada geta verkamenn
enn átt heimili sín, og sem leigu
liðar notið réttar laganna og á
stríðsárunum síðustu voru þeir
verndaðir með lögum frá hækk-
un á húsaleigu, og á þann hátt
tryggt húsaskjól, að minnsta
kosti um tíma.
t
7. 1 Canada fer það fyrir
komulag vaxandi, að veita verka
fólki hvíldartíma, með fullum
launum. Kaupgjald í Canada, er
svo miklu hærra en á Rússlandi,
að fólk þar getur sjálft ráðið
hvernig það ver þeim hvíldar-
tíma. Hvert það fer eða hvað'
það gjörir.
8. Aldurslaun, eru borguð í
Öllum fylkjum í Canada. 31.
des. 1944 voru það 187.127 af
11 millj. og 500 þús. manna í
Canada sem borgað var $24.00
um mánuðinn, — sem nú hefir
verið fært upp í $30.00. — Fyr-
ir þá upphæð er hægt að kaupa
eins og nú stendur, 150 potta af
mjólk, eða 360 pund af brauði.
9. í Canada fá börn verka-
manna fría skólakennslu í tólf
fyrstu bekkjum í bama- og mið-
skólum og í sumum fylkjunum
upp í þrettánda bekk, eða uppí
og meðtöldu öðru ári háskóla-
náms og jafngildir það fullnað-
ar háskólanámi á Rússlandi
þar endar miðskólanám við lok
tíunda bekkjar og svo tekur
ára háskólanám við.
10. 1 Canada er hver maður
frjáls að fara úr landi, án hegn-
ingar.
11. í Canada á engin neyðar-
vinna sér stað, nema á meðal
dæmdra sakamanna.
í Sovétríkjunum:
í Sovétríkjunum eru hópsamn-
ingar forboðnir. Kaupgjaldi
verkafólks þar, ráða forstjórar
iðnaðarstofnananna algjörlega,
En verkafólkið sjálft, eða félög
þess, hafa ekkert um það að
segja. í blaðinu Pravada 29 des.
1935 tilkynnir Mr. Andrew í
umboði politbureau Rússa, að
“upphæð á kaupgjaldi verður
að ákveðast af forstjórum iðnað-
arfyrirtækjanna”.
í Rússlandi er kaup-upphæðin
miðuð við vinnuafköst hvers
eins, sumir verkamenn, sem
að sama verki vinna, hafa
þrjátíu sinnum hærra kaup, en
aðrir. Ósveigjanleg framleiðslu-
krafa hvílir eins og martröð yf-
ir hverjum manni.
Þeir sem verkföll gerðu á
Rússlandi voru skotnir.
í Sovétríkjunum á maður á
hættu að vera sendur til Sí-
beríu, ef hann er 20 mínútum
of seinn í vinnu án þess að
hafa vottorð frá lækni stofnun-
ar þeirra, sem hann vinnur við.
— Izvestia 3. janúar 1939.
1 USSR eru menn negldir nið-
ur, — frozen — við fyrirskipað
verk. Stjórnarfyrirskipun frá
september 1930 og janúar 1939.
1 Sovét-Rússlandi eru verk-
smiðjuhverfi öll eign stjórnar-
innar. 1 þeim geta forstjórar
verksmiðjanna rekið fólk út úr
þeim húsum, ef því verður á að
brjóta vinnureglur, koma seint
í vinnu, eða mögla yfir kjörum
sínum. — Lagaákvæði frá 4.
despmber 1932.
Á Rússlandi er ætlast til að
alt vinnufólk fái starfshvíld
með fullum launum, og fría
ferð til einhverra af sumarbú-
stöðunum, og fría dvöl þar um
hvíldartímann, sem er ákveðinn.
En með lögum frá apríl 1932,
er ákveðið að stormfylkingarn-
ar rússnesku, eða partur af
þeim, hafi forgangsrétt til allra
slíkra hlunninda.
Árið 1935 var meira en miljón
manns á Rússlandi sem sam-
kvæmt lögum áttu rétt til ald-
urslauna/ en það voru aðeins
91.055, sem fengju þau, og upp-
hæðin sem borguð var nam
minna en $4.00 á mánuði. Blaðið
Journal de Moscou frá 22. sept.
1936 segir frá að 250 verkamenn
við Threl mountains-ullarverk-
smiðjurnar hafi fengið 70.000
rúblur, eða 23% rúblu hver
maður mánaðarlega, sem þá
var hægt að kaupa fyrir á Rúss-
landi 50 brauð og 13 potta af
mjólk.
í Rússlandi voru lög sam-
þykkt árið 1940, 2. október, að
allir foreldrar verði að borga
hátt kenslugjald fyrir börn sín
eftir að þau útskrifist úr 7.
bekk barnaskólans, og að börn
þeirra foreldra sem ekki geti
borgað kenslugjaldið verði inn-
rituð í skylduverkadeildir
æskumanna. Afleiðing þessara
laga er sú, að mjög fátt af börn-
um Sovétverkafólksins, á kost
á að halda áfram námi eftir að
þau hafa lokið námi 'í 7. bekk.
í Sovétríkjunum liggur dauða
hegning við því að fara leyfis-
laust úr landi — lög frá nóvem-
ber 1929, sem enn eru í gildi í
Haukur Snorrason rifjar upp
heimsókn í brezka kolanámu og
segir frá lífi og kjörum þeirra,
sem starfa í brezka kolaiðnaðin-
um.
Það eru til mörg hundruð kola
námur í Bretlandi ,sem svipar
mjög til Robin Hood-námunnar
í Lancashire. Og litli námubær-
inn á hæðinni gæti alveg eins
verið í Derbyshire eða Wales.
Þeir eru allir hver öðrum líkir.
Þar, djúpt niðri í undirheimum,
grafa verkamenn eftir kolum, til
þess að hjólin í brezkum verk-
smiðjum geti haldið áfram að
snúast. Litli bærinn hefir þolað
snjóa, samgönguleysi og kulda
í vetur, eins og aðrir brezkir
bæir, og sumarsins var þar beðið
með eftirvæntingu. Það var
fyrst í þessum mánuði, að lífið
komst þar í samt lag aftur, eftir
þungbærasta vetur á þessari öld.
Það eru nú liðin 10 ár síðan
ég heimsótti litla námubæinn og
skoðaði Riobin Hood námuna,
en ég get vel gert mér í hugar-
lund, hvernig þar muni umhorfs
í dag. Þar sjást fáir karlmenn á
ferli fyrir hádegi, en konurnar
rölta í milli sölubúðanna til þess
að draga föng í búið. Nú eru
þeir aðdrættir erfiðari og mikils
verðari en áður. Nú þarf að gæta
ýtrustu hagsýni og sparsemi um
meðferð skömmtunarseðlanna,
en minna sakar nú ep áður þótt
shillingarnir fjúki. Reyklr, sót
og kolalykt liggur eins og dimm
blæja yfir húsaþökunum. — Úr
flugvél mundi enginn sjá konurn
ar, sem rölta um göturnar með
körfu undir hendinni. ,
En að afloknu hádegi breytist
þessi mynd. Þá er meira um að
vera. Karlmennirnir eru á hlaup
um eftir götunum. Sumir eru á
leið til námanna, aðrir að koma
þaðan. Þá eru vaktaskipti. Al-
menningsvagnar spúa kolsvört-
um, þreytulegum mönnum út á
göturnar og fyllast á ný af hrein
legum, rösklegum mönnum, sem
eru á leið til vinnustöðvanna.
En klukkan hálf þrjú er komin
kyrrð á litla bæinn á ný. Þá eru
verkamennirnir horfnir, og kon-
urnar að fást við búsýslu innan
dyra. Þá er næði til þess að skoða
námubæinn. Það er ekki margt
að sjá. í samanburði við suma
aðra námubæi er litli bærinn þó
vel á vegi staddur. Þar eru a. m.
k. tvö kvikmyndahús, snotur
verzlunargata og veitingahús og
ölstofur á hverju götuhorni. Litli
bærinn er um margt sjálfum sér
nógur. Alls konar iðnaður og
framleiðsla þróast við hliðina á
aðalatvinnugreininni, sem er
kolavinnslan í námunum sex,
sem eru í næsta nágrenni hans.
En þegar komið er út fyrir
hjarta bæjarins, þá glatar hann
sérkennum sínum og verður að-
eins brezkur námubær. Þar eru
heimili námumannanna í enda-
58. grein hegningarlaganna frá
1943 og þar ofan í kaupið 5 ára
Síberíuvist, fyrir fjölskyldu
þess sem slíkt gjörræði fremur
Lög frá júní 1934.
í Rússlandi, eru um 20 millj.
þræla, — sbr. “Kommúnistar í
algleymingi”. Þingskjal 754
U.S. Congress 2 Session Capter,
V — nær dauða en lífi Lneyðar-
þjónustu. Margir þeirra ekki
fyrir meiri sakir, en að koma
of seint í vinnu, eða að vera
skyldmenni einshvers sem hefir
forðað sér út úr Rússlandi frá
ofsóknum og yfirgangi.
íslendingar! Okkar er nor-
rænn andi, sem aldrei til lengdar
fær unað yfirgangi og ofsókn-
um, né heldur beygt sig undir
þrælavald, sem engar útgöngu
dyr leyfir. Látum okkur minn-
ast þess af einlægni, á þessum
voða og vandræðatímum.
J. J. Bílfeld.
lausum húsaröðum. Húsin eru
öll byggð úr tígulsteini, hvert
þeirra er tvær íbúðir, en þau
eru öll eins, og allar göturnar
þar eru eins, aðeins misjafnlega
gamlar og setnar dálítið mis-
munandi fólki. Það er allt og
sumt. Litli bærinn er drunga-
legur og ömurlegur, eins og flest
ir aðrir brezkir námubæir, sér-
staklega á vetrardegi, þegar kola
rykið liggur svo þétt yfir bæn-
um, að það gengur með sigur af
hólmi í hinni eilífu viðureign
við dagsbirtuna, og rökkur tekur
að síga yfir skömmu eftir miðj-
an dag, rétt eins og það væri í
svartasta skammdeginu á Is-
landi. Þannig er myndin, sem
blasir við auganu svo víða í iðn-
aðarhéruðunum í Mið- og Norð-
ur-Englandi. Þar skín sólin
spaldan og geislar hennar varpa
aðeins daufum bjarma, þegar
heiðir.
Næst þænum er Robin Hood
náman. Þar vinna um það bil
þúsund verkamenn, og þeir
grafa 1700 smálestir af kolum á
dag. Náman er gömul, og að því
mun reka, að hún verður lögð
niður. En enn þá sveitast þeir
þar niðri í undirgöngunum. —
Þegar ég kom þar, var unnið
í allt að 400 feta dýpi undir yf-
irborði. Þar liggja kolin í lögum,
sem eru þó aðeins nokkur fet á
þykkt. Náma þessi var eign eins
stærsta námafélagsins, og afköst
in þar voru talin ofan við meðal
lag, vegna þess, að nokkuð var
þar af nýtözkulegum vélum, en
eigi að síður var sagt að náman
væri lakar búin en bandarískar
námur. Bandaríkjamenn tóku
vélar snemma í þjánustu sína,
og afköstin þar eru miklu meiri
en í Bretlandi. Hvernig er þá
umhorfs þarna niðri í undirgöng
unum? Eg skal rifja lauslega upp
það, sem fyrir augun bar fyrir
10 árum.
Það var í febrúar 1937. Við
höfðum ekið nokkrir saman út
að námunni, og einn verkstjór-
anna hefir þegar tekið á móti
okkur og vísað okkur inn í her-
bergi í skálabyggingu nokkurri.
Þar erum við látnir skipta um
föt. Þeir fá okkur bláleita sam-
festinga og hjálma á höfuðið í
stað hattanna. Loks er okkur
fengið ljósker í hönd og okk-
ur kennt að fara með það. Nú
getur ferðin niður í námuna
hafizt.
Þegar út er komið, blasa við
háir turnar hér og þar um
námusvæðið. “Headworks” kalla
kalla þeir þá. Þar undir eru
göngin, sem liggja niður til
undirheima. Sums staðar má
sjá, hvar kolahlössin eru dreg-
in upp á yfirborðið af kraftmikl
um vindum og þeim steypt í
flutningavagna, sem bíða. Lyft-
an, sem bíður okkar í einum
turninum, er heldur forneskju-
leg. Þar eru tvö hólf, og skipt-
um við okkur í þau. Merki er
gefið, og það er eins og gólfinu
sé kippt undan okkur. Lyftan
er á hraðri ferð niður í djúpið.
Umhverfis grúfir niðamyrkur.
Enginn segir orð. Svona er
þeyst áfram dálitla stund. Allt
í einu finnum við, að farartækið
hægir á sér og stöðvast loks al-
veg. Dyrunum er hrundið upp.
Allir eru fegnir að vera lausir
við þetta ferðalag. Úti fyrir blas
ir við langur, aflangur salur.
Rafmagnsljós loga þar strjált í
lofti, þar sem sperrur frá gólfi
ganga upp undir. Meðfram
veggjunum eru lagðir bjálkar,
en í milli þeirra sést glitta í móð-
ur jörð. Fyrir enda gangsins eða
salsins er lítil hurð, rammbyggi-
leg að sjá. Þangað skundum við
nú í fylgd með verkstjóranum.
Hann verður að taka á öllu afli
til þess að geta ýtt litlu hurð-
inni frá stöfum. í þessum göng-
um eru loftstraumar að verki,
og við heyrum undarlegan hvin,
um leið og við þyrpumst í gegn-
um litlu dyrnar. Við erum ekki
fyrr komnir inn fyrir, en hurð-
in skellur að baki okkar. Þann-
ig förum við um nokkra sali,
sem eru hver öðrum líkir. Þarna
voru einu sinni unnin kol, en
nú er þar ekkert að hafa lengur.
Vinnslan fer fram lengra burtu
og neðar. Loks komum við þar,
sem verkamenn eru að bisa við
kolavagna á spori og sjáum,
hvar vagnarnir eru dregnir upp
úr dimmum, hallandi göngum
af sterklegum gufuvindum. Hér
er draugalegt um að litast, dauf
birta frá rafljósum og sterk ó-
þægileg gaslykt. Gufuvindum-
ar hamast án afláts. Tómir vagn
ar renna niður í djúpin, en
hlaðnir vagnar eru dregnir upp.
Þarna leggjum við lykkju á leið
okkar. Verkstjórinn bendir okk-
ur á lágreist hliðargöng. Okkur
er sagt að kveikja á ljóskerun-
um, og síðan er haldið inn í göng
in. Þau eru þröng, dimm og ó-
vistleg. Sumsstaðar verðum við
að ganga hálf bognir, og alls
staðar verðum við að fara laf-
hægt, því að botninn er ósléttur.
Það er undarleg tilfinning, sem
grípur mann á ferðalagi okkar
hundruð fet undir yfirborði jarð
ar. Ef nú yrði sprenging ein-
hversstaðar langt að baki og
uppgangan lokaðist? Annað eins
hefir komið fyrir. Ekki eru
nema nokkur ár, síðan 100
námumenn fórust í Gresford.
Svona hugsanir ásækja leik-
mennina, sem hætta sér niður
í undirgöngin, en þarna skeður
ekki neitt. Við lötrum bar^ á-
fram etfir langa, hlykkjótta
ganginum, og okkur fellur lykt-
in illa. Eftir langan tíma ber
annarlegan dyn að eyrum
okkar. Þarna eru vélar að verki
einhvers staðar framundan. Von
bráðar erum við komnir inn í
allstóra hvelfingu. Við daufa
birtu rafmagnsljósa sjáum við
glitta í hálfbera mannslíkama
hér og þar. Þarna standa þeir
upp við námuvegginn og kljást
við kolalögin.
Svona hvelfingar eru margar
á vinnslusvæðinu. Þarna herja
loftborar án afláts á kolalögin.
Stór stykki falla til jarðar úr
veggjunum, og þeim er skipt í
minni hluta, áður en þeim er
skipað á vagnana. Auk vélknú-
inna verkfæra getur að líta
þarna venjuleg handverkfæri.
Námamennirnir taka sér andar-
taks hvíld til þess að líta á gest-
ina, en síðan er tekið til starfa
á ný. Við grípum handverkfær-
in og hyggju’mst losa með þeim
úr svörtum lögunum, en það sæk
ist seint. Iður jarðar eru hörð
viðkomu, og lítið fellur. Náma-
mennirnir brosa góðlátlega. —
Svona peyjar eiga lítið erindi
í kolanámu, hugsa þeir.
Og það er satt, við eigum
næsta lítið erindi. Þar að auki
eru flestir búnir að fá nóg. Það
er daunninn þarna niðri, sem
óviðkunnanlegastur er. Nú
dreymir okkur alla leikmenn-
ina um heiðríkju og sólskin og
hreint, tært loft. Við erum alls-
huga fegnir, þegar verkstjórinn
bendir okkur, að tími sé kominn
að halda af stað til baka. — Við
verðum að vera komnir upp á
yfirborðið áður en vaktaskiptin
fara fram, svo að þetta ráp okk-
ar tefji ekki störf þeirra, sem
eru meira virði í augum kola-
námueigendanna en forvitnir
gestir, sem að garði ber.
Hvers konar menn eru það,
sem fást til að starfa í þessum
óvistlegu undirgöngum ár eftir
ár? “Þegar ég var ungur”, sagði
einn þeirra, “var enga aðra
vinnu að fá. Og þetta er kola-
vinnsluhérað. Og þá voru sam-
göngurnar ekki komnar í það
horf, sem nú er. Þá gátu menn
ekki sótt vinnu sína langt út
fyrir heimkynni sín. Við áttum
engra kosta völ. En nú er allt
breytt. Nú getur unga fólkið
leitað sér vinnu í nærliggjandi
borgum og byggðum og samt
(Framh á bls. 7)